Heimskringla - 06.04.1899, Blaðsíða 3

Heimskringla - 06.04.1899, Blaðsíða 3
HEIMSKRÍNGLA G. APRIL 1899. og frama, að við lok þessarar aldar stendur málfrelsi og ritfrelsi á grafar- barminum. Má ské þe ar nýja öldin kemur, þá verði þaðgrafið, og McKin- ley, Hanna & Co., standi brosandivið gröfina, eða þá aðlýðurinn hefir vakn- að til meðvitudar um, hvað honum er fyrir bez'u. og dregið stjórnartaumana úr höndum auðkýfinganna og fjár- glæframanna, og gertjþetta lýðveldi eins eg það einusinni var, og á að vera: heimkynni frelsis og frama, fyrst og síð ast, og ekkert annað. G. A. Dalmann. Kæri tilheyrandi. Um grein þína í síðasta blaði “Berg- málsins” langar mig til að fara nokkr- um orðum. Mér finnst í sannleika að segja að þú ekki fara sem réttast með það sem þú talar um, og ætla ég nú í mesta bróðerni að benda á það sem mér finst þú hafa ranghermt. 1. “Samkomurnar munu hafa ver- ið hartnær 30, sem haldnar hafa verið hér á Gimli,” segir þú. Hvað meinar þú með samkomur ? Öll þau samkvæmi þar sem fólk kemur saman ? Ef svo er þá virðist mér erfitt að tilfæra nokkra vissa tölu. En ef þú átt við þær al- mennu skemmtisamkomur, sem aug- lýstar hafa verið á einn eður annan hátt, og sem hafa tilkynt fólkinu sitt “Prógram”, þær samkomur sem við vanalega og daglega köllum almennar samkomur, þá finn ég þær ekki fleiri en þessar : Kvennfélagið Tilraunin 3 Kvennfélagið Framsókn 2 Kvennfélagið á Kjarna I Söngfélagíð Harpa 1 Söngfélagið Gígja 1 Kappræðufélagið 1 Fól frá Selkirk 2 J. G. Johnson 1 MagnúsHolm 1 Skólakennarinn 1 Alls 14 “Fáir skrökva meira en helming” segir garnalt máltak, en hvernig lítur þetta út ? 14 frá 30 telst mér verða eft- <r 10. Eu kannske þú finnir þær fleiri en ég. Eg get ekki talið þáu lieimug- legu vinasamsæti, veislur og heimboð, sem hér hafa verið gefin, af þeirri ein- földu ástæðn, að ef þær eiga að teljast. þá megum við til með að taka með í reikninginn lestrarsamkomur, sunnu- dagasKÓla, söng og leikæfingar allar, o. s. frv., í einu orði, öll mannamót, og að finna rétta tölu á því öllu sam- an, er mjög svo erfitt að mínu áliti. 2. “Fyrsta samkoma kvennfélags- 'ns Tilraunin í Skjaldbreið var tilkomu- mesta samkoman í vetur.” Hvað var “tilkomumest” við hana? Eg var þar og man ekki eftir neinu sérstöku. Kapp- ræðan um jafnrétti kvenna var mikið góð og skemtileg, en ekkí dettur mér í hug að taka hana fram yfir þá síðustu sem haldin var þann 16. þ. m., enda munu fáir sem heyrðu báðar og sann- gjarnlega og hlutdrægnislaust vilja dæma, gjöra slíkt. “Heiður þeim sem heiður ber,” og svo búið með það. Um biðina og hringl- andann með prógramið, skrifa ég hjart- anlega undir með þér. Alt satt, rétt og l?ott. 3. "Ungu mennirnir buðu ekki 8Íns íjói-Ugt P? vænta. mátti.” Hér virð- JSt mér bw vera bæði ósanngjarn og Vanþakklátur, því þegar box seljast frá 75c. til $3, þá er vissuiega nóg borgað fyrir þau, sérstaklega þegar tekið er tillit til peningamagns þess, sem ungir menn hér bafa yfir að ráða. Ég heyrði margan segja að það væru hrein undur hvað þau seldust vel. 4. Dómur þinn um ræður kapp- ræðumannanna er mjög eftirtektaverð- ur. E. Ó. skal ég sieppa, en hvernig ó ég að skilja það, að J. P. S. hafi “sagst vel að vanda,” þar sem þú segir að hann hafi verið “æstur um of, ósanngjarn og nærgönguil við vissa atburði og persón- ur.” Og svo þegar ofan á þetta bætist þamnig löguð röksemdaleiðsla, að hann vill fremur gefa landanum atkvæði sitt en hérlendum manni, sé landinn aðeins með óskertum sönsum. Alt þetta eru þiu orð um ræðu lians og ég held þau séu nákvæmlega rétt og í samræmi við það sem hann sagði. Ég man ekki eft- ir að ég hafi heyrt J. P, S. takast eins slysalega að meðhöndla nokkurt mál, sem hann hefir haft tima til að hugsa urn, eins og eimnitt í þetta skifti. Ekki er ég þér heldur samdóma um það, að hann hafi ætlað að gera þessa samkomu að “pólitiskri ma«kínu”. Getsakir, af hvaða tegund sem eru, fara æfinlega illa, eru vanalega mjög óvinsælar og ósæmilegar. Með ræðu B L. B. fer þú óefað lak- ast. Þú segir að. hún hafi verið “frem- ur efnislítil” og er það einmitt þvert á móti því sem mörgum velheyrandi og sanngjömum tilheyrendum fanst um ræðuna. Skýring hans um flokka- myndunina var mjög góð. Hann sagði að hún myndaðist eðlilega af því, að málefnin, svo sem samgöngu-, við skifta-, póst- og menta-mól o. s. frv væru fyrst til. Menn færu smárasaman að hugsa um þau og rannsaka, og af því myndaðist svo skoðun og sannfær- inn um meðferðina á þessum málum. Og þetta væri það aðallega sem skifti fólkinu i flokka. Það væru ekki ein- ungis þjóðirnar og hin mörgu smærri félög sem skiftust þannig, heldur fjöl- skyldurnar, hin smæðsta mannfélags- heild sem til er. Feður og syuir og bræður hefðu skiftar skoðanir á lands- málum. Þetta væri svo eðlilegt, að saga þjóðanna og mannkynsins í heild sinni endurtæki sig daglega þessu til sönnunar, Af þessu leiddi óhjákvæmi- lega það, að það væri ómögulegt fyrir heilan þjóðflokk að fylgjast að sem eina heild, af því það væri svo óeðlilegt og ó- náttúrlegt, nema því að eins að þjóðin hugsaði og rannsakaði ekki neitt og til þess væru engin dæmi. (Af því að þetta var komið á undan þegar J. P. S. gerði staöhæfínguna um hverjum hann gæfi atkvæði sitt, þá varð sú staðhæfing hans möigum mjög eftirtektaverð).— Þetta lögmál næði til okkar íslendinga alveg eins og annara þjóða. Og tii þess að ná nokkurntíraa viðurkenningu hjá hérlendum meðborgurum, þa yiðmn við að sýna og sanna þeim, að við værum vakandi, hugsandi og rannsakandimenn og konur. Að við gæfum þeim einum atkvæði okkar, sem við værnm sann- færðir um að væri bezt kjöriun fyrir stöðuna. Það að við fyigjuin löndura vorurn aðeins af þvi að þeir væru ísl. mundi æfínlega vekja óbeit og fyrirlitn- ing á oss sem þjóð og aldrei færa oss fet áleiðis til sannra metorða og virðinga. Þannig heyrði ég ræðu B. L.B. og í lika átt var ræða W. H. P. Um það að þeir tveir hafi borið hærra hlut í viðskiftun- um, skil ég varla að geti verið hinn minsti skoðanamunur. 5. Um blettinn á samkomunni og framhleypnu mennina skal ég segja það eitt, að ef J. P. S. hefði byrjað á því að stjórna dansinum sjálfur,eða fengiðein- hvern til þess, þá hefði enginn sagt orð og ekkert uppistand verið gert. Uppi- standið var ekki um það, “að taka stjórnina af J. P. S.” eins og þú segir, heldur hitt, að fá einhverja stjórn; Stjórnleysíð gátum vlð ekki þolað ogum það rifumst við, og stjórn fengum við. Þú gerðir mér mikið til geðs, ef þú skrifaðir Jiitt eigið nafn undir í næsta skífti. Eg held að misheyrn þín sé or- sökin fyrir mismun okkar, og er því "Tilheyrandí” óheppilega valið nafn. Með virðingu og vinsemd. B. B. OLSON. Lyons 590 Main St. Feltskór fyrir börn - - 25c. “ “ konur 25c “ “ ungmeyjar 25c. “ “ karlmenn 35c Lægstu prísar í bænum. Komið og sjáið sjálíir. H. IV. A. Chambre, landsölu- og elds&byrgðar- umboðsnmður 373 Main St., Winnipeg. Mjög ódýrar bæjarlóðir á Sherbrook St. 50+132 fet. Verð að eins $200.' Peningar lánaðir móti veði í bæjarlóð- um og bújörðum. Láti sem veitt eru á hús í smíðurn eru borguð út smátt, eft- ir því sem meira er unnið að smiðinu. Eldsábyi gð. Hús til leigu H. Beaudry Q ocery Store 520 Nellie Ave. Selur móti peningum 1 könnu af Tomatoes fyrir 10«. 1 könnu af laxi fyrir lOc. 10 pd. bezta kafti fyrir $1.00 I9 pd. af röspuðum sykri á $1.00 16 pd. af bezta molasykri á $1.00 Einnig blikkvðru og “granite” járn- vöru með gjafverði. Allar aðrar vörur. með tilsvarandi lágu verði, ekki að eins á laugardögum, heldur alia virka daga vikunnar, hjá H. Beaudry, 520 Nellie Ave. Nú er timinn fyris ykkur að dusta rykið og ruslið úr skápunum ykkar, og fylla þá svo aftur með nýtt leirtau frá Cliiim llall. Þar fáið þið beztan, ódýrastan og margbreyttastan varning í bsenum, CHINA HALL, 572 Main St. Royai Crown Soap $65.00 Nevv William Drop Head saumavjelar. Gefnar fyrir sápubréf. 3, vélar gefnar á nverri viku fyrir ROYAL CROWN sápubréf og “Coupons.” Biðjið matvörusala yðar nm ROYAL CROWN “Coupón” með hverjum 5 stykkjum af ROYAL CROWN sápu með bréfum á. Fyrsta vélin var gefin mánu- daginn 16. Janúar. Engum sem vinnur á sápugerð- arverkstæðinu verður leyft að keppa um þessar vélar. Þegar þú þarfnast fyrir í, leratijíH ---þá farðu til- iixriviAixr. Hann er sá eini útskrifaði augnfræðing- ur af háskólanum i Chicago, sem er hór i vesturlandinu. Hann velur gleraugu við hæfa hvers eins. \V. K. Inman & €0. WINNIPEG, MAN. OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA SkanflinaYian Hotel. 718 llain 8tr, Fæði $1.00 á dag. Stærsta Billiard Hall í Norð vestrlandinu. Fjögur “Pool”-borð og tvö “Billiard”- borð. Allskonar vín og vindlar. Ivennon Jk Hebb, Eigendur. Ef þér viljið fá góð og ódýr Vinfóng’ Þá kaupið þau að 620 flain St. Steinolia Ég sel steinolíu hverjum sem hafa vill ódýrara en nokkur annar í bænum. Ti! hægðarauka má panta olíur.a hjá G. Sveinssyni, 131 Higgin Str. D. McNEIL, 38 MCDONALDST. Beztu Ontario berjavín á $1,25 gallonan Allar möírulegar tegundir af vindlum. reyktóbaki og reykpípum. Verðið mis- munandi eftir gæðum, en alt ódýrt. Beliveau & Go. Comer Maine & Logan Str. Gætið þess að þetta vörumerki sé á vindlakassanum, Og styrkið Issued by Autfionlyo» the Cjpy MaKers' Internattonal Unionof Amenca. f - Union-made Cigars. d íhtí Önlitirt ’w imccm mihit bo. bwn m«i.r,*TtislCliaWofljari. f v\ «*MC*0L™t tKMUMH'hwnWWn. iwto** «n OfMOUK^ ONow/Tk **m> t JR fí;,7^1-1 WA* CCCl.lt m W»o.faTMÍ TiNfMfNlHOUSt MWnMUlSN>P i.WoitmiKotawi * Ciom to «1 smcMtt tiuouotioat »ws u MrfflQtsma wpc* t«M má t» pumilisd tccardmf to l«w. COrVIUOUTED rwudtnl. V CM tU•fAmerita atvinnu stofun vora 0 Iteykid Hinir einu vindiar í Winnipeg sem búnir eru til nndir merkjutn verkamanna- félagsins. Handsnúnir. Að eins bezta tóbakslauf brúkað. J. BRICIi LIlV, ci^amli, Cor. Main og Rupert St. Búnir til af karlmönnum en ekki af börnuin. »»»**#*«*»#***«««i******«*# | Hvitast 0g bezt * # • * * _ * i Ogilvie’s Miel, I # # 1 Ekkert betra jezt. | **•*•••****#***•****•*•*#* DREWRY’S Family porter er alveg ómissandi til að stvrkja og hressa þá sem eru mát.tlitlir og uppgefnir af erfiði. Hacu styrkir taugakerfið, færir hressí.ndi svefn og er sá bezti drykkur sem hægt er að fá handa mæðrmn rneð börn á brjósti. Til brúks i heimahús- um eru hálfmerkur-flðsknrnar þægilegastar. Edwarfl L. Lrewry. Redwood & Empire Breweries. Sá sem býr til hið nafntogaða GOLDEN KEY BRAND ERATED WATERS. Kaupið, lesið og eigið Valið Það er til sölu víðast hvar á meða Vestmanna. Hver sem sendir mér 50 cents fær söguna.tafarlaust senda með pósti. Kr. Ásgeir Benediktsson. 350 Spence Str. Jakob Guðmundsson —bókbindari— 177 King 8tp.—Herbergi Nr. 1. Hppi yfir verzlunarbúð þeirra Paulson & Bárdal. Canadian Pacific RAILWAY- EF ÞÚ hefir í hyggju að eyð* vetrinum í hlýrra lofts- lagi, þá skrifaðu oss og spyrðu um farnjald tö California, Hawraii-eyjanna, Japan, Bermuda og Vest-Ir.día eyjanna, eða lieim til gamla landsins Niðursett far. Snúið ykkur til næsta C. R. um - boðsmanns. eða skrifið til Robert Kérr, Trafiic Manager, WlNNlPRO, Ma«. Nortberu Paciíic R’y Samadags tímatafla frá Winniþeg. MAIN LINE: Morris, Emerson, St.Paul, Chicago, Toronto. Montreal, Spokane, Tacoma, Victoria, San Francisco. Fer daglega........ 1,45 p. m. Kemur „ ........... 1,05 p. m. PORTAGE BRANCH. Portage la Prairie and inte- rmediats points ....... Fer dagl. nema á sunnud. 4,45 p. m. Kemur dl. „ „ „ 11,05 e.m. MORRIS BRANDOF BRANCH" Morris, Roland, Miame, Baldr, Belmont, Wawanesa, Brandon einnig Souris River Branch, Belmont til Elgin.......... Lv. Mon., Wed., Fri....10,40a.m. Ar. Tues, Tur., Sat.... 4,40 p.m. CHAS. 8. FEE, H. SWiNFORD, G. P. <fc T. A .St.Paul. General Agent, Portago Ave., Winnipeg. 5^. áftrað för hennar, ef hún hefði mátt eiga von ^ einu ástarorði frá vörum þínum. En hún eins og aðrir, vissi ekki annaö en *ð þú værir fyrir löngu dauður, Svo þið genguð hvort fram hjá öðru, eins og þið væruð alókunnug. Og það var ekki fyrr en •ftir að þú varst dauður, að vinir þínir, sem feynzt höfðu þér trúir þegar allir aðrir sneru við þér bakinu, sögðu henni frá því. Þú varst heilsulaus og lasburða, er þú komst aítur frá Síberiu, og varst því að hvíla þig um »tund og safna kröftum. Þú hafðir iært það að Vera þolinmóður á hinni löngu leit þinni fram °g aftur um Síberfu. Hinn rússneski herforingi, sem þú hafðii Svarið að drepa, var heldur ekki í borginni, og Var þér því nauðugnr einn kostur, að bíða þar f'l hann kæmi til haka. Vinir þínir, Níhilistar, ftæða þig um það, að hann hafi aftur kouúð sér ‘rinundir við keisarann, og hafi hann verið send- i stjórnarerindum til Síberíu. En hans var ®ú bráðlega von aftur, til þess einmitt að skipa *®ti "það sem þú hafðir einusiuni fylt við hlið Keisarans. , Ó, ef þú gætir að eins hitt þá saman og vrepið þá báða f einu, Það mundi þó borga hokkud fyrir öll tárin þín og svitadropana. Þú beiðst og beiðst og vonaðir. En hann kom •kki. Allan þennan tíms varst þú eins og barn í ”öndum vina þinna. Þú gerðir nákvæmlega alt P*-ð sem þeir sögðu þér, og ekkert annað. Þú hafðir að eins eina ósk, eitt tukmark i huganum, — 73 — og gazt ekki huggað um neitt annað. Þú hafðir aukheldur gleymt heitmey þinni, nema að eins í þetta eina skifti, er þú mættir henni, þegar hin gamia ást til hennar í brjósti þínu lifuaði við rétt sem snöggvast, en kulnaði svo út aftur, eða gleymdist næsta dag. En um síðir leiddist þér biðin. Þú fórst að ▼erða þögull og jafnvel geðvondur. Og 'loks gazt þú ekki beðið lengur, en ásettir þér að láta nu skriðatil skarar, að yinum þínum fornspurð- um og óafvitandi. Þú hafðir enn eftir nógu mikið vit til að skilja það, að heilsa þín til sálar og líkama fór síhnignandi, og þú óttaðist að þú yrðir ekki fær um að koma fram liefndunum, ef þú létir það lengur dragast. Þú sagðir engum frá fyrirætlun þinni, en tókst með þér tvíhleypta skammbyssu, og hélst af stað til.hallar keisarans. Þú varst staðráðinn í að drepa keisarann á meðan þér entist vit og kraftur til’. Prinsessan laut áfram og horfði beint í augu mér. Var sem eldur brynni úr augum henn..r, og titringur fór um hana alla. ‘Enginn veit hvað þú aðhafðist í tvo klukku tíma frá því þú lagðir af stað, og þangað til þeir atburðir skeðu i keisarahöllinni, sem ég nú skýri frá. Hvaða strætum þú gekst eftir, hvemig þú komst fram hjá óllum varðmönnum, sem um- kringdu höllina, hvernig þú komst óhindraður inn í skrifstofu keisarans. — alt þetta eru gátur. sem aldrei verða ráðnar. En það er kunnugt, að þú hafðir klætt þig í gamla einkennisbúning- inn þinn — sama sem keisarinn sjálfur hafði — 76 — bæn, er þú beiðist. Allar þínar óskir skulu verða uppfyltar’. Þú rakst upp æðislegan skellihlátur. ‘Veiztu hver ég er ?’ spurðir þú. ‘Nei. Hver ert þú?’ spurði hann. Þú sagðir honum nafn þitt, og við það lúp- aðist hann niður í stólinn eins og barinn hundur, og bað sér auðmjúklega vægðar og miskunar. En þú stóðst uppi yfir honum með harðneskju- glotti og miskunarlausum fyrirlitningarsvip, og endurtókst í sífellu þessi orð, sem hljómuðu eins og dauðahringing í eyrum hans: ‘Ég er hingað komlnn til þess að drepa þig, þrí þú drapst Yvonne’. Hann reyndi einusinni að standa upp, en þú gekst þá einu skrefi nær honum með miðaða skammbyssuna, og sat hann þá kyr. Svo hafðir þú yfir fyrir honum svivirðÍDgar þær, er hann léti blóðhunda sína vinna dagsdag- lega. Þú mintir hann á nóttina forðum, þegar sýstir þín var handtekin, Þú sagðir honum frá þvi, hvernig böðlar hans hefðu brotist inn í svefnherbergi hennar um hánótt. Þú mintír hann á hvernig þú baðst hann vsegðar fyrir hennar hönd. Þú mintir hann á það, er hann sleit einkennismerkin af fötum þínum,. og braut sverð þitt á kné sér, fyrir þá einu skuld, að þú elskaðir systur þína. Þú sagðir hon im nákvæm lega söguna um það, hvernig þú hafðir leitað að systur þinni og beðið og beðið eftir fregnum af henni vikurn saman, árutn saman. Svo sagðir þú honum af för þinni til Síberiu, og af öllum þeim þrautum og hörmungum, er þú varst að — 69 — 9. KAFLI. Stund hefndarinnar. Þessi saga Olgu, er hún flutti lueð svo ósegj- anlega brennandi ákafa, gagntók mig svo gjör- samlega, að þegar hún þagnaði, fanst mér eins og ég standa á glóðum elds. Mér fanst meira að segja, eins og að ég væri sjálfur aðal persónan í sögunni, og tiifinningar mínar voru svo stæltar og ákafari svijinn, aðmér fanst ég geta farið út og myrt keisarann, fyrir þessi voðalegu rangindi er hann hafði látið viðgangast. Olga stóð upp og gekk út að glugganum; stóð hún þar stundarkorn og horfði út á hin öm- urlegu og snævi þöktu stræti. Svo hrökk hún alt í einu við, leit til min og mælti: ‘Komið þér hingað, Mr. Dubravnik’. Ég stóð þegar upp Jog gekk til hennar. •Hvað sjáið þér?’ spurði ég. ‘Lltið þarua út. Sjáið þér kerruna þarna rétt fyið götuhornið ?’ ‘Jú, ég sé hana’. ‘Maður skyldi halda að hún væri að bíða eft- ir einhverjum sem hefir farið inn í næsta hús’. ‘Það lítur svo út’. ‘Maðurinn i skinnfeldinum, sem sýnist vera keyrslumaðurinn, er Níhihilisti. Tveir eða fleiri menn liggja eflaust í leyni ánæstu grðsum- Þeir hafa allir svarið þess dýi an eið. að drepa yður, þótt það kostí þeirra eigið líf. Þeir bíða þarna og sitja fyrir yður þegar þér komið út. Efist þér enn þá um að þór séuð dauða dæmdur?

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.