Heimskringla - 10.08.1899, Blaðsíða 1

Heimskringla - 10.08.1899, Blaðsíða 1
Heimskringla. XIII. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 10. ÁGrÚST 1899. NR. 44 Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Því hefir verið hreyft i rseðum og blöðum á Englandi, að það sé heetta á neyztluvatnsskorti í London borginni innan fárra ára, af þvi að árnar Lea og Thames séu að þorna upp. Helzt er rœtt um að stjórnin geri gangskör að þvi að leiða neyztluvatn frá fjöllunum 1 Wales til Lundúna. Maður að nafni Hauser k.staði sér niður af Brocklyn-brúnni fyrir fáum dögum. Hann kom á bakið niður i vatnið og skaðaðist mikið. Hann var fluttur á sjúkrahúsið, og er sagður á batavegi. Borgargjaldkerinn í Glasgow a Skot- landi er orðinn skyldugur við bæinn svo nemur $800,000. Öllu þessu f<5, er aðrir höfðu trúað honum fyrir, hefir hann eytt í svalli og — verra. Nýjt pósthús á að byggja i Chica- go. Það verður með stserstu og dýr- ustu byggingum, sem til eru i heimin- um. Það á að kosta $4 milíónir, og verða 400 feta langt, 300 feta breitt og 300 feta hátt. Undirstaða hússins á að ná 100 fet í jörðu niður. Veggirnir verða úr gráum granitsteini. Husið verður 16 lofta hátt. Mjög mikla eftirtekt hefir grein nokkur vakið á Englandi, sem nýlega birtist í páfablaðinu II. Observatore Eomano. Bæðir grein sú um vaxandi vald kaþólskra manna á Englandi, og segir, að kaþólskir menn skipi 31 þlng- sæti i lávarðadeildinni, 9 sæti i leyndar- ráðinu og 13 ensk og 70 írsk sæti i neðri málstofunni. Þess er og getið að þegar búið séað sameina alla kaþólikasvo sem bezt verði, þá muni áhrif þeirra við kosningar koma greinilega i ljós. Allmikill eldur varð í bænum Dyea á Kyrrahafsströndinni 28. f. m. Þar brunnu herbúðir bandamanna og mikill partur bæjarins. Skaðinn er metinn $130,000. Bóluveikin er sögð að vera í Wind- sor, Ont. En heilbrigðisnefndin þar heldur því leynd'*. svo sem frekast má verða. En það vita menn, að sóttnæm- issjúkrahúsið er fult af sjúklingum og að engum er leyft að sjá þá, nema til- settum læknum og hjúkrunarkonum. Ekki er heldur nokkrum leyft að sjá sjúklingaskrána eða að grenslast nokk- uð eftir því, hvað þjáir sjúklingana. Voðalegur stormur æddi yfir Flor- idaskagann 3. þ. m. Bærinn Carra- belle er horfinn. Vindurinn sópaði hon- um burtu. Hafnarbryggjurnar möl- brotnuðu og eyðilögðust og 14 skip rák- ust á land. Fjórir aðrir bæir eru eyði- lagðir. Það þykir markvert að ekki varð annað manntjón en það, að ein kona varð undir húsi sem brotnaði og misti þar lifið, og 15 menn sem voru á fiski veiðum úti á höfninni hafa enn ekki fundist. Það er talið líklegt að þeir hafi druknað. Minto landstjóri. Sir Laurier og stjórnarráð hans hefir verið boðið að koma til Chicago og sitja í samkvæmi miklu, sem þar á að verða þegar hyrn- ingarsteínninn verður lagður undir nýja pósthúsið. En Laurier hefir að svo sðöddu neitað þessu boði og gefur sem ástæðu ósamlyndið milli rikjanna, út af Alaska lanöamerkjamálinu. Bréf frá Bandarikjamanni á Filips- eyjunum segir. að uppreistarmenn séu nú betur búnir að vistum, vopnum og klæðum, en nokkru sinni áður, siðan uppreistin byrjaði. Að visu hafi orðið allmikið mannfHÍl hjá þeim, en þó hafi þeir enn fleiri sjálfboða, en hægt sé að veita móttöku. Eru þeir óðum að læra hernaðaraðferð Bandamanna og stjórn- semi þeirra undir vopnum. Álitið er að 100,000 hermanua þurfi til að bæla niður uppreistina á eyjunum. Banda- menn haljia hér ekki heilsu lengur en 8 mánuði eftir að þeir koma hingað; verða þá ófærir til vinnu, og hljóta þvi að snúa heim aftur og nýir hermenn að koma í þeirra stað. Þessar 8 miliónir manna, sem byggja Filippseyjarnar, standa áreiðanlega á eins háu aiðmenn- ingarstigi eins og þær 12 miliónir, sem ^yggja Mexico, og eru fullkomlega ein- huga i þvi að halda uppi hernaði móti Bandamöunum. þar til amerikanska Þjóðin sér þann sinn kost beztan að hsetta herförum á hendur eyjabúum, og láti þá óáreitta. því með hernaði skuli Bandamenn aldtei vinna eyjarn- ar. Það er áætlað að 3 milíónir manna muni verða aðkomandi í New York til þess að reyna að koma auga á admirál Dewey, þegar hann kemur þangað. En óvist þykir að mögulegt verði að hýsa allan þann fjftlda. Á hinn bóginn er búist við að hver maður muni eyða um $15 þessa 2 sólarhringa, sem haun dvel- ur þar i borginni. En að eins 1 af 500 fær þá ánægju að sjá Dewey. Siðustu fréttir frá Klondyke segja að gull upptekjan þar muni verða um $40 miiiónir á þessu ári. Gulltollur stjórnarinnar er þegar orðinn $1,700,000 Voðafréttir frá Stamford, Conn.. segja að rafmagnsbrautarvagn, hlaðinn með fólki, hafi runnið út af sporinu og dottið ofan af 51* feta hárri brú, sem hann var á Á fluginu ofan af brúnni veltist vagninn um og kom niður með því heljarafli að hann molbrotnaði. 30 manna létu þar lifið samstundis og margir meiddust mikið; 8 þeirra eru hættuloga skaðaðir. í bænum Harbori Bandarikjunum varð stórkostlegt slys þaun 7. þ. m. Fólkslest kom þá til bæjarins, til þess að sjá herskipaflota, sem þangað var kominn. Þegar Main Central vagnlest- in kom með 1800 manna, þá var þar við bryggjuna gufubátur, sem átti að flytja suma farþegjana. Fólkið æddi fram á bryggjuna og út á bátinn. þó því væri sagt að hann gæti ekki bonð fleira en 400 manns. og það beðið að fara varlega. Eu fólkið sinti því ekki og þrengdi sér fram á bryggjuna, þar til hún féll níður. Drukknuðu þar 20 menn og 14 náðust að eins með lifs- marki. Þrælasala viðgengst enn þá i Tyrk- landi. í síðustu viku fundust 10 þræl- ar, »em verið var að fiytja til Constan- tinopel í einu af gufuskipum stjórnar- innar. Þeir voru Arabar og Abyssiniu menn. Það er grunur manna að þetta fólk hafi átt að flytja til tyrkneska sjó- málaráðgjafans, og að hann hafi keypt þessa menn. Allmikið ex nú rætt um það i Evr- ópu blöðum, að konungsstjórnin á Spáni sé á fallanda fæti, og að Weyler hershöfðingi. sem um tima hafði æðstu völdlá Cúba, muni verða til þess að fella stjórnina, “og muni ætla að stofna þar lýðveldi iog verða sjálfur forseti þess. Ræða Weylers í þinginu um dag- inn, þegar hann sagði að uppreist væri stundum nauðsynleg, til þess að hreinsa loftið, virðist benda glöggt á fyrirætlun hans i þessa átt og vakið mikla eftirtekt um allan heim. Ekk- ert annað hamlaði stjórninni frá að setja hann í varðhald fyrir þessa land- ráða þingræðu, en óttin fyrir því, að allur herinn mundi tafarlaust gera upp- reist í landinu, ef Weyler væri tekinn fastur. Það þykir og merkilegt, að hertoginn af Tetuan, einn af mestu stjómmálamönnum á Spáni, hefir sagt rað opinberlega. að Spánn verði að breyta stjórnarfari sínu í frjálslegra horf en verið hefir, ef þjóðin eigi ekki að missa þá litlu virðingn, sem hún enn þá hefir hjá hinum þjóðunum. Það hefir verið á orði um nokkra undanfarna daga, að Ja^an og Kina væru að gera samning sin á millum til sóknar og varnar gagnvart öðrum jjóðum. Rússar hafa nú skorist í jetta mál, og hóta Kína öllu illu, ef sá samningur sé gerður. Þykir það trúlegt, að Kinar láti Rússa enn þá einu sinni kúga sig til hlýðni { þessu máli. Það er og talað um möguleika á þyí að England og Japan myndi sóknar og varnar samband sín á milli, og hyggja menn að Rússar muni þá ekki þora að hafa i hótunum við Kin- verja, ef Englendingar eiga í hlut. Allmiklar æsingar eru á Englandi um þessar mundir út af ráðagerð stjórnarinnar þar, að leggja frumvarp til laga fyrir næsta þing, um aðveita almennan ellistyrk, á sama hátt og gert eríÁstralíu. Margir eru á móti þessu, telja það muui hafa skaðleg áhrif á framkvæmdaafl manna. Lieut. Copp, formaður á herskip- inu Napidan, skaut i fyrradag á varn- arlaust þorp á Filipseyjunum. Fólkið varð sem steini lostið, og flýði upp til fjalla, en nokkrir mistu lifið. Yfir- menn Bandarikjanna viðurkenna ó- happið og þykir illa hafa tiltekist, sér- staklega vegna þess, að fólkið hafði safnast i bæ iþennan með fullri vissu um að vera þar óhultir undir vernd Bandamanna. Aguinaldo heimtar $7, milíónir af Spánarstjórn til þess að hann láti lausa alia þa spánsKu fanga, sem hann hefir á sinu valdi. Astor brendur. Þau eru reið yfir þvi Bandaríkja- blöðin, að William Waldorf Astor, millionaeigandinn frá New York, hef- ir flutt sig með skyldulið sitt alt til Englands og gerzt brezkur þegn. Þykir blöðunum, sem von er, að Ast- or hafl sýnt föðurlandi sinu hina mestu óvirðing, með því að yfirgefa Bandaríkin og afsala sér þegnrétt- indum þar. Þau benda á það að all- ar þær millíónir sem nú eru eign þessa manns, og sem gera honum mögulegt að lifa kongalífi yfir á Eng- landi, hrfl hann grœtt í Bandarikj- unum. Forfeður hans komu þangað blásnauðir í byrjun þessarar aldar, en græddu svo öll sin auðæfl á verð- hækkun lands er þeir keyptu I New York og grendinni. Hinn núverandi eigandi alls þessa mikla auðs, hefir ekki unnið sjálfur fyrir einu einasta centi af honum. Alt er það erfðafé frá forfeðrunum, og alt er það sam- safn af vinnuarði annara. Band i- mönnum finst að Astor hefði mátt una vel hag sínum I Ameríku, og að engin knýjandi ástæða hafl neitt hann til að yflrgefa land sitt, þar sem ár- Iegar inntektir hans af eignum sem hann á I New York og víðar í Banda- ríkjunum nema millíónum dollars. Það hefði verið öðru máli að gegna ef maðurinn hefði getað ávaxtað eign- ir sínar betur á Englandi en i Banda- ríkjunum. En að draga allan auð- inn út úr Bandaríkjunum og lifa sjálfur og eyða honum í Evrópu, það þykir mönnum algerlega óþarft. Að vísu hafði Astor verið utan svo árum skifti. En það var ekki fyr en sú frétt barst vestur um haf, að hann hefði þann 20. Júlí síðastl. afsalað sér öllum þegnrétti Bandarikjanna og gerzt borgari hins brezka veldis, að blöðin fóru að álasa honum þung- lega. Eu þá sögðu þau lika sina meiningu með skirum orðum. Og svo varð æsingin mikil, að likneski var gert af honum og það brent op- inberlega á götunum i New York. Minni, sungin á íslendingadeginum í Winnipeg 2 Ágúst 1899. r Minni Islands. Gamla ísland! ættland mitt, Ægi girt og fjöllum, Rétt að pefna nafnið þitt Nóg er kvæði öllum. Hljómar instu óma þá Allra ræktar-tauga, Stolt og vonir vígslast á— Vöknar nærri’ um auga ! Árdagssólu opnast nýtt Útsýni þá hækkar— Við að fara frjálst og vftt Föðurland manns stækkar. Hyllir úti upp úr sæ Ættjörð glegst við sonum ; Bernskuminning blíðkast æ, Birtir yfir vonum Rök þau munu felast fám Fyr en tímar liða, Að frá íslands köldu knjám Kramar-börn ei skríða! Hér skal kvarni’ af krafti þeim Kyns þíns, móðir góða : Reyna öfi við heilan heim Hreysti, drengskaps, ljóða. Legg þú Auðna ár og frið islnnds ver og grundum. Það veit enginn eins og við Að oss langar stundum : Lokka hörpu Óreif af Inn á frónska móa Syngja austur yfir haf Akra vora’ og skóga. Æakusyskin ústarþökk, — Af þó legðust fundir— Fyrir orð og atlot rökk, Ótal glaðar stundir! Feðrum sem að íramhug oss Festu’ í skapi ungu! Mœörmn sem við kvæði’ og koss Kendu’ oss þess* tungu. Stephan G. Stephansson. Minni Canada. ------\ Canada, fránskreytta frelsisins gyðja Farmannsins óðal og griðanna land, Framtíðar ættarland útlendra niðja Ólíkra, fjarskyldra þjóðernisband. Býðurðu, framtið með björtustu von- um. Býðurðu velsæld og menning og dáð. Móðir þú verður að mærustu sonum, Minninga, sólrika, framtíðarlúð. Canada, landið með hæðir og hlíðar, Hávaxna tinda’ og in voldugu fjöll, I>andið með bæi og borgir sro fríðar, Blikandi stórvötn og rósprýddan völl. Landið með gullrika, glitrandi steina, Glóandi akra og þrumandi foss, Landið með árskógsins hreimblæinn hreina, heilbrigðar vonir og ástvinar koss. Canada ættarstöð norrænna niðja, Norðursins sögu hér byggirðu stól. Canada vonanna guðborin gyðja Getin af Óðni við almóður Sól. Canada, þú ert oss kær eins og móðir, Canada ástkæra hugsjóna dís Canada, opnar þú kærleikans slóðir, Canada sól er i vestrinu rís. S. B. Benedictsson. MINNI---- r V°stur- lslendinga. Hvað þráðum vér er létum vér frá landi —Þá lág oss sýndust hæztu íslands fjöll— Og brimið söng um aflið ósigrandi Með öflgum röm,—en særinn rauk sem mjöll ? Vér stundum þungt, þæröldur einnig stundu Því ótta vorn og þrá þær sjálfar fundu. Hvað þráðum vér ? Vér girntumst frið og frelsi Sem irjálsir raenn að ryðja’ oss sjálf- um braut, Að losa oss sem fyrst við flest þau helsi Sem feður vora þjáðu’—uns orkan þraut. Þeir báðu’ um vor á köldum þrauta- þorra ; Vér þráðum ráðning bernskudrauma vorra. Hvað störfum vér ? Sjá börn á græn- um bala Og berum saman vort og þeirra starf. Þau “vinna hart” og hreystilega tala Um hvað það er sem bráðum gjðra þarf. Og þótt vér brosum bernsku’ er lít- um slika Vér brennum sorp—en margan dem- ant líka. Sjá ! Framtíðin er vits og vinnu smíði. Ó vinnum því á meðan dagur er ! Því kapphlaup vort við aðra land3- ins lýði Er leikur einn ef bræður reynumst vér. En heilladis vor harmar það og græt- ur Ef höft vér leggjum hver á annars fætur. Þvi hlaupum fljótt, já, hlaupum vel og lengi Uns hæzt á tindi fjallsins stöndumvér; Það gildir enn um vaska’ og væna drengi Að verkið hálfnað sé þá byrjað er. Það gildir enn. En heyr mér íslenzkt eyra: Er okkar verk þá hálfnað eða meira ? Hjörtur Leo. Bréf uað heiman.” SáNDI, 3 JÚLÍ 1899. Þingmálafundur Suður ÞinReyinKa var haldinn i gær á Einarsstöðum i Reykjadal, og stóð frá miðjum degi til uiiðrar nætur. Þar barst mér i hendur Heims- kringla með kvæðum eftir Stefán G. S efánsson, “Gripið úr lausu lofti.” Við hittumst þar uppi á stofulofti : Þorgils gjallaudi, Pétur Gauti, Benedikt á Auðuum, Jóhaunes Þorkelsson og ég. Eg gat um að hér væru kvæði eftir Stefán og vildu þeir þá gjarnan hej'ra hvað hann segði núna. Svo las Jóhannes kvæðin. En þau augu, sem skotrað var til hægri og vinstri, þegar beztu bitarnir komu á varirnar, t.d. “hárgreidusmér- ið” o. s. frv., eða snjórinn, sem er eins “helkuldahreinn eins og heilagsmanns samvizkuró ” Þá voru það nýjar frétt- ir, að til væri vegur, sem liggur gegn- um magann, að hjartanu, og myndi Klaufi hinn yxndælski geta verið “lóss” á þeirri leið. En þegar Loftur prófast- ur i Vaðli og Magnús kaUpmaður i Hall- andavogum komu til sögunnar—þá var þögnin rofin. Vér höfum gætur á því, sem kveðið er vestur við Klettafjöllin. Vér finnum og sjáum, að par er “hönd sem kann að spenna strenginn.” Vér fellum ekki verð á neinum fyrir það, þótt hann vilji heldur éta þurt úti á eyðimörkinni, en sleikja gráða og hárgreiðusmér inni i mannþrönginni, þar sem “svigrúm lífs- ins er svo þröngt á allar lundir, að þriðj ungur af mönnum er bara troðinn undir. Vér biðjum að heilsa bugmynda- erninum vestur við Klettafjöllin, með þakklæti fyrir mikinn hluta þess, sem hann hefir sýnt. Hann getur treyst því, að ungarnir hans lifa í íslenzku dölun- um—inn við fjallið og út við fjörðinn, í sundinu milli lands og eyja, á kvöldin þegar “skýjareifin gúlpa í byrlausri mollunni,” þegar áin er eins og “bráðið gull í deiglu,” og á morgnana, þegar “sólin mild og morgunrjóð, mænir úr Ránarhliði.” Hann hefir nú “leift eftir sig bæði stig og spor." Já, ég ætlaði að minnast á fundinn. Hann var ekki vel sóttur—eitthvað 50 til 60 manns. • Reyndar fjölgar fundahöldum jafnt og þétt hér í bygðiunum. En þó eru þeir heldur fáir sem halda ræður á mannamótum. Sumir allra skynsöm- ustu menn hlusta stöðugt og þegja, eða oftar en hitt. Svo er um Benedikt á Auðnum, Þorgils gjallanda, Jóhannes Þorkelsson og Indriða bróðir hans, Sig- urjón Friðjónsson og fleiri. Á þessum fundi töluðu þe8sir helzt (taldir eftir aldri): Árni prófastur. Sigurður í Felli, Páll Jóakimsson, Pétur Gauti, Stein- grímur sýilumaður og Guðmundur á Sandi. Páll var sá eini sem fylgdi fram V altýskunni. Hann er greindur maður og kann alþingistíðindin tilgóðramuna Hann rær oftast einn á bát. Heyrst hafði, að Einar vinnumaður í Öxl væri lagður af stað í ieiðangur til þess að taka strandhögg handa Valtýsk- unni. En ekki sást hann á fundi þess- um. Mun hann hafa setið heima i guð- rækilegum hugleiðingum, eða þá aðöðr- um kosti skotið í mark þar sem engan var að hitta. Fundurinn hafði mörg mál með höndum. þ»r á meðal fátækramál, sam- göngumál, búnaðarmál os bann gegn vínsölu í landinu, bankamál o.fl. og svo stjórnarskrármálið. Um það urðu langar umræður, en ekkert var á þeim að græða—alt gömul upptugga, sem von var. Fiestir voru á eitt sáttir um það, að Valtýskan væri þverö/ug við þær kröfur um innlenda stiórn og landsréttindi. sem íslendingar hafa stöðugt þráð. Steingrímur sýslu- maður tók skýrt fram, að hún væri nú gengin lengra en í fyrsiu, í þvi að flytja hægrimannapólitík Dana i kenningum sínum, og að hún færi nú lengra í því en í fyrstu, enda myndi Valtýr ekki hafa séð i öndverðu, hvar hún hlyti að hafna sig. Hinsvegar féllu engin hvass- yrði í garð Valtýs Skoðanir fundarmanna og þingm. (Péturs Gauta) virtust falla saraan yfir- leitt, og er það jafnan gott fyrir þing- menn þegar svo ber undir. Skorað var á þingið að gera alt sem það gæti til þess að koma fréttaþræðin- um til landsins. G. F. vildi þó að máli þessu væri frestað og taldi líklegt, að vísindin myndu bráðum leysa þá gátu til fulls, að senda þráðlausskeyti. Hann minti á framfarirnar sem orðið hefðu i rafmagnsfræðinni á síðustu árum, og þótti ekki meiri furða þó þessi nýung næði ótrúlegum vexti og viðgangi. — Fundurinn hafði ekki trú á því, að þráð laus fréttaskeyti yrðu send fyr en ef til vill eftir 100 ár, og vildu með engu móti biða i slikri óvissu. Fundarmenn voru veðurbitnir en vel til reika og koin enginn hallærishug- ur frara þegar um fjárausturinn úr landssjóði var að ræða. Énda hættir mörgum til að skoða hann sem erlenda gullnámu. En margir rista breiðan þveng af annars skinni. G. Friðjónsson. j KAPPHLAUP. L Stúlkur innan 6 ára... .50 yds- 1. Árora Anderson. 2. Rósa Stefánsdóttir. 2. Drengir innan 6 ára.... 50 yds 1, Jón Júlíusson. 2. Matthias Anderson. 3. Stúlkur 6—8 ára.........50 yds- 1. Dora Eldon. 2, Herdís Einarsson. 4. Drengir 6—8 ára.........30 yds 1. Rooney Backmann. 2. Johann Paulson. 5. Stúlkur 8—12 ára........50 ydsí 1. Ásta Freemar. 2. Sigríður Þorsteinsdóttiv. 3. Runie Runólfsdóttir. 6. Drengir 8—12 ára........75 yds- 1. Kr. Backmann. 2. Stefán Finnsson. 3. Baldur Ólson. 7. Stúlkur 12—16 ára.... 100 yds 1. Jónina Vigfúsdóuir. 2. Þorbjörg Þorvarðai dóttir. 3. .Helga Bergþórsdóttir. 8. Drengir 12—16 ára.... 100 yds- 1. Ingo Dalm&nn. 2. Lorenz Finney. 3. Joh. Johannesson. 9. Ógiftar stúlkr yfir 16 ára lOOyds- 1. Guðbjörg Jóhaniisdóttir. 2. H. Freeman. 3. Valgerður Kristjánsdóttii. 10. Ógiftir menn yfir 16 ára 150yds- 4. K. G. Kristjánsson. . M. Ormson. 3. S. Christie. 11. Giftar konur.............lOOyds- 1. Mrs. M. Pétursson. 2. Mrs. Markússon. 3. Mrs. Breckmann. 12. Kvæntir menn.............150yds- 1. S. K. Hermann. 2. J. Thorgeirsson. 3. Paul Olson. 13. Konur 50 ára og yfir... .75yds> 1. Agnes Steinsdóttir. 2. Carolina Dalmann. 3. Ólöf Björnson. 14. Karlmenn 50ára og yfir lOOyds- 1. Magnús Halldórsson. 2. Helgi IUugason. 3. B. H. Jónsson. 15. Kvart mílu hlaup. 1. K. G. Kristjánsson - 2. M. Ormson. 3. S. Christie. 16. Hálf mílu hlaup. 1. M. Goodman. 2. Jack Olson. 3. T. Johnson. Aflraun á kaðli, milli giftra manna og ógiftra. Ógiftir menn unnu. HJ()LREIÐAR. 1. Fyrir að eins þá, sem ekki hafa fengið verðlaun áður 1 mila 1. H. Siverts. 2. M. Johnson. 3. H. Thompson. 2. Fyrir alla...............1 míla 1. K. Backman. 2. I. Brynjólfsson. 3. H. Siverts. 3. “Handicap”...............2 mílur 1. H. Siverts. 2. F. Byron. 3. K. Backmann. 4. Fyrir alla...............[q* 1. M. Johnsou. 2. S. Brynjólfsson. 3. F. Byron. 5. Kappreið milli sunnanbæjar- manna og norðanbæjarmanna 5 á hvora hlið.........3 mílur Norðanbæjarmenn unnu. 6. Hjólreið fyrir kvennfólk § míla 1. Miss H. Freeman. 2. Miss R. Eggertsson. _ 3 Miss V. Arnadóttir. 7. íslendingadagsnefndin 1 mila> 1. Paul Olson, 2. Ólafur Ólafsson. 3. Sigfús Anderson. Langstökk (hlaupa til). 1. S. Christie. . 2. S. Johnson. Hoj 'P—stig— stökk. 1. S. Johnson. 2. S. Christie. Verðlaun fyrir dans unnu: 1. Mrs. P. Bowery. 2. Miss R. Eggerts. Ef einhver kynni að vita livar Syst- ír min, Guðrún Helga Þórðardóttir er niðurkominn, vildi ég biðja hann (eða þa) að gera svo vel og láta mig vita um það sem fyrst, Hún er ættuð af Skóg- arströnd í Snæfellsnessýslu; var hér í Winnipeg fyrir nokkrum árum síðan, en mun svo hafa tiutt eihvað vestur á Kyrrahafsströnd. Allar upplýsingar viðvikjandi þessari konu verða þakk- samlega þegnar. Winnipeg, 18. Júli 1899. Guðmundur H. Þórðarson.. 757 Ross Ave.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.