Heimskringla - 14.06.1900, Blaðsíða 2

Heimskringla - 14.06.1900, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 14 JUNI 19CX). Heimskriiigla. PUBLISHED BY The Heimskringla News 4 Fnblishing Co. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 um á.rið (fjrrirfram borgað). Sent til íalands (fyrirfram borgað af kaupenle am blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist í P.O. MoneyOrder Begistered Letter eðaExpress Money Oraer. Bankaávísanir á aðra banka en i WinnipeK að eins teknar med afföllum. «. Ii. Baldwinson, Editor Office : 547 Main Street. P O. BOX 306. Eimreiðin. Hfln er nýkomin hingað vestur: Hfin er á eftir venjulegum tíma í þetta sínn. Hfin er tvöföld í roðinu nfi, þ. e. hfin er talin 2 hefti. Hfin telur 156 hlaðsíður í báðum þessum heftum. Efnisyfirlit er: “Um kosning- ar” (eptir Pál Briem). “Nokkur kvœði” (eftir Steingrím Thorsteins- son). “Dóttir mín” (eftir Guð- mund Friðjónsson). “Til Vestur- íslendinga” (eftir Matthias Jochum- son). “Nýjungar í jarðfræði fs- lands” (eftir Helga Pétursson). “Reykjavík um aidamótin 1900” (með 17 myndum, eftir Ben. Gröndal) ‘Tvö sönglög” (eftir Jón Friðfinns- son). í eyðuna” (eftir Valtý Guð- mundsson). “Aflið í bæjarlækum” (eftir V. Guðmundsson), Svo er Ritsjá eftir eina 4 höfunda og síðast “íslenzk hringsjá” (eftir dr. V. Guð- mundsson), Prentun, pappír og prófarka- lestur er mjög svipað og áður. Ef til vill betri prófarkalestur nfi en í fyrra. Og yttrleitt er málið tölu- vert íslenzkara. “Um kosningar” (fyrir lestur) er auðsæilega samið af lesandi og hugsandi manni. 011 bygging fyrirlestrarins er á erlend- um grundvelli. Alt sem höf. er að tala hafa erlendir höfundar sagt áð- ur. En þótt svo sé, þá meinar höf. vel og vill vekja íslendinga til- eftir- töku og umhugsunar í þessu efni. En hætt er við að almenningur á íslandi hafi yfirleitt ekki mikið gagn af fyrirlestrinum, nema að eins að því sem viðvíkur, að fjölga kjörstöð- um. Það mál hefir rector Jón A. Hjaltalín borið upp á Alþingi hvað eftir annað, en þingheimur heflr ekki getað skilið það, og því felt. Hefir hraparleg fáfræði ráðið þar gerðum þingsins. Það ætti ekki einasta að vera einn kjörstaður í hverjum hreppi, heldnr 2 til 3 eftir stærð og strjálbýlum. Kosningarað- ferð sfi, sera höf. er að lýsa, getur ekki komist að nema þar sem ákveð- in flokkaskipun er, en hún er ekki til á íslandi. Að því leyti mun því fyrirlestur þessi gefa litla eftirtekju. Höf. virðist álíta flokkaskipun nauð- synlega. Því þá ekki að byrja að taka steininn fir götunni frá henni, og stilla henni á stokkana, og koma síðan með leiðbeiningar um kosn- ingarlögin, Það virðist eins og Björn skipasmiður byrji á að sauma seglið fyrst, og síðar ef til vill, ætli hann sjálfur eða einhver að smíða skipið. Þv’ miður mun þessi fyrir- lestur ekki verða eins gagnlegur fyrir íslendinga eins og höf. hans befir haft mikið fyrir að safna efn- inu 1 hann og smfða. Viðleitnin er virðingarverð, en ekki er hún ein- hlýt, “Nokkur kvæði”, eftir Steingrím Thorsteinsson. Þau eru Ijfif og lip- ur eins og alt eftir þann höf. “Dóttir mín”, eftir Guðmund Friðjónsson, erlíklega brot úr skáld- sögu. Höf. er tæplega eins hljóm- mikill í stílsmíði þessarar sögu, og hans er vandi og venja. “Hið and- lega taugakerfi” sögunnar er ekki eins stælt og öflugt og vænta hefði mátt frá Guðmundi skáldi Frið- jónssyni. “Vestur-íslendingar, cftir Math. Jochumsson, eru 3 kvæði komin fit fyrir löngu síðan hér og þar, nema hið seinasta, það kom fit í “Þjóðviljan- Um” í vetur, og nú í “Eimr.” Kvæði þessi ættu allir Vestur-íslend- ingar að kunna- en þó einkurn hið síðasta. Kvæðin eru lifandi eftr- myud af “innra manni” Matthiasar gamla. “Nýjungar í jarðfræði íslands”, eftir Helga Pétursson, er vísindaleg ritgerð, stutt, en vel samin, Sannar hfin að fleiri f s a 1 d i r hafa gengið yflr fsland, en menn höfðu tekið eft ir og vitað áður. Sú uppgötvan ætti enn þá að vekja nýja eftirtekt á Islandi á meðal jarðfræðinga og vfs- iudamanna erlendis. “Reykjavík um aldamótin 1900” eftir Ben. Gröndal. Það er afar- löng ritgerð og ekki komin nema helmingur af henni. Hún er óvið- jafnanlegt undrasmfði, og enginn getur samið annar eins ritsmíði nema Ben. Gröndal. Á henni er ekkert upphaf og enginn endir, en endir á að koma- Ef höf. væri spurður sjálfur að því; hvað þessi ritgerð eiginlega þýddi, þá myndi hann, ef til vill, svara að hún þýddi: Aftur og fram, upp og niður og alt í kring' Það er ekki gott að dæma ýtar- lega um ritsmíðina fyrri en hún er komin öll. Eflaust hefir hún átt að vera lýsing af Rvík nú um aldamót- in. En aðallega segir hún húsa- byggingarsögu höfuðstaðarins og það jafnvel svo ýtarlega, að sagt er frá, ekki einasta fyrstu byggingu hú38- ins, heldur aðgerð og aftur aðgerð, f allmörgum tilfellum. íbfiar bæjar- ins eru taldir upp allmargir, en ekki eru hfis þeirra miðuð við stærð, held. ur við einhver önnur ömefni. Ekki er höfninni né bæjarstæð- inu lýst að nokkrum mun og ekkert sagt frá hverjir atvinnuvegir eru stundaðir af bæjarmönnum. Nei, aðallega er það hfisalýsing og manna- nöfn, sykrað með allrahanda fitfir- dúrum. T. d. frá atburðum suður í löndum og frá skrýtlum af afa eða ömmu þessa eða hins, sem hann er að tala um o. s. frv. Höfundur gefur enga vegleiðslu skrá, eins og alstaðar er nú gert, f betri bæjum og hefði komið sér mjög vel og verið þarfaverk að gert væri í Rvík. Ef hann hefði gert það, þá var ritgerð þessi miklu hagfæri- legri, fyrir þá, sem vildu finna eða skrifa einhverjum manni f Rvík. íbúaskrá (Directory) Rvíkur mundi að ein3 taka 3—4 blöð. Auðvitað ætti hfin að vera samin eftir stafrofs- röð, með númeri (ef til er) og strætis nafni aftan við mansnafnið. Ritsmíði þessi er sérlega fjörugt samin , eins og alt eftir höf., og allir lesa hana með ánægju og unaði. Ef til vill hefði hún ekki átt að vera í “Eimreiðinni”, neldur sér prentuð. fslendingar hefcfu óefað tekið því riti tveim höndum. Það er eins og það slái skugga á hana að vera klemd inn á milli “annarlegra” rit- smíða í “Eimreiðinni”. í‘f eyðuna” eftir dr. Valtý Guðmundsson, er tvær vísur, I Öf- und, II Að eigin dómi. “Aflið í bæjarlæknum”, eftir dr. Valty Guðmundsson, um hvemig eigi að mæla út afl f lækjum, nytsöm og vel samin ritgerð. “Ritsjá”, eftir eina fjóra, um nýjar bækur. Hr. Einar Hjörleifs- son ritar um leikrit eftir séra Math. Jochumson, “Skuggasvemn”, “Vest- urfaranir” og “Hinn sanni þjóðvilji”. Það er merkilegt að “ísafold” skuli vera orðin of þunn fyrir gagnrýni E. H. Þessi ritdómur er langt frá að vera sanngjarn, frekaren flest annað, sem E. H. skrifar í þá átt- Hans stefna er að “þrýkkja niður” flest. ailra verkum og tilraunum og er slíkt skaði, meiri fyrir E. H. en aðra. Matthias stendur uppréttur fyrir hnútukasti frá sér minni mönnum. Þá gagnrýnir Ólaf. Hansen “Sverd og Bagall (sjónleikur) eftir Indriða Einarsson. Ólaf. Hansen gagnrýnir af þekkingu og mannúð og er auðvitað á undan flestum ís- lendingum í því efni. Þá gagnrýnir dr. Valtý Guð mundsson bók þeirra W. G. Colling- woods og Jóns Stefánssonar. Þar dæmir hann heldua linlega, ef allar þær missagnir og bláberar vitleysur eru í bókinni, sem hahn segir. En lærdómsblæ slær á þann ritdóm. Þá er “íslenzk hringsjá” um ýmislegt sem þýtt hefir verið af ís- lenzku yfir á önnur tungumál nú í seinustu tfð. “Eimreiðin” er betri en hún var í fyrra, enda veitti ekki af því. Von- andi að hún nái sér aftur og verði æ f farbroddi íslenzkra rita. “Annar efnir, annar svíkur. Hon. Hugh J. Macdonald var kosinn af Manitoba-búum með því trausti að hann efndi orð sín. Eitt af því sem hann lofaði þeim, var að komaá vínsölubanni í fylkinu. Hann sýnir strax og hann hefir tækifæri að hann lofar ekki fylkis- búum öðru en því sem hann e f n i r. Nú hefir hann lagt fyrir þingið vín- sölubannslög. Og hann fer lengra í þeim lögum en haun skuldbatt sig til. Hvi lfkur þó mismunur á stað- festu, framkomu og heiðarlegleik þessa mans og Sir Wilfrid Laurier. Á milli þessa drenglynda Hugh John og hins sviksama Sir Wilfrid, er geysilegur mismunur á siðferðis- þreki og lyndiseinkunn”. (Eftir Mail and Empiri, Toronto). Eftir útliti að dæma má vænta þess, að stórkostlegar óeyrðir verði bráðlega í Kína, Verði þar stríð, þá má geta þess til, að Kínverjar eru líklegastir til að sameina sig við Rússa. Þar af flýtur að Frakkar standa á bak við þá hvorutveggju, Um Breta er það að segja, að þeir eru víða önnum kafnir um þessar mundir, þótt mestan mannafla þurfi þeir nú við í Suður-Afríku. Það er því næsta ólúklegt að þeir taki sér- staklega í strenginn f Kína, að svo komnu, en hitt er víst að þeir bak- hjalla Japansmenn eins og þeim er auðið. Það er lítið að marka þótt lávarður Salisbury staðhæfi, að upp- hlaupið í Kína hafi enga þýðingu. Hans flokksmenn hafa flestir gagn- stæðar skaðanir á því máli. Verði stríð í Kína, sem allar líkur eru með nú, þá verður það óefað stórkost- legra en flest stríð áður þekt, og stendur yflr í fleiri ár. Um Bandaríkin er það að segja, viðvíkjandi þessum deilum, að þau munu skyrrast við í lengstu lög að blanda sér inn í þau mál. En eftir því sem hingað til hefir verið skoðað, þá mundu þau ganga f lið með Eng- lendingum og Japansmönnam, ef þau gripu til vopna. BRAGARBÓT. (Eftir ‘'Eimreiðinni”.) “Sé ég hendur manna mynda mæliþráð yfir höfin bráðu, þann er lönd og lýði bindur lifanda orði suður og norður. Meira tákn og miklu stærri meginþráð hefur guðinn dregið, sveiflað og fest með sólar-afli, sálu fylt og guðamáli,— máli, sem hefur mátt að þola meinin öll, er skyn má greina: ís og hungur, eld og kulda, áþján, nauðir, svartadauða;— málið frægsta söngs og sögu sýnu betra guða-víni, mál, er fyllir svimandi sælu, sálog æð, þó hjartanu blæði. Það hefur voða-þungar tíðir þjóðinni verið guðleg móðir, hennar brjóst við hungri og þorsta, hjartaskjól þegar brott var sólin; hennar ljós í lágu hreysi, langra kvelda jóla-eldur, fréttaþráður framandi þjóða, frægðargaldnr liðinna alda. Stóð það fast þegar storðin hristist, stóð það fast fyrir járni og basti; stóð það fast, og fjör og hreysti fékk hvað mest við stríð og hnekki. Lof þitt, Frón, sé ljóðum stafað, lof fyrir hrundinn sálardofa, víkingslund og brýnda branda bráðeggjaðra hreystidáða. “Undrask fögur öglis landa eik hví vér sém fölir og bleikir”,— spurði skáld, og grafljóð gerði geymileg meðan byggist heimur. Héðinn söng meðan hyrjar tungur heljarváða stefin kváðu; Þóri'r, Jökull og þaðan af fleiri þuldu Ijóð meðan öxin buldi. Sturla kvað yflr styrjarhjarli, Snorri sjálfur á íeigðarþorra, ljóð frá anði lyfti Lofti, “Lilja” spratt í villukyljum. Arason móti exi sneri andans hvassa vígabrandi; Hallgrímur kvað í heljarnauðum heilaga glóð í freðnar þjóðir. Hvað er tungan? — Ætli enginn orðin tóm séu lífsins forði; hfin er list, sem logar af hreysti; lifandi sál í greyptu stáli; andans form í mjúkum myndum, minnissaga farinna daga; flaumar lífs í farveg komnir fleygrar aldar, er striki halda, Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, darraðarljóð frá elztu þjóðum, heiftareim og ástarbríma, örlagahljóm og refsidóma; land og stund 1 lifandi myndum, Ijóði vígð, hún geymir í sjóði. Tungan mögnuð sögn og signing söngvaljóða kallast óður; því eru ungir óðmæringar aðalblóm og þjóðarsómi. — Heyrið, skáld, á fimbulfoldu! frelsið deyr, ef vantar helsi. Væri eigi í lofi lygi landsins gæða, mættuð þér hræðast. Þakkið mein og mestu raunir Mammonsríkis Ameríku I þakkið slippir kaupín kröppu, keppni er betri en stundarheppni. Hvað er frelsi? Hjóm og þvaður, hjörinn þinn nema sigrinn vinni; þrælajörð þér veröldin verður, verk þin sjálfs nema gjöri þig frjálsan. Fá mér tind af Garðars grundu, guðastól á sjónarhóli! Sjá ég eygi alla vegu ógnarland - - fæ glóð í anda : Vei þér ljöidi viltrar aldar, veldisorð hér liggur í storðu ! sæk þú hart, en varkár vertu: voðafull eru lönd úr gulli! Heyrið, skáld, á fimbulfoldu: fram í stafn í drottins nafni! yður ég fel — það sjái sólin — ! sverð, er dýrast fundið verður: það er harpan hert og orpin Hekluglóð og jökulflóði, vígð í Dvalins voða-bygðum, vöggu-óð og föðurblóði! Særi’ ég yður við sól og báru særi’ ég yður við líf og æru: yðar tungu, orð þó yngist, aldrei gleyma í Vesturheimi. Munið að skrifa megin-stöfum mannavit og stórhug sannan. Andans sigur er æfistunda eilífa lifið. — Farlð heilir !” Matth. Jochumsson. ÚR BRÉFI. . Það hefir ekki farið fram hjá fólki, sem les blöðin, að Argyle-menn hafa enn þá einu sinni rkift um þjóðminningardag. Fyrst höfðu þeir 2. Ágúst, siðan 17. Júní, en nú er orðinn 19. Júní sem föstum er slegið. Það er ekki auðvelt að vita eða finna út., hvað þessu '‘afturhvarfi” þeirra veldur. Fyrst halda Argyl-búar 2. Agúst þjóðmlnuingardag, sem og annað fólk. Svo kom “nefndin” sællar minningar fram á sjónar- og tilboðssviðið með 17. Júní. Argyle menn samþyktu hann tafarlaust og halda hann sem þjóð- minningardag. En svo flœðir þá út af honum í fyrra og halda engan þjóð- minningardag. Að vísu héldu þeir samsæti og gullbrúðkaupuðu Sig með Jóni gamla á Brú síðastliðinn 1T. Júní, en slikt verður ekki telið deginum til heiðurs, heldur Jóni og Argyle-búum sjálfum. Eftir því sem er koinið fram hafa þeir verið búnir að fordæma 17, Júní í fyrra, fyrir fult og alt. Það þarf svo sem ekki að leiða get- um um það, þvi þeirhurfu frá 17. Júní aftur. Síðastliðið sumar hafði 17. Júní engan byr að heita mátti, sem alsherjar þjóðminninngardagur. Sára fáir héldn hann, og sumir, sem ætluðu að halda hann hurfu frá þyí þegar áátti að herða. T. a. m. Lögberpingar í Winnipeg, sem geysuðu mikið um það sumarið 1898, að þeir hefðu þar sterkari flokk en 2. Agústmenn (sem vitaskuld var tómt rugl eða ímyndan) treystu r-ér ekki til að aðhafast neitt í þá útt, í fyrra. Argylemenn hafa auðvitað séð hvar fiskur lá undir steini, sem sé að 17. Júní yrði aldrei þjóðunfnningardag- ur, en til þess að falla ekki tafarlaust ínn með 2. Ágústmönnum, færðu þeir sig fram um 2 daga. Þeir segjast að vfsu gera þetta tii samkomulags og sátta. Jæja, meir en svo. 2 Ágústs- menn hafa aldrei látið í ljósi að þeir ætluðu að víkja eina mínútu fram fyrir eða aftur fyrir 2. Ágúst. En því voru Argyle-búar að hætta við 2 Ágúst? Var það af samkomulagi? Ónei, líklega af tilbreytingasemi? Það var sök sér þó einstaklingar, sem ekki höfðu átt í þjóðminningardagsbraski væru tilleið- anlegir að fylgja 17. Júni til prófs, en þess var síður að vænta af heilum bygð- um eða bæjum, sem búnir voru að við- urkenna 2. Ágúft sem þjóðminningar- dag sinn. Þá er eftir að athuga hvað þessi 19. Júní hefir til síns ágætis. Jú, það kvað nú vera það, ástæðan eða átyllan, að Jón nokkur Gíslason kom til hafnar- bæjar sem Quebec heitir á austurströnd Canada 19. dag Júnímánaðar 1870. Þeir segjast hafa þenna stórmerkilega atburð úr almanaki hra. Ó. S. Thor- geirssonar, Almanak þetta er að visu all kunnugt orðið, en ekki hafa verið framin nein kraftaverk í þess nafni enn þá, hvað sem verður hér á eftir. Já, og þeim er svo sem alvara að halda þenna dag um aldur og ævi, eftir fréttum, fundarsamþyktum og opnu bréfi, sem alt hefir komið út á prenti í íslenzku blöðunum. Eftir öllu því les- máli er það |hátíðleg a 1 v a r a og einlægt “afturhvarf”. Seinna koma tímar og koma þó. Kristján gamli Dana- og íslend- ingakonungur hefir verið friðsamur um dagana, og laus við alt spjátrungs- æði, þótt kynsæll sé. Hann hefir nú ríkt meir en hálfan fjórða tug vetra. Honum hefir farið alt sitt starf sóma- samlega úr hendi og oft og tíðum bugað Islendingum góðu. Hann hefir gefið íslendingum meira frelsi en nokkur annar konungur hefir gert og landinu og þjóðinni hefir farið meira fram undir hans stjórn en nokkurs annars kon- ungs. Það munu allir viðurkenna sem þekkja sögu íslands. Það mun þvi hverjum heilvita manni þykja sanni næst, og íslending- um mestur sómi að, að þjóðmenningar- dagur íslendinga sé miðaður við stjóra og verk Kristjáns IX, en als ekki við Jón þenna Gíslason, sem vel má vera að sé mikilmenni, þótt hvergi sé honum jafnandi til konungsins. Enn sem komið er, er ómögulegt að kalla annan dag, en 2. Ágúst þjóðminningardag íslendinga. I höfuðstaðnum á íslandi er 2. Ág, haldinn þjóðminningardagur og þegar ákveðinn þjóðminningardagur fyrir ís- land kemur til sögunnar,- sem eflaust veröur bráðlega, verður það 2. Ágúst og enginn annar dagur. Hér er búiö að reyna svo mikið til, bæði með illu og góðu, að ryðja 2. Ág- burt sem þjóðminningardegi, að hver sjáandi maðar ætti að vera orðinn nægi- lega sannfærður um, að enginn annar dagur kemsthérað, en einmitt 2. Ágúst. Ef Hkr. getur léð línum pessum pláss þá þætti mér vænt um. Ég ætla ekki ómeyddur að skrafa rneira né fleira um íslendingadaginn. Ég vona að allir skynsamir menn sjái nú orðið, að alt brask og brutl í því efni er árangurs- laust.—Eg óska Hkr. og öllum hennar velunnuruín allra heilla, og ég vona og veit, að það verður gott og fagurt veð- ur 2. Ágúst í sumar , og hann verður fjölmennari og skemtilegri en nokkru sinniáðurog fer sí-dafnandi að öllu góðu. Kaupandi Hkr. Aldini og ávextir. Aldini og ávextir eru Jhér langtum dýrari en þeir þyrftu að vera. Hafa verzlunarsamkundur, elnkum austur- rikjanna, verið að ræða um að fá betra flutningsfyrirkoraulag á milli Canada og þeirra staða sem aldini og dýrari jarðargróður kemur aðallega frá. Um þetta mál hefir aldinasali J. R Shutt- leworth, í London, Ont., skrifað nýlega í blöðin, og af þvi grein hans sýnir ljós- lega hvernin mörg óhagstæð ákvæði eru á samgöngufærum og starfsemi í þessu tilliti, þá ætlum vér að sýna út- drátt ;úr grein hans: Eg þekki ekkert land, seuj eins horfir vel við verzlunar viðskiftum við Canada, sem Jamica. Við þá eyju ætti Canada að eiga bæði k a u p og s ö 1 u, en slíkt er nær ómögulegt fyrir samgöngu erfiðleikum. Berið saman samgöngufæri vor við Bandaríkin. Þau hafa 9 eimskipafólög, sem ganga þar á milli og flytja vörur, og þau hafa nóg að flytja og arðberandi ferðir, eins og sýna sig fyrst að jafn miklu fé er varið til þeirra. En nú höfum vér, Canada- menn, að eins eitt Jélegt eimskipafélag, sem gengur til hafna í Vcstur Indíum, og eitt af þeim skipum kemur mánað- arlega, sem snöggvast við á Jamica, og þarf að fara til margra annara hafna í sömu ferð. En eimskip þetta er ger- 565 og 567 Main Str. Ræstu dyr fyrir sunnan Brunswick. STOBgÐSTIEr, FATISALA. Dæmalaus kostaboð alla þessa viku. Kjörkaup á öllu því sem vér nefnum hér Vér höfum keyft ágætar vöru- byrgðir austur í ríkjum fyrir pen- inga út í hönd. Þar á meðal mikið af ágætum karlmannafatnaði, sem vér verðum að selja tafarlaust. Þessa viku bjóðum vér 150 blá og dökk karlmannaföt úr vaðmáli, vér ábyrgjums að það sé alull, fyrir að að eins $3.75, vanaverð hefir verið $8.00. 200 Karlmannaföt úr ensku og “Worsteds”, fyrir $6.50, vana- verð $10.00. 100 “Tweed” föt, $8.00 virði, vér lálum þau fara fyrir $4.75. 200 Alfatnaðir úr góðu skosku “Tweed”, vanaverð á slíkum fötum er hvervetna frá $10.00 til $15.00. Vér látum þau fara fyrir gjafverð, eðaá $6.00 og 8.50 alfatnaðurinn. 200 drengjaföt, sem vér keyftum fyrir gjafverð. Þér getið fengið þau fyrir $1.25 til $4.00 alfatnaðinn. Ágæt tegund af vinnubuxum, nærri óslítandi, fyrir 75c. Betri bux- ur fyrir $1.00, $1.50, $1.75 og $2.00. Vér höfum fullkomnar byrgðir af karlmanna-nærfatnaði fyrir 45c og upp. Vér seljum það sem eftir er af hvítu skyrtunum vorum, sem eru eins góðar og hægt er að fá, fyrir 55 cents. VÉR GEFUM Red Trading Stamps. Hattar með hálfvirði. Vér höfum mikið af svörtum og mórauðum Fedora höttum, vanaverð ð þeim er $1.00 $1.50 og $2.00. En vér seljum þá á 75c. 50 dúsin strá “Harvest” hattar 25c. virði, fyrir lOe. Kjörkaup á öllu skótaui. Sterkir karlmanna vinnuskór 95c. Fínir karlmannaskór á $1.25 Kálfskinnsskór, vanaverð $2.50 Vér seljum þá fyrir $1.85. -Cor. Rupert St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.