Heimskringla - 27.04.1899, Blaðsíða 4

Heimskringla - 27.04.1899, Blaðsíða 4
HBIESKRINGLA, 27. APRIL I«09. Winnipeg. Hr. G. Friðriksson frá Molson,Man. var hér á ferð fyrir siðustu helgi. Stefán kaupm. Oliver frá Selkirk var hér á ferð í vikunni. Hann segir Rauðá nú auða alt niður i ésa. Suinardagurinn fyrsti heilsaði oss með krapahríð og köldum vindi. En næsta dag tók snjóinn upp, ognáer komin vorblíða. Á sunnudaginn kemur, kl. 11. f, m, fer fram ferming í Tjaldbúðinni. Við guðsþjónustuna um kvóldið kl. 7 fer {rgm altarisganga. Á laugardaginn var komu 9 fólks- flutningsvagnar til Selkirk, hlaðnir með Galiciu-innflytjendur, og er sagt að enn fleira af þeim þokkapiltum sé á leiðinni. Hr. Sigurður Helgason frá Milton, N. D., kom hingað til bæjarins í kynnis- för fyrir fáum dögum, og með honum kona hans og börn þeirra. Þau* fóru heimleiðis aftur i fyrradag. Það er mál manna, að almennar fylkiskosningar muni fara fre m um 21. Júlí í sumar En lágt er það látið fara enn þá. Allir Conservativar ættu að búa sig undir þetta og sjá um að eiga atkvæði og vera viðbúnir að greiða það hvenær sem kallið kemur. Allir íslenzkir piltar, sem mundu líklegir til að taka þátt i Itasr-Iiull leik á komanda sumri, eru beðnir að mæta á Unity Hall (á horninu á Pacific Ave. og Nena Str.) miðvikudagskvöldið næstkomandi (3. Maí), kl. 8. Frank W. Frederickson. Þessir unnu Royal Crown Soap saumavélarnar i vikunni »em endaði 22. þ. m.: Mrs. Lenton, Room 10, Higgins Block, Winnipeg; Mrs.Lutt, Cross Lake Man. ; Mrs. John F. Mowat, Prince Albert. Royal Crown Soap félagið held- ur áfram að gefa 3 saumavélar á hverri viku fyrst um sinn. Royal Crown Soap félagið hefir tíl sýnis mjög fögur listaverk, eftirstæling af myndum eftii beztu málara heims- ins; þessar myndir: “The Madonna of the Charo”, eftir Iiafhael; “Ecce Ho- mo',’ eftir Giude Reni; “The Immacu- late Conception”, eftir Murilln; “Christ healing the sick”, eftir A. Dietrich, og margar aðrar fagrar myndir, er Royal Crown Soap fólagið sýnir á verkstæði sínu á King St. hér í bænum. Hver sem vill getur fengið myndir þessar fyrir sápuumbúðir, og fyrir litla borg- un fást þær settar á gler og laglega keðjuumgerð, og eru þá hin mesta stofu prýði. Gleymið enki “Gleym mér eí” sam- komunni á Alberr Hall í kvöld. Sigurbjörg Helgadóttír, yfirsetu- kona, er nú flutt að 661 Paciflc Ave. ftarnakerra er til sölu á sér- staklega lágu verði.—Ritstjóri vísar á saljanda. Aukalög þau um lýsing Winnipeg- bæjar, sem bæjarbúar greiddu atkvæði um fyrir nokkrum vikum, hafa náð gildi. Atkvæðin hafa nú öll verið talin og sýna þau, að lögin hafa náð gildi með 25 atkv. fleiri en nauðsynlegt var. Sorglegt slys varð hér á laugardags- kvöldið var. Nokkur smábörn voru að leika sér á William Stræti og varð eitt þeirra fyrir strætisvagninum, sem sló barnið um koll og meiddi það svo mikið á hðfðinu, að það dó fljótlega. Það var stúlkubarn á 5. ári, að nafni Bea- trice Hanbury. Mr, J. A. Davis, sá sem hefír um- sjón á tilbúningi fylkiskjörlistanna fyr- ir mið-Winnipeg, biður oss að geta þess, að skrifstofa hans er á 1. lofti að 436 Main Str., og að hann er að hitta þar frá kl. 9—12 og 1—4 á hverjum virkum degi og á hverju kvöldi frá kl. 7J—8J. Hann biður kjósendur að gefa sig fram í tíma. því öllu verkinu þarf að vera lokið ekki síðar en 10. Maí næstkom. Bergmálið dags. 17. þ. m. getur þess að íbúðarhús hr. Nikulásar Össurarson- ar i Árnesbygð í Nýja íslandi, hafi brunnið til kaldra kola um hánótt og litlu sem engu af húsmunum orðið bjargað. Einhver eldsábyrgð var á hús- inu. Er þetta hinn tilfinnanlegasti skaði fyrir þau hjóu, og ættu nýlendubúar að veita þeim skjóta og trausta hjálp til að koma upp húsi aftur. Tombólan og skemtanirnar, sem •iga að fara fram í Unity Hall, 4. Maí, verða eflaust vel sóttar. Hlutirnir á þessari tombólu eru sagðir ágætir yfir- leitt og sumir mikils virði. Yér mæl- um með því að fólk eyði centunu m sín- um þar. Prógramið, að þvi er snertir söng og upplestur, er gott. Dáleiðslan verður látiu fara fram og búist er við sérlega góðri skemtun í því stykki. All- ir ættu að koraa. Læknarnir Patterson og English hafa ritað í ensku blöðin nmkvörtun um það, að yfir 40 manns, sem voru á sjúkrahúsinu hér í Winnipeg, hafi veikst þar af “Diptheria” á síðastl. 6 mánuð- um. Er petta mjög alvarlegt mál, að menn skuli veikjast þannig hrönnum saman í hættulegum sjúkdómum, eftir að þeir eru teknir inn á sjúkrahúsið. Eflaust verðr gerð gangskör að því að ráða hót á þessu, og hefir jafnvel verið talað um að loka spítalanum um tima og gjörhreinsa hann frá grunni til þaks. Union menn! FLEURY •* hefir Hoover’s utanhafnar strigabuxur, búnar til undir umsjón verkamannafélagsins. Komið og kaupið þær. 13. W. KLEURY, 564 llain Strcet. Andspænis Brunswick Hotel. Rafmagnsljósafélagið hefir nú boðið bæjarstjórninni að Iýsa Winm'iiegbæmeo 123 ljósum fyrir 25c. hvert ljós um sól- arhringinn, en fyrir hvert Ijós yfir þá tölu 29c. á sólarhringinn. Þetta er nokkur tilslökun frá félagsins hálfu og sýnir það bezt, að ljósin hafa verið of dýr að undanförnu. Það er líklegt að bæjarstjórnin sjái sóma sinn í því, að koma upp rafmagnsstofnun á eigin reikning, úr því kjósendurnir hafa veitt henni fé til þess. Þeir félagar Þorsteinn Borgfjörð og H. Norman—sem undanfarin ár hefir verið bakari hjá Mr.J. Spiers hér í bæn- um—eru nýbúnir að kaupa efni i bak- araofn, ásamt öllum tilheyrandi áhöld- um, er þeir hafa flutt til West Selkirk ; ætla þeir að stunda þar bakaraiðn og brauðverzlun, og búast við að byrja skömmu eftir næstu mánaðamót. Vér óskum þeim til lukku með fyrirtækið. Það er engin hætta á því að þeir ávinni sér ekki hylli viðskiftamanna sinna. Guðmundur Ólafsson og Vilhjálmur Grímsson.fráGrafton, N.D., komuhing- að til bæjarins nýlega. Þeir sagja tals- verðan burtfararhug í mörgum þar syðra. Landþrengsli eru orðin þar tals- verð og lítið útlit fyrir að uppvaxandi kynslóðin muni geta náð sér þar bú- festu. Fundur hafði verið haldinn á Mountain þann 10. þ. m., til þess að ræða um landskoðunarferð norður til Canada. Voru tveir menn kosnir til þeirrar farar, og var hr. Herraann Hjálmarsson frá Garðar annar þeirra, en ver köfum ekki frétt hver hinn var. Ekki vitum vér idii hvar í Canada þess- ir menn eiga að skoða lönd, en líklegt þykir oss að förinni sé heitið til Daup- hin höraðsins og Swan River dalsins. Útsölumenn Stjiirnuimar sem enn hafa ekki gert mér greinileg skil, eru hér með vinsamlega beðnir að gera svo vel að greiða mér andvirði þess sem selst hefir, að sölulaunum frádregn- um sem allra fyrst; og jafnframt að senda mér til baka það sem óselt kann að vera af ritinu. Virðingarfylst, S. B. JÓNSSON. 869 Notre Dame Ave, Winnipeg, Man. Á laugardagskvöldið var komu til bæjarins þeir herrar kafteinn B. Ander- son, Jóhann Stefánsson og Ingvar Ól- afsson, allir frá Winnipegoosis. Þeir fé- lagar Jóhann og Ingvar hafa haft fiski- stöð þar norðurfrá í vetur, en hættu veiðinni 20. Marz og höfðu þá aflað um 140,000 pund (76 tons) af alskyns fiski, og «r það kallað gott verk fyrir þá 5 menn sem að því unnu í 3J mánuð. All- ur þessi afli seldist með góðu verði fyrir peninga út í hönd, á næstu vagnstöð, um 16.mílur frá verstöð þeirra. Hvít- fiskur* seldist fyrir 4 til 7Jc. pundið, pikkur 2Jc. og pækur lc. pundið. Þeir félagar fóru snögga ferð til Nýia íslands en fara svo aftur vestur eftir 3 vikur. Þeir hafa þar ekki einasta fiskiveiðar, heldur einnig gripahjörð, sem þeir hafa keypt þar, og hugsa þeir til að stunda þar jöfnum höndum griparækt og veiði- skap. Kapt. Anderson hafði greiðasölu þar vestra og stundaði fiskiveiði jafn- framt. Hann kveðst hafa haft um $1000 yfir veturinn upp úr greiðasölunni og veiðinni ; en frá þessu má draga kostn- aðinn, alt að $500. Veturinn var góður þar norðurfrá og snjólitill. Gripir hafa gengið þar úti siðan um 8. April. Mikill innflutning- ur hefir verið inn í liéraðið, en það eru að eins.hveitilöndin sem ennþá hafa ver- ið tekin. Griparæktarlöndin eru ennþá ótekin, og eru það þó hin beztu lönd er þeir grannar hafa séð. Þeir félagar láta mjög vel yfir framtíðarhorfunum þar nyrðra, og óska að sem flestir Islending- ar, sem hugsa sér að stunda griparækt eða veiðiskap, gætu sem fyrst náð sér búfestu þar. Þeir segja atvinnu þar næga og kaup gott við járnbrautar- byggingu, viðarsögun og fiskiveiðar. Grein sú um Swan Riverdalinn, sem vér birtum í síðustu Heimskringlu, segja þeir að sé nákvæmlega rétt lýsing á landinu þar vestra. Mr. Paul Woods hefir seltsaltnáma nokkurn, 2J milu frá bænum Winnipegoosis, til enskra auð- manna fyrir $6000, og er búist við að sá námi verði unninn strax á þessu sumri. Þeir segja að fiskur gangi þar upp í allar ár og læki, svo langt upp í land sem dýpt vatnsins leyfir flskinum að fljóta, og getur maður veitt þá með heykvíslum, ef ekki eru önnur veiðar- færi fyrir henái. Hr. Anderson segir, að hann hafi sjálfur stungið 35 fiska á einni klukkustund í fyrrasumar, í litl- um læk nær 2 mílur frá vatni. Þeim félögum er mjög ant um, að landar vorir í Selkirk og öðrum stöðum, sem hugsa til að flytja út á land, vildu koma sér saman um að senda menn í skoðunarferð þangað vestur hið allra fyrsta. Tombola <* Samkoma —verður haldin á— UNITY HALL, [á horninu á Pacific Ave. og Nena St.] Fimtudaginn 4. Maí. Klukkan 8 e. h. 1. Tombola. 2. Ræða : B. L. Baldwinson. 5. Cornet Solo : H. Lárusson. 4. Dáleiðsla. 5. Solo : J. G. Johnson. 6. Samtal : J. K. Steinberg og H. Runólfsson. 7. Solo : S. Anderson. 8. Upplestur : E. Ólafsson. 9. Cornet Solo : H. Lárusson. Inngangur 25c- og einn dráttur ókeypis. Maccabees Fjelagid. Tilboð um inngöngu í Maccabee-félagið. Mr............... Vér erum að mynda stúku af Macca- bees félaginu. Þér hafið fengið með- mæli sem æskilegur félagsmaður, og skal það vera oss stór ánægja að fá inn- tökubeiðni frá yður, Vér skulum veita yður $1000 lífsé- byrgð í félagí voru. undirlögum þess. Skal upphæð sú borguð til erfingja yð- ar að yður látnum. Þér borgið 90 cts. á mánuði að yðar aldri, 37 ára. Undir þessu ábyrgðarskýrteini eigið þér heimt ingu á að fá $100 á hverju ári, þar til þúsundið er uppborgað, hvenær sem þér fyrir einhverja tilviljun verðið al- gerlega ófær til þess að vinna yður björg, og um leið eruð þér undanþegin allri borgun til félagsins. Eða ef þér náið 70 ára aldri, þá fáið þér $100 ár- lega borgun úr félagssjóði um 10 ára timabil næstkomandi. Það kostar yður nú að eins $7,25 að gerast meðlimur í þessu félagi; og við inngönguna borgið þér yðar fyrsta mánaðargjald, 90 cents. og sömu upp- hæð mánaðarlega þar eftir. í von um að fáyðar inntökubeiðni f félagið, er ég yðar með virðingu. í umboði aðalstjórnarinnar HERRA RITSTJÓRI: Samkvæmt óskum ýmsra manna, sem láta sér ant um að vita um fyrir- komulag Maccabeesfélagsins, óska ég éftir að þér birtið f blaði yðar, það sem hér fer á eftir, svo að lesendum blaðs yðar gefist kostur á að kynna sér fyrir- komulag félagsins og þau hlunnindi er fylgja því að vera í félaginu. Eins er ég viss um, að ef þér athugið fyrirkomu lag þess vandlega, þá munuð þér verða fús til þess að mæla með þvf í blaðinu. Fyrst er þess að gæta, að það er hagnaðarfélag, og tekur þá eina i með- limatölu sína, sem eru líkamlega og siðferðislega hraustir, Hagnaður við það að vera í félaginu er eftir hvers eins vilja og þörfum. Þeir sem óska eftir lífsábyrgð, geta fengið hana fyrir þær mánaðarborgan- ir, sem eftirfylgjandi tafla sýnir : Aldur $500 $1000 $1500 $2000 $2500 $8000 18—25 ára 30 60 90 1.20 1.50 1.80 25—30 ‘‘ 35 701.05 1.40 1.75 2.10 30—35 “ 40 801.20 1.60 2.00 2.40 35—40 “ 45 901.35 1.80 2.25 2.70 40—45 " 501 1.001.50 2.00 2.50 3.00 4í—48 “ 601 .201.80 2.40 3.00 3.60 48-51 “ 701.40 2.10 2.80 3.60 4.20 Ef einhver meðlimur félagslns verð- ur algerlega ófær til að vinna fyrir sér sökum meiðsla eða ólæknandi veikinda, þá hættir hann strax að borga sín mán- aðargjöld til félagsins, en fær úr félags- sjóði einn tfunda part af lífsábyrgð sinni árlega, þar til hann hefir fengið útborgaða aila lífsábyrgðar upphæðina. En deyi hann áður en öll upphæðin er borguð, þá fá erfingjar hans afganginn aðhonum látnum. En deyi hann án þess að hafa dregið nokkuð úr félags- sjóði, ; þá er öll lífsábyrgðarupphæðin borguð til erfingjanna. Sjúkrastyrkur vor fæst að eins frá hástúkunni, og getur hver meðlimur, sem vill, fengið það með þvf að borga mánaðarlega f félagssjóð þær upphæðir, sem hér eru tilgreindar: Þeir sem eru Þeir sem eru 18—25 ára 40c. 40—45 ára 60c. 25 -30 45 45—50 “ 70 30—35 “ 50 50—51 “ 80 35—40 “ 55 Tvöfaldur sjúkrastyrkur fæst, með þvi að borga tvöfalt mánaðar sjúkra- gjald. Sjúkrastyrkurinn er fráskilinn Iffsábyrgðinni, ef meðala og læknishjálp ar þarf við, þá fæst það samkvæmt aukalögum þeirrar stúku f félaginu. Félagvort hefir 347,160 meðlimi og sjóður þess er nú vfir $800.970. Þessi upphæð hefir verið sett á vöxtu í rikis- skuldabréfum. og hefir það fé ávaxtast þar siðan í Júlí 1895. Meðalaldur með- limanna í þessu félagi er innan við 35 ár, svo að það má heita ungra manna félag. Iðgjöld félagsins hafa reynzt nægi- lega há f síðastl 19 ár, og stjórnendur félagsins hafa sannfæringu fyrir því, að þau séu nægileg til að mæta öllum útgjöldum f framtíðinni. Virðingarfylst. G. T. Snow. Stúku-stofnari í Manitobat Welland Vale! Eru beztu hjol sem buin eru til i Canada. KEÐJULAUSIR, PERFCT, GARDEN CITY, DOMINION. Verð frá $35.00 og yfir. Áður en þér kaupið reiðhjðl á sumrinu ’99, þá gerið svo vel að líta á hjólin okkar. Þau hafa allra nýustu “Twin Roller” keðju, “Internal Expanders”, færanleg handföng, “Crank liangers”-ístöð í einn stykki og sjálf-ábomings ása. Eftir að hafa skoðað hjólin okkar nákvæmlega, munuð þið sannfærast um að við erum á undan öðrum hvað snertir til- búning reiðhjóla í öllu Canadaríki. Umboðsmenn í Winnipeg TURNBULL & MACMANUS, 5ílO Hlclleriiiott Ave. Umboðsmaður í Vesturlandinu Walter Jackson, P. 0. Box 715 Winnipeg. The Welland Vale ManufacturingCo. St. Catlierines, Ont. Bæði smásala og heildsala. Alt nýjar og ágætar vörur. Alklæðnaðir fyrir karlmenn og unglinga. Hálsbindi, kragar, skirtur, vetlingar, húfur hattar og margt og margt fleira. Það er enginn kaupmaður í Winnipeg sem getur boðið betri kaup en vér. Komið og skoðið vörumar. J- GENSER, eig'andi. — 94 — hún væri þar kominn, en hann þaggaði niður í henni með bendingu. 'Það er að vísu satt, að ég skil ekki í þessu til hlýtar’, mælti hann. ‘En Dubravnik er bezti vinur minn, og mun hann segja mér alt um það, sem ég vil vita. En keisarinn hefir skipað mér að dvelja i höll sinni nokkra d!<ga, og vil ég þvf biðja yður að skoða hér alt sem væri það yðar eigið’. ‘Tuttugu og fjórir klukkutimar nægja, prins’, mælti ég. ‘ Að þeim tíma liðnum getur prinsess- an fariðóhult heim til sin aftur’. ‘Gott og vel. Ég má ekki tefja lengur, en verð að hraða mér til hallarinnar. Eg vænti eftir að sjá þigþar, Dubravnik’. Umleiðog hann mælti þessi síðustu orð, var augnaráð hans til rnín svo undarlegt, að mér tíaug í huga, hvort ég hefði ekki þegar treyst—eða öllu heldur of- boðið—þessum dánumanni um skör fram, með því að flytja prinsessuna þangað. Olga tók einnig eftir augnaráði hans, og skyldi það á sama veg og ég. Þegar prinsinn var farinn, tók hún i hönd mér og mælti: ‘Ert þú alveg viss um að þú sjálfur sért nú óhultur. Dubravnik ? Segðu mér það í einlægni og dullaust’. ‘Já, ég er alveg sannfærður um, að við er- um bæði óhult. Hræðstuhvergi’. Svo tók ég báðar hendur hennar og kysti þær aftur og aftur. En hún tilti sér á tá og kysti mig á ennið. Svo skyldi ég við hana eftir litla stund. Það var ekki orðið mjög framorðið dags, en — 99 — en þá, sem eru uppvísir morðingjar, eða bíða að eins eftir tækifæri til að fremj 1 morð?’ 'Nei’, svaraði hann þurlega. 'Sér þú ekki hve gersamlega ómögulegt það er fyrir ykkur. Níhilista, að ná því tak- marki, sem þið þykist stefna að, með meinsær- um og manndrápum ? Þú va/st einn af þessum möunum, sem sátu fyrir mér og ætluðu að drepa mig, þegar ég kæmi út frá systur þinni. Seg mér nú, hver var hin fyrstn hugsun þín, þegar menn mínir grípu þig ? Hélst þú að systir þín hefði svikið ykkur í greipar mér ?’ ‘Já’, ‘Léstu það ekki í ljósi upphátt ?’ Hann draup höfði á bringu með skömmustu svip, og svaraði : ‘Jú, ég gerði það’. ‘Og er ekki þetta einmitt það sem félags- bræður þínir trúa nú ? Heldurðu að systir þín geti veiið óhult um líf sitt heima í sínu eigin húsi í kvöld ?’ ‘Nei, hún væri það ekki’. ‘En eigi að siður kallar þú þessa menn vini þína, — þessa morðingja, sem roundu umhujs- unarlawst drepa hana við fyrsta tækifæri! Og þú sjálfur hefir hjálpað til þessa með hinum á- stæðulausu og svívirðilegu ákærum þíuum! Skammastu þin ekki, Ivan Echeveria! Þú ert fyrirlitlegur !’ Það komu krampadrættir í andlitið á hon- um, en hann þagði. ‘Varst það þú sem skaust kúlunni, sem iá svo nærri að dræpi mig?’ spurði ég. - 98 — Þegar hann sá að við gáfum honum engan gaum, en héldum áfram, eins og ekkert væri um að vera, þagnaði hann aftur, og vissi ég þá, að þessi siðferðislega lexía var að festa rætur i sálu hans. Það var ásetningur minn að frelsa bróð- ir Olgu, og ég vissi að mér mundi takast það. Þegar búið var að lesa upp þessa nafnaskrá, skipaði ég fyrir um hverjir skyldu handteknir þá um nóttina, og hverjum skyldi hlífa, með því skilyrði, að þeir færu burt af Rússlandi tafar- laust. Svo lét ég þá alla á burtu fara, og stóð loks einn eftir í herberginu hjá Ivan. ‘Jæja kunningi’, mælti ég í iskulda róm. ‘Hvernig lýst þér á alt þetta ?’ ‘Ég býst við, að á þessari nóttu endi öll okk- ar viöleitni, þartil næsta kynslóð vex upp og sér alla þá rangsleitni, sem rússneska þjóðin styn- ur undir. Þið getið troðið undir fótum og drep- ið Níhilistana sem nú eru, en ykkur Jtekst aldrei að eyðileggja rótina. Hún vex aftur og blómg- ast, eins og-----”. ‘Eins og hver önnur eiturplanta. Ég býst raunar við því. en sá gróður sem nú er, verður skorinn niður í nótt. En þú spyrð ekki að, hvað muni verða geit við sjálfan þig’. ‘Hví skyldi ég spyrja um pað? Eg veit það ofur vel’. ‘Ég er hræddur um að þú vitir það ekki’. •Þú, sem getur fengið af þér að sendasystir mína til Síberiu, — ég vil engin orðaskifti við þig hafa, — ég fyrirlít þig’. ‘Hefi ég beitt harðyðgi eða grimd við aðra — 95 — á þessum tima árs er mjög skamt á milli myrk- urs, og var núþegar orðið mjög sknggsýnt úti. Ég lmfði ærinn starfa að vinna áður en næsti dagur rynni, því nú var tíminn kominn fyrír Bneðrafelagiðþagvuelska, að láta alvariega til sín taka. Ég vissi það, að starfið sem ég hafði lofað keisaranum að inna af hendi, var því nær íull- komnað. — Dráttarnetið var tilbúið og tími til- kominn að kasta því. 12. KAFLI. Prins Micael reiður. Enginn maður í öllu Rússlandi. nema ég- einn, þekti til hlýtar öll leyndarmál Brœðrafé- lagsins þagmœls/ca, Ég hafði þegar i byrjun búist víð einmitt þvi sem nú vará daginn komið, sem sé því, að reka myndi að því, að ég yrði algerlega að treysta á trúmensku undirmanna roinna; ég vissi að líf mitt gæti orðið undir því komið, að ég af eigin reynslu gæti treyst þessum mönnum í hvívetna. Það litla sem áður hefir verið s.,gt um þetta efni, gefur að ein* óljósa hugmynd um það, hve meistaralega vel mér tókst að mynda þennan undirmanna flokk. Hinar ýmsu deildir höfðu hver sinn yfirmt nn út af fyrir sig, og voru þeir allir transtir og trúfastir, svo að enginn skapað- ur hlutur hefði getað sveigt þá hársbreidd frá skyldu sinni. Þeir hefðu fyr látið lífið, en a4 reynast mér ótrúir.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.