Heimskringla - 18.01.1900, Síða 2

Heimskringla - 18.01.1900, Síða 2
HKIMSKRINGLA 18. JANÚAR I9OO. PUBLTSHBD TiY Tfie HcimskrÍDgla News & Publishing Co. Verð blaðsins íCanada 0« Bandar. $1.50 nrri ár'S ffyri-fram S) Sent til íslands (fyrirfram borga l af kaupenle nm blaðsins hér) $1.00. Peningai sendist í P. 0. Money Order ftegistered Letter eða Express Money Order Bankaávisanir ft að-a banka en í iVinnipeg að eins teknar rueO aíTöllum Managing Kditor : ft. L. Bn!dwiiisir:i. Offieo . 5-17 Main Street. P O BOX 305. Jár n h rau ta-by g gi n gar í Manitoba 1899. Blaðið Commercial flytur i þessum m&nuði langa og fróðlega ritgerð um bygging j&rnbrauta hér í fylkinu & síðastl. ári. Það mun óhætt að full- yrða, að tiltölulega mjög fáir menn í fylkinu gera sér nokkra ijósa grein fyrir þeim áhuga sem fylkisbúar sýna í því, að fá brautir lagðar nm fylkið, og mörgum mun koma sú frétt ókunnuglega fyi ir, að brautir hafa verið í byggingu í sumar & ekki færri en 12 stöðum í fylkinu. Þess utan er 13. brautin í byggingu í norðurhluta Ontariofylkis og er sú braut í raun réttri parturaf járnbrautakerfi Mani- tobafylkis og verður sú braut einn hlekkur í sérstak' i brautakeðju sem á að byggja frá Winnipeg austur að Superior-vatni. Brautir þær sem bygðar hafa verið í fylkinu á síðastl. iri, eru rúmlega 350 mílur á lengd. Að vísu eru þær ekki allar fullgerð- ar, en þó svo á veg komnar, að það má álíta þær bygðar. Sumar af brautum‘þessum eru aðeins stuttir spottar, ætlaðir til þess að draga flutninga að aðalbrautunum. Aðrar brautir eru framlenging á áðurbvgð um brautum. Suðurhlutinn af Mani- toba er nú eins vel settur með járn- brautir, eins og nokkur annar hluti Canada. -‘Canadian Northern” braut in liggur um land, sem er mjöggott og frjósamt frá náttúrunnar hendi og hlýtur að hafa mikil og góð áhtif á þann hluta fylkisins. Svo er Mani- toba Suðvesiui'biautin sem ærlast er til að verði hlekkur í þriðju brautar- keðju sem á að leggja frá Winnipeg tíl Superiorvatns, og tengir þannig Manitobafylki við St.Laurence fljótið og Atlantshafið. Liðna árið var að ýmsn leyti ó- hentugt til járnbrautabvgginga. Það var þurð á verkamönnum og kaup var hátt, hærra talsvert en á undan- förnum árum og það þrátt fyrir að alt að 50,000 manna frá ýmsum stöð- um fluttu hingað inn í Manitoba á liðna árinu. Af þessum ástæðum var minna gert að járnbrautabyggingum en annars hefði orðið. En á hinn bóginn h?fir verið unnið af meira kappi en vanalega tíðkast, með því að veðurlag alt fram til end ársins var að öllu leyti hið hagstæðasta fyr ir útivinnu. Allar þessar brautir hafa mikl'a þýðingu, með því að þær ýmist liggja um áður lítt bygð lönd, eða bæta samgöngur og auka vöru- flutainga um áður bygð héruð. Alt þetta miðar til mikilla framfara og það getur varla hjá því farið, .ið með vaxandi innflutningi fólks í fylkið og auknum og bættum samgöngufærum þá verði Manitoba innan fárra ára eitt af þeiin landsplássum sem fram- leiðir og flvtur til útlendra markaða meiri matvæli en n«'kkurtannað land undir sólunni, að jöfnu ræktuðu ekrutali. Innflutningur manna frá öllum álfum heimsins inn f hin ó- bygðu héruð þéssa lands, krefst þess að nýjar járnbrautir séu bygðar, og það er alls ekki ólíklegt, að á kom- andi árum verði járnbrautabygging rekin hér í stærri stíl og af meira kappi en hingað til heflr verið gert. Það eru nú um eða yflr 2000 mílur af jámbrautum hér í fylkinu. Canadian Paciflc jftrnbrautarfélag- ið hefir lengt brautir sínar á 7 stöð- um hér í fylkinu á síðastl. ári. Meðal al þeirra er framlenging á Nortwest Central brautinni, ogstuttur brautar- spotti sem tengir þá braut við liapid City greinina af Manitoba og Norð- vesturbrautinni. Báðar þessar braut- ireiu nú undir yfirráðum Canada Kyrrahafs brautarfélagsins. Það fé- lag hefir einnig á liðna árinu látið byggja hinar svonefndu Snowíiake og Wascada greinar 0g liggja þær báðar í suður fráDeloraine-brautinni. Snowflake-greiuin er 17 mílur, en Wascada-greinin er yfir 18 mílur á lengd og liggur út frá Delorain. Svo voru og 17 mílur af framlenging Pipestone greinarinnar vestur frá Reston, fullgerðar á Iiðna árínu, og þess utan hafa 23 mílur verið búnar undir járnbrautaböndin, svo að alls eru það 40 mílur sem bætt heflr ver- ið við Pipestonebrautina á liðna ár- inu. Um 15 milur af þessari braut vestur frá Reston eru inuan tak- marka fylkisins, en 25 mílur eru í Assiniboia-héraðinu. Sama félagið heflr og framlengt Northwest Central brautina um 25 mílur, frá Hamiota til Mineota, sem nú er endastöð þeirr- ar brautar. Svo er McGregor Varcoe greinin sem á að verða alt að 50 mílur á lengd, og tengir McGregor á aðal C- P. R. brantinni við Varcoe á North- west Central brautinni og liggur til norðvesturs. Þessi braut er nú ekki meira en hálfgerð, en búist við að við hana verði lokið á næsta sumri. Austan Rauðár heflr C. P. R. félag- ið bygt hina sýonefndu Bonnet Lake grein. Hún liggur frá Molson vagn- stöðvunum á aðalhraut félagsins, til Lac du Bonnet, og er um 22 mílur á lengd. Það er búist við að þessi braut verði í framtíðinni lengd til Winnipegvatns. Braut þessi er enn þá ekki fullger, en búist við að lokið verði við hana á þessum vetri. Þessi hraut er aðallega til þess ætluð að hj&lpa áfram iðnaði sem verið er að byggja upp á þessu svæði. Þessi iðnaður er tilbúningar á múrsteinum og vatnspípum, þakskífum og ýmsu fleira. Það er og búist við að þaðan verði mikil eldiviðarsala, með þvíað land þar er alt skógi vaxið og gæða viður á því. Svo heflr og þetta félag lagt allmikið í kostnað til umbóta á öðrum brautum sínum á ýmsum stöðum í fylkinu og enda alla leið austur að Efravatni, sérstaklega með því að taka upp gömlu 56 punda járnteinana og leggja í stað þeirra 73. punda stálteina. Northern Paciflc járnbrautarfélagið hefir bætt yflr 30 mílum við brautir sínar í fylkinu á síðastl. ári. 9 míl- ur liggja frá Portage la Prairie norð- ur á leið til Manitobavatns og heitir endastöð þeirrar greinar Oakland. 20 mílur liggja til norðvesturs frá Portage, milli C. P. R. og Northwest- ern brautarinnar. Á þessari grein eru tvær vagnstöðvar, Ridgway og Beaver, og er hin síðartalda'enda- stöðin. Það er minnisvert, að þessir tveir brautastúfar hafa verið bygðir án stjórnarstyrks. Yér skoðum það sem góðan fyrirboða framtíðarstefnu þessa fvlkis gagnvart járnbrantafé- lögum. Manitoba Southern-járnbrauta- félagið heflr einnig gert all mikið að verkum í brautalagningu á liðna árinu. Sú braut liggur frá St. Boni- face suðaustur um Manitobafylki inn í Minnesota örfáar mílur vestur frá blá suðaustur horni fylkisíns. Braut þessi er nú fullgerð til Marchand, um 50 mílur frá Winnipeg. Hinn hluti brautarinnar er nú í byggingu og á að leggjast suður til War Road í Minnesota, en það er um 86 mílur frá Winnipeg. Braut þessi á að Iiggja inn í Rainy River héraðið í Ontario og sameinast þar Ontario «5; Rainy River-brautinni, og mynda jannig sérstaka braut alla leið aust- ur að stórvötnunum. Canadian Northern brautarfé- iagið heflr lengi, braut sína á síðastl. ári um 65 mílur. Braut þessi var lögð í fyrra frá Sifton til Cowan, en á árinu 1899 var hún lengd frá Cow- an vestur undir Swan River og það- an norður eftir austanvert við Porcupine fjöllin, og opnar þannig algerlega nýtt ogágætlega gott hérað í fylki þessu, fyrir innflutning og að- setu fólks. Hérað þetta er vel lagað til griparæktar, og má því búast við að var verði hjarðland mikið innan fárra ára. Þessi braut er fyrirhnguð norður að Saskatchewan ánni, og er svo til ætlast að grein verði bygð frá henni þaðan vestur til Prince Albert. Þessi braut hefir það frábrugðið frá öðrum brautum í fylkinu að hún stefnir í norður þar sem allar aðrar árautir stefna til vesturs. Innflutn- ingur mikill hefir verið inn í. norð- vesturhéruð Manitoba á síðastl. sumri °g byggð er nú komin með fram allri þessari braut, sem með nú bygðum greinum sínum er um 240 mílur á lengd. í sumar er leið var byrjað að leggja grein frá Dauphin beint vestur á hinar svo nefndu Gil- bert Plains. Það er fyrirhugað að framlengja þá grein um 20 mílur á næsta sumri. Gilbert slétturnar eru ágætlega vel lagaðar til akuryrkjn; þær liggja milli Riding- og Duck fjallanna, og er þar nú komin all- mikil bygð. Það gefur að skilja að afarmiklir peningar koma hér inn í fylkið í til- efni af þessum járnbrautalagning- um, en þess utan má telja allar’ þær byggingar, járnbrautalestastöðvar og eimvagnastöðvar sem bygðar eru með fram hverri braut sem bygð er, hvort sem hún er löng eða stutt, svo auka brautirnar afarmikið umsókn eftir verkamönnum sem hér hafa stöðuga atvinnu, vanalega með sæmi legum vinnulaunum. Brautir þess- ar, eins og allar aðrar járnbrautir í öllum löndum, auka verzlun og iðn- að og örfa byggingu þeirra héraða er þær liggja um. Af þessum ástæð- um heflr það að þessum tima verið skoðað sjálfsagt að styrka með opin- beru fé þau félög sem standa fyrir slíkum verkum. En eftir því sem löndin byggjást og fólksfjoldinn fer vaxandi, eftir því nálgast sá tími meira og meira að járnbrautirnar verði eins og hverjir aðrir þjóð- vegir f landi, algerlega opinber eign. / Islenzk herdeild. Vér gátum þess lítillega í síð asta blaði að nú væri verið að mynda nýja herdeild hér i Winnipeg og að 2 íslendingar væru þegar gengnir í hana. Þeir herrar.Jón Júlíus, sem áður var f einni þeirri Winnipeg herdeildinni sem barðist í Riel upp hlaupinu árið 1885, og Þorsteinn Borgfjörð, ungur og efnilegur hand- verksmaður hér f bænum. Þessir tveir landar vorir hafa með þessari inngöngu sinni í þessa nýju herdeild gefið öðrum löndum vorum mjög lofsvert eftirdæmi, sem vér álítum að aðrir ungir og einhleypir menn af vorum þjóðflokki ættu að fylgja. Vér munum svo langt, að þegrr Riel upphlaupið varð hér í norð- vesturlandinu fyrir rúmum 13 Arum þá voru milli 10 og 20 Islendingar í Winnipeg-herdeildunum, og var þó þjóðflokkur vor í þessum bæ talsvert fámennari þá en hann er nú. Land- ar vorir komu vel fram í það skifti,- þeir áunnu sér lofsorð hjá yfirmönn- um sínum, og gerðu raeð því mikinn sóma jijóðheild vorri hér í landi. Það atriði út af fyrir sig gerði meira til að koma vorum íslenzka þjóð- flokki hér í álit meðal innlendra manna, heldur en flest, eða ef til vill nokkuð annað, sem hann hefir af- rekað hér í'Iandi. í öllum löndum, þar sem ekki eru algerðar villiþjóð- ir, er varnarskyldan skoðuð ein helzta og helgasta af borgaralegum skyldum, og svo áríðandi er þessi skylda talin, að í sumum menningar- mestu löndum heimsins, svo sem Þýzkalandi, þá er skylda þessi lögá- kveðin, og verður hver maðnr 18 ára að aldri að ganga í herinn um þrvggja ára tímabil. Er þetta gert til þess að mennirnir skuli kynnast hernaðaraðferð og hermannalííi, svo að þeir séu því betur undirbúnir að gegna landvarnarskyldu sinin, hve- nær sem ófrið kann að bera að hönd- um. í Englandi er þetta ekki á- kveðið með lögum, en þar eins og hér í Ameríku, eru heræfingar og taktgangur kendar á barnaskólun- um, þó að það að vísu sé í smáum stfl þá gefur það þó piltum dálitla hugmynd um hermannlega fram- kotnu, og þeir piltar eru að sjálf- sögðu fljótari til að nema heræfingar síðar, heldur en hinir sem ekkert slíkt hefir kent verið. Að landar vorir yflrleitt taki svo lítinn þátt í námi hernaðaríþrótt- arinnar er, ef til vill, mest sprottið af því að ekkert slíkt þekkist á Is- Iandi, Mönnum er þar bannað með lögum að læra eða æfa vopnaburð, og því fá menn þar engan smekk fyrir neitt þess háttar. Svo þegar fólk vort flytur hér inn í brezka veldið þa skoðar það sig sem út- lendinga, og flnnur ekki eins glögt til varnarskyldunnar eins og vera ætti. Auðvitað hefir fólk vort í mörg horn að líta eftir að hingað er komið, og því verður ekki neitað að margt liggur þeim nær að stunda á fyrstu búskaparárum sínum hér, held- ur en hernaðarnám. Það er því eðlilegt og í alla staði fyrirgefanlegt þótt landar vorir hafl ekki á umliðn- um árum sýnt eins mikinn áhuga á þessum málum eins og brezka þjóð- in sjálf. En nú þegar vér erum búnir að vera meira en fjórðung aldar hér f landi, og eigum úrval af hér innfæddum íslendingum, sem nú mega heita fulltíða menn og á bezta aldri til þess að nema hernaðaríþrótt- ina, þá er bæði afsökunnin minni og skyldan meiri en áður var. Því að í sannleika eru þessir menn brezkir og með öllum þeim ráttindum sem inntæddum mönnum ber að lögum, og þá að sjálfsögðu með sömu þegn- skyldum líka. Þess vegna vildnm vér nú eggja Islendinga til þess að fara frá þessum tíma að gefa máli þessu meiri og alvarlegri gaum en þeir hafa áður gert, fara að skoða sjálfa sig sem sameiginlegan hluta hinnar brezku þjóðar hér í landi, fara að heimta öll þau réttindi sem hverjum innfædðum Breta ber að eiga og taka jafnframt fúslega á herðar sér allar þær skyldur sem hvíla á þeim sem brezkir borgarar. Þetta er sú rétta stefna og framtíðar- heill vor í þessu landi er komin und- ir því að vér fylgjum henni og höld- um.fast við hana. Einmitt nú með myndun þess- arar herdeildar gefst oss tækifæri að sýna hverjum augum vér lítum á mál þetta, og það er því meir áríð- andi að vér látum samþegna vora vita stöðu vora í þessu efni, sem það eröllum heimi vitanlegt að brezka veldið er nú í allmiklum vanda statt og að undir útkomu ófriðarins í Suður-Afríku er komið hvert Breta veldi getur haldið áfram að haltia stöðu sinni og heiðri sem heimsins voldugasta ríki. Nýja deildin sem ráðgert er að mynda, á að hafa um 250 manns. í déildinni verða 6 flokkar (Companies) um 42 menn í hverjum flokki. Það mun láta nærri að vér Islendingar séum einn tíundi hluti af bæjarbúum að tölunni til, og oss ætti að veita léttað Ieggjatil einn flokk í þessa nýju herdeild. Það væri sómi engu síður en skylda fyrir oss Islendinga að gera þetta. Til upplýsingar þeim sem kynnu að vilja ganga i þessa nýju deild skulum vés geta þess: 1. Heilsugóðir menn giftir og ó- giftir yflr 18 ára er veitt innganga í sjálfboðaliðið. 2. Við inngönguna verða menn að sverja þégnhollustueið við brezku krúnuna. 3. Einkennisbúningur og vopn eru lögð til ókeypis af ríkisstjórninni. 4.1 2 daga borgun á ári 50c. á dag —alls 86.00 á ári eru veittir hverj- um sjftlfboða, þau ár sem heræflngar eru fyrirskipaðar. 5. Þjónustu tími i sjálfboðaliðinu er 3 ár, en lausn getur maður fengið fyrir þann tíma ef gildar ástæður eru færðar fyrir lausnarbeiðni og ekki er ófriður í landi. 6. Vanalega er hver herdeild höfð í herbúðum frá 10 til 20 daga á ári. Engin aukaborgun er veitt fyrir það, en fæddir eru sjálfboð- arnir. 7. Heræflngar eru hafðar svo oft sem þurfa þykir einusinni eða tvi?- var í viku, eftir ástæðum, þær fara fram á kvöldin frá kl. 8 til 10. En stundum eru heræfingar hafðar tvis- var á dag, fyrir kl 6f á morgnanna og kl. 8 á kvöldin, 2 æflngar á dag eru þó að eins hafðar þann tíma sem sjálfboðarnir eíru í herbúðum. 8. Þeir 86.00 þóknun sem hver sjálfboði fær á ári hverju ganga van- alega til að kaupa ýmsar smá nauð- synjar sem stjórnin ekki leggur >eim tll, en sem þó er nauðsynlegt að hafa. Það er því enginn pen- ingalegur hagnaður að ganga í deildina. En á hinn bóginn eru pen- inga útlát annaðhvort engin eða svo lítil að menn munar lítið um þau. 9. Borgun fyrir [hornleikenda- flokk er vanalega gerð af yflrmönn- um deildanna, sá kostnaður nemur alt aðeitt þúsunð doliars á ári. Þetta eru þær upplýsingar sem vér getum gefið að svo stöddu. af ieim geta þeir sem kynnu að vilja ganga í sjálfboðaliðið gert sér hér um bil Ijósa grein fyrir því hvort leim er það fært eða ekki. Þess skal og getið að spurs- málið um tímatap mannanna frá daglegum störfum, verður’að jafnast milli þeirra og vinnuveitendanna. Flestir vínnuveitendur finna skyldu sína í því að örfa fremur en letja menn sína þess að ganga í herþjón- ustu, en svo er tímatöfin svo lítil frá daglegum störfum að hún er tæpast takandi til greina. Vér vildum óska að ungir efni- legir landar vorir vildu íhuga þetta mál. Þeir þurfa angan kvíðboga að bera fyrir því að þeir verði kall- aðir til hernaðar eins og nú standa sakir, en þó ættu þeir einir að ganga í deildina sem ekki eru of hugdeigir til þess að vera menn með mönnum, ef ríkinu lægi á liði þeirra. Stjórnarfarið í British Columbia, Þær leika á veikum þræði stjðrnirnar í British Columbia síðan Joseph Martin kom þangað vestur fyrir nálega þrem árum síðan. Stjórnir þar vestra eru að því leyti ólíkar stjórnum annara fylkja í Can- ada að flokkarnir þar skapast ekki af skoðanamun í ríkis pólitík, hedlur eru það innbyrðismál fylkisins sem skapa þar flokkana, án tillits til þess hvort mennirnir fylgja liberöl- um eða conservativum í ríkismálum. Þetta gerir stjórnirnar þa.r töluvert óhultari í sessi en ef skiftingin væri gérð eftir ríkismálaflokkum. Hver þingmaður má heita óháður, hann getur fylgt stjórninni í dag í þessu máli en verið andvígur henni á morgun í öðru máli, og af því stafar það að engiu stjórn getur nokkurn tíma mælt afl sitt með nokkurri vissu fyrr en gengið er til atkvæða í þinginu. Svo var það þegar'Martin kom vestur að hann tók stefnu móti þáverandi stjórn, og tókst honum bráðlega að myDda flokk, sem að lok- um varð nógu öflugur, til þess að velta Turnerstjórninni úr völdum meg tilhjálp fylkisstjórans þar. Að vísu hafði Turnerstjórnin helming allra þingmanna að kosningunum afstöðnum, en fylkisstjórinn heimt- aði að Mr. Turner gæfl upp völdin með því að hann hefði ekki sýnt að hann hefði meirihluta af kosnum þingmönnum, svo komst Semlin f stjórnarformansstöðuna og tók þá Martin í ráðaneytið og gerði hann að dómsmálaráðgjafa. En brátt varð Martin svo illa þokkaður að Semlin skipaði honum að segja af sér. Þá varð það að þeir Herodeus og Pílatus urðu vinir, Martin fór þá strax að vinna aftur með Turner sem hann áður hafði hjálpað til að fella, en gerðist audstæðingur Sem- lins, sem hann áður hafði hjálpað til valdanna. Martin hafði þannig endaskifti á sannfæríngu sinni. Þetta veikti Semlinstjórnina svo :að van séð hefir verið hvort hún fái haldið völdunum gegnum þetta yflrstand- andi þing sem sett var í síðustu viku. Fyrsta atkvæðagreiðslan fór svo að Semlin varð undir, hafðí 17 atkvæði með en 18 móti. Næsta atkv.greiðsla var jöfn að öðrn en því að forsetinn greiddi atkv. með stjórninni og jiafði hún þannig einn fram’lyflr, *eins og skýrt var frá í síðasta blaði. Síðari atkv.greiðslan sýndi að sljórnin hafði einn fylgismann umfram’Tandstæð- ingana, McPherso frá ^Vancouver, þingmaður verkamanna sem £kom þar til hjálpar stjórninni, hafði hann verið kosinn til þess að vinna "mót stjórninni, en hafði ekki þrek í sér til þess að standa við loforð sitt við kjésendui na þegar kom I þingið. Þetta var leiðirdegt því að það slær skngga á verkamannattokkinn og spillir nij'ig fyrir málstað hans að leiðtogarnir bregðist vonum kjós- endanna og loforðum sínum við þá. - WINNIPEG. Atkvæða yðarVig áhrifa er óskaðjfyrir A. W. Puttes, nngmannsefni ' '’verkamanna-félag- anna. Lesið stefnuskrá flokksinsjog ávarp til kjósendanna frá Mr.’Puttee, í blaðinu “The Voice.” Góð tíðindi hljóta það að vera öllam, sem veikireru að rafmagnsbelti mín (Electric G-alvao- ic Belt) eru þau undraverðustu belti í heiminum, þar eð þau lækna sjúkdóma betur en önnur belti, sem kosta $5 til $30. Þessi belti min endast æfilangt og ganga aldrei úr lagi. Það eru áreiðan- leg að lækna liðaveiki, gijt, tnnnpínu, kirtlaveiki, alskonar verk, sáriudi og kvalir. svefnleysi. hægalðeysi, lifrar- veiki, hjartveikj, bakverk, nýrnaveiki, magaveiki, höfuðverk, kvefveiki, La- Grippe, andarteppu, t.augasjúkdóma og alskonar kvensjúkdóma. Engar á- stæður að vera veikur, þegar þér getið orðið læknuð. Þér verðið varir við .erkanir beltisins eftir 10 tnínútur. Af því ég vil að allir kaupendur Heimskringlu eignist þessi belti, þá sel ég þau á $1,00 hvert, eða 6 belti fyrir $4.50 um næstu 60 daga, eftir 60 daga hækkar verðið. J. Lakander. Maple Párk, Kane County, Illinois, U. S. A. Hugsunarsamar matreiðslukonur vilja ætíð vanda sem bezt það sem þær bera á borð. Boyd’s brauð er hið bezta. Margra ára reynzla heflr sannað það. Heíurðu ekki veitt því eftirtekt hvað það er ágætlega smekkgott ? W. J. Boyd, 370 og 579 Main Str. Aniiy and i\avy Heildsala og smásala á tóbaki og vindlum. Vér böfum þær beztu tóbaks og vindla- byrgðir sem til eru í þessum bæ, og selj- um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum vér meiri verzlun en nokkur annar. Vér óskum eftii viðskiftum yðar. f. Brown & Co. 541 Main Str. The LYONS Shoe Company, hefir nú á boðstólum allar tegundir af vetr- ar-flókaskóm, sem þeir selja með kegi a verði en aðrir skósalar hér í bænurn. Verðlisti verður auglýstur síðar. The Lyons Shoe Co. 590 iTIiiin Str. fTrmakari Þórður Jónsson, HlHÍn Str. Beint’á móti rústunum af Manitoba Hotelinu. Bruda i fullri Stærd. / I < T PASSA NU BRUDUNNI. Eitt af síðustu ný- brygðum og áreiðan- leg að þóknast börn- um, Með vorri undraverðu aðferd höfum vér framleitt nijög stóra hand- málaða brúðu. verk- ið er gert af miklum hagieik og iíkist líf- litum. Það er ætlast til að brúðan sé þan- n úit með baðmull, aius og fylgireglurn- ar sýna. Brúðuefnið er úr þykku ‘Sateen’ er m ekki rifnar. Það tes bókstaflega óslít- feta Itn andi. Það er málað að ;eins með olíuraáli sem ekki springur. Með okkar nýja patent eru fæturnir gerðir svo að brúðan stendur einsömul. Brúðan hefir gulibjart hftr. rósratiðar kinnar, blft augu, n&ttúrlega litaðan búk. i.inða sokku og svarta skó. Fritt öllum heÍTn sem selja 6 brúð- ur, sendum vór eina af þessum fagur legu handmáluðu brúðum 33x23 kost- naðarlaust. Koddablæjur. yfir 30 munstur að velja úr, seljastjbæglega fyrir$5.00be«rar þæroru útsaumaðar. Sérhvert liarn **l «kar stóra brúðu, en hvað munu þau segja um brúðu í fullri stærð 50c. send kostnaðarlaust. Einnig brúðu húsbúnaður, stofubúnaður (6 stykki) 35 c. Svefnherbergisbúnaður (3 stykki) 35c send með pósti, burðar- gjaldsfrí. Vér tökum lc. eða 2c. fri merki eða póstávisan. Amei'iotii Art Noveltv Co. 'Jo. 2 W. 14th St. New York.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.