Heimskringla - 20.04.1899, Síða 2

Heimskringla - 20.04.1899, Síða 2
HEIMSKKÍNULA 20. APRIL I89y. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum I*. Ii. lÍHldwinson, Utgefandi. Office : 547 Main Street. P O BOX 305 Bindindismálið. Þeir eru sjáanlega ekki dauðir úr öllum æðum, bindiudismennirnir íslenzku. Þö þeir eins og aðrir sam- verkamenn þeirra hafi verið tál- dregnir og níðslega sviknir af Laur- ier-stjórninni I vínbannsmálinu eins og öllum öðrum loforðum þeirrar stjórnar, og það er auðséð á öllum atlotum að forvígismenn vínbanns- hreifingarinnar ætla sér að halda máli þessu til streitu, enda eru þeir nú sem óðast að safna gðgnum því til stuðnings. Eitt af gögnum þess- um er álit ýmsra manna sem þeir eru nú að afla sér, um nytsemi og réttmæti vínbannslaga f þessu landi og er álits manna leitað með hring- ferðarbréfl (Circular). Vér höfum fengið eitt af þessum bréfum, og með því að það er í fyllsta máta opinbers efnis, þá leyf- um vér oss að birta það hér orðrétt og svör þau sem vér gefum því,— —innan sviga — ekki sem ritstjóri Heimskringlu, heldur sem prívat maður. Bréflð er svo: “ Hekla No. 43, I. O. G. T. 506 Ross Ave., Wpg. 5. Apríl '99. Kæri herra! Með því Stúka vor álítur mjög fróðlegt og æskilegt að fá að vita á- lit hinna ýmsu leiðandi manna með- al þjéðflokks vors hér í bænum á bindindismálinu, sérstaklega þeim þætti þess sem lýtur að algerðu banni gegn innflutningi, tilbúningi og sölu áfengis, þá þætti oss mikils umvert ef þér vilduð gera svo vel að lofa oss að vita yðar álit á þessu máli, Til hægðarauka, og til þess að koma f veg fvrir misskilning milli yðar og vor, leggjum vér hér frani nokkrar spurningar : 1. Álítið þ< r starf hinna ýmsu bindindisfélaga í þessu landi, svo þýðingarmikið, og haldið fram í svo viðunanlegu formi: að það eigi skilið þá hylli sem það nýtur hjá þjóðinni ? (Svar: Já). 2 Eruð þér með því að lögleiða bann gegn innflutningi, tilbúningi og sölu áfengr drykkja ? (Svar: Já). 3. Sýnist yður að frelsi manna væri f nokkru skert með slíku banni ? Svar: Já. 4. Eruð þér einn af þeim mönn- um sem álíta að þjóðinni sé gerð miukun með lögboðnu vfnsölubanni ? (Svar: Nei). 5. Álítið þér að þjóðin mundi græða nokkuð í menningarlegu eða siðferðislegu tilliti, við útilokun á- fengra drykkja úr landinu ? (Svar: Já). 6. a) Eruð þér viss um að þjóð- in mmndi bfða fjármunalegt tap við svona lagaða breytingu? (Svar: Nei). b) Ef svo, sýnist yður það mundi verða svo tilfinnanlegt að þér af þeirri ástæðu væruð mótfallnir vín sölubanni? (Svar: Nei). 7. Álítið þér að þessi lög yrðu svo mjög brotin, að þau hefðu annað hvort litla eða enga þýðingu? (Svar: Nei). Fyrir hönd Stúkunnar, Virðíngarfyllst, P. S. Thomson, F. 0. T. ” Stúkan Hekla á þfikk og heiður skilið fvrir þann áhuga sem hún sýn- ir í málinu. Það getur engan meitt þó leitað sé ál ts fólasins um það efni sem spurningar bréfsins hljóða um. Við svör vor við þessar spurn- ingar vilduin vér gera_ þessar at- bugasemdir: 1. Bindmdismálinu er hógvær- lega og hyggilega haldið fram. Bind- indismenn hafa með margra ára erf- j iði og eir.beittum vil ja loks náð því takmarki, að almenningur ber nú virðing fyrir máiefninu, og það er fyrsta sporið til sigurs. 2. Vér sjáum ekkert því til fyrir. stöðu að vínsölubann verði lögleitt f þessu landi, svo fljótt sem bindindis- menn og konur geta með áhrifum sfnum komið á slíkum lögum. 3. Það er enginn efl á þvf, að slík lög væru haft á algerðu frelsi manna, á sama hátt og hver önnur lög, svo sem t. d. lög gegn illri meðferð á börnum og dýraverndunarlög, hvort tveggja þessi lög eru höft á algerðu frelsi manna. Sama er að segja um lögin gegn því að spila upp á pen- inga,—já, og í nuninni öll heims ins lagaboð eru skerðing eða höft á frelsi einstaklingsins. En þessi höft eru óumflýjanlega nauð- synleg til viðhalds góðri reglu og siðferði í mannfélaginu. Annars yrði það að eins hið dýrslega aflið sem úrslitum réði, en réttlætið yrði ofurliði borið. 4. Vér álítum þjóðinni ekki mis- boðið með vínsölubannslögum, frem- ur en með hverjum öðrum lögum sem gerð eru til hagsmuna fyrir almenn- ing. 5. Það leikur enginn efl á því í huga vorum, að menning og siðferði þjóðarinnar mundi græða stórmikið við útrýming vínsins úr landinu. 6. Engum, sem um málið hugsar, getur blandast hugur um það, að þjóðin getur engu tapað við siík lög En ríkisstjórnin mundi verða að gera nokkrar brevtingar á tolllögunum til þess að rétta við tekjuhallann sem vínsölubann mundi orsaka. 7. Það er að vísu mjög hætt við, að slík Iög yrðu brotin, en slíkt hið sama má segja um hver ein einustu lög, og er það því ekki gild ástæða móti vínsölubanninu. Hugsjónin sem vakir fyrir þeim sem vilja innleiða vfnsölubann í Ca- nada, er heiðarleg og þjóðholl, og ætti að hafa eindregið fylgi allra þeirra, sem vilja styðja framför og þroskun þjóðarinnar. Ofnautn á fengra drykkja, og jufnvel öll vín- nautn, er siðferðislegspilling einstak- linga og enda stundum heilla þjóðfé- laga. Það er meinsemd sem ekki læknast nema hún sé skorin burt með rótum. Annars er það ef til vill íhugunar- vert, hvort þessum sama tilgangi yrði ekki náð með lækningastofnun- um, se.n kostaðar væru af opinberu fé. Swan River héraðið. Blaðið “Dauphin Press” dags. 22. Marz 1898, flytur langa ritgerð um þetta ofannefnda hérað, eftir Theodor A. Burrows. Af því að ritgerð þessi er alt of löng til að taka hana alla upp f Hkr., en hefir á hinn bóginn allar þær upplýsingar að geyma sem hægt er að fá um héraðið, þá setjum vér hér útdrátt úr greininni og látum það vera. svar tii allra þeirra sem munnlega og skriflega hafa óskað eft ir að Lleimskringla flytti lýsingu af Swan River dalnum. Landssvæði það sem alment nefn- ist Swan River dalur, er um 750 þús. ekrur. Af,þvf eru um 200,000 ekrur gott plógland, með mjög frjó- sömum jarðvegi. Land þetta er að allega slétt, með skógarrunnum hér og þar. Nokkurt votlendi er víðs vegar í dalnum, og ef það væri ræst fram og þurkað, mundi það bæta um 100,000 ekrum af góðu plóglandi við það sem að framan er talið, og gæti framrás vatnsins orðið gerð með mjög litlum kostnaði. Hinn partur landsins er aðallega skógi vaxinn og er þar víða gott timbur til bygginga þegar búið er að saga það niður í borðvið og plánka. Að útliti er Swan River dalurinn all áþekkur Dauphinhéraðinu, að undanteknu því einu, að hann er öldumyndaðri og þess vegna er fram- ríis vatns þar greiðari. Dalurinn er er liér um bil 80 mílur á lengd en breidd hans er mismunandi— 15 til 35 mílur. Landið liggur jafn hátt yfir sjávarmfil og hallar austur og norðanstur. Að cunnan liggja Dnck fjöllin og að norðan eru Porcupine hæðirnar, að austan er Lake Winni- pegoosis. Kostir dals þessa eru : 1. Að mikill hluti hans er ágætt og frjóvsamt akuryrkjuland. 2. Gnægð af góðu vatni sem hef- ir upptök sín í fjöilum og rennur í ám og lækjum víðsvegar um dalinn niður f Winnipegoosis-vatn. Ár þær sem renna um dalinn eru Swan, Woedy, Sinclair: Favel, Birch, Rolling og Woodmans árnar. Swan- áin er 200 feta breið, og rennur eftir dalnum endilöngum. Rolling, Woody og Sinclair árnar eru einnig allstór vatnsföll. 3. Ótæmandi timbur til húsa bygginga og eldsneytis sem vex hvervetna með fram ánum og víðs- vegar um dalinn. Ásamt með ó- grynni af sögunarvið eem þekur Duck fjöllin að sunnan og Porcupine hæðirnar að norðan. 5. Hinir afarstóru engjaflákar, sem liggja suður og suðvestur af Swan Lake, gera griparækt þar sér- staklega ákjósanlegan atvinnuveg. Ég hef hvergi í Manitoba séð jafn- stóra engja- og heyfláka sem þar. Enfremur eru ágætir heyflákar víðs- vegar um dalinn og með fram Swan- ánni. 5. Ýmsir viltir ávextir vaxa hér og þar í dalnum eins og líka í Dauphin-héraðinu. Það er skoðun mín að hér sö bezti staðurinn í allri Manitoba fyrir aldinarækt, svo sem Goosberries, blackberries, Straw- berries, Cranberries o. fl., sem árlega vaxa þar í stórum mæli. 6. Fiskiveiði er ágæt í Winnipeg- oosis-vatni og er það lífvænlegur at vinnuvegur fyrir nýbyggja yflr vetrar tímann þegar þeir þurfa ekki að sinnabújörðumsínum. Fiskveið- in færir þeim sem hana stunda bæði búbjörg og peninga. 7. Saltnámar eru víða á vestur- strönd vatnsins og verða þær eflaust gróðavænlegar þegar menn taka til að vinna þær með þekkingu og pen- inga-afli. 8. Kol, góð til eldsneytis hafa fundizt í Porcupine hæðunum fyrir norðan dalinn. 9. Loftslag er hið hentugasta í dal þessum. Þegar ég var þar í október þá bar allur jarðargróði þar þess glögg merki að engin frost höfðu komið þar fram að þeim tíma. En af því að engir nýbyggjar hafa enn þá stundað hér kornrækt þá verður ekkert með vissu sagt um hana, en eftir öllu útliti að dæma þá virðist þessi dalur síður undirorpinn frostinu en landið suður og vestur af Duck fjðllunmii, og líkist hann í því hinu ulþekta og einkar álitlega Dauphin héraði. Saga hveitiræktar innar í Manitoba sannar að þar sem landið liggur frá 800 til 1,300 fet yfir sjávarmál þar er sízt hætt við sumarfrostum, en landið í Swan River-dalnum er að jafnaði nokkuð lægra en 1,200 fet yfir sjávarmál. Gimli-nefndin. í síðasta blaði gátum vér um sendi- nefnd þeirra Ný-íslendinga, sem kom hingað í siðustu viku til þess að ræða járnbrantarmál við fylkisstjórnina og C. P. R félagið. Herra Kristján P. Paulsou var formaður Jiessarar nefnd ar og hélt hann fyrstu ræðuna í ir ál- iuu fyrir stjórnarráðgjöfunum. Næst honum töluðu þeir Jóhann Sólmunds- son, Guðni Thorsteinson og Jónas Stef- ánsson. Það mun mega fullyrða að nefnd- iniil tiafi orðið vel ágengt í þessari feið. Mr. Greeway lofaði að gera alt sem i hans valdi stæði til að hrinda máli þessu í vænlegt horf. Hann fullvissaði nefndina um að stjórnin skyldi borga félaginn $1750 fyrir hverja milu af brautinni frá Foxton til Gimli, undir- eins og hún væri bygð niður að Gimli. Enn fretnur kvaðst hann skyldi ræða mál þetta persónulega við Mr. Van Horne, forseta C- P. R. félagsins i Montreal, því hann ætlaði sér að fara austur þangað bráðlega. Svo' lofaði Mr. White, umsjónarmaður félagsins hér vestra, að hann skyldi tafarlaust senda 'menn norður tíl þess að skoða landið, svo að félagið geti fengið áreið anlega vissu fyrir þvi, hvar tiltækileg- ast sé að gera framlenging brautar- iunar. Þingforseti Young, sera ásamt Mr. Greenway og ráðgjöfum hans mætti nefod nni. hældi ræðumöunum mjög fyrir það hve vel þeir hefðu talað ntfili sinu, og hve vel og skilmerkilega þeii hefðu sett fram öll þau atriði, sem á einhvern hátt miðuðu til að styrkja málstað þeirra. Hann hélt því fram að þessi nefnd hefði flutt mal sitt betur fyrir stjórninni, heldur en allur þorri þeirra sendinefnda úr öðrum pörturn fylkisins, sem hafa mál til - meðferðar fyrir henni. Hann lagði serstaka á- herzlu á mælsku þeirra Kristjáns Paul sons og Jóh. Sólmundssonar, og spáði því, að Sólmundsson mundi með tim- anum eiga sæti á fylkisþinginu. Það mun óhætt að fuþyrða að Ný- íslendingar hafi verið heppnir í vali sendinefndar sinnar f þetta skifti og hafi haft mikinn sóma—og væntanleg- an hagnað—af framkomu hennar og starfsemi í þessari ferð. Nefndarmenn allir og sérstaklega Jóh Sólmundsson, sem stofnaði til fundarins, eiga þökk og heiður skilið fyrir starf sitt í þarfir héraðsins Ljóðmæli. Eítir Jóhann Magnús Bjarnason. Ljóðmæli þessi eru prentuð á Isa- íirði 1898, og kostnaðarmaður er hr. Skúli Thöroddsen. Þau eru í 8 bl. broti og telja 128 bls. í alt. í kápu kostá þau 60 cts., hér vestan hafs. Pappír er í góðu meðallagi og letur skýrt. Réttntun á ijóðmælum þessum er mjög ábótavant. Það virðist sem átt hafi að fylgja réttritun þeirri, sem næst er uppruna mfilsins, og flestir hafa fylgt að undanförnu. En staf- setningin hefir farið út um þúfur alt of víða á bók þessari. Yflrleitt er é-rithættinum fylgt, en þó er fornafn- ið eg ýmist skrifað : “jeg” eða “eg” og það í sömu vísuhendingu (saman- ber 3. hendingu, í 3. vísuorði á bis. 45). Það er hraparlegt skeytingar- leysi að hafa ekki sama rithátt á svona auðveldu orði. Þá er nafnorð- ið land skrifað: “lanz” í eignarfalli á bls. 35, í staðinn fyrir lands. Á bls. 42 er nafnorðið skríll skrifað “skrýll.” Á bls. 47 er nafnorðið syskini skrifað : “syskyni.” Á bis. 48 er nafnorðið nökkvi skrifað í þol- falli með greininum “nökkvan,” I staðinn fyrir nökkvann. Á bls. 67 er skriíað og smíðað: “Atlanzkan sjó’' í staðinn fyrir Atlants-sjó. Af orðinu Atlas (jötunheiti í grísku goða- fræðinni) er ekki hægt að mynda lýsingarorð “Atlanzkan ” Á bls. 26 er nafnorðið innflytjendur skrif- að: “innflyténdur.” Slíkt er fjarri öllum reglum. Stofninn í orðinu er flytja, sem er sagnorð. En næsta atkvæði, sem skeytt er við stofninn, er andi, og þar af koma endur í fleir- tölu- Ot ðið flytjandi er hluttekning- arorð núlegrar tíðar (participium praesentis temporis). Nær slíktengri átt, að slengja saman stöfum úr stofni orðs og beygingar atkvæði. Eiginnöfn eru sumstaðar skrifnð með litlum staf, en sameiginleg nöfn með stórum staf. Á bls. 108 er Þýzka skrifað: “þýzka,” með litlum staf. í kvæðinu “Daniel Peyton” (bls. 71) er ýmist skrifað : “jarpur” eða “Jarpur.” Sumstaðar eru beygingar sagna rangar. í ofannefndu kvæði koma fyrir sagnirnar forða og flýja, eru þær ýmist beygðar í boðhætti (imper- ativus) “forði,” “flýi” eiga að vera forðið, flýið. Málið er alt of víða grábröndótt og skræpulitað af útlendum málblend- ingi, bæði ojðum og orðatiltækjum, og allur fjarskinn af orðum og setn- ingapörtum þar á ofan í bókinni, inn- an gæsarlappa. “Dári,” “snart,” “stoltlegur” “tvíla” “barasta.” Þessi orð eru öll hrein Danska.þó er ensku- blendingurinn enn meiri, og er þýð- ingarlaust að elta hann uppi. Það yrði, ásamt ýmsum stafvillum sem ég sleppi að tilgreina, of langt mál. “Fjórar sögur ofan úr sveitum” (eltir Þo' gils Gjalianda), þóttuganga ærið langt í sinni tíð með útlend orð. Enda hafa þær að þessu ekki átt sinn líka, að því leyti. En, nú fara Ijóð- mæli þessi langt fram lyrir þær, með upptíning útlendra orða. Það er á- rangnrslaust að flmbnlfamba eða reyna að dylja með skjalli mfillýtin á þeim. Þan eru svo Ijós og nakin fyrir flestra augum. Iiitt er annað má), þótt lesendun- um beri að vera voi kunsamir við höf. Ijóðmælanna, þó hann sií ekki sterk- ur í málinu, enda geta sum staffeilin verið prentun og prófarkalesti i að kenna, ef til vill. Hann fluttist frá íslandi barn að aldri, og alt sem hann kann í íslenzku heflr hann afl- að sér á eigin spítur, og er á undan flestum eða öllum, sem þanuig hafa lært að fleyta sér í móðurmáli sínu. Bragfræðinni er einnig töluvert á- bótavant, einkum hvað áherzluna snertir. Svo má heita að allur efniviður æssara kvæða sé úr landnámslífi og sögu Vestur-íslendinga, nema “Ví- dalín á aiþingi," er rót sína á að rekja til sögulegs atriðis. Höfnndur- inn, J. M. Bjaruason, er sú einasta “hrópandi rödd í eyðimörku” vestur- íslenzks skáldskapar. Það má heita að hann fari ekki hársbreidd út fyrir umdæmi íslenzka þjóðernisins hér í Vesturheimi. Hann er því, og verð- ur ætíð, hinn fyrsti upprunalegi merkisberi Vestur-íslenzkra bók- menta. Hann hefir numið skáldgáfu sínni lendur og óðöl einvörðungu í lífl og sögu íslenzkra landnámsmanna og þjóðerni hér, og gerir ekkert til- kall til skáldlegra Itaka á “gamla landinu.” Aðal skáldeinkenni J. M. Bjarna- sonar er viðkvæmni og hluttekning- arríkar tilflnningar. Hann er skáld æss hugtakslega, þess sem lýtur að vonbrigðnm og óverðskulduðum lífs- kjöruin. Hann er meira skáld þess innra, en þess sýnilega. Að vísu bregður fyrir lýsingum á skógum og vötnum, en þær komast ekki í nám- unda við lýsingarnar af einstakling- unum og neyðarkjara þeirra, að fyr- irferð. Þessi kvæði þykja mér í fremstu röð í bókinni: “Hann langar heim.” “Hann getur verið jafningi þinn.” “ Ffitæklingurinn.’' “ Mokarinn.” “íslenzki sveinninn á sjúkrahúsinu.” “fslenzkur sögunarkarl í Vestur- heiini.” “Grímur frá Grund,” “Húð- arklárinn.” “Litla stúlkan.” “Vída- lín á alþingi.” “ Gestur Pálsson.” Tvö eða þrjú kvæði eru í bókinni, sem frekar skemma bana en bæta. íkvæðinu: “Hann langar heim,” er lýst þeirri þrá og hugsun, sem ef- irust fer um huga hvers einasta ís- lendings, sem flytur í þetta land einu- sinni eða oftar, og úr sumra hugskot- um verður heimþráin aidrei á flótta rekinn, hvaða svipum sem þeir eru beittir. Þessar hendingar eru mjög þýðar og sannar : Þó lanear hann.langar liann lieiin, Ad lofthieinni ættjardarnt:örid. Saint vakandi dreymir hann draum Um dalina á feðranna grund. l>ví hjartaö og hugurinn er Fyrir handan inn bárótfk sjó. Kvæðið : “Hann getur verið jafn- ingi þinn,” er rétt og satt, en napurt og nístandi. Það er eitthvert jafn bezta kvæðið í bókinni. “Fátæklingurinn” er þungt ádeilu- kvæði, og napurleikinn veldur hryll- ingi f taugum hvers óspilt manns, t. a. m. þessar setningar : Vér getum, en viljum ei veita i>ér En við akulum ætla þér gröf. [starf, Svo fer hann stúrinn og hungraður Og hallar sér útaf og deyr. [heim, Já, þegar alsleysinginn fær ekki að vera þræll, þá heyir hungrið dauðadóminn, en mentunin, mannúð- in og kristilegur kærieikur lofa fyrir- fram að sjá um “h>nar forgcngilegu leyfar,”—svo þau hafl engin óþæg- indi af þeim síðar meir. “Mokarinn” er hér um bil sama málverkið,nema það er þrældómurinn sem drepur mokarann, en ekki hreint og beint hungur. “íslenzki sveinninn á sjúkrahús- inu” er viðkvæmt kvæði og magn- þrungið. Æskan og draumvonir lifs- ins fylgjast að í einstæðingsskapnum til dauðans. En djöfulleg ástríðaof- drykkjunnar hampar freyðandi glös um í hyldýpi ósjfilfstæðisins, á bak við tjöldin. “íslenzkur sögunarkail í Vestur- heimi” er töluvert mikið kvæði, en listaverk er það alls ekki. Það er raunatala gamals mans, sein alt lielir gengið u]>p á móti, í seinni tíð, og virðist sjá mest eftir að eiga engin bainabörn—“sem engan á laufgaðan kvist.”—Kvæði þetta heflr mishepn- ast að skáldleguin einkunnum. Af allii sinni stórfeldu lífsreynslu hefir karlinn ekkert lært, nema smásálar- lcga þakklátssemi fyrir “brauð og smjör', og frakkatetur, sem heimsins börn höfðu hent í hann. Tiiflnninga- semin og hluttaka í bágum kjörum, —sterkasta hlið J. Magnúsar Bjarna- sonar,—kemur meira fram í kvæðum en reynsluskóla einkunnir sögunar- karlsins. Og svo þessi skæðadrífa af enskuslettum og veila íslenzka, draga ský fyrir mánann, þó aldrei nema hann sé kominn undir fyllingu. “Grímur frá Grund” er all mikið kvæði og heldur sér vel f meðferð- inni. Það birtist samt ekki á sjónar- sviðinu með fjölskrúðuga dýrð og sigurkranza úr lífsbaráttunni. Það sýnir aðallega íslenzkan dugnað og irautseigju, og mikinn viljakraft, og síðast skerandi sorg og þunglyndi. Kvæðið virðist vera uppmáluð mynd af áliti því, sem óhlntdrægir hériend- ir menn hafa á íslendingum. Kvæð- ið er eitthvert bezta kvæðið í bókinni að máli og frágangi. Kvæðið “Litla stúlkan” má teij- ast með stærri kvæðunum. Efnivið- irnir í því eru: Auðvirðilegustu augnabliks hagsmunir skammsýnnar sveitarstjórnar á íslandi. Vanrækt- ar siðferðisskyldur ættmanna hér vestra. Kaldar viðtökur og vistráð bér. Mannúðarleysi, harðýðgi og geðvonska hérlendra húsbænda. Alt er þetta gagnvart.að eins þrettán ára gömlu, munaðarlausu stúlkubarni, sem að síðustu ekki afber meðferð íessa, og strýkur úr vistinni og týn- ist í skóginum. Þetta eru ramir efni- viðir í einu kvæði, en þeir eru ekki eins smekklega telgdir saman og fág- aðir útíits, og átt hefði /ið vera. Til- flnningin—sterka hlið höfundarins— ber blæ listarinnar ofurliða í kvæð- inu. Lýsingar og einkunnir skáld- skaparins eru fölvari og þróttminni en samboðið er öðrum eins efniviðum sem hér eru dregnir saman. Kvæðið “Húðarklárinn” sýnir irælmensku og þorparalegt athæfi gagnvart dýrunum. Kvæðið er ekki stórt, en laglega haslaður völlur, og iví hvorki of né van um það efni, sem um er rætt. Allir sem lesa það kvæði, og ekki eru samvizkulausir steingjörvingar að uppruna og eðli, munu virða höf. fyrir það. ‘Vídalín á alþingi’ er alíslenzkt kvæði að efni og búningi, enda er mð sprottið upp frá sögulegu atriði, sem áður heflr verið tekið fram. Andríki og eldheit mælska meistara Jóns hefir auðfinnanlega áhrif á höf., °g cr það eðlilegt. Kvæðið virðist myndarlega flutt á sýningarsvæðinu. Þótt einhverjum skarpskyggnum gagnrýnara kynni að virðast kveðið ort mest til að halda á lofti sérstakri setningu, sem upp er tekin eftir öðr- um, þá ber þess að gæta, að enginn nema skáld í fullu meðallagi, yrkir jafn gott kvæði, og Vídalín á alþingi er. Eftirmæli Gests sál. Pálssouar eru ekki stórfeld né rúmtöUu mikil. En ekki hefl ég séð betur eftir hann kveð- ið. Tvær síðustu vísurnar fela í raun og veru alt í sér, sem nauðsyn er að halda á lofti um frægan rithöf- und. Og það, sem sagt er um fram- tíðarfrægð G. P., er bygt á því sann- asta áliti, sem saga nútímans flytur, og standa mun óhaggað langt fram um ókomnar aldir. Því miður sést ekki hvenær kvæð- in eru ort. Mér þykir fyrir því, ef þau eru ort eins og þau koma fram í bókinni, því fyrri hluti hennar er mun betri. J. M. Bjarnason er frumskáld ís- lenzks þjóðernis í Ameríku. Kostir hans eru: að hann er alveg laus við tilgerð og flmbulfamb, og á ekki sér- vizku til í eigu sinni. Ljóðmælin ættu allir að kaupa, sem geta það, og unna bókmentum. Með öllum heillaóskum til skálds- ins J. M. Bjarnasonar. Kr. Ásgeir Benedictsson. Cash Coupons. $3.00 í peniiiKum Kefnir fyrir alls ekki neitt. Th. Thorkelsson, 635 Ross Ave, G. Johnson. corner Ross & Isabel Str., ojj Th. Goodman, 539 Ellis Ave, hafa þessar Conpons oj; gefa viðskiftamönn- uto sínuin þær fyrir hvert lOcenta virði sem keyi t er í buðum þeirra og borgað út í hönd. Coupon bækur fást í þessum búðum, eða hjá The Iitiyeis antl Merchants Beneíit Association, Room N Ryan Blk. 490 Main Street.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.