Heimskringla - 05.10.1899, Blaðsíða 2
HEIMSKKINGLA 5. OKT 1899.
Heimskringla.
Verð blaðsins i Canada og Bandar. íl.50
um árið (fyrirfram borgað). Sent til
íslands (fyrirfram borgað af kaupenle
um blaðsins hér) $1.00.
Peningar sendist í P. O. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Order. Bankaávisanir á aðra banka en í
ÍVinnipeg að eins teknar með afföllum
R. L. BaldwinHon,
Útgefandi.
Office ; 547 Main Street.
P O. BOX 306-
Síðasta Lögberg-tötur flytur rúma
6 dálka af “athugunum” um Hugh
John Macdonald cg harmakvein um
það, hve mikið óhapp það mundi
verða fyrir fylkið, ef hann næði hér
völdum. Vér höfum ekki rúm að
sinni til að svara öllum þessum
harmagr&t orði til orðs, enda gerist
þess ekki þörf. En þó er sumt í
honum sem er svaravert, sem vér
skulum minnast hér lítið eitt á.
1. “Greenway-stjórninni er hver-
vetna við brugðið fyrir sparsemi og
ráðvandlega meðferð & fylkisfé.”
Og sussum, sumssum! Fyr má nú
rota en dauðrota! Ann irs heflr ver-
ið svo mikið rætt og ritað um “spar-
semi” (!!) Greenwaystjórnarinnar á
undanförnum árum, að það er ónauð-
synlegt að eyða miklu rúmi til að
ræða það nú. Það eitt getum vér
sagt, að fylkisbúar eru nú búnir að
reyna þessa stjórnarklíku til þrauta,
og munu óefað veita henni lausn f
náð við næstu kosningar. Vissara
fyrir Lögberg að sjúga því duglega
á meðan speninn er ekki tekinn frá
því.—Sparsöm stjórn ! Heyr á end-
emi! Hátt á þriðju milíón dollars
er skuldin sem Greenway heflr sökt
fylkinu í, “Og altaf þyngist synda-
pokinn”—segir Magnús Paulson.
2. “Mr. Macdoaald dregur nú
engar dulur á það......að til þess
að fá atkvæðisrétt, verði allir útlend-
ingar að geta lesið og ritað enska
tungu, ef hann komist til valda.”
Þetta er spáný og einkennilega
liberal upplýsing. Mr. Macdonáld
heflr sagt það bæði f ræðum og ritum
að hann viiji að eins einskorða at-
kvæðisrétt Galiciumanna og Doukho-
bers við mentaskilyrði, eins og allir
geta séð sem lesa bréf hans í Hkr. og
ágripið af ræðu hans í Dauphin, sem
vér birtum f síðasta blaði. Vér höf-
um átt tal um þetta mál og önnur
við Mr. Macdonald og aðra Ieiðandi
menn í Conservativa flokknum og
vitum að hann og flokkurinn heflr
alls enga hugmynd um að skerða í
nokkru minsta atriði þann rétt, sem
útlendingar hafa hér í fylkinu. Mr.
Macdonald ber auðvitað enga ábyrgð
& þvl, aem einstök blöð eða einstakir
menn gera honum upp að hafa sagt.
Það má ljúga upp á hann eins og
aðra, og Lögberg er æfinlega tindil -
fætt að henda slíkt góðgæti & lofti.
Mr. Macdonald ber ábyrgð á því sem
hann gefur út undir sínu eigin nafni,
en ekki á útúrsnúningum og ósann-
indum andstæðinga sinna.
3. “Frönsku blöðin telja það
víst, og byggja það á Mr. Macdonalds
eigin orðum, að ef afturhaldsflokkur-
inn komist til valda, þá verði þeir
Frakkar sviftir atkvæðisrétti, sem
ekki geta lesið enska tungu.”
Svo mörg eru þessi Lögbergs orð.
En hvaðan heflr sálarháski Lögbergs
þessa vizku ? Hvaða blöð halda þessa
fram? Ekki eru það þau frönsk
blöð, sem Mr. Macdonald heflr l&tið
flytja yflrlýsingar frá sér sjálfum um
þetta efni, því þau blöð halda einm^tt
hinu mótsetta fram. 0g Lögberg
mun komast að raun um það eftir
næstu kosningar, að Frakkar hér í
fylkinu verða í mikilli fleirtölu með
Conservativum, eins og þeir voru við
síðustu kosningar, þrátt fyrir hártog-
anir liberala og lognar sakargiftir á
Hugh John og flokk hans.
4. “Mr. Macdonald heflr marg-
oft tekið það fram, að hann ætli sér
ekki, þegar hann taki við ráðsmensk-
unni, að hlynna að útlendingum.”
Þetta er tilhæfulaus og mjög ill-
girnisleg staðhæflng hjá Lögbergi.
Hugh John heflr einmitt sagt hið
gagnstæða. Hann hefir aldrei við-
haft þessi orð sem Lögb. leggur hon-
um í munn, og blaðið getur ekki fært
•eitt einasta dæmi máli sínu til sönn-
unar, að undanteknu þvf, að hann
ætlar að sporna á móti innflutningi
Galiciumanna og Doukhobors, eins
og hann hefir sjálfur tekið fram. ís-
lendingum er óhætt að trúa því, að
Mr. Macdonald er eins hreinskilinn
eins og hann er djarfmæltur. Þess
vegna segir hann afdráttarlaust fyrir
kosningar hvað hann ætli að gera ef
hann nái' völdum, svo að þeir sem
ekki aðhyllast stefnu hans, skuli ekki
narrast til að greiða atkvæði með
honum.
fslenzkir kjósendur ættu að gæta
þess, að framtíðarhagsmunum þeirra
og virðing hér í landi er því að eins
borgið, að þeir hafl nægilegt siðferð-
isþrek til að láta ekki keypta stjórn-
arsnápa ljúga sig til að beita rang-
sleitni gegn stórum og sigrandi póli-
tiskum flokki. Conservativi flokkur-
inu ber fult traust til íslendinga,
ekki síður en annara borgara hér f
fylkinu, að þeir láti hann njota sann-
mælis og hafi hann í engu fyrir
rangri sök, og að þeir sýni það með
atkvæðum sínum við næstu kosning-
ar, að þeir beri eins mikið traust til
hans, eins og hann ber til þeirra. Það
er von vor og trú að þetta reynist
svo.
“Þegar McKenzie-stjórnin í Ott-
awa lagði fé í það á árunum, að fá
íslendinga hingað vestur og hjálpa
þeim eftir að hingað kom, þá barðist
Sir John A. Macdonald á móti því,
og lýsti yflr því, að það væri eins
þarft að fleygja fénu í sjóinn, eius og
að verja því fyrir innflutning íslend-
inga.”
Svo mörg eru þessi orð í síðasta
Lögbergi.
Það væri fróðlegt að fá ástæður
blaðsins fyrir þessari makalausu stað-
hæfing. Hún er eins fjarstæð sann-
leikanum eins og framast má verða.
En þó Sir John hefði sagt þetta, sem
hann aldrei gerði, þá hefði hann haft
nokkuð til síns m&ls, því enn þ& heflr
stjórnin ekki fengið endurborgað eitt
einasta cent al þeim $80,000, sem
varið var til að byggja Gimlisveit
1876. McKenzie stjórnin veitti fé
þetta með þeirri hugmynd, að það
væri lán til íslendinga, og skyldu
afborganir af láninu ganga til að
hlynna að íslenzkum vesturförum er
síðar kæmu. Þessi ráðstðfun var góð
og göfugmannleg og átti McKenzie
stjórnin þakkir skilié fyrir það. En
þótt hún gerði vel í þessu, þá auðn-
aðist henni ekki að halda völdum
nema eitt kjörtímabij. Hún féll 2
árum síðar, 1878.
Ef að Sir John hefði verið mót-
mæltur láninu til íslendinga, þá má
geta nærri, að hann hefði einhvern-
tíma, í öll þau ár sem hann var við
völdin, frá 1878 til dánardægurs
1891, gert einhverja kröfu til skuld-
arinnar. En hann lét það ógert.
Hann sagði oss sjálfur skömmu fyrir
andlál sitt, að Ný-íslendingar hefðu
reynst svo hjáfpsamir við landsmenn
sína sem árlega flyttu frá íslandi inn
í þá nýlendu, með því að taka á móti
þeim og hjálpa þeim áfram til sjálf-
8tæðis og velmegunar, að hann skoð-
aði það fulla borgun skuldarinnar
og að svo lengi sem hann réði fyrir
sfjórninni, skyldi skuld sú ekki verða
krafln. Þetta er saga málsins í fám
orðum. Liberal McKenzie Iánaði féð,
Conservative Sir John gaf það.
Sigtryggur Jónasson og fleiri
hans nótar lifðu á því svo árum skifti
að útbýta þessu fé. Og svo níðist
æssi þokkapiltur á dauðum vel-
gjörðamanni slnum.
Ríkiskosningar.
Þær fréttir koma frá Ottawa, að
Laurierstjórnin ætli að skella á al-
mennum koeningum í Janúar næst-
komandi, og er sagt að það séu r&ð
Mr. Tarte. Hann heflr dvalið í Evr-
ópu um nokkurn undanfarinn tíma
sér til héilsubótar, og nýlega heim
kominn, í frístundum sínum heflr
hann uppgötvað það, að nú sé heppi-
I. gur tími til að hafa almennar kosn-
ingar, og að ekki muni síðar væn-
legra að leita á náðir kjósendanna.
Það heflr verið góðæri í landi hér um
síðastl. 3 ár, en engin trygging fyrir
að það haldist mikið lengur, og það
er jafnan litið svo á, að stjórn sú er
að völdum situr, hafi hag af því að
hafa kosningar þegar vel lætur í ári
og kjósendurnir eru ásáttastir með
lífslijörin. Þess vegna er ástæða til
að hraða kosningum nú, fremur en
að eiga á hættu að draga þær þar til
versnar í ári, eins og jafnan má bú-
ast við að geti komið fyrir.
Annað er það og, sem hvetur
stjórnina til að draga ekki kosniug-
arnar, að á síðasta þingi voru sönn-
uð svo stórkostleg kosningasvik á
liberalaflokkinn, að slíks eru engin
dæmi áður hér í Canada. Þetta hefir
veikt flokkinn mjög mikið og bakað
honum fyrirlitning hjá þjóðinni al-
ment. Þeir Tarte og Laurier óttast,
að enn þá meira og saknæmara muni
komast upp á næsta þingi, og hjá
því verður ekki komist nema með
því að hafa kosningar áður en næsta
þing kemur saman. Gæti stjórnin
unnið kosningarnar og trygt sér
vöidin um næstu 4—5 ár, þá mundi
hún verða rólegri og ef til vill geta
komið í veg fyrir, að allur sannleik-
urinn um klæki hennar i Yukon og
annarstaðar, gæti orðið leiddur í ljós.
En ef kosningar verða ekki hafðar
nú, þá er óefað að stjórnin tapar
enn svo fylgi og áliti, að henni verði
sópað frá völdum við næstu kosning-
ar.
Það er og talið áreiðanlegt, að
Ontariostjórnin muni kollsteipast inn-
an skamms og Conservativar taka
þar við völdum. Það er því nauð-
synlegt fyrir Lakrierstjórnina að láta
kosningarnar fara fram á meðan lib-
eralar hanga við völdin í Ontario, og
hægteraðnota “þreskivélina” þeirra
til þess að kaupa atkvæði og hafa f
frammi ýmsar aðrar svívirðingar.
Alt þetta yrði örðugra viðfangs, ef
að Conservativar næðu völdum !
Ontario áður en ríkiskosningar fara
fram. En það munar mikið um Ont-
ario, því að það er 2/5, að fólksfjölda,
af öllu Canada veldi, og sendir 85
menn á sambandsþing. En Laurier
veit vel, að Ontario mun senda um
70 Conservativa á næsta. sambands-
þing, ef þar verða stjórnarskifti áð-
ur en ríkiskosningar fara fram, og er
því lífsspursmál fyrir þá, að fyrir-
byggja að slíkt geti komið fyrir.
Þá er og Manitoba “óþekt stærð ’
nú sem stendur. Það er engum efa
bundið að hér verða stjórnarskifti, og
má búast við því, að það veiki flokk
liberala eigi alllítið. Það er full-
kunnugt, að Greenway ætlaði að
hafa fylkiskosningarnar í Júlí síð-
astl. En að ekki var haldið við það
áform, kom til af því tvennu, 1. að
þegar stjórnin sá hvernig Conserva-
tivi flokkurinn hér í fylkinu hafði
eftirlit með tiibúningi kjörskránna,
þá vissi hún að hennar dagar voru
taldir og sá þvi það ráð vænst, að
sitja sem fastast út kjörtímabilið,; 2.
að ef kosningar hefðu verið látnar
fara fram í sumar og Greenway tap-
að þeim, eins og sjálfsagt hefði orðið,
þá hefði það haft illar afleiðingar fyr-
ir Laurierstjórnina, því að fólkið í
austurfylkjunum hefði þá séð, hve
afarilla liberalar eru þokkaðir hér
vestra, og hefði það án efa veikt til-
trú Laurierstjórnarinnar eystra.
Það er einnig af svipuðum ástæð-
um, að sambandsstjórnin hefir efcki
þorað að hafa aukakosning hér í
Winnipeg, þótt nú séu 8 mánuðir
Iiðnir síðan sætið losnaði, og vér
þannig verið bolaðir frá að hafa
nokkurt atkvæði i landsmálum allan
þennan tíma. Laurier veit að sigur-
inn hér er mjög óviss eða jafnvel ó-
mögulegur.
Eins og sakir standa nú, þá er
vitaskuld ekki hægt að segja með
vÍ8su, hvenær rikiskosningar (eða
fylkiskosningar) fara fram. En vér
vildum benda öllum íslenzkum Con-
servativum á það—og þeir eru fleiri
nú en nokkru sinni áður—að haía
vakandi auga á þessum málum og
halda vel saman svo að þeir séu við
öllu búnir hvenær sem kallið kemur.
Ýkjunum svarað.
Vér gátum þess hér í blaðinu fyrir
nokkrum vikum, að Sir Richard Cart-
wright, einn r&ðgjfi Laurierstjórn-
arinnar, hefði haldið langa ræðu i To-
ronto, og þar reynt að afsaka stefnu
Ottawastjórnarinnar, þótt sú stefna
hafi verið í beinni mótsögn við stefnu-
skrá flokksins, og þveröfug við það sem
flokkur hans hafði haldið fram í 18 ár,
haldið fram að væri til hagsmuna fyrir
Iand og lýð. En 19. September síðastl
voru 21 ár liðið frá því að hin svo nefnd
þjóðlega stefna (National Policy) var
innleidd í Canada af Conservatíva-
flokknum. Þá var haldin minningar-
samkoma í Toronto, og voru þar sam-
an komin 6000 manna til þess að hlusta
á ræðu sem Mr. Geo. Foster, fyrrum
fjármálastjóri i Conservatívastjórninni
hélt þrr. Ræða þessi var haldin til
þess að andmæla ýmsum öfgum í ræðu
Cartwrights, og til þess að sýna kjós-
endum í Canada fram á stefnuleysi Li-
berala og sviksemi Ottawastjórnarinn-
ar.
Ræða Mr. Fosters er afar löng og
fyllir nær 2 . heilar blaðsíður í The
Morning Telegram, dags. 23. Septem-
ber. Vér höfum því ekki rúm í Hkr.
fyrir annað en stuttan útdrátt úr þess-
ari afbragðs ræðu, en viljum á hinn
bóginn benda öllum á það, sem láta
sig landsmál nokkru skifta, að útvega
sér það blað og lesa ræðuna þar.
Mr. Foster byrjaði með þvi að minn-
ast á Sir John A. Macdonald og verk
hans í þarflr Canada, frá þvíhann fyrst
fór að gefa sig við pólitiskum málefn-
um, alt fram að dánardægri hans,. og
hvernig Conservatíva flokkurinn hefði
jafnan haldið óbifanlega fast við á-
kveðna stefnu, þá einustefnu, setn álit-
in var að vera heppilegust fyrír Cana-
daveldi. Þar næst svaraði ræðumaður
nokkrum atriðumCartwrights og sýndi
fram á, hve undra óvarkár hann væri i
orðum og hve mikil ósannindi hann
bæri á borð fyrir kjósendur sína. Sir
Richard hafði sagt að National Policy
hefði engu orkað fyrir Toronto, og að
sá bær hefði tekið meiri framförum i
húsabyggingum á síðastl. 6 vikum,
heldur en hann hefði gert á 6 árum þar
á undan. Þá las ræðumaður upp vott-
orð frá verkfræðingi bæjarins, er sýndi,
að á síðastl. 6 árum voru hús bygð þar
fyrir 7J milión dollars, en á síðastl. 6
vikum fyrir að eins $30,000. Þetta
sagði hann væri sýnishorn af því, hve
ráðgjafi Lauriers væri sannsögull í op-
inberum ræðum sinum. Enn fremur
hefði Cartwright sagt að það hefði verið
eins mikil framför i Canada á síðastl.
3 árum, eins og á 30 árum þar á undan.
Til þess að sanna, að þetta væri langt
frá öllum sannleika, las ræðumaður
upp töflu,er sýndi framfarir Canada á
árunum frá 1868—1896 og frá 1896 til
J899. Hann sagði: “Leyfið nsér að
lesa fyrir yður nokkiar tölur, sem
hver stjórnmálamaðvr hefir að marki,
þegar dæroa skal um framför i landi,
lengd járnbrauta og flutningsmagn
með þeim bendir á framför landsins Á
lítið minna en 30 árum, frá 1868—1896
var framför í þessu efni 900% í lenging
járnbrauta, en á síðastl. 3 árum að eins
2§%. Tonnatal skipa jókst á fyrra
tímatalinu um 70%. en á því síðara um
13 pc. Tonnatal strandferðaskipa jókst
um 170pc., en síðar 8pc. Flutningur
með járnbrautum jókst á fyrra tíma-
bilinu um 300pc., en á hinu siðara um
20pc. Lífsábyrgðir jukust á 30 árum
um 800pc., en á síðastl. 3 árura 13pc.
Inntektir járnbrauta voru á árunum
frá 1869 til 1896 150pc., en frá 1896 tii
1899 að eins 18pc. Eldsábyrgðir juk-
ust um 840pc. á fyrra tímabilinu, enn
aðeins 6pc. á hinu síðara. Peningar á
vöxtum i prívat bönkum jukust fyrst
um 500%, en siðar um 24%; en á spari-
bönkum fyrst um 1400% og siðar um
7%. Útflutningur á afurðum af lif-
andi peningi jókst á 30 árum 160pc., en
á sfðastl. 3 árum 80pc., á fyrra timabil-
inu jókst útflutningur á osti 2800pc., á
hinu síðara tímabili ekkert. Útflutn-
ingur á kolum 300po- á móti lopc. Af-
urðir af fiskiveiðum 400pc. á móti 5pc.
Framleiðsla á tilbúnum vörum jókst
lOOpc. á móti 13pc. Útflutningur úr
námum jókst 580pc. á móti 30pc. All-
ur innflutningur á vörum jókst 60pc. á
móti 18pc. Fólkstal jókst 51pc. á móti
5pc.”.
Allar þesSar tölur sagði ræðumað-
ur að væri yfirfljótanlegt svar móti
hiuum röngu staðhæfingum Sir Cart-
wrights um það, að fraraförin í þessu
landi hefði verið meiri á siðastl. 3 árum
heldur en á næstu 30 árum áður. Líkt
þessu fór Foster nálega með hvert at-
riði.sem Sir Cartwright hafði minst á í
ræðu sinni og sýndi að hann annað-
hvort var ekki vaxin því máli, sem
hann hafði rætt um, eða að hann fór
með vísvitandi ósannindi. Síðar í ræðu
sinni talaði Mr. Foster um kosninglof-
orð(Liberalflokksins og hvernig hann
hefði efnt þau við þjóðina. Þegar Sir
Richard var í andstæðingaflokki á
þingi, þá kallaði hann það rántoll að
leggja 30 milíónir dollars tollbyrði á
þjóðina. En nú þegar hann er við
völdin og leggur $10 miljóna hærri
skatt á þjóðina, þá kallar hann það
ekki rántoll, heldur hátoll. En hátoll
var ekki það sem þjóðinni var lofað.
Mr. Laurier lofaði að lækka útgjöldin
um $4 miliónir á ári. Mr. Mills lofaði
að þau skyldu lækkuð um $5 milíónir.
Sama gerði Sir Louis Davis, ogMr. Mc
Muller sagði: “Ef við gefum ykkur
ekki “Reciprocity” innan 3 ára og lækk
un útgjöldin niður í $35 miliónir, þá
rekið okkur frá völdum”.
Nú hafa þeir verið 3 ár við völdin,
og hvað hafa þeir gert ? National Po-
licy var i hlóma frá 1880 til 1889. Þá
var meðallag tollanna á tollskyldum
vörum 26£%. En í dag eru þeir
28.98/100%. Frá 1886 til 1896 var með-
altalið 30.8%, en frá 1897 til 1899 er það
29J%. Hin rétta aðferðin við þessa toll-
skoðun er, að jaf na tollinum niður á all
ar innfluttar vörur, og þegar það er
gert, þá kemur i ljós aö toll-lækkunin,
sem Liberalar hafa gert, er 71/100 úr 1%
og ekki meira.
A þann hátt hafa þeir Liberölu
efnt kosningaloforð sín, að sópa burtu
rántollum, sem þeir svo kölluðu, úr
þessu landi.
Mr. Laurier og stjórn hans hafa
nú verið við völdin í 3 ár og þeir hafa
á þeim tíma lækkað tollbyrðina úr 17.47
niður í 16,76%, eða 71/100 úr 1%.
Látum oss líta á þetta mál frá ann-
ari hlið. Tollbyrðin á hvern mann í
ríkinu, 'frá 1892 til 1896, var $5,55, en
árið 1899 er hún $6,58, eða $1,03 á hvert
höfuð hærri en hún var undir tollvernd
arstefnunni.
Tökum en aðra hlið og litura á all-
ar inntektir ríkisins. Þær voru $7,14
á mann árið 1896, en nú 1899 eru þær
$8,80. Hafa aukist um $1.66 á mann
Tökum næst útgjöldin. 1896 voru
þau $7,14 á mann, en nú err. þau $9,57,
eða $1,43 á mann hærri en áður.
Af þessu er það auðséð að Liberal-
stjórnin hefir svikið 3 þýðingarmestu
loforð sin. Hún hefir ekki lækkað út-
gjöldin. Ekki lækkað skattbyrðina og
okki sópað burtu tollverndunarstefn-
unni.
Næst tók uæðumaður upp járn-
brautarstefnu stjórnarinnar, og sýndi
að Liberalar hefðu andæft öllum styrk-
veitingum til járnbrauta utan þings og
innan. þegar þeir voru i andstæðinga
flokki, og að þeir hefðu sett yfirlýsingu
um þetta í stefnuskrá sína. En þeír
væru ekki fyrr komnir til valda, en þeir
taka að ausa út fé á báðar hendur til
alskonar járnbrauta fyrirtækja. A ár-
unum 1897 og 1898 gáfu þeir járnbraut
um $10J milión í styrkveitingum. Þeir
veittu Craws Nest Pass brautinni
$3,630,000 styrk, sem Conservatíva-
stjórnin var búin að semja um bygg-
ingu á fyrir 1 milíóndoll styrkveitingn.
Als hafa þeir á 3 árum veitt járnbrauta
styrk svo nemur $30 milíónum. Sama
er að segja um skipaskurði. í þann út-
gjaldalið eyddi Conservatívastjórnin
$2J mlíón á ;ári. En Liberalar hafa
eytt $200,000 meira á ári í þau v
Þetta sem að ofan er sagt er að
eins lítill útdráttur úr ræðum, sem
mundi meira en fvlla 2 blöð af Hkr.
væri hún öll prentuð. Slíkar ræður
sem þessi eru í alla staði fróðlegar fyrir
alla þá, sem gefa nokkurt athygli að
landsmálum, og þess vegna segjum vér
að fólk þurfi að lesa hana i heild sinni,
Hún er prentuð orðrétt í b’aðinu The
Morning Telegram þann 23. September
siðastl. Með slikum lestri kynnast
menn ástandi ríkisins og sögu þess að
nokkru leyti. Mönnum verður Ijóst
hvernig inntektirnar eru hafðar saman
og hvernig þeim er varið. Það gerir
hvern mann fróðari í landsmálum og
gefur glöggva ejón á ýmsu, sem þeim
er annars hulið.
Úrmakari
Þórður Jónsson,
at»« Itlain Sitr.
Beint á móti rústunum af Manitoba
Hotelinu.
Braud!
Brauð af öllum tegundum og úr
bezta efni, flutt ókeypis að hvers manns
dyrum. Það er a.kunnngt, að brauð
vor eru hin ágætustu, hvað efni og bök-
un snertir, og það er einmitt þetta, sem
hefir komið brauðverzlun vorri á það
háa stig sem hún er á.
Biðjið keyrslumenn vora að koraa
við í húsum yðar. Það borgar sig ekki
fyrir yður að baka heima, þvi vér keyr-
um til yðar SÍO brnnd tyrir einn
(lollnr.
W. J. B0YD.
Helborn liitniiarve)
Er sú bezta viðarbrennsluvél sem til er
Glare Brothers
CO.
Eldstór, hitunarvélar og hitaleiðarar
180 Harket St. Winnipeg
Ódörasti staðurinn i bænum.
H. IV. A. Chambre,
landsölu- og eldsábyrgðar-
umboðsmaíur
373 Main St., Winnipeg.
Mjög ódýrar bæjarlóðir á Sherbrook St.
50+132 fet. Verð að eins $200.
Peningar lánaðir móti veðl í bæjarlóð-
um og bújörðum. Lán sem veitt eru á
hús i smíðum eru borguð út smátt, eft-
ir því sem meira er unnið að smíðinu.
Eldsábyrgð. Hús til leigu
Cash Goupons.
$3.00 i peningum gefnir fyrir alls ekki
neitt. Th. Thorkelsson, 539 Ross Ave,
G. Johnson, corner Ross & Isabel Str.,
og Th. Goodman, 539 Ellis Ave, hafa
þessar Coupons og gefa viðskiftamönn-
um sínum þær fyrir hvert 10 centa virði
sem keypt er i búðum þeirra og borgað
út i hönd. Coupon bækur fást í þessum
búðum, eða hjá
The Buyers and Merchants
Benefit Association,
Room N Ryan Blk. 490 Main Street
Army anil i\avy
Heildsala og smásala á
tóbaki og vindlum.
Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla-
byrgðir sem til eru í þessurn bæ, og selj-
um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum
vér meiri verzlun en nokkur annar.
Vór óskum eftii viðskiftum yðar.
F. Brown & Co.
541 Main Str.
á horninu á James St
Ganadian Pacific
RAILWAY-
EF ÞIJ
heflr í hyggju að eyða
vetrinum í hlýrra lofts-
lagi, þá skrifaðu oss og
spyrðu um farnjald
California,
Hawaii-eyjanna,
Japan,
Bermuda og
Vest-Indía eyjanna,
eða heim til gamla landsins
Niðursett far.
Snúið ykkur til næsta C. P. R, um •
boosmanns. eda skrifið til
Robert Kerr,
Traffic Manager,
WlNNIPRG, MaN.
Nortlieru Pacific B’y
Samadags tímatafla frá Winniþeg.
MAIN LINE:
Morris, Emerson, St.Paul, Chicago,
Toronto. Montreal, Spokane, Tacoma,
Victoria, San Francisco..
Fer daglega........ 1,00 p.m.
_____Kemur „ ............ 1,50 p.m.
PORTAGE BRANCh!
Portage la Prairie and inte-
rmediats points .........
Fer dagl. nema á sunnud. 4,54 p. m
Kemur dl. „ „ „ 10,45 a. m.
Morris, Roland, Miame, Baldr,
Belmont, Wawanesa, Brandon
einnig Sonris River Branch,
Belmont til Elgin........
Lv. Mon.. Wed., Fri.I0,55a.m,
Ar. Tuos, Tnr,, Sat,. 3,55 p.m.