Heimskringla - 13.01.1899, Blaðsíða 4
AUKABLAÐ HEIMSKRINGLtT 1899.
Merkileg bók.
Bráðlega kemur út bók ein á
enskri tungu, sem Islendingum bæði
austan hafs og vestan mun verða
hugðnæm mjög. Það er ferðasaga
um Island, með fjöldamörgum prýð-
ilega vel gerðum myndum af hinum
fornu og frægu sögustöðum á ætt-
landi voru, Bókin heitir:
PILGRIMAGE TO TIIE
SAGA8TEADS OE ICELAND
og höfundarnir eru þeir W. G. Coll-
ingwood, Magister Artium og hinn
þjóðkunni landi vor og fræðimaður
Jón Stefánsson, doktor í málfræði.
Eins og að framan er sagt er
þessi bók ferðasaga um ísland. Tóku
menn þessir sér ferð á hendur til fs-
lands, leituðu uppi alla hina helztu
sögustaði og gerðu myndir af þeim.
Eru 150 málverk í bók þessari, og
mun þar margt málverkið, sem
margur maðurinn hefir hið mesta
yndi af að skoða, eins og sjá má af
lista þeim sem hér fylgir á eftir.
Hafaþeir leitað uppi sögulega
staði úr Landnámu, Njálu, Grettlu,
Hólmverjasögu, Sturlungu, Eglu,
Eirbyggju, Bjarnar sögu Breiðvík-
ingakappa, Gísla sögu Súrsonar, Lax-
dælu Kórmákssögu, Vatnsdælu, Víga
glúmssögu, Heiðarvígasögu, Vopn-
firðingasögu, Rafnkelssögu Freys-
goða og fl. < )g hafa þeir ekki látið
sér nægja að lýsa stöðum þessum,
heldur hafa þeir gert af þeim mál-
verk og Ijósmyndir.
Myndir þessar eru ákaflega
skemtandi og fræðandi fyrir þá sem
lesið hafa sögurnar, en ekki hafa
staðina séð. Hafa þeir félagar haft
til sýnis á Englandi yfir 200 myndir
sem þeir gerðu á ferð sinni, og heflr
múgur og margmenni komið að sjá
þær, en blöðin ensku, svo sem Morn-
ing Post, Chronicle, Bazar, Graphic,
Daily News, Critic, Academy og fl
hafa lokið lofsorði á hve myndirar
séu vel gerðar, og verður þetta óefað
til þess að beina ferðamannastraumn
um til íslands meira en verið heflr.
En þessar myndir eru einkum
skemtilegar fyrir okkur Islendinga
hér fyrir vesfan haf, sem komnir er-
um svo langt í burtu frá landinu
gamla og búumst ekki við að sjá það
aftur. Þessi bók sýnir okkur eins
og í spegli sögustaðina fornu. Vér
getum þá sezt niður með Laxdælu,
Grettlu eða Sturlungu í annari hendi
og myndabókina í hinni og rifjað
upp fyrir oss söguna og séð hvernig
staðirnir gömlu litu út; og í anda
getum við þá setið á alþingi hinu
forna með þeim Gissur ogGeir.Gunn-
ar, Héðni og Njáli. Vér getum
fylgt Skarphéðni gamla þegar bann
gekk búðargönguna frægu; Vér get
um setið hjá bardaganum Gunnars í
Knafahólum; hugsað oss hvernig
Ilelga synti með sveinana úr Hólm-
inum á Hvalfirði; horft á Flosa hlaupa
öfugan yfli almannagjá; og ótal fleiri
atburði sem hverjum Islendingi er
kærkomið að rifja uppp.
Höfundarnir, þeír herrar Coll-
ingwood og Stefánsson eru kunnir
orðnir í hinum mentaða heimi fyrir
að hafa þýtt á enska tungu Kórmáks-
sögu, og hafa hlotið hrós mikið fyrir.
En stórum mun þó vegur þeirra auk
ist er þessi bók þeirrra verður kunn
Væri vonandi að Islendingar sýndu
þeim það, að þeir virði þá fyrir
verk þetta, með því að kaupa þessa
bók, sem vissulega á það skilið að
henni sé g umur geflnn. Og þótt
hún kosti 85.00, þá er það þó sannar-
lega munur að hafa aðra eins bók á
borði sínu, eða eittvhert rómanarusl
sem allir verða fegnir að kasta undir
eins og þeir eru búnlr að lesa það.
IV. HVITAKSIÐA. Búð Snorra
í Reykholti. Hallgerður á Varmalæk.
Surtshellir og Eiríksjökull. Skógar-
menn og risar í óbyggðum.
V. BORG. Heimili EgilsSkalla-
grimssonar. Hafnir formanna og
verzlunarstaðir. Kjartan við Gufár-
ós. Seinasta ferð Kveldúlfs. Gröf
Kjartans.
VI. SNÆFELLSNES, þar sem
itirbyggjasaga gerðist. Galdrakon-
urnar í Máfahlíð og Holti. Reimleik-
inn að fróðá. Æflntýri BjarnarBreið-
víkinga kappa. Leikskálavellir og
berserkjanna. Gömul naust í Bjarn-
arhöfn.
VII. ÞÓRSNES. Vopanfjörður
og bardaginn á ísnum. Hof Þórs
Helgafell. Sjón sauðamanns. Snorri
Guðrún. Þórsnesþing. Geirríður í
Borgardal. Þórólfur Bægifótur sem
ekki mátti kyr liggja f gröf sinni.
Bær Arnkells á Bólstað.
VIII. FIRÐIR NORÐAUSTAN.
Sveitir Gísla Súrssonar. Elliðaey.
Gísli. Þorgrímur veginn á Sæbóli.
Hornstrandamenn.
IX. DALIR, Þar sem Guðrún
bjó og Kjartan féll. Hvammsfjörð-
ur og Eyjarnar. Sorgarsteinn 1
Hörðadal. Eínvígi Kórmáks á Leið-
arhólum. Sauðafell. Grettir í Sökk-
ólfsdal. Eiríkur rauði sem Græn-
land fann. Hrútur, bær hans og hof
í Laxárdal. Skáli Ólafs pá í Hjarð-
ing í Hvammí, Bolli veginn. Kjart
an veginn við Hafragil.
X. SVEITIR KÓRMÁKS. Saur
bær. Hrútafjörður. Miðfjörður. Bær
Hólmgöngu Bessa. Bessi og barnið
Ólafsdalur og Garpsdalur. Óspekt
armenn í Bitru. Hrútafjörður. Mið
fjörður. Bæir Kórmáks og Grettis
sterka. Spákonufell.
XI. VÍÐIDALUR OG LAXAR
DALUR. Borgarvirki. Orusta Barða
á Heiðinni og í kastalanum í Víðidal
Vatnsdalur og Vatnsdælasaga. Gríms
tunga, þar sem fæddur var Hallfreð
ur Vandræðaskáld. Þórhallastaðir og
viðureign Grettis við Glám.
XII. FIRÐIR NORÐAUSTUR
Grettir sterki og Vígaglúmur. Dauði
Grettis í Drangey. Eyjafjörður og
fyrrstu landnámsmenn þar. Saga
Vígaglúms. Rauðagnúpur. Oddi og
björninn. Vopnfirðingasaga og Rafn
kels saga Freysgoða. Loðmundur
Seyðisfjörður.
Þetta erjstuttlega farið yflr inni
haldið, og mun flestum sem yflr það
líta renna hugur heim til stöðvanna
fornu og langa til að vita hvernig
ungu mennirnir fara með alt þetta
efni, langa til að sjá allar þessar 150
myndir sem eru í bókinni af mönn
um og stöðum. Getum vér ekki bet
ur ráðið vinum vorum, en að minna
þá á það, að sjón er sögu ríkari
Þeir geta best dæmt um bókina
arholti. Ljárskógar. Auður drottn- þegar þeir hafa séð hana.
Jón Guðlögsson.
Þorsteinn Bai.ðvinsson.
Tveir íþróttamenn.
Innihald bókarinnar er þetta :
I. ÞINGVELLIR OG GFYSIR
Suðurströndin. Hjörleifssaga. Irsku
þrælarnir og Tyrkjaránið. Ingólfur
í Reykjavík. Alþingi og stjórnar-
skipun. Kristni lögtekin. Hvammur
og gjárnar. Alraannagjá. Öxará,
Lögberg. Flosahlaup. Dómhringur.
Ari fróði í Haukadal. Geysir.
II. SVEITIN BRENNU-NJÁLS
Dómkirkjan í Skálholti. Hekla. Bar-
dagi Gunnars við Knafahóla. Oddi
Breiðabólsstaður og álfakaleikurinn.
Gunnars saga og Gunnarshólmi.
III. HVALFJÖRÐUR. Skógar-
mennirnir í Geirshólma. Saga þeirra
ogfall. Helga syndir í landogkemst
til Indriðastaða. Hefnt Harðar
Mynd sú sem vér flytjum hér,
er af þeim herrum J. G. Jolmson og
Þorsteini Baldvin-yni fimleikendum
hér í bænum. Þeir eru sjálfgerðir í-
þróttamenn, hafa hvergi notið neinn-
ar tilsagnar í íþróttum sínum en al-
gerlega lært þær af eigin ramleik,
og hafa þeir við það eytt bæði tíma
og peningum, því að íþróttir þær,
sem þeir Télager æfa, verða ekki
lærðar nema með margra ára stöð-
ugum æfingum. J. G. Johnson
(Jón Guðlögsson Jónssonar) er 23
ára gamall, 5 fet fi þuml. á hæð,
vigtar 165 pund. Þorsteinn er 30
ára, 5 fet 7 þuml. á bæð, vjgtar 155
pund. Hann hefir æft íþróttir að
eins nokkra mánuði, en er furðu
góður eftir svo stuttan tíma. En
Jón heflr haft æfingar frá barn-
dómi og er talin leikin mjög í list
sinni. Jón gengur strengdum vír,
áfram og aftur á bak, þó bundið sé
fyrir auuu hans, einnlg situr og
liggur á vírnum. í rólu (Single
Trapeze) gerir hann allar þær íþrótt-
ir sem nú tíðkast að undanteknu
því að eins að standa á höfði í ról-
unni eða á vírnum.
í tvöföldum eða þriföldum ról-
um leika þeir báðir Jón ag Þorsteinn
og er það hin mesta skemtun að sjá
til þeirra. En að lýsa hinum ýmsu
íþróttum sem þeir leika hvor fyrir
sig og báðir til samans, tæki ofmikið
rúm í blaði voru, enda ekki hægt að
gera lesendum það Ijóst eins og það
í raun og veru er. Menn verða að
sjá þá leika til þess að fá glögga
hugmynd um íþróttir þeirra. T d.
má geta þess, að Jón liggur á tveim
stólum þannig, að hann hvílir hæl-
ana á öðrum en hnakkabeinið á hin-
um, er þá lögð 200 punda þung stein-
hella ofan á hann miðjan og maður
látinn brjóta haná með járnsleggjn.
Er þetta eitt fyrir sig íþrótt sem
ekki geta nema fáir menn og þarf
til þess bæði mikla æfingu og krafta.
Annað er það, að standa á gólfl og
og leggja sfg aftur á bak unz hnakka-
beinið snertir hæla hans, reisa. sig
svo hið aftur, án þess að tapa jafn,
vægi sínu. Þriðja er það, að ganga
með 50 punda þunga af húsmunum
fyrir ofan höfuðið, með því að láta
það hvíla á hökubeininu. Fjórða að
standa á höndunum uppi á bríkum á
efsta stól af mörgum, sem hrönglað er
hverjum ofan á annan, svo að hinn
efsti sé um 8—10 fet frá jörðu.
Menn getaað vísu sagt að þess
ar og aðrar íþróttir sem þeir félagar
gera, sé einskis virði, af því að það
verði ekki iáÞ'ð í askana. En hið
sama má með eins miklum rétti seg-
ja um hvað annað, svo sem lestur,
ritstörf o. s. frv. Og svo verðum vér
þá að taka hlutina eins og þeir gef-
ast. Vér Islendingar eigum hér tvo
íþróttamenn og ættum að hlynna að
þeim. Þeir búast við að sýna íþróttir
sínar á opinberri samkomu um miðj-
an þennan mánuð, og þar gefs fljlki
tækifæri að sjá hvað þeir geta
MINNI STUKUNNAR HEKLU.
FLUTT A 11. 8T0FNHATÍDAR-AFMÆLI IIENNAIi 30. DES.
EFTIR
JÓN KJÆRNESTED.
1898.
Ileill þér fjöldi Islands aldna, ættlands fagra þjóð.
Heill þór stúkan Hekla tjáir, heill þér menn og fljóð.
Heill sé þér um heilög jólin, heill um tímans mót.
Heill sé þór um höf og grundir, heill þér sveinn og snót.
Heill og heiður—Framm til frama, fríða þjóðin mín.
Kúrðu ei lengur, kjör þín bættu, kveður hún til þín.
Bættu kjör þín—bölið sigra, beittu jötunmóð.
Brjóttu þungar vanans viðjar—vínsins töfraflóð.
Vínsins ógn og voða bættu, vaktu lífsins stund.
Barna þinna og bræðra gættu breitt um eldasund.
Eldasund, þars Bakkus breytir blíðri hjartans ró.
Bjarga þeim sem drjúgum drekka djúpan hornasjó.
Heill sé þér á Hekluf.undi, heill og hjartans þökk
Fyrir lið 0g löngun góða að laga tökin skökk.
Og þú, sem ennþá ekki sækir efldan Heklufund,
Kom þú hingað, fljótt þér fagna frjálsir menn og sprund.
Hvað er frelsið ? Lífsins Ijómi, lýðfrægt sannleiks orð.
Ilvað er nautnin ? Dimmur drómi, dapurt sálarmorð.
Hvað er vínið? Voðaus skjómi, vonsvik, eymd og tál.
Hvað er starflð? Blíður blómi, blessun hverri sál.
Lærðu að starfa, lærðu ið þarfa, lærðu félagscið.
Lærðu að stríða, lærðu að bíða langt um æfiskeið.
Lærðu kröftug hvatarorðin, kærleiksmálin hrein.
Lærðu, sjálf þó sökkvi storðin, að sigra hjai-tans mein.
Mein, sem beiskur voði veldur, vanans spilta ráð.
Undir ljúfu Ijóssins merki lærðu táp og dáð.
Hræðstu ei háðið, hræðstu ei láðið hrauns um dökka braut.
Fylgdu lýði fram í stríði frjálst við Heklu sxaut.
Auðlegð
Yictoríu drottuingar.
Vicoría drottning er talin með
allra ríkustu konum í hcimi. En
það eru að eins örf ar manneskjur
sem vita um auðæfl hennar öll, og
þeir sem vita það, eru ekki líklegir
til að segja frá því, svo að almenn-
ingur hefir ekki kost á að fá neinar
nftkvæmar skýrslur um þetta. En
af því sem menn vita með vissu má
fara nokkuð nærri um það, að al-
menningsálitið sé ekki all fjarri réttu
hvað efnahag drottningarinnar snert-
ir.
Til dæmis vita allir það, að
breska þingið veitir henni á hverju
ári £385,000, eða sem næst tvær
miljónir dollars. Af þessari upp-
hæð er gert ráð fyrir að hún fái
£60,000 f bein laun, og að auki til
húsþarfa £172,500; í laun til verka
fólks £131,263 og í konunglegar
gjafir og annan þesskyns kostnað
£12,000, og eru þá eftir£8,O40 á ári,
sem hún getur notað lil hvers sem
vera vill. Hér við má bæta því, að
ægar hún varð drottning þá fékk
hún þingið til að veita £8,000 ár-
lega til móður sinnar og hafði hún
jað meðan hún lifði, og heflr þá
sjálfsagt borgað drottningunni, sem
hún dvaldi hjá, ríflega fyrir fæði
sitt. Svo þegar Victoría giftist, þá
veitti þingið bónda hennar £30,000
ári. En droitningu þótti það lítið
og vildi hafa það £100,000. En
æðsti ráðgjafi hennar, Lord Mel-
burn, fékk hana til að lækka kröf-
una niður í £50,000, og er sagt að
henni hafl fallið illa að þurfa að fara
að ráðum hans í þessu efni. Svo
ægar synir hennar urðu fulltíða, þá
voru þeim veittar af þinginu sóma
samlegar upphæðir árlega, og þegar
Jéir giftu' sig, þá var konum þeirra
veitt árlega £4,000 hverri. Þessar
upphæðir eru hér taldar til að sýna,
að drottningin hefði átt að geta búið
að sínu án þess að hafa mikinn kostn-
að við krakkana eða venslafólk sitt,
og það má segja, að f rauninni hafl
hún umr ð yflr hverjum þening sem
enn þá hefir verið talinn. 011 hugs-
anleg útgjöld, hvort heldur það er
fyrir mat, drykk, fatnað, húsbúnað,
vinnulaun eða blátt áfram til gjafa
fátækum eða konunglegum stórhöfð-
ingjurn, eða til veizluhalda,—fyrir
öllu er gert ráð I lögum þeim sem á
kveða um tillagið til drottingarinnar.
En þar fyrir er hún sj Jfráð að því,
hvert hún eyðir hverri inntektagrein
til þess sem þær eru ætlaðar eða hún
eyðir að eins parti, eu leggur hitt
til síðu og eykur meðþví stofnfé sitt.
Svo er Lancaster hertogadæmið, sem
hefir lönd í 13 héruðum, eða
sýslum á Englandi. Það er eign
þess sem í það og það skiftið rfkir á
Englandi, og því eign drottningar
innar meðan hún situr að völdum
Inntektir af því, sem eru stórkost-
lega miklar á hverju ári, eru hrein
viðbót við ríkistillagið og getur því
drottningin gert við þá peninga
hvað sem henni sýnist. Þessi inn
tektagiein er nú orðin yfir £50,000
á ári, og fer alt af vaxandi. Önnur
inntektagrein di ottningarinnar er frá
Cornwall hertogadæminu. Hún naut
þeirra inntekta allra þar til ríkis
etfinginn, Prinsinn af Wales, varð
fulltíða, en þa gekk það samkvæmt
landslögum yflr til hans, og hefir
hann nú árlegar tekjur af því, eitt-
hvað milli £50,000 og £100,000, og
fara þær tekjur einatt vaxandi.
Enn ein inntektagrein drottningar
er þess virði að hennar sé getið, ekki
svo mjög fyrir það hve hún er stór,
eins og hitt, hvernig hún er til
komin.
Þann 30. Ágúst 1852 dó gamall
maður að nafni John Camden Nield.
Var hinn sonur guilsmiðs sem hafði
unnið talsvert verk fyrir George 3.
og hélt búð í James Street í Lund-
únum, þegar karlinn dó skyldi hann
syni sínum eftir í arf £50,000. Son-
ur John Camden Nield fór vel með
þennan arf. Hann ávaxtaði pening
ana hvar sem hann fékk hæstavöxtu
og trygging var vissust, en lifði
sjálfur eins og væri hann alslaus,
þar til hann dó, 72 ára gamall. í
erfðaskrá sinni arfleiddi hann Vict-
oríu drottningu að öllum eignm sín-
um, sem voru í peningum nærri hálf
miljón pund Sterling.
Náttúrlega þáði drottningin
þessa gjöf, en leitaði jafnframt upp
ættingja hins látna manns og gaf
hverjum þeirra £1,000 og reisti sro
minnisvarða á leiði hans. Þessa
upphæð hefir drottingin lagtá vöxtu,
og er íætlað að hún sé nú orðin að
minsta kosti ein millión pund.
Þegar drottningin varð ekkja,
erfði hún nálega £600,000 eftir
mann sinn, og var það notrlegur
viðauki við það sem hún átti áður.
Litlu síðar keypti hún Balmoral og
Osborne eignirnar og kastalana, sem
síðan hafa stöðugt aukist í verði.
Það er áætlað að Osborne eignin sé
nú í 5 sinnum hærra verði en hún
var árið 1884 þegar hún var keypt.
Árið 1881 keypti hún landeign fyrir
£78,000, sem nú er metin á £170,000.
Samkvæmt opinberum skýrslum á
drottningin 37,372 ekrur af landi
sem gefa af sér árlega £25,000. Er-
lendis á hún og miklar hús- og land-
eignir, sumpart keypt og sumpart
erft eftir greiðvikna vini hennar.
En það sem hún á í peningum og
lönduin er að eins partur af hennar
mikla auði. Enginn konungur eða
drottning getur sýnt eins mikið af
alskonar verðmætum munum eins og
þá sem henni voru gefnir á fyrstu
jubil-hátíð hennar 1887 og á 60 ríkis-
ára-júbil-hátíðinni 1897, og þess
utan á hún prívatlega yflr hálfa
millión punda Sterling 1 gull og silf-
ur borðbúnaði og öðrum skrautbún-
aði í Windsor kastaianum, sem er
aðal aðsetur hennar. Þess utan eru
allir hennar gull- og gímsteina skraut
munir, mynda- og listasöfn og svo ó-
tal margt fleira sem oflangt yrði
upp að telja, en sem í sjálfu sér er
stórkostlega verðmætt, þvi að mikið
af þessu eru hlutir sem mundu seljast
fyrir margfalt hærra verð heldur en
þeir hafa upphaflega kostað.
Af því sem hér hefir verið sagt
er það auðséð, að drottningin er
mjög rík kona og að auðæfl hennar
aukast ár frá ári, og þeim mun meira
sem hún liflr lengur. Ætíð heflr
Englands drottning verið sparsöm,
eftir því sem fólk í líkum stöðum
má vera og getur verið. En í síðast-
liðin 20 ár heflr hún altaf minkað
útgjöldin á hverju ári og jafnframt
altaf aukið innstæðu sína að sama
skapi. Hún hefir minkað húshalds-
kostnaðinn að stórum mun, haft
færri veizlur og færra þjónustufólk
og á ýmsan annan hátt minkað út-
gjöldin stórkostlega frá því sem áð-
ur var, þegar hún var í blóraa líís-
ins, að undanskildum þeim tvtim
áminstu Jubilee-árum þegar hún
hafði mjög miklum útgjöldum að
mæta. Það er sagt sem sýnishorn af
því hve drottningin hefir ætíð verið
sparsöm, að hún leyfði börnum sín-
um aldrei að hafa bæði smjör og
“Jam” ofan á sömu brauðsneiðina
og haframjölsgraut með rjóma út á
skoðaði hún hina hollustu fæðu fyrir
þau. Drottningin heflr aldrei verið
nísk kona og ef til vill ekki heldur
ágjörn. Hún heflr jafnan trúað á
það að lifa sæmilega vel til fata og
matar, en jafnframt að forðast alt
það sem með réttu mætti kallast ó-
hóf.
Mrs. Frida Sharpe.
Starf hennar til útbreiðslu Norður-
landa bókmenta í Ameríku.
Við fráfall Mrs. Frida Sharpe,
sem var jarðsett í gær frá heimili
sínu, 1054 North Sawyer Ave, hafa
Skandinavar í Chicago mist ágæta
og ötula starfsystur, og verður þessa
atburðar lengi minst af mörgum sem
kynst höfðu þessari elskulegu konu.
Mrs. Sharpe var fædd í Reykja-
vík á íslandi árið 1861, og átti hún
kyn sittað reka til hinnar mikilhæf-
ustu höíðingjaættar á þessari litlu
eyju.. Hún yfirgaf föðurland sitt og
fluttist til Ameríku, með foreldrum
sínum, er hún var 13 ára að aldri.
Bjuggu þau fyrst í Milwaukee, en
fyrir 17 árum síðan fluttu þau til
Chicago. ^.rið 1886 gekk hún að
eiga Dr. I. T. Sharpe; ekki varð þeim
barna auðið.
Mrs. Sharpe var óvenjulega vel
gefln kona. Hún var mjög vel söng-
fi óð og hatði mikla og fagra rödd;
Hún var einnig dável að sér í mál-
ara list. Hún var prýðilega máli
farin, og fjörug og skemtileg í við-
•æðu; skilningsgáfa hennar var
skörp og þekking hennar víðtekin.
En það voru einkum bókmentirnar
sem hún hafði helgað alla sína bestu
krafta, og það starf hennar var
fyllilega þess virði að því væri á
lofti haldið. Hún talaði og skrifaði
mæta vel bæði ensku, norku og
dönsku. Og leikrit hennar, “Jón”
—(eða sálin hans Jóns míns)—, sem
er ritað á móðurmáli hennarjslenzku,
er víða hnyttið og ber vott um all-
mikla skáldgáfu og gagnríni, og það
sýnir einnig mæta vel Skrípamál það
sem íslendingar í Ameríku virðast
of mikið temja sér, og má einnig hið
sama segja um Norðmenn, Dani og
Svía.
Mrs. Sharpe hettr ritað allmargar
greinar í hérlend timarit, og má þar
á meðal nefna ágæta ritgerð eftir
hana í febrúar heftinu af “Critio”,
i. á., um skáldið August Strindberg.
Og í síðasta heftinu af ‘‘Northland
Magazine” er þýðing eftir hana af
kvæði eftir islenzka skáldið Einar
Hjörleifson: “Sigling lífsins” Og ein-
mitt rétt fyrir andlát sitt lauk hún
við að þýða “Jacob” eftir Alexander
Kielland, og kvæðið “Heimkoman’
eftir íslenzka skáldið Kristján Jóns-
son, og verður það getíð út með
myndum eftir hinn svenska málara
Henry Reuterdahl.
Þótt Mrs. Sharpe flyttist burt
af ættlandi sínu á unga aldri, þá
hafði hún samt fengið undirstöðu at-
riði menntunar sinnar á íslandi, og
lótt hún ætíð fylgdist með og kynnti
sér bókmentir Evrópu yflr höfuð, þá
lagði hún þó mesta rækt við hinar
skandinavisku bókmentir, og þekk-
ing hennar á bókmentum þeirra og
tungum var svo fullkomin sem orðið
gat undir kringumstæðunum, þar
sem hún ól aldur sinn fjarri þessum
ijóðum og aðal bókmentalindum
jeirra
Mrs. Sharpe var elskuð og virt
af öllum sem kyntust henni. Auk
æss að hún var gáfuð og prýðilega
mentuð, var hún einnig frábærlega
fríð kona. Ilún lætur eftir sig fjórar
yngri systur og einn bróður, sem öll
eiga heima í Chicago.
(Skandinaven 12. nóv. 1898.)