Heimskringla - 22.12.1898, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.12.1898, Blaðsíða 1
XIII. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 22. DESEMBER 1898. NR 11 Frjettir. Maikverðustu viðburðir hvaðanæfa. Dómarinn og maðurinn, sem barði konuna sína. Það var í Wlihesburne í Pennsylvania núna í Desember, Maður inn hét Frank Oldfleld. Var hann dreginn fyrir dómarann John F. Dono- hue, sakaður um að hafa bariðkonuna sína til óbóta, Enda var þar sjóu sögu ríkari, því að hún var öll blá og mar- in. Bæði augun voru blá og bólgin af höggum og mátti segja að hvergi gæti hiin á heilli sér tekið. Voru svo viti i fram leidd og höfðu þau öll eitt að segja, kom þar hver sagan á eftir ann- ari um grimd og harðneskju bónda hennar. Mátti þá sjá að skap var far- ið að færast í dómarann; Bryrnar sigu aftur og aftur, hnúarnir kreftust saman h'vað eftir annað, augun skotr' aðu til illræðismannsins og stundum fór eins og hryllingur um hann og kiptist hann við i sæti sínu. En þegar aumingja konan var búin að ljúka við sína sögu, þá stökk dómarinn ofan úr sæti sínu með tindrandi augum. Sneri hann sér að lögregluþjóniuum og hróp aði: “Jón ! lokaðu dyrnnum og láttu engan fara út eða inn. Ég ætla að gefa honum Oldfleld eina inntöku af sinum eigin meðölum og sjá livernig honum gengur að kyngja því”. Þess var getið hér í blaðinu fyri: nokkrum vikum, að heil fjölskylda, að undantekinni konunni, sem þá var að heiman, hefði verið myrt í bygð Gali ciumanna nálægt Stuartburn hér í fylkinu. Það vorn haldin mörg próf í máli þessu, en ekkert varð uppvíst Síðan hafa leynilögregluþjónar verið á sífeldum njósnum, og nú loksins kom ist fyrir sannleikann um morðin, sem nú er sannað að frarnin hafa verið af Simeon Czuby, næstanábúa hins myrtr manns. Simeon hefir játað sök sina og það með, að hann hafi framið glæpinn til þess að geta stolið peningum þeim ei hann vissi að maðurinn átti í húsi sínu. Sultana-gulluáman mikla hjá Rat Portage, Ont,, hefir nú verið seld fyrii t vær millíónir dollars. Kaupendurnii eru brezkir auðmenn. Er áætlað að þessi náma gefi af sér hálfa millión doll ars i hreinan ágóða á hverju ári, strax og hinir nýju eigendur eru búnir að kotna nauðsynlegu vélaafii í gang. og það ætla þeir að gera svo fljótt sem unt er. Kvennfólk það sem hefir haft at- ▼innu á skrifstofum Ohicago og North ern járnbraotarfélagsíns, verður nú þegar rekið frá atvinnu. nema þær sem hafa haft atvinnu sína lengur en 2 ár. í stað kvenna þeirra, sem þannig verða sviftar stöðu sinni, koma karlmenn* Einn af yfirmönnum járnbrautarfélags- ins sagði, að breyting þessi væri ekki komin til af því að kvennmenn gerðu ekki verk eitt eins vel og karlmeun, heldur væri hún nauðsynleg i tilefni af etefnu félagsins, sem væri s'ú að smá þoka dyggum verkamönnum félagsins upp í betri stöður og til þess að undir- búa framtiðar embættismenn félagsins undir embætti sín, þá væri nauðsynlegt að venja þá við öll skrifstofostörf, en þetta gæti að eins orðið gert með því að kvennfólk héldi ekki stöðum á skrif- stofunuin, Spursmáiið um það hvort reiðhjól séu persónulegur farangur, sem járn- brautafélögin eigi að flytja ókeypis eins og handtöskur inanna, kom nylega fyr ir rétt á Englandi, A aðra hliðina var því haldið frana að reiðhjól væru per- sónulegur farangur á sama hátt og handtöskur, og að farþeginn notaði þetta að elns handa sjálfum sér, -rétt eins og hann brúka ði byssu sina eða veiðistöng eða skauta, og alt þetta fengi hann að hafa fritt i fari sínu. X hina hliðina var þvi haldið fram, að reiðhjól væru ekki einn af þeim hlut- um, sem farþegjar vanalega flyttu með sér, og að það væri ekki meirí ástæða að ætlast til þess að brautarfélögin flyttu þau ókeypis, heldur en að þau flyttu 40 feta lsngann bát ókeypis með öðrum farangrí. Dómarinn var á þess- ari skoðun, hélt að þingið hefði engau rétt til þess »ð knýja brautarfélög með lögum til þess að flytja reiðhjól ókeypis fyrir farþegja sína. Þetta er hið fyrsta má lum þetta efui, sem komið hefir upp á Englandi og var sett fyrir dómstól- ana til þess að komast að vissu um hvort járnbrautftfólög hefðu rétt til þess að setja burðargjald á flutning reiðhjóla Brautai félögin nnnu málið, Siðan það varðkunnugt að Banda- ríkjastjórnin væri fastákveðin f þvi að breiðasína föðurlegu væng! út yfir eyj- arnar: Cúba. Porto Rico og Philippine, hafa blöð beggja flokka þar í landi ver ið að gera áætlun um þann aukna kostnað sem slíkt hlyti að hafa í för með sér. Það er sagt að árlegur kostn- aður hermáladeildarinnar á friðartím- um sé um $‘244 millíón, En nú eru hermálamenn sammála um það að 100 þúsund hermenn þurfi að hafa á eyjum þessum i staðhinnaspánsku hermanna, sem þaðan verða að flytja nú þegar; þetta eykur kostnað við landherinn $100,000,000 áéri, Þar að auki þurfi aðra eins upphæð til þess að koma her- tíota Bandamanna i það horf sem þjóð- inni þykir nauðsynlegt að hann sé i. og eru árleg aukaútgjöld við flotann á- ætluð $00 millíónir. Svo eru embættis- menn stjórnarinnar í eyjum þessum nauðsynleg útgjaldabyrði og er ætlað að aukin kostnaður við þá grein verði um $30,000,000 árlega. Aukian árleg- ur kostnaður því yfié[$100 millíónir. En svo er aðgætandi að það verður ó- umflýjanlegt að gera ýmsar umbætur í þessum hjálendum, ’svo sem járnbraut- brautir, hafnir, hafnbætur, herbúðir, ljóshús og ýmislegt annað, svo sem op- inberar byggingar og margt fleira, sem ætíð er samfara vaxandi menning þjóð- anna, Enn er eitt atriði, sem vel er þess virði að það sé tekið til greina, en það er tekjutollmissir. Mr. Dingly segir, að eyjar þessar geti framleittall an þann sykur og ýmiskonar aðrar vör- ur, sem eiu aðallega í suðurlöndum, og brúkaðar i Bandaríkjunum. Ef eyjar þessar verða innlimaðar i Bandarikin, þá fara allar vörur þaðan frítt inn í landið, og segir Mr. Dingly að það sé $00 millíóna árlegt tap fyrir fjárhirzlu Bandaríkjanna. t>anliig er það sýnt að Bandaraenn mega tii að ná saman $220 milliónum meira á ári hverju, heldur en þeir hafa gert að undanförnu til þess að geta mætt óumflýjanlegum útgjöldum, Það er því ekki ólíklegt að fjár- máláspursmálið verði eitt af yfirgrips- mestu raélum sem hin núverandi stjórn Bandarikjanna þarf nákvæmlega að yfirvega. Bandarikja hetjan Hobson hefir nóg að gera þessa dagana, Á laugar- daginn var hélt hann fyrirlestui í Chi cago fyrír 3000 manns, Og er hann hafði lokið ræðu sinni, þustu menn og konur upp á ræðupiillinn; karlmenn þrifu um hendur fyrirlesarans. enstúlk urnar kystu Iiaun.g Blöðin segja að 1C0 kvinnur(hafi áiþann hátt vottað hon- um þakklæti sitt og virðingu með vör- unum. General Shafter sagði nýlega í veizlu, semjhaldin var i'Savannah, að fólk í . Bandaríkjunum hefði alment mjög rangarJi hugmyndir um Cúba og samband Bandamanna við eyjarmenn. Kvaðstlhann líta svo á áð Bandamenn hefðu tekið upp á sig þá ábyrgð, sem Spánn hefði áðurjhaft, að stríða við eyj- arskeggja, og að lians áiiti mættu Bandamenn búast við að eiga í talsverð um erjum við uppreistarmennina um nokkurn tíma enn þá. Kvað hann Cúbamenn als óhæfa til að hafa sjálf stjórn og þess vegna yrði nauðsynlegt fyrir Bandarikinn að halda eyjaskeggj- um i skefjum með hervaldi. Qeneral Kitchiner, hetjan enska, er nýlega vann frægan sigur yfir i Afriku til stórra hagsmnna fyrir Breta- veldi, liefir látið safna[samskotum með- al brezkra auðmanua. til þessað byggja háskóla í Khartoum í minningu um General Gordon, sem þar lét lifið í þjóu- ustu föðurlandsins fyrir mörguin árum siðan. Peningarnir|til byggingar og viðhalds skóla|þessum eru þegar fengn- ir, EnsvoaruKnú umiæður aðallega um það, hvoi tjkend skuli þar trúfræði, og ef svo, hver tiúfræði skuli keud þar, Gen. Kitchner vill ekki hafa neina trúfræðiskenslu á þes«um fyriihugaða skóla og álitur að hann geti þannig orð- ið að mestum notum. En ef hann fær ekki sínu framengt í þessu efni. þá vill hann að trúfræði “Maliúmeds sé að eins kend þar. Aftur eru ýmsir þeirra sem hafa lagt fó jjtil skólans, er vilja að kristin trú sé kend þar, bygð á bibliu kristinna m»nna,* Það er sagt að syst- ir Gordons *sál. ætli innan skainms að birta á prenti skoðun sína á málinu, og að hún muui mæla mjög stranglega á móti því að biblían sé útilokuð úr skólanum, svo framarlega sem bann eigi að vera í minnirpu um Gen. *or- don, sem sjálfur var mjög vel kri.stinn maður. Það Jþykir og lúta i frjálslega stefnu, að blaðið Guaidian, eitt af út- breiddustu og atkvæðamestu kyrkjn- blöðum á Englandi, hefir samþykt skoðanir Gen. Kitchners, að þar skuli annaðhvort engin trúfræði kend eðu að það skuli ver trúfræði Mussulmanna. Hvað afráðið kann að verða í þessu máli, er enn þá óvíst. En liklegt þyk- ir að endirinn muni verða sá, að engin trúfræði verði kend á skóla þessum. Tvílembingarnir. “Þeir sitja á hrosshaus tveir og tveir. Naha. Naha !” • — J. II. Um leið og ég tjái þér, Lögbergs- Tryggur, þakkir minar fyrir hina eink- ar vinsamlegu kveðju er þú sendir “Ratatösk” i síðasta blaði þinu—kveðju sem óefað gerir þig nafntogaðri meðal allra ærlegra manna, en flest annað sem þú hefir sett í blaðtuskuna þina, og hefir þó oft kent þar misjafnra grasa,— um leið langar mig til að fara fáum orð- um um greinina til mín, sem kom út í Lögbergi 1. Des. Ég byrja þá þar sem þú kemur fyrst að nokkru af því efni sem var i siðustu grein minni til þín. Það er þar sem þú minnist á uppnefnin. Ef þú lest grein mína nákvæmar þá getur þú séð, að ég gef þér engin uppnefni. Ég að eins kallaði þig svona blátt áfram LYGAIIA og 8VIKARA, en slikt getur enginn með sanngirni kallað uppnefni um þig ; það eru bara alveg sönn og heppilega valin lýsingarorð. Ég bauð þér þá þeg- ar að sanna þessa lýsing á þér hvar og hvenær sem vera skyldi, og varst þú að vitrari að fara ekki út í þá sálma, því þú vissir að sannanirnar voru og eru nægar fyrir hendi. Ilt er illur að vera Hína titlana, sem aðrir hafa gefið þér, greip ég rétt af handahófi; máttir þú skilja af þvi hve víða og vel þú ert kynt ur, þar sem menn keppast við að sæma þig nafnbótum. Skáldið segir að vísu, að “orður og titlar” “notist oft sem uppfylling í eyður verðleikanna.” En því er ekki svo varið með þig. Tryggur minn. Þú hefir vel og rækilega unnið fyrir öllum þeim titlum af þessu tagi sem hægt er að veita þér. Þú skiftir þesSari grein þinni niður í fimm atriði, svo síður væri hætt vii að þú viltist frá málefninu, og liggur þvi beint við að ég svari hverju atriði út af fyrir sig. Það er þá fyrst, að þú segir að ís lendingar í Dakota viti að ég hafi verið að vinna fyrir embætti. Mikið leynd- armál liefir þú grafið upp þarna, vitr ingurinn ! Ég sagði það sjálfur öllum sem vinveittir voru mér í kosningunum að ef vissir meifti næðu embætti, þá ætti ég vísa atvinnu, og árangurinn varð sá að flestir þeirra urðu sigursælir og það með að ég fékk atvinnuna. Og méi hefir ekk komið til hugar að blygðast mín neitt fyrir þetta atferli mitt. Ég hefi aldrei gert það að launungarmáli hvaða flokki ég fvlgdi, og aldrei reynt að selja mig sem húðarbykkju, eins og þú gerðir um árið, og sem upnboðsrím an góða var kveðin út af. Öðru atriðinu þarf ekki að svara öðru en þvi, að allir þeir sem lesið hafa Hkr. vita, hve mikla lygi og meiðj’rði hr. Baldvvinson fór með í ritgerðum sin- um í blaðinu. Annað mál er það, þó þér hafi fundist hann fara ómjúkum höndum um kaun þín þar. Og þótt þér þyki klíkureiðfærin liggja ónotalega niður í hrúðurkarlinum, þá er þar síst um að kvarta fyrir þig ; þau liylja þó fjölda lýta. Þá er þriðja atriðið. Þú getur til að ég liafi aflað Hkr. kaupenda með "rógi, lygum og svikum.” Ef kaupend- ur fást að blöðum fyrir slíkan varning, þá hlýtur Lögberg að vera í stórum uppgaugi. Þér væri þá óhætt að gefa það út daglega, því rógburður, svik og ljrgar er það eina sein ég veit til að þú hafir í afgangi. Svo til sraekkbætis stingur þú því að mér. að ég hafi svikið út anglýsingar í Dakota með því að gefa í skyn að ég væri að fá þær fyrir Löglierg. Já, Tryggur minn, þú ert nú víðast þektur fyrir að vera í frekara lagi fingralangur eftir mannorði manna þegar færi gefst, en samt í þetta sinn ætla ég að aleppa þér við frekaii hirt- ingu fyrir liessa tilraun þína. Þú munt geta sagt eins og Gróa á Leiti “ólyginn sagði mér”—þú munt geta vísað til hins tvílemb'ngsins sem situr á hrosshausn- um hjá þér. Þn munt geta visað til ráðsinanns Lögbergs. Ég varð var við það i fyrrahaust, að vegna þess að hon- um þótti ég draga of margar auglýsing- ar í Dakota og viðar úr greipum sér, þá stakk hann því að vildarmönnum sínum að ég mundi svikja þær út með því að segjast vera fyrir Lögberg. Ég gat ekki verið að skifta mér af þessu slúðri hans þá bæði vegna þess að ég hélt að hann væri ekki orðinn svo samdauna þér, að r.ann kynni ekki að sjá sóma sinn, þegar auglýsingamóðurinn væri runninn af honum, og svo líka vegna þess, að það er naumast ej'ðandi prent- svertu á slika kújóna, sem að eins ráð- ást aftan að manni i skugganum, en þora ekki að vega að mótstöðumönnum sínum á ærlegan og opinberan hátt. Það vær nú mjög velviðeigandi, að þú sæir til með ráðsmanninum og létir hann sauna þessa sök á hendur mér, þvi annars iná búast við því.að þið tvilemb- ingarnir verðið báðir brennimerktir með saroa markinu. Fjórða atriðinu viðvikjandi ætla ég að eins að taka það fram, að þú varst áður búinn að skýra frá tapi minu við Hkr., og þó þú segir nú að ég hafi engu tapað og gerir þannig sjálfan þig—einu sinni enn — að opinberum lygara. þá fer ég ekkert að fjasa um það. Það væri heldur ekki til neins fyrir mig að rej’na að halda aftur af þér ; þú ert nú kominn á þá rás þar sem altaf “hallar undan fæti,” og er ekki lfklegt að langt sé eft- ir órunnið af skeiðinu. Fimta atriðið í grein þinni, Tryggur minn, liefðir þú átt að láta vera óritað. Þú býður mér þar inn á kontórinn til þín, ef ég þori, áður en ég fari úr Wínni- peg. Ég var búinn mörgum dögum áður að fastákveða að fiytja suður á F'mtudaginn 1. Des., sama daginn og blað þitt kom út, og hefir þú eflaust frctt þ»ð. Blaðdrusluna þina sá ég af hendingu rétt fyrir hádegi þann dag og gekk ég þá samstundis upp á kontórinn En eins og þú skýrir frá i síðasta Lög- bergi, varst þú ekki nærverandi, og sagði einn prentari þinn svo frá, að þú hefðir ekki komið þar allan þann dag. Hvort heldur þú nú, Tryggur, að fólk- inu þyki líklegra, að þú hafir ekki þorað að vera á kontórnum þennan dagspart, ef ske kynni að ég þægi hið rausnarlega heimboð þitt áður en ég færi, eða að ég hafi verið i felum svo þú gætir ekki haft tal af mér ‘I Ég læt kunnuga menn dæma um þetta. Ég hefi svo ekki fleiru að svara greinarskömminni þinni. Hún er á borð við alt annað sem þú hefir sagt í minn garð, bæði í Lögbergi og þó eink- um með strákslegu ósanninda slúðri munnlega á bak mér, En neiðarlegast er að þú skulir vera huglaus bjálfi, sem rennur eins og geit eða hlej’pur i felur þegar á á að herða. Pembina, N. D., 12. Des. 1898. B. F. Waltf.rs. Herafli Bandaríkja. Þegar ófriðurinn byrjaði milli Spán- ar og Bandamanna eíðastl. vor, þá sam- þj kti þingið að auka fastaher Banda- ríkjanna uppí 62578 manns, en á friðar- tímum skyldi tala hans aftur lækkuð niður i það sem hún var áður en strið ið hófst. Nú hefir yfirherforingi Miles lýst óánægju sinni j fir þessari ákvörð- un þingsins. Telur hann þetta mjög óheppilegt afjfþeirri ástæðu, að langur æfingatimi sé nauðsynlegur til þess að gera menn fullkomna i að nota hervopn sem best og öflugast að verða megi. Hann heldur því fastlego fram, að tala hermannanna á friðartímum sé alt of lág og ræður þvi þinginu til þess að lækka ekki tölu hersins niður úr því sem það hafi ákveðið að hafa hann á ófriðartfmum, en heldur að auka hann eftir þvi sem fólksfjöldinn eykst i land- inti, þannig, að það sé einn fasta her- maður fyrir hvcrt eit.t þúsnnd íbúa rikjann. Að vísu játar hann að þetta sé stór viðbót við hina núverandi her- mannatölu, en sé þó langtum færri að tiltölu heldur en ýmsar aðrar þjóðir hafi Miles bendir á, að Frakkland hafi 14 fastaherraenn móti hverju þúsundi íbúa sinna, að Þýzkaland hafi 11, Rússland 7 og Bretland 4 fyrir hvert þúsund íbúa. Ennfremur mselir hann með að i Porto Rico og Philippin-eyjnnum sé stofnsettur fastaher af þar fæddum mönnum, svo svari ‘2 af hverju þúsuudi íbúanna. en að yfirmenn þeirra séu Bandaríkjamenn. Starfsemi Kússa Það má svo heita að jafnan siðan Rússland byrjaði að byggja sína miklu Síberíubraut, hafi heimurinn staðið undrandi yfir ofdirfsku þjóðarinnar, að takast á hendur slíkt heljar mannvirki. En nú hefir Rússland annað mannvirki á prjónunum sem er ekki siður mikil- fenglegt og þýðlngarmikið fyrir fram- tíð þess. Þetta nýja fyrirtæki Rússa er oð gera skipgengan vatnaveg frá Eystrasalti til Svartahafsins, en sú vegalengd er um 1000 mílur. Að vísu þarf ekki að gera meira en 150 mílur af skipaskurðinum til þess að kama þessu stórvirki á. En þær 150 milur er áætl- að að muni kosta 3154 milj. . Það er sagt að þessu verki muni verða hið mesta gagn, því að vatnaleið þessi á að liggja i gegnum þann hluta Rússaveldis sem er auðugt af hveiti og steinolíu, og mundi það vera hinn mesti hagur fyrir framleiðendur að geta selt vörur sinar til bestu heimsmarkaða alla leið á vatni og sjó. Til landvarnar er og skipaleið þessi hin þýðingarmesta því að eftir henni má senda herflota Rússa frá Eystrasalti til Svartahafs á 6 dögum í gegnum land sem alt er bygt og varið af rússnesku herliði, S rartahafsher- flotinn er eins og nú stendur lítt nýtur Rússum nema helzt til viðureignar við Tj'rki. Hann kemst ekki út úr Svarta- hafinu nema að brjótast í gegnum Dar- danella-sundið, en það er ekki auðrudd leið. Og jafnvel þó að floti Rússa kæm- ist gegnum þetta sund, þá er Miðjarð arhafið svo varið af Bretum, að Rússar gætu ekki aðhafst. Með því þessvegna að Rússar komi flota sínum að Eystra- salti, geta þeir neytt sín miklu betur og orðið mjög hættulegir öðrum óvinaþjóð um á ófriðartímum. — Það er gert ráð fyrir að skipaleið þessi geti orðið fullger á 5 árum. Kvennekla. Það hefir leikið orð á þvi um mörg undanfarin ár, hve mikilj skortur hafi einatt verið á kvennfólki i vistir alstaö- ar i Manitoba og Norðvesturlandinu. Það hefir jafnan verið svo hér. eins og viðgengst í flestum lönuum, sem verið er að byggja, að það eru aðallega karl- menn, ungir og hraustir, sem fljtja fyrst inn i löndin, og það er ekki fyr en þessir menn eru búnir að koma sér lag- lega fj-rir á löndum sínum eða i bæjum. að kvennfólk er fáanlegt til að gera hin nýbygðu lönd að keimkynnum sínum, að vísu hefir litið barið á þessu hér i Winnipeg á síðari árum, því það er aðal lega í bæjum, þar sem féiagslif er fjör- ugt og lífsþægindi mest, að kvennfólkið kýs að setjast að. En svo smátinist það út á landsbj-gðina og tekur sér þar húsmóðurstöðu, eða gíftist í bæjum, og hættir þá náttúrlega að yinna ívistum. Alment er tilhneigingin sú að vinna ekki lengur í vistum en þörf gerist. Kvennfólkið, eins og karlmennirnir, kann bezt við að vara sjálfu sér ráð- andi — ekki undir aðra gefið, og er það i alla staði rétt. X síðari árum hefir kaup kvenna talsvert lækkað, frá því sem það var fyrir nokkrum árum, og hefir það haft sín eðlilegu áhrif. að nú er hér kvennfólksekla, svo að ekki fást vinnukc.nur uema með háu kaupi— hærra talsvert en húsbændur hafa ver- ið fúsir til að borga 2—3 siðastl. ár. Kaup kvenna er nú alla leið frá $10 til $25 um mánuðinn með fæði og húsnæði, eftir því hvaða vinnu þær vinna, og er það hálfu hærra kaup, heldur en eam- kynsvinna er borguð í hinum ýmsu bæjum f austurfj lkjum þessa rikis. — Blöð vor ertt farin að verða full af aug- lýsingum um kvennfólk í vistir og gott NY KOMIÐ IIEILT Vagnhlass of olíu-g-ólfdúkum beint frá verk- smiðjunni. Við seljum nú “Engliah Linoleums” á 5°C- Hvert ferhyrnings “yard”, Oer olíu- gólfdúka fyrir 25C. Ferhyrning “yardið”.—Við höfum höfum þessa dúka af alskonar ljóm- andi gerðum. Gibson Carpet Store, 574 IVlain Str. Úrmakari Þórðúr Jónsson Fluttur —til— 290 Main Street. Beint á móti Manitoba Hotel. kaup er boðið fvrir fullkomnar stúlkur, þær sem kunna yanaleg liúsv erk og matreiðslu. Það ætti ekki að vera nein hætta fyrir stúlkur frá íslandi að komast hér í vistir, ef þær koma út hingað að sumri. Frá löndum. SAANISH FORK, UTAH, 10. des ’98. (Frá fróttaritara Heimskringlu). Hra. Ritstjóri:— Jafnvel þó nú á dögum beri mikið lítið til tiðinda hér i umdæminu, þá virðist samt ekki nema tilhlýðilegt, að ég sendi kriuglunni fáar linur til jóla- lesturs, fyrir börnin, hváð sem hinum fullorðnu líðnr. Þeir verða að sjá um sig sjálfir. Af tíðarfarinn er nú það eitt að segja, að það er hér hin mesta blíða, og hefir verið svo i alt haust. Það kom hér litið snjóföl seint í fyrra ni&nuði. sem tók upp aftur eftir fáa daga, svo nú er alautt, og hið fagrasta vetrar- veðnr sem hugsast getur.—Heilsufar og höld fjár einnig í góðu lagi. Verzlan er yfir höfud að tala frem- ur lífleg, og framfarir og framfarahor,r í góðu meðallagi. Það á að byggja hér í vetur nýja og vandaða mölunarmilnu, sem almennt er álitið að muni auka hag bændanna, og almennings yfir liöfuð, sérstaklega bvað áhrærir hveiti]>ris og annað þvi um líkt. Nýtt vísindafélag hefur og mynd- ast hér nýlega, og mun það hafa í h.Vggjn að byggja liér háskóla, og gera hér ýmsar fleiri visindalegar umðætur. Það eru ekki aðrir i því en hálærðustu prófessórar og málfræðingar. og þarf sizt að efa, að svoleiöis fólk kunui að stauta. Prófessor B. (ég Kann ekki að stafanafnið!) eraðal forstöðumaðurinn, eg mun valla hægt að fá þar til liæfari snilling, því próf. B. er einn af vorrar aldar mestu málfræðingum; heflr í seinni tið lagt sérst.aka stund á sarnan- burðarmélfræði, auk ýmsrafleiri sæmd- arstarfa, sem of langt yrði liér upp að telja. Séra R. Runólfsson sem fýrir ári siðan flutti austur í N. Y. ríki, er nú hingað aftur kominn ineð fjölskildu sina og seztur hér að sem prestur íslendinga Með honum kom og herra skósmiður Þorbjörn Magnússou frá Rej-kjavík sem i fyrra brá sér heim til íslanils, og dvaldi þar næstum árlnngt. Engar sér- stakar fréttir færðu þessir landar oss. Þeim gekk ferðin vel og heilsan var góð Nú, herra ritstjóri. Þeim til á- nægju sem gjarnan vildu vera orðnir að fuglum.—sjálfsagt svo þeir j'rðu fluttir ókeypis á Parísarsýninguna árið 1900— vil ég biðja yður að kunngera almenn- ingi, hvort það var ég eða ekki ég, sem sendi yður bréfið héðan frá Spanish Fork, sem birtiat í Hkr. 24. Nóvember siðastl. Eg meina hér brétið sem Skúm- sagan var í.—Yðar E. H. J. [Vér skulum verða við tilmælum hr. E. H. J. og skýra frá því. að það var ekki hann sem sendi oss þessa um- getnu grein, og vitum yér ekki tíl, að hann ætti nokktirn þátt i hennij, Ritstj,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.