Heimskringla - 10.08.1899, Page 2
HEIMSRRINOLA 10. ÁGÚST 1899.
Heimskringla.
V»rð blaðsins í Canada og Bandar. Sl.50
iuu á.rið (fyrirfram borgað). Sent til
íslands (fyrirfram borgað af kaupend
uru b'aðsins hér) $1.00.
Peningar seudist í P. O. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Order. Bankaávísanir á aðra banka en '
SVinnipeg að eins teknar með afföllum
It. Íj. Italdninson,
Utgefandi.
Office : 547 Main Street.
p.o. BOX 305-
Islendinga-dagurinn.
2. Agúst rann npp skuggaiegur
og með skýþrungnu lofti, og nefndin
sem stdð fyrir hátíðishaldinu, var
milli vonar og ótta um afkomuna.
Klukkan 9 um morguninn fór fólk
ið að streyma inn í garðir.n og kl
11 munu um 1500 manns, að með
töldum börnum, hafa verið þar sam
ankomið. Kapphlaupin fóru fram
uákvæmlega eins og auglýst hafði
verið. Yoru þau þreitt af hinu mesta
kappi. Reyndu sig þar börn yngri
en 6 ára, sjötugar koi.ur og karlar
og menn og konur á öllum aldri þar
4 milli. Mátti þar sjá margan fræk
inn skeiðsprett á tveimur jafnfljótum
enda var til góðra vefðlauna að vinna
Að afloknum hlaupunum tóku menn
sér hvíld til snæðings.
Kl. 2 síðdegis byrjuðu ræðuhöldin
og 4 undan hverri ræðu voru lesin
upp minni þau, er vér prentum á
öðrum stað hér í blaðinn. Ræðurn
ar voru snjallar og góðar og bi'tum
vér þær í næstu blöðum. Borgar-
stjóri Andrews var þar sem heiðurs
gestur, að boði nefndarinnar. Hélt
hann stutta og lipra ræðu og mjög
velviljaða í garð fslendinga, sem
hans er venja, Séra Bjarni Þórar
inason, nýkomiun frá íslandi, mælti
síðast fyrir minni kvenna.
Næst á eftir ræðunum var tekið til
að tefla lifandi skáktafl. Munu þá
hafa verið í garðinum nokkuð
þriðja þúsund manns, því fólkið var
að þyrpast þangað allan daginn
Það var búist við að mjög margir
innlendir menn mundu sækja hátíð
ina, einkurn til þess að horfa á skák
taflið, sem fór fram undir umsjón hr
Magnúsar Smitb, íslenzka taflkapp
ans. En yflrvofandi regn hindraði
mikinn fjölda fólks frá að koma, sem
þó höfðu ásett sér það. Skákin för
vel fram og var hin bezta skemtun
Taflfólkið var í einkennisbúninguin
og voru sumir þeirra mj.’ig laglega
gerðir. Það er mál innlendra tafl-
manua sem á horfðu, að þessí nýstár-
lega sýning sé með því allra bezta
er þeir hafl séð, og að slíkum sýning-
um muni verða haldið áfram hér
framvegis. Enda hafa nú þegar all-
margir hérlendir menn látið þá ósk
sína í Ijósi, að þessi sýning verði
höfð aftur bráðlega, svo að þeim sem
ekki gátu verið viðstaddir á íslend-
iugadagínn, geflst kostnr á að sjá
hana.
Næst á eftir taflinu fóru fram hjðl
reiðar og aflraun á kaðli. Hjólreið
arnar voru I betra lagi og tóku all-
margir þátt í þeim. Stúlkurnar sem
reyndu sig fóru hálfamílu á 1\ mín-
útu, en karlmennirnir fóru eina mílu
á 2| mínútu. Alt fór mjög vel og
siðsamlega fram í garðinum.
íslenzki I.O. F. hornleikendaflokk-
urinn, undir forstöðu Hjartar Lárus-
sonar, spilaði allan daginn í garðin-
um, og fórst það prýðisvel eins og
vant er. Það var sannarlegt yndi að
hlýða á það, og einkum er það spil-
aði á milli ræðanna, enda dáðust
margir innléndir menn aö því.
Klukkan 8 um kvöldið fór fólk-
ið að dansa. En kl. i0 byrjaði að
rigna, svo að sú skcmtun varð enda-
slepp. En menn höfðu þá lika notið
góðra og fjölbreyttra skemtana í
fulla tólt klukkutíma samíleytt, og
fóru því allir heim ftnægðir.
Allmargir aðkomandi gestir sóttu
hátíðina, frá Pembina, Cavalier og
Selkirk og Nýja-íslandi.
Nefndin sem stóð fyrir þessari tí-
undu þjóðbátíð Isiendinga f Winni-
peg, er vel ánægð með hátíðina og
útkomuna yfir höfuð. Reikningarn-
ir yfir tekjur og útgjöld d:u sins
verða anglýstir síðar.
William Bryan.
Willians Jennings Bryan, leiðtogi
Demokrata í Bandaríkjunum , er and-
vígur stefnu stjórnarinnir í hermálum
hennar. Hann hefir ritað grein í blað
ið Independent og segir þar á meðal
annars: Filipseyjamálið er mikilsvarð
andi vegna þess, að það hefir áhrif
stjórnfræðisleg grundvallaratriði. Stjórn
ir hafa tvenssonar upptök: vald og
samþykki. Konungastjórnir eru bygð
ar á valdi, lögstjórnir á samþykki. —
Frelsisskrá Bandaríkjanna ákveður, a?
stjórnin fái sín réttmætu völd með sam
þykki þeirra, sem stjórnað er, og við
þessa kenningu höfum vér haldið í meir
en heila öld. Það er kenningin, sem
hefir auðkent oss frá ílvrópulöndum og
hefir gert þjóð vora að vonarstjörnu
mannkynsins.
Ef kenningin, sem ákveðin er
frelsisskránni, er bygð á sönnum
grundvelli, hvernig getum vér þá keypt
yfirráð af Spánverjum, þar sem vér
mótmæltum yfirráðum þeirra yfi
Cuba, og þegnar þeirra á Fílipseyjun
um voru undir vopnum og í uppreist
móti' yfirráðum Spánar. Einstakling
urinn getur haft tvöfaldan lífsferil, en
að eins annar þeirra verið opinber, en
þegar hvortveggju verða opinberir, þá
getur hann að eiiislifað einum lífsferli
og það hinum verri. Lýðveldi getur
ekki tekist á hendur nýlendustofnanir
það getur ekki haldið fram kenningum
um yfirráð með samþykki hennar, en
yfirráð með valdi í nýlendunum. Kenn
ingin um frjálsræði, missir kraft sinn
þegar vér förum að halda fram þeirr
kenningu, sem tíðkast í Evrópu, en er
fyrirlitin hér. að þjóðstjórnir séu síval
ar í lögun, hér um bil 13 þumlungar að
þvermáli og hlaðið úr fallbyssum. Það
er undravert að nokkur, sem trúir á
sjálfstjórn skuli geta aðhylzt það að
innlima nýlendur með valdi. En enn
þá undraverðara er þó það, að nokkur
sem hefir kristna trú, skuli aðhyllast
það að beita afli í sta* réttinda, til þess
að útbreiða áhrif þjóðar vorrar.
Ef vér tökum til að nota eld og
blý í stað fagnaðarboðskapar á Filips
eyjunum, hve langt mun þá verða þar
til sama aðferðin verður brúkuð hé
við heimaþjóðina. Svo lengi sem vér
beitum röksemdum, sem hrópa til
hjartna og sanngirni fólksins, þá mun
alt ganga vel fyrir oss. En vér getum
ekki, án þess að stofna kristindóminum
í hættu, viðhaft gömlu aðferðina, að
sprauta trú og hlýðni inn í mannlega
líkami gegnuro I yssuopin.
Ef forsetinn vill ekki taka upp
sjálfan sig þá ábyrgð, að fylgja kenn-
ingu frelsisskrárinnar, þá getur hann
stefnt congressinu saman og látið það
hafa veg og vanda af því máli. Eitt
aukaþing mundi verða kostnaðarminna
en herleiðangurinn. Að ég ekki tala
um frumatriði þau í stjórnarfyrirkom u
laginu, sem hér liggja til grundvallar.
Þjóð vor heldur verndarhendi yfir lýð-
veldunum í Suður-Ameriku fyrir árás-
um annara þjóða, svo að þær geti unn
ið að sínu ákvarðaða þjóðartakmarki.
Vér gætum gert hið sama við Filips-
eyjarnar. Vérhöfum losað þær undan
útlendum yfiráðum; nú getum vér
verndað þær fyrir árásum, meðan þær
eru að mynda nýtt lýðveldi í Austur
heimi.
Ritsíminn til íslands.
Eftir F. B. Anderson.
I.
Flestum er nú kunnugt, að ýmsir
mikilsvirtir menn á Islandi og í Höfn,
hafa sótt það mál með kappi nú um síð-
astliðin ár, að Island borgaði útlendu
málþráðafélagi stór fé til að leggja rit-
síma milli Orkneyja og íslands.
Þessir forsprakkar fréttaþráðarins,
—“ritsímans”—virðast álíta, að f^-rsta
sporið til að rétta við efnahag þjóðar-
innar, sé að koma íslandi í málþráðar-
tengdir við útlönd, og að það sé ómögu-
legt nema þvi að eins, að ísland borgi
ritsímafélagi nálægt 40,000 krónur í árs-
tillag um 30 ár.
Alþingi hefir fallist á þessa uppá-
stungu ogsumir gáfu-og lærdómsmenn-
irnir hafa ritað lofræðu um liana. og
þennan f.yrirhugaða ritsíma.
Mér sýnist alt annað. Eg er sro
vestnrhejmskur og svo tortrygginn, að
mér sýriist að alþirigi og forsprakkar
ritsimans mikla, vera að stofna fóstur-
jörð okkar í hættu, og ég er svo bíræf-
inn og framhleypinn að ég skal segja
hversvegna mér finst að alþingi ætti að
íhuga þetta mál vandlega, áður en rit-
símasnaran festist því og alþýðu fslands
algerlega um fætur,
Ég hefi nefnilega þá skoðun, að rit-
símalagning milli fslands og útlanda sé
ekki fyrsta sporið til að rétta við efna-
hag íslands, heldur til að gefa útlend-
um auðherjum fullkomin umráð yfir
verzlun og atvinnuvegum íslendinga.
Það má vera að sumum lærðu herr-
unum og ‘ ‘höfðingjastóttinni” finnist
að mér og minum líkum komi þetta rit-
sima fyrirtæki ósköp lítið við, og að al-
þingi og þeir miklu mennirnir utan-
lands séu einfærir að gera út um þetta
mál. Það má vera að þeir herrar segj
við mig :
“Enginn bað þig orð til hneigja,
Ulur þræll, þú máttir þegja ”
Já, það er hugsanlegt. En einmitt vegna
þess að ég þekki dálítið á það, við hvt ða
kjör vinnuhjú og fátæklingar íslands
verða að búa,—en það er níu tíundu
þjóðarinnar, ef ekki meii—þá ætla ég
að ympra ögn á þessu kostaboðlþeirra
ríkilátu agenta, því það mál hefir tals
verða þýðingu, ekki aðeins fyrir alþýð
íslands, heldur einnig fyrir okkur und
anvillingana, sem búum eða ráfúm er
lendis. Það hefir þýðingu fyrir okkur
vesturfarana vegna þess, að álit annara
þjóða á okkur fer ekki einungis eftir
okkar eigin hæfileikum, heldur og eftir
ástandi og raenningarstigi þjóðarinnar
heima. Við erum kvistir af þeim stofni
Það ber oft við að við erum spurðir að
þvi, hvaða iðnir íslendingar stundi og
hvaða afburði og kunnáttu þjóðin hafi
að bjó'va. Við erum miklu sjaldnar
spurðir að því, hvert nokkur málþráður
tengi ísland við önnur lönd, né álitnir
minni menn fyrir aðhafa búiðsvona af
skektir og einmana um þúsund ár.—
Þvert á móti. En það er hætt við að
íslenzka þjóðernið falli í verði, ef það
sannaðist, að fulltrúar þjóðarir.nar létu
ginna sig til að borga útlendn auðfélag
meira í rentur fyrir afnot og frétta
þræði, heldur en þráðurinn sjálfur þarf
að kosta. Þess vegna vil ég ekki sitja
alveg þegjandi hjá á meðnn verið er að
snara ísland, því mér virðist þeosi
roikli ritsimi Norræna félagsíns vera
okursnara, til að skuldbinda Island með
alveg óþörfum útgjöldum og ókljúfandi
skuldum.
Því miður hefi ég hvergi nærri öll
þau skýrteini. er ég þyrfti, við hendina
né heldur eru innviðir þessa kappsmáls
þeirra Valtýs og stóra Norræna fe'ags
ins, nær að fullu kunnir. Stórblöð (?)
íslands hafa ekki látið svo lítið sðkoma
til mín, nema meðhöppum og glöppum
Aðeins Fjallkonan hefir komið reglulega
allatíð; Heimskringla síðan í vor, og
ég hefi séð hálfan árgang af Dagskrá
er tengdabróðir minn á íslandi sendi
mér. oí þess utan riokkur blöð af Isa-
fold frá herra J. Fessard frönskum að-
aðalsmanni sem hefir gert sér far um
að hvetja stj^rnina hér til að styrkja
veðurathuganir á íslandi. En af þess-
um blöðum sé ég að Dr. Valtýr Guð-
mundsson, frumhafi ráðgjafafrumvarps-
ins nafnkunna, er einnig forsprakki
þessa ritsímafyrirtækis. Og hefir nor
ræna símafélagið haldið þvífram, að Is
land legði fram svo hundrað þúsundum
króna nemur til s'randsímans. Hvað
mörg hundruð þúsund ritsimi félagiö
að kosta til alls, segir hann ekki. En
af áðurgreindum blöðum má ráða, að
það nemur miljónum, og það einnig, að
ritsímatilboðið og ráðgjafafrumvarpið,
hanga saman. Samkvæmt téðum blöð-
um, þáer ritsímamálinu þannig farið:
Stóra ritsimafélagið Norræna, sem
hefir aðsetur sitt bæði í kaupmannahöfn
og Lundúnum, gerði Alþingi kost á þvf
sumarið ]897, að leggja málþráð milli
Orkneyja og íslands, svo framarlega
sem íslánd skuldbindi sig til að borga
fýlaginu fjörutíu þúsund krónur árlega
30 ár. Og Alþingi virðist hafa tekið
boðinu feginshendi, og lofað að gjalda
að minsta kosti 30,000 krónur árlega til
félagsins. sem sjálft. á að annast ritsim-
ann. Samkvæmt svona löguðum samn-
ngum h'ifa félags agentarnir stritt af
kappi; alþýða Islands virðist hafa í-
myndað sér, að þráðurinn yrði iagður
nnan tveggja ára, svo eindregiö virð-
ist, alt hafa verið af stórfélagsins hendi.
En ritsíminn er eklci lagður enn,
svo að Alþirigi og alþýða Islands hefir
enn rétt til að íhuga mál þetta betur ;
nefnilega :
Hvað mikið fé þarf Island að borga
fyrir fréttaþráð til útlanda ?
H\ ernig getur ísland bezt farið með
það fé sem þjóðin hefir nú undir hönd-
um ?
Ætti ritsími þessi að sitja fyrir öll
um öðrum landsmálum ?
Sé hér ekki ratt hermt, þá vona ég
að góðfúsir menn leiðrétti það. En sé
hér rétt frá sagt og hafi Alþingi gengið
að ofangreindum kostum ritsímafélags
ins, þá er Alþingi sannarlega greiðvikið
við útlenda herramenn. Það er löður
menska af stóra félaginu, að leggjaekki
þráðarspotta þennan á þessu sumri, því
seinna getur Alþingi og alþýðu íslands
snúist hugur. Sé þá þetta ritsímasýsl
engu nær, þá getur Alþingi gert annað
óþarfara en að endurskoða ritsímamálið
frá rótum, og gera sér og alþýðu grein
fyrir þessum atriðum :
Hvort ritsímalagning til Islands sé
fyrsta sporið, sem íslenzka þjóðin þarf
að stíga til velmegunar og framfara.
Hvað mikið þessi þráður tilútlanda
—segjum til Orkneyja—þarf að kosta
ísland.
Hvernig alþýða Islands getur bezt
varið því fé, sem ráðgert hefir verið að
borga fyrir þennan ritsima, og sem ís
lenzka þjóðin hefir enn undir hönduro
Um þessi atriði vil ég fara nokkrum
orðum.
Er rjtsími til útlanda fyrsta sporið
til velmegunar, frelsis og framfara ?
Bætir þjóðin hag sinn með því að
fleykja. út fé sínu til útlendinga, og
sökkva sér í skuldir til að styrkja fyrir
tæki, sem útlendir auðvaldsmenn eiga
og mundu nota til þess að kvrkja Island
og þjóðerni þess.
Alþingi hefir lengi og ekki að á
stæðulausu barmað sér um peningaleysi
til að styrkja ýmsar jarðabætur, auka
skipastól landsins og kaupa ýmiskonar
verkvélar, þó ekki væri nema til að
byrja að nota ár og fossa landsins ögn
meira en hingað til Þjóðarfulltrúarnir
hafa ekki þótzt mega leggja svo mikið
sem 50—60 þúsund krónnr i svoleiðis
“experiment” né vogað að fela Islend
ingi þær framkvæmdir á hendur. En
svo ber fleiri hundruð miljóna eigandi
að dyrum og segir við þjóðina : Heyrðu
kona góð. Jörðin þín er orðin hrapar
lega niðurnídd ; en þú átt efnilega pilta
og mig langar til að gera menn úr þeim
Viljir þú láta mig hafa 1 eða 2 miljónir
króna, helzt 2 eða 3, þá skal ég leggja
þjóðbraut heim að bæjardyrum þínum
og vírgirða túnið þitt. Það lítur þá
miklu betur út, og svo skal ég ejá um
það framvegis.
“Leggja þjóðbraut að bæjardyrun
um m.ínum, girða túnið mitt, gera pilt-
ana mína að mönnum.” tautar kerling
Æ talaðu um það við drengina mína.’:
Búðarlokan verður himinglöð við
þetta og hugsar sem svo : Já, ef herra-
maðurinn kemur með þetta miljón kr
gersemi að bæjardyrunum okkar, þá
kemur hingað margt og fallegt meiri-
háttar fólk, og þá verður gaman aðlifa.
Jú móðir góð. Við verðum að fá þess
um herramanni krónurnar, sem við eig-
í handraðanum,— “ölmusukassan-
um/’ — Fáðu mér lyklana, Gvendur
smali. En Gvendur er ekki á þvi að
láta peningana þannig ókunnugum
mauni í hendur. Hann heldnr að lands-
menn hafi lítið gagn af þvi, að spialla
við útlenda höfðingja og stórbokka, sem
fyrirlíta Islendinga og Iskmd, — sem
skrælingjaland. “Það værí ráði nær
segir hann, “að kaupa sér grjótpál,
torfljá og sprengivél og lappa svo upp á
gerðið sitt sjálfur. Að láta útlendinga
taka skatt af sér, væri að greiða ómild-
um braut að garði. Og þar við situr
Við sjáum nú hvað gamla konan
afræður.
Það hefir verið sagt, að ritsímaleys-
ið væri íslandi til minkunar, væri skræl-
ingjalegt, og sumir Islendingar segjast
hafa skammast sín fyrir það í sam-
kvæmum ! Það má vera að sumir Is-
lendingar séu svo ærukærir, að þeir
skammist sín fyrir fátækt og amlóða-
hátt fslands. Ég ætla ekki að álasa
neinnm fyrir það, mér færist það ekki.
Eu mér finst það enn skrælingjalegra
að láta okurkarla nú að nýju narra sig
il að borga stórfé fyrir það sem maður
ekki eignast, og sem er alþýðu íslands
hreint ekki eins nauðsynlegt eins og
margt anuað. Indíáriar og Hottentott-
ar hafa nú málþræði um lönd sín, og
þykja þó hvorki mentaðir né ríkir. —
Það hefir og verið sagt, að ritsím
nn rnundi létta viðskifti við útlörid, til
kynna verð markaða o. s. frv. En út-
endingar þykjast ekki þurfa aðalvarn
íslands—kvikfénaðarins. Þeir loka
mörkuðuin siuum fyrir íslenzku fé; því
þeir geta fengið alc se.-n þeir þarfnast
frá Ameríku og Astvaliii. Fiskinu —
þennan nafntogaða íslenzka þorsk og
fsu—sækja þeir á íslenzk fískimið sjálf-
iv. Enda hefir verzlunin við útlönd
ekki verið svo heillarík fyrir ísland, að
að hún sé eftirsóknarverð. Hún hefir
um síðnstu 6 aldir átt ekki svo lítinn
þátt i því. að drepa þjóðina og binda
hana í fjötur; og svo mun hún reynast
framvegis, alt þar til að íslendingar
geta framleitt þarfari vörur, ódýrar og
betur unnar, en nokkur önnur þjóð. En
þetta þýðir iðnaðar samkeppni og iðn
aðar stríð. Það meinar, að íslendingar
verða í sínu afskekta landi sjálfir að
framleiða alt, sem þeir þarfnast sér til
viðurværis; og eiga þá fyrst viðskifti
við útlendar þjóðir, er þeir eru orðnir
efnalega sjálfstæðir, og hafa varning
afgangs, sem útlendir ekki geta með
jafnhægu móti aflað sér annarstaðar.
Loks er okkur tilkynt að ritsíminn
sé mjög þarfur vegna veðurfræðmnar
0^ það er satt. Hann er þarfur, eink
um útlendum þjóðum. Islandi sjálfu
væri langt um meiri þörf á málþræði
þvert yfir landið og kringum strendur
þess, svo maður geti vitað einu dægri
eða fáeinum stundum fyrirfram, er ofsa
bylur æðir yfir landið. Án strandsíma
væri ritsíminn til útlanda lítilsvirði
fyrir Island.
Öðru máli er að gegna um útlend
ar þjóðir, sem eiga um hundrað þús
und skipa víðsvegar í höfum og missa
mörg hundruð skip árlega á Atlants
hafinu, ekki minst við strendur Jót
lands og Bretlands, þær þurfa sem
allra fyrst að leggja málþráð til íslands
til að vita veðurbreytingarnar þar; þær
geta sparað sér talsverða peninga ár-
lega með þeim þræði, og einmitt þær
þjóðir sem flest skip eiga í förum. eiga
einnig stærsta fiskiflota við ísland.
Þeim er ritsíminn bráðnauðsynlegur
En Islandi, sem er, eins og flestir vita,
svo öldum skiftir á eftir stórþjóðunum
í öllu, — nema guðfræði og kveðskap
því landbúnaðurinn er líkur enn og
fornöld. Fjárræktin ekkert á borð við
stórbúnað Ameríku, Ástralíu—og Nýja
Sjálands, og fiskiveiðin í höndum út-
lendinga. Þjóðin, ef hún vill vera þjóð,
þarf einhvers annars fremur enn frétta-
þráð. Hún ætti ekki að flýta sér hlíf
arlaus inn í þá samkeppnisorustu, sem
geysað hefir erlendis nú um síðustu
þrjár aldir. Alþýða íslands getur ekki
látið fréttir fremur en bókmentir í ask-
ana. Það eru framfarir að eins fyrir
örfáa blaðamenn og klerka. Maðui
þarf fyrst fæði, klæði og skýli, og þess
verða menn fyrst að afla sér, með því
að byggja upp innlenda atvinuuvegi,
imilendan iðnað.verzlun og uppfræðslu,
sem geri þjóðina færa um að verja sjg
og halda æfiverki sinu áfram, þrátt fyr
ir samkeppni og áleitni erlendra þjóöa.
Ildliorn liitmiarvel
Er sú bezta viðarbrennsluvél sem til er
Clare Brothers
Þetta er fyrsta sporið, sem stíga
þarf: að efla innlendan iðnað, upp-
fræðslu ogdélagsskap í landinu sjálfu.
og fyrir þjóðfélagið, að afla sér verk-
færanna, þekkingarinnar og máttariris
til frainkvæmda — að forðast öll sam-
mök við sér sterkari þjóðir, þar til þjóð
in hefir lappað svo upp á gerðið sitt, að
hundar og hestar traðái það ekki í
sundur. Islandi er nú, ef no!:kru sinni
þörf á að gæta þess fjár er það á og,
verja því að eins til þeirra fyrirtækja er
auka fjármuni landsmanna. Þjóðin
þarf nú fremur en nokkru sinni fyr að
koma upp innlendum iðnaði og al-ís-
lenzkri mentun. Hún þarf svoframar-
lega sem hún vill lifa, að byrja að fram
leiða sjálf alt sem hún þarf, í stað þess
að sækja föt, fæði og jafnvel alt fram-
kvætndar forræði til útlanda. Þetta
má ekki svð til gaiga. ísland á öll
þau fæðuefni, sem maður þarf, og það
getur framleitt margfalt fleira. ísland
þarf ekki að sækja neitt til útlanda, ef
íbúar þess kunna og vilja nota auðlind-
ir landsins. En til þess verða menn að
liafa hendur lausar; ekki fjötraðar með
skuldaklöfum okrara, né höfuð sín
ugluð af lygaþvættingi útlendra flag-
ara.
Þetta segi ég þáað sé fyrsta sporið
! slaridi til viðreisnar : að auka fram-
leiðslu landsins og inntektir, að styðja
pá atvinnuvegi, s -m hafa reynzt arð-
samir, og efna upp á þann iðnað. sem
menn sjá að muni borga sig innan
margra ára — segjura á 20 til 30 árum.
eu leiða þau fyrirtæki hjá sér, er e.vða
svo hundruðum þúsunda króna nemur,
tilþess að ábyrgjast útlendum okurfé-
lögura vöxcu af því fé. er þeir verja í
sínar og sinna eigin þjóða þarfir. Þjóð
in gerir hyggilegast i því að gevma
skildingana sir.a og lappa sjálf upp á
gerið sitt. Ritsíniinn kemur, ‘ þó vér
biðjuin ekki”, á sínum u'ma, og það lík-
lega fullsnemma fyrir Islendinga, sem
Anny and IVavy
Heildsala og smásala á
tóbaki oíí vindlum.
Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla-
byrf?ðir sem til eru í þessum bæ, og selj-
um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum
vér meiri verzlun en nokkur annar.
Vér óskum eftii viðskiftmn yðar.
W. Brown k Cö.
511 Main Str.
á horninu á James St
Canadian Pacific
RAILWAY-
EF ÞIÍ
heíir í hyggju að eyða
vetrinuin í lilýrra lofts-
lagi, þá skrifaðu oss og
spyrðn um farnjald til
California,
Hawaii-eyjanna,
Japan,
Bermuda og
Vest-Indía eyjanna,
eða heim til gamla landsins
Niðursett far.
Snúið ykkur til næsta C. /'
boðsmanns. eða skrifið til
R, um
Robert Kerr,
Traffic Manager,
WlNNIPRG, MAN
I
n
u
Samadags tímatafla frá Winniþeg.
B’r
MAIN LINE:
Morris, Emerson. St.Paul, Chicago,
j orouto. Montreal. Spokane, Tacorna,
Victoria, San Francisco.
Fer dag'.ega....... 1,00 p, m.
Kemur „ .......... 1,50 p. m.
PORTAGE BRANCIL
Portage la Prairie and inte-
rmediats points .......
Fer dagí. nema á sunnud. 4.51 p. m.
__Kemur dl. 1( u u 10,45 a, m.
MORRIS BRANDOF BRANCIl
Morris, Roland, Miame. Baldr,
Belmont. Wawanesa, Brandon
eimiig Souris River Branch,
Belmorit til Eigin...
Lv. Mon. Wed.’. Fri10.55a.m.
Ar. Tu°s. f ur , Sat. 3.55 p.m.
CSlsjR. FEE. H. SWiNFORD
G. P. & l\ A.jSt.Panl. General Agent.
Portage Ave., Winnipeg.
tfe
Eldstór, hitunarvélar og hitaleiðarar
ISO llarket St. \ViiinIpes(
Ódörasti staðurinn í bænum.
H. I/V. A. Chambre,
landsölu- og eldsábyrgðar-
umlboðsmaður
373 Main St., Winnipeg’.
Mjög ódýrar bæjarlóðir á Sherbrook St.
50+132 fet. Verð að eins $200.
Peningar lánaðir móti veði f bæjarlóð-
um og bújörðum. Lán sem veitt eru á
hus í smíðum eru borguð út smátt, eft-
ir þvi sem rneira er unnið að smíðinu.
Eldsábyrgð. Hús til leigu
Gash Coupons.
$3.00 i peningum gefnir fyrir alls ekki
neitt. Th. Thorkelsson, 539 Ross Ave,
G. Johnson. corner Ross & Isabel Str.,
og Th. Goodman,. 539 Ellis Ave, hafa
þessar Couj o.is og gefa viðskiftamönn-
um sinum þær fyrir hvert 10 centa virði
sem keyj t er í búðum þeirra og borgað
ut í hönd. Coupon bækur fást í þessum
buðum, eða hjá
The Buyers and Merchants
Benefit Association,
Room N Ryan Bfk. 490 Main Street