Heimskringla - 06.12.1899, Side 2

Heimskringla - 06.12.1899, Side 2
HEIMSKKIMGLA 6. DES 189». Beiinskrinda. Verð blaðáins í Canada oK Bandar. ll.50 nm árið (fvrirfram borKað). bent tu íslands (fyrirfram borKað af kaupenle xim blaðsins bér) $1.00. Perun«ar sendist i P. O. Money Order Becistered Letter eða Express Money Order. Bankaávisanir á &ðraj)“'Í®]“ ' ♦Vinnipeg að eins teknar með affollum ars veðskuld á fylkinu. Nú er skuld in á fylkinu orðin hálfþriöja milí- ón dollars. Nær því öllu þessu fé heflr verið eytt og stolið, í ráðlaus fyrirtæki og mútur, og ekki getur stjórnin sýnt neitt það verk eða fyr- ‘rtæki, sem þessu fé eða. nokkrum parti af því hafi verið eytt til. Þessi skuld nemur fullum $70 á hvert mannsbarn í fylkinu. Vér treystum því að það verði síðar meir skrifað á söguspjöld Ca- nada, að árið /800 hafl Islendingar verið í flokki þeirra manna, sem ekki vildu selja sannfæringu sína °g þegnrétt fyrir fáeina stolna dali. Sanngjarn dómur. lí. L. B»Wwin»«n, Útgefandi. Offioe . 547 Main Street. P O- BOX 305- íslenzkir kjósendur, Á morgun er kosningadagur. Þá eigið þér að leggja fram yðar skerf til að ráða fram úr því, hverjir skulu hafa á hendi stjérn hér í Manitoba-fylki um næstu 4 ár. Þetta er ákaflega þýðingarmikið atriði í scigu hverrar einustu þjoðar. Því “með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða”. Hagsæld og vellíðan einstaklinganna og framfor og þroskun þjóðarinnar yflr höfuð. er að mjög miklu leyti undir þvi komin, hvernig þeir menn fara að ráði sínu, sem stjórna lögum í land- inu Reynsla allra þjóða sýnir þetta og sannar, svo að ekki verður 4 móti borið. Það er því afaráríðandi, uð hver einasti atkvæðisbær maður hafi glögga hugmynd um þá ábyrgð sem á honum sjálfum hvílir, er hann greiðir atkvæði við kosningar. (>g hver sá maður, sem ekki nennir eða vill skapa sér sjálfstæða skoðun um hin þýðingarmestu ágreiningsmál, sem eru 4 dagskrá þjóðarinnar, hann á í raun og veru engan rétt á að vera talinn fullveðja borgari í landinu. Vér vitum það mjög vel, að íslendingar eru ekki eftirbátar ann- ara, hvað snertir hygni og sjálf- stæði. Enda væri þeim illa í ætt skotið, ef þeir létu leiða sig ogkúga sem liddur ogómenni. Að vísu hafa margir þeirra ekki haft tækifæri á að setja sig svo vel mn í stjórnmál hér eins og æskilegt væn, og er slíkt eðlilegt- Vér erum her enn sem komið er ungir í framandi landi Og það sem mest hefir bag- að oss, var það, að vér komum hing að mállausir., Vér kunnum ekki enska tungu.7 En þrátt fyrir þessa annmarka, þá hafa þó Islendingar hér fengið alment orð á sig fyrir ráðhygni, dugnað og sjálfstæði. En það er einmitt við svona tækifæri, eins og á morgun, sern, ef td vill, hvað mest reynir á sjálfstæðis þolrif landsins þegna. Það væri náttúrlega of frekt í farið cg ósanngjarnt að ætlast til þess að allir íslendingar greiddu at- kvæði á móti Greenwaystjóminni, því hér fer sem oftar, að “sínum augum lítur hver á silfrið”. En hitt vildum vér enn einu sinm, og í síðasta sinni fyrir þessar kosmngar, minna Islendinga á, að láta ekki leiðast af fortölum, ósannindaslúðri eða fégjöfum þeirra manna, sem í rauninni hafa enga pólitiska sann- færingu, enga stefnuskrá aðra en þá, að skara eld að sinni köku, — að geta sem lengst lifað í leti og ó- mensku á stolnu mútufé. Hið ema sem vér ætlumst til og vonumst eftir, er það, að hver einasti maður greiði atkvæði samkvæmt beztu samvizku og sannfæiing. Þegar það er fengið, þá er málnm þjóðar- innar borgið- Greenwaystjórnin hefir nú setið hér að völdum í fnil 12 ár. Hún komst til valda í fyrstu með fláræði og svikum, og heflr jafnan siðan haldið sér við völdin með þvi að draga kjósendurna á tálar. Hún heflr safnað að sér sæg af misindis- mönnum, til þess að hjálpa sér til að kaupa sannfæring og atkvæði ístciðu- leysingja við kosningar. En það er trú vor og sannfæring, að þessir klækir dugi ekki lengur. Þjóðin er vöknuð til meðvitundar um allar þessar svívirðingar og menn hafa fengið svo mikla sjálfstæðis þroskun, að það er ekki lengur auðið fyrir þessa landsómaga og stjórnarbetlara að leiða þá eins og asna á eyrunum. Þegar Greenwaystjórnin kom til valda, var ekki eins einasta doll- Árið 1893, þegar Chicago sýn- ingin stóð yfir, sendi Greenway- stjórnin 'einn af vildarmönnum|"sín- um til Chicago, í því skyni að^’sagt var, að hafa þar til sýnisl afurðir Manitoba. Þessi maður, Mr. Smart, bygði þar eða keypti hótel eða brennivíns-stíu eina i illa þokkuðum hluta borgarinnar. til að sýna þar $14 virði af afurðum Manitoba. Þetta fáheyrða athæfl kostaði fylkið um $85,000, og kastaði þess utan svívirðingarbletti á fylkið yflr höf- uð. Allir muna eftir Ryan & 'Hany þjófnaðinam, árið 1892, er kosning- ar stóðu hér yflr. Þá stal Greenway- stjórnin yflr $40,000 af fylkisfé til að borga þessum Contractors kröfu, sem þeir áttu ekkert tilkall til og aldrei hefði þurft eða átt að borga. En stjórnina vanhagaði þá um pen- inga í mútusjóð, og með þessu móti gat hún fengið þá. Stjórnin borgaði Northern Pa- cific félaginu $650,000 fyrir að byggja grein af þeirri braut hingað. Og Greenway laug því þá, að kjós- eudunum, að félagið hefði Iofast til að lækka stórum ait flutningsgjald héðan, frá því sem áður4var. En svo nokkru síðar, þegar samningar stjórnarinnar voru birtir, varð Green- way að kingja aftur þessari lygi, því þá kom það í Ijós, að félagið hefði að eins lofað að setja ekki hærra vöru- flutningsgjald, heldur en C. P. R. félagið. járnb n iti 'tn ilu n fylkisins yflr höf'uð hefir stjórninni farist svo svívirðilega, að slíks munu tæplega flnnast dæmi. Endá er enginn efi á því, að atferli hennar í þeim málum verður henni nú öllu öðru fremur að fótakefli. — Vér skulum taka að eins eitt annað dæmi af mörgum til að sýna þetta. Þegar C. P. R. félagið bygði járnbraut til Souris-kolanám - anna fyrir 5—6 árum síðan, þá hafði það fengið langsamlega nægi- legan fjárstyrk og landveitingar til þess frá Dominionstjórninni, og var búið að binda sig samningum um að byggja þessa braut tafarlaust. En svo fór C. P. R. félagið til Greenway stjórnr rinnar og bað hana einnig um styrk til að byggja þessa braut. Og þar kom félagið ekki að tómum kof- unum. Greenway veitti því þegar $8000 styrk á hverja mílu, þrátt fyrir það þótt félagið væri búið að skuldbinda sig með löggildum samningum til að byggja þessa braut, þótt það hefði ekki fengið eitt einasta cent frá Manitobastjórninni. — Svona hafa allar aðgerðir Green- waystjórnarinnar verið í járnbrauta- málum fylkisins. Hún hefir kastað stórfé í fjárhirzlur þessara auð- manna, án þess að fylkið fengi nokk urn minsta hagnað í aðra hönd. í bindindismálunum heflr Green- waystjórnin lofað—lofað, svikið— svikið, hvað ofan í annað nú um undanfarin 8 ár. En vér skýrðum frá því nákvæmlega í síðasta blaði, og er því óþarfl að endurtaka það hér. Það er svo óendanlega margt fleira sem mætti færa Greenway- stjórninni til ámælis, ef tími og rúm leyfði. Syndapoki hennar er nú orðinn sá drellir, sem hún dregur bæði í bak og fyrir, svo að tekur við jörgu niður. Enn \>á einu sinni viljum vér því skora á yður, Islendingar, að gera skyldu yðar—að reynast trúir þegnar þessa mikla og ágæta fóstur- lands yðar og hjálpa til að hrinda frá völdum þessari illræmdu, og eyðslusömu svikastjórn. Það er sannfæring vor að hennar dagar séu nú þegar taldir, og það er fsómi|fyr- ir íslendinga að vera í flokki þeirra manna, sem verða til þe3s að hrífa fylkið úr klóm þessara glepsandi varga. Bréf það, sem vór prentum hér á eftir, er frá Mr. T. D. Robinson, viðnr- og kolasölumanninum mikla hér í bæn- um, Eins og Mr. Robinson tekur fram í bréfinu, hefir hann í meira en 20 ár fylgt liberölum í pólitík og verið ein- hver hinn atkvæða mestí og duglegasti maður í flokki þeirra hér. En nú er svokomið, aðhann getur ekki lengur fylgt þessari liberölu klíku, sem hann kallar “ræningjaflokk” og “svikara”. Hefir hann algerlega sagt sig úr sam bandi við þá, og er nú hinn ötulasti stuðningsmaður Hon. Hugh J. Mao- donalds. Þetta er að eins eitt af mörg- um dæmum sem mætti fær fyrir því, hvernig fjöldamargir af hinum ærleg- ustu og beztu drengjum, sem um lang- an tíma hafa tílheyrt liberalaflokknum, hafa nú sagt skilið við hann fyrir fult og alt. Greenway- og Sifton-klíkan fer bráðum að verð þunnskipuð af öðr- um en þeim, sem lifaá stjórnardúsum— Vór skulum taka það fram, aðMr. T. D. Robínson er bróðir kaft. Robinson í Selkirk. Bvéfið hljóðar þannig, og höfum vér að eins slept úr því einum kafla, um meðferð liberala á Mr. Joseph Martin. Þá sögu þekkja allir. Bréf frá gömlum liberal. í meir en 20 ár hefi ég harizt fyrir þeirn hugsjónum í pólitík. sem Liberal flokkurinn hélt fram, vegna þess að ég trúði, og trúi enn, á þessar hugsjónir. Og svo lerigi sem Liberal flokkurinn hélt fast við stefnuskrá sína, fylgdi év honum i einu og öllu. En þar eð sum- jr virðast álíta, að flokkaskifting í stjórnmálum þýði að eins það, að ná sér í feit stjórnarembætti og halda þeim sem lengst, án þess að taka nokkurt tillit til hag lands og þjóðar, þá get ég ekki lengur fylgt slíkum mönnum, því þeir eru að mínu áliti ekkert annað en rænffigjaflokkuf. 80 peroent af kjós- endnm í Manitoba og Canada yfir höf- uð, stendur alveg á sama hvaða nafni sá flokkur nefnist, sem að völdum situr, svo lengi sem hann lætur sér ant um hag þjóðarinnar yfir höfuð, Og þar eð ég er einn af þessum 80, og hefi aldrei æskt eftir neinum mútum eða embætti frá nokkrum flokki, þá hygg ég að ég sé fuilkomlega þess umkominn, að taka mér sæti i kviðdómi þeim, sem á að dæma Greenway-stjónina 7. næsta mánaðar. Eg er andvígur Greenway-stjórn- inni vegna þess einkum, að í öllu henn- ar járubrauta-málabraski, hefir hún sýnt það. að hana skortir gjörsamlega stjórnarhæfiileika,—eða þá annað verra. Járnbiautarmálið er óefað hiðjþýðing- armesta mál á dagskrá hér í Manitoba, Því að hingað til hefir því máli verið þannig stjórnað, að milliónir dollara hafa runnið úr fylkissjóði í vasa út- lendra auðmanna. í víðlendu, ný- bygðu landi eins og hér, er það afar- þýðingarmikið fyrir bændur, að flutn- ingur á búnaðarafurðum sé eins ódýr eins eins og framast er unt. En hvernig gengur það tilhér? Vér vitum, að fyrir hvert einasta “ton” af flutn- ingi, verðum vér að borga 50 c. meiia á míluna, heldur en á sér stað í austur- fylkjnnum. Stjórn, sem hefir setið að völdum í samfleytt 10 ár, án þess 'að hafa nokkra mótspyrnu, sem teljandi sé, og hefir svikist um að lyfta þessari þungu byrði af þjóðinni,—sú stjórn verðskuldar ekki lengur atkvæði vor og fylgi- Þegar Greewaystjórnin síðast(1896), bað um fylgi þjóðarinnar, þá var það fyllilega gefið í skyn, að stjórnin væri húin að gera fasta ákvörðun um það, að byggja óháða járnbraut austur til Lake Superior, sem stjórnin hfeði full umráð yfir, og sem mundi færa fiutn- ingsgjaldið niður um fullan helming. Og fyrir þessa ástæðu, veittu kjósend- ur stjórninni nær einróma fylgi. En hvað skeði svo? Samkvæmt fyrirskip un frá Ottawa fengu þeir þetta þýðing- armikla fyrirtæki í hendur þeim Mc- kenzie & Mann, sem. að minnsta kosti eru mjög vinveittir C. P. R.-félaginu. Greenwaystjórnin hafði ekki minstu ögn á móti því, er Dominionstjórnin gaf þessum félögum eina millión ekra af landí og yfir hálfa aðra millíón dollars í peningum, þótt stjóinin geti engu ráð ið um flutningsgjaldá þessari braut alla leið frá Winnipóg og austur til stór- vatna (þrátt fyrir hina heimskulegu staðhæfing Mr. Siftons þessu viðvikj- andi). Með þessu móti tapaði Maní- tobafylki því bezta tækifæri sem það getur QOkkurntíiua fengið, til þess að koma á fót óháðri braut austur til Stór- vatna. Því að með öllum þeim land- gjöfum og peninva-austri sem mokað var í þá McKenzie & Mann fyrir að byggja þessa braut, hefði stjórnin sjálf getað hæglega bygt brautina og átt brautipa, og hefði það þá orðið arðberandi þjóðareign. Fyrir þessar aðfarir hlýt ég að dæma stjórnina seka um afglöp og svik. Viðvikjandi Northern Paciffic-félag- inu hefir framkoma stjórnarinnar verið í hæsta máta skammarleg, og má ef- laust kenna það sömu lokaráðum ftá Ottawa. Fyrir aðgerðir stjórnarinnar er nú afstaða okkar gagnvart N. P. R- félaginu þessi: Bærinn .hefir mist al- gerlega hið mikla og fagra Manitoba- hótel, sem allir dáðust aðog við vorum stoltir af. og sem gerði meira til að auglýsa fyrir umheiminum alt Norð- vesturlanðið. heldur en allir stjórnar- agentar til samans. Og svo liggur nú næst við að allar brautir felagsins her í fylkinu verði seldar, til C. P- R- ©ða MacKenzie og Mann, og er þá uti um alla sanngirni ogsamkepni hér í fylkinu. f þessu atriði hlýt ég einnig að dæma stjórnina seka um örgustu svik og und- irferli; Viðvíkjandi því máli aö gera skip genga strengina í Rauðá, hefir Green- waystjórnin að mins*a kosti verið ger- samlega ónýt og aðgerðalaus. Bæjar- stjórnir hér cg verzlunarmanna sam- kundan hafa hvað eftir anuað gert alt sem í þeirra valdi stóð til að hrinda þessu máli áleiýis. En aldrei nokkurn tíma hefir komið eitt einasta orð eða ályktun þessu máli til stuðnings frá Greewaystjórninni. Liberalar ásökuðu Conservativstjórnina um að hún dingl- aði þessu máli ætíð framan í kjósendur við kosningar og no'aði það þannig sem kosningamútu. En hvað var svo gert í þessu máíi þegar liberalar kom- ust til valdaí Ottawa? Ekki nokkur skapaður hlutur, En nú er því enn á ný haldið uppi við kjósendur sem at- kvæða-agni. Ég dæini Greenway- stjórnina seka um vítavert skeytíngar- leysi I þessu máli. En svo spyrja liberalar “Hvaða vissu höfum við fyrír þvi, að Hon, Hugh J. Macdonald geri í nokkru betur ef hann og flokkur hans kemst til valda?” Þessu svara ég þannig: Hin fyrst.a skylda vor er að reka frá völdum þá sem hafa reynst ónýtir og svikulir. Og ég mun einnig gera alt sem í mínu valdi stendur til að hrinda Mr. Mac- donald og stjórn hans frá völdum, ef hún reynist ekki betri en Greeway- stjórnin. Og ef að allir kjósendur, sem ekki lifa á stjórnardúsum, héldu fram þessari skoðun og breyttu samkvæmt henni, þá mundu þessar stjórnarsugur og embættasnuðrarar bráðlega sann- færast um það, að þeir þyrftu meira að gera en að kalla sig “liberala” eða “Conservativa”, til að geýa haldið em- bættunum. . Stjórnin hefir ekkert sér til afsök- unar í þessum málum. Beztu vinir hennar hafa hvað eftir annað aðvarað hana um það, að ef hún ekki breytti stefnu sinni, þá væru dagar hennar taldir. En hún hefir eflaust treyst því, að hennitækist enn einusinni með fölsk- umloforðumog svívirðilegum mútum, að svíkja til sín atkvæði meirihluta kjósendanna. Af þessum framansögðu ástæðum er það, að ég mundi skammast mín fyrir -jálfan mig, ef ég ekki gerði nú alt sem í mínu valdi stendur til að stuðla að því, að Greenwaystjórninni verði velt úr völdum og stjórntaum- arnir fengnir í hendur ærlegri mönnum. Thomas D. Rohinson. Winnipeg 22. Nóv. 1899. DR..T. J. WHITE, Tannlæknir, dregur og gerir við tennureftir nýjustu aðferð ár als sársauka, og ábyrgist alt verk þóknanlega af hendi leyst. Hornið á Maih og Market St. Winnipeg. Úrmakari Þórður Jónsson, aasíi naiii str. Beint á móti rústunum af Manitoba Hotelinu. PALACE CLOTHING STORE fffTnaa 450 Main Street. Vér höfum fengið stórmiklar byrgðir af vetrarfatnaði, svo sem YFIRTREYJUM, ULLAR-NÆRFATNAÐI, OG DÚKSKYRTUM, sem vér seljum með ótrúlega lágu verði. Búðin er troðfull af allskonar karlmannsfatnaði og yflrhöfmlm, og bjóðum vór Is- lendingum að koma og skoða þet a alt. Hr. Kristján G. Kristjánsson vinnur í búð- inni og lætur sér ant um að leiðbeina yður. PALACE CLOTHING STORE, 450 Itlain Street. Gætið þess að þetta vörumerki sé á vindlakassanum, OS styrkið atvinnu- stofun vora Eftirfylgjandi eru nöfnin á þeim vindlum, sem búnir eru til af Winnipeg Union Cigar Factory. Up and Up. Blne Itibboin. Tlie Winiiipeg Fern Ueaf. IVevado. Tlte Cuban SSelIes. Verkamenn ættu æfinlega að biðja um þessa vindla. J. BRICKLIN, eigandi, Cor. Main og Rupert St. Búnir til af karlmönnum en ekki af börnum. MC Tlie ííreat West Life Assnrance Coinpany. Aðalskrifstofa í Winnipeg, Manitoba. Uppborgaður höfuðstóll Varasjóður $100,000.00 $428,465.55 Thc Great West Life félagið selur lífsábyrgðir með öllum nýustu og beztu hlunnindum sem fylgt geta lífsábyrgð- um. Og þar eð þetta félag hefir aðal- skrifstofur sínar hór, og ávaxtar alt fé sitt hér í Vesturlandinu, þar sem háar rentur eru borgaðar, þá gctur það aflað meiri inntekta fyrir félagsmenn sína, heldur en nokkurt ^austurfylkja félag getur gert. The- Great West Life Assurance Co. Bruda i fultri Stærd. BaENAFÖT PASSA NU BIIUDUNNI. Eitt af síðustu ný- brygðum og áreiðan- leg að þóknast börn- um. Með vorri undraverðu aðferð höfum vér framleit.t mjög stóra hand- málaða brúðu. verk- ið er gert af miklum hagleik og líkist lít- litum. Þaðerætlast til að brúðan sé þan- in út með baðmull, ains og fylgireglurn ar sýna. Brúðuefnið er úr þykku ‘Sateen’ sem ekki rifnar. Það er bókstaflega óslít- \í feta ha andi. Það er málað úns meðolíumáli semekki springur. okkar nýja patent eru fæturnir iir svo að brúðan stendur einsomui. ðan hefir gullbjart hár rósrauðar lar. hlá augu, náttúrlega litaðan , ranða 8>okka oir öllum þeim sem selja 6 bruð- dnm vér eina af þessum fagur .ndrnábiöu brúðnm 33x23 kost- lust. Koddablæjur. yfir 30 ir að velja úr, seljast|hæglega .00 þegar þær eru útsaumaðar. iihvert Imrn el kar stóra brúðu, en ð munu þau segja um brúðu í fullri rð 50c. send kostnaðarlaust. Einnig ðu-húsbúnaður, stofubúnaður (6 iki) 35 c. Svefnherbergisbúnaður (S cki) 35c. send með pósti, burðar- dsfri. Vér tökum lc. eða 2c. frí- ki eða póstávísan. iinepican Vrt \ovelty C)«. . 2 W. 14thSt. NewYork. Williani Thornton, ----bakari---- íotre Dame Ave., býður að selja Is- dingum ágætt brauð af ýmsum teg- dum. þyngri aö vigt eu önnur bæjar- tuð. 22 brauð fyrir $1.00. — Til hægð- mka gera íslendingar pantað brauð- hjá Þorsteini Þorkelssyni, verzlunar- mni á Ross Ave., sem selur þeim :ket fyrir þau móti peningum. En flyt þauheim til fólks. Wm. Thornton. MJÖG STÓR Flannelcttcs Tcppi Hvít og grá að lit 75C. parið. Einnig hvít ullateppi ágæt, 7 pund að þyngd $2.75 574 Main St«*. Telefón 1176. D.W. Fleury’s —fatasölubúð— hefir Plommur og Perur i bláum og mórauðum “Preize” yfirtreyj- um, frá $5.00 og yfir. Stutt-treyjur $4.00 og yfir. Barnatreyjur $2.00 og yfir. Allar aðrar vörur í búðinni með tiltölulega afarlágu verð. D. W. Fleury, 564 Main Str. Andspænis Brunswick Hotel

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.