Heimskringla - 20.04.1899, Page 3
HEÍMSKKÍNGLA, 20. APRIL 18»9.
íslands-fréttir.
Prentsmiðja Jóns Ólafssonar er nú
seld herra D. Östlund trúboða. Nýja
öldin heldur áfram að koma út í tíma-
ritsformi framvegis.
Lausn frá prestskap liefir séra
Valdimar Briem í Goðdölum fengið frá
2l. Febrúar siðastl.
Settur frá prestskap séra Jón Þor-
steinsson á Halldórsstöðum i Bárðar-
dal, fyrir að hafa yfirgefið söfnuð sinn í
greinarleysi og án þess að hafa tilkynt
stiptsyfirvöldunum það.
Biaðið Austri skýrir svo frá, að
þessar ástæður byskupsins séu ósannar.
Séra Jón h ifi verið heiisutæpur i mörg
ár og beðið um lausn frá prestskap, en
neitað um það; hafi hann þá tekið það
ráð að leita sér hvildar um tíma og feng
ið séra Arna Jónsson á Skútustöðum
til að þjóna prestakalli fínu á meðan.
Blaðið lætur mikið af kennimannlegum
hæfileikum séra Jóns, og þykir hnuum
hafa verið misboðið af stiftsyfirvöldun-
um.
íslandsblöð nýkominn segja þessi
mannalát:
Að Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi,
Ragnheiður Jóhannsdóttir;|
Eyrarbakka, Guðmundur Magnús-
son, úr lungnabólgu. Hann hafði 2000
kr. lífsábyrgð;
Láugardalshólum í Árnessýslu:
Grímur Jónsson, úr blóðeitrun;
Arnhúsum á Skógaströnd: Elín
Jóhannesdóttir, kona Kristjáns Árna-
sormr. 36 ára gömul;
Hvítadal: konan Sigríður Guð-
mundsdóttir. ekkja Guðbrands óðals-
bónda Sturlaugs^onar, nær 80 ára göm-
ui;
Éyrarkoti í Vogum: Gunnar Jóns-
son, 76 ára.
Eftir Þjóðólfi.
Reykjavík, 3. Marz 1899.
Veðurátta hefir verið ómunalega
góð allan Febrúarmánuð og siðarihluta
Janúarmánaðar, fyrst stillur og hægt
frost, siðar þeyr með allmikilli^urkomu
Nú er veðuráttan aftur að spillast.
Þilskip Reykvíkinga og Seltirninga
«ru nú flest komin híngað á höfnina úr
vetrarlægi, búin til brottferðar. Er það
allmikill floti og ásjálegur.,
Aflabröf ð. Guðmundur Jóhannes-
son í Miðhúsum, hínn eiui formaður hér
f bænutn, er enn stundar bátfiski að
staðaldri, fékk um 70 í hlut af allvæn-
um fiski suður í Miðnessjó dagana 15.
til 17. f, m Er fiskur sagður þar nóg-
ur fyrir en nokkuð djúpt. En eigi ei'
það heifilum hent né fyrirhafnarlaust
að sækja þann afla á opnum bátum
héðan af lnnnesjum um þetta leyti árs,
enda munu fáir freista þess.
10. Marz.
Slysfarir. Vinnulcona frá Héðins-
höfða á Tjörnesi, Jóhanna að nafni.
varð úti á héimleið frá Húsavík aðfara-
nóttina 13. f. m. Fanst örend 2 dögum
síðar nokkru fyrir ofan bæinn Héðins-
höfða. Höfðu menn skifst í flokka að
leita herinar 14. f. m, Urðu þá sam-
ferða Bjarni Jónsson bóndi i Tröllakoti
og Pétur vinnumaður frá Rauf. En er
þeir voru staddir í gljúfragili einu, og
Kaldakvisl rennur eftir, skammt frá
Héðinshöfða, heyrðu þeir skyndilega
hresti eða hvin uppi yfir sér. Þóttust
Þeir vita að það mundi snjóflóð vera, og
hlupu undan sem fætur toguðu. Varð
Bjarni nokkru seinni svo að snjóhengi-
tm skall yfir hann. Sj Pétur að höfuð
hans stóð að eins upp úr fönninni, og
ætlaði að hjálpa, en þá skall annað snjó
flóðið algerlega yfir manninn og lenti
einnig á Pétri, svo að hann slöngvaðist
þvert yfir gilið og upp í brekku hinum
megin. Hélthann þannig lífi, en meidd-
ist til muna. Svo mikið var snjóhrun
þetta, að 20 manns voru heilan sólar-
hringað grafa líkBjarna úr fönninni.
Hann var ungur bóndi, nýkominn
þangaðí sveit af Vesturlandi. velgrend-
ur maðnr og ötull.
Jarðskjálftarnir 27. f. m. virðast
hafa orðið snarpastir á Reykjanesskag-
anum. I hús vitavarðarins á Reykja-
nesi, Jóns Gunnlaugssonar, féll reyk-
háfurinn og hrundi niður stigann. Ofn
upp á loftinu féll um koll, grjótgarður
umhverfis túnið hrundi, og fleiri skemd
ir urðu bæði á húshlutum og matvæl-
um. Eigi skemmdist þó vitinn sjálfur
til muna, nema tröppurnar við dyrnar
sprungu frá, lampi brotnaði m. fl. Við
Gunnuhver nálægt vitavarðarhúsinu
kom sprauga í jörðina 200 faðma löng
og rauk mikið úr. Fólkið þorði ekki
að haldast við i húsinu, og lá 2 sólar-
hringa í geymsluhúsi niður við sjó. —
Bær einn í Kyrkjuvogi í Höfnum, frem-
ur hrörlegur, hrundi gersamlega, en
fólk flúði úr honunt áður.
Jarðskjálfta þessara hefir orðið vart
norður í Húnavatnssýslu og úr Miðdöl-
um vestra er skrifað 27. f. m., að þar
hafi komið allharðir kippir þann dag og
daginn áður.
Árnessýslu ofanverðri 21. Febrúar;
“Tjðiu er nú ágæt og alstaðar komnir
beztu hagar. Með þorrakomu var hey-
hræðsla orðín almenn og einstöku mað-
ur búinn að skera lítið eitt af heyjum,
en uú er vonandi að hey verði “yfirfljót-
anleg og fénaður vel fram genginn.
Utlit er fyrir, að mikið fjör verði
hér í pöntunar eða kaupfélagi, þótt
sauðaverð sé lágt verður bændum þó
drýgst úr sauðum sínum á þann hátt.
því að vöruverðið bætir svo mikið úr. I
fyrra var t. d. bankabygg rúma 8 a. pd.
i kaupfélaginu, £en 13—14 a. í verzlun-
unum, grjón 9J eyri í stað 14 a. hjá
kaupmönnum o. fl. þessu líkt. Og svo
lenda ekki sauðirnir. sem sigla, í klóm
kjötkaupmanna höfuðstaðarins, sem
flestir væru betur komnir norður og nið
ur, því að þeir gera öllurn tjón, bæði
Reykvíkingum og sveitamönnum, —já,
öllum nema sjálfum sér”.
21. Marz.
Húsbruni varð á Sauðárkrók að-
faranóttina 2. þ. m. Brann þar ibúð-
arhús prestsins séra Árna Björnssonar.
allstórt og vandað ásamt búð í Jöðrum
enda. er Jóhannes borgari Stefánsson
hafði leigt. Litlu eða engu varð bjarg-
að úr húsinu, og brann það til kaldra
kola. Bæði hús og vörur var vátrygt.
Annað hús þar í nánd pöntunarfélags-
húsið) skemdist til muna af eldinum.
Slys, Vinnumaður í Skógarkoti í
Þingvallasveit, Vigfús Þórarinsson að
nafni, skaut sig óviljandi til bana á
rjúpnaveiðum snemma í þ. m. Hafði
skotið farið gegnum höfuðið.
Læknisembættið í Vestur-Skapta-
fellssýslu (17. læknishéraðið) er veitt
Friðjóni Jenssyni aukalækni á Mýrun-
um.
Lausn frá embætti meðeftirlaun-
um hefir Tómast lænnir H< Igason á
Patriksfirði fengið frá 30. April þ. á.
Bicycles.
Þér ættuð að koraa og sjá Tliistle og Fnlton hjólin. Þau eru áreiðan-
lega einhver þau fallegustu sem nokkurn tíma hafa verið flutt inn til Winni-
peg. Þau eru einhver þau léttustru, en þó sterkustu hjól sem búin eru til í
Bandaríkjunum, — Featlierstone hjólin (sömu sem í f.yrra voru kölluð
“Duke” og “Duchess”) reyndust ágætlega i fyrra. Það er óhætt að rénna
þeim á hvað sem er, þau eru næstum óbrjótandi, og þarf því ekkert að kosta
upp á þau í aðgerð. — lClondike hjólin eru mjög góð fyrir jafnmikla pen-
inga. Þér gætuð ekki fengið betri kaup þótt þér senduð eftir hjóli sjálfir til
Stórborganna í Bandaríkjunum eða Canada. Verð að eins $28.50 fyrir borgun
út í hönd.
B. T. Björnson.
Corner King & Market Streets.
H. Bjarnason, Glenboro, umboðsmaður fyrir Argylebygð.
TEFJID EKKI
En komið strax og veljið yður alfatnað og nýjan hatt. Þér þarfnist þessa
Vér seljum yður með sanngjörnu verði í þetta sinn tilfærum vér verð
á fáeinum hlutum að eins:
50 karlmanna-alfatnaðir á $5.00—16.50.
40 karlmanna navybláir fatnaðir á $7.50.
25 karlmanna-alfatnaðir, mjög fínir, á $10.
200 karlmannafatnaðir úr fínu skozku vaðmáli, á $7.50
til $15. Drengjafatnaðir í hunnraðatali, $1 og yfir.
Main Street Deegan’s
Gætið þess að þetta vömmerki sé á vindlakassanum.
Og
styrkið
ggesMaeaœamcaQCTcae
hy AuOiorily ot the Cjpn MaKers’ imernational Unlon of Amerfca.
Union-made Cigars,
C«JVS conIntkis be> b«n miðt fllð OjSS jiMlWfl,
vþtCPtu'iOHíiL'btOt^ Aatnct meryiúMKa MMtfúKii*
Chi$ iwthf
aWMKROI THCOCWtUMWfNTtRMtlOIWlUIMIIOl UBBB .«.«»•••
nt-dwe CáOUl f»i*0K.or fllIHY TiMMEN! HOuSf W0RKMAI6MP Thtr*4ore«e.
tb*M Cigjrs to »1» sm*.en throuelwet th* «wrtd
All IHnftflimtTO upobth.s Wafiel wilTbe punuhod icconjwg to l«w.
COPYEIOHTED
ú. ffliafitn' Ptradtnt,
f CMlU'fs
atvinnu-
stofun
vora
Iteykid----——r
Tlie Wiunipeg Fern Leaf.
Hinir einu vindlar í Winnipeg sem búnir eru til undir merkjum verkamanna-
félagsins. Handsnúnir. Að eins bezta tóbakslauf brúkað.
J. BRlCKi.IK, eigamli, Cor. Main og Rupert St.
Búnir til af karlmönn'im en ekki af börnum.
*****#*##*******#*##*«#«**
#
| Hvitast og bezt |
! Ogilvie’s Miel. !
% #
| Ekkert betra jezt. |
•#»•###•#•#######•##•####•
H. IV. A. Chambre,
landsölu- og eldsábyrgðar-
umboðsmaður
373 Main St., Winnipeg.
Mjög ódvrar bæjarlóðir á Sherbrook St.
50+132 fet. Verð að eins $200.
Peningar lánaðir móti veði í bæjarlóð-
um og bújörðum. Lán sem veitt eru á
hús í smíðum eru borguð út smátt, eft-
ir því sem meira er unnið að smíðinu.
Eldsábyrgð. Hús til leigu
OLI SIMONSON
MÆLIR MEÐ SÍNU NÝ.JA
7 I H mnin Str.
Fæði $1.00 á dag.
DREWRY’S
Family porter
er alveg ómissandi til að styrkja
og hressa þá sem eru máttlitlir og
uppgefnir af erfiði. Hann styrkir
taugakerfið, færir hressandi svefn
og er sá bezti drykkur sem hægt
er að fá handa mæðrum með börn
á brjósti. Til brúks í heimahús-
um eru hálfmerkur-flðskurnar
þægilegastar.
Eflward L. Drewry.
Redwood & Eropire Breweries.
Sá sem býr til hið nafntogaða
GOLDEN KEY BRAND
ERATED WATERS.
Ef þér viljið fá góö og ódýr
fföofllB Röstaurant
Stæista Billiaid Hall í
Norð vestrlaudinu.
Fjögur “Pool”-borð og tvö-“Billiard”-
borð. Allskonar vín og vindlar.
l.ennon & Slebh,
Eigendur.
Royal Crown Soap
$65.00 New William Drop
Head saumavjelar.
Gefnar fyrir sápuhréf. 3 vélar
gefnar á nverri viku fyrir ROYAL
CROWN sápubréf og “Coupons.”
Biöjið matvörusala yðar um
ROYAL CKOWN “Coupon” með
hverjuin 5 stykkjum at' ROYAL
CROWN sápu nteð bréfum á.
Fyrsta vélin var gefin íuánu-
daginn 16. Janúar.
Engum setn vinnur á sftpugerð-
arverkstæðinu verður leyft að keppa
um þessar vélar.
Nú er tíminn fyris ykkur að dusta
rykið ov ruslið úr skápunum ykkar, og
fjdla þft svo aftur með nýtt leirtau fra
China II tlll. Þar fáið þið beztan
ódýrastan os margbreyttastan varninp
í bænum.
CHINA HALL,
572 lliiiii St.
Vinfong•
Þá kaupið þau að 620 llaín St.
Beztu Ontario berjavín á $1,25 gallonan
Allar möeulegar tegundir af vindlum,
reyktóbaki og reykpípum. Verðið mis-
munandi eftir gæðum, en alt ódýrt.
Beliveau & Go.
Corner Maine & Logan Str.
Canadian Pacific
RAILWAY-
EF ÞU
hefir í hyggju að eyða
vetrinum í hlýrra lofts-
lagi, þá skrifaðu oss og
spyrðu um farnjald til
California,
Hawaii-eyjanna,
Japan,
Bermuda og
Vest-Indía eyjanna,
eða heim til gamla landsins
Niðursett far.
Snúið ykkur til næsta C. IR. um -
boðsmanns. eða skrifið til
Robert Ktrr,
Traffic Manager,
WlNNIPRO, MAN.
Mierii Pacific R’y
Sanmdags timatafla frá Winniþeg.
MAIN LINE:
Morris, Emerson. St.Paul, Chicago,
Toroiito. Montreal, Spokane, Tacoma,
Victoria, San Francisco.
Ferdaglega......... 1,45 p. m.
Kemur ............. 1,05 p. m.
PORTAGE BRANCH.
Portage la Prairie apd inte-
rmediats points .......
Fer dagí. nema á sunnud. 4,45 p. m.
Kemur dl. 1( (( (( 11.05 e. m.
MORRIS BRANDOF BRANCH
Morris. Roland. Miame. Baldr,
Belmont. Wawanesa. Brandon
einnig Souris River Branch,
Belmont til Elgin........
Lv. Mon., Wed., Fri...10,40a.m.
Ar. Tu“s. Tur., Sat.. 4.40 p.m.
CHAS S. FEE. H. SWiNFORD,
G. P. <fe T. A .St.Paul. General Agent.
Portage Ave., Winnipeg.
— 88 —
-89 —
— 02 —
— 85 ■
‘Þér verðið að halda orð vðar og hlýða mér’,
og svo bætti ég við, eftir litla þögn :
‘Viljið þér elska mig og virða og hlýða mér í
«lu, 01 ga ?’
11. KAFLI.
Afl og vald Bræðrafélagsins.
Prinsessan kiftist ekki einu sinni við eða
sýndi nokkur undrunarmerki, þegar ég hafði
Sagt þessi crð, sem síðasti katíi á ui.dan
oodar með. E11 hin stóru og fögru augu hennar
bdtust með tárum, og varirnar titruðu lítið eitt.
retti hún hönd sína þegjandi og tók ég utan
,,ln hana meðháðum höndum, og þannig sátum
fáein augnablik án þess að mæla orð.
8vo hafði hún upp eftir mér í lógum róm
Þessiorð: ‘Elska, virða og hlýða’, og bætti svo
V1^: ‘Já, ætíð og æfinlega til dauðans’.
8vo drég hún að sér hendina, stóð upp og
kekk út að glugganum og horfði út. Eftir
nokkrar mínútur kom liún aftur til mín og
mælti:
‘Er þnð ekki undarlegt, Mr. Derrington, að
^ór finst ég ekki vera sjálfri mér lík í dag. Það
er eins og einhver annarleg sál hafi fencið vald
yfir mér, sem minn eigin vilji verði að lúta fyrir.
ler fanst æg strax finna til þessa í gærkveldi,
Pe-?ar ég fyrst leit þig augum. Svo fann ég aft-
r Þ1 þess í (jaröinum. þegar þú lést vera sof-
h en ég vissi þó að þör höfðuð heyrt alt sem
fram fór. Og svo þegar þú komst hér inn fyr-
ir fáum klukkustundum síðan, þá fanst méreins
og þú hefðir rænt raig minum eigin vilja, —
eins og ég hefði engan rétt til að gera neitt án
þíns samþykkis. Getur þú sagt mér hvernig á
þessu stendur ?’
'Nei, það getur enginn sagt. Það er leynd-
ardómuj, sem guð einn þekkir. En við höfum
bæði fundið til þessa frá því fyrst við sáumst'.
Við töluðum engin ástamál í þetta skifti.
Eftir litla stund mælti hún :
‘Hvenær býst pú /iðað fá svar upp A biéf-
ið?’
‘Eg býst við þvi mjög bráðlega. Ef sendi-
maðurinn hefir skilað bréfinu, þá ætti svarið að
koma innan fárra minútna. Við skulum koma
út að glugganum og lita út’.
Við stóðum þar stundarkorn þegjandi og
héldumst í hendur. Eftir nokkra stund sá-
um við hvar kom neðan strætið stór vagn og
gengu tveir hestar fyrir. Tom Coyle var keyrslu-
maðurinn, og vissi ég þegar að þessi vagn hafði
að geyma- trúa fylgismenn mina, og að þeir
mundu að vörmu spori taka fasta morðingjana i
fyrirsátinni.
‘Þarna kemur svarið upp á bréf mitt’, mæhj
ég. íHafðu gætur á þessari kerru’.
‘JA, óg sé lmna’.
Ökumaðurinn keyrði á harða stökki beint
þangað sem hinn vagninn beið, og stanzaði þar
svo snögglega. að hann nær því kipti hestunum
um koll.
A sama augnabliki stukku sex menn út úr
inum, og þegar við vorum komin vel af stað
leitOlgaá mig tindrandi augum og spuiði:
‘Hvað þýðir altþetta?’
‘Það þýðir það, að þú átt að verða óhult fyr-
ir vinum þinum. Ég vissi vel að Níhilistar
mundu ekki hika við eitt augnablik, að ráða þér
bana, er þeir vissu að þú hefði .• komið upp um
þessa menn, er sátu fyrir mér. Ég ætla þess
vegna að koma þér fyrir ura stundar sakir þar
sem þú ert Ahult, og skal enginn J eiriavita
hvar þú ert niður komin’.
‘En hvernig hefir þú vald til að gera alt
þetta ?’
‘Hefi ég ekki þegar sagt þér, að ég er í þjón-
ustu keisarans?’
‘Jú, hins versta fjandmanns míns’.
'En það er æfinlega þjóðráð, að neyða óvini
sina til að gera manni greiða’.
‘Get ég þegið greiða af honnm, sem ég hata,
og fyrirlít af öllu hjarta’.
‘Já, það er skoðun mín, ef líf okkar beggja er
undir því komið’.
‘En hvert förum við?’
'Til Vladek fangelsisins’.
‘Ég, Olga de Echevria, í fangelsi !’
‘Já’.
‘Og þú ?’
‘Þangað með þér’.
'Hvaðlengi þurfum við að v«ra þar ?’
‘Að eins á meðan við göngum í gegnum
byggingu ia og út um aðrar dyr. Þar stigum
við svo uj p í annan vagn og verðum flutt að
húsi tryggs vinar’.
‘Nei, ég hafði alls ekki gleymt þessu. Eu
Níhilistar gætu ekki gert meira miskunarverk,
en að drepa raig. Því með þvi spöruðu þeir mór
ómak, að gera það sjálf’.
*lvo leit hún á mig tárvotum augum og skein
út úr þeim þessi sama óseejanlega sorgin og
angurblíðan, sera óg hafði tekið eftir þar áður.
‘Eg hefi reynt það’, mælti hún stilt og ró-
lega, ‘að það kemur stundum sá tími.þegar allar
hinar bjðrtu og skkiandi framtíðar vonir manna
verða að engu, þegar alt það er ma<‘ur tilbað og
unni heitast og bezt, er slitið i burtu, beygt og
brotið. \ ið skulum ekki tala um hættuna fyrir
mig, en i þess stað vinna nð því að koma sendi-
manninum af stað’.
‘Áður en við tölum frekar um það. vil ég
minna yður á eitt, sem ég held að þér hafið
gleymt viðvíkjandi því, ef þessir menn eru hand-
teknir'.
‘Hvað er það?’
‘Bróðir yðar Iran’, ‘Er ekkillklegt að hann
sé e'nraf þessum mönnum í fyrirsátinni?’
'Jú, sannarlega. Ég gleymdi því’.
'Hann verður fangaður í gildrunni með hin-
um. og verður fyrir sömu hegningu. Viljið þér
tefla á tvær hættur með að hann sé þar?’
‘Nei—nei—nei!’ hrópafi hún.
'Jæja. Þér sjáið þá hversu ómögulegt það
er fyrir yður, að 14na mér sendimann’.
Hún gekk um gólf snöggvast og fórnaði
höndum. Svo staðnæmdist hiin fyiir framan
míg.