Heimskringla - 17.08.1899, Blaðsíða 4
HEIESKRINGLA, 17. AGÚST 1899.
Winnipeg.
Mr. og Mrs. Ögmundur Bildfell
komu hingað tii bæjarins vestan frá
Seattle á sur.nudaginn var.
Hr. Kristján Pálsson, frá Brá
P. 0., Man., heflr verið hér í hænum
um tíma, og býst við ací dvelja hér
vikutíma lengur.
Ólafur Grímólfsson frá Hekia P.O.
kom hingað til bæjarins í fyrradag.
Hann hefir unnið við fiskveiði á
Wmnipegvatni í sumar og lætur vel
af verunni og veiðinni þar.
Molsonsbankinn hefir borgað
P. Davis $10,000 fvrir að finna
þessa $60,000, sem töpuðust í fyrra-
haust, og sem vér gátum um í síð-
íx-óia iji aði.
Matvörusalar Winnipeg-bæjar
höfðu Picnie til Rat Portage á íimtu-
daginn var. Fjórar vagnlestir fluttu
fólkíð austur og aftur til baka.
Ferðin kostaði að eins $1.
Herra Bárður Sigurðsson, sem
um nokkur undanfarin ár hefir haft
heimili í Minneapolis, kom hingað
til bæjarins á miðvikudaginn í síð-
ustu viku. Hann býst við að setjast
að hér í bænum fyrst um sinn.
Blaðið Morning Telegram segir,
að milíón dollara virði af húsum
verði' bygt hér í bænum í sumar, og
að bæjarstjórnin sé að láta gera ým-
isleg þarfaverk, sem kosti bæinn
$l-t milíón. Mest af þessum pen-
ingum fer til handiðna- og verka-
manna bæjarins.
N. P. járnbrautarfélagið hefir
samið við A. Guthrie frá St- Paul
um að byggja 28 mílur af jámbraut
hér í Manitoba á þessu hausti. 20
mílur á að leggja norðvestur frá
Portage la Prairie, milli Manitoba-
og Norðvestur- og C. P. R. braut-
anna, og 8 mílur eiga að leggjast
beint norður frá Portage la Prairie.
Ritari “Historical and Scienti-
flc”-féla,gsins í Manitoba hefir sent
oss ársskýrslu félagsins fyrir síðastl.
ár, og enn fremur 2 önnur rit, sem
það félag hefir geflð út; annað um
ránfugla í Manitoba, hitt um líknar-
stofnanir í Winnipeg. Rit þessi eru
fræðandi, eins og öll önnur rit sern
félagið hefir gefið út að undanförnu.
—Vérþökkum sendinguna-
Þýzkur drengur, sem á heima
hjá þorpinu Indian Head, N. W. T.,
aar skaðbitinn af 6 eða 7 hundum,
sem bæjarmenn áttu. Drengurinn,
sem er ungur, hafði þó varist hund-
nnum í hálfa klukkustuud, en var
Þá að fram kominn af sárum, er
handvagn kom þar að eftir braut-
inni og var faðir drengsins á hon-
um. Það er búist við að drengur-
inn deyi af sárum. Megn óánægja
er í bæjarbúum við eigendur þessara
hunda, og þykir líkegt að þeim
verði gert lífið leitt þar vestra.
Það gleymdist fyrirsögn, sem
átti að vera fyrir ofan nafnaskrána,
sem birtist 4 1. bls. í síðasta blaði.
Það var skrá yfir þá sem unnu verð-
laun á íslendingadaginn 2. Ágúst,
má búast við að flestum liafi skilist
að svo væri.
Maður að nafni Brown hefir
myndaverkstæði á Ross Ave. Hann
tók myndir á sunnudag bg var sekt-
aður fyrir dómi. Kvaðst Brown
vera Adventisti og halda laugardag-
inn helgan. Hann kvaðst hafa ver-
ið síðastlioin 25 ár suður í Banda-
ríkjum og ætíð unnið þar á sunnu-
dögum og aldrei verið lögsóttur, en
hingað hefði hann komið sér til
heilsubótar. Dómarinn kvað hon-
um hollast að beigja sig undir lög
bessa lands, meðan hann hefði hér
aðsetur.
Herra Jón Gíslasön frá Mikley
kom til bæjarins á þriðjudaginn með
fjölskyldu sína og búslóð alla. Er
hann að flytja sig búferlum til Win-
nipegoosis. Jón heíir fiskað upp á
eigin reikning í Winnepeg-
vatninu í sumar, en lætur illa af
veiðinni; segist ekki hafa haft yfir
$60 um mánuðinn upp úr henni.
Hann hefir góða von um að lukkan
leiki talsvert betur við hann 4 vestra
vatninu, og þess óskum vér Jóni.
Hann er maður ötull til vinnn og
drengur bezti.,
Eftir þeim fréttum, sem fylkis-
stjórniu hefir fengið um uppskeru-
horfurnar hér í Mani'toba, þá er á-
ætlað að ekki mnni veita af að fá
inn í fylkið um 8000 manna til að
vinna við uppskeruna í haust. Af
því nú er svo mikil vinna hér í
Winnipeg og öðrum bæjum í fylk-
inu, þá er talið ónmfl^jaidegt að
fá þennan mannfjölda austan úr
fylkjum vestur hingað til þe3S að
vinna hér fram að jólum. — Það ber
vott um manneklu í þessu fýlki, að
kvennmenn vinna nú að heyskap
jafnt sem karlar um þvert og endi-
langt fylkið. Sama á sér stað suður
í Dakota og Minnesota.
Séra Bjarni Þórarinsson fór til
Selkirk í byrjun þessa mánaðar.
Messaði hann þar í kyrkjunni fyrra
sunnudag, og var h yrkjan troðfull
af fólki, og ágætur rómur gerður að
ræðunni. Einnig gerði hann þar
prestverk, svo sem að skíra og jarð-
syngja. Mánudaginn næsta hélt
hann svo fyrirlestur sinn “ísland
um aldamótin”, þar í kyrkjunni, og
fekk þá einnig fult hús að hlýðu á
sig. Hann lætur hið bezta af ferð-
inni þangað og þakkar Selkirking-
um fyrir hlýar og alúðlegar viðtðk-
ur.
Séra Bjarni ætlaði að flytja þenn
an sama fyrirlestur í Pembina á
sunnudaginn var, en gat þá ekkí
korrtist suður vegna heilsulasleika.
En nú er hann orðinn frískur aftur,
og heldur þennan fyrirlestur þar
syðra nú um helgina (Sjá auglýs-
ing á öðrum stað).
Herra Sigurður Jóhannsson frá
Keewatin, Ont., kom hingoð til bæj-
arins á laugardaginn. Var erindi
hans hingað að leita sér lækninga
við meiðsli, er hann varð fyrir á
öðru auganu. Hefir hann góða von
um að verða jafngóður af því innan
skams tíma. Hann lætur bærilega
af líðan íslendinga sem heima eiga
í Keewatin. Vinna er þar nú næg
og jafnvel eftirspurn eftir verka-
mönnum. Kaupgjald er þar líkt og
hér, $1,50 til $2 4 dag. — Sigurður
byst við að fara heim aftur f viku-
lokin.
Nýja Öldin, III- bindi, 2. hefti,
Júní 1899, er nýkomin frá íslandi,
og sýnir að Jóni Ólafssyni fer ekkert
aftur í blaðamenskunni. Þetta hefti
flytur langa ritgerð um Breytiþró-
unarlögmálið; nær hún yfir 25 bls.
og er að eins byrjun 4 grein, sem
á að halda áfram í næsta liefti. Næst
er saga af tveimur Filippingum,
Jose Rizal og Aguinaldo. Næst eru
ritdómar um nýútkomnar bækur.
Þá, er Víðsjá, smágreinar um nýjar
uppfindingar o. fl. Síðast er Rit-
stjóraspjall, að eins stuttar smá-
greinar á fáum blaðsíðum. — Alt er
rit þetta vandað að efni og frágangi
öllum og hið eigulegasta.
Séra Magnús J. Skaptason, sem í
síðastliðin 5 ár heflr dvalið hér í bæn-
um og stundað embætti sem trúboði
fyrir Únítarafélagið f Bandarikjun-
um, flutti héðan alfarinn með fjöl-
skyldu sína á þriðjudaginn var, suð-
ur til Roseau-nýlendunnar í Minne-
sota. Hefir hann numið þar Iand og
ætlar framvegis að stunda búskap,
jafnframt þyí sem hann einnig gegn-
ir trúboðsstarfi sínu bæði hér í Winni-
peg og í Norður-Dakota. — Séra
Magnús hefir með 5 ára dvöl sinni
hér í bænum áunnið sér virðing og
velvild fjölda margra landa sinna,
fyrir ljúfmensku og einarða og hrein-
skilna framkomu. I félagslífi voru
hér hetír hann og fólk hans alt kom-
ið mjög vel og lipurlega fram, og
heimilisllf hans ætíð verið elskulegt
og skemtilegt. Það er óhætt að full-
yrða, að þau hjón eiga fjölda marga
vini hér, sem sjá eftir burtfor þeirra
og óska að þeim megi vegna vel þar
syðra. Séra Magnús býst við að
koma hingað og messa hér í Unitara-
kyrkjunni svo sem einu sinni í mán-
uði.
Annar ritstjóra-leiðangur barst
hér að borginni á laugardaginn var.
Það voru um 100 manns, ritstjórar
stórblaðanna í Austur-Canada og
konur þeirra. Bæjarstjórnin tók á
móti fólki þessn með mestu viðhöfn.
Því var haldin veizla í húsi fylkis-
stjórans eftir miðjan dag 4 laugar-
daginn. Síðan var keyrt með gest-
ina um borgina og þeim sýnd mestu
mannvirkin og skemtilegustu stað-
irnir. Um kvöldið hélt bæjarstjórn-
iu gestunum mikla fagnaðarveizlu
suður i Edison Hall við River Park.
Þar munu hafa verið saman komnir
um 300 boðsgestir bæjarins, auk
austanfólksins. Að kvöldverði lokn
um voru haldnar ræður og sungin
kvæði, til kl. 11. Þ4 var dansað til
miðnættis, er sunnudagshelgin bann-
aði frekari gleðistörf. Ferðafólkið
hélt áleiðis vestur um land á sunnu-
daginn.
Gísli Gíslason og E. Johnston eiga
bréf á skrifstofu Hkr. Efþeirra verð-
ur ekki vitjað fyrir mánaðarlokin,
bá verður þeim vísað aftur til póst-
stjórnarinnar.
íslenzkir verkamenn eru hér
með mintir á að sækja verkamanna-
fund, sem á að halda í Trades Hall
á Main St. kl. 8 á mánudagskvöldið
21. þ. m.
Það er í hyggju að stófna nýtt
verkamannafélag, og Islendingar
eru sérstaklega beðnir að sækja
fundinn.
Vér höfum verið beðnir að svara
illkvitnisgrein þeirri í síðasta Lögb.
sem talar um Þjóðhátíð Islendinga í
Winnipeg, sem “2. Ágúst jargan”.
Vér sjáum enga ástæðu til að jagast
um þetta mál. Það er hvort sem
er út af dagskrá, að því er snertir
Islendinga Í.Winnipeg, sem sjáan-
lega eru algerlega einbeittir í þvi
að halda Þjóðhátíð sína 2. Ágúst
framvegis, eins og gert er í höfuð-
stað íslands Reykjavík, án nokkurs
tillita til þess, hvort Lögbergi líkar
Dað vel eða illa. Þessi grein í Lög-
bergi svarar sér að því leyti sjálf,
að allir þeir sem voru á hátíðinni
vitaaf eigin reynd hvernig alt fór
þar fram, enda hafði að minsta
kosti einn merkur Lögbergingur orð
4 því um daginn, að það væri eins
mymdarleg Þjóðhátíð eins og nokk-
urn tíma hefði verið haldin í þessum
bæ. Nefndin veit nú með vissu að
nokkuð 4 þriðja þúsund manna var
viðstatt hátíðina, og að inntektir
um daginn borguðu allan kostnað
við hátíðarhaldið, og að um $30
voru í ágóða eftir daginn, sem leggj-
ast við fslendingadagssjóðinn. Það
út af fyrir sig er ljós vottur þess,
að dagurinn gerði meira en borga
sig.
Annars er oss sagt að þessi ill-
girnis klausa Lögbergs hafi verið
ritað lðngu fyrir íslendingadaginn,
og hafi f fjarveru ritstjórans slæðzt
inn í blaðið íógáti. Sá er ritaði
hana hafði búist við að háttðarhaldið
í ár mundi mishepnast. En þess var
ekki gætt, að breyta greininni eftir
því sem við átti, þegar það var Ijóst
orðið að hátíðarhaldið hafði ekki
mishepnast. Þess vegna fyrirgefur
íslendingadagsnefndin Lögbergs-
tetri í þetta sinn.
Til sölu.
Mjög ódýrar húslóðir, Nr. 17, 18 og
19 á Mabel Street, gegnt Heatherstone
Ave. Port Rouge. Nánari upplýsingar
hjá K. Turner, City Hall.
DR. J. J. WHITE,
Tannlæknir,
dregur og gerir við tennur eftir nýjustu
aðferð ár als sársauka, og áhyrgist alt
verk þóknanlega af hendi leyst.
Hornið á Main og Market St. Winnipeg.
Fyrirlestur í Pembiua.
Undirskrifaður heldur fyrirlestur:
“fsland um aldamótin”, í íslenzku
kyrkjunni í Pembina um næstkom-
andi helgi, annaðhvort á sunnndags
eða mánudagskvöld, kl. 8. Nánari
upplýsingar 4 laugardaginn, er ég
kem suður. Hvað fyrirlestur þenn-
an snertir, þá skírskota ég til þess,
es íslenzku blöðin í Winnipeg hafa
sagt um hann. Hann er aðeins nokk-
uð ýtarlegri, en hann var er ég hélt
hann hér.
Labor Day.
Skrúðgangan.
Allir þeir sem óska að taka þátt
í skrúðgöngunni á “Labor Day,” en
sem af ógáti hafa ekki fengið tilboð
um að vera með, og einnig þeir sem
hafa fengið slíkt tilboð, geri svo vel
að skoða þessa tilkynning sem tilboð
frá forstöðunefndinni, um að taka
þátt í skrúðgöngunni, og eru þeir
beðnir að snúa sér hið allra fyrsta til
ritara nefndarinnar, Mr William
Small, Box 728, 'Winnipeg, svo að
hægt sé að ákveða þeim stað í skrúð-
göngunni.
Winnipeg, 15. Ágúst 1899.
BJARNI ÞÓRARINSSON.
William Small,
Gen. Secy. Labor Day Com.
-Winnipeg 16. Ágúst 1899.
***»4»***«*«»»*«*#*»»*«3**#
*
— — I
I
I
f
f
#
f
f
#
x>aJ;r þ^osir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl-
aðir til neyzlu f heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst
hjá öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá W
#
f
f
*
DREWRY’S
nafnfræga lireinsaða öl
“Freyðir eins og kampavín.”
Þett er óáfengur og svalandi sælgætis-
drykkur og einnig hið velþekta
Canadiska Pilsener Lager-öl.
Ágætlega smekkgott og sáinandi í bikarnum.
#
#
#
#
#
1 __________________
| EDWARD L DKEWRY
^ Manuíactnrer & lniiiorter, W3IkSIFk,w. ^
##########################
REDWOOD BREWERY.
Nýar vörur ! Nýtt verð !
Vér höfum ekki rúm í blaðinu til að telja upp allar þær tegundir af vor og
sumarvörum sem vér erum nýbúnir að fá, og ekki heldur verðið á þeim. En
vér getum fullvissað yður um, að það er óvanalega lágt. Vér auglýsum ná-
kvæmar um þetta framvegis Lesið þessa augl., henni verður breytt vikulega.
Þér sem komið til Glenboro,
komið i búð vora, skoðið vör-
urnar og spyrjið um verðið.
Gargið ekki fram hjá búð vorri. Hún er troðfull af allskonar nýjum vörum,
sem nú seljast með óvanalega lágu verði. Vér höfum ánægju af að sýna yður
þær og segja yður verðið hvort sem þér kaupið nokkuð eða ekki neitt.
Yðar þónustu reiðubúinn.
William Noble,
Qlenboro, Han.
Hæsta verð borgað fyrir ITII, Snijör og Egj;.
Mikil Kjorkaup!
50 Karlmanna og drengja alfatnaðir, sum-
ir á $8.00, $9.00, $10.00 og alla leið niður í
$4.00 og $4 50. Bláir vaðmáls alfatnaðir
óheyrilega ódýrir, alt niður í $2.50. Flan-
elett skyrtur fást fyrir 15 cents. Linen
nærfatnaður á $2.50 — vanaverð $4.50.
Buxur á öllu verði.alt niður í 75 cents.
Stórkostleg hattasala er nú daglega hjá
PALACE CLOTHING STORE
450 flAIN STREET.
74 Drake Standish.
áður var eins og drottning, er nú eins og væng-
brotin rjúpa.
“Og hvers vegna ! til þess að láta eftir ein-
hverjum kenjum elskulegu Konunnar þinnar, er
hefir lagt þau ráð að gifta stúlkuna einhverjum
mesta fanti, sem nú er uppi. Mér hefir auðnast
sú ánægja að hitta markgreifa de Villegas, og
ég fullvissa þig um, að Edna skaliekki verða
neydd til að giftast honum, meðan ég hefi tungu
og arm til að hindra það.
Hún elskar Rockstave — enskan aðalsmann.
Hann er auðugri en greifi de V'illegas, af beztu
ættum á Englandi, djarfui, tryggur og bezti
drengur i öllu tilliti. Á hinn hóginn hatar hún
og óttast þenna fant de Villegas. Ég hefi hitt
hann, og ég veit, að ég segi satt”.
Faðir mmn hafði nú náð valdi yfir sér með-
an ég hélt þessa nokkuð löngu ræðu, Hann sat
náfölur og rólegur. Og lék háðbros um fagra
andlitið hans.
‘,I sannleika”, sagði hann með mestu áherzlu
“Þú hefir orðið mælskur í seinni tið. Ég get
varla skilið í því, að þú hafir eytt tíma þinum
meðal villidýra og villimanna. Þú ert svo ákaf-
ur málsvari þessarar ástar—þessarar nýfæddu
ástar—milli Edna og Rockstave. Svei mér, ef
ég hefi he.yrt orð um hana áður”.
“Nei, þú heyrðir hennar ekki getið”, svaraði
óg. “af því Rockstave hikaði við að tala, og
Edna er of stilt, stúlka til þess að láta nokkurn
mann vita, að hún elski hann, fyr en haun hiður
hennar”.
“Það var þá í kvöld, að orðin voru töluð—
að leyndarmálið varð opinbert,’.
Drake Standish. 79
“Ætlarðu að fara?”
“Ég fer. Ég skal segja Rockstave lávarði,
hvernig sakir standa
Ég fór út að finna Rockstave. Þegar ég
gekk út um dyrnar, sem höfðu verið hálfopnar.
þá brá fyrir hvítum kvennkjól, sem hvarf inn i
næsta herbergi.J
Eg efaðist ekki um, að Dona Estella, eða
einhver fyrir hönd hennar, hefði staðið á hleri.
Ég hirti samt lítið um það, en flýtti mér að
finna Rockstave. Ég fann hann og greífann á
gangi úti fyrir. Þeir virtnst vera í vinsamlegri
samræðu’
•‘Rockstave”, sagði ég. “Má ég tala eitt
orð við þig Fyrirgefiðgreifi”.
Rockstave kom til mín.
“Ég hefi talað við föður minn”, sagði ég.
Og hann hefir skipað mér að fara burt úr hús-
inu. Ég álít skyldu mína að segja þér það”.
‘‘Já, gamli vinur. Það er rétt”, sagði hann.
“Ég er tilbúinn eftir eina mínútu”.
Hann gekk inn með mér. Yið mættum föð-
ur mínum f anddyrinu.
“Mr. Standish”, .Isagði JRockstave, í róleg-
um, karlmannlegum róm. “Ég harma það, að
við höfum ekki getað hitzt með meiri ánægju.
Ég er hræddur um, að yðurgeðjist ekki að hlusta
á það, sem ég ætla að segja. En samt get ég
ekki farið án pess að segja yður það, sem ég hefi
ætlað að segja yður um nokkurn tíma. Egelska
dóttur yðar. Og það var æthm mfn að biðja
yður um leyfi að tala við hana, og, ef hún tæki
mér, að gera hana að konu minni”.
78 Drake Standish.
“En faður”, sagði ég. “Markgreifi de—
“Nóg! Ég vil ekkert heyra meira./ Mark-
greifinn er vinur minn. Vertu i burt”.
Það var ekki hægt að koma neinu tauti við
hann. Reiði æði hans var orðið svo mikið, að
ég sá ekki hægt að koma sáttum á milli okkar.
“Ég skal fara”. “Ég bið þig að lofa mér
að kveðja Ednu”.
“Nei, sagði hann. “Ég vil ekki að meiru
eitri sé komið inn hjá henni. Hún skal hlýða
mér. Því minna sem þú talar við hana, þvi
betra”.
“Mér þykir þetta illa farið”, sagði ég. “Og
einhvern tíma munt þú iðrast þessa. Með því
að þú vísar mér burtu, og nálega segir mér stríð
á bendur. þá vil ég segja þetta, að Edna mun
aldrei giftast markgreifa de Villegas”.
Faðir minn varð sótrauður í framan.
“Ætlarðu ekki að fara”, kallaði hann valds-
mannlega. Neyðist ég til þess að kalla á menn
til le3s að kasta minum eigin syni út úr húsi
mínu”.
“Ekki þarftu þess”, sagði ég. “En láttu
þér skiljast, að ég kæri mig ekkert um, þótt þú
rekir mig burtu. Ég hirði um engan í húsi
þessu nema Ednu. En ég vara þig og spönsku
samsærismenniiia þína við að gera nokkurt ráða-
brugg iregn Ednu, meðan óg er burtu”.
“Ætlarðu aðfara?”
"Eg fer. Rockstave lávarður kom hingað
gestur minn og hlýtur að fara með mér. Þú ert
of reiður til þess, að þú getir séð þá móðgun,sem
þú hefir í frammi við prúðmenni (gentliman)”.
Drake Standish. 75
“Já. Þú getur varla neitað því, að Rock-
stave er á allan hátt betri ráðahagur en þessi de
Villegas”.
“Ég þarf ekkert að íhuga mál Rockstave.
Markgreifi de Villegas er vinur minn—og konan,
sem þér nýlega þótti eiga að tala um með fyrir
litning—og við höfum íhugað málið og erum
orðin ásátt með það. Aðætlun minni þarf ekki
Bandaríkja-herramaður að skýra verk sín fyrir
syni sínum”.
“Getur samt orðið”, sagði ég. “Ég gef þér
þá aðvörun, að de Villegas kvænist aldrei Ednu’.
“Og ég gef þér þá aðvörun”, æfti faðir
minn, og misti nú aftur vald yfir reiði sinni,
‘ að ef þú heldur áfram að móðga mig og vini
mína, þá vil ég ekkert hafa framar við þig að
sælda”.
1 Ognun þín er árangurslaus”. sagði ég og
varð því rólegri, isem hann varð reiðari. “Eins
og þú veizt, þá hefi ég einskis að vænta frá þér—
og kæri mik ekki um neitt. Spánska konan, sem
hefir þig algerlega á valdi sinu, mun eflaust ná
öllu, er þú getur gefið, þess vegna —”.
“Hvern eyri, herra minn ! Hvern eyri !
Það veit sá sem alt veit ! Svona langt komið !
Þú smánar bæði mig og konu mína í mínu eig-
in húsi. Hingað og ekki lengra. Segi ég, herra
minn”.
“Ég vil ekki móðga þig eða konu þína. En
ég krefst að hætt sé við gifting Ednu og de Vil-
legas. Ég þekki de Villegas meir en þú og ég
veit, að hann er fantur”.
“Hvað veiztu, herra minn. Oið þín, sem