Heimskringla - 27.04.1899, Blaðsíða 1

Heimskringla - 27.04.1899, Blaðsíða 1
XIII. ÁR WINNIPEG, MANITOBA, 27. APRIL 1899. NR. 29 Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Þeir eru farnir að taka sinnaskift- nm uppreistarmennirnir á Pilipineyj- unnm. Þann 18, þ. m. héldu þeir jfund í Manilaborg. Voru þeir alls 22 af mest leiðandi mönnum eyjanna og voru ttmræður um það að hægast væri að koma á friði þar eystra. Á fundi þestt- um var kosin nefnd manna til þess að finna sendinefnd Bandaroanna að máli og leggja fyrir hana uppástungur til samkomulags, þannig : 1. Að Bandamenn [geri allar mögu- legar tilslakanir við eyjarskeggja og veiti þeim sjálfstjórn, að svo miklu leyti sem því verður við komið, 2. Að nefnd frá Filipineyjamönnum fari til Aguinaldos, foringja uppreistar- manna.eftir að eyjarskeggjar og Banda- menn hafa komið sér saman um þau atriði, sem valdið hafa ágreiningi, og að það sé skýrt fyrir uppreistarforingj- anum, hvaða tilslakanir Bandamenn eru fúsir til að gera, og stefnu þá sem þeir búast við að framfylgja framvegis. 8. Að Bandamenn gefi eyjarskeggj- um fulla tryggingn fyrir því, að þeir veiti eyjabúum öll þau stjórnarembætti sem Bandamenn ekki sjálfir halda, og að annara þjóða mönnum séu ekki veitt nein embætti þar í eyjunum. Það er álitíð talsvert hættulegt fyr- ir fáa menn að fara á fund Aguinaldos í þeim erindum að fá hann til að ganga að nokkrum sættaboðum Bandamanna, því hann hefir alt að þessum tíma dæmt alla þá til lifláts, sem hafa að nokkru leyti látið á sér heyra að þeir væru fúsir til að sættast við Banda- menn. Því er fleygt í blöðunum, að ónýt- ingardómurinn í Paris muni ef til vill dæma svo f Dreyfusmálinu, að ekki séu nægilegar sannanir framkomnar fyrir því, aðDreyfus sé rýkn af sök þeirri, sem hann var dæmdur í útlegð fyrir, og að þetta vo.rði gcrt til þess að þól'n- ast hervaldinu. En um leið er það tal- ið vist, að í slíku tilfellí muni stjórnin tafarlaust veita Dreyfus uppgjöf allra saka og leysa hann úr fangelsi, þar lem það sé nú á hvers manns vitnnd að hann sé algerlega sýkn allra saka. Austræna sýkin, “Berbonic” plág- an svonefnda, hefir geysað yfir Indland um nokkurn undanfarin tíma, en er nú heldur i rénan. Það er talið vist að talsvert fleira en 250,009 manna hafi beðið bana af sýki þessari. Síðan hún byrjaði að geysa í Bombay fylkinu, hafa dauðsföllin orðið 1000 á dag að jafnaði, [og i sjálfum bænum Bombay voru dauðsföllin lengi um 250 á dag, en eru nú orðin að eins um 100 daglega. I alt hafa 134,000 manns dáið í Bombay- héraðinu. Varnarmeðal það sem “Haff- kine” heitir hefir reynzt vel við veiki þessa. Það er lagarkent efni og er tek- ið inn. Veiki þessi geysar nú yfir Formosa eyjuna í ríki Japaníta og er sögðall-skæð þar. Kosning til ríkisþingsins fóru fram í bænum Brockville i Ontario á fimtu- daginn var. Liberals unnu með 243 meirihluta atkv. Er það i fyrsta skifti í 23 ár, að Liberal hefir komist að í því kjördæmi. Þykir þetta vera allmikill sigur fyrir stjórnina, en þó eðlilegur, þar sem bæði ríkis- og Ontariostjórn- irnar löeðu saman með alt það afl, er þær höfðu yfir að ráða, og imenn svo gerðir yfirleitt að þeir kjósa að vera heldur með meirihlutanum á þingi, enda er það almenn reynsla í þessu landi, að minsta kosti, að stjórnin sem er við völdin vinnur flestar aukakosn- ingar, Aberdeen lávarður. fyrverandi Go- Vernor yfir Canada. hefir farið fram á það á þinginu á Englandi, að hátt- standandi þjóðmálamönnum í Canada sé veitt sæti í lávarðadeildinni á Eng- Lndí, og að þeir hafi þar þingsetu æfi- iangt. Én breskir þjóðmálamenn segja ®nn ekki kominn tíma til þess að gera ®hka breytingu. Washingtonstjórnin hefir ákveðið að veita öllu sjálfboðaliðinu á Filipin- ayjunum heimfararleyfi svo fljótt. sem hægt er að fá skip til að flytja það heim. F.r talið víst aðl8, Minnesota- herdeildin muni hverfa heimleiðis svo fljótt sem tækifæri gefst. Ekki getur Canada og Bandarikj- nnum enn þá komið saman um hvar ®éu þau réttu landamerki milli Canada °K Alaskaskagans. Mælingamenn Bandamanna segja landamerkin á alt öðrum stað en Canadamenn, og mis- munurinn er svo mikill, að ólíklegt þykir að þetta mál geti orðið útkljáð fy,- en eftir langan tíma. Enska stjórn- in heldur auðvitað taum Canada í þessu máli. Kosningar eru nýafstaðnar á Spáni og vann Sagasta sigur. Hann var við völ din þegar striðið milli Spánar og Bandaríkjanna stóð yfir, en tapaðf i kosningunum sem fóru fram að loknu stríðinu, Nú er flokkur hans allsterk- ur á þinginu og þykir það sönnun fyrir því, að þjóðin ber enn þá ruikla tiltrú til Sagasta. og að honum hafi látið stjórnarformenskan vel, og að hann hafi leyst verk sitt heiðarlega af hendi. Mr. Pollack í Vienna hefir uppgötv- að aðferð til þess að senda 60.000 orð á hverjum klukkutíma eftir einföldum vír. Ætti þetta að flýta fyrir sending- um hraðskeyta milli landa og innlendra staða. Þeir sem hafa haldið því fram að alt stjórnarfarið í Yukon sé í góðu lagi, ættu að lesa blaðið: The Klondike Nugget, dags. 1. Marz síðastl. Það blað er nýkomið á skrifstofu vora, og sýnir, að Mr. Fawcett og þjónar hans lugu $2000 út úr tveimur konum. Mrs. Miner og Mrs Kelly mældu sér lóðir No. 13, á Dominion-læknum. En fengu sig ekki ritaðar fyrir henni, af þeirri ástæðu, að ríki Alic Macdonað hafði veðskuld (Mortgage) á lóðinni, og sú skuld varð að borgast honum, áður en konan gæti lengið innritunarskýrteini fyrir lóðinni. Léðin var álitin góð og borgaði því konan, eða öllu heldur bóndi hennar, fyrir hana þessa $2000 skuld, sem Mr. Fawcett laug að hvíldi á landinu. En þannig stóð á, að maður að nafni H. L. Bert hafði upp- runalega tekið lóð þeesa, en var búinn að yfirgefa rétt sinn til hennar og flutt- ur burt úr héraðinu. Bert skuldaði ríka McDconald $2000, og voru það sam antekin ráð þeirra Fawcetts og Mac- donalds, að Fawcett skyldi ekki veita innritunarskýrteini fyrir lóðinni nema að sá sem bæði um hana borgaði Mac- donald þessa $2000, sem Bert skuldaði Lúuuiíí. Alt þctta var játað fyrir Ogil- vie commissioner þann 26. Febrúar síð- astl. Gullumstjóarmaðnrinn varð að viðurkenna að hann hefði logið til um veðskuldaskýrteinið, sem hann hafði sagt að væri á lóðinni, og að hann hefði vitað að svo var, að hann hefði logið $2000 út úr konunum, til þessað þókn- ast Macdonald vin sínum, svo hann næði úr vösum þeirra, þvi sem hann hafði tapað á Birt. Mörg vitni báru í móti þessa, ogallur framburður þeirra laut að því, að sakfella gullumsjónar- manninn. Það kom og fram fyrir rétt- inum, að einn skrifstjofuþjónn (hann var Liberal) hefði sviksamlega náð pörtum í yfir 20 námalóðum þar vestra Skrifstofuþjónn Hurdman sveik námalóð undan konu, sem hafði mælt hana út handa sér, með þvi að segja að hún væri mæld. En rétt á eftir lét liann Fred. Mardock fá lóðina, og er hún metin á $15000 án þessnokkuð hafi verið unnið á henni. Svona gengurþað til í Yukon. Frá löndum MINNEOTA, MINN., 14. APRÍL ’99. (Frá fréttaritara Hdr. Tíðarfar þurt og fremur kalt. Vor- annir byrjaðar hjá bændum; hveitisán- ing langt á veg komin. Jón Stefánsson, frá Egilsstöðum í Vopnafirði, sem um nokkur ár hefir verið hér við verzlun, cr nú á förum héðan vestur á strandir. Einnig Jón Reykdal. Fleiri hafa við orð að fara, —Slys vildi til hér fyrra laugardag. Guðmundur Ögmundsson (úr Fljótsdal) datt, útúr vagni og viðbeinsbrotnaði, — —í síðustu grein minni var töluvilla: $100. á að vera $1000. TINDA8TÓLL, ALTa., 14, APR. 1899. (Frá fréttaritara Hkr,). Héðan er að frétta harða tíð. AU- an síðastl. mánuð mikil frost og storm- ar öðru hvoru 'og talsvert snjófall. Síðan á páskum mildara, þíðviðri og vestanátj, svo snjór er að mestu horf- inn. Heilsufar ekki gott nú um tíma, llitaveiki samfara hósta og hálsbólgu hefir gengið hér, einkum í yngra fólki og börnum. 10. þ. m. dóu hér ung- lin gspiltur og ungabarn .fárra vikna gamalt. Húsbruni: Þann 24. f. m . brann hér íbúðarhús B. Björnssonar. Þann dag var ofsaveður. Þegar eldurinn byrj- aði var Björn að vatna gripum nokkuð langt frá húsinu, en kona hans hafði gengíð til fjóss. Kom þá elzta barnið til hennar og kvaðgt hafa séð eldneista falla niður úr þakinu nærri tofnpíp- unum. Konan .forðaði börnunum úr húsinu og gerði manni sinum aðvart. Mr. Björn er kunnur að dugnaði og gerði hina ýtrustu tilraun að bjarga úr húsinu ásamt tengdaföður sínum, er býr skamt þaðan, og kom við annan mann til hjálpar, en öll björgunartil- raun varð því nær til einskis. Eldur- inn læsti sig um húsin á einu vetfangi og brendi alt á fáum mínútum. Skað- inn er mikill, þegar þess er gætt, að byggingatittibur er hér nú ekki fáan- legt orðið, nema í fleiri mílna fjarlægð, en húsin voru vel bygð og ný úr vönd- uðum við. Fatnaður brann allur nema það sem fjölskyldan var í, og nálega allir innanhúsmunir. Mr. Björn flutti til tengdaföður síns, og er nú byrjaður að byggja aftur á landi sínu. Sumargjöfin. Það var mannkvæmt á Albert Hall á föstudagskvöldið var. Það hafði verið auglýst, að þar ætti að afhenda tafl- kappa, Magnúsi Smith, ofurlitla heið- ursgjöf i minningu um sigur þann sem hann vann á taflmannafundinum í Montreal. Kl. 8 var salurinn, sem rúmar um 400 manns, orðinn allþétt skipaður, og voru Islendingar þar í miklum meiri- hluta, sem vonlegt var. Sæti voru fá í salnum, þvi að 22 taflborð höfðu verið sett þar upp. Það var partur af pró- grami samkomunnar, að útlendingar skyldu tefla á móti innlendum. Þess vegna urðu flestir sem inni voru að standa meðan á samkomunni stóð. Kl. 84 kom hr. Smith inn í salinn og var honum vel fagnað. Hr. Gunnar Sveinsson setti þá samkomuna með lip- urri ræðu, þar sem hann skýrði tilgang hennar og lagði fram á borðið gjöfina sem átti að afhenda Mr. Smith. Stóð þá Mr. Pjtterson upp, samkvæmt til- mælum forsetans, og hélt mjög hlýlega ræðu um Mr. Smith og tatímennsku- hæfileika hans, og afhenti honum svo gjöfina. Það var gullúr «g gullfesti, um $100 virði, og var það hin fegursta” gjöf. A úrið var þetta grafið : To Magnúít Smith Champion Cheas player of Canada From his friends in Winnipeg. April '99. Mr. Smith þakkaði þessa gjöf og þann heiður sem sér væri sýndur, með lip urri ræðu. Og eins þakkaði hann öllum þeim, sem höfðu stutt að því að hann gat komist til Montreal, til þess að vinna taflkappaheiðurinn, ekki einasta fyrir sig persónulega heldur miklu frem- ur fyrir Winnipegbttrg. — Þar næst héldu þeir B. L. Baldwinson, T. W. Tay- lor, fyrverandi borgarstjóri, og Mr. Telky, stuttar tölur og siðan var farið að tefla, og unnu Islendingar það með 12 skákum á móti 10. — Samkoman stóð yfir til kl. 1 um nóttina. Samkoma enn. Sjaldan hafa verið haldnar fleiri samkomur á mefal íslendinga í þessum bæ, enn á þessum síðastl. vetri, og all- flestar hafa þær veriðhaldnar í þeim til gangi að hjálpa áfram góðum og göf- ugum málefnum landa vorra. Enn er þá búið að halda allar þær samkomur, sem fyrirhugaðar hafa ver- ið, hefir þá ekkert gott og göfugt mál- efni gleymzt? Jú, við höfum gleymt heilsulausa húsföðurnum og móðurinni með hálfnakin og grátandi börnin sín. Af hverju eru þau að gráta? Þau eiu að biðja hana móður sína um brauð, og þau benda á vel búnu og glöðu börnin, sem eru að skemta sér úti fyrir glugg- auum á hrörlega húsinu þeirra. Hið viðkvæma móðurhjarta verður sorgbit- ið af sárri tilfiuningu fyrir kjörum barnanna sinna og sér engan veg til að bæta úr því. Hún grætur sáran og hún þerrar tárin, sem falla niður fölu kinnarnar hennar, með hárlokkunum. Þetta kærleikans málefni, að taka þátt i böli þeirra sem líða neyð, var næstum gleymt. En nú hafa nokkrar kouur í Fort Rouge myndað félagsskap, sem gengur undir nafninu: “Gleym mér ekki”. Félag það byrjar starfa sinn með því að stofna til samkomu til hjálp- ar fjölskyldu, sem líður stóra neyð. Það er óskandi að samkoma þessi verði vel sótt, svo hún verði íslendingum til sóma. 25 cents frá hverjum einstökum getur orðið til þess að bæta úr neyð einnar eða fleiri fjölskylda fyrir dálítinn tíma, ef samtökin verða nóg. Og þeim 25 centum er þá sannarlega vel varið. f. Úr bréíi fráMinneota, Minn.,til ritstjórans. Ég gat um það í einu af bréfum mmum, að Bandaríkjaþjóðin vildi gjarn an fá að vita hvað Washingtonstjórnin ætlar að gera við Filipinsyjarnar. Sami andinn hefir verið í bréfum þeim, sem komið hafa frá hermönnum þjóðarinnar sem nú eru að berjast á eyjunum. Hr. Björn Gíslason segir meðal annars í bréfi, dags. í Febrúar: “Hvaðskyldi stjórnin ætla að gera við eyjar þessar ? Eyjarskeggjar hafa myndað lýðveldis- stjórn, kosið forseta og ráðaneyti. Þessi nýja stjórn sendi fulltrúa til Washington, til þess að gora samninga fyrir hönd hinnar nýju stjórnar. Hon- um er engin áheyrn veitt og enda sýnd fyrirlitning af ýmsum háttstandandi stjórnmálamönnum. Og svo kemnr Parisarsamningurinn, þar sem Banda- ríkjastjói nin lofar að greiða Spánverj- um $20 milíónir fyrir eyjarnar. Nú mun sagt cerða að það geti ekki álitist að þessi upphæð sé nokkur borgun fyrir eyjarnar. En aðgætandi er, að yfirráð Spánverja voru að eins að nafninu til og eitt er vist, að síðan við komum hingað, þá hefir Dewey og yfirmenn landhersins viðurkent vald uppreistar- manna, en ekki Spánverja;t. d.: það er stór brú hér nærri borginni, sem samn- ingur var gerður ura, að við hefðum vörð við annan enda brúarinnar nótt og 4ag, en uppreistarmenn við hinn, og gekk svo um nokkurn tíma, þar til einn góðan veðurdag, að einn af okkar u’ndirforingjum, sem viidi syna vald sitt, skipaði okkar varðmönnum að flytja sig út á miðja brúna, sem þeir auðvitað gerðu. Næsta morgun sendi foringi uppreistarmanna orðsending til yfirherforingjans og sagði, að ef varð- mennirnir ekki flyttu sig aftur að brú- arsporðinum, eins og um hefði verið samið, þá yrðu þeir skotnir innan tveggja stunda. Varðmönnum vorum var þegar sagt að flytja sig á sinn gamla stað og þar er verði haldið enn. Margir segja að eyjarskeggjar misskilji Washingtonstjórnina. En hvernig geta þeir skiliðhana á roeðan hún hefir ekk- ert sagt. enga áheyrn veitt sendiherra þessara bjálfa, er ekki eðlilegt að þeir þeir skilji alt eins og þeir gera eins og sendimaðurinn skildi Parisarsamning- inn? Hann telegraferar stjórn sinni: "Vér erum sviknir, vér erum keyptir”. Ég segi þér alveg satt að ég þekki ekk- ert orð, er lýsir þeirri fyrirlitning er ég hefi á þessum jarðeplalita skríl, þegar talað er um þeirra lyndiseinkunnir, og siðfágun. En á hina hliðina er mér ó- mögulegt annað, en dást að þeirra brennandt frebisþrá og föðurlandselsku Þeir búast við að geta haldið stjórn sinni og verja föðurland sitt fyrir yfir- ráðum og yfirgangi Bandamanna, sem auðvitað er heimska. því ef Bandamenn ætla sér að leggja undir sig eyjarnar og mynda nýja stjórn, þá auðvitoð gera þeir það, eu það er mitt hugboð að oss reynist það dýrt gaman, sérstak lega vegna hins óþolandi hita; og svo er landslagið og vegleysurnar voðalegur farartálmi. Hitinn er nú orðin illþol- andi; á hverjum degi er fjöldi af vorum mönnum, sem liður yfir, og eru fluttir á spítalana nær dauða en lifi”. Eítt er enn sem Bandamenn hafa vnisreiknað, og það er: að eyjarskeggj- ar kunna vel að fara með byssur. Þeir kunna að skjóta. Ég hefi séð nóg til þeirra, til þess að geta borið um það. Fjórða þessa mánaðar kemur nú boðskapur stjórnarinnar fyrir almenn- ingssjónir. Það er töluvert mál í 11 eða 12 greinum. Alt sem eiginlega verð- ur dregið út úr boðskap þessum er það, að yfirráð Bandaríkjanna verði að við- urkennast hvervetna; að eyjarskeggjum sé gefið ótakmarkað trúarbragða- og pólitiskt frelsi. Nói er spursmálið hvað er meint með pólitísku frelsi ? Mega þeir kjósa sína eigin stjórn og fulltrúa á líkan hátt og tíðkast í hinum brezku lýðlendum? Eða hafa þeir fult frelsi til að kjósa þá náunga, er McKinley eða Cleveland útnefna? Þetta orð: pólitiskt .frelsi, er nokkuð óákveðið; það er líkt og skáldið sagði: “tóm orð” sem minna, í sannleika sagt, á alt og ekkert. Auðvitað eru menn hér kall- aðir frjálsir að kjósa hvern sem vera skal, en alt það er meiningarlaust glamur; leikfang orða, til þess að glepa grunnhyggna menn. Mér vitanlega hefir ekki nokkur forseti komist til valda um siðastl. 30 ár, 8->,m ekki hefir fyrst verið útnefndur af nokkrum skuldabréfaverzlurum í New York. Og meira en það. Ekkert forsetaefni hefir verið útnefnt vestan við Mississippi- fljótið, nema Bryan. Og hvað skeði, þegar fólkið brúkaði rétt sinn og út- nefndi mann, sem var óveðsettur okur- körlum og einokendum? Ekkert orð- var nógu vont, engin’ setning var nógu svívirðileg í ensku máli, til að lýsa Mr. Bryan og fylgjendum hans. Öll þau meðöl, er eigingirni og strákskapur eiga i forðabúri sínu, voru brúkuð. Verk- stæði vóru keypt til að hætta og svifta fólk atvinnu;‘litlir og stórir bankar neituðu peningalánum og hótuðu að taka veðsettar eigur manna, jafnvel þó skuldir þessar kæmu ekki i gjalddaga innan tveggja eða þriggja ára. nema ef þeii greiddu atkvæði fyrir veðsetta manninn frá Canton (McKinley). Hér er ekki verið að taka til ihugunar hvað var heppilegast fyrir þjóðina. Látum reynsluna sanna það, heldur er bent á þessa sorglegu viðburði með því eina augnamíði, að bend a mönnum á, að það sem þjóðmálaskúmarnir í Washing ton kalla pólitiskt frelsi, er nokkuð óá- kveðið, sem getur meint eit-t í dag og annað á morgun. Það verður ekki annað sóð, en að eyjarskeggjar láti boðskap þennan um eyru þjóta eins og hverja aðra mark- leysu. Ymsir merkir menn í Manila hafa verið spurðir um, hvaða áhrif þessi boðskapur mundi hafa á alþýðu. Svör þeirra hafa öll verið í sömu átt- ina, að boðskapurinn komi of seint og muni verða gagnslaus til að koma á friðarsamningi. Einn bankastjóri, sem verið hefir í Manila i 20 ár, svaraði á þessa leið: “Ef boðskapur þessi hefði komið dagana eftir orustuna á Manila- firðinnm, þá mundi alt hafa vel farið og jafnvel þó ekki hefði verið fjrr en í Ágúst eða eftir að Manila var tekin, þá hygg ég að alt hefði gengið friðsamlega. En eftir þeirri þekking, sem ég hefi á fólki þessu, þá held ég að það sé að eins tvent, er getur endað þennan misklíð. Fyrsti og einasti vegurinn er að drepa meirihluta þeirra; hinn er að Bandarik- in geri engar kröfur til valda á eyjun- um. Það er alt útlit fyrir að óéirðum þessum geti orðið haldið áfram um óá- kvoðinn tima. Uppreistarmenn halda §pring Stock Vér höfum nú fengið mestu fyrni af vor- vörum, svo sem gólfteppum, olíudúkum gluggatjöldum o. s. frv. Axminster, Ki<l<lerniin*ter og Velvet gólfteppi beint fr London. llnionK og Wool’s beint frá verksmiðjunni Gólfteppi sniðin og lögð niður ó- keypis. Komið og skoðið þessar vörur. Gitisons Carpet Store, 574 Iflain Str. TelefÓD 1176. sig í hæðunum og gera áhlaup þegar minst varir. Auðvitað taka Banda- menn alla bæi, er nokkuð kveður að, en það meinar alls ekki að friður sé að komast á fyrir því á eyjunum. I gær var háð smáorusta. 13. her- deild Minnesota var i þeim bardaga. 3 rnenn féllu af henni og 15 særðust. * Nú berast oss þær fréttir, að vinur vor Björn Gíslason hafi verið einn af þeim 15 er særðust, eins og að framan er ritað. Vér vonum og óskum að sár hans séu ekki skaðleg, og að hann komi bráðum heim. Hann er alt of góður drengur til að vera fórnarlamb fyrir eigingirni og yfirgang fjárglæframanna þjóðar vorrar. Málefni það er B. Gísla son og aðrir góðir drengir voru viljugir að leggja líf og heilsu í sölurnar fyrir, nefnil.: að losa Cúba undan yfirráðum Spánverja, er fyrir löngu til lykta leitt. Blóðsugur þjóðarinnar fyllast aldrei. Þær hafa fest sig á þjóðlíkamanum eins og krabbamein, sem grefur um sig í holdi einstaklingsins. Það er sykur- hör- og tóbaksræktin. er einokarar vorir verða að ná. Hvað eru nokkur þúsund manna líf í þeirra angum ? Alls ekkert. Þjóðin borgar allan kostnað- inn, en fáir einstaklingar taka allan á- góðann. Þjóðin sáir, en einokendur hremma uþpskeruna. Og fáráðurinn fráCanton sér og sk'lur ‘tímans teikn', eins og hver annar einstaklingur, en fær ekki að gert. Ó, frelsi, hvert hefir þú flúið? Hvar ertufalið? G. A. Dalmann. Þar eð ég hef tekið eftir því að minnisvarðar þeir, er Islendingar kaupa hjá enskutalandi mönnum, eru í flest- um tilfellum mjög klaufalega úrgaJði gerðir hvað snertir stafsetningu á nöfnum, versum o. a. frv., þá býðst ég undirskrifaður til að útvega lönd- um minum minnisvarða, og fullvissa þá um, að ég get selt þá með jafn- góðum kjörum, að minnsta kosti, eins og nokkur apnar maður í Manitoba. A. S. Bardal. 497 William Ave. Winnipeg. imnmimmmwmmnmmrmmmmmmnmmmmmK Ruby Foam! Reynið það við hús- og fataþvott. Það er óviðjafnanlegt I þvott á alt viðarverk í húsum og á húsmunum. Þér þurfið minna af því en af nokkru öðru efni sem notað er í þvottavatn. Tvær teskeiðar er nægilegt í eina fötu af vatn i við allan vanalegan þvott. Allir íslenzkir matvörusalar hér í bænum hafa Ruhy Foam í búðum sínum. Kaupið það hjá þeim, og ef það reynist ekki eins og vér segjum hér, þá getið þér skilað aftur umbúðun- um til þeirra, og borga þeir yður þá aftur andvirðið til baka.— I hverjum pakka af Ruby Foam er “COUPON.” Háldið þeim saman, og þegar þér hatíð svo margar af þeim er sýni, að þér hafið keypt 20 pund af þessu efni, þá fáið þér hjá oss ókeypis einhverja eina af myndum vorum, er þér kjósið yður, og eru þær dollars virði hver. Einnig gefum vér þriggja dollara mynd fvr- ir 20 “coupons” og 50 cents í peningum, eða fyrir 50 “Coupons.” | Tlie Ciiiiiidiiin Clieoiiciil Works. 1 I 3H9 Jíotre Diiine Avemic. ^ ÍíiUiUiUUiiUiUiUUUUiUiUiiUUiUiUiUiUUiUUUUiUUUUU?

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.