Heimskringla - 01.06.1899, Qupperneq 2
HEIMSKKIINGLA 1. JÚNÍ 189a.
Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50
um érið (fyrirfram borgað). Sent til
íslands (fyrirfram borgað af kaupend-
um blaðsins hér) $1.00.
Psnirigai seudist í P. 0. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Order. Bankaávísanir á aðra banka en í
Winnipeg að eins teknar með afföllum
B. Ii. fí»l«lwins«n,
Utgefandi.
Office : 547 Main Street.
P O- BOX 305-
Bókafregn.
RannsóJcnaröldin.—Fyrir nokkr-
um vikum var oss send bók þessi til
umgetningar. Er það þýðing, eftir
séra M. J Skaptason, af síðari parti
bókarinnar “Age of Keason”, eftir
hinn heimsfræga rithöfund og ræðu-
snilling, Thomas Paine.
Aðaltilgangur þessarar bókar er að
hrekja sannleiksgildi biblíunnar; að
leiða mönnun fyrir sjónir hve stað-
hæfingarnar í þeirri í bók séu mót-
stæðilegar og þessvegna óáreiðanleg-
ar og ósannar. Leiðir höf. fram
mörg og sterk rök þessu ril sönnunar.
Þessi tegund bókmenta er lítt þekt
á íslenzku, en það er margt til af
þesskyns bókum á enskri tungu, en
þó munu það vera tiltölulega fáir af
Islendingum hör, sem þekkja nokkuð
til siíkra rita. Það eru of margir
þannig sinnaðir, að þeir þora ekki
að líta í þau rit, sem efa gildi biblí-
unnar og hinar gömlu kenningar
kyrkjunnar. En þessi hugsun er hinn
mesti barnaskapur og ósamboðin þess-
arar aldar framsókn og mentun. Því
að aðeins með samanburði og rann-
sókn geta menn fengið sjálfstæða
skoðun, í trúmálum sem öðrum mál-
um. Þeir eru andlegir amlóðar, sem
ekki þora að heyra nema aðra hlið á
málum.
“Kannsóknaröldin” er rituð með
hógværð og kurteisi; hún er ein stór
röksemdakeðja frá upphafi lil enda.
“Kannsóknaröldin” er 70 bls. í
stóru 8 blaða broti og kostar í kápu
50 cents.
Tjaldbvðin. II.— Svo heitir Iítið
rit, alveg nýprentað. Höfundur og
kostnaðarmaður er séra Hafsteinn
Pétursson. Þetta rit er kyrkjusaga
Vestur-fslendinga í stuttu ágripi, frá
1875 til 1894. Er þar sagt frá mynd-
un safnaðanna í Nýja íslandi litlu
eftir að sú nýlenda var stofnuð og
um myndun safnaða í Winnipeg og
Norður-Dakota, og síðar um mynd-
un kyrkjufélagsins. Svo er og drep-
ið á öll aðalmálin sem fyrstu tíu
kyrkjuþingin höfðu til meðferðar, og
síðast eru skýrslnr um starfsemi
Tjaldbúðarsafnaðar. Þetta kver er
snoturt og vel frá því gengið að öllu
leyti; eru þar margar góðar upplýs-
ingar, sem ekki munu almenningi
kunnar, eða fallnar í gleymsku, svo
sem um orsakirnar fyrir hinni kyrkju-
legu sundrnng meðal Islendinga hér
vestra. Helzt má það finna að kveri
þessu, að það er of stutt, að eins 32
bls. í iitlu broti, og er því víða farið
alt of fijótt yfir sögu. Ritlingurinn
kostar, ínnheftur í kápu, aðeins lOc.
Nýja Öldin III. bindi. 1. hefti.
Marz 1899-—Þetta blað er nýkomið
út í nýju gervi. Áður var það viku-
blað og flutti, eins og hin blöðin, al
mennar fréttir, En nú er því breytt í
timaritsforrn, 8 bl. brot, 72bls. heftið
Ekkei t er skýrt frá því í þessu fyrsta
hefii, hve mörg hefti eigi að koma út
á ári, og er það nokkuð kinlegt. En
hvort sem þau verða mörg eða fa, þá
verður þetta rit eílaust liugðnæmt
bverjum lesanda, eins og flest eða alt
sem Jón Ólafsson ritar.
Efnið í þessu X■ hefti er bæði marg-
breytilegt og fróðlegt. Það er :
1. Dýrsegulmagn og dáleiðsla,
andatrú, fjölkyngi og kraftaverk,—
Þessi ritgerð er meistaralega ve! sam-
in og skerntileg og tekur yfir rúmar
30 blaðsíður. Hún er bygð á fyrir
lestri um sama efni, sem höfundur-
inn, Jón Ólafsson, fliftti hér í Winni
peg veturinn 1893-----’94.
2. Gladstone.—Þessi ritgerð tekur
yfir 8 bls. og eru það hugleiðingar
um þetta látna mikilmenni, ekkieins
•og honutn hefir verið ahnent lýst í
grafskriptalofræðum ensku blaðanna,
heldur eins og höfundinum finst liann
hafa verið, og virðist oss það sem þar
er sagt fremur last en lof um gamla
manninn. Höf. finst lýsing hins
þýzka rithöfundar, Maximilian Har-
den, á Gladstone, vera svo rétt, að
hann ætlar “engan fara sönnu nær.”
Úr lýsingu Harden’s tilfærir hann
meðal annars þetta :
“Honum rataðist aldrei fyndni-orð
af vörum alla sína æfi. Hann hafði
enga tilfinning fyrir því sem broslegt
var eða skoplegt; hann kunni aldrei að
meta hlutfallsgildín. Hann var æ og sí
The Sight ITonourable (velborni herra).
Aldrei eitt augnablik þjáði hann neinn
efi um mikilleik sjálfs sín. Skoðunum
skifti Gladstone nálegaí óllum þjóðmál-
um, þó ekki í öllum í einu, Hann barð-
ist andvíaur gegn svo að segja hverri
frelsishreyfing þjóðar sinnar, þangað til
hann sá að hún hafði fengið svo alment
fylgi, að hún var f þann vegin að sigra.
Þá öðlaðist hann jafnan “nýrri og
betri þekkingu.” og gerðist, ekki fylgis-
maður hennar, heldur forvígismaður. og
það ekki smátt og smált, heldnr alt í
einu..... .....Hann gat blessað það í
dag sem hann hafði bölvað í gær, ef
þess þurfti með til þess að ná fylgi meiri
hlutans..........Vísindamenska hans
var skærasta viðvanings gutl........
Mælska hans var ekki djúpsæ né rökvís
heldur þokukend mælgi og snjallort
orðaglamur...........Og um það kem-
ur öllum saman sem þektu hann, að
hann var að lundarlagi uppstökkur mað-
ur, geðstirður og ráðrikur. Þess er og
gétið, að hann hafi meö fásinnu siuni
orðið Gordon að bana og ollað óförum
Breta í Súdan, og að nær öll vmdkvæði
sem Bretland á nú við að striða gagn-
vart útlendum þjóðum. stafi frá ónytj-
ungsskap hans til að ráða útlendri
stjórnarstefnu ríkisins. Það ei vafa*
lausr að Gladstone var mikill hæfileika-
maður, sem alþýðuleiðtogi, en ekki sem
stjórnvitringur að sama skapi. Sem
mælskumanni líkir Harden honum við
kaupmann sem selur svikna og lélega
vöru í gyltum og glæsilituðum umbúð-
um.”
Flestum sem hafa lesið um æfistarf,
áhrif og vinsældir Gladstones, mun
finnast að hér sé ósannrrjnrnlega nm
dæmt. En þess ber að gæta,að þetta
framanskráða er ritað af þýzkum
manni^ sem að líkindum hefir ekki
baft neina persónulega viðkynning
af Gladstone.
3. Bókmentir vorar.—Höf. heldur
því fram, að blöðin á fslandi séu að
kirkja bókmentirnar; líkirhann þeim
við björk, sem i tempruðu beltunum
verður frítt og hávaxið tré, en sem !
kuldabeltunum breytist í kræklu-
hríslu. þá skýrir höf. tilgang blaða
og tímarita; telur bann upp nútíðar-
tímarit ísiendinga austanhafs og vest-
an og gerir athugasemdir við þau,
en eii.kum þó við “Lýsing” og
“Aldamót”
4. Víðsjá. — í þessum kafla eru
stuttar greinar um: a) Auðveld tær-
ingarlækning; b) Framför Canada ;
c) Er smérlíki eins heilnæmt- og
smér; J) Sjálfrátt að eignast son eða
dóttur; e) Nautakóngurinn ; f) afl-
fræðinýungar síðustu 10 ára.
5. Ritstjóra-spjall.—Um “þöglar
álögur eða þögul hugaráhrif.” Get-
gáta um náttúrlega skýring þessara
viðburða.
Alt þetta hefti er ritað af Jóni Ól-
afssyni sjálfum, og eins og við mátti
búast, er allur frágangur þess liinn
vandaðasti.—Þetta 1. hefti kostar 25c.
“Nýja Öldin”, eins og hún er nú, ætti
«ð hafa mikla útbreiðslu meðal ís-
lendinga, bæði austan hafs og vestan.
Crows Nest málið.
Eins og lesendur vorir efiaust muna,
þá var það í vetur sem leið að tveir
menn sem við byggingu “Crows Nest”
járnbrautarinnar vestur í Klettafjöllum,
dóu úr lungnabólgu, sem orsakaðist af
vosbúð og illri aðhlynning þar vestra.
"Dóinar manna voru samróma uin það,
að dauði þessara manna hefði orsakast
af dæma fáu skeitingarleysi þeirra sem
áttu að sjá ura að haftí sæmileg húsa,-
kynni og annan aðbúnað, ekki einasta
fyrir þá menn sem heilbrigðir voru og
vinnatidi, heldur miklu freinur fyrir þá
seni æiíð má búast við að veikist af ýms-
um sjúkdómum, úti í þessurn afskektu
lai.dsplássum, og sem þá eiga lífsitt
undir því, að öll aðhjúkrun sé sem bezt.
Ottawastjórr.in setti rannsóknar-
rnann, Mr. R. C. Clute, til að kjmna sér
mál þetta og gefa síðan skýrslu um
rannsókn síoa. Mr. Clute hefir fyrir
nokkru njkkru lokíð þessu starfi, og er
útdrattur úr skýrslu hans nú kominn á
prent.
Það sem Mr. Clute aðallega finnur
vítavert, er það, að ekki vorn reist nein
bráðabyrgðarsjúkrahús meðfram þess-
ari brant, á þeim tíma sem þessi dauðs-
föll komu fyrir, þó slik sjúkrahús væru
síðar reist þar. Einnig finnur hann að
því, að engir læknar komu til þessara
manna (Fraser og Macdonalds) frá því
þeir veiktust og þar til þeir dóu. Þetta
var um hávetur, í Janúarmánuði, og
mennirnir voru um 80 mílur vestur frá
vesturenda brautarinnar Þessir menn
byrjuðu að vinna 3. Janúar, en þann
14. sama mán. veiktist Macdonald; hafði
hann þá unnið alls fyrir $15.05. En frá
þessum peningum var svo dregið $12.15
fyrir fæði, 50c. fyrir meðöl, 25c. fyrir
póstþjónustu og 15c. fyrir stóarlán. En
Fraser vann irá 3, til 19, Janúar og var
reikningur hans samsvaiandi Macdon-
alds. Það voru 60 menn þarna í vir.nu.
Þeir bjuggu i 2 lélegum húsuin og var
hvert þeirra 40 og 24 fet að stærð og 7
feta háir veggir. Tveir litlir gluggar
voru á hverjum kofa. En ekki var
hægt að opna þá, því að þeir voru negld-
ir fastir. Einar dyr voru á kofum þess-
um. Það var fyrst 20. Janúar að þess-
um mönnum var veitt nokkur eftirtekt,
6 dögum eftir að hinn fyrnefndi véiktist.
Það var álitið rétt að senda annan á
spítala, en hinn vild fylgjast með. Þeir
voru svo keyrðir í opnnm sleða allan
liennan dag til kl. 7 að kveldi, og síðan
var annar látinn liggja úti alla nóttina
Hvorugur þeirra hafði matarlyst, en
jreim var gefið brennivín. Næsta dag
voru þeir aftur keyrðir í opnum sleða,
en af því að veður var hvast þá fuku
teppin ofan af þeim og lágu þeir á bak-
inu i sleðanum með opna mummog lífs-
marki aðeins. þegar komið var að síðari
áfangastaðnum, Bulls Head. Þar voru
þeir i 26 klukkutíma án þess að nokkur
tilraun væri gerð til að ná í læxnir, sem
þó hefði mátt takast innan fárra klukku
stunda eftir að þeir komu þangað. —
Næstu 2 daga voru þeir ennþá keyrðir
úii í kulda og stormi.án þess þeir fengju
nokkurn mat eða drykk. Þegar kom að
“Seventh Siding”, sem var brautarend-
inn, þá voru þeir látnir inn í tómann og
kaldann farangursvagn. Voru þeir
lagðir þar niður á bert góltíð, ábreiður
breiddar ofan á þá og vatnsflnska við
hlið þeirra. síðan var var vagninum
lokað og þeir svo látnir liggja þarna til
næsta morguns í 13 stiga frosti. Um
hádegi kom loks læknir til þeirra. en þá
var það um seinan og dóu þeir skömmu
á eftir.
Mr. Clute segir það hiklaust, að
dauði þessara manna hafi orsakast af
dæma fáu hirðuleysi þeirra sem áttu að
sjá um þá. Þeir voru látnir borga fyr-
ir læknishjálp og meðöl, en fengu hvor-
ugt. En Mr. Clute segir ekkert um það
hvort C. P. R. félagið, eða þeir sem
höfðu bygging brautarinnar með hönd-
nm fyrir það, séu ábyrgðarfullir fyrir
dauða þessara manna.
'Mennirnir eru dauðir, ættingjar
þeirra og vinir eiga heima austur í Nova
Scotia og það er trúlegt að þessi skýrsla
Mr. Clute verði hið síðasta sem almenn-
isgur fréttir um þetta svívirðilega mál.
5-dálka romsan.
Það hefir legið illa á aumingja rit-
stjóra Lögbergs þegar hann ritaði þessa
meistaralegu (!!) 5 dálka grein i síðasta
blað sitt, dags. 25. Maí, í tilefni af því
sem vér höfðum sagt við fregnrita eins
af dagblöðunum hér í bænum, um til
búning kjörskránna fyrir þann hluta af
Mountain kjördæmi, sem landsmenn
vorir byggja. Þó að grein þessi sé ekki
sjrlega smekklega samin, þá vildum vér
mælast fil þess, að allir Islendingar
vildu lesa hana, því að sá partur grein-
arinnar sem tekinn er eftir ritstjóra
þessa blaðs, er vel þess virði að það sé
lesið, cg þess utan gefst lesendum kost-
ur á að bera saman framsetning málsins
og röksemdirnar hjá B. L. Baldwinson
á aðra hlið og Sigtryggi Jónassyni á
hina. Dómsákvæðið hefir almenningur
Meira ætlum vér ekki að segja um þetta
að sinni. En við hentugt tækifæri ætl-
um vér að sýna, hvaða aðferð var höfð
við tilbúning kjörskránna í Argylebygð
árið 1895. Oss þykir trúlegt að vér rit-
uin þá grein bæði á ensku og íslenzku,
og látum prenta hana í hérlendum blöð-
um. á sama tíma og í Heimskringlu.
Annars er það merkilegt, að kafteinn-
inn skyldi ‘spandéra’ svona miklu rúmi
til að ræða þetta mál, þar sem hann
virðist þó ekki hafa eihnar línu rúm til
iess að gefa almenningi nokkra upplýs-
ing um það, hverjir stálu þessu hálfa
sjötta þúsundi af íslenzkum fargjöldum,
sem íslenzku “tólin” voru leigð til að
innheimta um árið. Máske hann vildi
sýna fróðleik sinn í því máli hið allra
fyrsta.
Ekki alveg rétt.
Það var vel gert af Lögbergi að
gefa lesendum sinuin upplýsingar um
bindindismálið, og um það hvers vegna
Mr. Laurier vill ekki löggilda vínsölu-
bann í rikinu- En enn þá hefði það þó
verið betra, ef það hefði getað fengið
sig til að segja satt um málið. Laurier
lofaði í ræðum sínum, um þvert og
endilangt ríkið, að gefa þjóðinni vin-
bann-lög, ef vilji hennar>ið kosning
arnar sýndi að hún vildi hafa þau.
í ræðum sem hann flutti hér í Winni-
peg í September 1894, og sem var prent
uð í Lögbergi, nr. 70 og 71. Þáð ár
sagði hann rneðal annars :
“Ég hefi aldrei hikað við að segja
mína skoðun um það mál — vínbanns-
málið —. Frjálslyndaflokks þingið í
Ottawa lýsti yfir henni: Það sagði að
þegar frjálslyndi flokkurinn kæmist að
völdum, væri það skylda hans að gera
það sama sem Sir Oliver Mowat hefir
gert iOntario og Hon. Greenway í Ma-
nitoba, að láta menn ganga til atkvæða
um alt Canada. Sem leiðtogi þess flokks
segi ég. að það verður okkar skylda að
fá að vita vilja þjóðarinnar í þessu efni,
og sein ærlegur maður, segi ég það, að
hver sem vilji þjóðarinnar vetður í
þessu máli, þá skal honum venða fram
fylgt, ov það enda þótt það kosti það.
að frjálslyndi flokkurinn missi fyrir það
völdin um allan ókominn tíma”.
Þetta sagði Mr. Laurier þá. Hann
mintist ekki með einu orði á eindregín
vilja. Það er barabúið til á Lögbergs
skrifstofu. Enda máttihann, eins og
allír aörir menn, vita, að “eindreginn”
vilji heillar þjóðar í nokkru einu máli
er ekki að eins ólíklegur, heldur ómögu-
legur. Meining Mr. Lauriers þá, eins
og orð hans benda til, og eins og þau
voru skilin af allri þjóðinni, var auðsjá-
anle :a sá, að framfylgja 'vilja meiri
hlutans, eins og hann kæmi í ljós við
atkvæðagreiðsluna; annars var "at-
kvreðagreiðslan óþörf. En atkvæða-
greiðslan sýndi aö vinbannsmenn höfðu
fleirtölu í cllum fylkjum ríkísins nema
einu. og að fle'rtala þeirra var alt að
15000 raanna. Það var því eðlilegt að
þeirvonuðu eftir vínbannslögum, og
að þeir álíti það svik a'' stjórninni að
ne'ta nú að leggja þau fyrir þingið.
Empire Day.
Rikisheildardagur hinn fyrsti í sögu
Bretaveldis var haldinn hér í Canada
þann 23. þ. m. Dagur þe3si hefir verið
stofnsettur aðallega til þass að halda
uppi minningu Victoriu drottningar og
ríkisstjórnar hennar, það er að segja,
þeirra framfara, sem orðið hafa í hinu
víðlenda brezka ríki á síðastl. 60 árum,
siðan Victoria tók við völdum á Eng-
landi. Fæðingardagur Victoriu drottn-
ingar er, eins og kunnugt er, þann 24
Mai, en ríkisheildardagurinn er settur
síðasta barnaskóla kensludag næst á
undan fæðingardegi drottningarinnar,
og verður hann þannig í flestum árum,
eins og hann var í ár, næsta dag á und-
an fæðingardegi drottningarinnar.
Þetta styður að því, að halda minn-
ingu hennar á lofti um ókominn tíma.
Dagur þessi er ekki, og á ekki að vera
belgidagur. En hann er settur til þess,
eins og að framan er sagt, að upp-
fræða börnin á skólum ríkisins um rík-
isheildina: stærð hennar. hnattstöðu,
frjósemi, framleiðslu, verzlun. mann-
fjölda, framfarir veldisins á ofangreindu
tímabili. vald þess og áhrif á allar
þjóðir heimsins. I einu orði: til þess
að kenna sögu Breta. Þetta á að miða
til þess að glæða föðurlands og fóstur-
lands ástina í brjóstum þegnanna, hvar
sem þeir eru á hnettinum. Með þessu
'er voriað að mö tulegt verði að koma í
veg fyrir það að veldi þitta gliðni i
sundur, eða að einstakir hlutar þess
segi sig úr sambandinu, eins og Banda-
ríkin gerðu forðum, þegar |>au vaxa
svo að mannfjölda og auðæfum, að þau
geta verið sjálfstæð ragnvart öðrum
þjóðum heimsins. Hvort sú von um
samheldi ríkisins, sem bygð er á þess-
ari hugsjón. rætist, það verður tíminn
að leiða í Ij js. En víst er um það, að
hugmyndin er allrar virðingar verð frá
sjónarmiði allra þtirra, sem bet a vel
ferð hins brezka veldis sé' staklega fyrir
fyrir brjóstiuu. 0 : það verða að lík-
indum allir eða ílestir þeir sem fæðast,
alast upp og mentast í ríkinu. Að vísu
má segja, að einn einasti dagur í árinu
geti ekki verkað mikið í þessa átt. En
svo ber þá þess að gæta, að dagur þessi,
eða kenslan, sem á að fara fram á hon-
um í skólum ríkisins, er algerlega auk-
reitis við þá kenslu, sem áður hefir
fram farið, og sem að sjálfsögðu verður
framhaldið, 'og að líkindum aukinn eft-
ir því sem tímar líða fram.
Kjördæma skifting
er eitt af því marga í stjórnfræði þessa
lands, sem Islendingum er að mestu
leyti ókunnugt um. Þeir vita að eins
aö kjördæmabreyting á sér stað, en
þeim er ekki eins kunnugt um, hve
mikill hagur það getur verið fyrir
stjórn þá, sem að völdum situr, að
geta ráðið því hvernig kjördæmabreyt-
ingin skuli vera. Laurierstjórnin hefir
gert breytingu á ýmsum kjördæmum í
Ontario Vér setjum hér nöfn sumra
þeirra. með tölu þingmanna þeirra
(innan sviga), sem "sitja á þingi fyrir
þessi kjördæmi. Þar næst eru tölur,
sem sýna fólkstal í hverju kjördæmi og
svo fólksfjöldi sá er hver þingmaður
situr fyrir, og síðast er sýnt, hverjum
flokki þingmennirnir tilheyra.
Fólksfjöldi málsvarstala
(represent.)
Brant (2) 33,998 16,999 Lib.
Suicel (3) 77,143 23,714 Con.
Norfolk (2) 28,320 14,160 Lib.
Dufferin (1) 21,371 Con.
Kent (3) 51.835 17.287 Lib,
London (1) 34,855 Con.
Middlesex (3) 54,609 18,203 Lib.
Toronto (4) 200.000 50,000 Con.
York (3) 57,675 19,224 Lib.
Welland (1) 29,914 Con.
ParySour d(l) 13,778 Lib.
Samkvæmt þessu yfirliti er það sjá-
anlegt, að kjördæmunum er þannig
skift, að þar sem ekki þurfa að með-
altali neina 17,100 manns ti? að kjósa
Liberal-þingmann, þá þarf 36,300 mans
til þess að;kjósa Conservatíva þing-
mann. Enn fremur sýnir þetta yfirlit
það. að 14 Liberal þingrnenn eru full-
trúar, eöa málsvarar, fyrir 17,100
manns, en 10 Conservatíva þingmenn
eru fulltrúar fyrir 36,300 manns hver
þeirra.
Presta-ki eddurnar.
Trúníðingar eru þeir menn kallað-
ir, sern á fulloiðins árunum, við Ijós
vaxandi gáfna, reynslu og þekkingar,
hvarfla frá trúnni á þær trúarsetningar
kreddur, sem þeim voru kendar oa þeir
látnir játast uridir á ungdómsárunum
með skírninni og ferrningunni. Þetta
getur hent marga, og ef til vill hvað
helzt þá, sem eru glöggskygnastir les-
uastir og samvizkusamastir, því sam-
vizkusemin og hreinskilniu rekur menn
afdráttarlaust til þess að segja hiklaust
skoðanir sínar á rnálum án undandrátt-
ar eða lævísi. Jafnvel sjálfum prest-
unum verður þetta á sturidurn. Að
vísu höfum vér Islendingar ekki mikið
aðsegjaaf þessumfráhverfenduin. Séra
Magnús J. Skaptason er sá eini af Vest-
ur íslenzku prestunum, sem enn þá hef-
ir fundið köllun hjá sór til þess að neita
nokkrum af trúarsetningum lúterskr.
kyrkjunnar. En það er ekki ótítt að
prestar þessa lands halda ræður og lýsa
skoðunum, sem ganga i beina mótsögn
við ]iað sem kyrkjur þeirra kenna.
Slíkir tnenn eru kallaðir “heretics” —
villutrúarmenn — trúnfðingar —, og
mega jafnan sæta rannsóknum af hendi
þeirra kyrkjudeilda, sem þeir starfa
fyrir. Það eru að eins nokkur ár siðan
að séra McDonnell í Toronto varð að
halda uppi vörn fyrir sig gagnvart á-
kærum prebyteriönsku kyrkjunnar fyr-
ir það, að hann lét í ljósi í ræðu einni,
efa sinn á því, að forlagatrú þeirrar
kyrkjn væri rétt. Hann mætti fyrir
rétt.i, en neitaði að taka nokkuð til
baka af því sem haun hafði sagt, Og
svo datt rriálið niður. Fyrir nokkrum
árum kom það fyrir í New York, að
einn af lærðustu og hæfustu prestutn
þessarar sömu kyrkju neitaði bókstaf-
legum innblæstri biblíunnar. Þessi
prestur, Dr. Briggs, var að sjálfsögðu
sviftur kjól og kalli. Eu nú rétt ný-
skeð hefir þessi sami mað ir verið vígð-
ur prestur, til að þjóna í ensku bysk-
upakyrkjunni, og bendir það á, að
skoðanir mannsins sén ekki óþóknan-
legar þeirri kyrkjudeild, annars hefði
hann að líkindnm ekki náð 1 ar emb-
ætti.
Gash Coupons.
$3.00 f peningum gefnir fyrir alls ekki
neitt. Th. Thorkelsson, 539 Ross Ave,
G. Johnsonfeorner Ross & Isabel Str.,
og Th. Goodman, 539 Ellis Ave, hafa
þessar Coup*us og gefa viðskiftamönn-
um sínum þær fyrir hvert 10 centa virði
sem key; t er í búðum þeirra og borgað
út í hönd. Coupon bækur fást í þessum
búðum, eða hjá
The Buyers and Merchants
Beneíit Association,
Room N Ryan Blk. 490 Main Street
Braud!
Brauð af öllum tegundum og úr
bezta efni, flutt ókeypis að hvers manns
dyrum. Það er a.kunnugt, að brauð
vor eru hin ágætustu, hvað efni og bök-
un snertir, og það er einmitt þetta, sem
hefir komið brauðverzlun vorri á það
háa stig sem hún er á.
Biðjið keyrsluinenn vora að koma
við í húsum yðar. Það borgar sig ekki
fyrir yður að baka heima, því vér keyr-
um til yðar 5ÍO Itraud fyrir einn
ilollar.
W. J. B0YD.
Army and \avy
Heildsala og smásala á
tóbaki og vindíum.
Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla-
byrgðir sem til eru í þessum bæ, og selj-
um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum
vér meiri verzlun en nokkur annar.
Vér óskum eftii viðskiftnm yfar.
I Brown & Co.
541 Main Str.
á horninu á James St
DREWRY’S
Family porler
er alveg ómissandi til að styrkja
og hressa þá sem eru máttlitlirog
uppgefnir af erfiði. Hacn styrkir
taugaker fið, færir hressandi svefn
og er sá bezti drykkur sarn hægt
er að fá handa mæðrurn með börp
á brjósti. Til brúks í heimahús-
um eru hálfmerkur-fiösk i nar
þægilegastar.
Eúward L. Drewry.
Itedwooil & Empirc Breweries.
Sá sern býr til hið nafntogaða
GOLDEN KEY BRAND
ERATED WATERS.
Canadian Pacific
RAILWAY-
EF ÞU
■ hefir í hyggju að eyða
vetrinum í hlýrra lofts-
lagi, þá skrifaðu oss og
spyrðu urn farnjald til
California,
Hawaii-eyjanna,
Japan,
Bermuda og1
Vest-Indía eyjanna,
eða heim til gamla landsins
Niðursett far.
Snúið ykkur til næsta C. i.L R, um
boðsmanns. eða skrifið til
Robert Ktrr,
Traffic Manager,
WiNNIPita, Man.
NöÉerii Paciflc R’y
Samadags tímatafla frá Winniþeg.
MAIN LINE:
Morris, Emerson, St.Paul, Chicago,
Toronto. Montreal, Spokane, Tacoma,
Victoria, San Francisco...
Fer daglega......... 1,45 p. m.
Kemur „ ............ 1,05 p. m.
PORTAGE BRANCH.
Portage la Prairie and inte-
rmediats points .......
Fer dagl. nema á sunnud. 4,45 p. m.
Kemur dl. (1 „ „ n,05 e. m.
MORRIS BRANDOF BRANCH,
Morris, Roland, Miame, Baldr,
Belinont. Wawauesa, Brandon
einnig Souris River Branph,
Belmont til Elgin.....’ ..
Lv. Mon., Wed., Fri..10,40a.m.
Ar. Tu«s, Tur., Sat.. 4,40p.m.
CHAS. S. FEE, H. SWiNFORD,
G. P. & T. A .St.Paul. General Agent.
Portage Ave., Winnipeg.