Heimskringla - 31.05.1900, Blaðsíða 3

Heimskringla - 31.05.1900, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA. 31. MAI 1900. þetta í þeirri von, að það komi í veg fyrir líðan og vonbrigði fátæklinga, er annars kynnu að láta leiðast hingað. Sannleikurinn verður að segjast: Suður California, ekki siður en Canada, hafa hag af því að aðeins sannleikurinn sé sagður í þessum efnum, Má vera að “ TF'itness'1 hafi einhverja lesendur með- al Doukhobóra, og ég vona að þeir komi auga á 'þetta brói og fræðist af því Los Angelos, California, 16. April 1900, T. W. Opið bréf. Árið 1874,2. dag Agústmánaðar, komu nokkrir Islendingar saman í Milwaukee í Wisconsin til þess að minn ast þúsund ára^byggingar íslands, eins og landar þeirra gerðu þann dag heima á föðurlandi voru. • Meun höfðu góða skemtun um dag- inn, en samt var ekki slíkum samkom- um haldið uppí hin næstu ár á eftir. En þegar tímar liðu og smærri ðg stærri hópar af Islendingum höfðu tek- ið sér bólfestu víðsvegar um landið, bæði í Canada og Bandaríkjunum, þá fóruþeir a' finna, ag þaðværí bæði til gagns og gamans fyrir Vestur-íslend- inga að hafa eina árlega skemtisam- komu. Og eins og við var að búast, voru ísl. í Winnipeg, sem bjuggu þétt- ast, fyrstir til að koma á slíkri sam- komu hjá sér, og var þá alment farið að nefna samkomudaginn íslendinga- dag. I fyrstu var hann haldinn 2. Ág. sumpart, af því, að þann dag var þús- und ára þjóðhátíðin á íslandi órið 1874, og kanské meðfram af því, að Kristján konungur 9. kom þá með “frelsisskrána í föðurhendi” til landa vorra heima. En ekki leið á löngu áður fjöldi manna varð óánægður með það að hafa Is- lendingadag 2. Ágúst.óvegna þess :— 1. —Að ekki virtist gild ástæða til að halda árlega gleðisamkomu fyrir það, að einu sinni var höfð þúsund ára þjóð- hátíð á Islandi. 2, —Að stjórnarskrá sú, er íslandi var veitt og sem gekkí gildi 2. Ágúst 1874, er með stórgöllum og ekki viðun- anleg né þess verð að þakkað væri ár- lega fyr-ir hana, 3 —Að fyrir lang-flesta íslendinga í Bandarikjunum og Canada, þá sem búskap stunda, er 2. Ágúst mjög óhag- kvæmur samkomudagur þar eð bænd- ur eru um þær mundir önnum kafnir við heyvinnu og hveiti uppskeru, svo ekki má frá því víkja. Eftir að ágreiningur um þetta mál hafði um nokkurn tíma átt sér stað, var átta manna nefnd valin í Winnipeg til þess að koma á samkomulagi um það. Varð það ályktun nefndarinnar, að ráða ísl. til að halda upp á 17. Júní, sem árlegan Islendingadag, í minningu um það, að þann dag kom hið fyrsta Alþing Isl. saman á Þingvelli við Ox- ará árið 930 og þjóðstjórn hófst á Is- landi. Jón Sigurðsson, hinn mesti og þolbezti forvígismaður í stjórnarbótar máli íslands, var lika fæddur 17. Júni áriðl811, og þótti mönnum það eiga vel við að minna'St hans í sambandi,við áður nefndan inerkis-atburð. Tillaga átta-manna nefndarinnar varð alment mjög vinsæl, en til óhamingju hurfu nokkrir af nefndarmönnum frá ályktun sinni og fóru aftur að gangast fyrir því, að Islendingadagur væri liafður 2. Ágúst, og hafa þeir komið því tii leiðar, að hinn mesti flokka- dráttur á sér stað í þe3su máli, svo að ekki litur nú út fyrir, að flokkarnir vilji nokkuð slaka til hvor fyrir öðrum. ísl. í Argyle, sem eindregið voru 17. Júní-menn og hafa þann dag, eins og margir aðrir. haldið sinn Islendinga- dag, sáu, þegar svona var komið, að nauðsynlegt var að gera tilraun til að fá Vesíur-Íslendinga til að koma sér saman um einhvern einn ákveðinn þjóðminningardag. og kusu okkur und- irskrifaða til þess að taka þetta efni til íhugunar og framkværada. Bæði af viðtalí við ýmsa menn.Jsem hlut eiga að máli og bréfaviðskiftum við þá, urðum við þess vísir, að ekki voru líkur til þess, að flokkarnir gætu 'látið sér koma saman um að hafa ís- lendingadag annaðhvort 17. Júní eða ■2. Ágúst, og því, virtist okkur reyn- andi að ráða til ress, að einhver annar merkisdagur væri ákveðinn til þess að vera árlegur þjóðminningardagur Vest- ur-íslendinga. Við kvöddum til fundar á Brú í Ar- gyle bygð hinn 2. Apríi næstl. til þess að ræða um þetta mál. Ágrip af því, er gerðistá þeim fundi, birtist í blöðunum, Lögb. og Hkr., sem komu út 12. Apríl. Leyfnm við okkur að biðja yður að at- huga skýrslu okkar um málið í þeim blöðum. Á fundinum var nálega í einu hljóði —að eins þrjú atkv. á móti — samþykt .svolátandi tillaga:— a—“Að ísl. í Argylebygð hafl þjóð- minningardag í bygð sinni hinn 19. Júní næstk., til minningar um það, (að hinir fyrstu íslenzku landnámsmenn stigu þann dag á land í Quebec árið 1870, og að þá byrjaði saga vor Vestur- íslendinga; og b—“Að vér vinnum að því að fá hinn 19. Júnímánaðar viðtekinn framvegis sem árlegan þjóðminningardag Islend- inga í Vesturheimi fyrir það tilefni, sem að framan ör á minst”. Fundurinn beiddi okkur undirskrif- aða svo á ný að halda þessu máli uppi. Uraleiðogvið hér með lýsum yfir því, að okkur mundi þykja mjög vænt um að sjá yður, sem vér sendum þetta bréf, og sem allra flesta góða íslend- inga á samkomu okkar í Argyle hinn 19. Júní, leyfum við okkur að skýra yður frá því, að við höfum ákveðið að hafa almennan fund á mánudaginn 18. Júuí, kl. 3e. h., í samkomuhúsinu Skjaldbreið i Argylebygð, til þess að ræða um Islendingadagsmáiið og fá þar ráð góðra og viturra manna um meðferð þess framvegis. Viðbiðjum yður nú vinsamlega, kæri herra, að gangast fyrir því í yðar bygð- arlagi að Islendingadagsmálið verði á almennum fundi tekið til umræðu og ályktunar, og aðsá fundur kjósi einn erindsreka til að mæta fyrir hönd bygð- ar sinnar á fundi vorum í Argyle hinn 18, Júní, ef þér og bygðarmenn yðar ekki álíta það of 'kostnaðarsamt söknm vegalengdar eða annara erviðleika. En úr þeim bygðum, sem engan erinds- reka geta sent á fundinn í. Argyle, ósk- um viðað fá skriflega skýrslu um það, hvern dag meiri hluti bygðarmanna mundi helzt kjósa fyrir árlegan þjóð- minningardag fslendinga. Þær skýrsl ur þyrftum við undirskrifaðir að fá, ef unt væri, til að leggja þær fram á fund- inum 18.' Júní. Við væntura að fá niðursett fargjald hjá járnbrautarfélögum fyrir fólk það, sem sækir á samkomuna í Argyle 19. Júní og fundinn, sem nú var á minst. Skulum við, svo fljótt sem hægt er, skýra nákvæmlega frá því í íslenzku blöðunum, hvað okkur verður ágengt í þvi efni. Treystandi góðvild yðar og dugnaði í þessu máli erum við Yðar með virðingu, Friðjón Friðriksson. Glenboro, Man. Björn Jónsson. Brú, Man. Glenboro, Manitoba, í Maímán. 1900. W. W. COLEMAN, B. A. SOLICITOR ETC.. Winniþeg and Stoncwall. 308 McIntyrb Block. Ganadian Pacific RAILWAY- Óviðjafnanleg þægindi Eina brautin sem rennir vögnum skiftalaust austur og vestur. SVEFNYAGNAR TÍL iflontreal, Toronto, Vaneover og Austur og Vestur KOOTENAY. Eina brautin sem hefir “Tourists’ svefnvagna. Þessirvagnar hafa alskyns þægindi og fást fyrir lágt aukagjald. VAGNAR RENNA TIL ISoston, Uontreal, Toronto Vanconver og Seattle. Upplýsingar gefnar um fargjöld og flutninga til ATLIN. DAWSON CITY CAPE NOME og gullhéraðann í Alaska fást hjá næsta C. P. R. umboðsmanni eða hjá C.E. McPHERSON, General Passanger Agent, Winniprg, Man. Nartlierfi Paciflc R’y Samadags tímatafla frá Winniþeg. MAIN LINE: Morris, Emerson, St.Paul, Chicago, Toronto. Montreal, Spokane, Tacoma, Victoria, San Francisco. Ferdaglega........ 1,45 p. m. _____Kemur „ ......... 1,30 p. m. PORTAGE BRANCH. Portage la Prairie and inte- rmediats points ...... Fer dagl. nema á sunnud. 4,30 p. m. Kemur dl. „ „ ,, 11,59 a, m, MORRIS BRANDOF BRANCH, Morris, Roland, Miame, Baldr, Belmont, Wawanesa, Brandon einnig Souris River Branch, Belmont til Elgin......... Lv. Mon., Wed., Fri...10,45 a.m. Ar. Tues, Tur., Sat... 4,30 p.m. CHAS. S. FEE, H. SWINFORD, P. & T. A St.Paul, Agen Depot Building. Water St MANITOBA and Northwestern R’y. Tiine Card, .Tan. Ist. 1900. IKbd Eb’d Winnipeg L v. Tues.Thurs.Sat. II 15 Winnipeg Ar. Mon. Wed Fri. Portage la Prairie Lv. Tues. 20 45 Thurs. Sat 13 25 Portg la Prairie Mon. TT'ed. Fr. 18 35 GladstoneLv.Tues. Thur.Sat. 15 05 Gladstone Lv. Mon. TFed. Fri 1815 Neepawa Lv. Tues. Thar. Sat 16 03 Neepawa Lv. Mon. TVed. Fri. 15 55 Minnedosa Lv.Tues.Thur.Sat, 17 00 Minnedosa. Mon. Wed. Fri. 1515 RapidCity Ar. Tues. Thnrs 1820 Rapid Citv Lv. Wed. Fri' 1315 Birtle Lv. Sat. 1915 Birt.le Lv- Tues. Thurs 19 30 Birtle Lv. Mon. IVed. Fri. 12 30 Binscarth. .Dv. Tues. Thurs. 20 50 Binscarte ...Lv. Sat. 20 34 Bínscartb Lv. Mon. 1125 Binscarth Lv. TTed. Fri. 1105 Russell Ar. Tues. Thur, 2140 Russell Lv. Wed Fri. 9 40 Yorkton.... Arr, Tues. Thur. 120 Yorkton Arr. Sat. 23 30 Yorkton Lv. Mon. 830 Yorkton Lv. TFed. Fri. 700 W. R. BAKER. A. McDONALD, General Manager. Asst. Gen.Pas. Agt MJÖG STÓR Flannelettes Teppi Hvít og grá að lit 75C. parið. Einnig hvít ullateppi ágæt, 7 pund að þyngd $2.75 574 Jlain Stv. Telefón 1176. Nói dansaði á brókinni. Það var ekki sama víuið sem Nói dansaði blindfullur á brókinni af, sem W. J. Bawlf. HTiolesale & Rcatale vin- sali á Princess Street selur. Hann selur gott vín. sterkt vín, dauft vín, ódýrt- og dýrt vín, og vindl- árnir alveg'fyrirtak. W. J. BAWLF. Grrain Exchangc Ituilding, PRINCESS ST. TFINNIPEG. fooflflinc Restanrant Stærsta Billiard Háll í V Norð-vestrlandinu. Fjögur “Pool”-borð og tvö “Billiard”- borð. AHskonar vin og vindlar. Lennon & Hebb, Eigendur. CHINA HALL. 572 i;iain Strcet. Komið æfinlega til CHINA HALL þeg- ar yður vanhagar um eilthvað er vér höfum að selja. Sérstök kjörkaup á hverjum degi. “Tea Sets” $2.50. “Toilet Sets $2.00 Hvorttveggja á ágæt og ljómandí falleg L. H. COMPTON, Manager. KAUPIÐ HUS Med lagu verdi og Hægum borgunarskilmalum. Tvídyrað hús á McMillan Ave., Fort Rouge, framhlið úr múrsteini, 7 herbergi hvert hús, á stórum lóðum,—Einlyft hús (Cottage) og verzlunarbúð að 444 og 446 Notre Dame Ave west. Lóðin er 45X120 fet. — Tvílyft hús að 937 399 og 477 Young Str. — Eimm hús áföst (Terrace) 405 til 413 McDermott Str. Tvídyrað hús, 356, 358 Paciflc Ave. — Tvílyft hús á horninu á Lulu og Comm- on Str.—Tvilyft hús aðl55 Alexander Ave.—Nr. 255, 259, 261 Stanley Str., ein- lyft hús (Cottage) og tvídyrað hús. —Nr. 490 Logan Ave.— Nr. 23 og 25 Martha Str. —Nr. 138 og 140 Angus Str. Mánaðar-afborganir, aðeins lítið hærri en venjuleg húsaleiga, eru þeir borgunarskilmálar sem vér gefum kaupendum. Komið og talið við okkur Q. A. Muttlebury, 459 iTain Str. == Winnipeg. Hver sem Klippir út þessa auglýsingu, kemur með kana til vor og káupir af oss alfatnað fyrir $10.00 eða $10.00 virði af vöruVn, fær oke.vpis í kaupbætir $2.00 hatt. Þeim sem kaupa fyrir $15.00 gefum vér besta hattinn í búðinn, og mega þeir velja hann sjálfir. Þér verð. ið að sýna oss þessa auglýsing til þess að fá þessar kaupbætur Þetta gildir þar til öðruvísi verðnr auglýstl LOIVG <&: CO. Palace Clothing Store, Winnipeg. ‘458 MAIN STREET. ITANITOBA. Kynnið yður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestu annarstaðar. íbúatalan i Manitoba er nú............................ 250,000 Tala bænda í Manitoba er.............................. 35,000 Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bushels............ 7,201,519 “ “ “ 1894 “ “ 17,172.883 “ “ “ 1899 “ “ 27,922,230 Tala búpenings í Manitoba er nú: Hestar.................. 102,700 Nautgripir............... 230,075 Sauðfé................... 35,000 Svín..................... 70,000 Afurðir af kúabúum í Maritoba 1899 voru................. $470,559 Tilkostnaður við byggingar bænda í Manitoba 1899 var.. $1,402,300 Framförin i Manitoba er auðsæ af fólksfjölguninni, af auknum afurðum laudsins. af auknum járnbrautum, af fjölgun skólanna, af vax- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi velliðan almennings, í síðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum... 50,000 Upp í ekrur.............................................2,500,000 og þó er siðastnefnd tala að eins einn tíundi liluti af ræktanlegu landi í fylkinu . Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflyténdur, þar er enn þá mesta gnægð afjágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mörg uppvaxandi blómleg þorþ og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir karla og konur. í Manitoba eru ágætir frískólar fyrir æskulýðinn. í Manitoba eru mikil og fisksæl veiðivötn, sem aldrei bregðast, í bæjunum TVmnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú vera vfir 5,000 íslendingar, og í sjö aðal-nýlendum þeirra í Manitoba, eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru í Norðvesturhéruðunum og British Columbia um 2,000 íslendingar. Yfir ÍO millionár ekrur af landi í Manitoba, sem enn þá hafa ekki verið ræktaöar, eru til sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum. Þjóðeignarlönd í öllum pörtum fylkisins, og járnbrautarlönd með fram Manitoba og North TFestern járnbrautinni eru til sölu. Skrifið eftir nýustu upplýsingam, kortum o. s. frv. alt ókeypis, til: JOHN A. PAVIDSON, Minister of Agriculture and Immigration, WINNIPEG, MANITOBA. Landsölnmaður 462 Main Street. Bæjarlóðir á Ness St., hver á $150, vita út að tveimur strætum, frá Port- age Ave. til Notre Dame Ave. — Lóð á Ross Ave., rétt fyrir vestan Nena Str., $175.—Á Elgin Ave.: 10 lóðir á horninu á Nena Str., stærð 27JX110 fet, verð $250 hver lóð.—Hús til sölu á horninu á Sargent og Agnes St., verð $450. Þetta eru óneitanleg kjörkaup. Eg er á skrifstofu minni kl 8—10 á laugardagskvöldum. Alexandra °* Meiotte RJOMA-SKILVINDUR. Ef þú hefir 7 kýr, þá eru þær, með því að nota rjómaskil- vindur, þér eins arðsamar og þó þú ættir tíu kýr og enga skilvindu, og þoss utan er tímasparnaðurinn, og sparnaður á vinnu og iláta kostnaði. Bændur sem seldu smjör á 8 til lOc. pundið, hafa fengið 16 til 20c. fyrir pað siðan þeir keyptu skilvindurnar, og haft einn fjórða meira smjör til sölu. Ef þú óskar eftir sönnunum fyrir þessum staðhæf- ingum eða vilt fá upplýsingar um verð og söluskilmála á þessum skilvindum sem orka þenna vinnusparnað ogaukna gróða, þá skrifaðu á íslenzku ef þú vilt til PB R- A. Lister & Co. Ltd. 232 KING ST. - WINNIPEG. Undarleg fæðing. Stundum hefir það borið við að föðurlaus börn hafa fæðst, en móður- laus aldrei. En nú hefir Ir, E. J. Bawlf, 195 Príncess !Str. á þessu síðastliðna ári, getið af sér móðurlausan dilk, — sína stóru kola-, eldiviðar- og gripafóður verzlun, sem nú er að vaxa yfir höfuð allra annara verzlana af sömu tegund hér í bænum, og orsakirnar eru hans lága verð, góða viðmót og áreiðanlegu viðskifti. Komið og kaupið, þá munuð þér ánægðir verða. 95 Princess Street. E. J. BAWLF, Grætið þess að þetta vörumerki sé á vindlakassanum. Og styrkið atvinnu- stofun vora Eftirfylgjandi eru nöfnin á þeim vindlum, sem búnir eru til af Winnipeg Union Cigar Factory. Up and Up. Blne Ribbon. The IVinnipeg Fern Leaf. Nevado. The Cuban Belles. Verkamenn ættuæfinlega að biðja um þessa vindla J. BRICKLIN, eigaudi, Cor. Main og Rupert St. Búnir til af karlmönnum en ekki af börnuni OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÝ.JA Fæði $1.00 á dag. 718 itlain 8tr. THE CRITERION. Beztv vín og vindlar. Stærsttog heztp Billiard Hall i bænum. Borðstofa uppi á loftinu. John Wilkes, eigandi. The Great West Life Assnrance Company. Aðalskrifstofa í Winnipeg, Manitoba. Uppborgaður höfuðstóll Varasjóður $100,000.00 $428,465.55 Thc Oreat West Ufe félagið selur lífsábyrgðir með öllum nýustu og beztu hlunnindum sem fylgt geta lífsábyrgð- um. Og þar eð þetta félag hefir aðal- skrifstofur sínar hér, og ávaxtar alt fé sitt hér f Vesturlandinu, þar sem háar rentur eru borgaðar, þá getur það aflað meiri inntekta fyrir félagsmenn sina, heldur en nokkurt austurfylkja félag getur gert. The- Great West Life Assurance Co 5 * T m m , 0 Areiðanlega það bezta er m m m m m m m m m m m 9 m m Ogilvie’s Miel. Sjáið til þess að þér fáið ÓGIVIE’S. # m m m m m m m m m m m ##*####################### \

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.