Heimskringla - 05.07.1900, Blaðsíða 2
HKIMSKRINGLA 5 JULI 1900.
Beimskringla.
PuBIjISHED by
The Heimskringla News & Publishing Co.
Verð blaðsins í Canada og Bandar. 81.60
um árið (fyrirfram borgað). Sent til
íalands (fyrirfram borgað af kaupenle
um blaðsins bér) $1.00.
Peningar sendist í P. 0. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Order. Bankaávísanir á aðra banka en í
Winnipeg að eins teknar meðafföllum.
k “
B. L. Baldwinson,
Kditor
Office : 547 Main Street.
P.O. BOX 305.
Margt er til í koti karls
Skólastjóri McDermid, sem er yflr
umsjónarmaður heyrnar og málleys-
ingjaskólans hér í bænum, var ný-
lega yfirhe'yrður af eftirlitsnefnd op-
inberra reikninga, um það, hvaða
prentverk hefði verið leyst af hendi
í málleysingjaskólanum. Hann gaf
svohljóðandi eiðfestar upplýsingar.
Formaður téðrar nefndar hafði
skipað skólastjóra McDermid að
leggja fram sýnishorn af því sem
prentað hefði verið hjá honum í opin-
berar þarflr. Sýnishornin voru að
eins kosningaflugrit, er prentuð voru
til hagnaðar fyrir síðustu fylkiskosn-
ingar. Eitt flugritið heitir : “Bréfa-
viðskifti milli Mr. C. S. Mellen, for-
seta Northern Pacifle félagsins, og
Hon. Thomas Greenway.” Tvö
þúsund eintök af leiðbeiningariti
handa atkvæðasmölum og eftirlits
mönnum um kosningatímann í fylk-
inu. Rit sem heitir : “Er mögulegt
að fylkin eigi járnbrautir hér í Ca-
nada?” Annað er nefnist: “Mr.
Toombs er svarað.” Þriðja er nefn-
ist: “Fylgist að, kjósendur! Eigum
vér að líða þenna rógburð ?” Og
skjal undirritað af W. E. Perdue.sem
kallar alla liberala í Suður-Winni-
peg á fund, til þess að búa si'k undir
þingkosninguna þar, og annað, sem
kallar alla vini og fylgismenn Green-
waystjórnarinnar, í Mið-Winnipeg, á
fund. Það hljóðar svo:
“Winnipeg Nóv. 17, 1900.
Þér erud be'nir að mæta á fundi,
seœ haldinn verður af öllum vinum og
fylgdcrmönnum Greenwaystjómarinn-
ar á morgun (laugr.rdag), kl. 8 e, m. í
Oddfellow’s Hall, Princess St. Vera-
efni fundarins er að velja
þingmansefni fyrir Mið-Winnipeg kjör-
dæmið, og búa undir kosningu þar.
Gerið svo vel og komið með'alla kunn-
ingja yðar.
D. H. McMillan.”
Þá er stór bæklingur sem inniheld-
ur allskonar pólitiska söngva og
kvæði, er liberalar brúkuðu sem her-
söngva í kosningunum. Þessi bækl-
ingur var mjög hafður að aðhlátri,
þegar hann kom í Ijós frammi fyrir
nefndinni. Skólastjóri McDermid,
sem spurður var hvað mörg eintök
af hverju þessu flugriti fyrir sig
hefði verið geflð út, svaraði, að 500
eintök hefðu verið prentuð af bréfinu
sem kallartil fundarí Mið-Winnipeg
og af hinum ritunum hefði verið lagt
upp svo mikið, að hann vissi ekki
tölu á eintökum þeirra. Skólastjóri
McDermid óskar, að það væri gert
Jjóst, að nann hefði ekki sjálfkrafa
mætt frammi fyrir nefndinni, heldur
að formaður nefndarinnar hefði form-
lega stefnt sér að mæta, og þeirri
stefnu hefði hann verið lögiega skyld-
ur að hlýða. Hann tók það greini-
lega fram, að málleysingjaskóli fylk-
isins sé ekki pólitisk verksmiðja,
Mr. Rogers, formaður nefndar-
innar, sagði að engum af nefndar-
mönnum hefði dottið í hug í byrjun,
að það kæmi í ljós, er nú væri komið
er þeir hefðu byrjað að ýfirfara hina
•opinberu reikninga fyrir síðastliðið
ár. En þegar þeir hefðu litið yfir
reikningana, þá hefðu þeir naumast
getað skilið, hví svo miklum pening-
um hefði verið eytt í kaupgjald og
prentkostnað á málleysingjaskólan-
um.
Þá hefði nefndinni borist til
eyrna óbeinlínis, að verk, sem eigi
heyrði undir opinber verk, hefði ver-
ið unnin í skólauum, og þá hefði
nefdin fastráðið að stefna skóla
stjóra á sinn fund og fá upplýsingar
í málinu hjá honum. Hann kvaðst
bergmála skoðun nefnnarinnar, þeg-
ar hann eagði það, að hún ætlaði
eklci skólastjóra að eiga nokkurn
þátt í þessu háttalagi með flugrita
prentanirnar.
Skólastjóri McDermid hélt á-
fram og kvað það litla peninga er
varið hefði verið til að prenta þessa
bækiinga, meirihlutinn væri fyrir
verk, sem væri beint stjórnarverk.
Þessi ritlinga prentun hefði verið
gerð eftir að hann fékk brét frá John
W. Siftcn, sem ónýtti fyrrum gefna
fyrirskipan, að gera ekkert prent-
verk, nema það sem yflrprentari
stjórnarinnur skipaði fyrir um. Hann
fékk aldrei neitt skriflegt um þetta
pólitiska aukaverk, að eins gerðir
munnlegir samningar. . með því
var vitnisburði hans lokið.
Þingræða.
Útdráttur úr ræðu eftir Mr. Rogers
(frá Manitou), flutt í Manitoba fylk-
isþinginu 15. Maí 1900.
(Framh.).
Það er ekki hægt annað en taka
eftir því, að yfirskoðari fylkisreikn-
inganna játar við yfírheyrzluna að
hann veit ekki fyrir víst fhvers
vegna að hann staðfesti skýrsluna.
Eg held að embættisiBaður, sem
skrifar nafn sitt undir aðra eins
skýrslu og hér um ræðir, ætti að
muna hvers vegna hann gerði það,
og ég held það væri full ástæða tii
að draga hann fyrir dómstóla þessa
löggjafarþings, og endurvekja minn-
isgáfu hans, og knýja hann til að
skýra frá því, því hann staðfesti
skýrsluna, og hyer bað hann þess
eða krafðist. Það er líka ekki hægt
að komast hjá því, að menn taki eft-
ir því, að yfirskoðarinn tekur það
all ofi fram, að ógoldnar skuldir Nor-
quaystjórnarinnar hafi að eins num-
ið $26,000,en skuldirnar sem standa
óhrekjanlegar, augliti til auglitis
framan í hverjum manni, sem Green
way-stjórnin skyldi eftir, eru $156
þúsund. Ég hefi verið að gefa út-
skýringar um háttalag fyrverandi
fjármálaráðgjafa, sem hann fram-
kvæmdi 1 gegnum yflrskoðarann,
eða sem guðföður afkvæmis síns, lét
hann gera. Vér höfum staðið á því
aftur og fram um fylkið, að sú
feykiiega sjóðþurð, sem fyrv. fjár-
málaráðgjafi segir að hafi verið
1888, væri gersamlega ósönn, og að
liver og einn einasti maður, sem
reyndi að segja hana sanna, væri að
fara með lýgi. Yér höldum því
sama fram enn, og vér segjum að
engum dauðlegum manni sé mögu-
legt að sýna né sanna að þessi sjóð-
þurð hafl átt sér stað, þegar Green-
waystjórnin komst að völdum. í
gærkveldi sagði fyrrv. fjármálaráð-
gjaflnn í ræðu sinni, að það ætti að
telja Norquay-stjórninni $100,000 í
skuldlausum skuldabréfum, en hann
veit ofboð vel, að hans stjórn bjó til
skyndiláns skuldabréf fyrir vissri
upphæð litlu eftir að hún komst til
valda. Skyndiláns skuldabréf Nor-
quaystjórnarinnar voru öll seld, og
peningarnir gengu til Rauðárdals-
járnbrautarfyrirtækisins, sem allir
fylkisbúar heimtuðu með brennandi
áhuga, svo þáverandi stjórnarfor-
maður áleit alveg sjálfsagt að verja
hverjum einasta dollar f það, sem
mögulegt var að hafa út. En svo var
hver einn og einasti dollar borgaður
fylkinu aftur, af þeim peningum, er
Norquaystjórnin lagði í þetta fyrir-
tæki, þegar Greenwaystjórnin seldi
það fyrir $720,000. Og það voru
fleiri liðir.en þessi, sem fyrrverapdi
fjármálaráðgjafl fékk þá endurborg-
un af þeim peningum, sem dragast
mega frá hinni ímynduðu sjóðþurð.
I gær gaf hann oss skýrslu, er sýndi,
að á árinu 1888 fékk Greenway-
stjórnin $42,667 í skuldaafborgun-
um, árið 1889 $183,319- árið 1890
$2,050, er til samans gerir $228,036.
tíé nú þessi upphæð dregin frá hinni
ímynduðu sjóðþurð, $315,000, þá
skarðast hún töluvert mikið.
Það er margoft búið að skýra
frá því, að allar þessar ákærur um
sjóðþurð, eru í hæsta máta óskamm-
feilar og voru einungis gerðar til
þess að hylja og draga yflr þá óhóf-
legu eyðslusemi og fjárbruðlun, er
Greenwaystjórnin hefir ætíð um
hönd haft fyrr og síðar. Þá gerði
stjórnin það tii að blekkja fylkis-
búa, því þá hafði hún tekið peninga
hóflauslega að láni upp á fylkið og
eytt þeim, án þess að geta sýnt hvað
at þeim varð, svo þeir hlutu að búa
til stóran útgjaldalið. En þingm.
fyrir Mið-Winnipeg lét sér ekki
nægja að bæta þessum $315,000 út-.
gjaldalið inn í reikninginn, því eftir
því sem árm færðust yflr stjórnina,
og hann, þá fann hann nauðsyn,
að smíi-auka þessa $315,000 sjóð-
þurð ár frá ári, í fjármálaræðum sín-
um, og hylja með því þá eyðslu, er
ómögulegt var að sýna staf fyrir
annars. Ég held hér á bæklingi,
er hann og stjórn hans gaf út handa
almenningi í fylkinu að lesa: Og
hvað segir þingm. fyrir Mið-Winni-
peg í þessum bæklingí? Hann seg-
ir ekki einasta að sjóðþurðin, er þeir
hafl tekið við hafi verið $315,000,
heldur nær því tvöfaldar hann hana.
Hann segir svo:
“Þegar þessi stjórn kom til valda,
þá hvíldu skuldabréf á fylkinu, sem
námu einni milíón dollara, og var
það eins mikið eins og löggjafar-
valdið heflr leyfi til að taka, en það
var ekki nóg með þetta, heldur var
bein skuld á fylkinu, sem nemur
$600,000, er gamla stjórnin hafði
gert, og sem hlýtur að borgast”.
Þetta er skýrslan sem gerð er í
flugriti þessu, sem sent var fram og
aftur um fylkið 1898! Stjórnin
komst þá að þeirri niðurstöðu, að
þessi áður margtugna $315,000 sjóð-
þurð nægði hvergi nærri á móti hóf-
lausri og skeytingarleysislegri fjár-
bruðlun og eyðslusemi á almennings
fé, svo þeir nálega tvöfölduðu
hina fyrri ímynduðu sjóðþurð! Ef
þeir hefðu hángt tveimur árum leng-
ur við völdin, þá er enginn hlutur
líklegri, en þeir hefðu sagt að þess-
ar tvær og hálf millión doll. skuld,
er þeir bafa sökt fylkinu í, væri frá
stjórnarárum Norquay-stjórnarinnar.
(Hlátur og lófaklapp).
Bréf.
f Heimskringlu, sem út kom 2.
Júní, er dálítil skýrsla yfir íslenzka
námsmenn, sem hafa 1 tekið próf við
æðri og lægri mentastofnanir í Winni-
peg fyrir síðastl. námsskeið. Sumir af
þeim tóku stúdentapróf, sumir skóla-
próf. Það er þessi ofannefnda skýrsla,
sem kemur mér til að senda Heims-
kringlu yfirlit yfir islenzka námsmenn,
er stundað hafa nám við háskóla í
Bandaríkjunum á sama tíma.
Þeír eru 11 talsins. Við æðri skóla
stunduðu þessir nám: Gunnar Olgeirs-
son og H. I. Kristjánsson frá Garðar:
Skúli G. Skúlason og ;V. Stefánsson frá
Mountain. Kennara-nám stund ðu
þessi: G. Grimsson, J. G. Johnson og
Þórunn Johnson, öll frá Milton. Við
undirbúningsskóla stunduðu nám: Arni
Kristjánsson og Páll Björnsson, báðir
frá Mountain. Lögnám stunduðu Peter
G. Johnson frá Milton og Paul E.
Halldórsson frá Akra.
Herra G. Olgeirsson tók háskóla-
próf 14. Júní og varð B, A. Hann hef-
ir þegar fengið ágæta stöðu, sem yfir-
skólastjóri við háskólann í Thompson,
N. D, Þá stöo hafði um tvö síðustu
ár annar íslendingur, G. F. Jónsson er
útskrifaðist af háskólanum 1898, en
sem nú ætlar að leggja fyrir sig lækn-
isfræði. Undirkennarar hr. Olgeirsons
eru 3 kvenkennarar. — Ég spái því, að
honum gangi vel í hvevetna er hann
tekur fyrir, því hann er vel lærður
maður, og útskrifaðist með ágætum
vitnisburði.
Skúli G. Skúlason tekur stúdenta-
próf næsta vor.
Herra V. Stefánsson og herra H.
T. Kristjánsson hafa lokið undirbún-
ingsnámi sínu. Herra Stefánsson hefir
Heimskringla mins á, og sagt frá þyi,
að hann var n fyrstu verðlaun, fyrir á-
gætan flutning á kappræðu, sem ár-
lega er haldin í skólanum. Hann er
uugur enn þá, en hefir viðbrigða hæfi-
leika fyrir bókmentir og þótt hann hafi
skarað fram úr í öllum námsgreinum.
þá hefir hann þó verið lengst á undan í
tungumálum og bókmentum.
Hann hefir alt útlit fyrir að verða
bókmentamaður og nema alt um þrotni,
er hann mjög líklegur, áður en langt
u líður, að sýna það greinilega.
Herra Kristjánsson hefir Iíka á-
unnið sér mikið álit, sem námsmaður.
Hann er hestur í latínu. Vegna pen-
ingaeklu þurfti hann að hætta við skól-
ann í Marz í vetur og fara að kenna-
Þess vegna varð hann að hafa nám
sitt í hjáverkum með kenslunni, en
þrátt fyrir það, þegar prófið var búið,
hafði hann lang bezta vitnisburð í iat-
ínu af öllum sambekkingum sínum.
Guðmundur Grímsson varð líka að-
njótandi síns heiðursskerfs. Á síðasta
ári var boðin fram ljómandi falleg gull-
medalía, sem verðlaun handa byrjend-
um, og skyldi sá hljóta, sembeztu hæfi-
leika sýndi í kappræðu. Keppnin um
verðlaun þessi var skörp og heit, og
tóku fiölda margir þátt í henni, en
Mundi vann medalíuna, og bar hana
sigri hrósandi burtu frá öðrum, er »m
hana kepptu.
Herra Peter G. Johnson var einn
af sigurvegurum í kappræðunni, sem
nefnd er hér að ofan, og hlaut verðlaun
í peningum, ásamt þeim herra Stefán-
son og norskum námsmánni, að nafni
Brandjord. Herra P. G. Johnson er
lipur námsmaður, hugsar ljóst, og er
rökfærslumaður og alþýðlegur, ræðu-
maður ágætur, Þrátt fyrir það, að
hann átti við sjúkdóm að stríða síðasta
vetur, þá leysti hann laganámið mjög
vel af hendi. Hann skipaði sæti á með
al þeirra, sem þar voru næðstir. Hann
lýkur við nám sitt á næsta sumri, ,og
mun óetað verða duglegur og heppinn
lög naður.
Hið sans a má líka segja um herra
Paul E. Halldórsson, sem er að nema
lög. Hann er mjög næmur rökfærslu-
maður, og hefir glöggva skarpskygni,
sem nauðsynleg er fyrir lögfræðinga.
Hann er góður námsmaður og ræðu-
maður.
Um aðra af þessum ‘ nemendum er
hægt, að fullýrða það, að þeir eru með
þeim efstu i bekkjum.Og að öllu saman
lögðu höfum við góða áatæðu til að
vera upp með ossyfir námsferli nem-
endanna á ríkisháskólanum í Norður-
Dakota.
En það er ekki einasta við þessar
mentastofnanir, er ísl. námsmenn í N.
D. hafa hlotið heiður og viðurkrnningu,
á síðastl. ári. Frank Thordarson, son-
ur JónsThordarsonar, Hensel, og Pét-
ur Bergmann, sonui fyrrv. þingmanns
E. H. Bergmanns aðGarðar og J. P.
Björnsson, sonur Sigurgeirs Björnsson-
araðEyford, hlutu að mestu leyti öll
verðlaun og heiðursviðkenningar, sem
St. Peter-skólinn í Minn. gaf í vor fyr-
ir ræðuhöld og aflraunir. Einnig er
hið sama sagt um þá Hjálmar, annar
sonur herra Benjamíns, og Kr. Ólafs-
son, líka frá Garðar, er baðir hafa stund
að nám við skóla í Decorah, Iowa.
Þeir eru sagðir að hafa fengið öfunds-
verða vitnisburði.
Herra Steingrímur Hall, sonur
Jónasar Hall á Garðar, hefir sýnt fram
úrskarandl hæfileika í söngfræði og var
hann langtá undan öllum sambekking-
um sínum í þeirri grein í söngfræðis-
skólanum í St. Peters, Minnesota.
Um þá sem hafa stundað uám utan
ríkis, get ég ekki ,eins vel skýrt frá,
því þeir eru svo laDgt frá mér. Ég
veit að þeim hefir öllum gengið vel, og
standa með fremstu nemendum í sinni
röð, í hverju sem er.
Af þessu stutta yfirliti, er það auð-
sæilegt, að íslenzkir námsmenn hér
ávinna sér álit og heiður, og ég tek það
sem gefinn hlut. að vér íslendingar sé
um allir upp með oss af þeim, og einnig
þeim námsmönnum í Canada, sem
ganga sömu mentabraut. Ég veit það,
fyrir mitt leyti, Uð ég er upp moð mér,
þegar ég sé og heyri, að íslenzkir náms-
menn fara fram fyrir aðra sambekk-
inga sina, einkanlega, i afiraunum,
mælskument og lærdómi, og þegar ég
sé þá vinna viðurkenningar og heiður,
virðingu og verðlaun af hérlendum
keppinautum; og enn þá fremur, þegar
ég heyri margar mismunandi menta-
stofnanir viðurkenna það, að íslending
ar séu beztu námsmennirnir af öllum
]Deim margbreytilegu þjóðflokkum, sem
sækja skóla í þessari álfu, Og hjarta
mitt svellur af fullnaðar-ánægju, og ég
segi: Þótt vér séum fámennir sem
þjóð, og höfum ekki útsteyttan vasa af
peningum, og séum ekki sem hagfróð
astir í atvinnurekstri, og eigum fáa
auðsæla verzlunarmenn, þá getum vér
ótvírætt lagt fram riflegan hluta vorn
af læknum. prestum, lögfræðingum,
kennurum og bókmentamönnum og
vísindamönnum í þessu landi.
B. O. Skúlason.
Gefins.
Sent beint til ykkar gjafir til kunn-
ingja og vina. Sendið$l,$2, $5 og $10
fyrir pöntun af Te og kaffi, Cocoas, pip-
ar, mustard o. fl. Vér gefum sílfur-
könnur, Silver Cake Basket&c. Karl-
manna og kvenna gullúr,; ábyrgst að
sé bezta tegund og með lægsta verði.
Vörur sendar strax og pantanir koma
til okkar. Sérstakt athygli gefið pönt-
unum með pósti. Skrifið eftir lista og
látið fylgja stamp fyrir lista. Okkur
vantar agenta alstaðar.
Great Pacifac Tea Co.
1464 St. Catherine St.,
Montreal, Que.
THISTLE, UTAH 16. Júní 1900.
Herra RITSTJ:—
f vikuritinu “The Independent”
New York 3. Maí þ. á., stendur
grein með fyrirsögninn “Dearth of
Naval Officers”, eftir Park Benjamin;
hvar í höfundurinn sýnir, að í Banda-
ríkjunum er mikill skortur lærðra
sjóliðsforingja, sem hann álítur, eins
og í raun og veru er, að minsta
kosti, ógeðfelt ástaud. Þegar ég las
það, þá datt mér strax í hug hvað
girnilegt það væri fyrir nokkr ís-
lendinga að ganga á sjóforingjaskól-
ann, þar eð það eru allar ástæður til
að trúa, að niðjar hinna djörfu og
heimsfrægu víkinga, mundu reyn-
ast ágætir sjóliðsforingj.ar. Sá mikli
hershöfðingi Karla Magnús sagði
um Nortðmennina á hans dögum, að
þeir væru ekki einungis, hér um bil
ósigrandi, heldur og svo hættuleg-
ustu hermenn sem hann þekti til,
Því þeir væru í stríði djarflr eins og
birnir, griinmir eins og ljón og slæg-
ir eins og refur, en í friði meinlausir
eins og lamb.
Svo er fieira þessu viðkomandi,
sem er aðgæzluvert, á meðai annars,
að það getur vel átt sér stað, að hér
í Bandaríkjunum, ekki síður en
hvar annarstaðar, að fleirihluti ungra
manna hljóti að fara í herþjónustu,
og ef það skyldi koma fyrir, þá er
mikið betra að vera í sjó- en land-
hernum. Ég meinaekki hér með
að segja, að synir íslendinga mundu
ekki vera góðir hermenn, bæði
á sjó og landi, þeir eru af hermanna
ætt, og þeim er óefað meðfætt að
vera hetjur. Að mínu áliti, það sem
íslendingum og börnum þeirra ligg-
ur mest á, hér í álfu, er að um-
gangast sem mest hérlent fólk, taka
þátt í öllu með þeim, og sýna sína
hæfileika og sækjast eftir að jafnast
við, eða taka fram hérlendu fólki í
dygðugu líferni. Fyrir útlendinga,
hvaða þjóðar sem helzt er, að halda
sig saman, en kynnast litið innlend-
um háttum, er óviturlegt, því það
fóstrar vanþekkingu og allajafna
bindur þann eða þann þjóðflokk í
þrældóm undir fáa af löndam sínum,
sem setja sig sem konunga yfir þá,
og selja réttindi þeirra, sem hafa til-
trú til þeirra fyrir peninga, bæði í
pólitiskum og siðferðislegum mál-
efnum. Ég meina ekki þar með að
menn skuli engu virða þjóðerni og
þjóð sína- Þvert á móti álít ég þeir
ættu að útbreiða neiður og frama
þjóðar sinnar og landa, á hérlendu
máli og á meðal hérlendaa. Ég get
vel sannað að ég hefi gert alt hvað
ég hef megnað í því efni, og þar
með að nokkru hrakið vanþekkingu
þeirra, sem lesið hafa það, sem ég
hef ritað í blöð og rit, á hériendu
máli, um ísland og íslendinga, þó ég
hafi þar með áunnið mér hatur landa
minna. sem hafa skoðun mótsetta
minni, og það svo, að þær smánir og
svívirðingar sem ég hef órðið að
þola frá Islendingum sem eru mót-
stöðumenn mímir, eru næstum ótrú-
anlegar.
Fyrir skómmu síðan fékk ég
bréf frá einum af þeim merkustu og
heiðvirðustu íslendingum í North
Dakota, sem hafði lesið ritgerð eftir
mig um Island og íslendinga í Am-
eríkönsku tímariti, og segir hann þar
meðal annars: “Ég hef haft þá á-
nægju að lesa ritgerð þína í “Juvenile
Instructor”, og líkar mér hún vel,
það er mikið þarft verk sem þú þar
gerir með því að upplýsa Banda-
ríkjaþjóðina, um ísland og íslend.
inga”, Ég segi þetta ekki af því ég
stæri mig af því, heldur af því að
ég gleð mig yfir að geta, —þó með
veikum mætti sé—gertskyldu mínaí
að aðstoða heiður íslands og íslend-
inga.
JOHN ThORGKIRSON.
Victorin Employinent Bnrean
Foulds Block, Room No. 2
Corner Maine & Market St.
útve(<ar stúlkum vistir, sem eldakonum
og við, borðstofu og uppiverk á gest-
gjafahúsum, einnig vistir í prívathúsum
W. W. COLEMAN, B. A.
SOLICITOR ETC .
Winnipeg and Ntoncwall.
308 McIntyiíe Block.
565 og 567 Main Str.
Næstu dyr fyrir sunnan Brunswick.
Fremstir allra
Stórkostleg innkaup af svört-
um handtöskum fyrir
kvennfólkið..
2000
keypt af einum stærsta inn-
flytjanda af allskonar leður-
varningi, í þessu landi, íyrir
peninga út í hönd. Þessar
vörur verða til sölu á föstu-
daginn og laugardaginn.
6oc. hver,
Yanaverð $1.50 til $2.50
Stórkostleg
Skyrtusala.
Annað stórt upplag af karlmanna-
skyrtum, samskonar og það
sem vér auglýstum síðastliðna
viku. Úr enskum og amerík-
önskum “prints”, bæði með
áföstum krögum og kraga-
lausum. Sterkar vinnuskyrt-
ur. Enskar flaneletts-skyrtur
Enskar Oxford-skyrtur, Har-
vards, Moleskins, Satins o. fl.
Vanaverð 75c til $1.50
Vér seljum þær fyrir
55C. hverja
20 tyiftir af karlmanna nær-
skyrtum, úr góðu, sterku
“Calico”, Flaneletts o. fl.—
Vanaverð $1.25, hjá oss 55c
VÉR GEFUM
Red Trading
Stamps.
Hattar
með hálfvirði.
Vér höfum mikið af svörtum og
mórauðum Fedora höttum, vanaverð
ð þeim er $1.00 $1.50 og $2.00. En
vér seljnm þá á 75c.
50 dúsin strá “Harvest” hattar
25c. virði, fyrir lOc.
Kjörkaup á öllu skótaui.
Sterkir karlmanna vinnuskór 95c!
Fínir karlmannaskór á $1.25
Kálfskinnsskór, vanaverð $2.50
Vér seljum þá fyrir $1.85.
Cor. Rupert St.