Heimskringla - 22.03.1900, Qupperneq 1
XIV. ÁR
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Sagt er að Ottawastjórnin hugsi til
að halda næstu Dominion-kosningar
innan fArra yikna. Það «etur ekki orð-
ið mjöfj iangt, þar til þær farafram.
Þess vesna ættu Conservatívar að vera
viðbúnir hvenær sem kallið kemur.
Það er lítill efi á því að Laurierstjórnin
fellur við næstu kosninnar, hvrenær sem
þær verða látnar fara fram.
Hon. Joseph Martin segir að al-
mennar fylkiskosninpar í British Col-
umbia verði látnar fara fram í byrjun
Júnímán. næstkomandi.
Bretar hafa mist 16,000 manna í
Transvaal8tríðinu upp að þessum tima.
Standard Od-félagið hefir á síðasta
ári borgað hluthöfum 20% ágóða af
hlutum þeirra í félaginu. Gróði félags-
ins á árinu var 23 milíónir dollara.
Þing Norðvesturhéraðanna í Re-
gina kemur einnig saman 29. þ. m.
Blaðið Vancouver Province segir
að Joseph Martin láti þess getið, að
hann sé algerlega á móti Liberalstjórn-
Ínni i Ottawa. og að hann muni gera
alt sem í hans valdi stendur til þess að
fella'hana við næstu Dominion-kosn-
ingar.
Ontario-þingið hefir til umræðu
•tjórnarfrumvarp um gerðardóm í deilu
málum milli einkaleyfisfélaga og verka
manna þeirra. Stjórnin heldur þvi
fram að slikir gerðardómar séu nauð-
synlegir, og að það sé réttlætanlegt að
■tjórnin skerist í leikinn i svona raál-
um, þar sem þau félög eiga hlut að
m&li, sem halda einkaleyfum sínum fri
almenningi, og af því að verkföll koma
fbága við þægindi og hagsmuni al-
mennings.
Bóluveikin gengur áreiðanlega hér
í landi. Hennar hefir orðið vort i Min-
neapolis ofi Washington-ríkinu. Enn
fremur í Quebec og Ontario fylkinu. 26
bólusjukir menn eru nú í Ontario.
Höfðu þeir allir nema einn tekið sýk
ina frá Bandaríkjunum. Engin hætta
er talin á að sýkin muni útbreiðast. En
fólki er samt ráðlagt að láta bólusetj-
ast.
Mikilvæg uppfynding. Brunavarn-
ar aðferð (fire proofing process) hefir
verið fundinn, sem varnar því, að timb
ur geti brunuið. Með aðferð þessari er
allur safi dreginn úr viðnum, og er til
þess notað bæði gufa og rafmagn. Sið-
an er borin á viðin einhver efnafræðis-
leg efni og varna þau því að hann geti
brunnið, þó eldur leiki um hann í heil-
an sólarhring.
Það var nýlega gerð tilraun með
þessa aðferð. Dálítið timburhús var
bygt á stórum þar til gerðum barða, og
hann svo dreirinn út á vatn. Síðan var
hlaðið hefilspónum og öðrum eldfimum
efnum við hliðar hússins og inni í því
við vevgi þess. Svo var talsverðu af
steinolíu helt í þessar spónahrúgur og
kveikt í öllu saman. Húsið stóo í
björtu báli i 4 klukkustundir, og hitinn
var svo mikill, rúðuglerið í gluggunum
briðnaði, en húsið stóð óskaddað eftir.
—Það er sagt að Bretar, Rússar, Frakk
ar og Bandamenn, hafi svona tilgerðan
við í skilrúm og annað í herskipum sfn-
um og gefist það vel. Efni það sem
notað er til þess að gera viðina eld-
verjanlega er enn þá sagt að vera svo
dýrt að almenningur geti ekki haft
þess not. En búast má við að ekki líði
mörg ár áður en einhver aðferð finst til
að gera það svo ódýrt að það geti orðið
að almennum notum.
Herfréttir síðan 15. þ. m. hafa ver-
ið Bretum mjög f vil. Hafa þeir náð
algerðum yfirráðum yfir Natalhéraðinu
Einnig hafa þeir Jagt Orange Free
State undir sig. Höfuðstaður þess rik-
is er Bloemfontein, og er þar aðseturs-
staður forseta lýðveldisins. Þá borg
tóku Bretar 13. þ. m. Steyn forseti
hafði flúið úr borginni þegar ‘haun sá
að hún yrði að gefast upp. Hann lagði
leið sína norðaustur til Kronstadt, en
aðrir höfðingjar borgarinnar héldu á
fund Roberts herstjóra, sem þá var
með lið sitt 2 mílur frá borginni. Þar
afhentu þeir Gen. Roberts lyltlana að
borginni — að öllum opinberum bygg-
ingum hennar, og báðu um vernd hans
fyrir borgarlýð allan, sérstaklega fyrir
konur og börn. Herforingi Breta hóf
þá innreið sína í borgina með öllu sinu
liði, og var sú lest yfir milu á lengd.
Herforingjanum var hlýlega fagnað og
Heimsknngla.
WINNIPEG, MANITOBA 22. MARZ 1900.
Nr 24.
gleðióp fólksins gengu nálega fram úr
hófi. Bretar hófu þá brezka fánann á
allar opinberar byggingar og forseta-
höllina. og tilkyntu með því öllum
landslýð, að frá þeirri stundu væri
Orange Fiíe State lýðveldið i Suður-
Afríku algerð eign Breta og undir yfir-
ráðum þeirra. Svo er sagt að innlend-
ir hermenn þar hafi rænt miklu af eign-
um íbúanna i Bloomfontain. En Ro-
berts fyrsta verk var að láta þá skila
öllu ráninu aftur til þeirra sem rændir
höfðu verið. Roberts hélt síðan ræðu
yfir möunum sínum, og hét þeim því,
að hann skyldi leiða þá inn í Fretoria
áður en þeir sneru heimleiðis aftur,
Það er nú búist við að ekki líði maigar
vikur þar til Bretar reti leitt stríðið til
lykta, þar sem þeir eiga nú að eins eft-
ir að vinna Transvaal lýðveldið, Bretar
á Englandi og í nýlendum þeirra
kunna sér ekki læti fyrir fögnuði yfir
þessum stórsigri Breta, og flestum
kemur saman um, að þegar Búar viti
að Orange Free State er fríviljulega
gengið á vald Breta, þá muni Búar
gefast upp heima. En gamli Kruger
segir brezka fánann aldrei skulu blakta
yfir Pretoria. Annars hefir hann sent
Bretum friðarboð og fengið Bandaríkja-
stjórn til að bjóða mllligöngu sína til
sætta. Én Salisbury lávarður svaraði
að Bretar æiluðu sér að gera einir út
um ófrið þenna. og þar við situr.
Falspeningasláttuflokkur sá, sem
unnið hefir að sláttu falspeninga í Ont-
ario i síðastl nokkra mánuði, voru fyr-
ir dómi í Woodstock, Ont., fundnir sek.
ir og flokkmenn dæmdir í 5 ára fangelsi
hver.
Glen Campbell, frá Dauphin kom
til baka úr 2 ára ferð til Yukon lands-
ins á fimtudaginn var. Hann hafði far-
ið Edmonton leiðina og lét mjög illa af
henni.
Strathcona riddar&herdeildin sigldi
frá Halifax þann 16. þ. m. í viðurvist
mesta mannfjölda. Um 20,000 flykust
saman i Montrei 1 til as sjá herdeild
þessa þegar hún fór þar um borgina-
Þar var þeim haldin mikil veizla og
skílnaðarræður fluttar. Menn vænta
hins bezta af þessari deild. með því að
það hefir nú verið sýnt að Canadamenn
hafa reynst með þeim allra beztu i her
Breta.
Sannar skýrslur, búnar til af járn-
brautnstjórnum í Bandaríkjum, sýna
að rúm 14,000 menn hafa flutt þaöan
inn í Canada á síðastl. ári. Það er á-
ætlað að 75,000 manna muni flytja til
Canada frá Bandaríkjum á þessu ári.
Er áætlun þessi sögð bygð á áreiðan-
legum skýrslum umboðsmanna viðs-
vegar i Bandaríkjum, sem sérstaklega
eru settir til að hafa eftirlit með útflutn
ingum þaðan og hafa þegar útbúið lista
hver i sínu by.ðarlaci yfir nöfu þeirra
sem ákveðnir eru að flytja til Canada.
Sendinefnd frá N.-ísl.
vatni nálægt mótunum á Totvnship
19 og 18 í 4 röð austur, rétt sunnan
við suðurtakmörk nýlendunnar, um
10 mílur frá Gimlibæ. Mr. Green-
waý hafði lofað styrk til brautarinn-
ar frá Toulon til Gimli og nýlendu-
búar höfðu vonað að hún yrði bygð á
síðastl. ári. Kvaðst nefndin skyldi
finna fylkisstjórnina að máli og biðja
hana að leita samninga við félagið
og veita því þann styrk sem nauð-
synlegur kynni að verða til þess að
félagið sæi sér fært að byggja braut
að Gimli tafarlaust. Með því að
fólkið sem nú væri búið að búa þar í
nálega fjórðung aldar, 60 mílur frá
járnbraut, væri farið að verða leitt á
biðinni, og væri mjög umhugað um
an hin uppvaxandi kynslóð þyrfti
ekki að búa við sömu örðugleikana
sem hinir fyrstu landnemar höfðu
orðið að þola.
Mr. White svaraði að félagið
hefði ekki í hyggju að framlengja
Toulonbrautina að svo stöddu, en
það hefði látið mæla út og fyrirhug-
að að byggja I beina línu frá Selkirk
niðurað suðurenda Winnipegvatns.
Með þessu hefði það ekki verið hug-
sjón félagsins að byggja upp Gimli-
bæ, heldur ætti braut þessi að vera
til þess að veita Winnipegbúum bein-
an og fljótfarinn veg niður að vatn-
inu á sumrin, þar sem þeir gætu
andað að sér hreinu lofti og notið
svalans af vatninu. Hugmyndin
væri að veita fólkinu ónýra og fijóta
ferð til vatnsins, svo að það gæti
farið og komið til baka á sama sól-
arhring og komist hvora leið á 1| til
kl.stundum. Hann kvað enga
vissu fyrir því að félagið bygði brant
þessa í sumar, það væri algerlega
komið uudir áætlun félagsins um
það hvort ínntektir þess frá baaut-
inni yrðu svo miklar að það áliti sér
fært að ráðast í fyrirtækið. Ekki
heldur gæti hann ákveðið að brautin
yrði bygð í surnar þó að fylkisstjórn-
in veitti félaginu þann vanalega
mílu styrk, en hann bað nefndina að
lofa sér að vita svar stjórnarinnar
straxog hún hefði haft fund með
henni.
Svo á mftnudaginn bafði nefndin
fund með þeim stjórnarformanni
Macdonald og Dr.McFadden,ráðgjafa
opinberra-verka og lagði mál sitt
fyrir þá. Hra. Eagert Jóhannsson
lagði fram skriflegar upplýsingar
um héraðið og ástand þess og fram-
tíðar möguleika, ef braut fengist.
síðan héldu þeir, E. Jóhannson, capt.
C. Paulson og B. B. Olson stuttar, en
Ijósar ræður málinu til skýringar og
lögðu að ráðgjöfunum að gera alt
sem í þeiraa valdi stæði að hrinda
málinu í vænlegt horf.
Á laugardaginn var, kom hing
að til bæjarins 9 manna sendinefnd
úr Gimli sveit til að ræða við yfir-
menn C. P. R. félagsins og fylkis.
stjórnina um lagning járnbrautar
til Gimlibæjar. Nefnd þessa skip-
uðu þeir herrar capt. Christian Paul-
son, kaupm. Björn B. Olsson, Beni
dikt Frímannsson, Gísli Sveinsson og
Jón Pétursson frá Gimli. Eggert
Jóhanson, S.Sigurbjörnsson og Bjarni
Pétursson frá Árnes. Jóseph Skapta-
son frá Hnausum og Bergthór Thórð
arson frá Hekla. 4 aðrir nýlendu-
menn voru kosnir í þessa nefnd, það
voru þeir herrar Jóhunnes Magnús-
son, oddviti Gimlisveitar, frá Árnes,
og kaupm- Jóhannes Sigurðsson frá
Hnausum, Pétur Bjarnason frá ísa
foldog Jóhann Straumfjörð frá Hekla.
En vegna veikinda og annara ófyrir
sjáanlegra tálmana gátu þeir, þegar
til kom, ekki tekisf ferðina hingað á
hendur, og urðu því félagar þeirra
að koma fram fyrir stjórnina fálið-
aðri en æskilegt hefði verið.
Nefnd þessi fann Mr. lUhite,
formann C. P. R. félagsins hér, að
máli strax á laugardaginn og tjáði
honum erindi sitt ljóst oggreinilega
kvað það vera eindreginn vilja manna
I Gimlisveit að braut fengist inn I ný-
lenduna strax á þessu ári, annað
hvort frá Toulon að vestan eða frá
fyrirhugaðri endastöð brautar þeirr
ar sem félagið hefir látið mæla út frá
TUest Selkirk niður að winnipeg
hann skyldi gera alt sem hann gæti
til að hlynna að málinu, og sama
kvað hann meðbræður sína í ráða-
neytinu mundu gera; Hann kvað
sér skyldi vera ánægja í því að geta
ferðast til Gimli með járnbrautarlest
á 25 ára afmæii bygðarinnar á næsta
hausti. Hann kvað stjórnina mundi
vinna að því að svo gæti orðið.
Þá fóru nefndarmenn rakleiðis
niðuar á C. P. R. vagnstöðvarnar og
fundu Mr. White, og tjáðu honum
andsvör stjórnarinnar- Mr. Eggert
Jóhannson lagði þá fram skrifiegar
upplýsingar um héraðið og áætlun
um flutninga með brautinni ef hún
yrði lögð alla léið inn í Gimlibæ.
Mr. White þakkaði fyrir þessar
upplýsingar. Hann kvaðst skyldi
gerá alt.sem í hans valdi stæði til að
komast að viðunanlegum samning-
um við stjórnina, svo að óskir nefnd-
armanna gætu orðið uppfyltar, skyldi
hann leggja málið fyrir aðalstjórn-
endur félagsins í Montreal, láta síð-
an nefndina vita hvað þeir herrar
þar eystra afréðu að gera, sjálfur
kvaðst hann óska að ferð nefndar-
innar hingað til bæjarins í þetta sinn,
mætti bera tilætlaðan árangur.—
Nefndarmenn héldu heimleiðis á
þriðjudaginn var.
Eins og lesendur sjá, þá fékk
nefndin ekkert ákveðið loforð um
það, hvorki hjá stjórninni né félag
inu, að braut skyldi lögð að Gimli.
En eigi að síður hefir nefndin orkað
því, að bæði stjórnin og félagið við-
urkennir þörflna á braut að Gimli og
báðir málsaðilar hafa lofað að koma
saman og ræða málið, og reyna að
kornast að þeim samningum er tryggi
það að félagið leggi braut þessa alla
leið að Gimli strax á næsta sumri.
Stephan G. Stephansson.
“Á ferð og flugi.”
Stjórnarformaður Macdonald
kvað nefndarmenn hafa lagt mál
sitt vel og skörulega fram. Ilann
viðurkendi að þeir hefðu góðan mál-
stað, Islendingar hefðu í fyrstu tek
ið land þar í óbygðum og gert það
að blómlegri sveit. Þeir hefðu því
fylsta rétt til þess að biðja um og
vonast eftir að stjórnin sinti máli
þeirra og legði kapp á að braut yrði
bráðlega lögð inn f héraðið. En
vegna þess að hann hefði ekki fyrir-
fram vitað um prindi þeirra, þá gæti
hann ekkert ákveðið svar gefið þeirn
um það, hvert stjórn sinni tækist að
komast að þeitn samningum við C-
P. R. félagið sem gæti trygt þeim
brautina að Gimli á næstð hausti.
En því kvaðst hann lofa þeim að
taka mál þetta strax til umræðu við
Mr. White, umsjónarmann félagsins
hér, og skyldi hann gera alt setn í
sínu valdi stæði til þess að komast
að samningum við félag hans, svo
að brautin gæti orðið lögð niður að
Gimli á næsta hausti ef mögulegt
væri. Hann kvaðst við því búinn.
að gera svo sæmilega saraninga við
félagið sem að sinu áliti ætti að
tryggja brautina að Gimli á næsta
hausti.
Mr. McFadden, ráðgjafi opin
berraverka, þakkaði nefnarmönnum
fyrir þann áhuga sem þeir höfðu
sýnt í þessu máli og þær upplýsingar
sem þeir höfðu gefið stjórninni, hann
fullvissaði nefndarmenn um þa4, að
The Home Life Association
of Canada.
Incorporated by special act of Parliament.
Hon. R. HARCOURT, A. J. PATTISON, Esq,
President. Gen. Manajier.
'Höfuðstóll—ein millíón dollars."
Yfir fjögur hundruð þúsund dollars af höfuðstól HOME LIFE félapsins
hafa leiðandt verzlunar-rnenta og peninga-menn í Manitoba og Norðvestur-
landinu keypt. HOME LIFE hefir þessvegna meira afl A bak við sig í Mani-
toba og Norðvesturlandinu en nokkurt annað lífsábyrgðarfélag.
Lífsábyrgðarskýrteini HOME LIFE eru af öllum er sjá þau álitin að vera
hin fullkomnustu lifsábyrgðarskýrteini, er nokkru sinni hafa boðist,
Þau eru skírt prentuð, auðskilin, laus við tvíræð orð. Dánarkröfvir borg-
aðar samstundis og sannanir um dauða félagslima hafa borist félaginu. Þau
eru órnótmælanleg eftir eitt ár.
Oll skýrteini félagsins hafa ákveðið peningaverðmæti eftir 3 ár, og eru pen
ingar lánaðir út á þau með betri skilmálum en nokkurt annað lífsábyrgðai félag
býður.
Leitið upplýsinga um félagið og ábyrgðarfyrirkomulag þess hjá
W. H. WHITE, ARNI EGGERTSSON,
MANAGBR.
.Ilclntyre Itlock.
Winnipcg.
GENERAL AGENT. '
P. O Itox 845.
Kvæðabálkur þessi er gefinn út í
Reykjavík afherraJóni Ólafssyni, nú
í ár. Hann er i 8 blaða broti, og te.ur
64 blaðsíður. Verð 50 cents í kápu hér
vestanhafs. Ytri frágangur þessa kvers
er þannig : Pappír góður og sterkur,
“móskotinn” á lit. Prentun dágóð.
Leturbreytingar miklar, og víðast ó
þarfar.
Stafsetningin í ýmsum atriðum er
að eins samkvæm höf. sjálfum, en alls
ekki vei'ju og málfræðisreglum ís-
lenzkrar tungu. Hann hefir gert vesa-
liugs xið útlægt úr móðurmálina, en
byggir óðöl þe«s aftur fjórum urðar-
mánum, gs og sk. Sé ég hvorki flýiir
né fegurð við forsjáleik þann. Einnig
virðist höf. hafa sett sér að markmiðí
að “útplanta” latmæli í löghelgi móður
málsins. Er skrautmóður sá numinn
úr enskri tungu og franskri o. s. frv.
Latmæli kalla ég þau orð, sem rituð eru
eftir linum og ófullkomnum framburði,
ómálfróðra rnan.na, en ekki samkvæmt
uppruna. Höf. ritar o’n á.fyrir ofan á,
og o’n í,fyrir ofan í ets.
Fjölda nafnorða ritar hann með
stórum staf svona rétt a hardahúfi.
Hann gerir fúanum í trénu svo hátt
undir höfði, að skrifa hann sem væri
hann eiginnafn (nomen proprium), hvað
þáönnnr nöfn. En hann skuli ekki
taka upp hádanskan rithátt, og skrifa
“nomen appellativum” sem væru þau
nomen proprium”, fyrst hann er að
byskupa sum þeirra.
Þessar sérfarir í rithætti ilít ég höf.
sjálfan valdan að, en alls ekki útgef-
anda. Hann mun hafa látið handritið
halda sér aðstafsetningu að mestu leyti
Eg hefi veitt stafsetningu Stefáns mins
eftirtekt frá því fyrsta, og kannast vel
við hvað hans er, og hvað er hinna.
Aftur á móti kenni ég útgef. um þær
stafvillur eða prentvillur, sem eru í
þessum bæklingi, Þær eru að vísu ekki
stór-bagalegar, en þó fleiri en ég bjóst
við af honum. ‘ En orsakir eru til alls
undir sólinni”, sagði sá vísi konungur,
svo mun með þær vera. Þessi fornöfn
eru ýmist skrifuð : ég mér, sér, eða eg
mer, ser. Atviksorðið altént eða alt-
jent. Aftur á móti má finna é á eftir
gi (bl. 49). Lýsingarorðið erfiður, er í
hvorugukvni ýmist ritað erfitt eða er
vitt. Ymist ernafno.maður: manns, eða
mans í eignarf. eint. (genitivus singul
aris), nafno. ættland er stafað ætland
m. fl. Sumstaðar eru orðin tvíprent-
uð, t. d.:bl. 40 stendur....“en heizt
vildi vildi útgöngu ná”. Þetta visuorð
á ekki að vera nema átta samstöfur. en
rneð þessu innleggi verða samstöfurnar
tiu. Fleira mætli tína til af smávillum
en ég sleppi þvi. Mér finst þetta eng-
in “prýðis frágangur”, ef segja má
sannleikann, og sleppa allri vörugyll-
ingu. Það má kalla hann sæmilegan,
af því nú á dögum kemur ekki út pési,
sem ekki úir og grúir af prentvillum.
ÍJg hygg að útgef. Jón Ólafsson hafi
alls ekki sjálfur fjallað um siðustu próf-
örk þessa kvers, þvi ég minnist að hafa
séð langtum betri próarkalestur eftir
hann, en hér er um að ræða.
Ég hefi nú sagt rétt frá stafsetn-
ingu og prentvillum í kverinu, þótt
ekki sé i yztu æsar skafið. En svo á
ég eftir að minnast a kosti Stepháns G.
Stephánssonar í íslenzku máli Kostir
hans eru þessir, að hann skrifar og
meðhöndlar hreinna mál en flestir nú-
lifandi ljóðhöfundar. Hann forðast af
ýtiastamegni að flekka og ata málið
með orðslettum eða orðskripum, sem þó
er mjög móðins hjá sumum, sem telja
sig rithöf. þessa tíma. Hann gætir að
þessu leyti hreinleika málsins betur en
sumir heiraa á ættlandinu, þótt hann
sé bóndi vestur undir Klettafjöllum í
Canada. Annar kostur hans er sá, að
hann er með orðflestu rithöf, sem nú
eru á ferli,sf eltki orðflestur allra þeirra
sem ljóð og sögur rita. Hann er jafn-
vigur á orðfjölda málsins að fornu og
nýju. Málhreimur hans grípur hátt og
snjalt allar nótur frá byrjun sögualdar-
innar og alt til þessa dags. Hann get-
ur náð málhreimi Snorra Stuilusonar,
náð málhreimi Jóns Arasonar.náð mál-
hreimi Jóns Vídalíns og málhreimi
Gests Palssonar. Og það veit trúa
mín, að þetta er meiri gáfa en ég hefi
fundið hjá nokkrum öðrum Islendingi.
Ef sá tími liggur fyrir islenzkri
tungu að hún yrði notuð við kenslu.
sem frummál fyrir námi annara tungu-
mála, þá myndi Stej hán verða einn
með þtíim allra fyrstu rithöf. sem náms
menn læsu, til að ná sem mestum orða-
fjölda í málinu, það er að segja, ef alt
hans verk kemst í eina heild, sem ég
vona.
Kvæðin eru að eins fjögur í þessu
kveri. Fyrsta kvæðið er XVIII flokk-
ar, sem allir eru uudir sama bragar
hátt. Um bragfræðina mætti nokkuð
segja, en ég læt nægja að geta þess, að
ef hann vandaði betur kveöandi og á-
herzlu, þá yrðu kvæði hans enn þá
mýkri og hljómfeldari, en þau stund-
um eru.
Aðal-kvæðið er brot úr ævisögu is-
lenzkrar stúlku, sem Ragnheiður heit-
ir, en deyr með nafninu Sally O’Hara.
Hvort höf. hefir valið sór ákjósanlegt
efni ætla ég ekki að fella dóm um. En
hitt finst ekki þurfa að ásaka höf. um,
að hann haldi laust á efninu. Mér finst
hann halda fast á efninu, og sýna ljós
lega hvað það er, sem hann er að for
dæma, sem sé, yfirdrepsskap og fégirnd
kennilýðsins. Fyrir raína þekkingu og
skoðun, finst mér höf. fara full hvöss-
um orðum og samlíkingum þar um.
En hann getur vitasku[d haft þar fyrir
sér orð og atvik, sem og aðrir höf., þó
þau séu mér og öðrum ókunnug. En
hvort sem í efnisvalinu felast “nerlur
og gimsteinar”, eða algengir málmar,
þá finst mér Stephán draga upp dverg-
hagar myndir á sýningarsviðinu, og
hann eigi frumleik þeirra og liti sjálfur,
en gylli þær ekki með annara áhöldum
og drittum, sem sumir leyfa sér þó að
gera.
Það er ekki aur nó leir á þessum
orðum hjá höf.:
....Sem vormorgunssólskin um hélaða
hæð
var hár hennar ljósbjai t og slétt;
Og staðviðra loftið sinn bláföla blæ
á barnsaugun þau hafði sett.
Það var eins og litursá lægi ekki djúpt,
En ljómandi fagur og glær.
Þó útlitið breyttist.þá hélt maður helzt
þau héldu sér, auðþekt og skær...
• ».ír nauðugur faðirinn fylgdi henni’i
vist—
Sú fórnin þó djupt honum sveið;
En umkomuleysið og útlenzkan smáð
varð atvinnubönn hans og neyð..
....1 stefi, i elding. á busk’ eða í borg
eins birtist sú dýrlega sýn —
En Ragnheiði litlu var lokað og byrgt
hvert ljós, sem í bókmentum skín
Og daglegu störfin sem ánauðarok
hún öll fyrir kaupgjaldið bar —
Tvær skemtanir kepti hún að kostgæfa
helzt,
það kyrkjan og danshöllin var...
....Og Bakkus ogjVenuss ér dýrkendur
dró
í dalinn úr sérhverri átt.
Og Jehóva sendi sinn Hjálpræðisher
á hnotskó þess Auðæfalands.
En karlinn hann Mamnion var mann-
flestur þó,
því mergðin var öll saman hans.
. .En alt hafð landið samt útliti breytt
í ásunum daginn sem leið.
Þann morgun lá Sólskiniðsofandi í fönn
og svartklædd var Arskóyábreið.
Og lognið og b/iðan sér blandaði í loft
og blámaði sléttu og fjöll
Það varjeins og risi frá rólegum draum
úr rekkjunni Veröldin ðll.
Ég veit að þessir vísu partar nægja
öllum, sem vita hvað skáldskapur er,
til að eygja hvað er á seiði í:
A terð og flugi.
Þessi kvæða-bálkur, sem hér er um
að ræða, er minsti hlutinn af Ijóðum
Stepháns. Ég vildi óska þess, að út-
gáfa þessi yrði spor til þess, að höf.
gæti sem allra fyrst birt á prenti öll
ljóðsíc. Að minu áliti eru þetta alls
ekki beztu ljóð Stepháns. Sumt af því
sem út kom í Öldinni eru óefað með
beztu kvæðum Stepháns. Ég vil að
eins minnast á Illugadrápu, sem eins
þess bezta kvæðis sem ég hefi lesið á
móðurmáli mínu, án þess ég meiui að
setja nokkra tegund af varningsgyll •
ingu á ljóð Stepháns.
Ég ætla ekki að segja fleira um
A ferð og Hugi eða höf. þess. Ef öll
ljóð hans hefðu legið fyrir framan mig,
þá hefði siálfsagt verið að rita meira
og fleira um þau, og skilgreina höf. dá-
lítið betur, að anda og stefnu. Að síð-
ustu óska ég Stepháni G. Stephánssyni
allra heilla og framfara, sem stórfeldu
íslenzku skáldi, er bergmálar meing
dulinsmál nútfðarinnar fram um ó-
komnar aldir.
Kr. Ásgeir Benediktsson.
Yirtwrin Rmployincnt llnrean
482 Main St. Winnipeg,
útvegar stúlkum vistir, sem eldakon-
um, og við borðstofu og uppiverk á
gestgjafahúsum, einnig vistir í prívat-
húsum.