Heimskringla - 23.11.1899, Síða 4

Heimskringla - 23.11.1899, Síða 4
HEIESKRINGLA, 23. OKT 189g. Vjer fyrstir. Oss hefir aftur hlotnast að ná fyrstu einkunn fyrir tilbúning hins áferð- arbezta haust og vetrarfatnaðar. Þad er engin tilviljun að vér höfum náð þessum vinsældum, heldur er það eðlileg afieiðing af þekkingu vorri á því, hvernig fötin eiga að vera búin til svo að þau fari vel og séu almenningi þóknanleg. Áferðarfallegasti tilbúinn fatnaður sem gerður er í Canada, er buinn til á verkstæðum vorum. Enginn ann- ar fatnaður er eins vel gerður. Engin fataverksmiðja notar eins vandað efni. Þetta er hreystilega talað, en vér erum reiðubúnir að færa fram sannanir fyrir því. Föt vor eru þannig sniðin, að þau passa öllum mönnura og verðið á við allra hæfi. Cor. City Hall Square & Main St. Winnipeg. Það er búist við að Greenway bóndi muni hafa þörf fyrir þreskivél Liberala við þessar kosningar. Mr, Greenway hefir hleypt fylkinu i skuldir, sem svarar $10 á hvert mannsbarn í fylkinu. Það er sýnis- horn af sparsemi hans. Vér höfum fengið ýmsar ritgerðir og kvæði, sem vér neyðumst til að láta bíða þar til eftir kosningarna. 7 Des- ember næstkomandi. Rithöfundarnir eru beðnir afsökunar á þessu. “Nauð- syn brýtur lög”. Skólanefnd bæjarins hafði fund á þriðjudagskvöldið i síðustu viku og tók meðal annars til umræðu málið um stofnun kvöldskóla á svipuðum grund- velli og vér stungum upp á hér í blað- inu 19. f. m. í umræðunum kom það fram, að skólanefndin hafi vald til að stofnsetja slíka skóla, án þess að fá sérstakt þingleyfi til þess. Annars var ekki annað ákveðið á fundinum, en hugsa um málið. En vænta má samt að framkvæmdir verði í máli þessu í vetur. Free Press viðurkennir að þúsund- ir af Conservativum hafi alt að þessum tíma fylgt Mr. Oreenway að málum og vonar því að þessar kosningar verði ekki látnar fara fram eftir flokkaskift- ing. Blaðið er auðsjáanlega hrætt um afleiðingarnar af þessum kosningum og þess vegna fer það nú bónarveg að þeim Conservativum, sem alt að þessum tíma hafa fylgt Mr. Greenway að mál- um, að halda en sömu stefnu. En sú bón er algerlega árangurslaus. COMMONWEALTH selur allan fatnað við mjög lágu verði. Takið eftir auglýsing á öðrum stað i blaðinu um Concert og Social, sem Ungliugafélag Tjaldbúðarinnar ætlar að halda 5. Desember næstkomandi. COMMONWEALTH hefir betur sniðin föt en aðrar fataverzlanir. Mrs. Auður Gunnarson kom til bæjarins á þriðjudaginn var. Hún hefir dvalið um tíma hjá dóttur sinni að Mol- son., en er nú á leið suður til Milton N. D., og ætlar að dvelja þar hjá dóttur sinni. COMMONWEALTH er stærsta fata- búðin í bænum. Fyrirlestur hr.Sig. Júl, Jóhannes- sonar á mánudagskvöldið var mjög illa sóttur, —• 40—50 manna hlýddu á hann. Fyrirlesturinn var skörulega fluttur, og beyrðist glöggt að Júlíusi er létt um að tala. Auk fyrirlestursins flutti hann nokkur kvæði, lipurt ort. Allir, sem hlýddu á hann. munu hafa farið vel ánægðir heim of samkomunni. Hon. Hugh J. Ma donalds íslenzka “Committee room” er 557 Nellie Ave. Þar er íslenzkum kjósendum í Suður- Winnipeg kjördæminu gefnar allar upp- lýsingar viðvíkjandi nöfnum þeirra og fleiru er að kosningum lýtur. Mr. Andrews íslenzka “Committee room” er að 535 Ross Ave. íslending- ar í Mið-Winnipeg geta þar fengið allar upplýsingar viðvíkjandi nöfnum sin- um og fleira er að kosningum lýtur. Mr. Greenway hefir haft sömu að- ferðina nú og hann hafði 1896. Að eins 20 dagar eru leyfðir frá því að þingið er uppleyst þar til kosningar fara fram. Þetta hefir þan áhrif að mönnum er gert ómögulegt að ræðamálin til fulln- ustu og að gera kjósendum Ijóst hveru- ig sakir standa, og er það eins óheppi - legt eins og það er ranglátt. En sú er bót í máli; að kjósendur eru flestir bún- ir að ákveða sig með öðrum hvorum flokknum, og láta ekki snúast á síðustu dögunum, nema ef til vill einstöku hræður, sem meira gangast fyrir pen ingum en sannfæringu sinni um hags- muni lands og þjóðar. Á laugardagskvöldið var fundur í Hutchings Hall til að velja umsækj- anda f Mið-Winnipeg kjördæminu. Borgarstjóri A, J. Andrews var val- inn. Sækir hann ámóti fjármálaráð- gjafa fylkisins Hon. McMillan. Fund- ur þessi var fjölmennari en nokku r slikur fundur hefir verið í Winnipeg áður. Sama kvöld héldu stjórnarsinn- ar fund í Selkirk Hall til að velja menn í öll (3) kjördæmin hér i Winnipeg. Var sá fundur ekki nálægt þvi eins fjöl- mennnr og Conservatívafundurinn. er halöinn var til að velja Mr. A. J. Andrews einan. Sýnir þetta að hann hefir meira fylgi fólksins en þeir ráð- gjafar klíkunnar: Camoron og McMill- an, Andrews er hárviss að komast inn me* 4(K)—600 í meiri hluta. Millinery. Ég hefi mikið úrval af ágætum kvennhöttum, fyrir haust og vetrarbrúk. Verðið er frá 75c. og upp. Einnig “Rough Riders” hatta fyrir $1.50. Kvenn- fólkið getur fengið hatta sína skreytta í búð minni með efni er þær geta sjálfar lagt til, ef þær vilja. Alt verk ódýrt og vel af hendi leyst. Miss Bain, 460 Main Str. Ég gef “Trading Stamps.’' C. A. HOLBROOK & CO. DEPARTMENTAL STORE, CAVALIERi NORTH DAKOTA- H AFIÐ þér séð vort feikna upplag af vetrarvörum ? Viðskiftavinir vorir segja að engin önnur búð í héraðinu jafnist við búð vora, og að hvergi annarstaðar séu vörur seldar við jafnlágu verði. Þetta vitum vór að er satt, og það er oss ánægja, að fólk viðurkennir það. V ilduð þér fá yður alfatnan eða loð- kápu ? Stóra herbergið okkar nýja er troðfult af þeim bezta og ódýrasta fatnaði sem til et í þess- um parti ríkisins. Vér biðjum yð- ur ekki að taka sögusögn vora gilda, En vér mælumst til þess, að þér komið í búðina og sjáið með eigin augum. Vér gefum einnig hin beztu kjörkaup á nœr- fatnaði, utanyfirfatnaði og allri matvöru. Yfirskór eru miklu dýrari nú en þeir voru í fyrrahaust. En vér bjóðum 1200 pör af þeim fyrir sama verð og í fyrra. Vér viljum kaupa handprjónaða sokka, en engar smáar stærðir verða keyptar. G.A.Holbrook&Go. CAVALIER, N DAK- 570 Mai n Street. Tækifæri fyrir verkamenn. Tveir Cat Lake Iedíánar hafa stað- ið fyrir rétti hér í bænum fyrir að hafa skotið höfðingja sinn. Hafði hann orð- ið óðor, og sagt þeim að satan væri í sér, og skipaði að skjóta sig. Mennirn ir voru i fyrstu ófúsir til að vínna þetta verk, en eftir tveggja daga þrá- beiðni höfðingjans létu þeir tilleiðast, og skutu hann í brjóstið, eins og þeim var fyrirskipað. Af því að menn þess- ir hafa enga þekkingu á lögum lands þessa, voru þeir að eins dæmdir í 4 mánaða fangelsi hvor þeirra. Því miður höfum vér orðið að láta neðanmálssöguna rýma fyrir pólitík inni í þessu blaði og verður að iík- indum að gera það í næstu viku einn- ig. Vér vonum að kaupendur virði oss þetta til vorkunar. Það er ekki oft sem kosningar koma fyrir, og þegar svo ber undir. verðum vér að nota plássið í blaðinu fyrir umræður um pólitiskmál. Vér skulum áreiðanlega bæta þetta upp við kaupendurna strax eftir kosningarnar, moð því að gefa meira af sögunni í einu en venjulega. Alfred Anderson & Co., i Mínnea- polis. Minn., auglýsir í þessu blaði sín- ar ágætu norsku vörur. Menn ættu að lesa þá auglýsingu nákvæmlega, því að margt er í henni fróðlegt og þarft að vita. Þaðerengin efi á þvi að vörur þessar eru eins góðar og af þeim er sagt í auglýsingunum, annars væru þær ekki eins útbreíddar og þær eru, og kaupmenn þeir sem hafa þær til sölu, mundu ekki ljá þeim rúm í búðum sín- um. Gunnar Sveinsson, 195 Princess St., Winnipeg, Man., er aðal útsölumaður þeirra i Canada. Gott hangikjöt. íslendingum hef ir æfinlega þótt gott hangikjöt. Þeg- ar þeir vilja kaupa verulega gott hangi- kjöt, þurfa þeir ekki annað en bregða sér inn í búðina hans Thorsteins Thor- kelssonar á Ross Ave , þvi þar geta þeir fengið það bezta hangikjöt sem til er í þessum bæ og enda þó víðar sé leitað. Munið eftir að þetta óvið jafnanlega sælgæti fæst hvergi nema hjá honum Thorsteini Thorkelssyni. Concert og Soci.il Hins Fyrsta íslenzka unglingafélags verður haldið í Tjaldbúðinni Þriðjudagskvöldið 5. Desember næstkomandi kl. 8 e. h. Programm: 1. Chorus. 2. Piano-engelsia. 3. Dialogue : Messrs H. Johnson, G. ísieifsson. 4. Quartette : Messrs H. Johnson, C. Anderson, J.Odd- son, J.Guttormson. 5. Recitation : Olafur Ólaísson. 6. Solo. 7. Piano-engelsia. 8. Quartette : Mr. H.Johnson, Miss K. Johnson, Miss S. Rolson, Mr.M.Peterson 9. Solo : Mr. Jón Jónsson. 10. Dialogue- 11. Quartette : Misses H, Anderson, B. Hallson, A, Pál- son, G. Olafsson. 12. Piano engelsia. VEITINGAR. “God Save The Queen.” Inngangseyrir 25 cents. Þér getið unnið yður inn frá $3.00 til $5 00, með því að kaupa yfirtreyj- ur yðar hjá EASTERN CLOTHING HOUSE. Einnig höfum vér stutttreyj- ur í liundraðatali og karlmanna alfatnað í þúsundatali. Vér ábyrgjumst að gera yður ánægða með verðíð og að fötin fari veb J GENSER, eigandi. D.W. Fleury’s —fatasölubú ð— hefir Plommur og Perur í bláum j og mórauðum “Freize” yfirtreyj- um‘, frá $5.00 og yfir. Stutt-treyjur §4.00 og yfir. Barnatreyjur §2.00 og yfir. Allar aðrar vörur í búðinni með tiltölulega afarlágu verð. D. W. Fleury, 564 iTlain Str. Andspænis Brunswick Hotel Williani Thornton, -----bakari---- á Notre Dame Ave., býður að selja ís- lendingum ógætt brauð af ýmsum teg- undum, þvngri að vigt eu önnur bæjar- brauð, 22 brauð fyrir $1.00. — Til hægð- arauka geta Islendingar pantað brauð- in hjá Þorsteini Þorkelssyni, verzlunar- manni á Ross Ave.. sem selur þeim tikket fyrir þau móti peningum. En ég flyt þau heim til fólks. Wm. Thornton. er nú á 150 þúsund heimilum. Það er eldslökkviduft. Ef aðeins hnefa- fylli af því er fleygt á eld, þá slökkn- ar hann samstundis. Þegar kviknar í húsum er duft þetta ómissandi. Það slökkvir eldinn hvað stór sem hann er. Duft þetta g-erir engar skeindir á húsum eða húsmunum. Það er þurt og hreinlegt og aðeins slökkvir eldinn. Það missir ekkert af krafti sínum þó það sé geymt svo árum skiftir. Það má geyma það hvar sem vill, það frýs ekki. Það skaðar ekki þótt það fari í augu manna eða munn og nef eða ofan í mann. Duft þetta er selt í baukum, sem kosta $3.00 hver í Winnipeg, en $3.25 utanbæj- ar. Vér fyllum baukana aftur kostn- aðarlaust, ef duftið úr þeim hefir verið notað til að slökkva eld með, og vér fáum fregnir af því sem vér svo megum auglýsa. Þetta duft er tilbúið af THE FYRICIDE C0MPANY, 44 Murry St. New York. Agem í Winnipeg, M. L. Adams. Umboðsmaður meðal íslendinga Stefán Oddleifsson, Hnausa, Man. Frekari upplýsingar fást á skrifstofu Ileimskcinglu. DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl # # “P’reyðir eins og kampavín.” / ########################## 1 # # I # # # # # # s # # 1 # 1 # # Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta # Canadiska Pilsener Lager=öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum. * þ“«sir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl- jfc aðir til neyzlu í heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst # # hjá öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. J EDWARD L DKEWRY- ^ Manulacturer & Importer, WISSIP15G. ########################## r é Aðalstöðvar fyrir { ^/etrarvarning. é Vér höfum fengið ágætar byrgðir af alveg nýjum haust og vetrar a K jolaefnnln, í “Crepons”, “Cashmere” og ýmsum öðrum dúk- f um, með samsvarandi silkiskrauti. Einnig höfum vór allskonar t Fatnað, Nærföt, Flókaskó, Yfirskó o.fl. é Þeir sem óska að byrgja sig upp til vetrarins með matvöru, munu \ finna í búð vorri miklar byrgðir af nýjum og góðum vörum, sem f vér seljum með svo lágu verði, að vandlátustu kaupendur mega vel é við una. é Ágæt tegund af kafff, 8 pund fyrir §1.00 f Bezta svenskt Rappee neftóbak, 45c. pundið é Bezta haframjöl, 35 pnnd fyrir §1,00. Oss er ánægja að sýna yður vörurnar. það að selja ódýrt, en selja mikið. Vér leggjum áherzluna á E. R. PRATT, CAVALIER, N.=DAK. Allir Koma Til Okkar! Til þess að nota sér kjörkaupin við árssölu vora. Verðið á öllu er nú lægra en nokkrusinni áður. Karlmannaföt §5, 7.50 og 10. Drengjaföt §1, 1.50, 2.50 Karlmanna yfirhafnir §5.00, 6.50, 7.50 Drengja-yfirhafnir §4.50, 5.00 Drengjabuxur fyrir 50c. Sérstök sala á “Beaver”-yflrtreyjum. Vanaverð $8.50. Vér seljum þær þessa viku fyrir aðeins $6.50. 556 Main Street Deegan’s PALACE CLOTHING STORE -^^^^^^450 Main Street. Vér höíum fengið stórmiklar byrgðir at vetrarfatnaði, svo sem YFIRTREYJUM, ULLAR-NÆRFATNAÐT, OG DÚKSKYRTUM, sem vér seljum með ótrúlega lágu verði. Búðin er troðfull af allskonar karlmannsfatnaði og yflrhöfnum, og bjóðum vér ís- lendingum að koma og skoða þet a alt. Hr. Kristján G. Kristjánsson vinnur í búð- inni og lætur sór ant um að leiðbeina yður. PALACE CLOTHING STORE, 450 Maiii Street. Union-made Cigars. Gætið þess að þetta vörumerki sé á vindlakassanum. OS styrkið OOFTBUnmD MOa atvinnu- stofun vora Eftirfylgjandi eru nöfnin á þeim vindlum, sem búnir eru til af Winnipeg Union Cigar Factory. l p and líp. Blne Rihbon. The Winnipeg Fern Leaf. Nevado. Tlie Cnban Bellen. Verkamenn ættuæfinlega að biðja um þessa vindla. J. BRICKLIN, eigandi, Cor. Main og Rupert St. Búnir til af karlmönnum en ekki af börnnm. I.O.F. — STUKAN “ISAFOLD” Nr. 1048, heldur fundi 4. þriðjudag hvers mánaðar. Embættismenn stúkunnar eru : C R —S. Sigurjónsson, 609 Ross Ave. P.C R.—S.Thorson,cor.Ellice&Young V C R.—Ch.Breckrrmn. 526RossAve. R.S.—.1 Einarsson, 44 Winnipeg Ave F.S—Stefán Sveinsson, 553 Ross Ave. Treas.—Gísli Olafsson, 171 Kiog St.. Phys.—Dr.Ó.Stephensen 563 Ro-s Ave Allir meðlimir hafa fría læknishjálp. I.O.F. — Foresterstúkan ísafold No I.O.F , tekur inn nýja raeðlimi. án nokkursinn- gangseyris, til loka yíirstandandi mán- aðar. Gort tækifæri fyrir þá sem vilja fá sér áreiðanlega og ódýra lífsábyrgð. Leytið upplýsinga til embættismanna Stúkunnar. J EINARSSON, R.S.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.