Heimskringla - 02.03.1899, Blaðsíða 1
XIII. AR
WINNIPEG, MANITOBA 2, MARZ 1899.
Nl£ 2-4
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
22. f. ra, var kveikt A ýmsum stöð
um í borgirui Manilaá Filippineyjun-
um með þeim ásetningi að b'ennahana
alla og drepa hermenn Buidamanna
$em Þa voru ( herhúðnm. Voru hópai
uppteistarmanna víðsveg&r um borg
ina vopnaðir með rifflum og skutu á
Bandamerm, er þei' voru að slökkva
eldinn. Voru Bandamenn við öllu búu
ir. Béðust á glaepase gi þessa og ráku
þáá flótta og slöktu sio eldana. í
slag þessum er sagt að 7 menn úr sjálf-
boðaheideildinni fiá Min esota hafi
verið smrdir og er Capt. N C. Robin-
son, fyrir Company C . sérstaklega til
nefndur. Bruninn stóð yfir alla nótt-
ina og varð ekki alaerlega slöktur fyr
en að morgni þess 23, og hafði hann þé
eyðilagt nrikinn part af borginni. Á
hinn bóginn hafa (búar á eynni Negros
hafið fána Bandamanna hæst á stöng
og gefið sig að öllu leyti undir stjórn
Bandamanna. Þessi stefna Negros-
eyjarmauna mælist vel fyrir í Washing-
ton og er talin merki þess að fleiri eyj-
ar muni fylgja dæmi Negroseyinga, og
að ekki muni liða á löngu áður allar
eyjarnar gangi á vald Bandamanna og
sætti sig við stjórn þeiira þar. Það er
talið áreiðanlegt að eyjan Cuba sé nú
reiðubúin að ganga á vald Banda-
manna. Senator Lacon þar á eyjunni,
býðst til að safna saman 100.000 Vis
cayan-hermönnum til hjálpar Banda-
mönnum til að berjast við ibúana á
Luzon-eyjunni.
Fangi einn sem Bandamenn náðu
sagði að banu og ýmsir aðrir hefðu ver-
ið neyddir til að grípa til vopna móti
Bandamönnum, þvert á raóti eigin
vilja, sökum hótana frá Aguinaldo. þar
sem hann skipaði að hvei* sá sem ekki
gengi i lið með honum skj’ldi tafarlaust
skotinn. Undir þessum hótunum hafa
mörg hundruð manna nejTðzt til að
ganga í lið með honum En búist er
við að hér eftir muni áhrif uppreistar-
foringjans fara minkandi,
Stórkostlega mikið stólaverkstæði
brann til kaldra kola i Milwaukee sið
astliðið sunnudagskvöld. Skaðinn sem
eldurinn ©rsakaði er enn þá ekkiákveð
inn með vissu. En talið er víst að það
sé talsvert yfir $300,000. Við bruna
þennan hafa 600 manns mist atvínnu.
Síðasta Lögberg færir þá gleðifregn
að járnbrautarlestir gangi nú frá Skag-
way upp á hæstu brún strandfjallgarðs-
ins milli Kyrrahafsins og Tukon-dæld-
arinnar, og að þess verði ekki langt að
bíða að brautin verði komin alla leið til
Lake Bennett. Svo mun það vera fyr-
irætlan félftgsins að leggja brautina til
Fort Selkirk og ef til vill alla leið til
Dawson City.
Það hlýtur að gleðja Canadamenn í
heild sinni, a» þetta er svona, því þar
með er það sýnt, að Laurierstjórnin
hefir fríast við að gefa 8,750,000 af fræg-
asta gulllandi í heimi fyrir 150 milna
langan brautarstúf, eins og hún ætl-
aði að gera í fyrra. Hún verðlagði
það land sjálf á $10hverja ekru, eða als
$874 millíón fyrir 160 m.
Bússar og Kinverjar hafa barist
▼ið Talieu-Wan út af þrætu viðvikjandi
sköttum og féliu þar 800 Kínverjar.
M Loubet, hinn nýkjörni forseti
Frakklands, er 61 ársgamall. Hann
er fæddur 1 Drome-héraðinu og byrjaði
að gefa sig við epinberum málum 1876.
Eftir að hafa gengt ýmsum stjórnar-
stðrfum í mðrg ir, var hann kvaddur
til að mynda ráðaneyti árið 1892, en
stjórn hans varð skammlif, þvi að Pa-
nama-hneykslið komst upp á stjórnar-
tíma hans. Sagði hann þá af sér og
hafði um tfma engin opinber störf á
hendi. En við aíðustu kosningar var
hann kosinn senator og varð formaður
þeirrar stjórnardeildar fyrir rúmum
mánuði og svo var honum lyft upp á
f°r#etasess Frakklands. Mr. Emil
I'Oubet er Agætur lögfræðingur og tal-
einn af allra hæfustu mönnum
Frakklands,
Mr. Maodonald. námulóðakóngur-
inn míkli í Yukon, hefir selt ensku
auðmannafélag: námalóðir sinar þar
vestra fyrir £450,000, eða sem næst 2
millfónirog 200,000 dollars. Alt þetta
fé hefir hann grætt á ðrfáum ávum þar
vestra.
Sú frétt hefir borist hingað frá Lake
Bennett, að guU hafi fundist í lwkjum
renna f þ*ð vatn austanvert. Þyk-
iv þetta merkileg fregn, að þvi leyti «ð
hún sýuir hve víðtæk er gulltekjan í
,j,í héruði.
Það varð róstusamt í spánska þing-
>nu i siðustu viku. Count D’Almenas
hóf umræður um það, hve stjórnin
hefði sýnt sig algerlega óhæfa til þe«s
að stjórna hernaðarleiðángrinum móti
RKndamönnum. Stjórnin hefði farið
út i þetta stríð af ótta fyrir Carlistum,
en nlls ekki af því að Cúba hefði verið í
nokkuri hættu, Hann kvað stjórnina
hnfa gefið herforingjum sinum skipun
uiu að sleppa Cuba við Bandarfkin án
læss að nokkur nauðsyn hefði borið til
þtíss og hefði hugsað sér að með þvi
Uióti gæt hún haldið í Porto Bico og
Fil ppineyjarnar, En nú væru allar
..yjar þessar algerlega tapaðar. og ætti
pjóðin sök að stjórninni fyrir alt þetta
tapog óvirðingu. Hann kvað heis-
höfðingjana á Cuba hafa verið ónýta;
þeir hefðu haft hermenn undir stjórn
sinni. sem hefðu verið ljónhugaðir, en
sjálör hefðu foringjarnir verið huglaus
ir asnar. Santiago hefði verið gefin
upp þegar þar hefðu verið 22,000 vel
vopuaðir hermenn með3 mánaða vista-
forða. Cervera hefði hleypt flota sínum
út í sjáanlega eyðileggingu að ást.æóu
lausu og náttúrlega tapað honum og
þ-tr með bakað landinu margra millí
óna skftða. Hann las upp hraðskeyti
fiá stjórninni til Blancos að gefa Cuba
í hendur Bandamanna. Blanco hefði
kveðið það mót vilja sínum, en látið þó
tilleiðast að hlýða skipun stjórnarinnar
Hann endaði ræðu sína með þvi að
spyrja stjórnina hvers vegna hún hefði
ekki fyrir löngu látið skjóta þessa her-
foringja; þeir ættu allir að vera skotn*
ir. Gen. Blanco svaraði, og kvaðst
einn skyldi taka á sig alla ábyrgðá því
hvernig hermálunum hefði stjórnað
verið á Cuba meðan hann var þar. —
Bæða D’ Alroenas mæ'tist illa fyrir, og
víst eru þeir fáir á Spáni, sem óska að
la ina herforingjunum þjónustu þeirta
á Cúba með að láta skjóta þá.
Franska þingið veitti 160,000 franka
til að fullnægja útfararkostnaði bins
látna forseta Faure. Að visu höfðu
Sósíalistar í þinginu á móti þessari veit
ingu, en raótmæli þeirra voru barin nið-
ur og féð veitt mfið 463 gegn 42 atkv
Hinn nýi forseti Frakka, M Lou-
bet, hefir sent embættisávarp sitt til
þjóðarinnar. Færir hann henni I akk
læti sitt fyrir þá tiltrú og virðingu, er
hún hafi sýnt sér með kosningunni.
Næst er loforð um að halda við og
vernda stjórnarskrána. Þá er friðar-
hvöt til þjóðarinnar, og hól mikið um
hervaldið. en um leið mintist hann á
það, að þrátt fyrir dálætið á hervald-
iuu, þá megi þjóðin ekki missa sjónir á
réttlæti; íþessu sambandi vonar forset-
inn að þau mál sem nú æsa þjóðina,
megi fljótlega verða útkljáð á heppileg-
an og réttlátan hátt og að þjóðin kom-
ist í s(na vanalegu rósemi. Viðvíkj-
andi sjálfum sér tekur forsetinn það
fram, að hann hafi ætið gefið sig rnest
við atvinnu- og tolllagamálum, og að
hann muni reyna að sjá svo til að þing-
ið vinni með gaumgæfni að því að
koma fjárhagslegu, atvinnulegu og
borgaralegu málum þjóðorinnar í það
horf sem bezt miði til hagsmuna fyrir
ahnenning. — Viðvfkjandi utanrfkis-
rnálum segir hann, að stefnan verði sú
að halda trygð við fengna vini og verði
það vissast til þess að forðast ófrið við
þjóðirnar og til þess að viðhalda þeirri
virðingu sem landið nú hafi meðal er-
lendra þjóða.
Ódrengilegt bragðvar það sem upp-
reistarmenn á Filippineyjunm gerðu
á mánudaginn var; kveiktu þeir þá í
nokkrum strákofum, sem stóðu nálægt
herbúðmn Bandamanna f þorpinu
Ponce. Vindur stóð á herbúðirnar og
ætluðu eyjarskeggjar með þessu móti
að brenna þær upp. En fyrir staka til-
viljun breytti vindurinn sér skömmu
eftir að eldurinn byrjaði og blés báliuu
fri herbúðunum ’yfir f þorp uppreistar-
manna og brendi þar um 20 íbúðarhús
og gatnla kyrkju. Þeir sera eldinn
kveiktu flýðu, en alla nóttina höfðu
uppreistarmenn skifst á skeytum, sem
Bandamenn ekki skildu, en héldu að
þeir hefðu ætlað að gera áhlaup á her-
búðir sínar, ef brennan hefði tekist vel.
Upfreistarmenn höfðu sig skyndilega á
brott frá aðsetri Bandamanna og héldu
suður eftir eynni sem hraðast máttu.
Ekki var þeim veitt eftirför.
Fyrir ári síðan var Castner undirfor-
ingi gerður út til þess að finna veg til
Tukon, er allur lægi í gegnum land
Bandamauna. Hann kom aftur til
Vancouver 20. f. m. án þess að hafa
fundið slíkan veg. Hafði hann haft
harðit útivist og menii hans. Gekk
hann 25C0 mílur yfir ís og snjó; fæði
höfðu þeir af skornum skamti. og um
stðir urðu þeir vistalausir; múlasna þá
sem þeir höfðu til að draga farangur
þeirra, urðu þeir að drepa og éta, og
ýms smádýr drápu þeir og átu er hting-
ur þrengdi að þeim. Siðast bjrgðu þeir
sér fleka oglétu hann reka meðsig nið-
ur á eina. Á þeim tíma lifðu þeir ein-
göngu á berjum og ikornum. Flekinn
strandaði og brotnaði, týndist þar all-
ur farangur þeirra. Að síðustu funðu
Indíánar þá nær dauða en lifi, hjúkr-
uðu þeim og komu þeim til raann-
heima. Castner segir alla uppdrætti
af lönduip Bandamanna þar vestra vera
ónákvæmaog óáreiðanlega. Hann tel-
ur víst að engin fær vegur finnist um
landið nema gegnum Canada. Tveir
aðrir flokkar hafa verið sendir af Was-
hingtonstjórninni til þess að finna veg
er liggi innan takmarka Bandaríkj-
anna, en þeir hafa einnig komið aftur.
svóbúnir. Geta engan færan veg fund-
ið.
Unirfrú Grace Sumer í Moaeaque,
III., réðsér bana í giftingarveizlu syst-
ur sinnar á laugardaginn var. Hafði
hún elskað mann þann er giftist syst-
ur hennar. Undir veizluboiðum laum-
aði hún eitri f kafiöbolla sinn og drakk
svo úr honum. Hún dó litlu síðar.
Mr. Long, ritari í herflotadeild
Bandarikjanna, hefir nýlega sent til
allra skipstjóra á heiflotanum tilkynn-
ingu um að héreftir sé þeim bannað að
láta nokkra vinnautn eiga sér stað á
skipum sínum eða innan takmarka her-
flotastððvanna nema sem lækningalyf.
—Bindindishreyfingin er að færast í ás-
megin.
Áhrifamiklar aðfinningar við gerð-
ir stjórnarinnar íYukon hefir nú loks
koraið þvi til leiðar, að Mr. Sifton ætlar
bráðlega að gefa út stjórnarráðsskipun,
er bannar nokkrum manni í þjónustu
hins opinbera að eignast beihlínis eða
óbeinlínis nokkrar námalóðir, timbur-
lönd ,eða bæjarstæði, og varðar tafar-
lausum burtrekstri úr þjónustu stiórn-
arinnar. ef brotið er ámoti banni fiessu.
Þetta liefði átt að gerust fyrr, þá hefðu
þtflr i Y ukon ekki vei ið búnir aðsvelgja
undir sig hlut í öllum beztu gulllönd-
uin þar.
Málþráð á að leggja til Dawson
City. C. P. B. félagið hefir málþráð
alla leið til Quensnell, en Mr. Wood-
ford frá Lundúnum er nú á leið hingað
til lands, til þess að leggja þráðinn frá
Quesneli norður til Dawsou. Hann er
fórmaður fyrír ensku auðmannafélagi,
sem hann hefir myndað og er höfuð-
stóll þess 1 millíón dollars. Þráðurinn
á að liggja að öliu leyt.i í gegnum land-
eign Bretaog um hið gullauðuga Altin-
hérað, Þetta er spor í rétta átt.
Talsverðar æsingar eru í mönnum
í Vancouver, B. C,, út af þvi að hin
nýja fylkisstjórn þar—Martin-stjórnin,
hefir leigt landsblett, sem er eign Van-
couverbæj ar, Banduríkjamauni, sem
ætlar að setja þar upp sögunarmillu.
Bæjarstjórnin neitar algeilega að þetta
sé réttmætt og kennir séra Geo, Max-
well um að hann hafi verið orsök i
þessu, og segja að hann hafi þegið $]0
þýsund mútu fyrir afskifti sín af mál-
inu. Enn fremur, að bæjarráðsmanni
Skinuer hafi verið boðnir $20 000, ef
hann vildi leggja fram alla sfna krafta
til þesfl að lægja ofsann í bæjarbáum
út af þessu laddleigumáli.
Bæj&rstjórnin hefir nú sent lög-
reglulið til þess að verja Iandsblett
þennan, sem hún segir að hafi verið
fengin bænum til opinberra þarfa, og
eiga lögregluþjón&r að reka með valdi
burtu hveru þann er gerir nokkra
kröfu til lands þessa, nema að hann
sýni að eignarréttur bæjarins til lands-
ins hafi verið aftekin á löglegan hátt.
Vancouverbæjarbúar eru mjög æst
ir yfir máli þe»su, og hver fundurinn
er haldinn á fætur öðrum. til þess að
ræða um það. Um endir þessa máls
veit enginn að svostöddn.
Meira “Gin". Það er verið að
koma á stofn vingerðarhúsi i Quebec-
fylki, sem á að búa til Gin flingöngu;
áður hefir víntegund ..þessi verið tlutt
inn hingað frá Hollandi 'og er inntiutn-
ingstollur á þvi kér $2,40 á hverri gall-
ónn, en tilbúningstollurinn er að ©ins
$1,92. Tollverndin er því nú 48 cents á
gallónu. Þaðer búist viðað þessi stofn-
un gflti útrýmt hinu útlenda vini.
Smásálirnar.
Útaf þvl sem er svo smátt
Akaft reiðasf fólin,
Ytir slíkum aulahátt
Undir gengnr sólin.
Ei þau sjá að útaf því
Ótal fæðast sindir,
Hefimskan þeirra hjörtum í
Heiftarbálið kindir.
Ef að inærra mentasöl
Mætti skína í nftðum
Vona má að flón og fól
Fækka taki bráðum.
En þau magnast ágirnd við
Innan heimsku virkja,
Og þeim veitir einnig lið
Okkar gamla kyrkja.
Hennar kreddu-hjátrú flá
Hlýtur senn að visna. .
Húu ef lengur hjara á
Hana þarf að kristna.
Eixar Jónasson.
Osjálfstæði.
Bágt er að hafa bundinn fót og hönd
Og búa stöðugt ffttæktar í viðjum;
Þó er verra að ófrjáls lifir önd
í allmörgum af vorrar tíðar niðjum.
En þeir vita ekki samt af því
Að and;< þeirra bindur heimskufjötur
Og þykjast miklir menn ogstáta af því
Á meðan svelta ei né bera tötur.
Þeir bysa við að binda í vendi hrfs
Og böðlum sínum þá í hendur selja,
Sjftlfum af þpim svo er hýðing vís,
Sem þeir eitt af forlögunum telja.
Höndina sem harðast á þeim ber
Heimski igjarnirsmjaðursfullir kyssa
Og það t dja æðstu virðicg sér
Eiginrétt og sjálfstæðið að missa.
Og vilji f mhver ei þeim vera með
Og eigin manndóm sínum reynast
tryggur,
Upp af liroka espast þeirra geð,
Og þann gríta hvenær sem hann
liggur
Einar Jónasson.
Frá löudum
MINNIOTA, MINN.,25. FBB. 1899.
(Frá fréttaritara Hkr.).
Tíðarfar stormasamt. í kuldakast
inu á dögunum varðfrostið 42 st fyrir
neðan zero. Til landnáma í C&nada eru
að búa sig héðan Jón Rafnsson fiá
Felli í Vopnafirði og synir hans Ólafur
og Ágúst gera ráð fyrir að setjast að í
Alberta nýlendunni, en Ásgrímur Vest-
dal hefir selt hú s sitt i Minneota og
flytur aitur á land sitt.
Á þinginu i Ulinois er verið að
semja lðg um það, að á öllum alþýðu-
skólum i þvi riki verði hér eftir kend
öll undirstöðuatriði búfræðinnar. Von-
andi að fleiri feti i þau framfara-spor.
Úr bréfi frá Pine Creek, Minn.
17. Febrúar 1*9*
Það sem af er vetrinum hefir mátt
heita fremur gott í þessum parti lands
vors, en þó höfum vér «kki farið á
inis við frostöldu þá sem gengið hefir
yfir l&nd þetta i vetur. Eu það varaði
hér að eins 3 vikur og hefir nú enúist
upp i mesta bliðviðri, Nnjófallið hefir
orðið um 18 þumiungar.
Heílsufar manna er hér yfirleitt
gott. þótt lasleiki hafi stungið sér niður
á stöku stað.
íslendingar i þrssu bygðarlagi eru
nú orðnir all fjölmennir. Hafa þeir
stöðugt verið að fjðlga i siðastl. 4, á
En ógjörla veit ég lölu þeirra, Bænd-
ur hér hafa nú þeiíar lagt uud ir sig all-
mikinn landfláka og búa flestir við all-
góð efni- Margir búaí uágrenni hér
við Norðmenn og feilur alt i ljúfa löð
með þeim frændþjóðunum. Flestir ís-
lenzku bæudurnir eru ungir og allra
duglegustu menn. Eru beir frjáls-
mannlegir og upplitsdjarfir og koma
hvervetna fram þjóð vorri til sóma.
Það er ýmislegt sem má telja þessu
Boseau-bygðarlagi til gildis. Bygðin
liggur um l&udamæri Bandarikjauna og
Canada og nær bj-gð ftlendinga um 8
mílur inn í Canada, en msst af henni er
Bandaríkja megin laridainærani.a —
Tollgæzla cr hér engin lijá oss, og er
það fi jálslegt mjög að mega dansa efti.
vild sinni með allar vörur. Er þetta
ekki ólikt því að menn hafi nðkkurs-
konar einkaiej’fi til þess aðmega hafa
heiinilisfestti í báðum þessum ríkjum á
sama tímabili. Fjórir íslenzkir bærd-
ur, ungir og einilegir, húa nú norðan
landainæranna á ómældu landi, en von-
ast er eftir að land þar verði bráðlega
mælt. Eru lönd Cauada megin talin
faltsvogóð og Bandaríkja-megin og
mun það rétt vera, þó að löndin í Elos-
eau County séu víða góð.
Landið Canada megin er hið frjóf-
samasta, og ég hygg það sé hið æski-
legasta land sem nokkur maður gntur
óskað sér, þ' i það hefir alt t,íl að hera
—Eg vildi óska að sem flestir af lörd-
um vorum vildu reyna að ná i þessi á-
gætu búlönd strax sem þau verða mæld
út, og að |æir þá sjái um að verða ekki
á eftir allra annara þjóðamönnum.
Afstaða landsins er hin heppilegasta —
að eins 75 mílur frá Winnipeg.
MOUNTAIN, N. D.’ 27. FBB. 1899.
Tíðin hefir verið mjög óstilt síðan
á nýári, stundum þíður og svo óvana-
legar frosthörkur. Hefir þessi brej’t-
ingátíðinni ollað talsverðri kvefveiki,
einkanlega í börnuin.
Mr. W. H. Paulson frá Winnipeg
var hér á ferðinni síðastl. viku, fj’rir
Canadastjórn, til þess að leiðbeina
þeim sem hafa í huga að flytja sig bú-
ferlum með vorinu.
Mr. Fr. E. Vatnsdal, frá Duxby P.
O. í Roseau-nýlendunni, hefir veiið hér
nokkra daga. Hann lætur vel yfir líð-
an landa í þeirri nýlendu og er vongóð-
ur með framtíð bygðarinnar.
Nú síðustu dagana af þessari viku
ætlar Leikfélagið á Meuntaín að leika
‘ Esmeralda’’, undir forstöðu Kvennfé’
lagsins í Víkursöfnuði. Bæði er leik-
ritið vel valið og nokkrir af þeim sem
leika hafa góða hæfileika sem leikarar,
svo það ereflaust að þetta verður góð
skemtun. og ætti að verða vel sótt.
Mikið er talað umsement námurn
ar, sem eiga að vera 7 tnilur not ðvesfui
frá Mountain í hinu svonefnda Tungár
gili. Öllum gerðum félags þess sem á
námuna, hefir verið haldið leyndum,
en það er víst að félagið hefir kej’pt mik
ið af landi á þessu svæði og borgað vel
fyrir mikið af því Það er tíklegt að
með vorinu verði menn einhvers vísari,
því að þá verður byrjað með kappi að
vinna, eftir þvi sem blöðin segja.
S. G.
Úr bréfi frá Alberta, dags 18. Jan. ’99.
Héðan er fátt að frétta, nema al-
menna heilbrigði og velliðan. Fyrir
síðustu mánaðamót brá veðuráttu til
frosta og fannkomu, sem hélst rúmar
2 vikur. Nú þessa viku hefir verið
blíða hláka um daga meðlitlu frosti um
nætur, svo snjórer áð fara.
í gærkveldi var haldin skemtisam-
koma — “Concert” — í Hólaskólahús-
inu að tilhlutun kennarans og íærisvein
anna. Skemtanir voru góðar og marg-
breyttar.
BRANDON, 1» FEBRÚAR 1899.
Kæra Heimskringla.
Það er nú orðið æcil&ngt síðan þú
hefir flutt nokkr&r fréttir af oss Bran-
don-íslendingum; já svo lane-t, að ég
held ég verði nú að nota mér þína vana
legu góðsemi og tína dálítið til i frétta-
bréf.
Síðast er ég reit, þá var nýafstað-
inn tslendingadagurinn hér hjá oss og
ætla ég þar til að taka.
Heilsufar á meðal landa hefir verið
frábærlega gott; enginn veikzt og því
siður aðnokkurhafi dáið, Þrjú eða
fjögur börn hafa fæðzt — Éin fjöl-
skylda og 2 eða Sstúlkur komu heiman
af íslandi síðastl. sumar og settust hér
aðog hafa þa.inig nokKrir bætst við í
hópinn hjá oss.
Nokkrnm hefir þótt einlffið leiðin-
legt og hafa parað sig saman, sam-
kværat guðs og raanna lögum. Herra
Gunnlaugur É. Gunnlaugsson og Agn-
es Jóhamisdóttir voru i siðastl. Ágúst-
mán. gefin s&m&n i heilagt hjónaband
afRev. C C. McLaurier. Svo voru og
Bjarni Tómasson og Steinunn Jóns-
dóttir saman tengd um jólin, og gerði
Bev. Mc A. Harding þ»ð mjög vel og
vandlega. Fréttasnápur þinn Hkr.
óakar báðum brúðhjónusum til lukkn.
Þangað til 15. Febrúar næstkomanái
bjóðum vér alveg sérstök kjörkaup á
hvítum og og gráum ullarteppum.
6 pd. grá ullarteppi fyrir
$1.50
parið á meðan þau endast.
574 ÍTIhíii Str.
Ég hefí ánægju af að geta sagt að
nokkrir landar hér hafa komiðsér upp
mjög snotrum ibúðarhúsum siðastl.
sumar. — Lestrarfélagið hélt ársfund
sinn á milli jóla og nýárs; voru þar ytir
lartiir reikningar f/lagsins fyrir síðastl.
ár og voru tnenn ánægðir með geiðir
félagsins. Það á nú dálitið í sjóði og
nokkuð mörg bindi, sein vel eru notuð
af félagsmönnum. Lestrarfélag þetta
gæti verið öflugra en það er, með því
móti að þeir íslendingar, sem héi búa,
styrkja það i sameiningu er hér, eins
og víðar, “er pottur biotinn”. Litla
lestrarfélagið okkar á öfundarmenn,
sem reyna eftir mætti að hrinda því til
baka.
Já, svo ernú safnaðarfélagið liéma.
Eg ætti ekki að gleyma þvi, og gæti
það alls ekki, því það ber svo ósköp
mikið á því nú sem stendur. Svo er
mál með vexti, að nokkrir safnaðar-
menn skutu á fundi i kyrkjunni 16. þ.
m., — náttúrlega á meðal safnaðar-
manna. Fréttasnápur þinn var að
viðra sig úti það kvöld, þarveðurvar
gott, og varð honum leikað inn í hið
“allra helgasta”, og hafði þá ánægju að
hlýða á fundarjerð sem ei þaunig: Á
fundi þessum var Ingímar Maguússon
forseti, Lárus Árnascn sdrifaii, en
Björn Beuediktssou (öti.ll viunumeður
i .íngarðl va; f.nmsögun að-
ur að því. að herra G. E. Gunnlaugs-
son væri nú búinn að vinna að ai d-
legri mentun íslendinga i þessum ba»
um mörg ár; líkamskraftar hans væru
nú farnir að þverra og þar af leiðandi
yrðu heimilisástæður hans óþægilegar.
fslendingar hér skulduðu G. E. G. mik-
ið; eitthvað ættu þeir að gera til þess
að bæta kjör hans Hvernig ættu þeir
að gera það? Þeir j-rðu að vigja hann
tii prests, — eða réttara sagt — segja
séra Jóni Bjarnasym að þeir vildu fá
hann vígðann.
Ari Egilsson vakti m&ls á þvi hvort
heímilislff G. E. G. hamlaði honum ekki
frá vígslu, hvort liann gæti álitist sið-
ferðislega hsefur til að vera pi-estur?
Hvort hann væri nógu mentaður f guð
fræði o. s. frv. Og svo efaði hann að
nokkur byskup, kyrkjufélagsforseti eða
nokkur annar mundi gegna þessn bulli
Brandon-safnaðar. G. E. G. tók þá
sjálfur til máls og sýudi frara á moð
góðum rökum, að privatlif sitt hamlaði
honum að engn leyti frá vigslu. Ýms-
ir aðrir töluðu málinu til styrktar og
var svo gengið til atkvæða og féllu þau
þannig, að 7 voru raeð, 4 á móti, en 2
neituðu að greiða atkvæði, og var svo
fundi slitið. Hvað frekar verður gert
i þessu vígslumáli er ekki hægt að
segja, en ekki sýnist ólíklegt að ef þvi
verður haldið fram að G. E. G. verði
vfgður, geti fllikt orðið til frek&ri sund-
urdreifingar innan safnaðarins.
Skemtanir hafa verið margar i vet-
ur og hafa staðið fyrir þeim bæði safn
aöarfélagið, bindindisfélagið Bró'erni
og svo lestrarfélagið. Ég ætla ekkert
annað um þær að segja en það, að þær
hafaflestar verið fjölmennar.
Æði roikið hefir þú vaxið að vin-
sæld hér Hkr. min siðan þú hafðir hús
bóndaskifti. Ekki fyrir það að fyrri
húsbóndi þtnn væri óvinsæll, en hann
var svo sokkin niður i silfrið í Banda-
ríkjunum, ©g reitti honum gigtryggi
langt ef mikið persónulegt athvgli. Er
sliktekkialmenningsmál, og ætti mik-
ið fremur að útkljást mnnnlega. Svo
er og etefna þin ( pólitik einarðleg og
skýr. Húshóndi þinn hlýtur að vera
nokkuð vel að sér, því hann hefir
skarpa skoðnn á pólitik þessa lands.
Og svo er annað: Þú ert ekkert að
skifta þér af kyrkjumálum, sera á svo
illa við pólitlk og fréttir. Alt þetta
mælist vel fvrir, og við hér óskum þér
tilheiila ogbamingjn,
H H L.