Heimskringla - 05.07.1900, Blaðsíða 4
HEÍMSKRINGLA, 5, JÚLÍ 1900.
Winnipe^.
Séra Bjarní Þórarinsson prédikar á
Norð West Hall á sunnudaginn kemur,
kl. 7 siðdegis.
Séra Búnólfur Marteinssan og Miss
Ingunn Bardal voru gefin saman í hjóna-
band á laugardaginn var, 80. f.m.
Heimskringla óskar þeim til hamingju
Þetta hefir bæzt við i þjóðræknis-
sjóðinn síðan í síðustu viku:
Sveinn Sigurðsson, Winnipeg.... 50
Markús Guðnason, Selkirk...... 50
Sjóðurinn því als nú $264.80.
TTnitarasöfnuðurinn í iHnnipeg
hefir samið við prestaskólastúdent hra.
Bögnvald Pétursson, um að messa hér
ltyrkju safnaðarins. i skólafriinu, nú
am 2 næstu mánuði. Verður því fyrst
um sinn messað þar á hverjum sunnu-
degi, kl. 7 e. h.
Dálítið ljóðakver er nýkomið út,
eftir Gest Jóhannsson. Það er þrentað
iprentsmiðju "Freyju” í Selkirk. Vér
höfum ekki haft tíma að athuga kverið
enn, en vér segjum að það sé eigi leir-
burður, né þráður úr annara ull spunn-
inn, eins og of oft sést hér.
Dr. Magnús B. Halldórsson og
Miss Ólöf M. Skaptason, dóttir séra
Magnúsar Skaptasonar, voru gefin sam
an í hjónaband í Pine Cíty, Minnesota,
þann 28. Júní síðastl. Heimili þeirra
verður framvegis að Hensil, N. Dak.
Heimskringla óskar þessum ungu
brúðhjónum alirar hamingju og fram-
tíðarheilla.
Síðan seinasta blað kom út hefir
tíðarfarið breyzt dálítið. í stað þurk-
anna og hítanna, sem hér hafa gengið
í alt vor og sumar, hefir rignt töluvert
xnikið síðustu viku, og verið kalsaveð-
Ur, Regnfallið hefir verið svo mikið
síðustu daga, að grasTÖxtur ætti að
geta orðið í meðallagi yfirleitt, þó all
framorðið sé orðið. En litlar vonir eru
um meðal hveitiuppskeru, þó getur
hveitispretta mikið lagast enn þá, að
sögn manna er þekkja til.
Dominion-dagurinn, sem ákveðinn
er 1. Júli ár hvert, var nú haldinn á
mánudag nn var, vegna þess að sá 1.
yar á sunnudag. Þessi Dominiondag-
ur er haldinn í minningu um þann at-
burð, ,þá fylkin í Canada mynduðu og
gengu í samband sin á millum, Fylkja-
sambandið komst á 1867, svo nú var
það þritugasta og þriðja minningar-
hátíðin er haldin .var í Canada á mánu-
daginn var. Framan af á mánudaginn
var hálfblautt og forugt, en eftir miðj-
an dag birti og skein sól síðari part
dagsins. Fólk mun hafa skemt sér vel
á mánudaginn,
‘‘jC þeim degi mun hinn alvaldi
með skegghníf, leigðnm fyrir handan
fljót, fyrir hönd AssyTÍukonungs af-
raka hárið af höfðinu og fótunum, og
efnnig burtnema skeggið”, Esias 7. kap.
20. v. Þessi merkilegi spámómur Esi-
asar álíta biblíufróðir menn að sé að
rætast, einmitt nú á vornm dögum,
þegar Stefán Scheving rakar öll mögu-
leg andlit, fyrir lOc hvert, og efar eng-
inn að hann gæti einnig raxað fótleggi
manna, ef fólk væri nú loðfætt eins og
það gerðist á dögum Jehova.
Staðurinn er: 206 Rupert St.
. Winnipeg.
“Sport”nefnd íslendingadagsins hér
i ár, lætur þess hér með getið, að það
eru öll líkindi til þess, að verðlaun fyr-
ir alskonar íþróttir á íslendingadegin-
um í ár, verði enn þá betri en nokkru
sinni áður. Ungu mennirnir hér ættu
að æfa sig vel fyrir þessa íþróttaleiki,
svo þeir geti farið myndarlega úr hendi,
Það eru öll líkindi til að allmargir
knárra drengja frá Dakota komihingað
norðug 2. Ágúst, til að keppa við
iþróttamennina hér.
Á þriðjudagskvöldið var, voru á-
heyrendapallarnir troðfullir, i þinghús-
inur Fólk var forvitið að hlusta á,
hvað nefnd opinberra reikninga hefði
að segja í fréttum. Mr. B. Rogers var
formaður nefndarinnar. og allir vissu,
að hann. myndi Verða áheyr.'legur og
skilmerkilegur í ræðu sinni. Fólkið fór
heldur ekki i geitarhús að leita ullar.
Mr. Bogers flutti skorinorða og skil-
merkilega ræðu, og sýndi ljóslega fram
á hvernig fráviknastjórnin hefði farið
glapsamlega með almennings fé. Hann
talaði 1 klukkutíma og 15 mínútur, og
áheyrendurnir, og stjórnarflokkur hans
dáðust að ræðu hans, eins og ætið er
er gert. Næsthonum talaði Mr. Myers
og reyndi að flytja varnir fyrir sinn
flokk, en svo var hann ruglaður i reikn-
ingum, að þeir Hon.“Macdonald og Hon
Campbell urðu hvað ofan í annað að
leiðrétta vitleysur hans og ranghermi.
Þar næst talaði Mr. B.L. Baldwinson.
lýsti ræða hans þekkingu á málinu, og
var sköruglega flutt. Þá gerði gamli
Greenway tillögu um að umræðum vær
frestað í máhnu. (Vildi ekki heyra
meira né fleira, um verk sin, að sinni).
Þars skorað hefir verið á mig að
kalla til safnaðarfundai í Tjaldbúðinni,
af nokkrum meðlímum þess safnaðar,
leyfi ég mór hér með að kalla til fundar
á mánudagskvöldið kemur, 9. þ. m.
Þar kemur til umræðu ályktun forseta
frá síðasta fundi, svo það verður sjálf-
sagt fróðlegt aö heyra fólkið tala. Fund-
urinn verður að eins fyrir safnaðar með-
limi.
J. Gottskalksson.
forseti. *
DBAKE STANDI8H.
Skáldsagan sem staðið hefir i Hkr.
um undnfarna mánuði nálega 400 blað-
síður að stærð, er nú iunheft í kápu og
verður send þeim kaupendum blaðsins
sem byrjuðu að kanpa það eftir að
sagan byrjaði að koma út í blaðinu.
Yér vildum biðja þá sem eiga heimt-
ingu á þessari sögu að gera oss aðvart
um það með póstspjaldi hið allra fyrsta
og láta oss vita hvenær þeír byrjuðu að
kaupa blaðið. Einnig gefum vér nýj-
um kaupendum, sem borga fyrirfram,
þessa sögu meðan hún endist, og þeir
sem vilja kaupa hana geta fengið hana
gegn fyrirfram borgun, verð 35c.
EINKALEYFI.
Hér með auglýsist að þeir sem
vilja kaupa einkaleyfl til að selja
veitingar í sýningargarðinum á Is-
lendingadaginn 2. Ágúst í sumar
verða að senda tilboð sín í lokuðum
umslögum til undirskriíaðs fyrir 20.
Júlí næstkomandi.
Þeir sem vilja fá einkaieyfl til
að hafa “Canerack” Kniferack”
“Dolls & Balls” eða annað þess hátt-
ar, verða einnig að senda tilboð um
það fyrir 20. Júli næstk.
í umboði nefndarinnar
Jóseph B. Bkaptason
ritari
P. O. Box 305 Winnipeg.
Elns og vér höfum áðurgetið um,
verður sýningiu hér í ár 23.-28 Júlí.
Það er óefað, að sýningarnefndin gerir
alt, sem í hennar valdi stendur til þess,
að sýningin verði sem bezt og mikil-
fenglegust í alla staði. Hún hefir látið
auka talsvert við byggingar í sýningar
garðinum, eg einkum hafa áhorfenda-
pallarnir verið stækkaðir að stórum
mun. Svo er og verið að byggja sér-
stakan sýningarskála fyrir sýnismuni
frá British Columbia. Á meðal skemt-
ana sem verða á sýningunni, ’má geta
þess, að þar verða sýndar eftirlíkingar
af ýmsum orustum í Suður-Afríku.
Eins og áður hefir verið, verður stór-
kostlega niður sett fargjald hingað með
öllum járnhrautum, sýningarvikuna.
—TIL SÖLU hús, aftur og fram um
allan bæinn. Sum ódýr, og skilmálar
yfirleitt góðir. Listhafendur snúi sér til
Kr. Ásg. Benediktssonar.
350 Toronto Street,
—JÖBP meri tapaðist 8. Júní, á milli
Shoal Lake og Álftavatnsnýlendunnar,
hún er blind á hægra auga, hvit neðan
við hófskegg á öðrum afturfæti, með
þykt en dálítið skelt tagl. Finnandi
beðinn að koma henni til unpirskrif-
aðs mót sanngjörnum fundalarunum.
E Thorkelsson.
777 Portage Ave, Winnipeg Man.
Kostar ekki cent.
Kvenna eða karlmanna fílabeins-
skeftur vasahnifur; karla eða kvenna
ljómandi fallegt "Locket”, og fjöldi
annara ágætra muna. sem vér ekki get-
um talið hér upp, verða gefnir burtu
með hverri 1 dollars pöntun af okkar á-
gæta kaffi “BaMng Powder”, engi-
fer eða Sukkulade etc. Betri og meiri
verðlann verða gefin með stærri pöntun
um, frá $2, $3, $4 eða $5. Reynið eina
pöntun, með pósti. Það verður ekki
sú siðasta.
Great Pacific Tea Co.
1464 St. Catherine St.
Montreal, Que.
1 /
Islands-fréttir.
Keykjavík 23. Mai 1900.
Héðan helzcu fréttir nú sem stend-
ur veikindin. Landfarsóttin.—influenz-
an læðist um bygðir og ból, og leggur
nálega alla í rúmið, og suma í gröfina.
Af merkum mönuum látnum má nefna
Hannes bónda Pótursson á Skíðastöð-
um, valinkunnan sómamann, rúmlega
fertugan að aldri.
Hinn 28. Febr. síðasl. lézt að heim-
ili sinu, Bót í Hróarstungu, Björg
Hildibrandsdóttir, ljósmóðir, á áttræð-
isaldri. Hún var fædd á ekkjufelli í
Fellum, ólst upp á Bakka í Norðfirði,
en fluttist norður á Akureyri með Pétri
amtmanni Havsteen.
1. Júni 1900.
Séra Stefán P. Stephensen fyrrum
prófastur í Vatnsfirði er sagður látinn,
rúmlega sjötugur að aldri, Einnig er
nýdáin Elín Elizabet Björnsdóttir (síð-
ast prests á Stokkseyri Jónssonar) kona
séra Esjólfs Jónssonar í Árnesi og
móðir séra Eyjólfs Kolbeins á Staðar-
bakka og sýstkyna hans, góð kona og
merk, en hafði lengi verið heilsuveik.
Hún var fyr gifc Þorsteini Guðmunds-
Syni “Málara” bróðir Lýðs hreppstjóra
í Hlíð í Eystrihrepp og þeirra bræðra.
Nýr tannlæknir er væntalegur
hingað til bæjarins nú með "Laura”
frá Höfn 5. þ. m. Það er cand. phil.
Steenbback 8t»fánsson (frá Grundar-
firði), sem úndanförnu hefir dvalið hjá
bróður sínum Stefáni lækni í Aars á
Jótlandi norðanverðu.
Veitt prestaköll. Mosfell í Gríms-
nesi er veitt af landshöfðingja séra Gísla
Jónssyni í Meðallandsþingum, Bsyni-
vellir séra Halldóri Jónssyni aðstoðar-
presti þar í brauðinu og Saurbær á
Hvalfjarðarströnd séra Einari Thorla-
cius 1 Fellsmúla, alt eftir kosningu
safnaðanna.
Tjón af ofviðrinu um næstl. mán-
aðamót hefir að því er frétt er utan af
landi eigi orðið voðalegt neinstaðar.
Af fiskiskipunum hóðan vantar þó eitt:
“Falkeu” (eign G. Zoega kaupm.); það
hefir ekkert spurzt til þess síðan fyrir
ofviðrið, og er því miður hætt við, áð
það hafi farizt. Á því voru als 16
menn.
5. Júní 1900. .
Druknun. Á föstudagínn var, 1.
þ. m. druknaði í ál hjá Eliðavatni
Ólafur Sveinar.Haukur Benediktsson
hóndi á Vatnsenda, sonur Benedikts
heit. Sveinssonar sýslumans, á 28. ald-
urs ári.—Hafði Ólafur heit. þennan
dag átt að vera við úttekt á Eliðavatni
og var á ferð þangað frá Reykjavík í
þvi.skyni,
Embættisveiting. Kristján E Kristj-
ánsson læknir er skipaður héraðslækn-
ir á Seyðisfirði 23. f. m. og Sigurður
Sigurðsson læknir(á Hrappstöðum) hér-
aðslæknir í Dalasýslu s. d.
Dáin er hér í bænum Björg Þórðar-
dóttir (frá Kjarna Pálssonar) systir séra
Benedikst síðast Prests í Selárdal og
þeira mörgu systkina. en tengdamóðir
Markúsar F. Bjarnasonar skólastjóra
87 ára gömul.
Fjársala í haust. Þau fagnaðar-
tíðindi getur Þjóðólfur nú orðið fyrstur
til að flytja sveitabændum og öðrum
•fjáreigendum hér á landi, að nú má
telja víst, að Bretar kaupi hér allmargt
fé í haust gegn borgun út í hönd. Fyr-
ir milligöngu þeirra Copland’s og
Berries stórkaupmanna í Leith, alal-
eigenda hinnar góðkunnu verzlunar
"Edinborgar” hér í bænum, hafa auðug-
ir, enskir f járkaupmen, Parker & Fraser
í Liverpqol-Birkenhead ákveðið, að
kaupa hér fé á fæti í haust, og hafa í
því skyni sent hingað nú með “Lauru”
umboðsmann sinn, Alexander Ponton,
er fyrir mörgnm árum var umboðs-
maður Slimons við f járkaup hér á landi,
og er því töluvert kunngugur hér frá
fornu fari.
(Eftir Þjólfi).
AKUBEYBI, 25. Apríl.
Veðrátta hefir verið stilt meiri hluta
mánaðarins en frost að öðru hverju all-
mikíl og hefir ísinn fyrst fyrir fáum
dögum leyst hér af höfninni. Hey-
birgðir manna og skepnuhöld eru nú í
góðu lagi alstaðar, sem-til spyrst.
Inflúenzan er að klykkja út hér í
bænum, hafa margir legið viku og
lengur, fáeinir hafa þó sloppið alveg, 8
menn hafa dáið í bænum. Aðulbjörg
Einarsdóttir systir Magnúsar Einars-
sonar organista. Sigurður Jónsson,
aldraður maður kendur við Naust, og
ungur kvennmaður, systir konu Guð-
mundar læknis.
Siglingar hingað á fjörðinn hafa
verið allmiklar í þessum mánuði, og
»***•«*•*•**•***»««*»»#**«
1 DREWRY’S I
*
I
*
9
9
*
#
#
#
JÉ*
#
#
m
#
nafnfræga hreinsaða öl
“Freyðir eins og kampavín.”
Þett er óáfengur og svalandi sælgætis-
drykkur og einnig hið velþekta
Canadiska Pilsener Lager-öl.
Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum
AáClr þ°o«ir drykkir er seldir i pelaflöskum og sérstaklega ætl-
Fæst
jéSc aðir til neyzlu í heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00.
hjá öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá
*
#
#
#
#
REDWOOD BREWERY.
EDWARÐ L- DEEWRY-
Slannfactnrer & Importer, B i>\l
##########################
OKKAR MIKLA----
FATA=SALA
HELDUR
ENN AFRAM
Vvið höfum ennþá finlega og endingargóða
Tweed alfatnaði íyrir.................
$10.50
12 svarta worsted stutttreyju-
alfatnaði (square cut)...
$10.50
Þessa viku gefum við einnig helmingi meiri
“Trading Stamps” með öllum drengjafötum
Drengjabuxur á 25 og 50 cents.
DEEGAN’5
556 Main Str.
10 dusin hvitar skyrtur
25C. hver.
vörur komnar til flestra kaupmanna og
miklar til sumra.
Fiskiléysið á Eyjaflrði er enn þá
hið sama, ekkert úr sjó að hafa, nema
nokkur hrognkelsaveiði út við Svarf-
aðardal, er því mjög þröngt i búi hjá
mörgum þegar sjórinn bregzt svona.
Aflaleysi er og að frétta alstaðar af
Austurlandi.
Undarlegt tiltæki var framið i
Ljósavatnskirkjugarði eigi als fyrir
löngu. Hin góðkunna sómakona, Þur-
íður frá Baldursheimi við Mývatn,
móðir hinna svo nefndu Baldursheims-
systkina var af einum syni sínum graf-
in þar upp eftir að hafa hvílt þar um 2
ár, og flutt fram i Bárðardal í kistu
sinni og eftir einhverja dvöl þar flutt
að Skútustöðum og holað þar ofan i
kirkjugarðinn í viðurvist fjölda fólks
úr Mývatnssveit. Þetta kvað vera í
annað sinn í manna minnum, að hinar
jarðnesku leifar góðkunnra heiðurs-
manna hafa verið rifnar upp á Ljósa-
vatni og fiuttar burt; verður því ekki
neitað, að slíkar dauðramanna kross-
messur eru hálfóviðkunnanlegar, og ó-
sjálfrátt vekja þá spurningu hjá manni,
hvort börn eða barnabörn hafa nokk-
urn rétt*til að vera að þeyta ættfeðr-
um sínum eða ættmæðrum milli leg-
staða, og hvort sá dauði hefir eigi rétt-
arkröfu til að fá að hvílai friði þar sem
einu sinni er búið að hola þeim niður.
frézt hefir að amtmaður muni skipa
málsókn út af þessu tiltæki.
Þann 17. þ. m. andaðist að heimili
sínu Skriðu í Hörgárdal óðalsbóndi Jón
Jónsson rúml. 70 ára, eftir stutta sjúk-
dómslegu.
Akureyri 19. Maí 1900.
Arnór Eigilson ljósmyndasmiður
andaðisthér í bænum 4. þ. m. 44 ára,
var hann mjög vel látinn og ágætlega
að sér í iðn sinni, flutt.ist hann hingað í
fyrra vor, og hafði mikla aðsókn sem
ljósmyndari síðastl. sumar.
Tvær góðkunnar merkiskonur A
níræðisaldri hafa nýlega látist eystra,
þær Msrgrét Hálfdánardóttir á Odd-
stöðum á Sléttu, móðir Árna kaup-
manns Péturssonar og þeirra systkina,
hyrjaði hún ung búskap á Oddstöðum
með manni sínum Pétri Jakobssyni frá
Breiðumýri, og bjó þar síðan, og Ingi-
björg Sigurðardóttir í Dölum í Hjalta-
staðaþinghá, atgjerfiskona mikil.
Síldarafli töluverðu/ á pollinum síð-
ustu daga.
Fiskiskipin sum hafa komið með'
eóðan afla (Júlíus, Jón, Gestur, Talis-
mann) með 9—17 þúsund hvert.
Sum hákarlaskipin hafa og komið
með afla. Fiskiaust enn á Eyjafirði.
Akureyri 6. Júní 1900.
Nýlega er dáin hér í bænum öldr-
uð kona Guðrún Jónsdóttir, nærri
sextug, móðir Guðmundar Finnboga-
sonar fagurfræðings, Ásgeirs bakara
og þeirra systkina.
(Eftir Stefni).
J^OMINION TRADING STAJTP FJELAGID er á undan öllum öðrum samtíðafélögum í sinni grein. Það hefir 3.1 útibú í Canada, þar sem eigulegir hlutir eru
gefnir fyrir útfyltar Trading Stamp bækur. Eítir samkomulagi við “Manufacturers” gefur félagið ýmsar nauðsynjar og skrautmuni fyrir “Trading Stamps”
á lægra verði en mögulegt er að bjóða undir venjulegum kringumstæðum. Það er af þessum ástæðum, að vér böfum náð vinsældum almennings. Og svo mikils
ern gjafir vorar metnar, að andstæðingar vorir eru farnir að safna Bláum Trading Stamps til þess að geta fengið fáeina eigulega hluti og haft þá til sýnis.
ÆTID BEZT KJORKAUP ÞAR KEM
ÞETTA MERKI HANGIK
Blue Trading Stamp
Collectors...
ŒTID BEZT KJORKAUP ÞAR SEM
ÞETTA MERKI HANGIR
'"píNIÐ ekki ávísunum yðar, þar eð þær koma í góðar þarfir f samkepninni um 300 gjafir sem verða gefnar 100 manns, það ey að segja þeim sem hafa
safnað flestum BLUE TRADING 5TAJTPS bókum á árinu 1900. Allar sögur um það, að hætt verði að gefa þessa bláu stampa, eru gjörsamlega
ósannar, og þeir sem bera þær út, eru ósannindamenn.
M
I