Heimskringla - 31.08.1899, Blaðsíða 2

Heimskringla - 31.08.1899, Blaðsíða 2
HEIMSKRIN(jrLA 31. ÁGÚST 189«. Beimskringla. Yerð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 um árid (fyrirfram borgað). Sent tli Islands (fyrirfram borgað af kaupenle «m blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist i P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í iVinnipeg að eins teknar með afföllum B. Ij. Raldwinson, Útgefandi. Office : 547 Main Street. P O. BOX 305- Milli skers og báru. Þó Ottawaþinginu sé nú slitið, þá hafa ráðgjafamir enn nóg að gera Atferli þeirra alt og framkoma á síð asta þingi hefir kveikt hina megn- ustu óánægju meðal sjálfra liberala um gjörvalt ríkið, en einkum þó í Ontario, sem er stærsta og auðugasta fylkið í Canada. Menn þar hafa veitt því eftirtekt, að það eru aðal- lega ráðgjafarnir frá Quebec, New Brunswick og Manitoba, sem mestu hafa ráðið í stjórninni. En Ontario- ráðgjafamir hafa verið í minnihluta Þeirra hefir lítið gætt í stjóminni. Þeim hefir verið svo að segja stungið undir stól á meðan hinir hafa vaðið á bæxlunum og ausið 6t landsins fé á báða bóga. Ontario, sem er mann- flesta fylkið og hefir flesta málsvara á þingi, á að réttu lagi tilkall til að njóta mikils hlutar af því fé, sem stjórnin ver til umbóta. En mönn- um þar flnst það hafa verið ósann- gjamlega afskift og eru þessvegna ó- ánægðir við stjórnina. Og svo era loforðasvikin, þar sem stjórnin heflr ekki efnt eitt einasta loforð, sem leið- togar flokksins gáfu kjósendunum um síðustu kosningar. En mest af öllu svíður þeim þó sú vanvirða, sem liberalflokkurinn í heild sinni hefir kastað á fylkið með þeim afskaplegu kosningasvikum sem þar hafa verið í frammi höfð, af vissum leigutólum flokksins, við ýmsar undanfarnar aukakosningar. Mönnum g remst það einnig, að stjórnin er algerlega aðgerðalaus að láta kæra hina seku menn fyrir dómstólunum, þar sem þó þingnefndirnar f Ottawa hafa ótví- ræðlega sannað, ekki emasta það, að stórkostleg svikabrögð voru höfð í frammi til að vinna þessar kosningar heldur einnig hverjir áttu þar hlut að máli. eins og lofað var. Ennfremur er mönnum forvitni á að vita hvernig stendnr á því, að þar sem fyrir 3 árum $20,219,000 innfiutningstollur var kallaður drepandi byrði fyrir þjóðina, að $25,157,000 tollur er nú kallaður sæmilegur. Alt þetta og margt fleira vilja kjósendurnir fá skýringar yfir, jafnv. þó þeir viti, að aðeins ein skýring er möguleg, en hún er sú, að liberali flokkurinn gabbaði þjóðina vísvit- andi við síðustu kosningar, aðeins til þess að ná völdunum, og að þeir jafn vísvitandi hafa svikið hvert einasta loforð sem þeir þá gáfu. Með þessu háttalagi hafa því leiðtogar liberal- flokksins fyrirgert tiltrú og vírðing allra heiðvirðra manná í báðum flokk- unnm. Ræða Mr. Roblins. Það var snildarleg og áhrifamikil ræða sem Mr. Roblin hélt í Carman í síðustu viku frammi fyrir 800 manns sem þar höfðu safnast saman til að hlusta á Hugh John Macdonald og aðra raiðugarpa sem með honum voru þar á fundinum. Það er hvorttveggja að Mr. Greenway segir sjálfur að Roblin sé hinn snjallasti ræðumaður, enda sýndi hann það á þessum fundi sem oftar, að hann þekkir manna bezt allan hag og ástand þessa fylkis, og kann vel tök á því, að gera áheyr endum það Ijóst frá ræðupallinum.— Af því að ræða Mr. Roblins er afar- löng, þá getum vér ekki gefið nema stuttan útdrátt úr henni í Hkr. Það er mönnum enn í fersku minni, hve undur fljót stjórnin var að bregða við og ofsækja 19 undir- kjörstjóra í Manitoba fyrir 3 árum síðan, fyrir ímynduð kosningasvik, af því að það vora Conservativar, sem þá áttu í hlut. En nú er ekkert slikt gert, heldur þvert á móti reyn- ir stjórnin á allar lundir að hilma yfir skálkabrögðin í Ontario, af því að það eru hennar eigin fylgismenn og leigutól sem sekir eru, og það ef til vill að undirlagi sjálfra ráðgjaf- anna. Menn eru nú loks farnir að sjá, að ekki er alt eins og þeim virt- ist vera fyrir síðustu kosningar, hvað snertir pólitiskt skýrlífi liberalaflokks ins, eins og menn eru komnir að raun um það, að sparsemdar og toll- afnáms loforðin voru ekki annað en svikamylna. Það var aðallega Sir Richard Cartwright, sem mest barð- ist móti eyðslusemi gömlu stjórnar- innar og tollbyrði þeirri sem hún legði á almenning, og það var hann, sem ásamt hinum ráðgjöfunum, lof- aði að kippa þessu öllu í lag þegar liberalar kæmust til valda. Til þess því að reyna nú að af- stýra víðtækri sundrung í flokknum, hafa ráðgjafarnir ákveðið að halda opinbera fundi á ýmsum stöðum í ríkinu nú á milli þinga, til að reyna að verja misgerðir sínar og ginna fólk með nýjum loforðum. Það er hlutskifti gamla Cartwrights aðreyna að sefa Ontario. Fyrsti málfundur- inn á að verða í Toronto innan ÍArra daga og má vænta þess að hann reyni þar með einhverjum sjónhverfingum að réttlæta útgjöld stjórnarinnar,sem hafa verið mörgum milíónum hærri á hverjn Ari síðan hún kom til valda, heldur en hann sagði að væri nauð- synlegt að fullnægja kröfum ríkisins. Mönnum er einnig forvitni á að fá einhverjar skýringar á því, hvers vegna Laurierstjórnin heflr aukið þjóðskuldina um $5,786,000 A síðastl. 3 árum, £ stað þess að lækka hana, Mr. Roblin byrjaði með því að sýna mönnum fram á, að við undan- farnar tvennar fylkiskosningar hefðu kjósendur verið svo blindaðir af skóla málinu, að þeir hefðu ekkitekiðtillit til neins annars. Enda hefði Green- wavstjómin gert sitt ýtrasta til að dylja allar misgerðir sínar—semværu bæði margar og stórar—bak við þetta mál. Og við síðustu kosningar var þetta alls eina málið sem stjórnin hafði til meðferðar. Þá var Con- servativi flokkurinn svo að segja í molum, en nú er hann vel sameinað- ur og undir forastu þess manns, sem nyti hylli og virðingar þjóðarinnar, og sem áreiðanlega yrði stjórnarfor- maður hér £ Manitoba að næstu kosn ingum afstöðnum. Þetta væri £ fyrsta sinni siðan Greenwaystjórnin komst til valda, að kjósendum gæfist kostur á að dæma um almenna framkomu hennar, án nokkurra sjónhverfinga, og þeir biðu með óþreyju eftir þvi að fá að hrinda hinu núverandi stjórn- arfargani frá völdum. Conservativ ar eigi nú áreiðanlega vis 27 kjör- dæmi, af 40 alls, og án þess þó að telja með Mið-Winnipeg, Mountain eða Gimli, sem öll væru eins likleg til að verða Conservativ eins og lib- eral við næstu kosningar. Mr. Roblin kvaðst sérstaklega vilja minnast á síðasta gjörræði Green ways, þ. e. landsamninginn við Manitoba og Norðvestur járnbrautar- félagið. Með þeim samningi hefði stjórnin bakað fylkinu afarmikið pen- ingatap. Samkvæmt lögum sem þingið samþykti árið 1885, fékk fé- lag þetta frá fylkinu $784,120 í pen- ingum, en félagið gaf stjórninni veð í 787,426 ekrum af landi sem trygg- ing fyrir endurborgun á láninu; þetta lán bar og 5% árlega vöxtu er áttu að greiðast á hverjum 6 mánuð- um, en skuldin öll með rentum átti að borgast á 25 árum. Manitoba Suðvesturbrautin og Kudsonsflóa- brautin fengu líka styrk undir þess- um lögum. Manitoba Suðvestar brautin heflr borgað rentur af skuld sinni og hvenær sem það félag selur lönd sín, þá borgar það fylkinu $1.00 fyrir hverja selda ekru. Á hinn bóg- inn vanrækti Manitoba Norðvestur félagið að borga rentur af láni sínu, þar til lagafrumvarp Greenways var borið fram á síðustu dögum síðasta þings. Þá var skuld þess við fylkið orðin $1,200,000. Samkvæmt þessum gjörræðjslögum, keypti fylkið af fé- laginu 542,560 ekrur af landi fyrir $2.25 hverja ekru, og Jeysti þannig félagið frá allri skuldaábyrgð við fylkið, bæði að því er snerti innstæðu og vexti, ekki einasta upp að þessum tíma, heldur og um næstu 9 ár, sem lánsamningurinn átti að vera í gildi. Ræðumaður vissi ekki fyrir víst hve mikils virði lönd þessi væru, af því að meirihluti þeirra væri ekki í Mani- toba, heldur í Norðvesturhéruðunum En það væri enginn efl á því, að Greenwaystjórnin hefði þar kastað burtu alveg að ástæðulausu tilkalli fylkisins til 160,000 ekra af landi, sem á $2.25 hver ekra, gerði $360, OOo. Ef þessi samningur var eins góður eins og stjórnin lét í Ijósi að hann væri, því tóku þeir þá ekki öll veðsettu löndin og borguðu félaginu afganginn ? Það er vel kunnugt, að félagið heflr víða reynt að selja þess' lönd fyrir $i.00 hverja ekru og á fallna vexti, sem til samans gerir $1.72 fyrir ekruna, en hefir ekki tek- ist að selja þau. En samt borgar stjórnin félaginu $2.25 fyrir hverja ekru. Alt þetta er gert með fé al mennings og að kjósendum forn spurðum. Það er hægt að fá pen ingalán handa fylkinu fyrir 2|%, en fylkið tapar 5% rentu frá félaginu í 9 ár af $1,200,000, sem gerir $30,000 tap á hverju ári, eða $270,000 á 9 árum. Ef menn bæta þessari upp- hæð við þær $360,000 sem Greenway borgaði féloginu fyrir lðndin, þá ger- ir það $630,000, sem má heita gjöf til félagsins. Fyrir þetta fær fylkið alls ekki neitt, ekkert loforð um nið- ursett fargjald eða flutningsgjald með brautinni. Svo var þessi samningur illa þokkaÁur meðal fylgismanna stjómarinnar í þinginu, að ekki einn einasti þeirra stóð upp með Greenway til að verja hann. Þeir bara greiddu þegjandi atkvæði með því af eintómu flokksfylgi, jafnvel þótt þeir fyndu það og skildu, að þeir voru með því að ræna fylkið um mörg hundruð þúsund dollllrs. Mr. Roblin skoraði á stjómina eða fylgismenn hennar að mæta sér á opinberum málfundi hvar í fylkinu sem þeir vildu og verja gjörðir sínar í þessu máli frammi fyrir kjósendum. Það vissu allir, að stjórnin barði þennan svívirðilega ránsamning í gegnum þingið á 2 síð- ustu dögum þess, með þvi að hafa 3 þingfundi á dag. Það var um að gera fyrir Greenway að hafa sem minstar umræður og koma samningn um í gegnum þingið sem allra fyrst með eintómu hugsunarlausu flokks- fylgi, áður en almenningur fengi ráð- rúm til að átta sig á hvað verið væri að gera. Það er fyrir þessa og aðra slíka glœpsamlega ráðsmennsku stjórnarinnar, að fyr eða síðar rekur að því, að það verður að leggja hér á beina skatta, til að forða fylkinu frá algerðu gjaldþroti. Síðan stjórn in fékk þessi lönd, hefir hún stofnað landsöluskrifstofu í Winnipeg og fengið mann frá Carman til að sjá um hana. Alt er gert með því augna- miði að gefa fylgismönnum stjórnar innar atvinnu, án tillits til sparnaðar eða hvort nokkur þörf er á slíku. Næst tók ræðumaður fyrir fjár- hagsástand fylkisins, sem hann kvað vera ekki einasta alvarlegt, heldur miklu íremur voðalegt. Núverandi ráðgjafar ferðuðust aftur og f'ram um fylkið, níðandigömlu Noniuaystjórn- ina, en hefjandi Greenwaystjórnina til skýja. Sjálfur kvaðst ræðumaður- inn ekki hafa verið vinveittur Nor- quaystjórninni að öllu leyti, og til þess að vera algerlega sanngjarn, þá skyldi hann játa, að Greenway hefði gert umbætur að sumu Ieyti fyrst eftir að hann komst til valda. En svo væri nú Norquay dauður og sú stjórn dottin úr sögunni fyrir mörg- um árum og hefði ekkert að gera við núverandi stjórn. Það væri aðeins hún sem taka yrði til greina. Hann hélt því fram, að þegar Greenway tók við völdum, þá hefði fylkið verið í $317,000 skuld og ekki einu centi meira, og alls engin skuldabréf hefðu þá hvílt á fylkinu, önnur en þau sem gerð voru undir járnbrautarlögunum 1885, og fyrir því hafði fylkið næga trygging í löndum járnbrautafélag- anna. Á hinn bóginn hefir Green- way steypt fylkinu í $2,500,000;skuld og eytt hverjum einasta dollar af því fp og við það má bæta þeirri ábyrgð sem fylkið heflr bakað sér með samn- ingnum við M. N. W. járnbrautarfé- lagið, sem gerir skuld fylkisins um 4 milíónir dollars. Auðvitað á þáfylk- ið nokkuð af löndum í Norðvestur- héruðunum, en verðmæti þeirra er Ö- víst. Norquay hefir verið brugðið um að hafa eytt á tveim síðnstu stjórn- arárum sínum $522,000 til þess að standast almennan stjórnarkostnað, (cost of Civil Government). En svo hefir Greenwaystjórnin eytt á síðustu 2 áram $627,000 til sömu útgjalda eða rúmlega $100,000 meira en Nor- <juay gerði. Einhver kann nú að spyrja hvern- ig standi á því, að Greenway hafi sett fylkið í þessa skuldasúpu, þrátt fyrir allar sparsemdaryfirlýsingar hans. Hvar era þessar 2\ milíón sem hann hefir veðsett fylkið fyrir ? 80 þúsundir fóra í Chicago-fargan stjórnarinnar um árið ; 45 þúsundum var stolið handa þeim Ryan og Haney rétt fyrir kosningarnar 1892 ; 150 þúsundir fóru til C.P.R. fyrir Souris brautina. Það var bein gjöf, því að Dominionstjórnin var áður búin að veita styrk til þessarar Sourisbrautar og félagið var skuldbundið til að byggja hana, þó fvlkið hefði ekki veitt einn dollar til þess. 85 þúsnnd fóru i Pipestonebrautina og 650,000 í Northern Pacific brautina. Ár eft- ir ár heflr stjómin eytt inntektir fylkisins voru. meira fé en 1891 var sjóðþurðurinn $ 31,520.04 1892 ‘ “ 201,833.85 1893 “ “ 147,366,68 1894 “ 43,792.02 1895 “ 31,770.02 1896 “ “ 104,505,42 1897 “ 123,902.55 1898 “ “ 239,252,82 Sjóðþurður alls á 8 árum $823,948.20 Og ef hér er bætt við þeim upp hæðum sem stjórnin hefir kastað járnbrautafélög og einstaka menn, (Contractors), sem er um $1,750,000, þá kemur út sjóðþurðin ernemur 23, milión dollars. Þessi stjórn heflr lif. að á lántökum og mun halda áfram að lifa á lántökum svo lengi sem hún hangir við völdin og getur fengið lán. Næst sýndi Mr. Roblin þær upphæðir, sem stjórnin hefir borg að í vexti af fylkisskuldinni hverju ári síðan hún kom til valda. Þær eru : 1889 .. .$ 79,526.19 1890 ... 78,811.57 1891 .. 79,502.55 1892 ... 90,020.16 1893 ... 86,393 43 1894 .. 120,858.25 1895 .. .'129,155.91 1896 ... 137,084.21 1897 ... 141,704.27 1898 Alls á 10 árum $1,078,088.76 A síðastliðnu ári gekk nálega einn fjórði hluti af öllum inntektum fylkisins til þess að borga rentur af fylkisskuldinni, í stað þess að vera notað til framfara og umbóta í fylk- inu. Ræðumaður kvaðst sannfærður um, að kjósendur mundu ekki fá slík- um afglöpum og óráðsmönnum völdin í hendur aftur við næstu kosningar. Minni Canada. Ræða flutt á Islendingadaginn í Alberta 2. Ágúst 1899. Herra forseti. Heiðruðu landar og löndur. — Fyrir tilmælí hinnar heiðr- uðu forstöðunefndar þes?a hátíðarhalds kem é<r fram á ræðupallinn með það hlutverk, að tala fyrir Canada, en naumast gat það hlutverk hlotnast ó heppilegri manni, og vissulega eru það margir meðal vor, sem betur eru vaxn- ir því að fara sönnum velvildarorðum um land þetta; sem þekkiabetur sögu þess, en ég, sem eru kunnugri hagfræði þess og framförum Það getur varla hjá því fariðað það sem ég segi um Ca- nada verði lítið og létt vexti, kanské ó- satt. Ég á að tala um Canada í dag, þetta volduga, víðtæka ríki, sem er yfir 3 milíónir ferh.mílna aðstærð, sem nær frá hafi til hafs og liggur frá 49. stigi norðurbr. alt norður að íshafi. Það er eðlilegt. að torvelt rauni af tölum ein- um að gera sér grein fyrir hinni stór- kostlegu víðáttu þessa mikla ríkis; t. d. má geta þess, aðhið þýzka keisaraveldi er nærfelt 15 sinnum minna en Canada, en Ontariofylki er nær því eins stórt og Frakkland. Mikill hluti þessa feykna- stóra ríkis er fyrirtaks frjósamur, og það sem meira er, að mestur hluti hins óræktanlega lands er hið bezta náma- land. • Hér í Canada er hið mesta og betta hveitiland í heimi, skógar, sem hafa gnægð af timbri og fískiveiðarnar eru hinar ákjósanlegustu í heimi. Ég er viss uin, að það mun ekki of sagt að Canada standi fremst að frjósemí og gæðum þeirra landa, sem liggja á sama breiddarstigi. Liti inaður yfir hag þess, eins og hann er, eða kemur fyrir á þessura tíma, þá sézt að framfarirnar hafa stigið stórstignm undanfarna ára- tugi, svo næstum nndi um sætir. Það var einusinni að Evrópuþjóðirnar þótt- ust þurfa að líta niður fyrir sig til Ca- nada. Þær skoðuðu þá Canada eins og annað óbygt laod, eigi nema fyrir Indí ánaog annan ruslaralýð Frakkar meira að segja hugguöu sig ineð því, þegar Canada gekk úr greipum þeirra, að þeir hefðu revndar ekki mist mikið Þeir kölluðu það þá Blackland. En nú hefir umheimurinn fengið aðra skoðun um Canada. Ekki hefir þó þetta land breytt legu sinni. Það stendur hér, sem fyr, umvafið þremur hinum mestu höfum heimsins. Það frambýður enn hverjum sem vill, sinn hlut af hinni feykilegu víðáttu hins auðugasta og frjóvasta lands í heimi; i skauti þess býður meiri auðlegð eftir nýbyggjun um, heldur en víðast ennarstaðar; her er þjóð sem er hugumglöð yfir þessu fósturlandi sínu, með öruggri von og vissu fyrir göfugri framtið þess. Það sem einna mest og sérstaklega sýnist hafa verið aðal-driffjöðrin í vexti og við- gangi þessa lands, eru járnbrautírnar og samgöngufærin. Fyrir þau hefir Ca nada getað sýnt umheimínum ágæti sítt og auðlegð sína, og vakið menn til að sjá það og trúa því, að það væri virkilega í raun og veru betra, að lifa hér, en víðast í hinum gamla heimi. Ef tekinn er réttur samanbnrður á loftslagi og auðæfum í náttúrurikinu Canada. og því sem er í öðrum heims- álfum, þá þarf Canada sannarlega ekki að setjast skör lægra, því viðurkent er að Norður-Ameríka framleiði hraust- bygðara fólk, en alment gerist. Renni maður huga að atvinnuvegum þessa ríkis, þá eru þeir óhætt að segja bæði góðir og fjölbreyttir. Öllum oss er kunnugt, að hvergi í heimi er framleitt hetra hveiti en einmitt hér. Hér bíða enn þá miliónir ekra óhreifðar af mann höndum, sem mætti vrkja og láta gefa ríkulega uppskeru til framfæris þús undum manna. En það er ekki ein göngu hveitiræktin, sem afkomuvegur þjóðarinnar byggist á; yfir alt má jöfn- um höudum hafa kvikfjárrækt með góð um afurðum, og sum héruð þessa ríkis eru mjög vel fallin til þess. Auk þess ara 2 atvinnugreina hefir Canada gnægð af ágætum skóglöndum með bezta timbri, Kolasvæði Canada er á ætlað að sé 100,000 ferh.mílur, og er þó ekki alt meðtalið. Námalandiðer bæði víðtækt og auðugt, og má þó ætla að mikið sé enn ófundið af námalandi. Þá eru fiskiveiðar Canada taldar hinar beztu i heimi, og má t. d. geta þess, að áiið 1885 gáfu fiskiveiðar Canadaaf sér eingöngu $18 milíónir. Samhliða gæð- um og ágæti landsins, hefir mentun og framfarir tekið stórmiklum viðgangi. og sé þess gætt, hve Canada er ung i tölu landanna, þá er ekki nema eðlilegt að hún þurfi enn þá að láta vinna mörg nytsöm og þörf umbótaverk sonum sín- um og dætrum til hags og heilla. Auð- vitað er þörfin meiri á nauðsynlegum umbótum í Vestur- en Austur-Canada, bæði er að þau héruð eru langtura yngri og fámennari, og svo hafa Vestur Canadamenn verið sannnefnd olnboga- börn hinnar kanadisku stjórnar til yfir- standandi tíma. Það er eftirtektavert, að eins er um innflutningana til þessa lands, sem ann arstaðar í heiminum, að þeir hafa mest- megnis streymt frá austri til vesturs; svo hefir það verið alt frá fyrstu sögu- öldinni. Vér vitum vel. að forfeður vorir höfðu frá elztu tímum þeirra sagna fylgt þeirri reglu. Það er satt. Þeir komu alla leið austan úr Asíu og staðnæmdust á Norðurlöndum. Þar dvöldu þeir að visu lengi, unz þeir hörf uðu undan ofríki Haraldar konungs hárfagra vestur til Fjallkonunnar hvít- földuðu. sem rétti freleis og farsældar- arma sína móti hinum göfugu, kyn- stóru niðjum sækonganna, og það var ástin á frelsi og frægð, sem beindi þeim vegiun, sem vísaði þeim leið um hinn ókunna útsæ langt vestur. Og sannar lega var það sama ástin á frelsi og frægð, sama þráin eftir farsæld og menning, sem nærri þúsund árum síð ar stýrði áformi og stefnu hinna fyrstu Islendinga, er fluttu hingað til hinnar frjósömu Canada, með þeím hugum- stóra ásetningi, að verða hér landnáms- menn, aðdæmi feðra sinna, sér og niðj- um sínum til frama og farsældar um ó- komnar aldir. Og vissulega sé ég enga ástæðu til að segja að von þeirra sera brutu ísinn, hafi látið sér til skammar verða. Það þarf ekki að segja það sem kunnugt er, að mikið meiri hluti Vestur-íslendinga lifir inn- an takinarka Canadaveldis, að hingað til Canada hefir flutt fólfe af vorum þjóðflokki ár eftir ár, oft í hundraðatali. félítið og fáktinnandi, í þvísem við þarf þessu landi. Það er auðvitað of mik- ið sigt, ef einhver segði, að öllu þessu fólki liði bókstaflega vel, en vel erhægt að rökstyðja, að öllum fjölda þess líður vel. og er nú við góð efni, en hefir tekið stórum menningar framförum, og að þeir eru tiltölulega fáir, sem til lengdar eru hér í erviðum kringumstæðum. Framtíð Canada verður bæði mikil og fögnr; Já, hún getur orðið miklu fegri og stórkostlegri, en nokkurn nú- tíðarmann getureinu sinni dreymt um. Framtíðin getur reynzt á iniklu hærra stigi, en þjóðirnar geti nú á nokkurn hátt órað fyrir. Svoleiðis hefir það oft verið í liðnu tíðinni. Vonir skáldanna —þessara andans spámanna—, er hafa spreitt sig ft að draga fram í ljóðum ó- komna tímann, vonir þeirra—segi ég— hafa oft rætzt á hærra stigi, en þær voru settar. Alt er á sifeldri framför. Okomna tíðin meðniðjuni sinum, hlýt- ur að standa á hærra stigi en nútíðin. Jafnrétti og frelsi, mannúð og kærleiki menning og mentun, á að fara og fer sannarlega vaxandi meðal'þjóðanna. I skauti sínu verndar frarntíðin margan dýrgrip, niargt fagurt og gott. Vissu- lega, framtíðin hefir margt fagurt, há- lejtt og gott, til að leggja fram fyrir Hclborn Iiitiuiarvel Er sú bezta vidarbrennsluvól sem til er Glare Brothers co. Eldstór, hitunarvélar og hitaleiðarar 180 llarket St. Winnipeg Ódörasti staðurinn í bænum. Gash Coupons. $3.00 í peningum gefnir fyrir alls ekki neitt. Th. Thorkelsson, 539 Ross Ave, G. Johnson, corner Ross & Isabel Str., og Th. Goodman, 539 Ellis Ave, hafa þessar Coupons og gefa viðskiftamönn- um sínum þær fyrir hvert 10 centa virði sem keypt er í búðum þeirra og borgað út í hönd. Coupon bækur fást í þessum búðum, eða hjá The Buyers and Merchants Benefit Association, Room N Ryan Blk. 490 Main St.reet H. I/V. A. Chambre, landsölu- og eldsábyrgðar- umboðsmaður 373 Main St., Winnipeg. Mjög ódýrar bæjarlóðir á Sherbrook St. 50+132 fet. Verð að eins $200. Peningar lánaðir móti veði í bæjarlóð- um og bújörðum. Lán sem veitt eru á hus í smiðum eru borguð út smátt, eft- ir þvi sem meira er unnið að smíðinu. Eldsábyrgð. Hús til leigu Army aiul Navy Heildsala og smásala á tóbaki og vindlum. Vér höfum þær heztu tóhaks og vindla- byrgðir sem til eru í þessum bæ, og selj- um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum vér meiri verzlun en nokkur annar. Vér óskum éftii viðskiftum yðar. W. Brown & Co. 541 Main Str. á horninu á James St Canadian Pacific RAILWAY EF ÞÚ heflr í hyggju að eyða vetrinum í hlýrra lofts- lagi, þá skrifaðu oss og spyrðu um farnjald California, Hawaii-eyjanna, Japan, Bermuda og Vest-Indía eyjanna, eða heim til gamla landsins Xiðursett far. Snúið ykkur til næsta C. P. R. um - boðsmanns. eða skrifið til Robert Kerr, Traffic Manager, WlNNIPRO, MaN. Northern Paciflc R’y Samadags tímatafla frá Winniþeg. MAIN LINE: Morris, Emerson, St.Paul, Chicago, Toronto. Montreal, Spokane, Tacoma, Victoria, San Francisco.. Fer daglega......... 1,00 p.m. Kemur „ ........... 1,50 p. m. PORTAGE BRANCH. Portage la Prairie and inte- rmediats points ...... Fer dagi. nema á sunnud. 4,54 p m Kemurdl. ......... 10,45 a.m.' MORRIS BRANDOF BRANCh7~~ Morris, Roland, Miame, Baldr, Belmont. Wawanesa, Brandon einnig Souris River Branch, Belmont til Elgin....... Lv. Mon.. \Ved., Fri...10,55a.m. Ar. Tiæs.Tiir., Sat.... 3,55 p.m. RHA.S.m -r, , H- SWiNFORD, G. P. & T , A.jSt.Paul. General Agent. Portage Ave,, Winnipeg,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.