Heimskringla - 14.06.1900, Blaðsíða 1
1 fíí) fífífí Flugur op “Mosqu-
♦ / UU,UUU ilos>> fangaöar hér á
1 hverjum degi. Fáid yður hurðir
♦ og giugga úr vírneti. Viðhölum
♦ J>að á ýmsu verði og með allskon-
2 ar litum,
♦ Trading Stamps. Cash Coupons.
♦ ANDERSON & THOÍTAS,
X jARNVÖOtUSAIiAK ðitö M.AIN ST.
^♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
—«—
XIV. ÁR
Hammocks
Ekkert þægi-
legra i hitunum
en að hvíla sig í "Uammock”
Reynið þaö einu siuni. Vér höf-
um þá á mismunandi verdi.
Trading Stamps. Cash Coupcns
ANDERSON & THOMAS,
. Jarnvörusalar 588 Main St. w
©♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^
WTNNIPEGí, MANITOBA 14. JÚNÍ 1900.
Nr. 36.
PENINQAR LANADIR. Hægar mánaðar afborganir.
Vér erum umboðsmenn fyrir hið bezta og ríkasta lánfélag
sem bækistöðu hefir i Winnípeg.
VILTU EIQNAST Laglegt og vel vandað einloftað hús
(Cottage) á Alexander Avenue ? Það er úr timbri, á
steingrunni og kostar $1200.
TAKID VATRYQQINQ— {> TnB p„0eNix of london”.
Það er hið elzta og bezta vátryggingafélag í heimi.
Nares, Robinson & Black,
Bank of Hamilton Cliambera.
? 'íi.'
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Ástandið í Kina er alt annað en á-
litlegt um þessar mundir. Hér um bil
norðurhelft keisaradæmisins er að meira
og minna leyti undir yfirráðum óaldar-
seggja og morðvarga, sem tilheyra
leynifélaginu “Boxers”, eða sem stund-
um er kallað “félagið með langa hníf-
inn”. Mælt er að núverandi stjórn sé
hrædd við þetta félag, eða jafnvel hlynt
því. Hvorki stjórnin né hershöfðingj-
arnir aðhafast nokkuð til að stemma
stigu fyrir þessum óaldarlýð. Conger
ráðgjafi heflr lýst því yfir, að stjórnin
virðist viljalaus eða vanmegna til að
bæla yfirganginn og vandræðin niður,
Og herinn væri hálfhræddur við þessa
‘Boxers'.
Nú er sagt að Kruger gamli við-
hafist i vagni á Machudrop-vagnstöðv-
unum. Fiéttaritari, sem fékk að tala
við 'hann, segir að hann hafi verið
þreytulegur á svipinn, sat og reykti
pípu sína í ákafa. Hann sýndi enga
ánægju yfir þvi að tala við fregnritann.
Kruger á að hafa sagt þetta ’við fregn-
ritanni “Það er alveg rétt að Bretar
hafa umráð á Pretoria, en það þýðir
ekki það, að striðið sé búið. Búarnir
eru ákveðnir með því að berjast eins
lengi og mögulegt er, Á meðan þeir
hafa 600 hermenn í Transvaal, gefast
þeir ekki upp fyrir Bretum.
Fréttaritarinn áleit að Búar yrðu
að hætta striðinu þegar höfuðborg
þeirra væri tekin.
"Höfuðborgin tekin !” hafði Krug-
er upp eftir honum, og hélt svo áfram:
“Höfuðstaðurinn samanstendur aðal-
lega af grjóti, múrsteini og steinlími.
Það er alt og sumt. Stjórnin er hérna
í vagninum þeim arna. Aðsetursstað-
urinn myndar ekki stjórnina og stjórn-
in starfar enn þá jafn ötullega og hún
hefir gert hingað til. Það er alt eins
þægilegt fyrir stjórnina að búa í vögn-
um og fam aftur og fram frá einum
stað til annars, og vera þar sem vand-
ræðin og nauðsynin þarfnast hennar.
“Það er sagt að þú hafir með þér
tíu milíóna virðí af gulli”, sagði fregn-
ritinn.
“Það er engin hæfa”, svaraði Krug
er. “Ég hefi auðvitað svo lítil skild-
ingaráð, sem ég þarf í stjórnarþarfir.
En svo ætla ég ekki að segja þér hvar
fjárhirzla Transvaal er geymd. Látum
Lord Boberts leita hennar og hremsa
hana, ef hann getur”.
“Það er líka altalað á Englandi að
þú ætlir að forða þér með hollenzku
herskípi til Norðurálfunnar”, sagði
fregnritinn.
“Það er líka önnur lygi”, svaraði
Kruger. “Ég þekki ekkert hollenzkt
herskip, sem ég hefi tækifæri að fara
með, og mér hefir aldrei dottið í hug að
flýja landið mitt. Ég ætla aldrei að yf-
irgefa Transvaal, og óg get ekki enn þá
séð, að þess gerist nokkurn tima þörf
fyrir mig”.
Sagt er að Búar geymi brezka
fanga i grindum úr gaddavír, og þykj-
ast þeir hart haldnir. Bretar ættu að
geta losað fangana fljótlega úr kvíum
þessum, ef þei: hafa slík ráð yfir Trans-
vaalríki og beir láta.
Hraðskeyti frá Shanghai, Kína, 7.
þ. m. segir, að um 900 brezkir liðsmenn
séu komnir þar á land af enska flotan-
um. Er þetta sagt meira lið en öll hin
Stórveldin eigi þar til samans. Þetta
enska lið er vel útbúið og ætlar að
brjóta sér leið frá Tien Tsin til Pekin,
höfuðbórgarinnar.
Nýlega hefir kínverska herliðinu
lent saman við uppreistarflokkinn(Box-
ers); 200 höfðu fallið, en hvað margt af
hverra liði er ófrétt enn. Sagt er að
sumt af stjórnarhermönnunum hafi
hafi hlaupið yfir i lið upphlaupsmanna.
Keisara-ynnjan hefir skipað hershöfð-
inja Neigh Si Chong að sjá um að járn-
brautarlestir geti komist óhindraðar út
og inn í Pekin. Hann hefir 8000 her-
menn. Enn fremur er mælt að kaþó-
ólskum mönnum hafi lent saman við
Boxarana nýlega, og að kaþólíkar hafi
borið hærra hlut í þeim viðskiftum.
Víða fram með járnbrautinni frá
Pekin, f nokkurri fjarlægð, hefir þessi
þorparalýður sett eld á brautarstöðvar
og höggið telegrafsstoðir' og eyðilagt
vírana. Lítur ástandið all-fskyggilega
út í Kínaveldi í þenna mund, og spá
sumir að þar verði blóðugra og stór-
íeldara stríð innan skamms, en heimur-
inn hafi nokkurn tíma þekt áður.
Um morðmálið í Anoka, Minn., og
sem minst var á í þessu blaði fyrir
skömmu síðan, er það nú að segja, að
Mrs Wise tilnefndi Harry Balcom nokk
urn, sem líklegasta manninn til að
hafa framið manndrápin. Mrs Wise er
nú dauð. Mr. Wm. Wise hafði átt $500
hjá þessum Balcom, og höfðu þeir átt
ýms viðskifti saman, og Wise á að hafa
haft orð á því við kunnuga menn, að
Balcom, hafi haft í heitingum við sig.
Balcom þessi hefir slæmt orð á sér al-
ment þar sem hann er þektur. Lög-
reglan er nú á hælunum á honum, og
sagt að hún sé að styrkjast í þeirri trú,
að Balcom sé morðinginn. „ Önnur
dóttir Wise er sagt að muni missa vitið
út úr hræðslu og sorg.
Viðskiftin eru óðum að aukast á
millum Cuba og Bandaríkjanna. Á
yfirstandandi fjárhagsári munu vörur
þær sem Cuba selur á Bandarfkjamark-
aðinu vera 31 milióna dala virði, Fjár-
hagsárið 1898 seldi Cúba Bandaríkjun-
um vörur að eins 15 milíónir dala virði,
en árinu áður borguðu Bandamenn Cu-
ba-búum $18,500,000 fyrir vörur. Aftur
á móti nema innfluttar vörur frá
Bandaríkjunum til Cuba 25 milíónum
dala í ár, en 1996 voru ihnfluttar vörur
frá Bandaríkjum að eins $7,530,000
virði.
Sömuleiðis fer viðskiftalífið milli
Bandaríkjanna og Filipseyjanna óðum
vaxandi, þrátt fyrir fram haldandi ó-
frið, þar á milli.
Flestir eða allir, sem ætlað hafa til
Cape Nome, eru nú lagðir af stað þang-
að. Frá Seattle og Tacoma hafa lagt
af stað um 10,000 sálir. Fólk þetta
hefir komið frá öllurn stöðum heimsins.
svo sem frá Ástralíu, Suður-Ameriku,
Suður-Afríku, og vfðsvegar úr Banda-
ríkjunum, og, sem sagt, alstaðar að.
Síðan 15. Apríl í vetur hafa 52 skip lagt
á stað þangað, og með þeim hafa farið
9700 me n og konur Það má því á-
ætla að fólkstalan f Cape Nome verði
í haust orðin 20—25,000. með því fólki
sem þar var fyrir, og þeim námamönn-
um, sem fara þangað úr Yukon-hér-
aðinu. Útbúnað og vörur, sem þetta
fólk hefir flutt með sér, má ætla að
nemi 5 milfónum dala, þangað hafa
verið fluttar góðar og dýrar námavél-
ar ög margt fleira.
Seint í vikunni sem leið var upp-
hlaup af hendi verkfallsmanna f St.
Louis. Strætisvagnafólagið ætlaði að
byrja aftur fyrir alvöru að láta strætis-
vagnana ganga. Voru verkfallsmenn
safnaðir saman og gerðu þegar óeirðir.
I upphlanpinu lentu um 2000 menn.
Verkfellendur skutu strax á vagnana
og þeir ætluðu af stað. Ríðand. varð-
lið var við hendina, skaút það út í loft-
ið til að hræða upphlaupslýðinn, sem
bæði skaut og grýtti. John Goetling,
myndasmiður, sem stóð nálægt orustu-
vellinum, fékk skot í gegn um sig og er
talinn frá. Sömuleiðis fór kúla í brjóst
ið á konu einni, og 3 lögregluþjónar
urðu fyrir skotum.
Nálægt Moosomin, N. W. T., voru
framin hryllileg morð í vikunni sem
leið. Vinnumaður réðist á húsbóndann
og húsfreyjuna sofandi og drap þau
bæði; sfðan 5 börn, en vakti hið 6.
(dálitla stúlku) og skipaði henni að fara
til næsta bæjar og segja frá því að
hann væri búinn að drepa alla familí-
una nema hana, og kvaðst ætla að
skjóta sig sjálfur á meðan hún væri f
burtn. Þegar hún var farin heyrðist
skot, Þégar fólk kom þangað með
stúlkunni, var McArthur, húsráðand-
inn f andarslitrunum; eínnigsonur hans
Russell, dó litlu seinna. Liklegt þykir
að brjálsemi hafi knúð manninn til að
vinna þetta skelfilega hryðjuverk.
Fylkiskosningar fóru fram í Brit-
ish Columbia á laugardaginn var.
Fréttir segja að “Svarti” Joe hafi að
eins fengið 8 sæti af 38. Conservatívar
náðu 20 sætum. Fóikið er hætt að trúa
Liberölum fyrir völdnm hér f Canada,
ef það hefir tækifæri til að greiða öðr-
um atkvæði, og fær að ráða.
Sagt er að búið sé að handtaka Pio
de Pillar hershöfðingja, sem talin hefir
verið einn með helztu foringjum upp-
reistarmanna á Filipseyjunum. Hann
náðist nálægt Manila.
Sagt er að stjórnin í Kína hafi harð
lega ámint Neigh hershöfðinSja fyrir að
hafa látið skjóta á uppreistarmennina
(Boxers). — Trúboðar frá Bandaríkjun-
um hafa sent hraðskeyti til McKinley
forseta og beðið um vernd, segja þeir
að trúboðar og stöðvar þeirra séu í
hinni mestu hættu. Tun-Chan trú-
stöðvarnar hafa trúboðar orðið að yfir-
gefa alveg, og bænahús o,g kapellur
hafa verið brotnar og brendar. Fleiri
hundruð af kristnum mönnum hefir
verið drepið og myrt.
A fimtudaginn var brendi upp-
hlaupslýðurinn kyrkju fyrir Rússum f
Tung-Fingan, 35 milur norðan við
Pekin. Það er verið að gera við járn-
brautina, sem uppreistarmenn skemdu
og eyðilögðu um daginn milli Pieu-
Tsin og Pekin. Mörg hundruð varð-
menn eru við brautina til að verja
verkamennina, svo ekki verði á þá ráð
ist. Þar eru 100 Bandaríkjahermenn,
undir forustu kaft. McCalle, úr varðlið
inu. Þeir eru velbúnir að vopnum.
Jafnóðum og brautin er búin, eru sett-
ir á hana vagnar, sem hlaðnir eru
hertýjum, vistum og hermönnum, til
að berjast við óaldarlýðinn.
Þingið á Prince Edward Island hef-
ir samþykt vínsölubannslög fyrir fylk-
ið. Þetta eru fyrstu vínsölubannslög-
in, sem í raun og veru hafa öðlast gildi
í Canada. Lög þessi banna stranglega
alla smáskamtasölu á áfengi nema til
sakramentis, meðalagerðar og efna-
sameininga við iðnað. Heildsala er
einnig bönnuð, nema til lækna, lyfsala
og utan fylkis.
Það er mjög rætt og ritað un Ba-
den Powell, sem nú er af sumum kall-
aður hetjan frá Mafeking. Ein tvö eða
þrjú prentfélög hafa gefið út ævisögu
hans. Fullu nafni heitir hann Robert
Stephen Smyth Baden Pawell, Hann
er fæddur í Lundúnum 22. Febrúar
1857. í móðurætt er hann kominn frá
kaft. Smith, sem í stjórnartíð Jacobs
I. Englakonungs frelsaði Virginiu-ný-
lenduna, sem þá var að myndast, i
Ameríku, frá eyðileggingu. Síðar skift-
ist "i” í “y” í því nafni ættarinnar.
Sumir af þessari Smyths fan ilíu höfð-
ust tíðum við f Egyptalendi og voru í
kærleikum við einvaldshöfðingja þar.
Blöðin segja að drottningin f Kína,
sem er ekkja, hafi flúið til rússneska
sendiherrans og hafist við á heimili
haus. Hún hefir ekki treyst sér til að
halda áfram að styðja “Boxers” lengur
upp á sitt eindæmi. Sé þessi fregn
Sönn, er auðsóð að hverju hnígur fyrir
Rússum.
I California er maður, sem hefir þá
lang-stærstu hjörð af Angora-geitum,
sem menn vita um. Hann á frá 8000
til 10 000 höfuð. Af þeirri hjörð eiu
um 1200 kynbótageitur, svo arðsamar,
að ekki þekkjast aðrar eins. Beztu kyn-
bótahafra, sem hann á, selur hann frá
$25 —$40. Reifið af Angora'geitinni
hjá honum vegur frá 4—6pd., og það
er alls ekki óalgengt að reifið vigti 8 til
10 pd., ef geitin er klipt. Hann hefir
kynbótahafur úr Suður-Afriku, sem
hann nefnir “Paéha”. Reifið af honum
hefi verið minst 12 pd. Hann á annan
hafur, [er hann keypti úr Tyrkjaveldi.
Síðastl. ér vigtaði reyfið, af honum 14
pd. og 12 únzur; í ár vegur það 15 pd,
og 3 únzur. ' Honum hafa verið boðnir
$500 fyrir þenna hafur, en hann er ekki
falur fyrír neitt.
Loubet forseti Frakklands heim-
sótti útlendar sýningardeildir 8. þ. m.
I brezku nýlendudeildinni varð dálitið
þjark. Hon. J. I. Tarte, ráðgjafi op-
inberra verka í Canada, neitaði að fara
eftir ráðstöfun brezka erindrekans, og
af þvl hann léti Canada ekki fá það
sæti þar, sem hann vildi. Hon. Tarte
krafðist þess siðan að Loubet forseti
heimsækti Canada svningardeildina
sem sérstaka deild, sem ekki væri und-
ir eignarráðum Breta að öðrum kosti
léti liann læsa öllum dyrum að henni.
Málið var þegar yfirlegað og Canada
hlaut virðulega viðurkenningu. Horn-
leikaraflokkur Canada spilaði “Mar-
seillaise” í svo miklum æsingi og tryll-
ingí, að þeir gleymdu að gefa hlé fyrir
fagnaðarhrópinu: “Lengi lifi Loubet!”
“Lengi lifi lýðveldið!”, svo tilheyrend-
urnir tóku til sinna ráða og hrópuðu
þetta svo undirtók og bergmálaði í öllu
Þegar Tarte kvaddi forsetann, var
hrópað hástöfum: “Lengi lifi Frakk-
land! ’
Á máuudaginn var kom sú frétt að
Roberts lávarður væri útilokaður frá
fróttasambandi við umheiminn. Er
sagt að það bafi komið sem leíptur og
eldingar úr heiðríku lofti yfir Englend-
inga. Eftir því sem blöðin segja hafa
Bretar og Búar háð hildarleik nú í
seinni tið víðar en í einum stað, þrátt
fyrir það þótt Bretar heima og erlendis
væru búnir að fagna innreið Roberts
og liðs hans í Preteria og teldu stríðið
búið. Á einum stað hafa Bretar mist
600 til 700 menn, en þeir segjast hafa á
öðrum stað náð 1500 Búum til fanga.
Þaá) lítui svo út sem Búar hafi á
síúu valdi stórt svæði, svo Bretar get
ekki látið umheiminn vita hvernig sér
líður. eða hvernig leikar ganga þar.
Sá eini nafnþektur maður brezk' r, er
lætur til sín hoyra, er læknir við hosp-
italið í Roodeval. Hvað orðið hefir af
öllum brezkum mönnum þar, er ráð-
gáta uú sem stendur.
Forsætisráðherra Schreiner í Cape
Town hefir orðið að segja af sér vegna
þverrandi fylgis. Orsök til þess að
fylgismenn hans yfirgáfu hann er sögð
si’, að Schreinir hafði ætlað nú þegar
að koma fram með hegningarlagafrum-
varp gegn uppreistarmönnum í sínu
fylki.
Síðustu daga hafa herfréttirnar úr
Suður-Afríku bent á að Bretar og Bú-
ar haldi áfram að berjast, og siðasta
fréttin segir, að Bretar hafi beðið ósig-
ur við Elandsfontein, og hafi þar fallið
150 hermenn og 750 særzt.
Hiaðskeyti frá Bloemfontein á
þriðjudagjnn var hljóðar á þessa leið:—
Járnbrautir eru nú í höndum Breta
aftur. Það er verið að gera við þær og
gengur fljótt og vel, þvi nóg er af við-
gerðarefni í Bloemfontein. Hemála-
stofa Búa segir, aÍ Dewet herforingi
hafi náð, 2. Júní, um 8000 pörum af
brekánum, skóm og vetlingum; sn
vegna þess að hann gat ekki flutt alt
þetta herfang með sér, þá brendi hann
það sem hann gat ekki flutt. Dewet
segist hafa sjálfur eyðilagt 1000 her-
menn fyrir Bretam og tortýnt yfir
500,000 dala virði af eignum. Sagt er
að Bretar séu farnir óbeinlínis að bjóða
yfirmönnum Búa háar fjár ipphæir til
að gefast upp. Tilboðin eru ekki lægri
en 10 þúsundir dala um árið.
ATHUGASEMD. í 84, tölublaði
Hkr. er getið um tilraun kaft. Streeter
að ræna landi. Þar er sagt að Miles
hershöfðingi hafi gefist upp ásamt 4 fé
lögum sínum, þegar þeir sáu lögregl-
una koma o. s. frv. —í Hkr. er fregn-
in um kaft. Streeter tekin úr blaðinu
Free Press hér í bænum, sem er eitt-
hvert bezta fréttablað í Vestur-Canada.
En svo hefir einn eða fleiri náungar
verið að gera athugasemd við þessa
frétt i Hkr., að meintur væri þar einn
af aðalhershöfðingjum Bandarikjanna
með þessum Miles; í ráðvendni! halda
þeir að ekki só til nema einn maður að
nafni Miles, í Bandaríkjunum !! Blaðið
Free Press kallar þenna mann Miles,
og eftir því var farið með fréttina í
Hkr., og getur hver læs maður fengið
að sjá þetta Free Press blað hjá ritara
stjórnarnefndar Hkr.
The Home Life Association
of Canada.
Aðalskrifstofa í Toronto.
Möíuðstóll—em millíóíi dollars.
Full trygging í höndum sambandsstjórnarinnar.
Lífsábyrgðarskýrteiui Home Life félagsins gildahvar i heimi sem er. Eng-
m höft eru lögð á skírteinishafa hvað snertir ferðalög. bústað eða atvinnu. Þau
eru ömótmælanleg eftir eitt ár frá dagsetningu.
Skírteinin hafa ÁBYRGST VERÐGILDI í uppborgaðri lífsábyrgð pen-
ingum og lánsgildi, eftir þrjú ár. ’
Leitið upplýsinga um félagið og ábyrgðarfyrirkomulag þess hjá
W. H. WHITE, ARNI EGGERTSSON,
MANAÖER. GENERAL AGENT.
Mclntyre Block, Winnipeg. P. O Box'845,
MINNEOTA, MINN., 30. MAÍ 1900.
(Frá fréttaritara Hkr.).
Tíðarfar hefir nú um langan tíma
verið þurt, svo farið er að votta f yrir
skemdum á ökrura. — 11. þ. m. flutti
Þórður læknir Þórðarson vísindalegan
fyrirlestur um “hið illa í tilverunni”.
Allir tilheyrendur luku lofsorði á fyrir-
losturinn. — Þau hjónin Sigmundur
Jónatansson og Hólmfríður Magnús-
dóttir fóru héðan um daginn til Wis-
consin í kynnisför til Ingibjargar dótt-
ur sinnar; búast þau við að verða einn
mánuð í burtu. — Ekki alls fyrir löngu
sendi séra Hafst. Pótúrsson í Kaup-
mannahöfn mér síðasta heftið af riti
sínu “Tjaldbúðin”. Það er snildarlega
samið rit frá sjónarmiði prests og þjóð-
vinar, en ritið kastar heldur skugga á
dýrðarljóma Vesturheims-prestanna,
Jóns og Friðriks.
Sprengivatn.
Hraðfregn frá Rómaborg til Lundúna
á mánudaginn 7. Mars, getur þess, að
tilraunir Cornara, ofurstans, sem fund-
ið hefir upp að nota til sprenginga
splundurefni það, er felst í rafmögnuðu
vatni, veki hvivetna nákvæma eftirtekt
og undrun meðal hermannanna, Corn-
ara hefir nýlega lukkast að sprengja
með þessu rafurmagnaða vatni ramm-
lega lokað stálhylki. Kostir þessa
sprengivatns eru meðal annars þeir, að
auk þess sem það er ákaflega aflmikið,
er það og ódýrt og hættulaust í með-
ferðinni.
Sú skipun hefir nýlega útgengið
frá stjórn vorri í St. Paul, að fasteigna-
og lausafjárskattur skuli hækka að
mun á þessu ári. — Skórinn harðnar
smámsaman á fótum vorum hér. —
Stjórnarskýrslur vorar segja, að á 6
mánaða tímabili, er endaði 81. Október
siðastl., hafi innfluttar vörur til Fil-
ipseyja numið $9,758,138; þar af var frá
Bandaríkjum $635,495; og þó herjum
vér þangað til að ná valdi í hinni arð-
miklu verfclun eyjabúa. Á þessu tíma-
bili seldu Kínvorjar—þessi fáráða þjóð,
sem kölluð er— Filipseyingum $4,165,-
940; Bretar $1.515,893; Spán meira en
$1 milíón. Af þessu sést að það eru
Kínverjar, sem hafa þær vörur er eyja-
búar æskja eftir. Þar af leiðandi mun
hvorki hervald né lagaleg harðstjórn
draga verzlúnina hingað. Á sama
tíma seldu Bandamenn Canadamönn-
um $86,587,484 virði af vörum, sem
nemur 62% af aðkeyptum vörum í Ca-
nada. Bandamenn telja sig eiga Fil-
ipseyjarnar, en hafa ekki þær vörur
fram að bjóða, er eyjabúar þarfnast,
en yfir Canada hafa þeir engin völd,
þó fá þeir þaðan meiri verzlunararð en
nokkur önnur þjóð. Mundi eigi það
samkvæmara nútíðar mentun og mann-
úð, að hlúa þar að verzlun er hún get-
ur gengið mótþróalaust, heldur en að
ryðja sér braut til markaðar með her-
valdi, og þar með að misbjóða þjóð-
inni, í tilliti til manntjóns og skatta-
álaga.
Sjónlaust, heyrnarlaust og
mállaust skáld.
Tommi Stringer, sem er heyrnar-
laus, mállaus og sjónlaus, hefir samið
skáldsögu og dregið upp myndir, sem
fylgjn henni. Hann er nú á 5. stigi í
málfræðisskóla í Boston, og er fyrsti og
eini pilturinn sem gengið hefir á þess-
konar skóla í þeim bæ. Nýlega samdi
hann sögu sem heitir ; 1 ‘Tveir drengir
í Boston : Hreintrúar (puritan) piltur-
inn frá 1690 og Bostondrengurinn 1900.”
Dregur ungi rithöfundurinn fram bráð-
skarpleg rök fyrir mismuninum á hög-
um og háttum þessara söguhetja sinna,
og endar líkingafærzlu sína á þessa leið:
“Það gleður mig m jög að litli hrein-
trúardrengurinn tókst á hendur að
flytja vistferlum til Boston yfir hið
mikU bylgjuþrungua haf 1C90, en ég
sjálfur vildi þó miklu heldur vera Bost-
on pilturinn árið 1900.”
Myndirnar { sögunni bjó höf. til á
þann hátt, að hann klipti þær til úr
hvítum pappir og límdí þær á dökkan
grunnflöt. Þannig gerði hann myndir
af fólksvögnum, vindmilnu, seglskipi
og strætavögnum,—sem hann anðvitað
hefir aldrei séð né heyrt.
KVÆÐI.
Flutt við ársfjórðungslok stúkunnar
Heklu, 4. Maí 1900.
Bindindismenn sem berjast eru fyrir
Bauvænni siðspilling oghrinda á braut,
Nu eytt höfum miklu er áður var fyrir
Uppslitið þyrni en blóm stráð á braut,
Mannkyni lyft á sjónarsvið æðra
Til að sjá hvað er vansæmi’ og sorg,
neyð af hlaut.
u u,
Með mannást og kærleika vort stríð-
andi fer lið.
Pað skal vort sverðið til drykkjuskapinn
En vér drögum inn aftur með farsæld
og frið.
Þeir sem drekka frá sér vitíð og veikja
sina krafta,
Og vasana tæma þeirra hrellandi ráð
Vér hefjum þá til hamingju’ er á helveg-
um glapta;
Því hver þá fer leiðhún er vansæmistráð
Þegar maðurinn sem eins og sauðskepna
er viltur,
Sér ekki og vill ekki neinu að gá,
Af áhrifum vínandans orðinn svo spiltur
Að ekkert vansæmdar hneyksli kann sjá
Um saurlifnað, siðspilling syngur hann
kvæði,
Því sjónin og vitið ei veita kann lið.
Konuna’ og börnin oft ber þá i bræði
Og brýtur svo kærleikans helgasta frið.
Allan vorn lífsstarfa erfa vor börnin,
Hvort ilt eða gott er sem við höfum sáð
Og ef það er ilt—ja, hver verður þá
vörnin
Þegar velsælu laudinu hinu er náð.
Vökum og störfum, ei höngum né hým-
um
Yfir heimsku og vana sem að vit fær
forsmáð, '
En tökum á móti og glottleitir glímum,
Vor glímubrögð vizka sé atorka’ og dáð.
Að leita og finna hvar svíðandi eru sárin
Er sannarleg skylda sem reglu vorri ber
Að lækna þau, líkna og líka að þerra
tárin
Svo ljúf er þessi stundin sem helgum
vér því hér.
Þótt ei sjálfir njótum þess alls er vér sá-
um,
Þá áfram samt höldum þars markinu .
að ber,
Því eitt er þó víst ef að vel vér gáum,
Að líf vort það á köllun og skyldur á sér
neroum æ meira og meira og meira
vort skeið
Ef fánamark kærleikans fyrir höfum
stafni
V íð fannum þá siðast að leið verður
greið.
íklæðum vort siðferði sannleiksást,
_T .. ,, ,, skrúða,
Undir sólgullnri skykkju á mannúðar-
. skör,
ötigum vér allir, nú strenpjum þa
heítin,
I stefnu til jafnréttis leiðum vor kjör.
Lifi hún Hekla og lifið þið bræður,
Og líka þið systur er styrkið vort mál.
Vort gullvæga áform ei gefið á glæður,
En á galleiðu fetið mót bakkusar brjál.
Eg kveð ykkar stúku í síðasta sinni
Með samvizku ró, en þó hrærður í sál,
Og óska’ öllum góðs sem að eru hér inni
Friður og eining styrki ykkar mál.
SlGURÐUR VILHJALMSSON.