Heimskringla - 17.07.1900, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.07.1900, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA, 17. JÚLÍ 1900. Winnipe^. Hra. G. S. Grímsson, frá Merl P.O, N.-D., Kom hingað til bæjarins i síð- ustu viku snögga ferð. Hann fór heirn aftur um síðustu helgi. Hra. Benedict Rafnkelsson frá Radway P. O., kom hingað í siðustu viku, til að mæta bróður sínum og móður, sem komu að heiman. Kaupmennirnir Jón Sigvaldason, frá Icelandic River, ogC. B, Július fra. Gimli með konu sína, og Mrs. Jones. komu til bæjarins um helgina. Hra. Rögnvaldur Pétursson messar í TJnitarakyrkjunni á hverjum sunnu- degi kl. 7 e. h. Umræðuefni á sunnu- daginn kemur: kyrkjan. Sunnudaga- skóli er haldinn í kyrkjunni á hverjum sunnudegi kl. 3. e. h. Sú frétt hefir borist til bæjarins að guil hafi fundist í sandinum á einni af eyjum þeim sem liggja í IPinmpeg- vatni, og að menn hafi verið sendir þangað til þess að komast eftir hvert það muni borga sig að vinna að gull- tekju þar. Herra Einar Hansson, frá Mount- ain, N. Dak., kom hingað til bæiarins á laugardaginn var, tii þess að mæta tveimur bræðrum sínum, sem komu að heiman meö fjölskyldur sínar. Annan róðirinn tók F.inar með sér suður, en inn fór til Nýja íslands. í dag, 19. Júlí, og framvegis, verð- ur öllum sölubúðum i TPinnipegbæ lok- að kl. ö á kvöldin, samkvæmt ákvæði bæjarstjórnarinnar. Bæjarbúar gerðu vel í að muna eftir þessu, og kaupa nauðsynjar sínar á dagin. Á laugar- dagskvöldum verða búðir opnar til klukkan 10. Jón Magnússon, frá Akra P. O. N.-D., kom hingað til bæjarins í siðastl. viku til að mæta bræðrum konu sinnar með fjölskyldum þeirra, o- flytja þá suður til sín. Uppskeruhorfur segir hann vera í lakaralagi. Hann býst við að uppskera verði að minsta kosti i af meðalárs uppskeru. Herra Snæbjörn Jónsson og Sveinn Jónsson frá Lundar, hra. Jón West- man, Clarkleigh P. O., Högni Guð- mundsson, Björn Jónsson, Þórarinn Breckmanog Snæbjörn Einarsson, Mary Hill P. O., voru hér í bænum i verzlun rerindum um helgina. Hra. Gísli Johnson, póstmeistari að Wild Oak P. 0., og Jón Þórðarson, einn af efna bændum þar vestra, komu hing- að snögga ferð til bæjarins í síðustu viku. Þeir voru í landkaupaerindum og til að útvega innufólk yfir heyskapar- timann og enda til stöðugar vinnu og aðseturs þar vestra. Mr. Johnson læt- ur vel af líðan landa vorra þar vestra. Mr. Geo. H. Bradbury biður oss að geta þess, að orðsveimur sá, sem út hefir borizt um það, að hann ætlaði ekki að sækja um þingmensku við næstu Dominion-kosningar, sé ekki sannur. Segir hann að alt sé undir því komiðhver verði útnefndur á kjörþingi conserva- tive flokksins, þegar það verður haldið. Landi vor Þóröur Þorsteinn Þórð- arson, 24 ára að aldri, varð fyrir voða- slysi á mánudaginn var. Hann var að fara til vinnu sinnar á reiðhjóli og rakst á vagn á aðalstrætinu og stórskemdist. Hann var strax fluttur á sjúkrahúkið, nær dauða en lífi- Læknar vona þó að hann muni rétta við. Maður þessi kom h8iman frá íslandi fyrir 3 árum. Hann hafði sent 2 systrum sínnm far- gjöld á síðastl. vori, og komu þær báð ar út hingað núna á sunnudaginn var.' Það var nýlega samþykt á fundi bæjarstjórnarinnar, að reka þá menn frá bæiarvinnu sem ekki borga þær skuldir sem þeir komast í fyrir lífsnauð- synjar sínar, svo sem matvöru, föt, srófatnuð meðul og læknishjálp. Þetta á auðvitað aðallega við þá sem hafa þar íasta atvinnu, en líkindi eru til að það verði einnig látið ná til þ irra manna sem að eins vinna tíma úr árinu fyrir bæinn. Governor General Minto er væntan- legur hingaö tii bæjarins á föstudags- kvöldið 20. þ, m., á morgun, og hafa borgarbúar haft allmikinn undirbúniug með að veita honum sómasamlegar við- viðtökur. Aðal-undirbúningfundurinn um þetta mál var haldinn í City Hall að kvöldi þess 11. þ.m. Var þá ákveðið að hafa stórkostlega blysför að kvöld- íqu. Það var og ákveöið að haga göug- unni þanniu' að þar gengju 1. Þjóð- verjar, 2. íslendingar. 3. Frakkar, 4. Englendingar, 5 Vallendingar, 6. Skan- dinavar, 7. írar og 8. Skotar. Þeir sem taka þátt í göugunni eiga allir að bera blys, og verða þau lögð til af bæjarstjórninni. Það er áríðandi að ís- lendingar verði sem allra mannflestir og fyrirferðamiklir í þessari blysgötigu, og vér vildum fastlega skora á atla landa vora, sem mögulega geta komið því við, að taka þátt í þessari göngu. Séra Stephan Paulson, se n undan- farin ár hefir verið prestur í Brooklin, N. Y., hlaut þá heiðurseinkunn hjá Thien-háskólanum í Greenwood, Penn. að verða “Master of Arts”. Það sem hann skrifaði um, var “Predestinati- Séra Bjarni Þórarinsson messar í Tjaldbúðinni á sunnudaginn kemur, kl. 11 árdegis og kl. 7 síðdegis. K. Valgarðsson. V’ér viljum benda mönnum á aug- lýsing Karl K. Alberts í þessu biaði. Þaðeru mikii þægindi fyrir þá, sem þjást, að geta fengið fríjar rádleggingar alla sýningarvikuna í garðinum. Farið og sjáið Karl K. Albert þar. Iðnaðarsýningin i Winnipeg verður opnuð á mánudagÍDn kemnr, Viðbún- aður hefir verið mikill til þess að þetta geti orðið með þeim beztu sýningum, sem nokkurn tíma hafa verið haldnar í þessum bæ. Enda er nú þegar vissa fengin fyrir því, að aðsóknin verður mikil og sýningarmunir margir og vænir. Landar vorir ættu að sækja sýninguna. Hún er jafnfróðleg og hun er skemtileg fyrir gestina. Það verð- ur frídagur hér í bænum á fimtndag- inn í næstu viku, til þess að að veita bæjarbúum kost á að skoða sýninguna, Thorst. Thorkelsson, Grocer á Ross Ave., biður þess getið, að hann hafi söluklefa No. 18 í sýningargarðinum alla næstu viku, og að hann selji þar kalda drykki, Candy mat og Cider, og svo auðvitað íslenzkt kaifi með rjóma, rjóltóbak • og aldini, alt með langtum lægra verði, en aðrir salar á sýning- unni. Mr. Thorkelsson biður landa sína að koma við í klefanum og kaupa óspart. Þeirra tap er hans gróði. 175 íslendingar komu frá íslandi á sunnudaginn var. Þeir voru frá ýms- um stöðum á landinu, og var Mr. Sig. Christopherson með þeim hingað vest- ur. Lét sá hópur betur af líðan sinni á leiðinni, en hinn fyrri. Enn fremur komu í gærdag 24 menn, flest fri Hornafirði. Með þeim var Hannes Blöndal, sem eftir vard í Englandi nm daginn þegar fyrsti hópurinn kom. Flest t.f fólki þessu á hér ættingja eða vini, sem taka á móti þvi og veita því hjálparhönd til að setja sig hér niður,— Sagt er að von sé á talsverðum hóp tím- anlega f næsta mánuði. Það er ætlað að útflutningur frá íslandi muni í ár nema alt að 800 manns. Kr. Kristgeir Jónsson, frá Vatns- horni í Skorradal, Borgarfjarðarsýslu, lagði af stað heim til íslands um helgina var. Hann kom hingað vestur í Marz- mánuði í vor og hefir ferðast hér all- mikið um bygðir íslendinga og kynt sér hag þeirra viða. Og nú fer hann heim aftur til að færa sveitungum sínum sannar fregnir af því, hvernig oss Is- lendingum líður hér vestra, eftir eigin sjón og afspurn. Honum leist yfir höfuð vel á sig hér og allar ástæður manna, og kvaðst mundi verða þess hvetjandi, þegar heim kæmi, að dug- legir menn flyttu hingað vestur, þrátt fyrir það, þótt hann hitti ekki sem bezt á hér, hvað árferði snertir eða upp- skeruhorfur. Vér óskum hra. Krist- geir góðrar farar, og erum þess full- vissir, að hann flytur heim sanna og ó- hlutdræga sögn um ástandið hér og þetta land, því hann er maður greindur vel og glöggur. Oraníu félögin í Manitoba, héldu stórþing mikið hér i Winnipeg þann 12. þ. m., og höfðu skrúðgöngu með fánum og félagsmerkjum, um aðalgötur bæj- arins, Um 60 félagsdeildir tóku þátt í þessari athöfn. 10 hornleikendaflokkar úr ýmsum bæjum hér f fylkinu tóku þátt f skrúðgöngunni og skemtu með lúðraþyt, Skrúðgangan var hátt á aðra milu á lengd og var[hálfan klukku tíma að ganga fram hjá gefnu marki. Allir voru mennirnir vel búnir og sið- prúðir f framgöngu, cg ekki urðum vér vaiir vil einn einasta drnkkinn mann í öllum þeim mannfjölda. Svo voru á- horfðndur inargir á Main St. alla leið frá Logan Ave. til Portage Ave.. að tæpast var hægt að komast áfram, hvorki á gangtröðunum né á sjálfu stiætinu,-meðan skrúðgangan fór fram. Það er ætlað að það hafi veríð um 20,000 áhorfendur á Main St. Ýms hús. sérstaklega gestgjafahúsin, voru skreytt með flöggum og skrautlituðum veifum, og alment var hátíðabragur á bæjarbú- um. Það er talið að 5,000 Oraníumenn hafi sótt fund þenna. Á eftir skrúð göngunni söfnuðust fólagsmenn saman f ’ Fort Garry Park”, þar voru ræður fluttar og skemtu menn sér vel fram á kvöld. Herka ritstj.:— Það hafa slæðst æðimargar prent- villur inn f grein mína um “Tímamót” Nýja-Islands, í síðasta blaði, og sumar talsvert meinlegar, en ég nenni ekki að elta þær uppi til leiðréttingar. Samt má ég til með að biðja yður ag leiðrétta málsatriði það sem fylgir. í Hkr. segir svo: “SjáiC. P. R. félagið hag f að samtengja Winnipegvatn meö járn- braut”, o. s. frv. Þar ætlaðist ég til að stæði: Sjái C. P. R. félagið ekki hag f að samtengja fVinnipeg-bœ og Winnipeg- vatn með járnbraut, o. s. frv. E. Jóh. Áskorun til Islendinga ! Lögberg og Heimskringla skora hér með á íslenzka karlmenn í þessum bæ, að sækja fund sem haldinn verður á Unity Hall, á horninu á Pacific Ave. og Nena St„ föstudagskvöldið 20. þ. m. (á morgun) kl. 8., til þess að gera ráð- stafanir til þess að íslendingar geti tek- ið þátt í, og komið sem bezt fram f blys- för þeirri, sem fer fram á laugardags- kvöldið í þessari viku, í virðingarskyni við Minto landsstjóra, sem þá er vænt- anlegur hingað til borgarinnar, Útgáfunefndir blaðanna mælast vinsamlega til þess, að íslenzku “góð- templarar”, “Oddfellows” og “Forest- ers fjlögin vildu hafa framkvæmdir til þes.-, að framkoma Islendinga geti orðið sem allra myndarlegust við þetta tæki- færi og þjóðflokki vorum hér til sóma í augum annara manna. SlGTRYGGUR JÓNASSON. B. L. Baldwinson. / Islendinga-dagurinn. Til leiðbeiningar þeim sem knnna að vilja koma hingað til bæjarins á ís- lendingadagiun 2. Ágúst, skal þess get- ið, að farg.öld verða mðursettum einn þriðja með brautum, svo að þar sem 25 manns kcma frá sama stað og allir kaupa farbréf sín i einu, þá verður far- gjaldið fram og til baka : Selkirk 95 cents Gretna $2,80 Glenboro 4,20 Pembina 2,70 Utanbæjarmenn, sem hugsa til að vera viðstaddir hátíðarhaldið, ættu að draga sig saman og kaupa farbréf sfn í einum hóp. En það er skilið að menn sem þannig koma á niðursettu far- gjaldi, fari aftur heim með næstu lest, sem gengnr i átthaga þeirra að degin- um liðnum. íslendingadagsnefndin gat ekki al- veg fullgert prógrammið fyrir þetta blað, svo það eru sumstaðar eyður þar sem verðlaun eiga að vera. En f næsta bláði birtum vér það alveg fullgert. Islendingadagsnefndin befir fylgt innlendri venju hér í því, að verðleggja ekki medaliurnar, sem gefnar eru. En menn meiga reiða sig á að þær eru ljómanni fallegar, og einkum er gull- medalín sérlegur ágætis gfipur.—Sömu leiðis er ekkert verð sett á 1. verðlaun fyrir giftar konur, en það er óhætt að fullyrða að sá prís er ekki undir $10—15 virði. Ein af ánægjulegustu skemtunum, sem fara fram á íslendingadaginn, 2 Ágúst, verður hálfrar mílu kapphlaupið. Sá sem vinnur það hlaup fær $30 00 skrautbúna marghleypu (Revolver), sem hra. J. H. Rogers, hatta og loð- vörusali á Main St. hefir gefið. Vopn þetta er menjagripur mikill, Mr. Rogers bar það á sér þegar hann var í gull- námunum í California 1849. Vopnið er til sýnis í búðarglugga hra. Þórðar Jónssonar 292 Main St., næstu dyr við búð Mr. Rogers. Landar ættu að líta á vopnið og keppa svo um það á Is- lendingadaginn. íslendingadagsnefndin finnur á- stæðu til að get.a þess, að þeir sem hér á eftir verða nefndir, hafa gefið mjög rausnarleg verðlaun til Islendingadags- ins í ár: The Canadian Motor Cicle Co. gefur ágæta gull medalíu, letraða og gerða af hinni mestu snild. The Do- minion Trading Stamp Co. gefur verð ines- a og bezta hlutinn sem til er í sýn- isbúð þeirra, og getur sá, sem vinnur þau verðlaun, kosið um hvað hann vill taka. KarlK. Albert gefur ágætan örvggis skáp, til að geyma f peninga og verðmæt skjöl. B L. Baldwinson gef ur ágæta silfur-medalíu, mjög fallega letraða. Dr. Neilson gaf $10.00 í pen- ingum. —Enskum verzlunarmönnum þykir sómi að því, nú orðið, að fá að gefa verðlaun til íslendingadagsins, því þeir viðurkenna það, að hátíð vor hafi ætíð að undanförnu verið oss til hins rnesta sóma. Vér vonum að folki verði ■itarsýrit á prógramið og verðlaun þau -em gefiu verða á ísleudingadeginuin í ár. Oft hefir vel verið, en aldrei eins og nú. “Á þeim degi mun hinn alvaldi með skegghníf, leigðum fyrir handan fljót, fyrir hönd Assyriukonungs af- raka hárið af höfðinu og fótunum, og einnig burtnema skeggið”, Esias 7. kap. 20. v. Þessi merkilegi spámómur Esi- asar álíta biblíufróðir menn að sé að Jætast, einmitt nú á vornm dögum, þegar Stefán Scheving rakar öll mögu- leg andlit, fyrir lOc hvert, og efar eng- inn að hann gæti einnig raxað fótleggi manna, ef fólk væri nú loðfætt eins og það gerðist á dögum Jehova. Staðurinn er: 206 Rupert St. Winnipeg. Hvíta Bandið heldur samkomu á mánudaginn 23. Júlíi North west Hall, Samkoman á að verða til að styrkja barnastúkuna. Aðgangur ókeypis. Byrjar kl. 8. e. h. Program: Solo—Miss Hördal. Recitation—J. Johnson. Instruinental Music — Mrs. Anderson & son. Ræða—Mr. S. Júlíus, og fleira. Dánarfregn. Hinu 14. Júlí andaðist að heimili sínu hér í bænum, Sigfús Jónsson, 59 ára gamall, eftir langann og kvalamik- inn sjúkdóm. Sigfús sál. var fæddur að Meðalnesi íFellum4. Júni 1841, en fór svo með foreldrum sínum að Teigaseli á Jökul- dal í Norðurmúlasýslu, ogólst þarupp. Árið 1887 flutti hann til Ameríku og hefir átt heima í Winnipeg.ætíð síðan Hinn látni bar sjúkdóm sinn fram í dauðann með hinni mestu stillingu og þolinmæði. Hann varmikill dugnaðar- maður og vel látinn af öllum sem þektu hann. Hans er því sárt saknað af syni hans, Páli Sigfússyni Dalman ásamt fjölda vina og vandamanna, Jarðarför hans fór fram frá heimili hans, að 514 Maryland St., á mánudag- inn 16. gamamán. ap viðstöddu marg. menni. Lesid! Sökum hinna nýju laga, sem bæjar- stjórnin hefir auglýst að komi í gildi hinn 20. þ. m., og sem skipa svo fyrir að allar búðir lokíst ekki seinna en en kl. 6 að kvöldinu, þar með eru inni- faldar “uppboðssölur”, þá hef ég afráð- ið að selja út eins mikið og mögulegt er i millitíðinni, til þess að hafa pláss fyrír nýjar vörubyrgðir, sem með þeim umbótum og stækkun, sem ég er að láta gera við búðina mun setja búð vora í röð hinna fyrstu “retail” verzl- ana í bænum. 260 ágætír karlmanna alfatnaðir “Blue Serge”, okkar vanaverð $4.75, seljum það nú á $2.00. Q0C. karlmanna alullarbuxur Tweed. venjulega seldar $1.35, seljum þær nú á 95c. 160 Ljómandi fallegar svartar worsted silki röndóttar buxur, eru alstaðar seldar á 3.50, fæst nú hjá okkur sökum ofan- greinda ástæða fyrir $1.60 fyrir neðan innkaupsverð. Hvítar og mislitar stífaðar QQc, og óstifaðar skyrtur, beztu kaup á 75c—$1 00, fást nú á 45c,—50c. 25C’ Karlmanna nærfatnaðir, sem eru vanalega seldir á 50c. stykkið, seljum vér nú fyrir 25c. hvert. ~Y |-2 Svartir sokkar "Herms dark dye” fást nú fy ir 7Jc. Komið og skoðið þetta því það er þess virði og kostar ekki cent. A. W. Leise, Gold Mine Auction Rooms 550 flain Street. EINKALEYFI. Hér með auglýsist að þeir sem vilja kaupa einkaleyíi til að selja veitingar í sýningargarðinum á Is- lendingadaginn 2. Ágúst í sumar verða að senda tilboð sín i lokuðum umslögum til undirskriiaðs fyrir 20. Jfilí næstkomandi. Þeir sem vilja fá einkaieyfi til að hafa “Canerack” Kniferack” “Dolls & Balls” eða annað þess hátt- ar, verða einnig að senda tilboð um það fyrir 20. Jfilí næstk. í umboði nefndarinnar Jóseph B. Skaptason ritari P. O. Box 305 Winnipeg. Victorin Kinploynicnt Rnrenn Foulds Block, Room No. 2 Corner Main & Market St. Vér þörfnumst einmltt riúna vinnu- kona, stúlkur t.il að bera á borð “Dín- ÍDg rcom girls”. uppistúlkur • Chamber- Maideds” oj einni stúlku til vinna familíuhúsum og fleira. gott kaup. Uppboðssala á húsi, lóð og öllum innan- húsmunum J. Goodmanson’s. Fer íram að heimili undir- skrifaðs, 1123 Notre Dame Avenue, þann21. Júlí 1900, klukkan 2 eftir dádegi. J. Goodmanson. Kennsla. Þeir foreldrar eða aðstandendar barna, innan fermingaraldurs, sem vildu koma þeim til kennslu í kristin- dómi og bóklestri núna í sumarfríinu, einhvern tíma úr virknm dögum vik- unnar, gjöri svo vel að gefa sig fram við undirskrifaðan, sem veitir tilsögn í slíku. Borgun væg, einkum ef börn geta hópað sig dálítið saman, Bjarni Þórarinsson 559 Ellice Ave. DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl # # # # # 1 # # # # # # # # # # # # # “Freyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum £>»C;r þ“a«ir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl- aðir til neyzlu í heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst hjá öllum vín eða ölsölum eða með þvi að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. EDWAKD L- DBEWRY Hlannfactnrer & Iniporter, WIAHIl’EG. **m*m***mmmm*m**m*mmmmmmm* m m m m m m m OKKAR MIKLA------ FATA=SAI A heldur 1/11 A ^/\L,/\ enn AFRAM Vvið höfum ennþá fínlega og endingargóða 01/1 /T f) Tweed alfatnaði lyrir. 0 / U.D U $10.50 12 svarta wprsted stutttreyju- alfatnaði (square cut)... Þessa viku gefum við einnig helmingi meiri “Trading Stamps” með öllum drengjafötum Drengjabuxur á 25 og 50 cents. 10 dusin hvitar skyrtur 25C. hver. DEEGAN’5 55ÓMain Str. Enginn upp- skurður A ctina Ekkert meðala- sull. Varnar blindu Endurlífgar sjónina. Vér höfum gert margar sterkar staðhséfingar um “Actina” og vér erum jafnan við því búnir að standa við þær' Um 18 ára tímabil hefir “ Aetina” verið undur verald- arinnar, og læknað veik og veikluð augu, “Catar”, andar- teppu, kvef, lungnaveiki o. fl. o. fl. Það gefur áreiðanlega og vissa hjálp. “Actina”, óviðjafnanlegt vasa-rafmagns “Battery” og er jafn þénanlegt fyrir unga sem gamla, og brúkun þess er algerlega tempruð eftir þörfum þess sem brúkar. Það er engin þörf að brúka meðöl, “Actina” er einhlýt. Ef þú líður, þá er það þess virði fyrir þi£ að rannsaka þessa makalausu lækninga-aðferð. “Actina” og Prof. Wilson’s rafmagns conservative- undirfatnaður verður sérstaklega til sýnis á iðnaðarsýning- unni frá 22. til 28. Júlí. Fríar ráðleggingar gefnar hvenær sem vera vill, Karl K. Albert, 268 McDermott Ave. WINNJPEG, nAN. ÞAÐ ER SANNREYNT að fólk her traust til vor öðrum fremur. ÁSTÆÐAN ER SÚ, að vér skiftum vel og áreiðanlega við alla. Vorir $1.50 geitaskinnsskór fyrir kvenfólk eru hinir beztu á markaðinum með eða án táhands. Búnir til af hinum nafnfræga "LINTON” Vér höfum eftir dálítiö af ágætum barnaskóm fyrir 50e. og upp. EB ÞÁ KARLMANNASKÚRNIR ! Vér höfum þá ágætL, bæði gula oa brúna að lit, fyrir $2.25. Þeir endast heilt ár. Vér gefua. Trading St-amps, K.IVIGHT <&: 351 inain Sireet.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.