Heimskringla - 08.06.1899, Page 4
HEIESKRINGLA, 8. JÚNÍ 1899.
Winnipeg-.
Munið eftir samkomunni í Tjald-
búðiuni í kvöld. Ágætar veitingar.
Fyrirtaks prógram.
Mrs. Dr. Stephenson fór héðan úr
bænum í kvnnisför til systur sinnar í
Minnesota. Hún er vsentanleg heim
aftur um mánaðarlokin.
Uppdrættir fyrir bryggju á Gimli eru
nú sagðir fullgerðir, og segir McDonneli
þingmaður að það verði byrjað á að
byggja hana innan skamms tírna.
Herra Jón Hannesson, sem að und-
auförnu hefir haft pósthús að Otto,Man,
biður oss að geta þess, að fraravi
verði utar(ás.krift sín Vestfold, Mau.
“Stoveís Pocket Directory” fyrir
Júnímán. er nýkomið út. Það er 160
bls., og fult af góðum upplýsingum um
póstmál, samgöngur o. fl. Kostar 5c.
Stúkan Heklabiður þess getið. að 8
nýir félagslimir hafi bætst við á síðasta
fundi og að það só von á mörgum fleiri
á næsta fundi. Stúkan Hekla hefir nú
talsvert á þriðja hundrað meðlimi, og
er með stærstu, ef ekki stærsta stúkan
í fylkinu.
Mikill fjöldi af íslendingum úr flest
um íslenzku nýlendunum hefir verið
hér í bænum þessa dagana í verzlunur-
erindum. Allir láta þeir vel af ástandi
fólks i bygðarlögum sínum. Það eru
alstaðar framfarir meðaf landa vorra.
Talsvert líf er nú í lóðtt- óg landa-
Sölu í bænum og umhverfis hann. Ný-
lega Khfa verið seldar tvær eignir hér á
Main St. í bænum, fór önnur fyrir
$30,000, en hin fyrir $60,000. Sýnir
þetta að menn hafa góða trú á framtíð
bæjarins og fylkisins yfir höfuð.
Hjörtur Sígurðsson, með konu og
4börn, úr Njarðvíkum í Gullhringu-
sý31u, kom frá'íslandi til Winnipeg á
föstudaginn var. Með. þeim voru K.
Siemsen, ungur piltur, ug einhleyp
stúlka. bæði úr Reykjavík. Ekki höf-
um vér séð neitt af þessu fólki, en oss
er sagt að það segi ekki aðrar fréttir af
ættlandinu, en það, sem frétzt hefir
hingað með blöðunum.
Skemtisamkoman í Wesleykyrkj-
unni á miðvikudagskvöldið var illa sótt
—um 60 manns að eins komu þar sam-
an. JÞessi samkoma var stofnuð til arðs
fyrir íslenzka hornleikaraflokkinn, sem
nú er að koma sér upp nauðsynlegum
og mjög myndarlegum einkenniebún-
indum, sem kosta alls um eða yfir $300.
Það var búist við að Islendingar kynnu
að virða og meta svo viðleitni þessara
ungu manna, sem nú mynda hornleik-
araflokkinn, að þeir sæktu vel þessa
samkomu. En sú von brást, og er það
Islendingum alls ekki til sóma.— Horn-
leikaraflokkurinn spilaði nokkur lög á
samkomunni og tókst það mætavel.
W. H. Paulson hélt ræðu um skuld þá,
er vér Vestur íslendingar stæðum í við
landa okkar heima á Fióni fyrir þá
mergð af íslenzkum hugsunum er þeir
sendn oss árlega i bundnu og óbundnu
máli. Einar Ólafsson hélt ræðu um
kðöfur Vestnr-íslend’nga. Báðar voru
ræður þessar alllangar og lipurlega
fluttar. Siðast talaði B. L. Baldwinson
um vaxandi þekkingu íslendinga á
leynifélögum, i samanburði víð það sem
átti sér stað á íslandi fyir 30 árum. —
C. B. Julius flutti stutt.. en gastnorða
'imigangsræðu um myi dun Foaesters-
íélagsins og vöxt þess og viðgang hér i
Cai ada.
“Waghorns Guide” fyrir Júníinán.
er nýkoniið út. Þetta er einkar hnnd-
hægc vasakver og inniheklur töflur um
lestagang og skipaferðir og margar
nauðsynlegar upplýsingar. Kostar 5c.
heftið.
Þeir sem hafa beðið mig um rokka,
eru beðnir að gera svo vel og bíða þol-
inmóðir nokkra daga enn. Þeir rokkar
sem ég hefi, eru ekki bjóðandi, en innan
fárra daga get ég fengið betri rokka, og
þá skulu þe!r fverða sendir við fyrst a
tækifæri.
Mr. A. F. Gault frá Montreal, sem
ferðaðist til Manitoba fyrir fáum dög-
um og staðnæmdist hér í bænum, lætur
mikið af áliti sínu á Winnipeg. Hann
kveður bærinn muni hafa um 100,000
íbúa innan 10 ára.
Unitarar héldu ókeypis skemtisam-
komu oft tombólu 1. þ. m. Um 100
drættir voru seldir og síðan var til
skemtana söngvar, upplestur og ræða.
B. L. Baldwinson talaði um nytsemi
blaða og tímarita i bókmentaheíminum.
Einar Ólafsson las upp þrjú kvæði eftir
Jón Ólafsson og Þorstein Erlingsson.
Miss Emma Baldwinson, Mr. S. Ander-
son og Mr.Saroon sungu sina tvo söngv-
ana hvert.
Timburmannaverkfallið hér í bæn-
um er enn þá í sömu óvissunni, sem
það var í, þegar síðusta blað kom út, að
því leyti. að timburmenn tóku til starfa
án þess að hafa fengið nokkra trygg-
ingu fyrir því að þeir fengju þá kaup-
hækkun, sem um var beðið. Málið var
lagt í gerð og er nú sú nefnd að safna
gögnum frá báðum málspörtum. Það
er búist við að hún verði fær um að
Ijúka þvi verki og kveða upp dóm sinn
innan fárra daga.
Pétur Pálmason, frá Pine Creek í
í Roseau ','nýlendunni í Minnesota, var
hér á ferð um helgina. Hann hafðí
skoðað land í Township 1 og 2 í Range
12 austur. Land þetta liggur rétt við
landamærin, og er gott til akuryrkju.
yrkju. Það er álit Mr. Pálmasonar, að
íslendingar ættu að ná sér þar í lönd
svo fljótt sem þau eru mæld út. Það
er talið víst að járnbraut verði lögð um
8—12 mílur frá þessu landsplássi suður-
að landamærunum strax i sumar, og er
það stór hagnaður fyrir þetta land-
svæði.
Blaðið “Free Lance” í Innisfail.
Alta, dags. 17. Maí siðastl., segir :
“Hið sýnilega afskiftaleysi kaup-
manna í Innisfail viðvíkjandi innffutn-
ingamálum, kemur til af því að hér
er almenn óánægja með það fólk, sem
nú streymir í stórhópum inn í Edmont-
on héraðið (Galiciumenn og Doukhob.)
Fólk hér vill fá enskumælandi innflytj-
endur, og alt sem hægt er að gera til
þess að hlinna að slíkum innflutningi
hingað, verður fúslega gert. Öll bygðin
i Red Deer héraðinu er aðallega ensku-
rnælandi fólk, að undantekinni islenzku
bygðinni, en íslendingar eru álitnir eins
góðir innflytjendur eins og hægt er að
kjósa sér. Kaupmönnum vorum og
öðrum borgurum er ant um að byggja
þetta frjósama og góða hérað með á-
kjásanlegu fólki.”
Fnndnr veiður haldinn iUnitara
söfnuðfnum á sunnudagskvöldið kem-
ur. Mjög áríðandi mál liggurtilum-
ræðu. og eru því safnaðarmenn beðnir
aðfjölmenna á fundinn.
Gunnak Sveinsson,
forseti.
LQTAL GEYSIR LODGE, I O
O.F., M.U., 7119. heldur fund þriðju-
dagskvöldið 13. Júní, á Unity Hall.
Aríðaudi að allir meðlimir sæki fundinn
Embættismannakosninpar fara fram og
nýir meðlimir teknir inn.
A. Eggertsson, P. S.
Frá löndum.
SPANISH FORK, UTAH, 29. MAÍ ’99.
(Frá fréttaritara Hkr.).
Herra ritstj.*
Það sem liðið er af þessu vori, hefir
tíðarfarið verið þurt og kalt, úrkomu-
lítið, vindasamt og engin veruleg vor-
hlýindi. Jarðargróður er því mikið
styttra á veg kominn, en vænta mætti.
Skemdir urðu töluverðar á aldinum og
ýmsum smáplöntum. — Fénaðarhöld
hafa verið þolanleg. Samt mun eitt-
hvað hafa tapast af nýkeyptu sauðfé,
en það er pú ekki að jafnaði reiknað
með skaða hér i Utah.
Heilsufar fólks yfirleitt heldurgott
og fáir hafa dáið, sízt nafnkendir.
Pólitiskar hreyfingar eru mjög litl-
ar. og Albarta-sýkin er heldur í rénun,
því sagt er að einhver jir hafi snúið aft-
ur, sem þangað fóru fyrir ári síðan, og
“lofað guðmeðillan ieik”, að komast
aftur til kjötkatlanna í Zíon.
Hinum friðhelgu morð- og ránsög-
um, sem skeð hafa hér í Utah seinni-
part þessa vetrar og í vor, sleppi ég að
minnast á með öllu. Það þykir ekkert
fallegt hvort sem er, og ekki viðeigandi
iþeim blöðum, sem hafa svo mikla út-
breiðslu, að vera lesin í kringum allan
hnöttinn, eins og t. d. Hkr. En þó er
Aíklega óhætt að geta þess, að Harrey
Hays, sá sem fyrir nokkrum árum síð-
an var ákærður ura þriggja manna
morð hér niður við Utah-vatnið, og
dæmdnr til hengingar, og svo síðan
til lífstíðar fangelsis, var náðaður og
látinn laus hinn 5. þ. m. George
H. Wright, sá sem ég gat um í vetur,
að grunaður uæri um hryllilegt morð,
hefir ekki fundist enn þá, samt sem áð-
ur eru líkurnar svo tniklar gegn hon-
um, að Hays var álitinn saklaus, og
honum svo slept. Mr. Storres, sheriff-
inn í Utah County, sá sem nærri því
var búinn að hengja Hays, hefir nú
skeinkt honum leipi það er hann keypti
til þess brúks, og geta ýmsir til, að
Hays muni taka reipið og gálgann og
ferðast með það uíðsvegar um landið,
til að láta fólk sjá, hvað nærri dauða
sínum hann hafi veriö kominn. en þó
saklaus. og ætti slíkt að vera viðvörun
til allra dómara og tylftardómenda, að
athuga málefnin vel, áður en þeirdæma
menn til dauða. eða lifstíðarfangelsis,
eftir líkum einungis, en engum gildandi
sönnunum, einsogíþessu tilfelli virð-
ist nú óefað hafa átt sér stað.
Dr. William McLoy hefir einnig
verið náðaður. Hann var dæmdur til
8 ára fangelsisvistar fyrir tveimur ár-
um síðan. fyrir kvennmorð, eitthvað í
sambandi við óleyfilegar fósturseyð-
ingar tilraunir.
Útlit með atvinnu virðist heldur
vera gott. Járnbrautarlagningar og
* ýmsar umbætur í þá átt er nú þegar
byrjaðar, og svo er einnig með hið
margumrædda og lengi eftirþráða syk-
urgerðarverkstæði í Springville; það er
nú byrjað á að byggja það; og svo verð-
ur óefað margt fleira Rtarfað í fram-
faraáttina hér á meðal vor á þessu
sumri.
Á meðal landa vorra gerast engin
veruleg stói tíðindi. Samt finst mér ó-
umflýjanlegt að peta pess, að hið heiðr-
aða “Verzlunar og Iðnaðarfélag Islend-
inga i Spanish Fork, Utah County.
S'ate of Uta”, “Stóra félagið”, sem sum
ir kalla, hefir nú nýlega komist yfir
spánýjann “General Business Manager’,
sem heitir W. VV. Thomason, ættaðar
og upprunninn bæði frá Danmörk og
ísiandi, op þar af ieiðandi danskur ís-
lendingur, i orðsins fylsta skilningi.
Var liann fyrir eina tíð verslunarstjóri
á Vestmannaeyjum viðlsland, en hefir
nú dvalið hér í landi undir 30 ár, Hann
er því óefað, eins og máltækið segir:
"fær í flestan sjó“, endaer það ekki
annara en æfðra manna meðfæri að
stjórna slíku félagi. Heyrzt hefir að
þessi hinn spánýi General Business
Manager muni nú bráðum ætla að
bregða sér til New Tork í verzlunarer-
indum fyrir félagið, og svo til að mæta
og fagna admírál Dewey, þegar hann
kemur heim frá Manila, — þeir kváðu
vera hinir mestu vinir.
Admiral Schleyhefir þessa dagana
verið að ferð.ist hér unc Zíon, og verið
hvervetna tekið með hirium mesta
heiðri og sóroa, eins og maklegt er. —
Seinna í sumar kvað og vera von Hans
Hátign William McKinley forseta
Bandaríkjanna, og verður þá enn á ný
mikíð um dýrðirhér f Zíonsdölum.
WINNIPEGOOSIS, 25. MAÍ 1899.
Úr bréfí frá fréttaritara Hkr.
.....Hér í þessum bæ eru að eins
4 Ijölskyldur íslenzkar og fáeinir fisk-
veiðimenn, sem hafa hér aðsetur um
tíma.
Fiskveiða-atvinnugrein er hér í
miklum uppgangi, og eiga landar vorir
sinn fulla part í þeim framförum, sem
eru í þeirri grein.—Fjórir gufubátar
eiga að ganga hér eftir vatninu i sumar
til þess að flytja fiskinn til markaðar
jafnóttog hann er veiddur. Einn þess-
ara báta hafa þeir Jóhann Stefánsson
og Ingvar Ólafsson tekið á leigu og
ætla þeir að halda honúm út. Þeir eru
ungir og hraustir, atorkumenn, vel
vanir öllum þeim störfum, er lúta að
veiðiskap. Þeir hafa 7 eða 8 menn f
þjónustu sinni, og það má gangaað þvf
vísu, að þeir reka iðn ífoa með allri
þeirri atorku, sem efni þeirra leyfa. —
10 seglbátareiga að ganga á vatninu í
sumar, allir við fiskiveiðar. En þar
ís er nú af vatninu, þá eru margír farn-
ir að leggja net sín. Hvítfiskur er nú
seldur á 2 cts. pd og nálfiskur 1 ct. pd.
Að vísu hafa menn hér ekki fengið enn
fiskileyfi, þó þeir hafi fyrir löngu borg-
að fyrir það. »En þeii kvarta ekki um
dráttinn, vitandi að leyfið kemur fyrr
en vertíðin er á enda. Náttúriega eru
allir fískimennirnir frjálslyndir. Þeim
er um að gera að heiðra skálkinn, svo
hann skaði ekki. Annars eru menn
hér alroennt þeirrar skoðuna.r, að fylk-
isstjórnin sé búin að lifa sitt hið feg-
ursta, og mætti gjarnan falla. Hún er
búin að sitja of lengi að völdum.
Hér er verið að byggja sögunar-
myllnu í bænum og er búist við aðhún
veiti allmikla vinnu mörgum mönnum
á þessu sumri.....
fæði, húsnæði og þjónusta
fæst keypt að 538 Ross Ave.
Friðrik Th. Svarfdal.
pLEURY
HEFUR MEÐAL ANNARS:
Baðmullar nærföt 25c. og yfir
Balbriggan “ 50c. “
Mermoullar “ 50c “
Ullar-nærföt “ $1.00 “
Hálsbindi fyrir alla 5c. “
Cashmer-sokkar 25c. “
Hvítar skyrtur 50c. “
Mislitar skyrtur 50c. “
Prjónapeysur 25c. “
Hjólreiðahúíur 25c. “
Hjólreiðafatnaðgr $3.00 “
Takið eftir stráhöttunum hjá oss alla
næstu viku.
D. W. Fleury,
564 Jlain Street.
Andspænis Brunswick Hotel.
DR. J. J. WHITE,
Tannlæknir,
dregur og gerir við tennur eftir nýjustu
aðferð ár als sársauka, og ábyrgist alt
verk þóknanlega af hendi leyst.
Hornið á Main og Market St. Wi inipeg.
HÁTT VERÐ borga ég fyrir eftir-
fylgjandi númer- Heimskringlu IX.
árg. (1895), nr. 35 X. árg. (1896), nr. 24,
25, 40, 41 og 51; af Framfara L árg.
(1878), nr. 30. Einnig kaupi ég af
Framsókn I. árg. nr, 1 og 3, II. árg, nr.
1; og af Sunnanfara I. árg. allan. Blöð-
in þurfa að vera hrein og gallalaus.
H. S. Bardal,
181 King St., Winnipeg.
—í—
TJALDBÚÐINNI
í kvöld—8. Júní.
---Kl. 8. e. h.-
Undir forstöðu kvennfél. Tjaldb^
Programm :
1. Söngur: Söngflokkur safnaðarins;
2. Ræða: Séra R, Marteinsson;
3. Fíólín-Solo: P. Dalm., Th. Johnst.;
4. Ræða: Stefán Thorson:
5. Solo: Dr. Stepheuson;
6. Óákveðið: Séra Hafst. Pétursson;
7. Solo: Jón Jónasson;
8. Ræða: Jóh. Bjarnason;
9. Söngur: Söngflokkur safnaðarins;
10. Upplestur: Mrs. H. Halldórsson;:
11. Ágætar veitingar.
Inngangur 25 cents fyrir full-
orðna, 15 cents fyrir börn.
Thistle og- Featherstone
Bicycles.
Eru ódýrari en flest önnur reiðlijól, vegna þess að þau aru svo sterk, að1
mjög lítið þarf að kosta upp á þau í aðgerð, og er þessvegna mest og
bezt álit á þeim þar sem þau eru bezt þekt. Kaupið því Tliistle eða
Featlierstone hjólin, og sparið peninga ykkar.
B. T. Bjornson.
Corner King & Market Streets.
H. Bjarnason, Glenboro, umboðsmaður fyrir Argylebygð.
Th. Oddson, umboðsmaður í Selkirk.
WELLAND VALE BICYCLES
Eru beztu hjol sem buin eru til i Canada.
$35-00
KEÐJULAUSIR, PERFCT,
GARDEN CITY, DOMINION.
Og yfir.
Áður en þér kaupið reiðhjól á sumrinu ’99, þá gerið svo vel að líta
á hjólin okkar. Þau hafa allra nýustu “Twin Roller” keðju, “Internal
Expanders”, færanleg handföng, “Crank hangers’’-fstöð í einu stykki og
sjálf-ábornings ása. Eftir að hafa skoðað hjólin okkar nákvæmlega,
munuð þið sannfærast um að við erum á undan öðrum hvað snertir til-
búning reiðhjóla í öllu Canadaríki.
Umboðsmenn í Winnipeg
TURNBULL & MACMANUS,
Umboðsmaður í Vestur-Canada SÍIO Jlellei'inott Ave.
Walter Jackson,
P. O. Box 715 Winnipeg.
THE WELLAND VALE MANUF. CO.
St. Catherlnes, Ont.
-134-
Ég tók við bréfinu, og leit á undiisl.riftina.,
‘Dumief’, sat-ði ég fyrirlitlega. ‘Hví skyldi
ég fara að lesa það ? Sá maður getur ekki satt
orð talað’,
‘Af því ég óska þess’.
Bréfið byrjaði með hinu vanalega ávarpi til
keisarans, ogblóðaði á þessa leið :
“Yður mun nú þegar hafa verið kunngert,
og færður sauninn fyrir því. að ég sé einn af
þeie , er fylla f jandmannafiokk yðar — Níhil-
istanna. Eg játa þttð eitt vera satt, en ég gekk
í flokk þeirra, að eins fyrir eigin hagsmuna s,k-
ir, en allsekki í pólitiskum tilgangi. Sleppum
því. Það er hvort sem er, ekki tilgangurinn að
biðjast miskunar, því að ég veit að sá eiginleiki
er hjarta yðar harla ókunnur, heldur til að gefa
yður vitnerkju um nokkuð, sem yður skiftir
miklu. Það er til þess að láta yður vita, að
einn hinn versti Níhilisti, sem til er, fær að leika
lausum hala, halda kyrru íyrir í ríkinu og hafa
aðgang að höll yðar. og þessu ræður njósnarinn,
sem þér treystið svo vel. Dubravnik, Þessi Ní-
hilisti, sem ég á hér við, hefir allatíð, síðan fyr-
verandi keppinautur minn, Stanislaus. dó, verið
hinn hættulegastl af öllum þeim áköfustu, og
þessi Níhilisti er kvennmaður, og heitir Olga d’
Echeveria, Dubravnik ætlar að hlífa henni og
bróður hennar, sem er eins svæsinn og hún.
Og að síöustu, eitt orð. Til Siberíu fer ég
aldre’, því ég hefi nóg ráð til að svifta yður
þrirri ánægju, að ráðstafa mer á nokkurn hátt.
-139-
haldasér í vissum stellingum svo langan tíroa.
En ég held ait af að það hafbgert honum gott.
Það gaf honum tækifæri til ýmsra nauðsynlegra
hugleiðinga, er hann fékk ekki áður tilefni tii.
Hvert sinn er sú freisting heimsótti hann, að
slíta sig lausan og sleppa, kom honum ávalt í
hug systir sin, er hann elskaði svo heitt. og að
fyrir hennar skuld yrði hann að þola það sem á
hann var lagt; og þó hann væri máttfarinn,
fann ég að hann var ákveðinn i þvi að biða min
rólegur.
Ég leysti hann, færði honum vín og vistir,
og eftir að hann var hress örðínn, ók ég með
bann heim til prinsessunnar.
Ég lét hann biða á meðan ég sagði henni frá
viðtali mínu og keisarans, og hafði fengið sam-
þykki hennar til að fara með mértil hallarinnar.
Eftir það skildi ég við þau tvö ein, en hvað þeim
fór á milli, vissi ég aldrei.
Þegar ég vár kallaður til viðtalsint, rétti
Ivan mér hönd sina, og tók ég hana vingjarn-
lega.
'Svo þú átt að verða bróðir minn , mælti
hann, ‘oí Olga segir mér að þú ætlir alfarinn
heim til föðurlands þíns. Má ég fara með þér ?
Viltu virkilega skoða mig sem bróðurþinn ?’
Eftir þetta eyddi ég einni, mjög unaðsríkri
klnkkustundmeð læim, áður en ég færi, fullviss
um að Olga mundi fara með mér á fund keisar-
ans um kvöldið. Er hafði íagt henni frá láti
prinsins, og það virtist alveg eyðilegga bina sið-
ustu taug í sambandi hennar við Níhilista hreyf-
ingar þeirra tíraa.
—138—
Keisarinn ’reis á fætur, óstyrkur mjög, og
rétti mér hægri hönd sína.
'Derrington’, mælti hann seinlega. Eg hefi
reinst ósanncjarn. iff ég ætti marga vini líka
yður, sem þyrðu að segja mér sannleikann, eins
og hann er, en ekki afskræmdan og óþekkilegan;
ef fleiri þyrðu að segja mér til syndanna, þegar
þess þyrfti við, orjekkert annað getur sýnt mér
hlutina í réttu ljósi, þá væri mörgu betur farið á
Rússlandi, en er.
Farið á fund Olgu d’ Echeveria og segið
henni, að ég óski eftir að sjá hana. Seg henni
að keisari Rússlands ætli að blðja hana fyrir-
gefningar á þyí athæfi, sem hann komst ekki hjá
að fremja. Hún mun skilja það. Þér skuluð
halda hrúðkaup yðar hér i höllinni, og að því
búnu munuð þér balda kyrru fyrir f Rússlandi’.
Svo faðmaði hann mig að sér, að rússnesk-
um sið, og bað mig vel fara.
17. KAFLI.
Hvað ástin kendi.
Allan þenna tíma hafði ég gleymt. Ivan, er
ég hafði skilið eftir bundinn og hjálparvana
heimaf herbergjum roínum, svo nú flýtti ég mér
heim til roí i.
Vesalings maðurinn var nær því að fram
kominn af áreynslu [leirri, er þvi fylgdi að
-135-
og þegar þér lesið þetta mun verða liðin Uukku-
stund frá láti mínu.
Alexis Durnief”.
‘Nú’, mælti keisarinn í skipunar róm, ‘hvað'
hafið (iér að segja’.
'Elikert’.
‘Ekkert ?’
'Nei’.
‘Hafið þér tekið hana til fanga?’
‘Nei’,
‘Hvar er hún nú ?’
'Heima hjá sér. Ég fylgdi henni heim til
sín í morgun, og ef þér viljið veita mér áheyrn,
þá skal ég segja yður hvernig það bar til’.
Siðan skýrði ég honum út í hörgul frá allri
viðureign minni við Durnief; frá hetjuskap Olgu
við að frelsa ruig, og að síðustu, um handtöku
o.r fnngelsi kHfteinsins,
En keisarinn að eins hristi hðfuðið, efabland
inn.
'Ég trúi bréfi Durniefs; hún er Níhilisti’,
mælti hann. ‘Það má til að taka hana fasta’.
‘Ég hristi höfuðið, en hann virtist ekki taka
neitt éftir |>ví, og hélt áfram :
‘Ég held að prinsessan só einmitl þessi vin-
ur. sem veaalings Michael minnist á. Hann
elskaði hana, og ekkert annað enóstákonu
hefði getað freistað hans til óhlýðni ' iðlmig. Já,
ég hygg að Durnief segi satt, svo ég skipa yður
að taka hana fasta ur.direins’.
‘Hún skal ekki verða tekin’, sa^ði ég fin-
beittlega.