Heimskringla - 08.03.1900, Blaðsíða 2
HEIMSRRINGrLA 8. MARZ 1900.
HeiniHkringla.
PUBIíISHBD BY
The Heifflskringla News í Publishing Go.
Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50
mn árid (fyrirfram borgað). Sent til
fclands (fyrirfram borgað af kaupenle
«m blaðsins hér) $1.00.
Peningar sendist f P. O. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Qrder. Bankaávísanir á aðra banka en í
winnipeg að eins teknar með afföllum
R. I
Itnld winaon,
Editor
Cr. Swanson,
Manager.
Office . 547 Main Street.
P O- BOX 305.
Þjóðeign járnbrauta.
Það ern tiltfilulega fá ár síðan
spursmálið um þjöðein járnbrauta í
Canaða.fðr að verða ofarlega á dag--
skrá. Á barndðmsárum ríkisins var
ekki um slíkt hugsað, landið var
víðáttumikið, dsléttog örðugt yflr-
ferðar og fáment. Samgöngur voru
því illar og ógreiðar og járnbraata-
lagning um bvgðirnar, og síðar um
fylkin, eina ráðið til 1 að bæta þær.
En þetta kostaði ærna peninga og
stjórnmálamennirnir trevstust ekki
að setja landið og inntektir þjóðar-
innar um ókomin ár, í veð fyrir
þeim upphæðum sem þeir vissu að
voru nauðsynlegar til þessað byggja
brautirnar. Þeim var mikil vorkun
á þeim tímum þó þe.r legðu ekki
fjárhyrzlur fylkjanna eða ríkisins í
hætta fyrir fyrirtæki sem engin vissa
var fyrir að gæti borgað sig, og enda
miklar líkur til, eða ef til vil) al-
gerð vissa fyrir að ekki mundi geta
borgað sig um mörg ókomin ár.
Fólkið varð að fjölga, iðnaður og
verzlun að aukast og starfsvið
bændanna að komast á fastan fót
áður en slíkt væri lagt á hættu. Það
ráð var því tekið að bjóða auðfélög-
um sem kynnu að vilja hætta fé sínu
f brautalagningafyrirtæki, Vissan
styrk af almennings fé, til að gera
þeim léttara fyrir með að kljúfa
kostnaðinn við brautalagningarnar.
Stjórnmálamennirnir skildu vel að
slíkur styrkur var gjöf til félaganna
og auðgaði þau svo sem styrknum
svaraði, en það var álitið betra að
tapa fénu og fá brautirnar sem svo
væru eign og á ábyrgð félaganna,
hagur þeirra eða tap var óákveðinn.
En útgjöld þjóðarinnar voru ákveðin,
og því var hægt að gera fyrir þeim
þessar styrkveitingar voru heldur
ekki algert tap, því að auknar sam-
göngur og greiðari flutningar komu
í staðin.
En svo bygðist landið, iðnaður og
verzlun jukust. Eftir því sem fleiri
hendur unnu og eftir því sem hver
hendin vann meira, eftir því óx
auður f landi og framförin varð víð-
tækari og ákveðnari. Þessar styrk-
▼eitingar til járnbrautafélaga í fé og
löndum, varð að hefð, og síðan heflr
það verið að hvenær sem eitthvert
hérað þarfnast járnbrautar, þá er það
fyrsta skilyrðið sem járnbrautafé-
lögin setja, að fá stjórnarstyrk ýmist
í peningum eða löndum eða hvor-
tveggja þetta, og þó að styrkur
þessi sé á yflrborðinu ekki meiri nú
á hverja mílu en hann var fyrr á
dögum, þá er hann í raun réttri
miklu hærri nú en áður, er altaf að
amkast, því að löndin eru að aukast
f verði, eru nú að minsta kostl 200
per. cent hærri f verði en þau voru
fyiir 25 árum, og hver dollar hefir
hækkað tiltölulega f verði á þessu
tfmabili með þvf að kaupþol hans er
nú svo miklu hærra en áður var.
Þar til nú er svo komið að að sam-
anlagður land og peningastyrkur
wm járnbrautafélögin fá frá ríkis- og
fylkjastjórnum, er f mörgum tilfell-
mm svo mikill að hann meira en
borgar allan kostnað við byggingu
brautanna.
að þær eru þess vegna bygðar svo
að segja algerlega á almenning
kostnað, og þvf sama sem gefnar fé-
lögunum.Og f öðru lagi er það kunn-
ugt að eins og land þctta er nú orðið
bygt, borga brautir sig svovel að
arðurinn af starfi þeirra borgar væna
vöxtu, ekki að eins af innstæðu
fénu, heldur og lika af ímynduðu
stofnfé—watered stook—og gerir þá
8tórríka sem eiga eignir sinar í þess
um félögum. Þetta heflr vakið
spurninguna um það hvert nú só
ekki kominn tími tH þess að þjóðin
fari að hafa betri gætnr á járnbrauta
málum sínum. Spurninguna um
það hvort ekki sé réttað aftaka all-
an siyrk til járnbrauta og gera þær
að þjóðeign. Þetta mál hefir vei ið
rætt í ýmsum blöðum landsins um
nokkur ár, og svo hafa röksemd-
irnar með þjóðeign járnbrauta verið
sterkar að sumir af leiðandi mönnum
beggja pól itisku flokkanna hafa gerst
talsmenn þessa máls á þingum og
utan þinga.
I Manitoba heflr málið fengið
svo mikla almenningshylli að con-
servative-flokkurinn setti þjóðeign
járnbrauta á stefnuskrá sína nú um
síðu8tu kosningar. Síðan heflr Hon
Joseph Martin, einn öflugasti af leið
togum liberalflokksins í British Col
umbia, og núverandi stjórnarior-
macur þar, sett þjóðeign járnbrauta
einfi helzta lið í stefnuskrá sína, og
vonar með því að geta unnið næstu
kosningar þar. Hór er því sýnt að
þetta er orðið eitt af helztu stórmál
um þjóðarinnar, og að bæði conserva
tive- og liberalstjórnir þessa vest-
urlands hafa tekið það upp á dag-
skrá, og þó það verði að líkindum
forlög þess, eins og svo margra ann-
ara umbóta mála, að komast ekki í
algerða framkvæmd í nálægri fram-
tíð, þá er það þó búið að festa svo
djúpar rætur í hugum manna, að það
má telja víst að það fái framgang
áður langt Iíður á tuttugustu öldina.
Herkænska Japaníta.
Eftir því sem þjóðinnt hefir orð-
ið þetta ljósara og eftir þvf sem hún
hefir aflað sér meiri og sterkari
sannana fyrir þvf að brautir þessar
eru arðberandi eign, eftir því heflr
sú hugmynd rutt sér betur og betur
tfl rúms f hugum hugsandi manna,
að þær ættu að vera eign þess opin-
bera, en ekki einstaklinga. Þeir
sem eru járnbrautamálum kunnugir
vite: 1. að styrkveitingar til þeirra
eru svo miklarað nægir til að byggja
þær félögunum að koetnaðarlausu og
Mr. Arthur Doisy hélt nýlega
fróðlega ræðu á fundi f Japanítafé-
laginu í Lundúnum. I þeirri ræðu
sagði hann um hcrflota Japaíta á
þessa leið:
“Japanítar eiga að eins eitt lýs-
ingarorð á herflota sínum, það er
orðið “yflrnáttúrlegur”, og þetta
má vel til sanns vegar'* færa þegar
þess er gætt að fyrir 30 árum áttu
Japar að eins 2 herskip, hvortveggja
smá skútur í samanburði við það
sem nú tíðkast, og annað þeirra var
afdankað herskip sem Bandamenn
höfðu átt, en vildu ekki lengur vita
í eigu sinni og seldu það því til
Japan fyrir ærið verð. Nú er her.
floti þeirra eins góður og nokkur
annar herfloti í heimi að afli og
gangi, að allri innrétting og útbún-
aði. En gæði herskipa eru metin
með því að bera saman gang þeirra,
stærðir, stálverjur, fallbyssur og
stærð, þvngd og fjölda þeirra kúlna
sem þau geta skotið á óvinina á
gefnu tímabili,. einnig er tillit tekið
til þess hve miklum kolum þau eyða
á kl.stnnd og ýmislegt þess háttar,
og í ölln þessu eru skip Japana full-
komið ígildi beztu herskipa í heimi.
jafnvel að tölunni eru Japanítar
þeir áttundu f röðinni að ofan, og
eftir 2 ára tíma verða þeir ef til vill
komnir upp f flmta eða jafnvel 4
sæti. Enn fremur má taka fram að
herskip Japana eru öll sniðin eftir
þjóðarinnar sérstöku þörfum, miklu
fremur en skip nokkurrar annarrar
þjóðar. Þau eru óll gerð með sér-
stöku tilliti til þess að gera sem bezt
sitt ætlunarverk. Japanar vita að
bardager þeiara verða allir háðir ná-
lægt heimastöðvunum, og að þess
vegna þurfa þeir ekki að ætla stóran
part skipanna til kolageymslu, en
geta í þess stað notað rúmið fyrir
aukinn bjrssnfjölda. Þeir kannast
við það að hvert það skip sem getur
skotið flestum kúlum og þyngstum f
óvinaskipið, vinnur vaDalega sigur.
en svo er annað og engu minna áríð-
andi málefní 1 sambandi við sjóor-
ustur sem nauðsynlegt er að taka
með í reikninginn. Það eru menn-
irnir. Það má segja um sjóliðsmenn
Japana, að þeir eru al-fullkomnir.
Foringjar þeirra eru ágætlega lærðir
í list sinni, eins og þeir sýndu í ó-
íriðnum við Kfnverja fyrir fáum ár-
om. Ég bef peraónulega^þekkingu
á þessu sfðan 1893. Japanítar hafa
háskóla á Etajimaeyjunni þar sem
þeir kenna sjóherkænsku og æfa for-
ingjaefni sín og gera þau fullmma
áður en þeir senda þá í embætti á
herskipum sfnum. Ég ætla ekki að
lýsa kenslunni á skóla þessum, en að
eins benda áað einn af allra frægustu
sjóliðsforingjum Rússa lét nýlega
Ijósi aðdáun sfna á skólanum með
því að segja að hann væri sönn fyr
irmynd allra slíkra skóla í heimi og
svo fullkominn að maður gæti ekki
hugsað sér betri skóla. Þar eru að
jafnaði um svo hundruðum skiftir
ungra hraustra manna frá 15 til 20
ára að aldri. Þeir eru úrval þjóðar-
innar að h'kamsatgerfi og sálar hæfi-
leikum og þeim er nákvæmlega
kent alt hugsanlegt sem getur kom-
ið fvrir f sjóhernaði og í sambandi
við hann. Alu er útbúið í þessum
skóla eíns og það væri um borð á
bezta herskipi og ég hef hvergi á
æfl minni séð betri útbúnað eða
mannvænlegra lið en þar. Yflr.
maðurinn gaf eitt skipunarorð. og
samstundis voru 120 námsmenn
komnir að byssunum og allir teknir
að vinna innan- 28 sekúnta frá þvf
skipunin var gefln. Enginn talaði
orð og það var alt með svo mikilli
reglu að ég hef hvergi séð betri og
sjaldan jafngóða. Allar þeirra her-
æfingar voru þær fullkomnustu og
beztu sem ég hef nokkurntíma séð,
og hef ég þó um mörg ár vanist
þessu starfi. Skjótræðið, reglusemin
og réttverknaðurinn sem yfirgnæfði
öllum æfingahreifingum þessara
manna var svo mikil að engin þjóð í
heimi gæti gert það betur og engir
eins vel, nema ef vera skyldi Englar
og Ameríkumenn.
San\a má segja um landherinn,
þar er alt á bezta og fullkomnasta
stígi. Eg hef séð allrr þeirra land-
æfingar og ég get ekki lýst aðdáun
minni á þeim, þær eru allar eins og
þær væru gerðar með maskínu en
ekki mönnum. Það var sama hvað
það var, ðrðugustu æflngar og þær
sem útheimta mesta þekkingu, voru
allar gerðar jafn liðlega og vel.
Allur útbúuaður þeirra var nýr og að
öilu leyti við hæfl hermannanna.
ÖII þeirra vopnabúr eru svo fullkom-
in sem frekast er hugsanlegt að orð-
ið geti. Japanar eru undraverðir
menn, og allur þeirra herútbúnaður
og þekking þeirra á því hvernig
hann á að notast til þess að veaða ó
vinunum að mesta tjóni er á hæsta
stigi undra og aðdáunarvert.
er stórgáfaður mentamaður, með háar
hugsjónir og ljósar skoðanir á málum.
og sann-frjálslyndur í anda. En sá
þykir galli á honum, að hann er ófáan*
legur til að fylgja fram nokkru öðru en
því sem hann sjálfur álítur rétt að
vera, án tillits til þess hvort það sé
flokki hans þóknanlegt eða ekki. Mr.
Courtney hefir setið mörg ár i brezka
þinginu, og þáttur sá sem hann hefir
tekið í þjóðmálum, hefir vakið athygli
þjóðariunar á honum sem stjórnmála-
roanni. f>að er hann sem allra manna
mest hefir barist fyrir því á Englandi,
að kvennfólk fengi jafnrétti við karl
menn, ekki að eins kosningaréttinn,
heldur einnig kjörgeugi. Honum er
það að þakka, að konur eiga nú kost á
að sækja um og verða kosnar í fulltrúa-
stöðu í borga- héraðsmálum á Eng-
landi. Pyrir 2 árum barðist hann fyrir
því að Bretar hættu að hugsa um að
auka útlendur sínar i Egyptalandi og
að þeir kölluðu allan herafla sinn þaðán.
heim til Englands. Það var hann sern
manna mestámælti Jameson upphlaup
inu fyrir nokkrurn árum í Transvaal
sem röngu og hegningarverðu. Hann
er einn af mestu mælskumönnum
Englandi, og er kallaður “Cato” þings
ins. Það er talið víst að hann hefði
orðið kosinn þingforseti 1895, ef mælsku
hæfileikar hana hefðu ekki gert tíokkn
um ómögulegt að tapa fylgi hans frá
þingbekknum. Þegar hann stundaði
nám við háskálann, var hann jafnan
fyrstur sambekkinga sinna í Cambridge
og siðar (1872—’75) kendi hann pólitiska
hagfræði við London-háskólann. Sið
ar var íiann einn af ritstjórum blaðsins
LondonTimes. Þingmaður hefir hann
verið siðan 1876. Hann er nú 68 ára
gamall.
Askdals.
“Athugasemdir“
Herra ritstj. Hkr.
í blaði yðar, dags. 22. f. m.. er grein-
L. H. Courtney.
Það hefir legið f loftinu jafnan síð-
an gamli Gladstone dó, að Liberalflokk-
urinn á Englandi væri að mestu leyti
höfuðlaus her. Lord Roseberry, sem
fyrir margra hluta sakir er talinn
manna hæfastur til að takast á hendur
formensku flokksins, hefir á siðari ár
um snúist svo á móti viðtekinni stefsu
flokksins, að mjög þykir tvisýnt hve
lengi hann heldur við flokkinn, Þetta
kom fyrst í ljós, þegar hann sagði af
sér formenskunni fyrir fáum árum
Síðan hefir hann fjarlægst flokkinn svo
að það er ekki lengur reiknað upp á
hann sem öruggann fylgísmann og þvi
siður sem leiðtoga. — Mr. John Mor-
ley er af mörgum talinn liklegur til for-
ingja. En hann þykir of hægur og
heimspekilegur í hugsunum, til þess
að hann geti náð almennings hylli sem
flokksforingi. Honum er gjarnara að
grúska í bókmentum. en pólitik, og
þykir það galli á honum sem leiðtoga.
— Campbell Bannermann, núverandi
leiðtogi flokksins í þinginu, hefir ekki
náð þeirri hylli og tiltrú flokksmanna
sinna, sem geti trygt honum formanns
sætið til framtfðar. Hann þykir ólipur
og illa fallinn til að laða flokkinn að
sér, og Liberalflokkurinn örvæntir um
sigur við næstu almennar kosningar á
Englandi með hann í broddi fylkingar.
En undir góðum leiðtoga, sem hefði al-
menna hylli Liberalflokksins, er talið
líklegt að hægt muni verða að velta
Salisbury lávaði úr völdum; þvi hægt
muni að gera aðfinningnr við stjórn
hans á Afriku-striðinu, kostnaðinn við
það og mannslffin, sem tapast hafa, svo
fskyggilegtí augum almennings að það
geti riðið stjórn hans að fullu.
Ýmislegt virðist benda á að Leon-
ard Henry Courtney verði bráðlega til-
kvaddur að leiða Liberslflokkinn til
sigurs í næstu'kosningarimmu. Haan
arkorn eftir hr. S. M. S. Askdal í Min-
neota, “athugasemd” yið safn til land
námssögu ísl. i Vesturheimi, að því er
snertir “landnámssögu ísl. i Minne-
sota”, nú i þessa árs almanaki mínu.
Leyfið mér að fara nokkrum orðum um
grein þessa.
Innihaldi athugasemdanna skifti ég
til hægðarauka i þrjá kafla. Fyrsti
kaflinn inniheldur almenn stóryrði og
gifurmæli, hverju prúðmenni frekar ó-
samboðin. Slíkt lýsir einungis ment-
unarskorti og ofsafengnum geðsmun-
um hjá höf., en hefir enga almenna þýð
ingu. Fer ég því engum orðum um
þann kafla. Annar kaflinn inniheld
ur mótmæli gegn nokkrum sögulegum
atriðum í söguþættinum, sem hneyksl-
að hefir hinn háttvirta höf. Og hneyks-
unarhellurnar eru þetta: 1) upptal
stofnenda “Verzlunarfélags íslendinga
2) Hverjir verið hafi mestir smiðir í
Minnesota, 3) það sem sagt er um skóla
göngu ísl. í Minnesota.
Um 1. atriðið skalég segja það eitt
að i almanakinu eru nafngreindir sjö
menn sem frumkvöðlar verzlunarfélags
myndunarinnar, og svo sagt “og fleiri”.
Þetta atriði er haft eftir einum hinum
elzta innbyggja Minneotabæjar, sem
manna kunnugastur var þeim sökum.
Hina hefði auðvitað verið saklaust að
nafngreina, og eftir þvi sem mér nú er
sagt hefði verið full ástæða að nafn
greina í þvi sambandi hr. S M. S. Ásk-
dal, sem líka skal gert verða, þegar
þetta. “safn” verður gefið út i einni
heild síðar meir.
Um 2. atriðiðskal ég segja það, að
það er haft eftir kunnugum mönnum,
að þeir Kristján Schram og Pétur Pét-
ursson hefðu verið mestir byggingar-
meistarar þar i nýlendunni, einna mest
lægi þar eftir þá af smiðum. Alls ekk-
ert skal ég deila um það við hr. Askdal
hver þar sé nú mestur smiður. Getur
vel verið að það sé Sigurgeir Loftsson,
eins og höf. “Ath.” segir. En eftir því
sem mér er nú sagt er Sigurg. Loftsson
þessi rúmlega tvitugur unglingur, sem
nú stundar verzlunarfræðisnám við
Gustavus Adolphus College í St. Peter.
Minn. Mér er sagt hann sé sérlegur
myndarmaður til handanna. En að
hann, unglingurinn rúmlega tvitugur,
haftveríð með mestu byggingaraeistur-
um á þeim 20— 80 árum. sem um ræðir
finst mér naumast geti komið til nokk,
urra mála, og að því leyti só óþarfi að
fetta fingur út i það, sem í almanakinu
stendur. En aftur á móti hefi ég kom-
ist að því, síðan þetta “safn” í alman-
akinu var samið, að föður þessa sveins,
Loft sál. Jónasson (d. 1892) hefði átt að
telja með mestu smiðunum. í stærra
og nákvæmara yfirliti hefði líka mátt
nafngreina fleiri smiði, svo sem eins og
hr. S. M. S. Askdal sjálfan.
Og svo 8. atriðið. I almanakinu
stendur, að nokkrir ísl. i Minnesota
hefðu stundað nám á “æðri mentastofn
unum”, Með “æðri mentastofnunum”
er auðvitað meint, þær stofnamr, sem
kallaðar eru College (lærðraskóli, lat-
ínuskóli), eða University (haskóli). 8vo
eru taidir upp allir. sem útskrifast hafa
af slikum “æðri skólum”. Naumast
held ég hægt sé að ætlast tál að í jafn
stuttu ágripí og þvf sem almanakið
rúmar, séu taldir upp allir þeir ungling
ar, sem gengið hafa t. d. á hærri al-
þýðuskólana (High Schools—sem aldrei
má kalla háskóla á islenzku), eða aðra
millibilsskóla. Að sönnu er þar ekki
talinn séra Pétur (Þorkelsson) Johnson,
Congregazionalista-presturinn íslenzki,
þó hann i æsku ætti heima i Marshall,
hjá móður sinni, sem nú býr í TFater-
town i Suður Dakota. því hann getur
naumast talist til ísl.skólamannanna í
Minnesota, því hann fékk alla æðri
skólamentun sína utan þess ríkis (við
Tabo College og Yale University) og
hefir ekkert verið meðal íslendinga.
Hans saga verður að kotna sérstök, á-
samt sögu ýmsra annara Islendinga, er
eins stendur á með. Ekki heldur eru
þeir taldir, sem nú eru á æðri skólum,
enekki hafa lokið námi. Þeir koma
vonandi tíl sögunnar síðar.
Og svo Ioks síðasti kafli Þessara
“Athugasemda”, hin mjög svo frum-
lega kenning um það, hvernig semja
eigi sögu, sem er á þann hátt, að “setja
nefnd í málið”, kalla svo til allsherjar
fundar, lesa upp “frumvarpið” fyrir
öllum lýð og fá samþykki allra. Mik-
ið tjón er það fyrir hinn mentaða heim
að þessi tillaga kom ekki fyrr fram,
svo þeir hefðu getað hagnýtt sér hana.
svo sem eins og gamli Snorri Sturlu-
son og fleiri söguritarar, sem ekki gáðu
að að lesa “frumvörp” sín fyrir alþýðu,
áður en þeir létu þau frá sér fara. Mér
lizt að tnörgu leyti vel á þessa tillögu.
Nokkrir örðttgleikar kunna þó að vera
henni samfara, svo sem eins og það, að
safna saman öllum hinum lifandi og
uppvekja hina dauðu, sem hlut eiga að
máli. Svo maður nú sleppi smámun-
unum, eins og því, að hugsast gæti að
menn kæini sér ekki saman ura “frum-
varpið” þegar til kæmi. Hætt við því
t. d., að einhverjir yrðu til að finna
því það til foráttu, að þeir sæu þar
ekki “nafnið sitt á prenti”. Samt lízt
mér, sem sagt, allvel á tillöguna. og
ég vil leyfa mér að beina henni í prakt-
íska átt, þannig: Fréttaritarar blaða
eru söguritarar, rita sögu sinnar býgð-
at jafnóðutn og hún gerist. Það er
jafn-áríðandi, að þeir segi satt og óhlut-
drægt frá, eins og þeir, sem síðar safna
öllutn söguatriðunum saman í eitt safn,
seinja sögu. Nú vil ég leggja það til.
að fréttaritarar blaða vorra taki upp
þessa nýju aðferð, sem hr, Askdal
kennir, að boða þing, og lesa “frum:
uörp” sin áður en þeir senda blöðun-
um sögur sínar. En — íslendingar í
Minneota! blessaðir brosið þiðnú ekki,
þegar hr. Askdal boðar yður tii þings,
til að hlusta á “frumvörp” sín af nú-
tíðarsögu yðar, og umfram alt, breytið
ekki “frumvarpinu” mikið hjá honum,
þvf þá er hætt við að fréttagreinirnar
verði enn þá lausalopalegri, en orð
leikur á að þær nú séu.
Að endingu skal ég taka það fram,
að söguþættirnir í almanaki mínu eru
að eins “safn” til sögu. eins og fyrir-
sögnin fyrir þessum þáttum ber með
sér, en ekki sagan fullskráð. Eg er að
leitast við að safna gögnum til undir
búnings fyrir samning'landnámssögu
Vestur- íslendinga síðar meir. Kaflar
þessir, sem koma í almanakinu ár frá
ári, eru enganveginn fullkomnir, og
ég held áfram að safna eins fyrir það.
Þannig hefi ég von um að geta feng-
ig allmikinn viðauka við söguþátt
Nýja Islands, sem var í almanakinu
fyrir árið sem leið, og reyni að safna
eins í Minnesota og annarstaðar, þó
þessir kaflar séu komnir til sýnis.
jafnlitlu riti, setn almanakið er, geta
menn ekki búist við að frá öllu só
sagt. Ég er einkar þakklátur öllum
góðum mönnum, sem styðja mig í þess-
ari viðleitni og leiðrétta með bróðurhug
það sem hjá mér kann að vera rang-
hermt. En á hinn bóginn vildi óg af-
biðja frekju og illkvitni óhlutvandra
manna.
TFinnipeg, 5. Marz 1900.
Ólafur 8. Thorgeirsaon.
Mormónskur Indíáni.
Indíáninn Conquering Bear (Bani
bj'arnar) “konungur” Sioux-Indíána
í Suður-Dakota, sem nýlega féll út
af eimlest f Omaha, og beið bana af,
var grafinn í Pine Ridge að við-
stöddum 6 ekkjum hins látna og 123
börnum og barnabörnum hans. Er
það hin margmennasta fjöiskylda,
sem nokkur Indíáni heflr átt, svo
kunnugt sé. Áilur hópurinn fylgdi
líkinu til grafar og höfðu ekkjurnar
litað andlit sín kolsvört til merkis
um sorg sína og virðingu fyrir hin-
um framliðna ektamaka. Yflr höfuð
var jarðarförin hin fjölmennasta er
fram hetír farið á þeim stöðvum.
Conquering Bear var fyrrum
einn af hetjum (“a brave” eins og
Indíánar vanal. kalla ófyrirleitna
bardagaseggi sína) I liði hins al-
þekta fyrirliða Old Roman Nose
(gamalt rómverskt nef) og tók þátt I
öllum orubtnm þeim er háðar hafa
verið gegrt Sioux Indíánum á síðast-
liðinni hálfri öld. Þegarslysið vildi
til var Conquering Bear I þjónustu-
ferð fyrir Omaha-sýninguna, og
sendi sýningarnefndin peningaávls-
an til “ekku” hans þegar eftir
dauðsfallíð, en nú hafa sex ekkjur (
staðin fyrir eina, gert kröfu til fjárs-
ins, og er mál það enn óútkljáð.
The Bankrupt
Stock Buying
Company.
565 «<j 567 Hain Str.
Næstu dyr fyrir sunnan Brunswick.
Yér erum
sífelt á
undan
öðrum
Vér höfum keypt fyrir peninga
út í hönd beilt verksmiðju-
upplag af karlmanna “Don-
gola” skóm með tvennu
iagi. Þ ; ð eru mjög rúm-
góðir skór Vér bjóðum þá
til sölu þessa viku.
Eitt þúsund og firnm
hundruð pör af ágæt-
um fínum “Dongola”
sKóm, vanaverð $2.50
Vér seljum þá fyrir
$1.35 hvert par.
Einnig bjóðum vér þessa
viku 400 “FJeece” fóðrað-
an nærfatnað fyrir 90 cents
hvern nærfatnað Vana-
verðið á þeim er $1,50
800 ullar-nærfatnaði
fyrir $1.00 hvern. þeir
eru $1.75 virði. — Vér
höfum einnig nokkra
al-ullar utanhafnar-
fatnaði sem vér bjóð-
um fyrir $3.95. Vana-
verð þeirra er $8.00.
75 Alfatnaðir úr skozk*.
▼aðmáli Vanaverð þeirra
er $L2—$15 Vér bjóðunt
þá fyrir $6,00 hvern alfato-
að Vér höfum þá af ölluia
stærðum, það borgar sig
fyrir yðurað skoða varning
okkar Þér getið sparað
yður mikla peninga með
því að kaupa hjá oss
Allar vörur sem þér
kaupið hjá okkur get-
ið þér komið með aft-
ur og fengið peninga
yðar ef yður líka þær
ekki. Munið þetta.
The Bankrupt
Stock Buying
Company.
565 Maln St.,
■mm—-----Cor. Rupert St.
Komið með Heimskringlu