Heimskringla


Heimskringla - 05.04.1900, Qupperneq 1

Heimskringla - 05.04.1900, Qupperneq 1
Nr 26. Heimsknngla. _________________ YTV xR WINNIPEG, MANITOBA 5. APRIL 1900. PENINGAR LANADIR. — Hægar mánaðar afborganir. Vér erum umboðsmenn fyrir hið bezta og ríkasta lánfélag , sem bækistöðu heflr í Winnipeg. m viltu eignast— Laglegt og vel vandað einloftað hús (Cottage) á Alexander Avenue ? Það er úr timbri, á steingrunni og kostar §1200. TAKID VATRYGGING— í “The Phoenix oe London”. Það er hið elata og bezta vátryggingafélag í heimi. Nares, Robinson & Black, Bank of Hamilton ChRmlters. The Home Life Association of Canada. Aðalskrifstofa í Toronto. 'Höfuðstóll—ein millíóíi dollars. Full trygging í höndum sambandsstjórnarinnar. Lifsábyrgðarskýrteiui Home Life félagsins gildahrar í heimi sem er. Eng* m höft eru lögð á skírteinishafa hvað snertir ferðalög. bústað eða atvinnu. Þau eru ömótmælanleg eftir eitt ár frá dagsetningu. Skírteinin hafa ÁEYR-GfST VERÐGflLDX í uppborgaðri lífsábyrgð, pen* ingum og lánsgildi, eftir þrjú ár. Leitið upplýsinga um félagið og ábyrgðarfyrirkomulag þess hjá W. H. WHITE, ARNI EGGERTSSON, MANAGER. GENERAL AGENT. Mclntyre Block, Wlnnipeg. P.OBox245. Fylkisþingið. Manitobaþingið var sett kl, 3 á fimtudaginn var, með vanalegri við- höfn í viðurvist mesta mannfjölda. Hálfri kl.stund áður en þing skyldi setjast, var allur þingsalurinn, uppi og niðri, svo þétt skipaður fólki að mesti fjöldí varð að hörfa frá sökum pláss- leysis. Gangar þinghússins voru og þéttskipaðir. Nýju þingmennirnir rit- uðu nöfn sín i þingmannaskrána og tóku þingsetueiða sína. Að því búnu var þingforseti kosinn, Wm. Hespler, þingmaður fyrir Hosenfeldt. Þá gengu þingmenn i röð inn í þingsalinn, og röð- uðu sér umhverfis hásætið og stóðu þar meðan Governor Patterson las hásætis- ræðuna, sem hafði inni að halda eftir fylgjandi atriði: Fylkisstjórinn bauð þingmenn vel- komna til fyrstu þingsetu þess 10. fylk- isþings. Næst mintist hann á striðið í Suður Afríku og hluttöku Canada- manna i þvi, og lýsti ánægju sinni yfir drengilegri framkomu þeirra á vígvell- inum, Hann gat um dauða major Arnolds, frá Winnipeg, sem stýrði einni deild hermannanna, og kvað minningu hans og þeirra sem dóu þar með honum, mundi lengi lifa i hjörtum meðborgara þeirra. Næst var þess getið að Royal Com- mission hefði verið sett til þess að rann saka, og gefa skýrslu um fjárhagsá stand fylkisins. Þessi skýrsla yrði bráðlega lögð fyrir þingið. Næst var skýrt frá því að lagafrumvarp yrði bor- ið undir atkvæði þingmanna, í þá átt að koma jafnvægi á inntektir og útgjöld fylkisins. Þess var og getið að nu væru að eins 3 launaðir ráðgjafar í stað 5 sem áður voru, Þá var þess og einn- ig getið að stjórnin hefði fundið ástæðu til að neita vissum styrkveitingum til járnbrauta, sem fyrverandi stjórn hefði lofað. Ný kosningalög yrðu borin upp á þinginu og þeir gömlu numin úr gildi. Lagafrumvarp um vínsölubann innan takmarka fylkisins yrði lagt fyr- ir þingið, það lagafrumvarp yrði látið ganga eins langt í “Prohibition”-áttina og grundvallarlög fylkisins leyfðu. Einnig var þess getið að Dominion- stjórnin hefði enn þá ekki gert neitt í þá átt að fá lög staðfest af þinginu, er veitti henni leyfi til að borga Manitoba fylki sjóð þann sem nú er í höndum ríkissjórnarinnar, sem aírakstur af sölu skólalanda í Manitoba, og til þess að skila í umráð fylkisstjórnarinnar öllum skólalöndum í fylkinu, samkv. beiðni síðasta þings. Tilraunum í þessa átt yrði haldið áfram þar til vilja fylkisbúa yrði framgengt. Næst var minst á dauðsfallið sem nýlega varð í Great ll'est Laundry hér í bænum, og þess getið að lagafrumvard yrði lagt fyrir þingið í þá átt að koina framvegis í veg fyrir slík tilfelli. Lagafrumvarp um samdrátt fasteignalaganna, giftra kvennalaganna, sveitalaganna og ann- ara laga verða lögð fyrir þingið. Árs- skýrsla stjórnarinnar um tekjur og út- gjöld fylkisins verður lögð fyrir þingið, sömuleiðis áætlun yfir takjur og útgjöld þessa yfirstandandi fjárhagsárs. Að loknum upplestri ræðunnar fór fylkisstjóri með föruneyti sínu út úr þingsalnum. og þar eftir fóru áhorf- endur að hafa sig burt. En þingið var formlega sett og nokkrar uppástungur sem vant er að bera fram við slík tæki- færi, voru bornar upp og samþyktar, og þingi svo frestað til mánudags klukkan 8 e. h. Á mánudagskvöldið var svo þing sett aftur. En lítið markvert gerðist á þeim fundi, Stjórnin hafði útnefnt þá Geo. Steel þingmann fyrir Cypiess kjör- dæmi og B. L.'Baldwinson til að svara hásætisræðunni. Er það skoðaður sem sérstakur heiður fyrir hvern þingmann sem til þess er kjörinn. Þeir Steel og Baldwinson héldu báðir tnjög liprar og laglegar ræður.—Fy-rum fjármálaráð gjafi McMillan tók því næst til máls; reyndi hann á ýmsan hátt að afsaka misgerðir Grdenwaystjórnarinnar, bæði að því er snerti fjármál og járnbrauta- mál fylkisins. En þær afsakanir voru flestar eða allar út í hött, eða eins og þegar druknandi maður gripur i hálm- strá sér til björgunar. Enda hafa ýms- ir liberalar látið það á sér heyra, að þeim þætti lítið koma til þessarar ræðu McMillans. Blaðið “Morning Telegram” fer meðal annars þessum orðum um þessa fyrstu ræðu Mr. Baldwinsonsí þinginu. “Mr. Baldwinson, þingmaður fyrir Gimli-kjördæmið, á heiður skilið fyrir það, hve skörulega honum mæltist, er hann svaraði hásætisræðunni. Mr. Macdonald sýndi hinum íslenzka þjóð- flokki hér verðugan heiður, er hann út- nefndi Mr. Baldwinson til þessa heið ursstarfa. Fyrir og um síðustu kosn- ingar var Mr. Maedonald úthrópaður sem nokkurskonar "Paul Kruger,” og útlendingahatari, fyrir það að hann vildi takmarka atkvæðisrétt Galiciu- manna og Daukhobors. En hann hefir nú sýnt hve gersamlega röklausar þess- ar staðhæfingar voru. Hann tók Þjóð- verja (Mr. Hespler) fyrir þingforseta; hann tók mann af Belgisku þjóðerni fyrir þingskrifara; og hann útnefndi hinn mikilhæfa islenzka þingmann, Mr. Baldwiuson, til að svara hásætisræð- unni.” (Það er óþarfi að taka það fram, að Mr. Baldwinson hefir ekki fært í letur þessar ofanskráðu línur.) Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Aðal-umtalsefni þessa daga er um hinn mentaða heim, er hve siðla Ro- berts lávarður leggi á stað með her sinn frá Bloemfontein áleiðis tii Preto- ria. Það er einmælt að hann hafi sent 10,000 hermenn áleiðis til Glen, sem er 10 mílur norður irá Bloemfontein. — Járnbrautarbrú á Glen var sprengd af áður en Bretar komu þangað. Alment er nú miðað við 2. Apríl sem burtfarar dag Roberts lávarðar frá Bloemfontein með megin herinn. Sagt er að Roberts verði fulla viku að komast með her sinn og farangur til Kroonstad, og virð ist ekki mikið unnið þó hann komizt þangað. — Að eins lítill hluti af liði Gatacre hershöfðingja er nú kominn til Bloemfontein. Áður en lið hans er komið, er ólíklegt að Roberts geti lagt í leiðangurinn til Pretoria. Einnig er sagt að Búar fylki liði allmiklu norðan við Bloemfontein og ætli að hefta för Roberts eins og þeim framast auðið verði. Mælt er að tölu vert sjálfboðalið streymi nú til Búanna, bæði frá Niðurlön dum, Þjóðverjalandi, Frakklandi og víðar að. 27. f. m. voru dánir 217 menn úr plágunni miklu í bænum Calcutta á Indlandi og 157 voru veikir, Blöðin segja nú að prinsinn af Wales ætli ekki að vera viðstaddur þegar sýn- ingin mikla í Paris verður hafin, þrátt fyrir það að hann hafði verið búinn að dragast á að vera viðstaddur. Er álit- ið að þessi veðraskifti prinsins sé eitt með mörgu fleira, sem spretti af ófriðn- um milli Búa og Breta. Professor John Henry Pepper er dáinn. Hann var fæddur 17. Janúar 1821. Faðir hans var Charles B. Pep- per. 1840 varð hann aðstoðarkennari við Granger-læknaskólann í Lundún- um. Hann skrifaði all margar bækur vísindalegs efnis, svo hann var bæði kunnugur ekki einungis enskumælandi fólki, heldur einnig öðrum þjóðum, sem háskólakennari og rithöfundur. Franskt eimskip, Georges Croise, sem var á leiðinni til Cuba, strandaði framundan Santo Domingo 29. f. m. Það var hlaðið nautgripum, og einnig voru á því 80 farþegjar. Eimskipið New York leitaðist viðað bjarga mönn- um.engat þó hvergi næiri bjargað þeim öllum. Ovíst en hvað margir hafa farizt. Dr. Leyds, stjórnmálaerindreki Búa í Norðurálfu, þykist hafa komist að því, að neðri málstofan í brezka þinginu ætli að koma þv/ til leiðar, að Bretar fái hergögn til láns hjá Egypt- um til að lemja á Búum með. Dr. Leyds hefar krafist að fá útskýringar um þetta mál, hæði frá Tyrkjum og Egyptum, en hefir ekkert svar fengið enp þá sem komið er. Hraðfrétt frá Lundúnum segir að 1000 íslenzkir innfiytjendur séu vænt- anlegir til Canada á komandi sumri. Carsten Borchgrevink, foringi leið angurs, sem lagði af stað að leita að suður heimskautinu 19. Des. 1898, er nú sagður kominn aftur til Campbell- town, sem er nálægt Biuff Harbour, á Nýja Sjálandi. Kostnaðarmaður þessa leiðangurs var Sir Geo. Newnes, er heima á í Lundún á Englandi. Skipið sem hra. Borehgrevink hafði í þessa för heitir “Southern Cross”. Hraðskeyti, sem formaður fararinnar sendi Sir Geo. Newnes strx og hann kom til Sjálands, lætur vel yfir því. að förin hafi lánast vel. Borchgrevink segist geta sýnt og sannað hvar segulskautið er, þó hann hafi ekki komist alla leið þangað. Hann segir að þeir hafi ferðast með hunda- sleðum, þegar skipið komst ekki lengrg fyrir ís. Hann kvaðst hafa komist lengst á breiddargr, 78, 50 mín. Hra, Borckgrevink segir aðsuðursegulskaut- ið sé á 70 breiddargr. og 5 min., og lengdargr. 150, austlægrar breiddar. Það má vænta að meiri fréttir komi síðar um þessa suðurför. Það er verið að búa til gulllíkan af Miss Maude Adams (Bandaríkjastúlka) í Paris, og á það að vera til sýnis á sýningunni þar í sumar. Líkan þetta er úr skæra »ulli og kostar $187,000. Miss Maude Adams var valin sem fyrir- mynd kvennlegJar fegurðar í Ameríku. Um 30,000 af verkafólki, er vinnur i ýmsum tegundum af vélaverkstæðum í New York ríkinu, ætlar að hætta verki næstu daga, ef húsbændur þeirra setja ekki vinnutíma ofan í 9 stunda vinnu á dag. Brezka liðið sem hershöfðingi Broadwood réði fyrir, og sat um Thaba Nehu, varð að leggja þaðan af stað að náttarþeli, vegna þess að Búalið var komið mjög nærri. Broadwood stefndi liði sínu áleiðis til Blomfontain. Hann tók áingastöðvar nálægt vatnsbóli bæjarins kl. 4 um um morguninn. En í dagrenningu skutu Búar á herdeildir Broadwoods og sendi hann þegar her- deildir með fallhyssur af stað, sem áttu að hlífa herdeildunumer eftir voru við stóráhlaupum ftá óvinunum. Þess- ar hlífiskjaldar fylkingar sem sendar voru vissu ekki fyr af enn ‘þær komu að launsátrum. Var þar fjölki af Bú- um fyrir, og brezka liðið gengið inn í gildruna alveg, áður en það vissi af.- Tóku Búar það tilfanga, ásamt 7 fall- stykkjum. Mannfall varð ekki svo til- finnanlegt (350) vegna þess að Bretar gátu engri vörn komið við. Þeir voru alveg umkringdir áður en þeir höfðu minstu hugmynd um herkvína. Þetta skeði að morgni 31. síðasta mánaðar. Strax um daginn var hershöfðingi Coll. ville sendur með herlið á þessar stöðv- ar. Kom hann þangaðum miðjan dag, og byrjaði orustu þt-gar. En fregnir um endalokin eru ókomnar enn þá. Hershöfðinginn sem úinefndur er, að taka við aðal herstjorn yfir herliði Búanna, í stað Jouberts, heitir Botha. Hann er orðinn mjög nafnkendur fyrir herkænsku sína í ófriðnum milli Búa og Breta, Annar þjóöa hershöfðingjar, er hafa kynst herkænsku hans í þessum ófriði undrast yfir hyggindum hans og hervælum. Nú er sagt að Bretar hafi mist 7 fallstykki og allar tegundir af her- búnaði, sem þeir höfðu meðferðis þegar Búarnir gintu þá í herkvína, og getið er um annarstaðar hér í Blaðinu. Af her Broadwood er ságt að hafi fallið 350 liðsmenn. Kruger forseti á að hafa sagt hér um daginn, að hann ætlaði að verða húinn að taka Blomfontain innan viku. Búaliðið þéttskipar sér nú utan um bæinn, og sagt, að það sé búið að gera bæinn vatnslausan. En Bretar bera sig borginmannlega, og segjast hvergi hræddir. Sú frétter borin út, að Joubert, yfirhershöfðingi Búanna og varaforseti . Trarisvaal-lýðveldisins, hafi látizt 28. f, m. í Pretoria. Meinsemd í maganum varð banamein hans. General White og aðrir brezkir herforingjar mæla vel um þenna látna herstjóra Búanna, Rússar láta all-ófriðlega um þess- ar mundir, og lítur helzt út fyrir að þeir ætli að taka með valdi einhverja höfn i Koreu. Stjórnin á Japan er á nálum út af þessu og hefir heímtað að Rússar geri lýðum ljósar fyrirætlanir sínar þar eystra. Japan hefir herskip sín tilbúin að mæta Rússum, ef þeir sera nokkra ofbeldis. tilraun þar á Ko- reaskaganum þar sem Japanar hafa umráð yfir. Um hungursneyðina á Indlandi segir Cur»on landstjóri, að 5 miliónir manna þar í landi njóti nú hjálpar af gjafasjóðum, og að búist sé við að 11 milíónum dollars verði varið á þessu ári til nauðstaddra. Senatið í Ottawa hefir neitað að samþykkja kjördæmaskiftinga laea- frtímvarp Laurier-stjórnarinnar, með því að fresta umræðum í málinu um 6 mánaða tíma. Sagt er að all-mikil hungursneyð sé meðal námamanna við mynnið á Yukon-ánni nálægt St. Michael. En með því að þettaer svo langt frá öllum mannabygðum, þá er ekki búist við að hægt verði að koma matvælum þangað fyr en i Júní næstkomandi. Englendingar eru i forundrun yfir hversu fjárhagur Orange Free State er i góðu lagi, og sérdeilis falla þeir f ytafi vfir því hvað bókfærsla ríkisinsog samræmi í reikningum þess og skýrsl- um sé fádæma nákvæm. Mælt er að Rússar sén í vígamóð. En hvert förinni á að stefnaer vafi á. Sumir halda að Rússar ætli að rýmka um sig á meðal Tyrkja. Rússar eru nú sagðir að hafa 250,000 vígbúið lið, sem ætlað sé til sérstakra stórræða, og þar að auki sé komið skrið á herskip þeirra á Svartahafinu. Lord Roberts sendi hraðskeyti til EngLnds um helgina, þar sem hann segir áð hann hafi sent lið til að reka Búana af stöðvum, sem þeir höfðu safnast saman á. skamt fyrir sunnan Brandfort. Búar voru mikið liðfærri, en vörðust snarplega. En voru þó um síðir reknir á flótta. Ekki er getið um mannfall í liði Búa, en af Bretum féllu yfir hundrað manna og 7 liðsforingjar . Nýtt stálgerðar- og steypufélag er myndað í WilJand, Ont., með 18 milión dollara höfuðstól. Það hefir fengið 1500 ekrur af landi við mynnið á Wel- land-skurðinum og ætlar að setja þar upp verkstæði sín. Ymsir auðmenn frá Bandaríkjunum eru i þessu félagi. Búðarþjónar í einni stærstu deild- búðinni í New York hafa á síðastliðn- um nokkrum mánuðum stolið $20,000 virði af vörum frá húsbændum sinum. Yfir 20 þjónar lögðu saman að vinna að þessu þjófabragði. Skýrsla Dominionstjórnarinnar yfir námaafurðir í Canada í síðastl. ári er nýprentuð, og sýnir hún að þessi at- vinnugrein landsins er stöðugt að auk- ast og verða arðsamari, eftir því sem þekking á námalondum eykst og vélar þær sem notaðar eru við námagröft verða fullkomnari. Gullnámarnir i Yukon-héraðinu gáfu af sér á árinu 1899 16,000,000 doll- ara, og frá öðrum stöðum £ Canada var gulltekjan rúmar $5,000,000, eða alls $21,049,730. Aðrar málmnámur reynd- ust arðsamar í sömu hlutföllum. Eir- námur gáfu af sér $2,655.310; nickil- námar gáfu $2,067,840. Alls var málm- tekjan í ríkinu á siðastl. ári $28 833, 717, eða sem næst $29,000,000. Kolatekja á árinu var 4,563,993 tonn virt á $9,040,058 Oliunámur gáfu af sér 808,570 tunnur virt á $1,202,020 Byggingarefni úr leir, cement og grjótnám- um gáfu af sér...... $5,59(5,843 virði Allar námaafurðir Canada siðastl. ár I voru virtar á.....$47,275,612 og er það rúmlega 8J milíón dollars meira en á fyrra ári. Náma auðlegðin er alls sem svarar $8,90 á nef hvert i ríkinu Gulltekja hefir aukist, en blý- og silfurtekja heldur minkað frá þvi á fyrra ári. Þessi atvinnugrein, sem nú gefur af sér nálega $50 milíónir á ári er enn þá í barndómi. Það má búast við að árleg upptekja tífaldist áður langt líður fram á 20. ðldina. Fyrir skömmu síðan var haldinn fundur í Fargo í N.-D. viðvíkjandi því að gera Rauðá skipgenga með tið og tíma, Á fundi þeim mættu fulltrúar frá öllum stöðum í Rauðárdalnu.æ, alla leið sunnan frá Ortonville og norðan frá Winnipeg. Fundur þessí kom sér saman um, að halda aftur fand um þetta sama mál 15. Maí næstkomandi í Grand Forks. Einnig var kosin nefnd til að starfa að og undirbúa málið undir þann fund. Á þessum fundi voru lögð frm skilríki fyrir að þetta fyrirtæki er alls engin frágangssök í framkvæmd. Fyrstu árin ætlast þessi fundur til að, að eins verði gerðar þær viðgerðir á Rauðá, að vorflóðin sem venjulega gera stórskaða sunnantil í Rauðárdalnum árs árlega, verði heft. Enn sem komið er, er ekki búið að komast að niður- stöðu um tilhögun á þessu verki. En hugmyndin er, að gera skipgenga leið allar götur sannan frá Mexicoflóa og norður í Hudsonsflóa. 8kipaleiðin á að veyða eftir Mississippi fljótinu, þaðan inn í Minnesota-ána, þaðan í Rauðá. og eftir henni, og siðan alla leið norður i Hudsonflóa. Á fundinum sem hald- inn verður . í Grand Forks, verður myndað félag. I orði er að fá hjá Con' gressinu eina milión dollara til að' byrja með. Hermálasijórn Bandaríkjanna hefir leigt tveimur auðfélögum þar syðra gulltekju í Cape Nome. Mörg fleiri auðfélög hafa sótt um leyfi fyrir gull- tekju þar. Samkvæmt lögum má eng- inn taka upp sandleðju me í gulli í, nema á sviði sem er 3 mílur undan landi Fregnbréf. Helztu fréttir héðan eru hreyfingar verkamanna. Fyrir nærfelt tveimur mánuðum gerði félag verkgefenda við húsabyggingar verkfall við verkamenn sina og neituðu þeim aðgöngu að vinnu Deiluefnið var það, að verkgefendur vildu ekki viðurkenna vald bandalags þess, er “Building Trades Council” nefnist, og er samband hinna ýmsu handiðnamanna félaga er við húsbygg- ingar eru riðnar. Þessi verkamanna- félög eru mjög öflug, og er því afleið- ingin sú, að varla hefir nokkur vinna verið gerð við húsabyggingar allan þenna tíma. — Annað verkfall gerðu vélasmiðir á flestöllum vélasmiðjum hér í bænum um 1. Marz. Krefjast þeir að fá 9 kl.tíma vinnu á dag og 28 cts. um kl.tímann. Er fjöldi þeirra enn frá vinnu, þá að sumir af verksmiðju- eigendum hafi þegar látið eftir. Tala vélasmiða í verkfallinu var um 6000. Alls eru um 5o,000 menn iðjulausir, sem afleiðing af hreyfingum þessum. Þær hafa farið fram með hinni mestu ró og spekt. í gær fóru um 1500 bændur hér í geguum bæÍDn á leið til Norður Dakota komu þeir austan úr Nýja Englands- ríkjum, og ætla að setjast á stjórnar- lönd þar nyrða. I niargra manna augum eru dag- legu fréttablöðin einskonar Óðinshrafn- ar vorra tima, er meðsannsögli og rétt- sýni Hugius og Munins skýra mönn- nm frá öllum ninum mestáríðandi við- burðum hvar sem er í heiminnm, Og það mætti sýnast—þegar litið er á þann eldlega hraða, sem fréttir berast með nú á dögum og hið ótakmarkaða fram- boð viljugra þjóna sem þeim standa til boða,— að fréttablöðin gætu vel komið i stað hinna frægu fugla. En si og æ koma viðburðir í ljós, sem auðsjáanlegt er að blöðin hafa vísvitandi gengið framhjá. Einn þesskonar viðburð til- kynti TFells J. Abbot, fyrverandi ritstj. blaðsins New York Journal, á sunnu- daginn var, húsfylli af áheyrendum, í einni af hinum stærri samkomustofum þessa bæjar. Það var viðvíkjandi stór- kostlegum róstum, sem hófust fyrir nærfelt ári síðan í Cosur d’Alene náma- héraðinu í Idaho. Þrátt fyrir það, <að blöðin vissu um róstur þessar og þýð- ingu þeirra fyrir land og lýð, þá gáfu þau þeim engan gaum, fyr en J. R, Sovereign, leiðtogi verkamanna, neyddi þau til þess, með ræðu sem hann hélt í New York í Júní í fyrra. og kom þvi þá til leiðar, að Mr Abbot tókst á hend- fir ferð til Idaho til að kynna sér á- standið. Þetta var aðal-ágrip Mr. Abbots: “Óeirðirnar hófust út af þvi. að eigendur Bunker Hill og Sullivan-nám- anna höfðu um langan tíma sett sig á móti fólagsstofnunum (unions) verka- manna, sem þó önnur námafélög þar í grendinni voru ekki andvíg. en heldur hlynt. Kom þetta á illum kur meðal manna í hinum námunum. En þeir voru, eins og námamönnum er gjarnt, og sem heyrir til dimmum og djúpum jarðgöngum, og næstum eins drunga- legum og óhollum híbýlum, önuga í lund og gjarna til hefnda. Þeir tóku sig því saman þann 27. April 1899 f stórum hóp og sprengdu upp eitt af vélahúsum Bun^er Hill og Sullivan- félagsins. Tveir menn, annar union- maður, hinn verksmiðjumaður téðra félaga. voru drepnir, af tilviljun, við spreuguna. Þetta var ódæði sem hegna hefði átt með lögum. En i staðinn fyrir að fara þann sanna lagaveg —- gera rann- sókn í málinu og dæma þá seka, — þá hóf námafélagið ofsókn á móti öllum mönnum í héraöinu, sem fyrir lsgaleysi yfirgang og grimd, gerir sprengingu vélahússins að smáræði f samanburði. Einn daginn, þegar engan varði voru námurnar umkringdar af her- mönnum — Bandaríkjahermönnum — og þegar mennirnir komu upp úr námun- um, voru þeir handteknir og reknir, eins og þeir stóðu. í votum og leirugum fötum inn í gripastíu.og þar haldið föst- um. Bæirnir í kring voru teknir her- skyldi og hver sá maður, sem fanst á götum úti, hvort heldur hann átti þar heima eða ekki, var tekinn fastur og settur í samskonar varðhald. Þannig hefir 1500 mönnum verið haldið i 5 vikna tii 8 mánaða varðhaldi án dóms og laga, við ilt fæði og aðbúnað, í þest • næmu lofti, undir umsjón svertingja- hermanna, sem ekki kikuðu sér við að að beita vopnum sínum hvenær sem var —þannig tættu þeir í sundur Sví einn, með byssukúlum sínum, sem var orðinn óður af meðferðinni og reyndi t.il að strjúka. Þetta hefir alt verið gert að tilmæl- um einhvers hins voldugasta auðmanna félags Bandaríkjanna: Standard Oil fé- lagsins, sem á Bunker Hill og Sullivan- námurnar, D. O. Mills, einn af ráðs- mönnum Standard Oil félagsins, leit- aði til Bandaírkjastjórnarinnar þegar vélahúsið var sprengt upp. Og þvert ofan í stöðulög Bandarfkjanna, sem banna forsetanum að senda Baudarikja- hermenn inn í nokkurt ríki nema með beiðni þingsins í því ríki, tók Mr. Mc- Kinley upp leyfi hjá sjálfum sér til að senda áðurnefnda svertingja hersveit inn í Idaho, eftir beiðni Standard Oil félagsins. Ástandið við námurnar nú sem sendurerþað, að enginn maður get.ur feugið vinnu þar, nema hann afneiti öllum vcrkamannatélögum, og angcm af þeim, námafélögum, sem áður höfðu “union”-menn—og létu sér vel líka, — er leyft að taka “union”-menn í vinnu. Hefir ríkisstjórinn—en hann er Demó- krat—gert embætti til þess að sjá um að þessu sé framfylgt, og þar til sett mann einu Bertlett Sinciair að nafni. Segir Sinclair að þessari stefnu verði haldið meðan núverandi Bandaríkja- stjórn sitji að völdum. Þetta altsaman sætir fádæmnm, en það er ljós vottur þeirrar stefnu, Sem nú er óðuui að ryðja sér til rúms hjá stjórnendum þessa lands, og undir- gefni þeirra undir auðvaldið. P, M. Clemens.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.