Heimskringla - 14.09.1899, Blaðsíða 1

Heimskringla - 14.09.1899, Blaðsíða 1
Heimsknngia. XIII. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 14. SEPTEMBER 1899. NR. 49 Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Sagt er að stjórnin á Rússlandi hafi pantað byggingarviði frá San Francis- co í borg þá sem stjórnin setlar að láta byggja nyrðst á Rússlandi. Borg þessi á að heita Dalny. Um miðja vikuna er leið voru ákaf- ir stormar i Halifax og þar á strönd- inni í grend. Skip strönduðu og fiski- bátar fórust, og töluverð spell urðu á ýmsu. Vindurinn fór 50 inílur á kl,- tímanum. Um sama leyti æddi livirfilbylur yfir þorpið Oil City og þar um grend- ina. Nokkrar mylnur og aðrar byggj- ingjar skemdust og brotnuðu. Þök fuku af kornhlöðum, girðingar fuku um koll og tré tókust upp með rótum. Margir meiddust, af þvi að trjáviður og múrsteinar fuku á þá. í síðastliðnum mánuði voru óvana- lega miklir skógareldar í Noregi. Brunnu þar víða stórar skógarspildur, og urðu raargir fyrir öði um skaða af brunanum. í síðastl. Ágústmánuði var maður að nafni Smith, í Kaupmannahöfn. Hann hefir dvalið samfleytt 53 ár í Ameríku og stundað járnsmíðar. Aðal erindi hansheim til Danmerkur var að finna Kristján koirang IX. Smith er meira en 70 ára að aldri. Hann sá Friðrik VI., Kristján VIII. og Friðrik VII., en hefir enn þá ekki séð Kristján IX. En þá hittist svo á að konungur- inn var ekki heima. Smíth vildi ekki hverfa frá fyriraetlan sinni með nokkru móti, t g hefir þar af leiðandi hætt við að leggja á stað til Ameríku á þeim tíma, sem hann var búinn að ákveða 6. þ. m. var McKinley, forseti Bandaríkjanna, kjörinn heiðursmeðlim- ur múrara- og steinhöggvara-félagsips, No. 21 í Chicago. Forseti þessara fé- laga, Mr. Gubbins, sagði, af því það væri hlutskifti æðstu félagsmanna að leggja hyrningarsteininn í nýja póst- húsið sem á að byggja í Chicago, þá væri nauðsynlegt að foisetinn yrði með limur félaganna áður en honum væri leyft að meðhöndla múrskeið. — I fyrstu átti að útbúa meðlima skýrteini forsetans 1. September, en af því að annaðtveggja varð hann að vera við- staddur skrúðgönguna á verkamann? - deginum eða gjalda S2,00 sekt fyrir fjarveru, var frestað að búa til skýr- teinið handa honum. En 6. þ, m, var þaðbúiðtil, en ekki verður það sent honum fyrr en búið er að ræða málið betur. “Vér verðum að stinga skýrtein- inu undir stól”, sagði Mr. Stamm, skrif ari félagann, “ef Mr. McKinley leggur þenna fyrirhugaða hyrningaistein. sem högginn er af utanfélagsmöunum. For- setinn verður sviftur öllum hlunnind- um félagsskapar okkar, og vér munum sem félög bygð á þjóðréttindum. gera verkfall á sérhverri byggingu. i öllum Bandaríkjunum, sem hann leggurhyrn- ingarstein i, eða s-arfar að nokkru leyti að byggingu þeirra”. Það megaheitaað eins 3 ár. e*a tæplega það síðan undrasögurnar um hið afskaplega gullauðga Yukon-landi, fóru að berast út um heimiim oghvetja menn í tugum þúsunda til að flytja þangað í von um uppgrip auðæfa. En það fylgdi jafnan slíkum sögum, að ekki væri kljúfandi fyrir aðra en af- bragðs hreystimenn að komast þangað vegna vegleysu og frosta, IYukon átti hvorki að vera sól né sumar; ekk- ert átti að geta vaxið þar og hvergi að sjást nokkurt stingandi strá úr jörðu. Það var að eins tvent, sem þar var sagt að vera í ríkulegum mæli: gull og frosin sandur. Að vísu var því ekki neitað að timbur væri fáanlegttil nauð- synlegra húsabygginga, en ekki var mikið gert úr því. og ekki voru aðrir taldir á þangað ferð, en þeir sem að lík- amshrej'sti gæti þolað allar þær hörm- ungar. sem þar áttu að mæta hverjum vegfaranda. Að hafa nokkra lifandi skepnu þar í landi, sem ekki fékzt strá ilr jörðu, og toui’ið af he.vi kostaði $150 var alt annað en árennilegt. En víst voru þeir fáir, sem höfðu þá nokkra hugmynd um, að hægt væri að rækta alskonar kálmeti og blóm þar nyrðra; að grasrækt er þar allsæmileg, og hest- ar getagengið þar úti j fir vetuiinn og ganga vel fram. — Tveir menn, Ack- lins og Morlej-, hafa stofnað stóran sáðgarð utanvert við Dawsou Citv; hafa þeir þar kartöflur og alskonar kál- tegundir, sem sagt er að þiífist einkar vel., Garður þessi er í brekku og snýr mót suðri, svo að sólin nær til að beita þar öllum hita áhrifum sínum; jafnvel baunir og laukur þrífast þar vel. Sagt er að menn þessir græði stórfé á því að selja vöru sína til íbúanna Dawson City. Káltegundunum sáðu þeir félag- ar um 20. Maí og kartöflunum í byrj- un Júni. — Ottawastjórnin samdi við þá félaga um að gera tilraunir með ýms ar korn- og hveititegundir, og hefir það hepnast mæta vel; þegar síðustu frétt- ir komu að vestan voru stangirnar á höfrum, byggi og hveiti orðnar 37 þuml ungar á hæð, og talið áreiðanlegt að kornið springi út. Það á að hafa þess- ar korntegundir til sýnis á Parisarsýn- ingunni að sumri og eins allar þær kál- tegundir sem þar vaxa. —í sumar hafa þurkar verið svo miklir í Yukon. að það hefir orðið að flytja vatn 1J mílu vegar til þess að vökva garð þeirra fé- laga. 10. þ. m. sigldi admírall Dewey frá Gibraltar áleiðis til New York á skipi sínu Olympia, Eftir því sem fregnriti blaðsins World í New York á Dewey að hafa sagt á þessa leið við fregnritann áður en hann sigldi frá Gibraltar: "Ég hefi lítið að segja um áiit nitt á Filipps ejrjabúum. fyr en nefi d sú sem skipuð hefir verið og sem ég er í, leggur álit sitt fram fyrir forseta Bandaríkjanna, Mr. McKinley En þú mátt hafa þetta eftir mér, sagði Dewej- alvarlegur, að ég hefi ekki breytt skoðun minni, sem ég lýsti yfir í Manila, þegar ég talaði um þekkingu þá sem ég hefi á báðum þjóðunum, Filippsej-jabúum og Cuba- mönnnm,aðég álít eyjabúa færari til að hafa sjálfstjórn á hendi heldur en Cu- bamenn^ Ég veitti eyjabilum nákvæmt athjTgli og undraðist oft yfir hæfíiei k- uin þeirra. Þeir hafa mikla hæfileika tíl ] 1-1' að bera. I New York er fjarska mikill við- búuingur að taka á móti Dewey. Eins og vér höfum áður skýrt frá, hafa menn búist við því á hverri stundu að í stríð mundi lenda milli Englands og Transwaal-Iýðveldisins í Suður-Afr- íku. Englendingar hafa leitast við að þoka gamla Kruger ofan af því.að neita útlendinguin um þegnréttindl í Trans- waal, ec karl hefir setið við sinn keip. Englendingar fóru svo að hervæðast og safna saman liði suður í Afríku og hót- uðu að beita valdi til að fá kröfum sín- um framgengt. En nú hefir stjórnin í Transwaal látið undan síga, er hún sá að brezka Ijónið mundi ella gera þeim óblíða heimsókn. Er mælt að þeir hafi lofað að gera einhverjar umbætur á högum útlendinga þar, í þá átt sem Bretar krefjast. Ekki er samt friður- inn fulltrygður enn. og þarf að líkind- um ekki mikið út af að bera til þess að til ófriðar dragi milli þessara ríkja. Um þessar mundir eru allmiklii skógareldar nálaegt Marseilles og Toul- on á Frakklandi. 10 milna svæði að minsta kosti er þar í ljósum loga. — Nokkrir smábæir hafa farist og fleiri eru i hættu staddir. Milíóuaeigandinn Cornelius Van derbilt dó nð heimili sínu í New York 12. þ. m. Kona hans var viðstödd þegai' haim dó, ásamt dóttur sinni, Gladys, og yngsta syni sínum Regin- ald Hjónin koniu heiin kvöldið áður frá Newport. Hann sýndist heilbrigð- ur og ánægður þá hann kom heim, en gekk snemma til rekkju. Um miðja nótt veiktist hann snögglega. Það var t ifarlaust vitjað læknis, er gerði alt mögulegt. en sóttin varð ákafari, og dó hann kl. 5,15 um morguninn. Kona hans og dóttir bárust illa af, Cornelius Vanderbilt var elzti son ur gamla W. H. Vanderbilts. og var fæddur27, Nóvember 1843, á Staten Island. — Hann á 5 börn á lífi. Smábærinn Northwood i Grand Forks County í N. D. var gjöreyddur af eldi 12. þ. m. Eldurinn byrjaði í National-hótelinu eftir miðjan dag. Þjónustustúlka, sem vann á hótelinu er kent um að haf.i ollað eldinum með óvarkárni sinni. Skaðinn er metinn $200,000. 50 verzlunar- og iðnaðarstof- ur brunnu. Póatmeistarinn Ellingsor. var sá eini, sem meiddist af þessum voöa bruna. Hann var allur marinn og liöggvinn af rúðubrotum og ýmsum byggingarefnum, sem hröpuðu á hann við björgunar tilraunir. Fáar af bygg- ingum þesiium voru vátrygðar. Nýlega var fjrrverandi bæjarráðs- maður Jobn Ritter í Chicago tekinn fa.stnr á Gi and Trunk brautarlest, og er hann ákærður fyrir að hafa snýglað með $1000 virði af silkivörum m. fl. frá Sarnia. Ont. Ar. VI. Seinasta lóan. Hinumegin dalsins, andspsénis mér, stóð snarbrattur hálsinn, skriður og lausagrjót alveg onað hamrinum við árgilið; enginn götustígur lá yflr klungrið ; allur gróður hafði hrapað þar til dauðs. Þeim megin sem ég stóð, bugaðist aðlíðandi fjallshlíðin með valllendisdrögum og lvngmóum í breiðan höfða yflr undir hálsinn, eins og ef að hlíðin kendi í brjósti um hann, seildist til hans með hend- inni og vildi rétta honum hlýrri klæðnað. En áin veltist fram út á milli þeirra, í biksvörtum hyljum og leirljósum strengjum, niður i þver- hnýptri hamraþrónni, oní héraðið, framyfir eyrarnar, útí fljótið. Henni leiddust dalaþrengslin, og brunaði fram til að komast út í lífið og víða veröldina; hún var unglingur innan við tvítugt. Svo féll hún í fljótið og týndi sjálfri sér. — — Veðrið var óvanalega gott allan Septembermánuð ; það var eins og íslenzka haustið vildi að lóurnar sem vóru að flytja sig, mintust sín með hlýjum hug í þetta skifti. Nú vóru þær allar farnar. Svo kom Október, sá fyrsti með austanhrið, annar með norðangadd og sá þriðji með sunnanflapur og upprofið, þegar allir hlutir anda frá sér hrfislaga og manni finst að koma út úr húsdyrum eins og að stíga í krapabað. Þúfna- fyllir af blotsnjó lá yflr mónum; hann var samt að síga, krækilyngið stakk mórauðum gómunum hér og hvar út um liann. Lækir og dragavætlur brígsluðust upp af krapstýflum og svellbnnkum. Pöfðinn hafði breytt útliti, nú var hann eins og fögur og mjúk hendi, sem maður stiauk í æsk- unni, þegar ellin og lúinn hafa hnýtt æðarnar og kreft allar taugar. Dags- birtan var korguð eins og liðið væri að úthalli, lognkólgan hékk í slæðu yflr dalsmynninu og hlíðunum. í hásuðri rofaði til geislalausrar sólar, eins og maurildis í rökkvuðum bar- skógi, og samt sýndist hún vera svo nærri manni, eins og hún héngi uppi milli jökulsins og dalbotnsins. Nær manni, dýpst niðri í dalverpinu, blik- uðu tveir Ijósgullnir skyldir, niður á botninum á grárri snjókistunni. Þar breiddist áin út við sléttar eyrar og sólskynið hafði einhvernvegin slæðst þar niður, eins og fagrar endurminn- ingar frá æskuárum manns. -----— Hu, hu, hu, kvað við í mónum fyrir ofan mig, en rómurinn var hreimlaus, eins og í fiðlustreng sem hefir vöknað. Það var seinasta lóan sem kvað þar. Svo hætti söugurinn, hún kom ekki lengur upp hljóði í laginu við dirridi. Hví hafði hún ekki flogið burt með félögum sínuin, en beðið hretsins, vesalingur? Hafði hún tafið eftir elliglöpunum svo hún héldi, að hún gæti enn með bilaða rómnum sínum núna í hausthretinu, þegar meginið af tímanum er tóm nótt, sungið eins sætt og vorið sem leið, þegar hún var ung og bjóst við að sumarið' entist til eiiífðar, að heimurinn væri loksins orðinn það sem allir hafa vonað og þráð, eintómur söngur og gróður. ---------Þá duttu mér í hug við æskufélagar mínir, sem hófum radd- ir okkar fyrir hálfum mannsaldrisið- an og ætluðum að syngja sumar yfir landið til eilífðar. Við sáum þá svo glögt, að það væri hægt. Nú er þó aftur komið haust, sumir þeirra eru flognir, aðrir þegja og búa sig til ferða, fúeinir kvaka enn við og við og lyfta vængjunum, eins og útfarinn stiginn á skipsfjöl, sem veifar til manns hendinni að skilnaði. Kvíðvænlegast af öllu er, að verða seinasta lóan. Stophan G. Stcphansson. Ný uppástung'a. Það er allmikið rætt um það í enskum blöðum um þessar mundir, að hinar ýmsu nýlendur Breta ættu að leggja tiltölulegan skerf til her- kostnaðar Bretlands. Blöðin halda því fram, að það sé ekki nóg að hjá- lendurnar, svo sem Canada og Astra lía, leggi til sinn stálbarðann hver og eina deild æfðra hermanna, til þess að hjálpa Bretum til að berja á Afríkunegrum ef til ófriðar kemur, heldur ættu þessi útríki að semja við stjórn Breta um að legvja árlega ein- hverja vissa upphæð í alríkissjóðinn sem England gæti jafnan reitt sig á sem óbrigðula inntektagrein, jafnt á friðar sem á ófriðartímum. Auðvitað er það talið allra þakka vert, að hjálpartilboð komi frá útríkj- unum þegar þau sjái að ófrið beri að höndum, því að það sé sönnun fyrir tryggri sameining hins brezka veld- is. En á hinn bóginn sé þetta ekki nóg og að nýlendunum beri að gera betur. Þessi tilboð um hjálp líkist of mikið ölmusugjöfum fjærskyldra ættmenna og séu óáreiðanleg, svo lengi sem árleg tillög til alríkissjóðs- insséu ekki bundin föstum samning- um. Mál þetta heflr áður komið til um- tals bæði meðal Brezkra og Cana- diskra stjórnmálamanna. En alt til þessa hefir enginn stjórnmálamaður farið fram á það, að Canada bindist nokkrum samningum um fastákveðið árstillag til alríkissjóðs. Sir Charles Tnpper hefir j fnan verið andvfgur þeirii stefnu, aðEngland haf Canada að féþúfu á þennan hátt. Hann hef- ir sýnt fram á það, að Englands að- alnot af Canada væru og ættn að vera innifalin í þeim hagnaði, sem það hefii at verzlunarviðskiftum við Canada, og það ennfremur, að Eng- and megi óhindrað flytja herlið sitt og herútbúnað yttr Canada hvenær sem þörf gerist á ófriðar tímum. Yanskil. Það er áætlað að árið sein leið hafi 6,000,000,000 bréfa og bögglasend- inga farið í gegnum pósthúsin í Band- ríkjunum. Af þesssum sendingum heflr 6,312.731 bréfum og Iiögglum verið vísað á “dauðrabréfa” skrif- stofuna. Þetta gerir að meðaltali 21,000 vanskila bréf og póstsending- ar á hverjum virkum degi á árinu. Meðaltal póstsendinga sem annað- hvort voru ófrímerktar, eða aðeins frímerktar að nokkru leyti, nam um árið 85,000, og 32,000 báru enga þekkjanlega utauáskrift. Um 200,- OOOIágu óhirt á gistihúsum og öðr- um aðseturstöðum. En meira en 200,000 var sent til eigenda sem alls ekki gátu sannað eignarrétt sinn á þeim. Við ofangreindar tölur bæt- ast 2,973,387 bréf og auglýsingaseðl- ar sem ekki varð séð hverjir sendu, og því ekki hægt að senda það dót til baka og var það þar af leiðandi eyðilagt. Meira en 50,000 af þess- um vanskilabréfum höfðu að geyma peningaupphæðir, sem námu til sam- ans $38,505. Þar að auki voru 32,422 sem höfðu að geyma bankaá- vísanir og víxla, sem námu $945,000 Og enn voru 30,000 bréf, er myndir voru sendar í og 185,000, sem mis- munandi upphæðir af frímerkjum voru innan í. Það virðist vera ótrúlegt, að mönn- um skuli detta í hug að senda nær því $40,000 í peningum innan í á- byrgðarlausum bréfum, en þetta hetír samt átt sér stað síðastliðið úr. Og enn þá ótrúlegra er það, að allar til- raunir hafa orðið árangurslausar að finna þá sem áttu að veita þessum peningum móttöku. Umslögin með þessum utanáskriftum verða geymd í 4 ár á póststjórnarskrifstofuuni, og langur írestur verður gefiun til að koma fram og sanna eignarrétt sinn, áður en þessir peningar verða fvrir lult og alt lagðir við inntektalið rík- isins. Á “gripasafni vanskilaskrif- stofunnar” í Washington eru allar tegundir muna finnanlegar, sem ekki heflr enn verið selt á uppboðsþingum og enginn eigandi flnst að. Það þarf ekki að leita lengi í því safni svo maður rekist á alla vega málaðar myndir úr fílabeini frá gamalli tíð, úr, falskar tennur, rúsínukassa, brúð- kaupskökur, skammbyssur, hnífa, klæðastjaka, kaffikönnur, olíulampa, morðvélar, blævængi, fágætar froska- tegundir, hauskúpur o. fl., o. fl. í einu orði sagt, þar agar saman öllum sköpuðum hlutum, og eins þeim sem engum kæmi til hugar að sendir væru með pósti. Eins og allir vita, er óleyfilegt að senda með pósti sprengiefni (dynamite) og lifandi höggorma, er samt er oft reynt að fá póstþjóna til að lcyfa slíkar sending- ar. Bodsrit. Suburban Park Railway Company. SÉRSTAKLEGA LÖGGILT AF MAFITOBAÞINGINU 1899. Med $io,ooo höfudstol,—10.00 hver hlutur. Forset : HUGH ARMSTRONG, fiskikanpmaður, Portage La Prairie. Vnraforseti :—.1, G. HARGRAVE, kai.p„.»ð ,r. Winriip.»<r. Féhirðir :—GEO. LEARY, kornkaupm '5..i. Wiu; ipeg. Ritari . SOLOMON MeDONALD, rafmagusfiaeð ngur, Wiiinipjg. Félagið hefir viðskifti við Bank of Hamilton. Bráðabyrg'ðar-stjórBarnefnd : T. W. Taylor, Hugh Armstrong, S. McDonald, Geo. Leary, Jos. Lacomte, J. G. Hargrave, C. Chamberlin, W. D. Douglas. 2. 3. 5. Stjórnarncfudin hýður hér með almenningi til kaups 4000 tiu dollara hluti í ofangreii du félagi, fj-rir $5.00 hvern hlut, og leyfir sór um lei' að skýr tilgace félagsiris. fyrirkomulag þess og hagnaðarvonir. 1. Að fráskiidu brryitarlagningarleyfinu. þá hefir félagið einnig ýms ðnnur mikilsver ð einkaleyfi. svo sem til þess að leggja fréttaþræði og ir álþrseði að verzla með eldivið. hrejfiafl oK ljór, byggja kovnlilöðm oc hafa á heudi vatiraflnUiiiiea á fólki ( g vörum. Félagið hcfir leyfi til að eiga og stjórna almennum skenit„.-»rði. Og þar eð fbúntiilaij hér fer svo óAum vaxandí, þá virðisr stofi.e: dum félugsins heppilegt «ð nota i eMa lejfi nú strax, og það er til i»ss uð Koma þessu í framkvæmd, að þessi hli.tabiéf eru nú boðin til kaups fyrir hálfvirði. Félagið hefir leigt 100 ekrur af iandi í þorpinu St. Norbert, um 9 mílur suður frá Winnipeg, á bökkum La Salle og Rauðá. Þetta er með feg- urstu stöðum í fylkinu og er þakið stórum eikar, ask og álmtrjám, alt fram á árbakkana. Þessi staður er að öllu leyti ágætlega lagaður fyrir skemtigarð. Ler.d þetta hafir vcrrð loigt til SP árn fyxfr $100 árlega ieigu. Samning- urinn getur orðið endurnýjaður þegar sá tími er útrunninn. með vax- andi rentu eftir verðhækkun landsins. Samningar hafa verið gerðir við N. P. og M. R. járnbrautaríélagið að lækka fargjald frá Winnipeg til St. Norbert, úr 70c. niður í 25c. fyrir báðar leiðir. Aðgangur að garðinum innifalinn í þessu. Af því fær járn- brautarfólagið 15c., en garöfélagið 10c., og er áætlað að félagið hafi af þessu S10.000 árlegar tekjur, því brautirnar muni flytja þangað 100,000 farþegja á ári. Þessar áætlanir eru álitnar sanngjarnar af þeirri ástæðu,að skemtitíma- bihð frá 24. Maí til 24. Sept. er lengra en vanalega gerist i austurfj-lkj unum, þar sem opinberum skemtigörðum er lokað 1. Sept. En sá mán- uður er arðs&masti mánuðurinn fyrir oss hér. Eerðir verða daglegar, að sunnudögum raeðtöldum. Farið héðan kl. 8- að morgni og komið aftur kl. 9 ; farið svo aftur kl. 2 e. h. ug svo reglu- legar ferðir á hverjum klukkutima úr því til kl. 11 að kveldi. Tíðari ferðir þegar þörf gerist. Félagið retlsr að byggja “Water Toboggan Shute” fyrir $6,000. Á slíku verkfæri græddi félag eitt i Boston á síðastl. ári. $16.427 48. að öllutn kos-tnaði frádtegnum. Winnipeg, sem hetír 1/10 af íbúutölu Boston og er óðum að vaxa, ætti að gefa $5,000 árlegan arð af þessu fyrirtækh Félagið ætlar ein„ig að byg: ja smájárnbraut, er hafi 11| þunil. bil milli teinanna. Hún á að hafa 10 fólksflutningsvagna sem hver taki 2 nienn. Dráitarvelin verður lítil að sama skapi. Þetta verður mhista járnbraut íheimi. Hún getur gefið af sér $15 á klukkutíma. Það er áætlað að hagnaður við þessa braut verði $2000. í Ontaha var hann $30.000 s ! ár Einnig er áformað að koma hér upp “Japane.-e Maze." Það er alveg ný og áður óþekt skemtun. sem í fyrra var sýnt í Bandaríkjunum og revud- ist afbragðs gróðafyrirtæki. Þetta kostar um $2000, og efrir fólksfjölda hér. ætti þaö að gefa af sér að ininsta kosti $2000 út legan arð. Capt. Paul Boyntous síðasta gróðabragð, er að svna vatnsföll'. Útbún- aður við það kostar um $3000. Með því má sýna tnjög uáttúrlega t. d. Mississippi, Rhine. Hudson-ána, St. Laurence-tíjótið o. s. frv. 60 far- þegjar eru látnir lenda á hverjum 4 mínútum. Ágóðinn af þessu í Bost- on á síðastliðnu ári, var $30,000. Hér ætti ágóðinn að verða um $3000 á ári. Önnur eittkaleyfi og aðdráttarfæri, svo sem sala á viudlum, aldinum o fl. er ærlast til að gefi af sér alls um $4000 á ári. Þetta er álitin nægileg uppha»ð til að borga öll laun og annan kostnað við garðiun. Ljósagerðarstofnun kostar um $1300. Félagið æt’ar að verja $4700 til húsabj-gginga í garðinum. Félagið ætlar einnig að leggja einnar mílu kappreiðabraut, sem, vegna jarðlagsins þar, verður eflaust með beztu brautum í fylkinu. Utgjöld og inntektir verða því, eftir áætlauinni á þessa leið : 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. ÚTGJÖLD. ‘ Toboggau Shute”....$6.000 Smájárnbraut........ 1,500 “Japanese Maze”... . 2,000 Vatnasýningin........ 3,000 Rafmagnljósa-stofnun .. 1,30(» Byggingar.........4,700 Vinnukostnaður....... 4 000 INNTEKTIR. ......................$5,000 ...................... 2,000 ...................... 2,000 .................. ... 3 000 Járnbrautargróði .....10.000 Ýmsar tekjur.......... 4,000 AUur kostnaður......$22,500 Tekjur alls............$26,000 Þotta sýnir hreinan gróða $3.500, eða 15% af innstæðufé, eftir að al kostnaður er borgaður. Stjornarnefndin er sannfærð um, að eftir fyrsta á verði hægt að borva hluthöfum árlega 50% af stofnfé þeirra Stjórnarnefndin býður þessvegna að selja almenningi fjögur þúsund h utt fyr r $o hvern hlut, uppborgaða og álögufrýja, 20% borgist við móttc hlutabrefanna. en eftirstöðvarnar borgist mánaðarlega með 50c. á mánuði U hvern hiut, þnr til hlutiinir eru borjrjif/ir að fullu. Hluthafabækur eru til á skrifstofum þessum : Gbo. Leahy, Gr uu Exchange. Wpeg. J. G. Hahgrave, 328 Main St„ W J. Lecomte 366 Mam St„ Winnipeg. Dixon & Todd, 375 Maiu St„ Winnir w°v,D "U'D 'I'n ÍC'-, Mr.St' 'Vpeg- Crott'' & CtiOss, 515 Main St. Wpeí BrOWN & Cj“ 041 Mau* St • wlg- Heimskkingla, 547 Main St., Wp

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.