Heimskringla - 28.12.1899, Page 4
HEIESKRINGLA, 28. DES IS99.
m
m
DREWRY’S
nafnfræga hreinsaða öl
“Freyðir eins og kampavín.”
w
Jjjt Þett er óáfengur og svalandi sœlgætis-
jMt drykkur og einnig hið velþekta
*£ Canadiska Pilsener Lager=öl.
mtL
J Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum.
4jjf jaáCir þ“«sir drykkir er seldir i pelaflöskum og sérstaklega ætl-
jík aðir til neyzlu í heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst
hjá öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá
I REDWOOD BREWERY.
#
#
m
m
EDWARD L- DREWRY
9Iniinfactni*ei' & lni|>orfei*, WIAhll'KG
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
i
#
#
|
$
#
#
#
Aðalstöðvar fyrir'
| \/etrarvarning.
Vér höfum fengið ágætar byrgðir af alveg nýjum haust og vetrar
Kjolaetnnni, í “Crepons”, “Cashmere” og ýmsum öðrum dúk-
— —a „— a: Einnig höfum vér allskonar
*
*
epi
um, með samsvarandi siíkiskrauti.
Fatnað, Nærföt, Flókaskó, Yfirskó o.fl.
Þeir sein óska að byrgja sig upp til vetrarins með matvöru, munu
finna í búð vorri miklar byrgðir af nýjum og góðum vörum, sem
vér seljum með svo lágu verði, að vandlátustu kaupendur mega vel
við una.
Ágæt tegund af kafíf, 8 pund fyrir $1.00
Bezta svenskt Rappee neftóbak, 45c. pundið
Bezta haframjöl, 35 pund fyrir $1,00.
Oss er ánægja að sýna yður vörurnar.
það að selja ódýrt, en selja mikið.
Vér leggjum áherzluna á
*
*
E. R. PRATT,
CAVALIER, N.=DAK.
ir Koma Til Okkar!
Til þess að nota sér kjörkaupin við ársfölu vora.
Verðið á öllu er nú lægra en nokkrusinni áður.
Karlmannaföt $5, 7.50 og 10. Drengjaföt $1, 1.50, 2.5C
Karlmanna yfirhafnir $5.00, 6.50, 7.50
Drengja-yfirhafnir $4.50, 5.00 Drengjabuxur fyrir 50c
Winnipeg.
Þeir sem vilja eignast ljóðabók
Páls Ób’.fssonar, ættu að panta hana
sem fyrst. Hún verður ekki lengi á
boðstólum.
Séra Bjarni Thorarinsson messar í
Tjaldbúöinni á sunnudaginn kemur
(gamlársd.g) kl 5e h., og á mánudag-
inn (nýársdag) kl. 3 e. h.
Hilda Blake í Brandon var hengd í
gærmorgun kl. 8 45. Mun það mælast
illa fyrir stjórninni í Ottawa, að veita
aliuenningi ekki þá bæu, að mál hennar
væri rannsakað að nýju.
Veður nokkuð frosthart þessa dága
en algerlega snjólaust og rauð jörð,
menn ríða hér á hjólhestum um götur
bæjarius e ns og um hásumar. Hefur
slíkur vetur ekki komið hér 120 ár.,
Hr. Ben. Samson, járnsmiður, er
ínnköllunarmaður fyrir Heimskringlu
í Selkirk. Kaupendur þar eru því
be nir aðsnúa sér til hans, og vonum
vér að þeir geri blaðinu greið og góð
gkil.
J. H. Guðmundsson og Jón Jó-
hannsson. frá Garðar P. O.. N. D.,
korau inn á skrifstofu Hkr 22. þ. ?m.
Þeir segja ágæta tíð og almenna heil-
brigði. Þeir bjuggust við að dvelja
hér í bænum fram yfir jólin.
Fréttir frá Norður Dakota segja
það slys hafi orðið nýlega, að landi vor,
Carl J. Hjálmarsson hafi orðið fyrir
skoti úr byssu í höndum annars íslend-
ings og beðið bana af.—Var þetta al-
gert óviljaverk og ollir sorg mikilli öll-
sem hlut eiga að máli.
Bráðkvaddur varð á jólanóttina
Bjarni Andrésson á Point Douglass hér
i bænum um 70 ára að aldri. Hann
var faðir J, Magnúsar Bjarnasonar
skólakennara í Geysirbygð í Nýja-ísl,
Bjarna sál. verður að líkindum nánar
getið í þessu blaði síðar.
Hra. Snorri Jónsson frá Tantallan
P. O. kom inn á skrifstofu Hkr. á laug-
ardaginn var. Hann segir engin tíð-
indi úr sínu bygðarlagi, nema góða
heilsu og almenna vellíðan. Hann býst
við að dvelja hér í bænum um tíma.
21. þ. m. gaf séra Pitdlado saman i
hjónaband hér i bænum Mr. Halla
Björnsson og Miss Guðrúnu Gísladóttur,
bæði frá Icelandic River, Man. Ungu
hjóuin lögðu af stað heim til sín á
sunnudaginn var,—Heimskringla óskai
þeim aflra heilla og ánægju.
Nokkrir Argylebúar voru á ferð-
inni hér í bænum nú um jólin. Þessir
menn korau inn á skrifstofu Hkr.:
Björn Jósefsson, Brú, Josef Jósafats-
son, Baldur, G. K. Norðman. Brú.
Andiés Helgason, Baldur, Snæbjörn
Andrésson. Biú. Þeir sögðu vellíðan
og góða heilsu almennings.
Útbreiðslufund heldur Good Templ-
arastúkan “Skuld” nr. 34, á miðyiku-
dagskvöldið 3. Jan. 1900, kl 8. á North
West Hall. Þar verða fluttar bindind-
isræður, sungið, leikið á hljóðfæri o. fl.
Óskar stúkan eftir að sem allra flestir
af utanfélagsmönnum sæki fundinn og
sérstaklega er mælst til aðallirislenzkir
guðfræði..gar, lögfræðingar, læknar rit-
Stjórar og aðrir leiðandi menn komi til
þess að hlusta á bindindisræðurnar.
Aðgangur ókeypis fyrir alla.
COMMONWEALTH er stærsta fata
búðin í bænum.
2. þ. m. fundust peningar á götu
hér í bænum. Sá sem getur sannað
eignarrétt sinn á þessum peningum,
getur vitjað þeirra til undirritaðs, en
borga verðvr eigandi allan áfallinn aug-
lýsingakostnað.
G. Johnson.
Cor. Ross & Isabel St.
COMMONWEALTH hefir betur
sniðin föt en aðrar fataverzlanir.
Póstafgreiðslumaður Gísli Jónsson
frá Wild Oak P. O., Man., kom inn á
skrifstofu Hkr. á föstudaginn var.
Hann var í gripakaupum. Hann kvað
alt tíðindalaust þar. Tíðin ágæt, hag-
ur almennings yflrleitt góður. Fiski-
afli ágætur, en örðugt að koma honum
til markaðar, vegna þess að sleðafæri
er enn þá ekki komið. — Mikið talað
um pólitik þar vtra, og margir hneigj-
ast nú að Conservatívum.
COMMONWEALTH selur allan
fatnað við mjög lágu verði.
Stúkan Hekla ætlar að halda 12. af-
mæli sitt að venju, 29. þ. m.,á fundar-
stað ’sínum (North West Hall). Stúk-
an býður öllum islenzkum bindindis
mönnum, sem geta komið því við, að
vera viðstaddir á þessu afmæli sínu.
Fundur byrjar kl. 7,45 e. m., og fara
fram öll venjuleg fundastörf eins greið-
lega og unt er. Síðan byrja skemtanir,
söngur, ræðuhöld og hljóðfærasláttur.
Einnig verða þar góðar veitingar.
Stúkan væntir margra systkina frá
Selkirk á afmæli sitt, og allra islenzkra
bindindismanna, sem geta komið við
að sækja afmæli sitt, hvaða stúku sem
þeir tilheyra. Stúkan Hekla óskar öll-
um bindindismönnum, fjær óg nær,
gleðilegs nýárs.
Ljóðmæli
eftir skáldið
Pál Ólafsson.
Ég er nýbúinn að fá til sölu fyrra
bindi þessara ljóðmæla. Það er óþarfi
að mæla með þessum ljóðum við alla þá
sem unna og kunna að meta snild í ís-
lenzkri ljóðagjörð. Bókin kostar $1.00.
Engum send nema borgun fylgi pöntun
Þetta er hin hugðnæmasta jóla- eða
nýársgjöf sem vér vitum að sé á boð-
stólum. Þeir sem vilja eignast bókina
verða að hraða sér að panta hana, þv
þessi eintök endast ekki lengi.
M. Pétursson,
P. O. Box 305
Winnipeg, Man.
Kæru landar.
Ég sel allan fatnað, yfirfrakka, fata-
efni, kjóladúka, nærfatnað, húfur, vetl-
inga, og yfir höfuð allan uflarvarning
með mjög niðursettu verði núna fyrir
jólin og nýárið. Ef hið hafið fáeina
dollara sem þið ætlið að kaupa fyrir, þá
sætið þessu. Þið vitið, að það sem S.
Jónsson auglýsir, það stendur þegar
þið komið í búðina, Komið sem allra
fyrst og komið með kunningjana, allir
velkomnir til búðarinnar á horninu á
norðaustur- horni Ross Ave. & Isabell St.
Stefan Jonsson,
í tímariti, sem tóbaksgerðarmenn
hafa nýlega gefið út, er allfróðleg skýrsla
yfir vindla (cigars) og vindlinga (cigar-
ettes) eyðslu í Canada, en sérstaklega í
Winnipeg. Frá því 30. Júní 1098 til 30.
Júníl399voru als brúkaðir i Canada
127,000,000 vindlar. Þar af voru brúk-
aðir i Winnipeg 6,0(>0,000. Er það 1,
013,000 vindlum fleira en næsta ár á
undan, og $60,782.4(> tekjuauki fyrir
stjórn landsins (Canada). í Winnipeg
hefir verið eytt 37,880 pundum meira af
tóbakslaufi til vindlagerðar en í fyrra.
Vindla eyðslan í Montreal jókst á árinu
um 4,500,000. Allmargir bæir í Canada
hafa aukið vindla þörf sína um 1,000,000
hver. London (Canada) 2,000,000. Tor-
onto um 1,500,000. Frá þvíáárinu 1898,
til jafnlengdarársins 1899 reyktu Canada
menn 100,000,000 vindliuga (cigarettes),
eða 21,000,000 meira en næsta ár á und-
an. Als var brúkað á árinn 10,000,000
punda af tóbakslaufi til tóbaksgerðar i
Canada, og gerir það als $4,041,717
tekjubót fyrir stjórnina.
FÁEIN ORÐ TIL LÖGBERGS.
Þann 7. þ, m. flutti Lögberg les-
endum sínum þá fregn, að ég undir-
ritaður, hefði borið þá lygi yfir alia
Shoal Lake-kyggð að Greenwaystjórnin
hefði veitt $50,000 til framræsln í þeim
tilgangi að tryggja sér atkvæði þriggja
manna.
Ég hef ekki annað að segja þessu
viðvíkjandi en það, að það er ein af
þeim mörgu lygum sem Lögberg bar
út um andstæðinga sína um nokkrar
undanfarnar vikur. Að öðru leyti álít
ég bullið í Lögbergi ekki svara vert.
Nikulás Snædal.
Gash Coupons.
$3.00 í peningum gefnir fyrir alls ekki
neitt. Th. Thorkelsson, 539 Ross Ave,
G. Johnson, corner Ross & Isabel Str.,
og Th. Goodman, 539 Ellis Ave, hafa
þessar Coupons og gefa viðskiftamönn-
um sínum þær fyrir hvert lOcenta virði
sem keyyt er í búðum þeirra og borgað
út i hönd. Coupon bækur fást í þessum
búðum, eða hjá
The Buyers and Merchants
Beneflt Association,
Room N Ryan Blk. 490 Main St.reet
SPURNINAR.—1. Hvernig er bezt
að senda pening til Islands, í fargjöld
eða þá gefins.—2. Er nokkur banki í
Canada sem hefir viðskifti við Lands-
bankann á Islandi.
Fáfróður,
SVAR.—1. Með pósthús ávísan út-
borganlegri í Reykjavík,—2. Með ávís-
an frá Bank of British North America á
Landsbanka íslands, þeirhafa viðskifta-
samband.
Ritstj,
Auglýsing.
Islenzkan barnaskóla
kennara með Ist. eða 2nd class
eertifieate, pilt eða stúlku, vantar til
Tindastóll skóla No. 483, frá fyrsta
Febr. til 31. Júlí 1900. Ákveða
þarf kaup og segja frá reynslu í
kenslustöríum. Tilboð sendist til
undirritaðs fyrir 15. jan. 1900.
J. BJÖRNSON.
Tindastóll Alta.
Gott fæði, gott húsnæði.
Friðrik Th. Svarfdal, 538 Ross
Ave., óskar að fá í fæði nokkra góða
menn — helzt allan veturinn — Einnig
tekur hann á móti ferðamönnum sem
koma snögga ferð til bæjaríns.
Úrmakari
Þórður Jónsson,
£»££ illain Str,
Beint|á móti rústunum af Manitoba
Hotelinu.
H. IV. A. Chambre,
landsölu- og eldsábyrgðar-
umboðsmaður
373 Main St., Winnipeg
Mjög ódýrar bæjarlóðir á Sherbrook St
50+132 fet. Verð að eins $200.
Peningar lánaðir móti veði í bæjarlóð-
um og bújörðum. Lán sem veitt eru á
hús í smíðum eru borguð út smátt, eft-
ir því sem meira er unnið að smiðinu.
Eldsábyrgð. Hús til leigu
Sérstök sala á “Bea ver”-yfirtreyjum.
þessa viku fyrir aðeins $6.50.
Vanaverð $8.50. Vér seljum þær
M°CLARY'S FAMOUS PRAIRIE
Þettb er sú bezta eldastó í laridinu, hún bakar Pyramid af brauðum með
jafnlitlum eldlvið og aðrar stór baka að eins fáein brauð. Heflr sérstök þæg
indisvo sem hitamæli i bökunarhólfinu er ^ýnir hitann áreiðanlega, bökunar-
ofn úrstáli með fóðruðu eldgrjóti, bakar með þríðjungi minni eldivið en nokk
ur önnur stó. Hreint loft gengur um ofninn og gerir brauðin holl og ljúfeng.
aupið McCwry’s eldstó ef þér viljið beztu stá. Ef kaupmaður yðar hefii
hana ekki þá iitið oss.
The MeClary Mfg. Co.
WINNIPEG, MAN.
556
Main Street
Deegan’s
TIe Euteri ClotliDE Hohsg
570 Hain Street.
Tækifæri fyrir verkamenn.
Þér getið unnið yður inn frá $3 00 til $5.00, með þvi að kaupa yfirtreyj-
ur yðar hjá EASTERN CLOTHING HOUSE. Einnig höfum vér stutttreyj-
ur í hundraðatali og karlmanna alfatnað i þúsundatali. Vér ábyrgjumst að
gera yður ánægða með verðíð og að fötin fari vel.
J- GENSER eigandi.
210 Drake Standish.
komu. Varðliðið mundi óðara gripa þig aftur,
og yrði þá þinn kostur að verri. En öðru máli
er að gegna, ef þú kemst á burtu sjóleið á bát.
Lallana þekkir skýli eitt á sjávarströndinni,
skarat héðau í áttinni til Algiers, þar sem'hann
segir að maður geti dulist í heilt ár, án þess að
hann verði fundinn Þessi felustaður er við
rætur Rif fjaflsins, og hafa grimmir og manu-
skæðir ræningjaflokkar stundum hafst þar við.
Það er hér um bil tíu klukkustunda ferð héðan í
hægum byr, Lallana hefir stungið upp á því,
að hann flytti þig þangað og hjálpaði þér til að
fela þíg þar. Hvernig líst þér á þessa ráða-
gerð ?’’
“Ég |vona að eins að Lallana standi við
þessa ráðagerð”, svaraði ég. Og hjartað í mér
hoppaði af fögnuði yfir þvi, aðhér virtust vera
ráð fundin til þess að ég gæti sloppið úr þessu
argvituga þrælabæli.
‘ Og svo þegar leitinni eftir þér er hætt”,
hélt Cabezas áfram, “þá siglir þú til Gibraltar
eða Algiers, ef þér svo likar, eða þá að þú reynir
að komast um borð í eitthvert skip, sem siglir
undir enskum eða amerískum fána. Við afráð-
um þá þetta. Á morgun hefir Laflana bát sinn
til reiðu í lítilli vík einni hér fram með strönd-
inni og bíður þar eftir þér. Þessi vík er nálægt
hervirkjarústum. Hann hefir ’þar með sér viku-
vistaforða og fatnað til skifta. Svo þú sérð af
þessu, að við höfum hugsað fyrir öflum nauð-
sywjum”.
“Já, ég skalgera það”, [svaraði ég. “Bon-
Drake Standisli. 215
skilur altsamen. Við förum af stað með hinura,
en strax og færi gefst fleygjura við okkur nið.ir
á bak við klett eða steinahrúgu. Það býður okk-
arjbátur við ströndina. Ég rata leiðina þangað,
Skilurðu mig ?”
“Já”. hvíslaði Duany. “Segðu ekki meira,
í kvöld—merkisskotið—seinastir í röðinni, —
ráddu förinni”.
Við héldum svo áfram þegjandi. Járngrind-
urnar voru opnaðar og gengum við svo út um
hliðið og að hinni venjulegu þrælavinnn. Hlið-
inu var aftur lokað á hælum okkar, ekki til
þess að varna okkur að komast aftur inn, heldur
til að varna hinum öðrum íbúunum frá því að
komast út, því þeir voru einnig allir fatigar.
Þungbrýndir og þreytulega tókum við upp
sleggjarnar og byrjuðum að starfa. Og þótt við
Carlos værum i mjög æstu skapi af eftirvænt-
ingu, þá var ómögulegt að merkja það áokkur.
Þannig liðu tvær klukkustundír, og var ég
allur eins og á glóðum af kvíða og eftirvænting.
Mér fansthver klukkustundin vera þúsund mín-
útum Iengri en vera ætti. En samt færðist vís-
irinn áfram, seint og þunglamalega,
Cabezos gekk fram hjá mér þar sem ég var
að vinna. Hann sparkaði í mig og hrópaði til
mín skammaryrðum fyrir það að ég inni ekki
eins og ég ætti að gera. En um leið hvíslaði
hann að mér í mesta flýti :
“Taktu eftir þessum fiskimanni, — Lallana’.
Svo snaraðist hann fi á mér með mesta ill-
menskusvip. Ég leit þjófslega í k:ing!um mig.
Fiskimaður einn, með fulla Köifu af ný \eiddum
214 Drake Standish.
honum fyllilega til að hjálpa okkur til að komast
ur.dan.
Ég hafði ekki gert mér neinar falsvonir um
hugsnnarsemi Cambezos gagnvart okkur. Ég
var leiddur út úr klefanum um moiguninn og
inn í borðstofuna og borðaði þar minn siðasta
morgunverð í E1 Hacho, Ég^varaðist að láta
nokkuð merkjast hvað mér bjó í skapi, svo að
mér yrði ekki veitt nein sérstök eftirtekt.
En Carlos tók samt undir eins eftir því að
mér bjó eitthvað sérstakt niðri fyrir. En hann
varaðist samt að láta nokkuð á bera, þar til við
vorum komnir af stað okkar síðustu göngu nið-
ur brekkuna frá E1 Hacho. sem leiðir ýmist frá
vonleysi til örvæntingar eða frá örvænting til
vonleysis.
“Senor Drake”, hvíslaði Carlos, er við vor-
um komriir vtl á veg, “þú sýnist að vera í óvana
lega t’löðu skapi. Heflr Eugenio talnð við þig?”
' Þej*, þey”, hvíslaði ég aftur. “Við megum
ekki láta Spánverjana merkja neina skapbreyt-
ing á okkur Þú verður að beyta öllum vilja-
krafti þinum til að halda þéristilli. Já. ten-
ingunura er ka.itað. Við komumsl á burtu i
kvöld eða lýnum lifinu ella”.
Cailos tók andköf rétt seni snöggvast Svo
drógs* hann áfram þegjandf við hlið mér. og *'ar
ekki hægt að sjá nokkra geðshræring á svip
hans
* Taktu vel eft.ir”, hvJslaði ég enn að horium.
“Það er ekki víst að ég fái aftur tækifæri til að
tala ið þi: . I kvöld að lokinni vinnu, reynum
við að verða aftastir í fylkingunni. Eugenio
Drake Standish. 211
illa hetír ekki gert meira úr dugnaði þínum, en
vert var”.
' Tæplega”, svaraði Cabezas ánægjulega.
“En taktu nú eftir. Á morgun ferð þú með
grjótþrælunum, eins og ekkert væri um að vera.
Þið Duany verðið að hlífa sjalfum ykkur alt sem
mögulegt er. án þess þó að stofna ykkur í
nokkurn vanda. Að kvöldinu, þegar merkið er
gefið um að hætta vinnu, þá verðið þið að haga
svo til, að þið verðið síðastir í röðinni, Ég geng
sjálfur aftastur, og þegar fylkingin er komiu að
virkishliðinu, þá dragist þið aftur úr. fleygið
ykkur niður og reynið að fela ykkur í kletta-
skoru. Undir eins og þegar öll sveitin er kom-
in inn um hliðið, þá takið þið til fótanna og
hlaupið niöur að ströndinni. Þú veist hvar
gamla musterið er á leiðinni. Farið svo hart sem
fætur toga í áttina til þess”,
“Þú finnur svo Lallana í víkinni nálægt
gömlu hervirkisrústunum. og verður hann til-
bú inn að leggja af stað tafarlaust. Það er ekki
tekið eftir því strax við virkishlið, þótt einhverj-
ir sleppi úr fangahjörðinni. En þegar komið er
inn á F.l Hacko, þá eru fangarnir taldir. Þetta
ætti að gefa þér uokkurn tíma til undankomu.
Hvernig líst þér á þessa ráðagerð?”
“Ágætlega !”svaraðiég. “Því er eins vel
fyrir komið og ég hefði óskað. Annaðkvöld vona
ég að við verðum á burtu úr þessu þrælabæli”.
“Já.ég vona það, ef alt gengur vel, Þú
hefir boðið Bonilla og mér ríkmantileg verðlaun
ogéger orðinn þreyttur á fangavarðarstöðunni