Heimskringla - 26.10.1899, Síða 4
HEIESKRINGLA, 26. OKT líðg.
Vjer fyrstir.
Oss hefir aftur hlotnast að ná fyrstu
einkunn fyrir tilbúning hins áferð-
arbezta haust og vetrarfatnaðar.
Það er engin tilviljun að vér höfum
náð þessum vinsældum, heldur er
það eðlileg afleiðing af þekkingu
vorri á því, hvernig fðtin eiga að
vera búin til svo að þau fari vel og
séu almenningi þóknanleg.
Áferðarfallegasti tilbúinn fatnaður
sem gerður er í Canada, er búinn til
á verkstæðum vorum. Enginn ann-
ar fatnaður er eins vel gerður.
Engin fataverksmiðja notar eins
vandað efni. Þetta er hreystilega
talað, en vér erum reiðubúnir að
færa fram sannanir fyrir þvi.
Eöt vor eru þannig sniðin, að þau
passa ðllum mönnura og verðið á
við allra hæfi.
Cor. City Hall Square & Main St.
Winnipeg.
Hr. Eggert Jóhannsson hefir verið
á ferð hér í bænum þessa dagana.
Saaðarkonurnar í Unitarasöfnuðin-
um hafa ákveðið að halda Concert og
Social 9. November. Prógramm í næsta
blaði.
Hr. Þorvaldur Þorvaldsson kom
hingað til bæjarins á föatudaginn var.
Hann hefir kent á barnaskóla vestur við
Mary Hill P. 0. í sumar, en ætlar að
halda áfram námi á Wesley College hér
í bænum í vetur.
Herra Pétur Árnason^rá Lundar,
Man., kom hingað til bæjarins á fimtu-
daginn var í verzlunarerindum. Hann
varð fyrir þeirri sorg að missa konu
sína 12. þ. m., aðafstöðnum barnsburði.
Pétur fór heim aftur á laugardaginn
var.
Hr, Jón Jónsson Straumfjörð, sem
fór héðan til Yukonlandsins í fyrra,
kom hingað til bæjarins í vikunni sem
leið ; hafði hann dvalið í Victoria, B. C.
um nokkurn tíma áður en hann kom
hingað. Jón var glaður i bragði að
vanda og hraustui vel.
Blaðið “Morning Telegram” getur
þess, að það sé á orði, að Ottawastjórn-
in muni láta lengja Hnausabryggjuna
um 140 fet Sé þessi saga sönn, þá bend-
ir hún á það, að stjórnin er nú orðin
sannfærd um að það sé þörf á bryggju á
Hnausum og að hún sé þar vel sett,
eins og líka er.
Þeir ísleifur Guðjónsson frá Monar
P.O, og Jón Vestmann frá ClaVkleigh
P.O. voru hér á ferðinni um síðustu
helgi. Þeir segja að sléttueldar hafi
gert allmikinn skaða þar vestra, en
ekki vissu þeir samt til að neinir íslend-
ingar hefðu orðið fyrir tjóni af þeim.
20. þ. m. dó húsfrú Anna María
Guðmundsdóttir, eftir langvarandi sjúk
dóm. Hún var kona Stefáns Sigurðs-
sonar, sem býr á horninu á Eliice og
Maryland Str. hér í bænuir. Þau hjón
fluttu til Ameríku fyrir 5 árum, frá
Seyðisfirði á íslanði. Jarðarförin fór
fram á sunnudaginn var.
Hin árlega skemtisamkoma íslenzku
kyrkjunnar á Kate Str., verður haldin i
kyrkjunni næstkomandi fimtudagskvöld
2. Nóvembsr, kl. 8 e. h. Prógrammið
verður fult eins gott nú og áður. Ræð-
ur bæði á ensku og íslenzku, ágætur
söngflokkur frá Manitoba College, solos
og recitations, ókeypis veitingar. Pró-
grammið verður auglýst í næsta blaði.
Hermálaráðgjafinn í Ottawa hefir
boðið Mr. Hugh John Macdonald for-
ingjastöðu yfir herdeild þeirra, sem send
verður frá Manitoba til Transwaal. En
þar eð búast má við pólitiskum bardaga
hér i fylkinu innan skamms, þá neitaði
Mr. Macdonald þessu sæmdarboði her-
málaráðgjafans. Sagt er að “Oom
Greenway” hefði ekki þótt lákara að
vita af Hugh John suður í Afríku, þeg-
ar kosningunum verður skelt á.
21. þ. m. andaðist hér á sjúkrahús-
inu húsfrú Kristíana Sigurðardóttir, 39
ára að aldri. Innvortis meinsemd varð
henni að bana. Hún var kona Snorra
Jónssonar, bónda við Islendingafljót
Þau hjón komu hingað til lands fyrir
17 árum og hafa búið þar norðurfrá
jafnan síðan. Hin látna eftirskilur, á-
samt manni sínum, 4 mannvænleg börn
hið yngsta 10 ára gamalt. Jarðarförin
fór fram á mánudaginn var.
COMMONWEALTH hefir betur
sniðin föt en aðrar fataverzlanir.
C.P.R. félagið hefir afráðiðað byrja
ekki að byggja hótelið og vagnstöðy-
arnar hér í Winnipeg fyr en að vori.
Vagnstöðvarnar og hótelið á að vera í
sambandi hvað við annað. Þetta stór-
hýsi verður reist á horninu á Higgins
Ave. og Main Str. Byggingin verður 6
loftuð, með 3 geysimiklum turnum.
Alls tekur byggingin yfir 320 fet á Main
Str. og 208 fet á Higgin Str. Þessi
bygging er áætlað að kosti eina milión
dollars.
Sú sorgarfregn barst oss á mánu-
daginn var, að landi vor, kapteinn Jón
Dalsted frá Selkirk, formaður á gufu-
skipinu “Fisherman”, hafi á föstudags-
kvöldið var dottið útbyrðis af skipi þvi
er hann stjórnaði, um 4 mílur norður af
Mikley og sokkið samstundis. Hr.
Kristján Sigvaldason, véiastjóri á skip-
inu, sá Jón detta í vatnið og stöðvaði
skipið samstundis. En Jóni skaut al-
drei upp, og er likið enn ófundið. Jón
var duglegur sjómaður og bezti drengur
Hann lætur eftir sig konu og 4 börn.
Hr. Jón Austmann frá Woodside
P.O., kom hingað til bæjarins í siðustu
viku, í kynnisför til kunningja sinna
hér: Hann varð fyrir því mótlæti, að
missa konu sína í siðastl. September, úr
heilabólgu. — Níu íslenzkar fjölskyldur
eru nú í Woodsidehéraðinu og stnnda
þeir allir griparækt. en búast við að
stunda akuryrkju meðfram, strax og
þeir eru búnir að koma undir sig föst-
um fótum. Þeim líður þar allvel og
framtíðarhorfurnar eru góðar. Mr.
Austmann segir þar vera nóg af heimil-
isréttarlöndum og væntir þess að íslend
ingar, frændur og vinir þeirra sem nú
eru þar, muni setjast þar að næsta vor.
Mr. Anstmann býst við að vinna við
verzlun í Gladstone í vetur.
LJ05MYNDIR.
Mestu kjörkaup sem nokkurntíma hafa verið boðin í Winnipeg
Mitcheíl’s Qreat Art Gallery,
211 RUPERT STREET, WINNIPEO.
Fr& þessum degi seljum vér eina stóra ljósmynd, 16 x 20
þumlunga og eina tylft af Cabinet ljósmyndum, þeim beztu
sem hægt er að búa til, “Platino” eða “Gloss”, fyrir að eins
$3.00. Þessi Coupon gildir til 31. Október.
Klippið pennan miða ót.
Engin mynd
verður gerð fyrir
þetta verð, nema
þessari “Coupon”
sé framvísað á
myndastofunni.
Heimskringla, 26. Oct. '99
Þessi “Coupon” veitir handhafa rétt
tíl einnar tylftar af beztu ljósmyndum
og einnar stórrar myndar, 16 + 20, hjá
Mitchell, 211 Rupert Str.
Gildir að eins til
31*Október ’99
Nafn handhafa.
w
f
T
f
**************************
*
*
#
*
*
*
#
DREWRY’S
nafnfræga hreinsaða öl
#
#
#
#
#
#
*
xjttC.:- þ°asir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl-
aðir til neyzlu í heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst *
“lf'reyðir eins og kampavín.”
Þett er óáfengur og svalandi sælgætis-
drykkur og einnig hið velþekta
Canadiska Pilsener Lager-öl.
Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum.
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
hjá öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá
REDWOOD BREWERY.
EDWARD L DEEWRY-
mannfactiirer A Importer, WláNIFEG.
##########################
#
#
#
#
#
#
#
Millinery.
Ég hefi mikið úrval af ágætum kvennhöttum, fyrir haust og vetrarbrúk.
Verðiðer frá 75c. og upp. Einnig “Rough Riders” hatta fyrir $1.50. Kvenn-
fólkið getur fengið hatta sína skreytta í búð minni með efni er þær geta sjálfar
lagt til, ef þær vilja. Alt verk ódýrt og vel af hendi leyst.
Miss Bain, Maín°str.
Ég gef “Trading Stamps.”
570 Ilain Street.
Tækifæri fyrir verkamenn.
Þér getið unnið yður inn frá $3.00 til $5.00, með því að kaupa yfirtreyj-
ur yðar hjá EASTERN CLOTHING HOUSE. Einnig höfum vér stutttreyj-
ur í hundraðatali og karlmanna alfatnað i þúsundatali. Vér ábyrgjumst að
gera yður ánægða með verðíð og aðfötin fari vel.
J GENSER, eigandi.
Almennur fundur var haldinn á
City Hall á mánndagskvöldið var til að
ræða um að stofna sjóð til styrktar her-
mönnum þeim, sem fara héðan frá
Winnipeg til Transvaal í Suður-Afríku.
2891 dollars komu strax inn í sam-
skotum og af þvi gaf fylkisstjórnin $250
og bæjarstjórnin $250. Þessum sjóð
var skift á milli hermannanna til
þess að gera þeim mögulegt að útvega
sér ýmislegt smávegis til þæginda á
leiðinni. Fékk hver þeirra $50, en for
ingjarnir 195.50 hver. Hermennirnir, 50
talsins, fóru héðan á þriðjud. og yar þá
haldin skrúðganga á götum bæjarins í
virðingarskyni við hermennina. Bæj-
arstjórnin ákvað að síðari partur dags-
ins skyldi vera frídagur og þessvegna
tóku margar þúsundir manna þátt í
skrúðgöngunni og fylgdu hermönnun-
um á vagnstöðvarnar.
í sambandi við þetta má geta þess,
að Sir Charles Tupper, leiðtogi Con-
servativa flokksins í Canada. hefir sam-
ið við eitt hið öflugasta lifsábyrgðarfó-
lag í Lundúnum, um milíón dollara lífs-
ábyrgð fyrir þá þúsund hermenn, sem
fara frá Canada til Transvaal. Þet.ta
er $1000 ábyrgð fyrir hvern. Ekki vill
Tupper láta uppskátt, hver það er sem
leggur til peningana til að borga iðgjöld
in af þessari afarmiklu upphæð, en lík-
legast er, að það sé enginn annar en
hann sjálfur. Er þetta stórmannlega
gert og sýDÍr ijóslega skörungskap og
drengiyníi Sir Charles Tuppers.
íslenzki I.O.F. hornleikaraflokkur-
inn ætlar að haida Concert þann 6.
Nóvember næstkomandi. Þetta verður
hin árlega Concert flokksins og til arðs
fyrir hann. Samkomur hornleikara-
flokksins hftfa verið ágætar að undan-
förnu og það má ganga að því vísu, að
flokkurinn tekur á því sem hann hefir
til við þetta tækifæri. Prógrammið
verður auglýst í næsta blaði. Veitið því
eftirtekt.
Mr. D. F. Allrnan er að byrja fata-
verzlun í gömlu Cheapside búðinni á
Main Str. Er það sú snotrasta klæða-
sölubúð sem vér höfum séð í þessum bæ
og vörurnar seldar við óvanalega lágu
verði eftir gæðum. Hr. G. Ísleífsson
vinnurí búðinni.
Jón Jónsson sem nýkominn er frá
Yukon biður þess getið, að hann sé nú
byrjaður að vinna í búð Th. Thorkels-
sonar á Ross Ave. og að hann voni að
landar komi og finni sig þar Það er nú
verið að stækka búðina um helming svo
að Jón komist fyrir í henni.
D.W. Fleury.
Tilkynnir hér með vjðskiftavinum
sínum, að hann hefir stækkað búð
sína í samræmi við vaxandi verzlun
hans, og að hann hefir nú fengið
miklar byrgðir af karla og kvenna
Grávöru allskonar
Yfirhafnir, húfur, kraga, vetiinga,
úr Coon, Buigarian, Lamb, Astra-
chan, Wallaby, Wambot, Russian
Dog og Opossum skinnum.
Verðlisti verður prentaður síðar.
Ritað í flýtir.
D. W. Fleury,
564 Main Str.
Andspænis Brunswick Hotel
Hér með lýsi égyfir því, að nafn
mitt er heimíldarlaust undir grein í sið-
ustu Hkr. og Lögb., sem út komu 19
þ. m (Okt.) og sem hljóðar á þá leið, að
ég viðurkenni að mæðgurnar Jóhanna
Jóhannsdóttir og Sigurlaug Friðriks-
dóttir hafi ekki ranglega haldið pening-
um, er faðir minn gaf mér, og sendir
voru þeim mæðgum fyrir 14 mánuðum
síðan, með þeirri tiltrú, að þær skiluðu
þeim strax til min, en sem sagt, hafa
peningarnir verið í vörzlum þeirra fulla
14 mánuði, og voru loksins afhentir mér
14. þ. m. af þeim herrum Halldóri Jóns-
syni og Ingvari Búasyni, er náðu pen-
ingunum með lögmanns aðstoð þann
sama dag, eftir að hafa sagt þeim
mæðgum, að þeir ætlnðu 'að hefja lög-
sókn á hendur þeim í þessu máli. —
Alt þetta er á vitorði fjölda margra Is-
lendinga, svo mér var ómögulegt að
gefa áður áminsta viðurkenningu. Er
hún þvi að öllu leyti óréttmæt eg ógild
og nafn mitt á ófrjálsan hátt undir
hana komið Að hinu leyti kann ég
áðurnefndum heiðursmönnum Ingvari
og Halldóri mínar beztu þakkir fyrir
drenglyndi þeirra og sannkallað kær-
leiksverk mér til handa í máli þessu.
Metonía lndriðadóttir.
COMMONWEALTH er stærsta fata-
búðin í bænum.
TYND KYR.
Teitur Sigurðsson, 100 Notre Dame St.
East.hefir tapað kú fyrir 3 vikum síðan.
Kýrin er dökkrauð að lit aftur á bóga,
en ljósari fyrir aftan bóga. Mark : blað-
stýft aftan bæði eyru, þriggja ara göm-
ul, og hornótt. Var í dálítilli nyt, er
hún týndist. Hver spm kynni að finna
þessa kú eða verða var við hana, er beð-
inn að látaeigandann vita það tafarlaust
Wm. Noble,
GLENBORO.
Kverwtreyju °g
Kvennhatta
salan okkar er byrjuð.
Við óskum eftir að íslend-
ingar komi við í búð okk-
ar áður en þeir kaupa
annarstaðar. Þegar þér
kaupið af okkur, þá fáið
þér það nýjasta og bezta
sem hægt er að kaupa fyr-
ir peninga, og með lægra
verði en vér vitum til að
samkynja vörur séu seld-
ar fyrir annarstaðar.
KVENNTREYJUR
$3.00 og yfír.
KVENNHATTAR
poc, $1,00, og $1.29
Vér höfum einnig miklar
bvrgðir af nærfatnaði og
allskonar kvennmanna-
fatnaðiogyfirhöfnum. Alt.
: með samsvarandi lágu
1 verði. Gleymið ekki smá-
fólkinu. Vér hðfum einn-
ig fatnaði handa því, af
hvaða stærð sem þér óskið.
Vér tökum vörur jafnt sem peninga,
og gefum hæzta verð fyrir egg-
og smjör.
Wm. Noble,
Glenboro, Han„
154 Standish Drake.
vissi að það mundi ekki svo auðgert að koma
báðum Senoritunum um borð í The Leonora, og
að til þess yrði að brúka kænskubrögð. Hann
fór fyrst til Senorita Duany og spurði hana vin-
gjarnlega hvort hún vildi ekki koma um borð og
sjá Senoritu Standish, sem þar væri. Hún þáði
það feginshandi. Svo lét hann hana skrifa Se-
norita Standish bréf, og biðja hana að finna sig
um borði The Leonora.
Arteaga flutti svo Senoritu Duany úr fang-
elsinu og um borð, en fékk mér bréfið til Senor-
ita Standish og fór ég með það um borð í skip
yðar. Systir yðar brást auðvitað vel við þessu,
og var þegar albúinn að fara og finna vinkonu
eina.
Eg flutti hana svo tafarlaust um borð ( Ihe
Leonora. sem lá talsvert nær landi. Þegar þang
að kom, neyddi Arteaga hana til að skiifa kaft-
eininum á skipi yðar bréf, og skýrði hún honum
að hún ætlaði að fara með Senorita Duany til
Spánar. Þetta gekk alt svo vel og skrikkjalaust
sem hægt var að hugsa sér. Og nú eru þær báð-
ar um borð í The Leonora á leið til Cadiz, og við
erum hér” j
“Þér fóruð með Arteaga um borð i The Le-
onora?”
“Já, ég flutti þau öll um borð: Arteaga, Se-
notita Duany og prestinn”.
“Og prestinn ? Svo það er þá prestur m,-ð í
förinni ? Það lá að, það væri hempuskrjóður
með í þessum ráðum. En hvað hafði klerkurinn
að gera um borð „með þeim ?”
“Hann var gamall vinur Senorita Duany”.
Drake Standish. 159
cisco, og hvað honum hefði getað gengið til að
fylgja Inez yfir haflð.
Eftir méltíð reyktum við svo stundarkorn
þegjandi, þar til okkur var aftur fylgt hverjum í
sinn klefa.
Ég gat ekki sofnað fyr en komið var fram
undir morgun, og þá dreymdi mig svo voðalega
illa, að ég var sárfeginn er ég vaknaði aftur, eft-
ir að eins stuttrar stundar svefn.
Varðmennirnir komu svo að vanda og fylgdu
mér til morgunvei ðar- Sat Carlos við borðið er
ég kom, og var hinn glaðasti í bragði.
“Senor Drake”, mælti kann strax og hann
leit framan í mig. “Þú hefir ekki sofið. Þú
ert veikur”.
“Já, það er satt, ég svaf ekki mikið. Og
svo dreymdi mig líka mjög illa”.
“Aumingja Drake”, hélt Carlos áfram. “Þú
verður veikur af umhugsun um Inez og Ednu”.
“Já, ég get ekki annað en hugsað sífelt um
þær, vinur minn. Og því ineirsem ég velti því
fyrir mér, þess ver segir mér hugur urn hag
þeirra. Við erum hér gersamlega hjálparlausir,
Ég veit ekki hvað verður gert við okkur, en það
eitt er víst, að okkur verður ekki gefið tækifæri
á að strjúka. Ogþáséégekki að annað liggi
fyrir þeim Inez og Ednu, en að giftast þessum
þrælmennum, Villlegasog Arteaga”.
“En þú gleymir séra Francisco”, svurafi
hann.
“Nei, ég gleyini honnm ekki. Ég hafi einn-
ig velt því fyrir mér í huga luínuin, og finst mér
jafnvel meiri ástæða til að óttast hanu heldur rn
158 Drake Standish.
ur í dag, að séra Francisco væri gamall vinur
þinn”.
“Já. ég gerði það, ég gerði það I” svaraði
hann með mikilli geðshræring. “En ég hélt að
ég mundi hjálpa hjálpa þér með því. Mér datt
íbugfanginn fiá Majorka, Ég hélt að hann
kynni að standu í einhverju sambandi við þenn-
an séra Francisco. Ég hélt ef til vill að þetta
kynni að vera að einhverju leyti samantekin rað
ykka.”.
“Nei, Carlos”, svaraði ég. “Þessi maður
hefir mér vitanlega aldrei séð Majorka-e.vjuna.
Harin er rússneskur að ætt og uppruna og af
tignum ættum. En hann er flóttamaður frá
föðurlandi sínu. Og hættulegasti óvinur hans
nú sem stendur, er kafteinn Rafsel Arteaga”,
"En hver er þá þessi ókunni prestur? Ég
veit það að Inez þekti aldrei neinn séra Francis-
co. Hvererhann? Er hann vinur eða óvinur?’
“Ég veit það ekki. En við skulum reyna að
vona hins bezta”.
14. KAFLI.
Hver er séra Francisco 5
V’ið lukum svo við að borða þegjandi. í
iiuga minum var sorg og hi ift út af þessu vél-
ráðaneti, sem hafði verið ofið nm miv og pá sem
mér jvoru ka raktir. Svo var ég líka sífelt að
hugsaum hver hann gæti veiið, þessi séra Fran-
Drake Standish. 155-
“Hver var hann ?” gall Carlos við. Hafði hannr
hlustað með atbygli á samtal okkar.
‘ Hvað ! Halðið þér áð ég þekki alla presta
íMatanzas? Hann var kallaðnv séra Francis-
co. Hann sagðist vera vinur Senoritunnar, og
þar eð hún væri nú einstæðingnr, óskaði hann
að mega fylgja henni. og að sér yrði leyft að-
gefa þau Arteaga og hana saman í hjónaband".
“Að gefa þau Arteaga og hana samau £
hjónaband?” endurtók ég. “Var þá Inez búin
að gefa jáyrði sitt?”
“Það leit svo út, Séra Francisco spaugaðr
nm það við Arteaga, að hann ka mist bráðum i
hjónasængina”,
“Og Inet. Hvað sagði hún ?”
‘ Hún roðnaði og leit undan”.
Ég sneri mér að Carlos þegjandi og forviða.
Hann var nú hinn rólegasti, e;ns og ekkert sér—
stakt kæri um að vera.
“Svo gamli, góði séra Francisco fór meA
Inez tíl Cadiz. Mér þykir vænt um það. Ef
að þessi ráðahagur vei ður að takast, þá vildi ég
helzt óska að séra Érancisco gifti þau”.
"Þú þekkir þá þennan prest ?” spurði ég
undrandi.
“Já, hann er gamail vinur okkar”.
Rétt í )essum svifum kom einn af skipverj-
unum og hvíslaði einhverju að kafteininum.
“Fyrirgefið, Senors”, mælti hann; “ég má;
ekki vanrækja stöif mín, þótt inér þyki skemti-
legt að tala við ykkur. Þið hafið nú nóg að-
hmisa um fyrst um ijinn. Ég vonaað)ið við-
urkennið nú hugvit og kænsku Spárr erja fum-