Heimskringla - 17.08.1899, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.08.1899, Blaðsíða 2
HEIMSKKINGLA 17. ÁGÚST 189». ♦ Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 um á.rið (fyrirfram borgað). Sent til Islands (fyrirfram borgað'af kaupend- um blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum JB. Ii. ItaldwiiiMOii. Útgefandi. Office : 517 Main Street. P O. BOX 305 / Vestur-Islendingar. Ræða, flutt á íslendingadeginum í Winnipeg 2. Ágúst 1899. Eftir séra Rvnölf Marteinsson. Það væri ófagurt að segja, að vér séum eins og tvíhöfðaðir þussar. En þ<5 er það eitthvað tvent, sem felst í þessu nafni: Vestur-Islendingar. Vér erum íslendingar, en þó ekki réttir og sléttir íslendingar, heldur hefir oss auðnast einhver viðbót við nafnið svo vér nefnumst Vestur-íslendingar. Upprunalega og í insta eðli voru er- um vér Islendingar, en nú búnir að bæta einhverju við það, sem vér kom- um með heiman af íslandi, og sam- kvæmt þeirri viðbót getum vér nefns Vestmenn. Þetta tvent erum vér því: íslendingar og Vestmenn. Hin sannasta lýsing af oss er sú, að segja, að vér séum eins og grein, sem heflr verið gróðursett á öðrum lífs- stofni. Garðyrkjumenn gera það oft að taka grein t. d. af eplatré, og gróðursetja hana á einhverju öoru tré, sömu eða annarar tegundar, þar sem hún getur þrifist betur og meiri lífsvökva fengið. Ilinn gróðursetti frjókvistur heldur samt áfram að bera sína fyrri ávexti og heldur sínufyrra eðli að miklu leyti. En hann fær aukin skilyrði fyrir Iífl og blómgun, nýtt lffsmagn, nýjan kraft. Vestur-Isleudingar, vér erum frjó- kvistur, upprunalega vaxandi á hinu íslenzka þjóðlífstré, sem heflr verið gróðursettur á þjóðlífsstofni þessa meginlands. Við þann fiutning höf- um vér að græða, að svo miklu leyti sem vér færum oss í nyt þá þekkingu fjdr og afl, sem þessi þjóð hefir fram yflr vora gömlu þjóð, íslenzku þjóð- ina. En þó lífsvökvinn, sem frjó- kvisturinn dregur að sér, sé amerík- anskur, er þó frjókvisturinn sjilfur íslenzkur. I innsta eðli voru erum vér íslend- ingar; hjörtun vor eru íslenzk; hugs- unarháttur vor er að meira eða minna leyti íslenzkur; hæfileikar vorír eru íslenzkir; vér tölum íslenzka tungu; margt af því sem vér geymum dýr- mætast, helgast og oss kærast, er al- íslenzkt. En svo maður brúki aðra samlík- ingu, þó eimvélin sjálf sé íslenzk, er eimkrafturinn, sem knýr véiina, ame ríkanskur. Vor lífsskilyrði hér eru ameríkönsk. Vér öndum að oss ame- ríkönsku lofti, inndrekkum amerík- anska mentun, borðum ameríkanska fæðu, höfum skifti við ameríkanska merni, lesum ameríkanskar bækur, tölum ameríkanska tungu, og erum undir ameríkönskum áhrifum í mjög miklum hluta starfa vors. Þetta tvent erum vér því: Islend ingar og Ameríkumenn. Sem Vest- ur-íslendingar verðuin vérþvíaðlíta í tvær áttir. Fyrir' framan oss ligg- ur Ameríka, með ölluin sínum fjár- sjóðum og allri sinni framtíð. En fyrir aftan oss liggur ísland, sem stöðugt bendir oss á hina liðnu tíð vora, ísland, með alhir endurminn- itigar sínar og lexíur. í fvrsta lagi eigum vér Vesttir-Is- lendingar þessvegra að vera Islend- ingar. Og sem íslendingar í þessu landi, er aðal skylda vor að muaa. Það er auðvitað liægt að nefna ýmis legt fleira sem “skyldur vorar við ísland.’’ En ég læt mér nægja að fara ekki lengra í þær sakir, lieldur aðeins fela allar aðalskyldur vorra Vestur íslendinga, alment, í þessu eina, að muna. Vér eigum að geyma mynd evj- unnar gömlu, þó hún sénorður “und- ir pól,” f “svalköldum sævi,” þó ó- blíð sé: nátrúran, hafisinn kaldur, jöklarnir margir, þó sauðféð deyi stundum úr hor, þó öriög hennarsér oft hörð, og hún láti Ixirn sín oft líða á ýmsan hátt,—já, geyma mynd Fjallkonunnar fríðu, á helgum stað, meðal endurminninga vorra, geyma hana í fagurri, gullinni umgjörð. Munið eftir, þér sem getið, hinum seinustu augnablikum yðar á Islandi, þegar bærinn yðar var að hverfa í síðasta sinn, þegar ísland sjálft hvarf sjónum yðar og sökk niður í hafsins djúp. Segið börnunum yðar frá þess- ari sjón, svo mynd þessi geti orðið helg einnig fyrir þau, sem ekki sáu hana, alveg eins og ísraelsmenn, sem sáu Guðs stórmerki er hann leiddi þá yfir Rauðahafið og í gegnum hin- ar margvíslegu hættur eyðimerkur- innar, áttu að segja börnum sínum mann fram af manni, frá undrum drottins sem fram við þá hafði komið. Munið eftir náttúrunni á íslandi. Oblíð þó hún væri, hvað veðrið snerti og hrjóstug hvað jarðveginn snerti, er samt margt í náttúru íslands sem vert er að muna. Það eru ekki ein- ungis hverir og norðurljós, ekki ein- ungis “íslands háu, helgu fjöll, hulin silfurmekki,” gömlu fjallaöldungarn- ir með sín snjóhvítu höfuð, tignarleg og fögur er morgnnsólin kastaði sín- um gullna glampa á þau—ekki ein- ungis þetta sem oss ber að muna, heldur éru það einnig hlíðarnar, dal- irnir, móarnir, fossarnir, hamrabeltin, gjárnar, lækirnir spegilfögru, flski- sæl vötn, fagrar elfur og laglegar sveitir, “þar sem að una bygðarbýl- in smáu, dreifð yfir blómguð tún og grænar grundir.” Kærust af öllum náttúrumyndum á íslandi mun samt flestum vera Þeirra eigin æskustöðvar. Endur- minuingin kastar vanalega nokkurs- konar töfraglampa á þann stað, sem gerir hann ólíkan öðrum stöðum og manni kærari. Það er óhætt fyrir oss að geyma slíkar myndir. Þær munu ekki styrkja hið vonda, heldur þar á móti gera oss mildari, blíðari og betri. Vér eigum að muna eftir Islands sögu, íslenzkum náttum, íslenzkum mat. Það er óþarfl að gleyma ís- lenzkum magálum, hákall, harðflski, sviðum, skyri, lundabagga, kæfu og kaffl. Vér eigum að muna vort íslenzka tungumál “með þrótt og snild í orða- hljómi, svo mjúkt sem blómstur, svo sterki sem stál.” Vér eigum að hafa í minni vora fslenzku kyrkju. Þó margt þyki hjá henni fara aflaga, megum vér samt ekki gleyma því, að hið bezta sem vér eigum verðum vér að þakka henni. Vér megum undir engum kring- umstæðum gleyma hinum íslenzku bókmentum vórum, hvorki frá fornu né nýu. Það er meira að segja skylda vor að kenna hinni uppvaxandi kyn- slóð Eddur og sögur vorar, kenna þeim að þekkja Snorra og Sxmund, Njál og Gunnar, Egil og Gunnlaug, Bergþóru og Guðrúnu. Þó liggur mér við að halda, að vorar nútíðar bókmentir séu jafnvel enn gagnlegri og nauðsynlegri. Umfram alt þurfa allir sannir íslendingar að þekkja og elska Hallgrím Pétursson og- -Valdi- mar Briem, og því ekki Jón biskup Vídalíu ? Gangið heldur ekki fram- hjá Jónasi né Bjarna, Steingrími né Matthíasi, né heldur neinum þeim sem vel heflr ritað á íslenzku máli. í sambandi við það, að muna er aúðvitað vert að gæta þess, að vér þurfum einnig að gleyma. Gleym- ist hið vonda ! Leggið niður smá- sálarskapinn, ómenskuna, dáðleysið, vantrúna, tortrygnina- Kastið því í hyldýpi eilífrar glötunar, en mnnið hið góða. Geymið alt satt og gott, sem hin íslenzka móðir veitti yður, íslenzka mannúð, drenglyndi, orð- heldni, vinskap, trygð, alt rétt og heilagt sem þér komuð með heiman af fróni. Munið það og geymið það, elskið það, elskið alt íslenzki sem er göfugt. “Og hrein sé vor ást eins oe himirin þinn blár sein heidir urn jöklsnria tinda, vér heiturn þann níðing. seni hæðir þín tár OtT hei dur á móðnr vill binda. oií ánauð vér hötum, því andinn er frjáls hvort orðurn hann verst eða sverðun- um stáls.” I öðru lagi eigum vér, Vestur- Islendingar, að vera Ameríkumenn. Sem Amerikumenn eigum vér að lœra. Island fyrir aftan með end urminningar sínar; Ameríka fyrir framan með lærdóm sinn. Áfram til lærdóms og menta og atorku í þessu landi. Þegar vér komum hingað fyrst er alt svo breytt hér frá því sem vér áttum að venjast heima, að oss flnst vér þurfa helzt alt að læra. Mikið er það, að minsta kosti sem vér þurf um að nema. Það sem til er að læra er ómetanlegt. Vér þurfum að læra enska tungu, ameríkanskar vinnu- aðferðir, hugsunarhátt og siðvenjur þjóðanna sem vér höfum kosið oss að búa meðal, stjórnarfyrirkomulag landsins, og, það versta af ðllu. til þess að geta greitt skynsamlega at- kvæði, sem frjálsir borgarar í ment- uðu landi, þurfum vér að fara að hræra í pólitikinni, eða, að öðrum kosti, láta hina pólitisku leiðtoga hræra í oss. Það er víst ekki hægt að segja, að Vestur-íslendingar hafi ekki reynt til að læra, síðan þeir komu hingað vestur, að tiltölu eins vel og aðrir þjóðflokkar. Að minsta kosti koma íslendingar yflr höfuð hingað með góðan vilja til að læra, og því er framfylgt yflrleitt ekki illa, þeg ar menn eru farnir að heyja stríð lífsins hér. En þó er auðsætt þegar maður lítur á það, sem til er fyrir mann í þessu landi að læra, að vér erum mjög skamt á veg komnir. Vér stöndum við strendur þekkingarinn- ar, og erum ekki einu sinni búnir að hefja sjóferðina yfir hennar haf. Vestur-íslendingar, áfram til lærdóms. Þér haflð mikið verkefni fyrir höndum, miklu stærra en það sem þér haflð þegar leyst af hendi. Winnipeg-íslendingar eiga eftir að senda margfalt fieiri af sínum ungu sveinum og meyjum á hinar hærri mentastofnanir á ári hverju, en þeir hafa enn gert. Þeir eiga eftir að grípa gull þekkingarinnar, sem er á boðstólum alt i kiingum þá, miklu betur en að undanförnu. Það er yndælt að muna, en göf- ugt að læra. Þó hinar íslenzku bók- mentir vorar séu fagrar og vér meg- um ekki undir neinum kringumstæð- um tapa þeim, eru þær þó hverfandi í samanburði við hinn stórkostlega auð ensku bókmentanna. Allur sá auðui', hinn stórkostlegasti bók- mentaauður heimsins, stendur oss opinn, er vér mælum vort “Sesame” við mentahelli þessa lands. Vér fáum aðgang að bókmentum, ekki aðeins í Canada, heldur einnig bæði menturi gjörvalls hins mikla ensku- talandi heims. Oss stendur til boða, ekki einungis Sir William Dawson og Goldivin Smith, heldur einnig Emerson og Lowell, Plawthorny og Longfellow, Tennyson og Browning, Dickens og Scott, Johnson og Mac- auley, Milton og Shakespeare, Spurg eon og Beecher. í hinum ensku bókmentum er um svo mikinn auð að tala að eng. inn maður getur komist einu sinni svo langt að hann geti litið yfir hann allan. Hann þarf því ekki annað en ganga um og velja sér þau gullstykki, sem honum þykja feg- urst og þá gimsteína, sem bezt eiga við smekk hans og hæfi. Hver ein- asti maður, sem leitar vel, mun flnna ógrynni auðs, dýrðlegri og betri en til er í öllu Klondikeland- inu. Vestur-íslendingar, er þér mun- ið og lærið, er þér minnist þess, að þér eruð íslendingar og Vestmenn, gætið þess, að vera, í orðsins full- komnasta og göfugasta skilníngi menn, menn, sem forðast alt ósam- boðið sönnum manni og góðum dreng. Öllu tuddalegu, óhreinu, ógöfugu, ófögru, skuluð þér burt kasta og það drepa. Látið hjörtun yðar vera hrein eins og heiðskírt, loft í Manitoba, orð yðar sónn eins og guð sjálfur er sannur, líferni yð- ar grundvallað á hinum eilífa kær- leika, og hönd yðar reiðubúna til að styðja bróðnr sem er að falla. Vestur-ísleudingar, það sé yðar helg skylda, að muna eftir hinu ís- lenzka, að læra hið ameríkanska, að svo miklu leyti sein hvor tveggja er gott. Með öðrum orðum, takmark lífs vors er að tjeyma og grscða, geyma hið sanna, græða hið göfuga. Þetta er framfaraskeið vort. Fald- ið áframeftir því skeiði. “Með eining og hreínskilni, djörfung og dáð, Með drengskap og frjálsborin snild- arráð, Með tryggari hjörtu, með helgari sál, Með hraustari vilja oggöfugramál." Ritsíminn til íslands. Eftir F. B. Anderson. II. KOSTNAÐUR RITSÍMANS MILLI ÍSLANDS OG ORKNEYJA. Vilji Alþingi ekki alveg hafna kosta- boði stóra ritsímafélagsins norræna, né alþýða íslands missa þessa gersemis síma (úr því búið er að æra upp ný- ungagirri hennar) þá er að íhuga hvað mikið málþráður frá íslandi til Orkn- eyja þarf að kosta Island. Þessari spurningu hefir stóra nor- ræna ritsímafélagið svarað þannig :— ísland verður að boiga oss um 40,000 krónur árlega í 30 ár. Hve miklu nemur það ? Þrjátíu sinnum 40 þúsund krónur = ein og einn fimti milíón krónur.rentu- laust, En með 5% rentu-rentum nemur þetta árstillag 2 milíónum og 660 þús- undum króna. En það er meira en mál- þráður milli íslands og Orkneyja þarf að kosta, þótt ísland keypti hann ein- samalt. Því samkvæmt hréfi er Siem- nes Brothers félagið i Lundúnum skrif- aðf mér 7. Júní 1895, og eem ég sendi afrit af til íslands sumarið 1897, áður ea Alþing kom saman, þá þarf málþráður milli íslands og Orkneyja ekki að Kosta yfir 2 milíónir og 600,000 krónur, þótt þráðurinn væri 500 mílur á lengd og snerti Færeyjar. Fyrir þessa vega- lengd yrði kostnaðurinn frá £125,000 til 150 þúsund pund sterling,—það er 2J til 2 3/5 miljónir króna. En vegalengdin milli Orkneyja og Reykjavikur mun vart yfir 300 mílur enskar, (70 mílur danskar) svo þráðurinn þyrfti að lik- indum ekki að kosta, ásamt ritáhöldum og vinnustofum, yfir téða upphæð, sem íslendingum er boðið að borga í rentur af höfuðstól félagsins sem á þráðinn. Er þetta ekki sannarlega að kasta peningum sínum í sjóinn, aðborga fyrir afnot af því sem alls ekki kemur land- inu að stórum notum, en gerir útlend- um hægra að rýa og ræna landsmenn því sem þeir enn eiga ? Er ekki þarna hátt á þriðju milj. króna fleygt á glæ til að beina ómildum yfirgangsþjóðum að garði og tæma hirzlur tslands. Ég er ekki neinn burgeis né brodd- borgari. Hefi aldrei átt svo mikið frjálsum höndum að óg gæti sett upp bú. Ég er einn af þessum arfieysingj- um sem mannkynið hefir boðið þá kosti: Vertu þræll minn, eða farðu til vítis. Og ég hefi neitað, því ég þóttist hafa rétt til að lifa frjáls á jörðinni. En ég þekki svo mikið á búskap siðan á yngri árum, að ég veit að það er slæmur bú- skapur, að hleypa sér í óþarfa skuldir, og svo mikiðkann ég enn í reikningi, að ég veit að þetta 40,000 króna árstillag tæki frá íslandi, með rentum og rentu- rentum er nálægt því þrisvar sinnum meira en ísland á nú i sjóði. Væri það ekki að gera Island að þrotabúi? Éða því á ísland að horga svo ríf- lega fyrir afnot þessa þráðar ? Eru menn vissir um að hann færi þjóðinni fé í hendur? Nei aljs ekki. Útlendir markaðireru mönnum fullkunnir. Hafa ekki aðrar þjóðir meira gagn af þræði til íslands ? Jú. Ætti þá ekki stóra ritsímafélagið að láta stórþjóðirnar borga sér meginpart þessarar rentu ? Það sýnist svo. Enda mun félagið ætl- ast til þess. Það hefir játað að þess hafi verið farið á leit, að Bretar, Frakk- ar, Ameríkumenn, Danir og Norðmenn legðu hver sinn skerf til fyrirtækisins tíl að geta haft meiri not af veðursögn- um frá íslandi og minka þannig skip- skaða sínu árlega og haí’a hetra tillit með fiskifiotum sínuiu yið ísland. Enda er nokkurnvegin víst. að þess- ar þjóðir sjá sér hag í að leggja þráð þenna til íslands innan margra ára, hvort seiu íslaml og Færeyjar leggja til haus eíi.n eyrir eða ekki. Því þótt veð- ursagnir frá íslandi spöruðu þeiin að eins einn tíunda þess skiptapa, er þeir bíða árlega í norðurhöfunutn, —en það eru 50 skip af hvei jum 500 sein árlega farast við Norðurlönd og Bretland—þá væri þar með sparað 5 til 10 inilíón kr, virði, eða2 til 4 sinnuiu verð þráðarins á einu ári. En á 30 árutn yrði það 150 til 300 milíónir kióna, þótt hvert skip sé að eins metið 100,000 króna virði. Jú, þúð ættí að borga sig fyrir þæi ,að leggja ritsímann, enda fara þær nú að hugsa alvailega um það. er þrætumál þeirra í Suðurálfu eru koinin í betra horf. Eu þar á móti á ísland ekkert skip í förum svo að 'ílutfallið yrði t ú hér. eftir fólks- tali íslands og útlanda. sem einn á inóti þúsund Eu ef hiutfallið er metið eftir þvf gagni er málþráðurinn gerði fiskimönn- um við ísland þá er að bera saman afla útlendra þjóða og íslendinga. Franski flotinn við ísland hefir verið árin 1880 til 1890, um 240 skip og afli þeirra að jafnaði um 50,000 fiskjar — (þyngd ná- lægt 4 fd. hver fiskur). Það er allsum 48 milíónir punda af fiski, er sá floti hef- ir árlega flutt frá fslandi, og hér í Paris seist pundið á einn franka, og er því veiðin eins margra milíóna franka virði eins og hún er mörg pund. Bretar og A.meríkanar munu ekki vera langt áeft ir, svo að afli þessara þriggja þjóða mun nema fullum 100 milj. króna ár- lega og þar að auki eru Danir og Norð- menn. En afli íslendinga sjálfra eru þessar 20,000, sem talið er að lífi á fiski- veiðum (ef hann er metinn jafn arðsam- ur og landbúnaðurinn) nemur aðeins 2 miljónum króna, svo að hlutfallið yrði eftir afnotum einn fimtugastí, það er 50,000 krónur alls sem ísland ætti að leggja til þráðarins. III. Er ekki hægt að verja fé landsins skynsamlegar, en að framleggja og skuldbinda aldna og óborna tilað greiða svo mörgum milíónum króna skiftir í þetta málþráðabrask ? Það er spursmál sem stjórnmála- menn íslands ættu helzt að svara. Ég er ekki neinn pólitikus. Ég skoða alla íslands pólitík sem búskap, og hann fremur smávaxinn, enda þýðir orðið pólitík ekki annaðen 1 margbýling.” En mér finst, að úr því ég hef minst á ógerleika þessara ritsímakaupa, þá sé mér skylt að sanna að ísland geti varið fé sínu betur á annan hátt, og það þótt einhverjir presta eða sýslumannasynir fengi atvinnu á ritstofum málþráðarins, Ég held að með því fé sem þjóðin hefir nú undir höndum og fær í tekjur árlega, þá geti hún búið svo búi sínu að hún verði á 30 árum efnalega frjáls og útlendingum óháð. Það sé langt frá mór að vilja rýra virðing þeirra manna, sem hafa farið þess á leit, að ísland, þetta bláfátæka land, sem Danir segjast viðhalda og vernda, borgi meginupphæð kostnaðar- ins við ritsíma milli Islands og útlanda, Ég rita hér að eins móti skoðunum þeirra, sem eru óíslenzkar og til hnekk- is fyrir þjóðfrelsi Islands og framtíð. Hvað gæti Island gert þarfara við fé sitt en að kaupa ritsíma þennan ? Það er ekki eitt, heldur ótal margt, sem Island þarfnast meir en ritsíma til útlanda. Island þarfnast jarðyrkjuvéla tilað rækta holtin sín. Það þarf betri fiski- skip til að keppa við útlendar þjóðir. Það þarf ýmiskonar vélar til að vinna steina og málma landsins. Það þarf kanpskip er séu í förum til útlanda. Það þarf straudvarnarbát til að verja fiski- mið sín og eignir. Og það þarf betri samgöngur og betri vegi innanlands, og strandsíma. Það þarf fjölfræðaskóla og ýmiskonar iðnaðar og listastofnanir. En fyrst er fæði og klæði. Síöan mentunin. Fyrst verður maður að geta lifað svo maður eigi fyrir nokkru veru- legu að stríða. En að lifa útheimtir peninga, eða peninga virði. Það út- heimtir nytsama vinnu, osí það að menn skifti með sér verkum svo haganlega sem unt er, og útvegi sér vinnuléttir eða verkvélar til að kepiia við aðrar þjóðir. Hvernig geta íslendingar það ? Þjóðin á nú eitthvað nálægt einni miljón króna í sjóði—tað var talið 900,- 000 krónur fyrir fjórnm árum—og tekj- urlandsins og útgjöld standast nú á, og er það hér um bil J milíón króna ár- lepa sem ganga í presta, sýslumenn, stiptsyfirvöld og skóla. Sum launin sýnast ekki of há, en þau eru fullhá fyr- ir almenning og sannarlega ætti ekki að þurfa að fjölga þeim embættlingum, er hafa sálnasorgun og skattheimtur á hendi. Né heldur væri vert að minka laun embættismanna. Þar á móti gætu landsmenn aukiö tekjurnar svo hundr- uðum þúsunda næmi. með því að neita sér um ýmsar óþarfar og skaðvæuar vörur, svo sem brennivfn og róbak, og ennfretnur ýmiskonar glysvarning. Það mun ekki fjærri sönnu, að ís- lendingar eyði nálægt 200 þúsund króii- um árlega i þennan óþarfa og heilsu- spillir. Þetta vita flestír. og samt hefii þetta viðgengist og verið höfðingjasiður —að taka sér í staupinu og bjóða öðrum ‘prís’ htfir þótt sómasaralegt og “danu- að.” En nú hygg ég ai? á rneðal yngri og uppvaxandi Islendinga sé allmargir sv> skýrir og mannaðir, að láta ekki út- lenda bófa narra sig framar, en forsmá Helborn liitimarvel Er sú bezta viðarbrennsluvél sem til er Clare Brothers <&: CO. Eldstór, hitunarvélar og hitaleiðarar 180 ílarket St. Winnipeg Ódörasti staðurinn í bænum. Gash Coupons. $3.00 í peningum gefnir fyrir alls ekki neitt. Th. Thorkelsson, 539 Ross Ave, G. Johnson, corner Ross & Isabel Str., og Th. Goodman, 539 Ellis Ave, hafa þessar Coupons og gefa viðskiftamönn- um sínum þær fyrir hvert 10 centa virði sem keypt er í búðum þeirra og borgað út í hönd. Coupon bækur fást í þessum búðum, eða hjá The Buyers and Merchants Benefit Association, Room N Ryan Blk. 490 Main St.reet H. IiV. A. Chambre, landsölu- og eldsábyrgðar- umboðsmaður 373 Main St., Winnipeg. Mjög ódýrar bæjarlóðir á Sherbrook St. 50+132 fet. Verð að eins $200. Peningar lánaðir móti veði í bæjarlóð- um og bújörðum. Lán sem veitt eru á hús í smíðum eru borguð út smátt, eft- ir því sem meira er unnið að smíðinu. Eldsábyrgð. Hús til leigu Army aml Navy Heildsala og sraásala á tóbaki og vindlum. Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla- byrgðir sem til eru í þessum bæ, og selj- um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum vér meiri verzlun en nokkur annar. Vór óskum eftii viðskiftum yðar. f. Bíöffl & Co. 511 Main Rtr. á horninu á James St Canadian Pacific RAILWAY- EF Þti hefir í hyggju að eyða vetrinutn í hlýrra lofts- lagi, þá skrifaðu oss og spyrðu um farnjald ti) California, Hawaii-eyjanna, Japan, Bermnda og Vest-Indía eyjanna, eða heim til gamla landsins Niðursett far. Snúið ykktir til næsta C. F, R. un) boðsmanns. eða skrifið til Robert Kerr, Traffic Manager, Winmpro, MaN Nortlieru Pacifle R’f Samadags tímatafla frá Winniþeg. MAIN LINE: Morris, Emerson. St.Paul, Chicago, Toronto. Montreal. Spokane. Tacoma, Victoria, San Francisco.. Ferdaglega......... 1,00 p.m- Kemur „ ........... 1,50 p.m- PORTAGE BRANCH. Portage la Prairie and inte- rmediats points ......... Fer dagl. neroa á sunnud. 4.54 p. m- Kemur dl. „ „ „ 10,45 a. m. MORRIS BRANDOF BRANCH. Morris. Roland, Miame. Baldr, Belmont. Wawanesa, Brandon einnig Souris River Branch, Belmont til Elgin........ Lv. Mon.. Wed., Fri..10.55a.no- Ar. Tuos. Tur.. Sat.. 3.55 p.m. CHAS S. FEE. H. SWiNFORD, G. P & T. A.,St.Paul. General Agent. Portage Ave., Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.