Heimskringla - 23.08.1900, Page 2

Heimskringla - 23.08.1900, Page 2
/ * HKIMSKKiNULA 23. AGUST 1900. PlJBLISHED BY The Ileimskringla News & Fublishing Co. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent trl ?»*ands (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. O. Money Order Begistered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á. aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllunn B. I*. Baldwinson, Editor Oflice . 547 Main Street. P.O. BOX 305- Orð í eyra Þjóðólfs. Það væri bæði ranglátt og fá- víslegt að reiðast Þjððólfi fyrir það þótt hann hafi tekið sór þá stefnu að amast við vesturferðum. Enginn maður á n>eð sanngirni sök á öðrum fyrir það, þótt, hann hafi sérstaka skoðnn á gefnu máli. Það varðar mestu að maður sé einlægur, jafnt við sjálfan sig og aðra. Það má jafnan virða, manninn fyrir það sem hann vill vera ef ekki fyrir það sem hann er, og þess vegna getum vér virt þ'að við Þjóðólf karlinn að hann hefir sterka sannfæringu í • ötfiutn- ingsmáli íslendinga og lætur hana bligðunarlaust í ljósi, án tillits til þess hvort lesendum geðjast það vei eða illa. Hitt er annað mál hvort skoðanir hans séu þar á rökum bygð- ar eða að hve mikln leyti þær eru það. Vér getura ekki varist því á- liti, að Þjóðólfur karlinn haldi uppi andrnælum xnóti vesturferðum muira af kappi en af því að ástæður hans móti þeim séu að nokkru levti gildar. í rauninni getur Þjóð- ólfur ekki haft neinar verulegar mótbárur móti Canada. Því hversu vænt sem honum þykir um Island og hversu gott sem honum kann að virðast það til íbúðar, þá lilýtuv hann þó að -víta að Canada er að minsta kosti engu lakara eða óbyggi- legra land, og reynsla þeirra sem hafa kynst báðum lö,ndunum er þann- ig að þeir taka fiestir Canada fram- yfir ísland, og ekki vitam vér af einum einasta búanda hér vestan hafs sem vildi skifta um bústað með því að flytja aftur til íslands til framtíðarveru þar. Það er fyrii löngu fullsannað að ísl. vesturfarar hafa yfirleitt bætt kjör s’n að mikl um mun og allar framtíðarhorfur af- komenda sinna hér, með því að flytja vestur. Hvers vegna er þá Þjóðólfur að amast við vesturferðum. Er hann svo snauður af sannri mann- úð að hann geti ekki unt þeim, sem vestur flytja að bæta kjör sín að neinu frá því sem þau voru heiina á ættjörðinni. Eða heldur hann má ske að þeir breyti ekki um til batn- aðar. Ef það er skoðun Þjóðólfs, þá er hann áreiðanlega í miklum minn' hluta með þá skoðun. Ekki heldur er það rétt af blað- inu að leggja neina fæð á þá menn, sem vinna að útflutninguin. Þeir gera það af beztu sanufæringu og samkvæmt lögum. Því síður er nokkur sanngjörn ástæða til þess að ónotast við þá ferðamenn, hvort sem það eru prestar eða almugamenn, sem fara í kynnisferðfr héðan frá Canada til íslands, þó þeir komist ekki hjá því að svara spurninguru manna á Islandi um ástandið hér vestra og þó þeir finni það -skyldu sína að lýsa því eins samvizkusam- lega satt og rétt eins og þeir geta, samkvæmt reynslu sinni hér vestta. Blaðið getnr ekki vænst né vonað að stemrna stigu fyrir vesturferðum með slíkum árásum á heiðvirða og valinkunna menn, og gersamlega er það rangt hugsið að vesturferðirnar séu plága fyrir Islajsd eins og blaðið gerir með þvf að líkja þeim við svartadauða nítjándu aldarinnar. Réttara miklu væri það af blaðinu að kannast hreinskilnislega við þann sannleika að vaxandi þekking íslendinga áyfirburðum Canadaríkis og sérstakléga Manitoba fylkis yfir ísland sé sú sanna undir rót vestur- ferðahugans í I'landingum 4 þess- um tímum, Þjóðólfur máekki gleyma því að allir þeir Islendingar, sern á umliðnum árum hafa komið hingað vestur ti! þess að skoða sig hér um, hafa ritað hlýlega ura landíð og ýmist sjálfir flutt búferlum vestur eða sent sín nánustu skyldmenni vestur um haf. Sveinn Brynjólftson, umboðs- maður Dominion línunnar, flutti bú- ferlum hingað eftir að hafa séð land- ið og kynt sér ástand Isl. tíér, séra Matthias sendi systir sína og síðar son sinn, eftir að hafa sjálfur kynt sér land þetta. Sigfös agent Ey- mundsson sendi son sinn hingað vestur, séra Jens Pálsson sendi son sinn vestur og ýmsir aðrir velmðtnir menta og gáfumenn, svo sem Þórður Guðjohnsen á Húsavík og fleiri, hafa sent börn sín hingað vestur um vota vegu. Þjóðólfur mun tæplega voga að halda því fram að þessir ofan- töldu menn mundu viljandi stofna börnum sínum í voða með því að senda þau og önnur skyldmenni hingað vestur. Ekki heldur mun blaðið geta haldið því fram að fá- fræði eða föðurlandshatur hafi vald- ið vesturferðum þessara barna og ættmenna, menta og gáfumannanna á Islandi. Það má ganga að því sem gefnu að þessir menn allir hafa gert það að skyldu sinni um fleiri" ára tíma að kynna sér sem allra bezt ásand lands og þjóðar hér vestra og atvinnumöguleika þá, sem land þetta býður öllum skynsömum, hraustum og dugandi drengjum, körlum og konum, og að þeir hafi ekki leift burtför barna sínna og ættingja fyrr en þeir voru orðnir fyllilega sannfærðir um það að þeim mundi vera að minsta kosti eins vel borgið hér í Canada eins og ef þeir væru kyrrir á íslandi. Hverjir eru það nú eiginlega sem vinna mest að því í orði og verki að eyða landið og mála alt ís- lenzkt með verstu og svörtusfu lit- um?” Það eru ekki vesturfara agentarnir eða prestar lúterska kirkjufélagsins í Ameríku, ekki held- ur eru það peningar Canada stjórnar. Heldur eru það blöðin og bréfin sem ganga viku og mánaðarlega milii VTestur og Austur íslendinga. Blöðin og bréfin frá íslandi lýsa á- standinu þar heima og blöðin og bréfin frá Ameríku lýsa ástandinu hér, það er samanburður á þessum lýsinguní í blöðunum og bréfunum að vestan og austan, sem ósjálfrátt og eðlilega skapar löngun fólksins til þess að komast úr lakari staðnum í hinn betri. Ef að lýsingarnar frá íslandi væri að nokkru leyti hvetjandi til austurferðar, þá má ætla að Vestui- I'lendingar tækju sig upp héðan og flyttu heim aftur til gömlu átthag- anna, því næg efni hafa þeir til að gera það, ekki síður en til þess að senda ættingjum sínum þar heima árlega stðrar summur af peningum til að koma hingað vestur, eða til að styrkja þá til að hafast við á föður- landinu. En skeytin frá íslandi eru alt annað eu hvetjandi til austur- ferðar og þess vegna eru austurferð- ir engar. A hinn bóginn eru fréttirnar úr blöðum og bréfura að vestan yfirleitt þannig að þær gefa þeim sem þær eru stílaðar til, fremur hvöt til vesturferða, og þess vegna eru vest. urferðir. Enginn maður muð heilbrigðu viti leikur sér að því að taka sig upp úr ættlandi sínu*með alt Sitt skyldu lið, og rýja sig inn að skyrtunni efnalega, til þess að kornast til Ameríku fyrr en hann er búinn að fá fulla sannfæringu fyrir því að hann bæti kjör sín og sinna með þeirri tilbrevtingu. Ef þetta væri ekki svo, þá væri tilbreytingin ekki einasta þýðingarlaus, heldur miklu fremur glæpur gegn beztu hagsmun- um o r framtíðarvonum vesturfar- anna sjálfra. Vesturflutningarnir byggjast ekki á neinu hatri til ís lands eða þeirra sem eftir sitja, held- ur á innilegri löngun manna til þess að bæta lífskjör sín og framtíðar- horfur afkornenda sinna. Vér sjáum ekkert rangt, syndsamlegt eða glæp- samlegt við þessa löngun landa vorra á fslandi, oss hryggir að eins það að svo undur fáir af öllum þeiin sem vestur vilja flyrja, eru sökum efnaskorts ekki færir um að koma löngun sinni í framkvæmd- En vér huggum oss og þá við þá von að með vaxaudi fjölda Vestur-íslend- inga og með auknum efnum þeirra hér, þá muni sá dagur koma, ein- hvertíma í framtíðinni, að þeir sem vilja flyrja vestur, verði styrktir til þess af Vestur-íslendingum. og getur þá svo farið að Þjóðólfur verði með í förum—verði líka í lestinni. / Island. . Rœð'j, flutt á þjóðmínningardag 2. Ágvst 1900 af SlG. JÚL. JÓHANNESSYNI. Háttvirtu tilheyrendur; kæru landar! bræður og systur! Eg ætl- aði að tala við ykkur nokkra stund, en Kári gamli er í illu skapi og hvín svo hátt að ég sé ekki annað sýnna en að ég verði að fara með hvert orð og hvíslaþví í eyra hverjum manni ef nokkuð á að heyrast. Það leynir sér ekki að þessi stund er bundin við einhverjar há- tíðlegar endurminningar. Það leynir sér ekki að eitthvert áhrifamikið afl, einhver aameiginleg hugsjón knýr menn til þess að finnast og mætast á þessari stundu — dregur þá saman. Þegar ég lítr upp í bekkina fyrir framan mig alskipaða hraustlegum sveinum. og . fögrum meyjum, grá- hærðum gamalmennum og broshýum börnum þá er eins og mér verði það ósjálfrátt að spyrja sjálfan mig á þessa leið:' Hvaða fólk er þetta? hvaðan er það komið hingað? og hvaða erindi á það hér í dag? • Svörin verða þessi: Það eru Is- lendingar, komnir Jangt norðan úr heimi, norðan frá heimskautsbaugi, og þeir koma saman héi í dag til þess að halda afmælið hennar móður sinnar með allri þeirri ' iðhöfn, sem þeir efga til í eigu sinni. Og þótt sumir hafi gleymt hvenær afmælið hennar er og séu þrí ekki hér stadd- ir, og þótt sumir hafi jafnvel verið svo óheppnir að fá rangt fæðingar- vottorð fyrir hana og halda jivf að afmælisdagurinn sé einhver annar og séu hér ekki af þeim ástæðum, þá mun hátíðin samt fara fram með við- höfn og gleði, eða þess væntum við öll. Eg finn fyllilega til þess hversu þunga byrði ég hef tekið mér á herð- ar þegar ég lofaði að vera viðstadd- ur þessa afmælishátíð og mæla nokkur orð fyrir minni heiðurskon- unnar gömlu- mæla fyrir minni þeirrar móður, sem hettr átt því barnaláni að fagna að eiga allan blessaðan hópinn, sem ég sé þarna fyrirframan mig, og einkum þegar ég gæti þess að þetta er að eins lítill partur og allur fjöldi þeirra er enn heima í mððurskauti og ég vil biðja einhvern góðan anda að leggja mér verðug orð á tungu og samboðin þessu hátíðlega tækifæri. Það var einu sinni kongur og drotning í ríki sínu — þannig byrja margár gamlar og góðar sögur, er vér þektum heima.—Konungur hafði hirð stóra, marga hrausta sveina og fjólda fríðra lyeyja, er saman var komið úr ýmsum áttum. Sérstak lega er þar getið tveggja systkina. Pilturinn var vitttr sem Oðinn, hraustur sem Týr, hugaður sem Þór og góður sem Baldur. Mærin var fögur eins og sólin sjálf, hagijúf eins og vorblærinn og saklaus eins og barnið brosandi. Koiiungurinn unni sveininum mest allra sinna hirð- manna. Drotningunni geðjaðist bezt að systir hans allra sinna hirð- meyja. Systljyni þessi höfðu altaf fengið leyfi til þess að vera frá hirð- inni eina viku um sama leyti á hverju árá Svo var það eitthvert sinn er þau komu aftur að konugur spyr þau hvert þau fari á hverju áii og hvað sé erindi þeirra. “Við er- um að finna hana móður okkar” svara þau, “hún býr héðan langt í burt og við heimsækjum tjana altaf til þess að vera viðafmælið hennar.” Næsta- ár þegar þau fara, leggur konungur af stað á eftir þeim og er við aímælishátíðina sem gestur í dularklæðum. U#nn bjóst við að svonaefniieg börn ættu stórríka for- eldra, en honum brá í brún þegar hann sá að móðir þeirra var bláfá- tæk ekkja með stóran barnahóp, Og hvað haldíð þið svo að hann hafi gert? haldið þið að hann hafii tekið hana og börnin hennar, tein heima voru og flutt þau heirn til sín, þar sem þau gætu lifað hvern dag í dýrðlegum fögnuði sg klæðst purp- ura og dýrindis líni? Nei, vinir mínir; það gerði hann ekki. Hann hélt að þrátt fyrir það þótt þau með því gætu lifað betra lífi að surnu leyti, þá væri samt ekki ráðlegt að rífa þau upp með rótum og gróður- setja þau í annarlegum jarðvegi; þeim hlyti að líða bezt á æskustöðv- unum. Hann lætur þvl á engu bera þangað til næsta ár þegar systkinin fara; þá sendir hann gömlu konunni dýra gripi og marga, fögur klæði, gull og gersimar í afmælisgjöf. Þessu heldur hann svo áfram á hverju ári upp frá því. Að nokkrum tíina liðnum var ekkjan með börnin orðin stórefnuð og börnin hennar mönnuð og mentuð. Svo kann ég ekki þcssa sögu lengri. Eg heyrði hana einhveru tíma þegar ég var barn og hefl aldrei munað eftir henni síðan þangað til núna, en í dag er hún undarlega ljós fyrir mér; það er eins og ég sjái greinilega hverja ein- ustu sál, sem hún getur um. Hérna fyrir framan mig situr sveinninn, sem er vitur eins og Óðinn, hraustur sem Týr, hugaður sem Þór ðg góður sem Baldur, hérna fyrir framán mig situr mærin, sem er fögur eins og sólin sjálf, hugljúf eins og vorblær- inn og saklaus eins og barnið bros- andi. Hérna alt í kring um mig sé ég konunginn volduga, sem er rík- ari en Croesus, herskárri en Alex- ander, liamingjusamari en Agústus og betri en Trájanus og konungur- inn er framfara- og menningarguð þeba lands. Hinu megin við hafið sé ég í anda fátæku ekkjuna með barnahópinn; ég segi ekkjuna. Það má nálega svo að orði komast að Fjallkonan sé ekkja. Maðurinn hennar er að vísu ekki c(áinn, en hann liggur sjúkur og sumir halda jafnvel að hann liggi banaleguna— ég held það ekki; ég trevsti því, ég trúi því, ég vona það, é£ er viss um það að hann á bata fyrir höndum og fagra framtíð í vændum ef vel er á haldið þótt batinn hljóti að ganga uokkuð seint eftir svo langa legu og hættutega.—Þið vitið það náttúrlega öll hvað hann heitir þessi sjúki mað- ur Fjallkonunnar. — Ilann heitir Móður; Fjallkonan er að missa móð- inn; í þeiin skilningi er hún að verða ekkja, ef ekki er beitt góðum meðul- um.—Það er tæring, sem að honum gengur, illkynjuð tæring og gerlanr- ir, bakteríurnar eril svo sorglegá margar og sumar svo sorglega stór- ar. Það er ekki til neins að slá saridi í sín eigin augu og segja að engin hætta sé á ferðinni; það er ekki til neins að slá eintóma gull- hamra; það er öllum sanngjörnum mönnum samboðið að segja frá rétt og óhlutdræt 4 báðar hliðar. Eg skal leyfa mér að nefna nokkrar af þessum bakteríum. Það er þá fyrst pólitíkin; sú helvíska margfætla hef- ir skriðið eitrandi og eyðandi öllum sönnum félagsskap, hefir skriðið í allum hugsanlegum skúmaskotum, fylt aila krókaog kima með ólifjan ban vænnifyrir hverja heilbrigða hugsun; nagað í hælana á hverjum ærlegnm manni sem ekki hefirviljað vinna í myrkrinu, og sumir frelsisvinir hafa litlu til leiðar komið, þeir hafa orðið að eyða kröftum sínum til þess að höggva lappirnar af þessari djöf- ullegu margtætlu til þess að hún færi þó ekki eins lijótt yfir eða kæm- ist eins víða. Þessi banvæna bakt- ería hettr átt drjúgan þátt i því að láta Fjallkonuna missa móðinn, gera hana að einstæðingsekkju. Og hún heiir getið af sér margar að..ir, >er heita, sundrung og félagsleysi, at- kvæðaverzlun og pannfæringasala o. s. frv. Þá er ein bakterían, sú heitir drykkjuskapur og sjálttr landsmeim verja fast að hálfri miljón króna á ári hverju til þess að rækta hana í landinu—jarðvegurinn, sem þeir rækta hana í og gera þar með að miklu leyti óhæfan fyrir annan og betri gróður, kostar inargar, margar miljónir króna — það eru manns- hjörtun. Þessi baktería hettr stuðl- að til þess að láta Fjallkonuna missa móðinn, gera hana að ekkju. Ef ég ætti að telja allar þær bakteríur, sem ég myndi þi mundi ég hafa nóg þótt ég hefðí byrjað í gær eða fyrra gær eða hitt gærið. eins og kerlingin sagði. Eg ætla því að eins að nefna eina tegundina enn; hún heitir trúleysi eða vantraust á alla lramtíð og framfaratilraunir og öfgafuilar uppblásturskenningar, í andleguin og iíkamleguin skilningi. Sumar af þessum bakteríum eru getnar og gotnar heiina á Islandi en sumar hafa skriðið héðan vestan um haf- Þessi tegund baktería er ef til vill skæðust og skaðlegust allra þeirra, hefir jafnvel gert meira ilt en allar hinar -til samans. Hún hefir rækilega stuðlað að þvl að láta Fjall- konuna missa móðinn, gera hana ekkju.—Jæja vinir mínir; þegar nú aliar þessar bakteríur lifa í blóði hins sjúka manns, er ég nefndi áðan, er það þá nokkur furða þótt sumum, sem annars eru ekki sérlega trúar- sterkir, verði það að halda að hann liggi banaleguna, komist aldrei á fætur aftur? Þegar pólitiska naðran hefir bit- ið hann svo í báða hæla að hann get- ur í hvorugann fótinn stígið; þegar sundrung og flokkadráttur haf tekið sitt í hvora hendi og togað annað í vestur og hitt í austur og nálega slitið hann í sundur lim fyrir lim; þegar brennívínsdjöfullinn hefir eitr- að blóðið í hjarta hans, eytt líkains- aflinu og sljófgað sálarkraftana; þeg- ar öfgafullar uppblásturskenningar hafa dregið skýlu fyrir augu hans svo liann er blindur og sér ekki lengur; þegar trúieysi á framtíð og framfaramöguleika hefir slegið hann rothögg í höfuðið svo hann féll í svima. Þegar als þessa er gætt, þegar ein vera verður fyrir öllu þessu, er þá von nokkurrar hjálpar? nokkurrar lækningar? það er spurn- ing, sem við verðum að svara, og sem ég ætla mér að svkra játandi. Ykkur þykir það ef til vill nokkuð djarft; þið haldið líklega að ég geti ekki bent á neina lyfjabúð, sem hægt sé að gefa ávísan á fyrir meðulum, sem dugi; þig haldið líklega að ég geti ekki bent 4 neinn lækni sem fær sé um að skera burt allar mein- semdirnar. Við skulum sjá hvernig það gengur! hver veit nema Eyjálf- ur hressist! Er það nú víst að ekki sjáist neinar framfarir, neitt batamerks nú þegar? Eg þykist sjá það, ég er viss um að ég sé það, og ég er viss um að ég sé rétt—“þetta er mín skoðun og hún er altaf rétt”, sagði maðurinn forðum. Til þess að sanna sögu mína verð ég að fara nokkrum orðum um Island og framfarir þess á síðustu tímum og byggja á því fram- tíðarhorfur mínar. Land, sem er eins afskekt og Is- Iand og heflr verið eins aðskilið frl umheiminum, vantar mikið af þeim skilyrðum sem óhjákvæmilega út- heimtast til þess að geta fylgst með tímanum og fetað í fótspor annara landa. Þetta heflr staðið íslandi mjög fyrir þrifum. Hugsið vkkur, vinir mínir, að alt í einu væai þetta ríki eða þetta fylki svift öllum tal- þi'áðum og hraðskeytaáhöldum. H vað afieiðingar haldið þið að það hefði? deyfðarsvipur og drung .blær mundi færast yfir það og dauðamerki mundu sjást á öllu. Er þá ekki eðlilegt það hatt söinu áhrif á Island að vanta alt þetta? íaland fylgir sömu lögum og önnur lönd. Og hljótum vér ekki öll að sjá það glögglega að landið stígur upp ög áfram stórum stigum þegar þetta er féngið; þá fljóta nýir og stórir líís- strauinar inn í landið bæði andlegir og verakilegir og þið megið vera viss um að björninn er bráðum unn- inn, þráður verður lagður til íslands innan skauims, þrátt fyrirallar hrak- spár oj> alt vantraust. Já, það verða bráðum settar hljóðpípur í eyrun á sjúklingnum, sem ég nefndi áðan, og það verður kallað svo hátt í þær; h'ivaðinn í mnheiminum mun drynja svo hátt í eyrum hans, að hann hrekkur upp, stendur á fætur og gleymir því að hann só veikur. Það er sannarlega ekki vanþört á því fyrir hann að fá þesskonar köll; það er satt að segja inikið svefnryk og ímyndunarveiki, sem að honum gengur. Þarna hefi ég ^bent á ör- ugga lækningu, sein^biáðum.er feng- in, þvi er ykkur ó.hætt að trúa vinir mínir. Til þessa hefir Island orðið að senda ttesta af sínum efnilegustu sonum til Danmerkur til þess að njóta náms, þar sem æðstu menta- stofnanir vautar í landinu. Margir þeirra hafa hurfið þar “niður í hring- iðu heimsspillingarinnar og beðið al- gert skipbrot; sumir sl^olast aftur að ströndum íslandsá einhverjnm fleka, en aldrei náð sér aftur. Nú er þeg- ar byrjað að ráða bót á þcssu meini. Það hefir þegar verið rnyndaður sjóður í því skyni að byggja há- 565 og 567 Main Str. Næstu dyr fyrir sunnan Brunswick. Fremstir allra Skosala. Vór höfumfengið feikna byrgð- ir af karla og kvenna skófatn- aði frá einu af þeim allra beztu skógerðarmönnum í Quebec- fylki. Þessar vörur eru sendar hingað til að seljast strax og þær verða að seljast tafarlaust fyrir peninga. A meðan sala þessi varir bjóð- um vér: 1000 pör af karlmanna þreskingar- skóm fyrir 85c hvert par- 500 pöraf sterkum karlmannaskóm fyrir 85c.; 250 pör af karlmanna “Grau”-leður- skóm fyrir 95c. parið; 700 pör af ágætum karlmanna leður skóm, til jafnra nota í bæjum og úti á landi fyrir §1,10; ✓ 1 1000 pör af karlmanna skómTtvö - földum sólum, nýðsterka 81,35; 250 Rör kvenn “Dongola” skóm, reimaða og tv’hnepta,'á 35c.; Munið það að þessar vörur selj- ast allar á fáuta dögum. Vér höfum skipun um að*se!ja vör. Urnar tafarlaust. Takið eftir staðnum Red Trading Stamps. Gefnir fyrir allar borganir. Takið vel eftir staðnum, næstu dyr fyrir sannan Brunswick Hotel. 565 og5B7 Híiíii St -Cor. Rupert St.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.