Heimskringla - 15.12.1898, Síða 2

Heimskringla - 15.12.1898, Síða 2
JTBIMSKKÍNULA 8. DEBElíBEIi 1838 rferð bdaðsins í Canada og Bandar. $1.50 am árid (fyrirfram borgad). Sent til laiands (fyrirfrara bor»»ad af kaupend- nn blaðsins hér) $1.00. Peningar aeudist í P. 0. Money Order íiéxistered Letter eða Express Money Order. Bankaávísajiir á aðra banka en j Wiunipeg að eins teknar rneð afföllum B. Ij. B*.l«twin»on, Útgefandi. Office : Corner Princess <fe Janses. p.o. BOX 305 Bœjarkosnin garnar. N6 er komið fast að bæjarstjórn- arkosningnnam í Winnipeg. Þær verða aliar um garð gengnar þegar næsta blað kemur 6t. Menn héldu að þær mundu verða ósköp íjörlitlar en það lítur svo út sem mönnum sc farið að volgna. Auk þess að kjósa bæjarstjórn eign menn nft greíða atkvæði um 8 aukalög, er bæjarstjórnin hedr sam- þykt og verða að lögum, ef að bæj- armenn samþykkja þau með nægum atkvæðafjölda. Eitt af nýmæluui þessuin er það að vcrja $20,000 til að reisa opinbera bókhléðu; annað er að verja $50,000 til rafmagnsljósa gerðar, og hið þriðja er að verja 13 þúsundum til að gera ofna er brenni alt rusl bæjarins. Það er vitaskuld að öll þessi fyrirtæki eru hin þörfustu fyrir bæ- inn og æskileg mjög. Það væri ljómandi að hafa _0 þúsuud dollara bókhlöðu, það væri ljómandi að geta fengið bæinn betur lýstann á kvöld- in og nóttunni; það væri ágætt að geta brent sorp alt |og rusl í bænum svo að engin hætta væri á að yrm- !r r kvjknnðu í því og breiddu út pestkenda sjúkdóma. En nú er á það að líta á hinn bóginn, að Jxejar menn hafa lagt á sig kostnað mik- inn til að endurbæta bæinn. Skóla- húsin hafa risið upp hvert á eftir öðru, einlægt fegurri og fegurri. Strætin hafa verið rifin upp og möl- borin eða trélögð með miklúm kostn- aði. Vatnsverkið var keypt núna rétt nýlega, og alt þetta hefir mikinn kostnað i för með s*ir. Skuldir bæj- arins eru orðnar ytir þrjár millfónir með iillu og öllu, má telja þær fjórar millíónir og þarafleiðandi eru skatt ar orðnir þungir á mönnum. Ætli að það væri nú ekki rftt að blása nú dálitið um stund, reyna að rata heim til sín við þessa Ijóstýru sem er á kvöklin, reyna að komast af ineð City Hall fyrir bókhlöða, sérstaklega ef að hægt væri að fá rúmið dálítið aukið, reyna að keyra ruslið kurtu úr bænum eins og áður hefir verið gert. Bærinn hefir keypt eignir Wa- ter Works-félagsins allháti verði, og nú þarf að koma því fyrst af öllu í lag svo að bærinn geti með tímanum grætt á þessu sem aðrir bæir græða á sínum opiriberu eignurn. Það þarf að halda áfram með strætin að gera við þau og það eru ótal aðrar grein- ar sem peninga heimta. Þess vegna ætlum vér að það mundi vera hyggi legt að blása snöggvast og líta í kringum sig og sjá áhrif peninga þeirra sem þegar er búið út að leggja. En aí þessum þremur nýu greinum, þá œtlum við að nýmælið til gerðti rafmagnsljósa s<j það sem bærinn helzt ætti að sinna. í Ward 4 sækja þeir um bæjar- stjprnarembættið Mr. Winram og Wilson, Wallace og Harvey. Vér þekkjum Iftið þessa menn nema einn þeirra, Mr. Winram. Mr. Wilson hetir verið bæjarstjóri aðundunförnu og eins og oft fer,þá eru mennófúsir aðslepjia völdum hafi menn einusinni náð þeiin, einkum þá þe gar völdin lúta að því að ráða yfir fé annara. Það er ekki svo að vér viljum í neinu niðra Mr. Wilson. En nú hef- ir mönnum fundist til um ýmsar að- gerðir bæjarstjórnarinnar síð;istl. ár. og hafa verið hátalaðir um að skifta um. En ef að þeir kysu nú Mr. Wilson eftir alt saman, þá sýndu þeir að þeir hefðu verið að tala þvert um huga sinn og það hefði langt frá verið meining þeirra að segja það, sem þeir sögðu. En með slíku og þvíllku gera menn sig hlægilega. Mönnum Iika ekki aðgerðir bæjar- stjórnarinnar með heymarkað- inn, aieð Firehall, bókhlöðubygg- inguna, strætalagningu og ýmislegt fleira. Ef að mönnum er alvara að hugsa svo, þá væri skrítið ef þeir færu að kjósa Mr. Wilson aftur, er var einn þeirra manna sem réð þessu. Hina þekkjum við lítið, Mr. Wallace og Mr. Harvey. en ætlum að hvorugur þeirra manna mundi gera stórar fígúrur í bæjarstjóminni, þótt þeir næðu kosningu, sem tæp lega er hætt við. Mr. Vinram er maðurinn, sem oss fellur langbezt i geð af þessum. Vér þekkjum hann allir landar sem erum í Ward 4, gamla æruverða manninn, sem er á horninu á Elgin og Isabel St. Hann hefir sjálfur verið verkamaður og komisi áfram með atorku og sparsemi. Hann býr einmitt í þeim hluta af Ward 4, þar sem menn eru óánægðastir út af að- gerðum bæjarsfjórnarinnar og sjálf- ur flnnur hann til þess að sá hluti bæjarins hefir verið ójöfnuði beittur, og vildi laga það sem hann gæti, Hann er maður í öllu vandaður og ekki líklegur til þest að láta rykkja sér mikið til eða fá sig til að ganga þvert á móti vilja sínum. Mr. Vin- ram er í álitijhjá öllum sem þekkja hann, enda er maðurinn hægur og stiltur og rasar ekki fyrir ráð fram. Það má reiða sig á að hann lætur enga kontraktara hafa síg í vðsum sínum og daglaunum er hann hlynt- ur, enda veit maðurinn hvað verka- mönnum hentar, þar sem hann hefir verið það sjálfur, ’eins og áður er sagt. Mr. Winram heflr Því eindreg- in meðmæli vor, því að það er sann færing vor að hann verði heppileg- astur allra þeirra sem Ward 4 heflr að kjósa. Boðskapur McKinleys til þingsins í Wasliinyton. Þessi boðskapur forsetans til þinas ina í Washington, sem nú er nýkomið saman, er uætinn mjöK, sein við var að búast. Hann sestir ekki eitt orð um Philippine-eyjarnar. A Cuha minnist hann og lætur í ljósi ósk sína, að styðja að því, að sjálfstjórn rerði mynduö á Cuba. Hann talar fyrst úm stríðið við Spán ok tildiögin til þess. og segir að Bandaríkin hafi háð stríð þsð í nafni maniiúðarinnar. Þeir hafi barist með hreysti og mannskaða avo litlum að ekki séu dæmi til. Segir hann að nú séu friðarsamniugxr að heita má full- gerðir. Ekki vill hann tala um hinar nýju landeignir Bandaríkjanna að svo stöddu, ekki fyr en búið sé að undir- skrifa friðarsamninginn. Segir hann að Cuba skuli fá tækifæri til að mynda sína eigin stjórn. Bráðum vonar hann að semjist milli Bandaríkjanna og Ung- arns og Ansturríkis, út af því er náma- mennirnir voru skotnír af lögregluliðinu í Latimer í Penosylvania í sumar.— Hann laggur til að þingið geri þegar ráðstafanir til að fullgera Nicaragua- skurðinn. Hann kveður það muni stórum auka hagsæld Bandaríkjanna, að nú sé öllum frjálst að verzla í Kína, og leggur til að nefnd manna sé kosin til að kynna sér verzlun og iðnað þar. Segir forsetinn að Bandarikin þurfl að leggja fram $1,000,000 til þess að geta tekið þátt í Parísarsýningunni árið 1900 Hann hrósar mjög bróðurlegum hug milli Englands og Bandaríkjanna. Seg- ir að Bandaríkin fallist af heilum hug á friðaruppástungur Rússakeisara (!!) Og um leið fellst hann hjartanlega á uppástungu Mr. Long’s ríkisritara. að byggja :i bryndreka og 12 stóra haffæra járnbarða. Einnig vill hann auka land- herinn. Það er auðséð að Bandaríkin hafa nú vanda á höndum. Þau eru komin inn i þjóðastrauminn sem þau áður hafa staðið utan við. Þau hafa fengið kettu- börn, ómaga og óvita, sem þau þurfa að ala upp. menta og kenna alla inanna siðu. Cuba þurfa þau að annast um og hjálpa fram á braut sjálfsforræðis og frelsis, eins og lofað var i fyrstu þegar stríðið var hatíð. Philippíne-eyjarnar vita Bandaríkin eiginlega ekki hvað þau eiga við að gera. Þar ganga ibúarnir klæðlitlir, fáfróðir og meutunarlausir, og þar getur eiginlega enginn hvftur maður lifað. Þeir verða veikir þar af allskonar sjúkleika ef að þeir eiga að dvelja þar nokkuð til lengdar. Fjár- von er þar að vísu nokkur i verzlunar- viðskiftum. en þar sem eyjarskeggjar eru ósiðaðir og viltir, þá þurfa Banda- ríkin að hafa þar her manna Stöðugt, að líkindum einar 60—70 þúsundir, og herskipastól og kosta til ærnu fé. En nú eru þau einnig að líta augnm til verzlunar við miljónirnar i Kína og þess vegna þurfa þau eyjarnar sein áfanga- stöð á þeirri leið, til að hafa þar herskip sem verndi verzlun þeirra, og geyma þar kolaforða. Ollu þessu fylgir það, að þau þurfa stórum að auka herskipaflota sinn, þvi að þau mega búast við að reynt verðj að þrífa óþyrmilega tii þeirra þegar minst varir. Því nú eru þau kominn inn í það hringtíug, þar sem hrafnarnir reyna stöðugt að kroppa fjafrirnar hver af öðrum. Þetta getur verið æskilegt og gott. Það var ekki nema rétt og tilhiýðilegt að Bandarikin kæmu frain og legðu sinn skerf til að menta heiminn, einsog Bretar. Þau hafa beinin og féð til að bera sig uir. og menning til að miðla öðrum, ef að þau þá ekki hleypa fram af sér stórmálum heima fyrir. Það er sérstaklega eitt mál sem er að verða þýðingarmikið í Bandaríkjunum og það er kynflokkamálið. Hvítir menn og svertingjar þýðast ekki hvorir aðra. Samlyndið milli þeirra virðist fara versnandi með ári hverju. Einlægt eru hér og hvar að koma upp róstur milli þeirra og skjóta þá hvorir aðra hópum saman. Stafar það af því, að svartir menn hafa ekki getað fylgst með hvað menning snertir. Fjöldinn af þeim er hvorki læs né skrifandi ennþá, þó að nokkuð sé það að lagast. En nú koma til sögunnar alviltar þjóðir á Philipiue eyjunum og hvernig eiga þær að geta farið að mynda eitt af sambandsrikjum Bandamannay Hyernig geta þær reist þingbundna stjórn. sent fulltrúa tij Washington, stjórnað heima hjá sér með lögurn og rétti siðaðra manna? Þetta er vandamálíð stóra. Allur þorri Demókrata segir, að það sé óhæfa fyrir Bandaríkin, að fara að leggja aðrar þjóðir undir sig og drotna yfir þeim. Bandarikin standi á grundvellinum : “All men are born equals.” En eigi nú að fara að leggja undír sig Philippine- eyjar. þá sé það brot á móti grundvall arlögunum, brot á móti frelsishugmynd inni, sem skapað hafi ríki þetta hið mikla og viðhaldi því. En hinsvegar rennur mönnuni til rifja hvernig Spán- verjar hafa farið með eyjarskeggja. kúgað þá og undirokað og bannað hin- um minsta frelsisgeisla að skína á sálir þeirra. eftir því sem í þeirra valdi stóð. Og þeir játa allir að það væri óhæfa ein að selja þessa langþrælkuðu veslinga i hendur ðpánverjum aftur. Kina ráðið virðist því vera að reyna að menta þá, reyna að hjálpa þeim fram á veginum til sjálfsforræðis, kenna þeim manna siðu og háttu og láta þá ráða £>vo miklu sjálfa sem mögulegt er. En hvað snertir yfirlýsinguna um það, hvað McKinley sé ánægður yfir friðarguðspjalli Rússakeisara, þá er slíkt nærri hlægilegt, því að aldrei nokkurn tíma hefir heimurinn hervætt sig tneira en einmitt síðan fluga þessi kom frá Rússakeisara. Og skrítilegt er það, að samfara þessari yfirlýsingu leggur McKinley það til, að smiðaður sé heill herfloti af hinum öflugustu bryndrekum og járnbörðum. Þykir sumura þetta gert til að fá menn til að glápa á stórvirki þessi, en gleyma hag sínum heima fyrir, gleyma því, hvernig stórríkir höfðingjar og miljónaeigendur eru að sjjenna greipum vfir atvinnu alla og atvinnulýð, yfir stjórnir borga, bæja og ríkja,—yflr sjálf hin löggefandi þing sem eiga að vera rörður frelsisins og raannréttindauna. Franz Joseph. Annan þ. m, voru 50 ár liðin frá því að Franz Joseph Austurríkiskeis- ari kom til valda, og var þá hátíð mikil í höllum höfðingjanna þar. Lét þá Jó- seph skjal mikið útganga og þakkaði þar hernum fyrir hollustu og hreysti sýnda áríkisstjórnarárum sínum (reynd ar var hreystin mest í þvi fólgin að þeir létu Prússa berja á sér 1866 við Sadowa). Sagði keisarinn að herinn væri hásætisins-hlíf og skjöldur, Og þykir oss það vera orða sannast, þvi að væri ekki herinn að vernda páfugla þessa, sem hreykja aér í hásætunum, þá mundu fljótlega stýfðir vængir þeirra og máskó tekið fyrir kverkar þeirra, þvi að sannarlega eru þeir lítið til annars en gala og hrista stélin, euda er þ«ð alment orðið viðurkent, Það er annars athugunarvert að renna augum yfir þessi fiuitíu ár til árs ins 1815. Þá ólgaði og sauð í allri Norð urálfunni, Þá börðust menn fyrir fiel.- inu svo að blóðið rann i straumum. Þá börðust hinir undirokuðu móti harð stjórunum, þá var stjórnarbylting á Frakklandi, frels sbarátta i Ungarn, hreyfingar um alt Þýzkaland, svo að við byltingum lá Pólen var í uppnámi, Italia að teygja fram armana til frelsis. ins. Englendingur fóru að rumskast og sjá ofsjónir og það sem fáheyrðast var af öllu, jarlinn Krists. blessaður páfinn, fékk svo mikil frelsisaðsvif að á hann kom vinian og lét hann se» hann væri frelsishreyfingunum unn- ai di. En Kossnth var brotinn á bak aftur, páfinn sá sig u» hönd; Napóle- on óð í blóði að forsetastólnum. Bis- marck lagðist sem annar heljardreki yfir Þýzkaland, hásætin og krónurnar svignuðu og marraði í þegar alvaldar settust á stóla sína og mörðu undir þeim þegna sína. En þær vonir, sem þá liðu sem revkur út í loftið. Menn komust þá svo nærri frelsisgyðjunni að menn héldu að þeir mundu geta grípið fald klæða henn ar, en hún hvarf sjónum þeirra í púður- svælunni og reyknum.Samt héldu raenn að ðrskamt væri þangað til þeir næðu fundi hennar. Að einuao 10, 20. 50 ár- um liðnum héldu menn að hún kæmi aftur og tæki sér bústað meðal þeirra. Ad 50 árum liðnum héldu menn að eng- inn konungur eða keisari mundi há-jæti skipa í Evrópu. Alstaðar muudu kom- in á þjóðveldi, og mönnum mundi bíða svo vel tindir ægishjálnii frelsisgyðjunn- ar og santileikans og réttlætisins. En tilgátur manna og spár eru ekki æfinlega sannar og svo var þá. Það varð nokkuð öðruvísi. Erakkland er reyndar þjóðveldi, Ítalía er orðin að einu ríki, og bændur voru úr ánauð leystir á Rússlandi. En aumingja Pó- len er orðið fjötrað rússneskum viðjum og á nú enga uppreistar von. Þýzka- líjnd er sameinað og orðið voðaveldi oe þar situr keisari rammefldur á stóli. girtur megingjörðum sera Þór gamli,— en það eru hersveítir hans. Konunga og keisara vald er enn þá sterkara þai nú en nokkru sinni fyrri. Eins er i Austurríki, eins er á Rússlandi. Með hverju árinu auka drottnar þessir her- atla sinn: þeir trevsta megingjarðirnar. Þeir eru hálfhræddir öðru veifinu og vilja vera viðbúnir að berja niður ó- spektir allar, og skella skolleyrunum við réttlætiskröfum þegnanna. Þeir eru svo allir konungar og keisarar ‘af Guðs náð’, blessaðir. G.vmla England hetír farið hægt og stundura olakað dá- lítið til á taumhaldinu ©g liaft hugann við að fara ekki á hreppinn. Og svo hefir það safnað dálitlu í kístuhandr- aðann. A þessum tíma hefir einn vesaling- ur mannað eig upp; .hann mátti heita hreppsómagi þá, en er nú orðinn sjálf- bjarga og sprækur vel; það er Japan litli, og hann flýgur á eflda karlmenn og snarar þeim á hrygginn og segir : Sjáið þið drengir, hérer litli Jap. kom- inn og ætlar að vera með ykkur. En þó að frelsið hafi ekki orðið dregið til fulls úr höndum drottnanna. þá hefir þó mikið lagast og framfarir hafa orðið mjög miklar, en fram i leik- sviðið eru komnir nýjir gestir.digrir og rembilitir, glitrandi i gulli og demönt um- Þeir g«nga upp að hásætunum og bjóða kouungunum þjónmstu sína og fóstbræðralag Áður húktu þar hempu- klæddir drjólar með mítur á höfði, bag- a1 i annari hendi, e» bók í antiari. En þegar ókyrrðist urðu þeir hræddir, hlupu i skot og földu tig. En ný- komnu gestirnir báru hátt höfuðin og hristu pússa sína svo að glararaði i silfrinu ogsögðust óhræddir; þeirþektu sveina þessa og vissu hvernig bezt væri að eiga við þá. Það yrði að Sjá avo um að gefa þeim rétt hæfilega að éta, þá mætti ráða við þá. Það voru auðkýf- ingar þetta og þeir gerðust landvarnar- menn drotnanna. Kína. Útdráttur úr ræðu eftir Sir Oharles Bensford í Shangbai. í ræðu þeirri fsem Sir Charles flutti þar talar hann mikið um að Bretar hafi látið draga tauma úr höndum sér f Pe- kin, aðsetursstað keiaara Kínverja, og hafi þeir við það tapað ákaflega uiikilli verzlun. Kveðst hann ráða það af þessu að ekki mundi langt að bíða þess þess að hið feiknamikla kinverska keis- araveldi hryndí sanian. Alstaðar sagði hanu að arnast væri við verzlun þeirra, Rússar væru búnir að ná á vald sitt Niu Chwang og hefðu rússneskir her- foringjar þár öll völdin og þyrðu kín- verskir tollembættismenn ! ar hvergi nærri að koma eða láta tilsíntaka. Hefðu Rússar haldið stryki sínu fram óhindrað og stikað áfram yfir alla Man- churiu og slegið á ríki það sinni eign, þar á meðal Niu-Chwang, sem Kósakk- ar réðu nú lögum og lofum i. Til mála mvndar var járnbrautin lögð til þess að vernda verzlun Rússa þar eystra, en öil verzlun þeirra var þá sú að þrjú gufuskip fluttn þang frá ströndu þar. Á einu ári höfðu Rússar stokkið 1200 milur inn ytír landamæri Kínverja og það væri ekkert því til fyrirstöðu að þeir héldu alla leið til Pekin, nema Bretar tækju í strenginn og legðu blátt bann fyrir að þeir færu lengra og segðu þeim stríð á heudur, ef að þeir færu yfir vissa ákveðna linn. Sagði hann að Bretar hefðu enga tryggingu fyrir að loforð Kínastjórnar væiu haldin um að Bretar skyldu halda verzlun í Yangtse- dalnura, því að Kínverjar hefðu lofað öðrutn þjóðum hinu sarna, Þeir hefðu hleypt Rússum inn í Niu-Chwang þvert ofan í loforð þeirra. Og nú sagði hann að ekkert væri annað fyrir höndum, en að Bretar tækju sig til og æfðu her- flokka Kínverja og styrktu þá í öllu, sem hægt væri. Það væri miklu betra en að s'á eign sinni á landið, þvi að það væri þeim líka á móti skapi. Að sunnan ræru Frakkar að síga einlægt norðar og norðar og væru nú eignir heirra komnar norður undir Hong Kong. Rússland, tJýzkaland og Frakkland hefðu öll fengíð eitthvað. En .Bretland hið raikla hefði ekkert fengið, og sagði Sir Charles að sig óaði við hvað laugt Bretar létu ná rekast. Þarna sér maður hvornig hinir merk- ustu Englendingar líta á mál þetta, menn sem kunnugt er um alla króka og útúrdúra hinna leynilegustu stjórn- mála, og geta því miklu fremur en aðr ir séð hvert rás viðburðanna stefnir. Það má telja það víst að þarna reka þeir skallana saman Jón Boli og Rúss- inn. og er albúið að verði af vábrestur mikill. Þetta er það sem knýr pá tll þess að hervæða sig með öðru eins afli og kappi og þeir gera. Þarna er að lik- indum ástæðan, sem hefir valdið því að Rússakeisari kom svo sætmáll fram með friðarboðskap sinn og stundi við þungan í kristilegum móði yfir þeirri óhæfu að þjóðírnar skyldu verja svo miklu fé til herbúnaðar. Það hafa kann ské verið aðrar tíeiri ástæður til þess. uppskerubrestur oglhungur á Rússlandi o. s. frv. En það er eins víst að þetta sé ein af ástæðunum. Og endirinn verður si, að hinar allra kristilegustu þjóðir þjóta hver í aðra og rífa hár- toppana hver af annari, biðjandí guð að leggja blessun sína yfir þá sem betur slítur. ÞAKKARÁVARP. Eins og það er skylda mín að lofa himnanna drottinn fyrir hvern ljós- geisla kærleikans og raiskuusemdanna, sem fagurlega skín fyrir hugsjón minni, þá er þaö tilhlýðilegt að ég með innilogu hjartans þakklæti minnist kvenna þeirra í Winnipeg. sem aumk- uðust yfir Sigríði dóttur mína, þegar hún kom frá Islandi og var klæðlítib sjúk og félaus í Winnipeg; kiæddu hana og hjúkruðu henni á annan hátt Nefni ég þar til þær Halldóru yfirsetu- konn, Margrétu Guðmundsdóttur (í húsi B. L. Baldwinsonar) og eina enn ónefnda. Bið ég góðan guð að launa þeim öllum fyrir velgerðir þeirra; hann sem er hjartnanna og nýrnanna rann- sakari og sér það sem í leynum er, þekkir nöfn þeirra og hann lætur ekki góðverkin ólaunuð, sein auðsýnd eru þessum vesælu börnum, Hann blessi þessum konum allar þeirra stundir. Þess óskar og biður af hjarta. Jón Magnússon (póstur). Nýtt aktýgja- verkstæði Hér með læt ég lauda mína í. Selkirk, Nýja íslandi og annarstaðar vita, að ég liefi nú sett uppdálítið verkstæði á eigin reikniag i Selkirk. Eg tek að mér allar aðgerðir á aktýgjum og leysi alt verk af hendi fljótt og vel og gegn svo lágri borgun sem unt er. Gleymið ekki að koma til mín með loðkápurnar ykkar ef þið þurfið að fá á þær spennur eða ann- að. Verkstæðið er í harðvörubúðinni rétt hjá Lisgar Hotel. Sveinn Tiiompson. ^iefcjlfcjtfcj|fcJifc..MfcjÉfc.j|fcJfcdfcjtfc^ \ Fullkomnast \ i Fataverzlun í bænum. bæði smásalaog heildsala I Alt nýjar vörur. ekki melétnar eða .■atslitnar af að flæsjast á búðar- I hillunum. Komiðullív og sann-1 færist, og njótið hinna beztu kjör- J kaupa sem nokkru sinni hafa boð- I ist í þessum bæ. Við höfum nlltl sera að fatnaði lítur, stórt og smátt Munið eftir nýju búðinni. EASTERN CLOTHINQ HOUSE 4 WHOUESALB & [ÍBTAIf.. ^ —570 Main Str.— jj J. Genser, eigandi. K í/í-w "w -w w wHif -kf •w "># w fc--m-^ S. Gudmundson, * Notary Puhlic. ^ Míonntaín, X. I>ak. á Útvegar peningalán gegn veði í fasteignum, með lægri rentu en alineut gerist. Svo að þeir sem þurfa að fá peuingalán eða að endurnýja lán á lönduw sín- um í haust, geta sparað sór pen- inga með þvi að fiiina hann eða skrifa honum áður en þeir taka ián hjá öðrum. ! ^ Nú er tíminn fyris ykkur að dust» r.vkið oi vusiið úr skápmum ykkar, og fylla þ i svo aftur með nýtt leirtau ftá C’hinn HhII. Þar fáið þið beztan, ódýrastan og inargbreyttastan varniug í bænum. CHINA HALL, 572 Nttiii Mt. KOMIÐ inn hjá Harry Kloan, ri“r.is restáuránt Dumbar hefir umsjón yfir vínföng- unura, og bið fáið meira fyrir pen- inga vkkar hjá honumen nokkrum öðr- um í bænum. '‘“illis líl'Slilni ii —523 Main St.— Járnbraut til Nýja-íslands Nú kvað vera orðið víst, að járn- braut verði lögð til Nýja-íslands, en af því að nú er 'alt frosið og snjör kominn, þá þykir ilt að eig’a við hana I vetur. En í þess stað setlar Mr. Mills að I4ta liiktan og vel hitaðan sieða verða á fljúgandi ferðinni í vet- ur í hverri viku, alla leið frá Winni- peg til Islendingafljóts. Ferðuui verður þannig hagað, að sleðinn fer trá Wpeg kl. 2 til Selkirk á sunnu- dag, og fr& Selkirk á mánudags morg- un kl. 8og kemurtil fslendingafljóts 4 þriðjudagskveld. Fer þaðan k fimmtudagsmorgun kl. 8, og kemur til Selkirk kl. B á föstudagskveld og fer til Wpeg næsta dag. Heldur til að 605 Ross Ave. íslendingur keyrir sleðann, Guðm. Christie; hann er góð- ur hestamaður, glaðlyndur, gsetinn og reglumaður. Reynið hvernig er að ferðast með honum. Yðar einlægur, Miug. Kol og Brenni. Lebigh—Anthraeite kol #M.5ö tonuid Smiðjukol #9 OO “ American lin kol #7.50 “ Souris kol #4.50 “ D. E. ADAMS, 407 MAIN STR.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.