Heimskringla - 06.09.1900, Page 2
HKIMSKRINGLA 6. SEFTEMBER 1900.
Beiiskringla.
PUBLISHED BY
The Heimskringla News & I’ablishing Co.
Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50
um árið (fyTÍrfram borgað). Sent til
ía'ands (fyrirfram borgað af kaupenle
un blaðsins hér) $1.00.
Peningar sendist í P. O. Money Order
ftegistered Letter eða Express Money
Order. Bankaávísanir á aðra banka en í
Winnipeg að eins teknar með afföllum
li. L. ItalriwiiiHon,
Kdltor
Office : 547 Main Street.
P.o. BOX 305
Dominion kosningar.
Það fer tæpast hjá því að þær
séu I nánd. Hvergi mætir maður
manni svo, að ekki snííist umræður
að komandi kosningum og allir virð-
ast sannfærðir um það, að þær verði
látnar faca fram um eða eftir miðjan
Október næstkomandi. Það eru
heldur ekki mjög skiftar skoðanir
um hvernig þær muni lykta. Lau-
rier-stjórnin fellur, er almenna við-
kvæðið. Þeir sem mest bera lands-
ins gagn fyrir brjóstinu og bezt vit
hafa á opinberum málum, fá ekki
séð hvað hfin getur haft til afsökun-
ar ráðsmensku sinni í síðastl. 4 ár.
Að þau hafl verið hagsældar ár hér í
Canada, það jita allir, hvaða póli
tiskum flokki sem þeir tilhevra- En
þau hafa verið það fyrir atorku og
hyggindi landsbúanna þrátt fyrir
dæmafáa óstjórn og eyðslusemi Ot-
tawastjórnarinnar Jog gersamleg orð-
brygði á öllum Jloforðum flokksins
við síðustu kosningar. Enginn
maður með heilbrigðu viti heldur
því fram í alvöru, að góðæri sé að
þakka stjórn landsins, fremnr en að
harðæri sé henni að kenna. En
menn hafa ástæðu til að kenna stjórn
inni utn það, ef hún bregður loforð-
um sínum við kjósendur og gengur
þvert ofan í stefnuskrá sína og
fiokksins, En þetta heflr Laurier-
stjórnin gert, og það er þess vegna
að kjósendur hafa snúist og eru að
snúast á móti henni. Liberalar lof-
uðu að létta tollbyrðinni af þjóðinni,
sem 1896, þegar þeir komu til
valda, var $19,833,279, en árið 1899
eftir 3 ára Liberalstjórn var toll-
byrðin $25,316,842; 1896 var toll-
byrðin $1,55 á hvert nef í landinu,
en 1899 var hún orðin $1,81.
Liberalar lofuðu að minka þjóð-
skuldina að stórum mun, ef þeir
næðu vöidum í Ottawa. Sú sknld
var 1896 $258,497,433; eftir 3 ára
stjórn Liberala var skuldin á 3íðasta
ári orðin $266,273,447.
Hberalar lofuðu að lækka eftir-
launa útgjaldalistann þegar þeir
kæmu til valda. Hann var 1896
$311,232; en 1899 var hann orðin
$325,560, en inntektir sjóðsins höfðu
minkað úr $61,391; 1896 í $39,64/,
1899 og svona heflr það verið með
ðll loforðin, að stjórnsemin heflr ver-
ið þveröfug við kosningaloforðin.
Liberalar lofuðu að lækka út
gjöldin, ef þeir kæmust til valda;
þau voru $36,949,142 árið 1896,
en nú eru þeir búnir að þoka þeiin
upp í $41,903,501 á sfðasta ári.
Allar þessar tölur eru teknar úr síð
ustu árs Statistical year book, sem
Ottawastjórnin hefir látið gefa út,
svo það er eksi hægt að rengja þær.
En svona mætti halda áfram að telja
svika syndir stjórnarinnar, ef rúui
leyfði- En vér látum þetta nægja
að sinni. Spursmilíðer því utn það
hvort þeir raenn. sem þannig tótum
troða öll sín lofo. ð við kjósendurna,
geti Att nokkurt sanngjarnt tilkall
til tiltrúar þeirra frainvegis Kjó-i-
endurnir verða því að athuga þetta:
1. Ef þeir verðlauna sviksemi
Laurierstjórnarinnar J með því
aðj veita þeim aftur völdin við
uæstu kosningar, hvaða trygging
hafa þá framtíðar stjórnarmenn fyr-
ir því að þeir þurfl að standa við
nokkur kosiiinga loíorð framvegis.
2. Ef bóiidijjfær verkstjóora til
að annast bú sitt’um ákveðinn tíma
undir samniugum um að hann gerí
það á vissan hátt, en kenist svo að
því, a) ráðsmaðurinn, strax og hann
er búinn aðfá bústjórnina í hendur,
lætur allar sínarjf'ramkvæiudir fara
I öfuga átt við sa iining sinn við
húsbóndann. Er þá |ekki sjdfsagt
að reka iþann ráðsmann frá völdum
og setja annan f hans stað.
Vér vildum benda á, að það er
ekki nóg að auka inntektir búsins,
ef eyðslusemin er yfirgnæfandi þær
auknu inntektir, svo að skuldir bús-
ins aukist með ári hverju og vaxta-
byrðin af þeim aukast að sama skapi.
Það sem kjósendur þessa lands eiga
sanngjarna heimtingu á frá stjórn-
málamönnum sínum, er, að þeir
séu trúverðugir menn, sem eftir að
þeir koma til valda, haldi fast við
það prógram sem þeir voru kosnir
til að framfylgja. En þetta hefir
Laurierstjórnin ekki gert. Hún var
kosin til að lækka tollbyrðina—hún
heflr hækkað hana um rúmar 6
milíónir dollars á ári. Hún heflr
fjölgað toilhúsum og aukið toll-
heimtukosnaðinn. Sá kostnaður var
1896 $896,332, en á síðasta ári var
hann $1.037,636. Plf það var rétt,
sem Liberalar hóldu fram I896, að
tollbyrðin héldi landsbúum í fá-
tækt og að tollheimtan væri í raun
réttri ránframið á landsmönnutn.
Hversu miklu fátækari ættu þeir þá
ekki að vera undir núverandi ræn-
ingja-klíkku í Ottawa, og6 milfóna
dollara árlegri aukinni tollbyrði ?
Önnur eins ráðsmen ka og þessi fer
ekki framhjá athygli kjósendanna í
Canada, sera nú bíða að eins eftir
tækifæri til þe3s með atkvæðum
sínum að lýsa vanþóknun á benni.
Ar.
Eptir Stephan G. Stephansson.
VIII. Nýji hattdrinn.
Það var liðið undir jólafíistu, og
aldrei hafði verið jafn fáförult og
fréttalaust í Nýja-dal síðan bygðin
hófst þar, vorinu áður. Dalurinn
var vaila hálfnuminn og langt milli
býlanna, svo þó grannkonurnar hitt-
ust, sem ekki var oft, sátu þær nú
geyspandi helminginn af stundinni,
sem þær máttu tefja saman. Sagan
um það, hvenær hún Hatta bar og
hvernig það gekk svo til, og ágizk-
anir um hvenær myndi fjölga hjá
henni Tobbu hans Sígvalda, urðu
einhverntíma að taka enda, eins og
alt annað jarðncskt og fallvalt.
Bændurnir vóru orðnir úrkula vonar,
að fieiri flyttu í dalinn það árið,
dunduðu sér og þegjandi, en bjuggu
þó enn yflr óskinni að komast í
stærra nágrenni, þar sem enginn
tæki þó frá sér næ3tu löndin.
Reyndar höfðu skéð teikn og
stórmerki langt út í heiminum og
dalvei jar hefðu getað rætt þau með
algengri skammsýni og hlutdrægni,
því þeir vóru mentaðir menn en eng-
inn villilýður, og lásu æfinlega
nokkkð af dagblöðum. En margt í
þeim, jafnvel, var engum þeirra
hugfast efni og gleymdist ef það var
lesið. Helzt loddi stundum í sam-
ræðunum eitthvað úr almennu frétt-
unum, ef þeim fanst það sögulegt,
svo sein ef einhver bófinn var sagð
ur að hafa unnið gamaldags glæpa-
verk, með nýstárlegri eða ráðdeild-
arsamari aðferð en þeir höfðu heyi t
getið umáður. Fréttirnar frá friðar-
þinginu í Hague hlupu þeir yfir;
þær snertu hverki hug né hag dal
verja —: Jafvel þarna í dalnum,
þessuin litla útgróðri I jaðrinum á
menskramanna bygð, stóðu rætur til
æss, að mannúðar-hagvizka ein
staklings, sem forlögin höfðu sett í
harðstjóri--scssinR, hlaut að ganga
“bóuleið til búða”, frá stjórnfrjálsri
erfðaheimsku sjálfra lýðveldanna.
Enginn er f>jáislyndur, nema hann
haft sjálfur kent til undir hlekkjun-
ura. Ribbalda söngvar Kiplings eru
kveðnir upp úr huga enskra metn-
aðar-manna, en mannúðarhugvekjur
Tolstoj’s koraa frá hjartarótum Sí-
beríu.útlagans. — Mann fram af
raanni og öld eftir öld, höfðu allir
forfeðnr þessara dalakarla lifað ein
angraðir 0g langt innan við þessar
öfgar raannheimsins. Samband sitt
við öll stórinál veraldarinnar lá þeiin
svo í jafn léttu rúmi, eins og hvern-
ig b rufleygarnir hans séra Odds 0g
gufuskipin hans séra Jens’ hefðu
getað axlast útúr kenningu Krists,
sera kirkjuritið þeirra hafði ein sinni
drepið á. Ný-dælir vóru aðeins Iítil
skvetta af íslenzku útfalli, sem nefn-
ist ‘ vesturflutningur”, og liúri hnfði
staðnað þarna uppi í botnflatri lægð
í sléttu-flæmiuu, sem þeir örnefi.du:
Nýja-dal.
En þegar frétta-neyðin 1 Nýja-
dal stóð þarna hæ3t var hjálpin líka
næst, eins og alténd er, nema í dauð-
ans aftökum. Einn af dalakörlun-
um kom heim úr kaupstaðnum, sem
eitt fyrir sig var nú merkur við-
burður, þó sú furða hefði ekki bæzt
á, að hann hafði nýjan hatt á höfð-
inu. Ekki af því að hattur hefði
aldrei sézt þar í bygðinni, því Ný-
dælir vóru mentaðir menn og hattar
vóru hversdags-búningur, en það
vóru flest gamlir hattar og í .upphafi
ódýrir, en þessi hattur var nýr og
snotur og sýndist vera góður gripur.
Enginn kunni hugum um það að
hyggj 1 hvílíkt afarverð slík gersemi
myndi hafa kostað; og þó að nærri
hver karl 0g kona í hygðinni, reyndi
að stinga uppá þeirri upphæð, eftir
bezta viti sínu, lá það samt eins 0g
sameiginlegt ólán á alraennings með-
vitundinni, að það vóru þó aldrei
nema óáreiðanlegar getgátur, sem
öllum gæti skeikað meira eða minna.
Þó þetta væri stór óhamingja, sem
ekki varð hjá komist, því hatteig-
andinn varðist að segja neitt ákveð-
ið, þó vikrað væri kringum hann,
var þó sú bót í máli, að umtalið
varð bygt á einu, sem var óyggjandi,
én það var, að eigandi hattsins var
sárfátækur, eins og Nýdælir vóru
allir í þá daga. Það lá því í augum
uppi hvílfka viðbót við vetraríorð-
ann, sem alstaðar var af skornum
skarati, hefði verið hægt að fá fyrir
hattverðið, ef ráðdeildarnienn, eins
og þeir vóru allir sjálfir, hefðu átt
rueð það að fara.
Þannig varð það, að hatt-sagan
entist dag eftir dag, nærri frara á
sólstöður. Á endanum var hún þó
rædd samhliða öðru máli, sem fór
líka að verða þýðingarmikið. Það
vóru orðnar tæpar tvær vikur til
Þorláks dágs, en ekki farið að útkljá
það, hvert nokbur þar í bygð, og ef
nokkur hver þá helzt, myndi eiga
kétbragð handa sér til blessaðra ,jól-
anna.
Hattsins var valla minst eftir
nýár. Allir vóru ornir þreyttir á
honuin, sem umræðu-efni; flestir
búnir að sjá hann, 0g fanst nú með
sjálfum sér, að það sæist “ekkert
merkilegt á bonum”. Enginn gat
hans þegar hann hvarf, og varð
hann þó skámmær. Hann fauk af
höfði eigandans f öskudags-of'sanura,
árið eftir, og var þá orðinn bæði lúð.
ur og beiglaður. Eigandinn va'ð
heldur ekki lang-æfur. Tveim sumr-
um eftir að hatt-sagan hófst, ritaði
einn nýdæla lmga grein í eitt ís-
lenzka blaðið, með fyrirsðgn “Frétt-
ir frá Nýja-dals-bygðinni”. Frétt
ir, vóru ekki nema fimm sein
ustu línurnar, en þeim mun ná-
kvæmari var inngangurinn, sem tók
það margsinnis fram, að af því eng-
inn inna mörgu, gáfuðu og ritfæru
manna sem heima áttu í Nýja-dal,
hefði enn tekist í fang, að fræða
heiminn um þá viðburði er þar hefðu
skéð, sem væru þó engu óáheyri-
legri en annara sveita tíðindi, þá
riði nú greinarhöfundurinn sjálfur á
vaðið, en þó með hálfum hug, hann
flndi svo sárt til þess að sltkt vanda-
verk væri sínuni kröftum ofvagTÍ''1;
það væri aðeins af því hæfari meiin-
irnir hliðruðu sér hjá því, að nú
kæmi sá fram, sem sízt væri til þess
í'allinn. Aftan í þetta eintal um
hjartanlcgt lítil-læti, bærti hann svo
því, að nýlega hefði maður þar í
bygðinni slasast við þreskivél og
beðið bana af. Si seiu við var átt
var eigandi hattsins—það sýnir ytir-
burði mansins yfir dauðu hlutina, að
um fokinn hatt hugsa fiir nema eig
andinn, en manslátið kemst ef til
vill í dagblöðin.
I öðruin árgangi af Nýjadals
fréttunum, sem kom úttólf mánuðum
seinna, og vóru ritaðar af sama höf
undi, var þess getið, að ekkja mans-
ins; “hans sem slasaðist við þreski
vélina 0g dó af því”, hefði verið
gefin í hjónaband af “Rrvercnd
séra B'kjijh”, fyrir nokkru síðan.
Það ldaut að vísu, að vera huggun-
ar-frétt, þeim sem hugkvæmdist að
ekkjan væri einstæðingur og aumk-
uðust yfir það.---:---Nú á tímutn,
eru hversdags viðburðir, eins og það:
að hatturfýkur, valla neítt hugvekju-
efni. Hef'ði, til dæmis, Esekiel til
forna getað sagt frá hattfokinu eins
og spúmans sýn, og Páll frá Tarsus
nokkrum ölduin seinna minst á æfi
lokeigandans í sendibréfi, þá hefðu
trúaraugu okkar opnast og við þókst
sjá leyndarfult samband milli þess-
ara viðburða, fullvissir um það, að
einusinni hefði forsjónin, tekið feður
okkar tali með bendinga-máli. En
þó við höfum týnt þeirri postula-
gáfu, að sjá fyrir-boða nýrra viðburða
í munnmælum fornaldarinnar, þá
glöggvum við okkur nú öllu betur á
afleiðingum þess sem fyrir kemur í
heiminum. Og enginn getur enn
séð fyrir endann á eftir-köstum þess,
að hatturinn komst þar upp í Nýja-
dal. Það eru nú liðin tuttugu ár
síðan, að hann sást þar fyrst, en á-
hrifln sem af því stafa verða sífelt
stórbrotnari og greinilegri með
hverju árinu.
Þú glottir nú um tönn, lesari
góður, og ég veit að hverju þú bros-
ir. Þú lest, það sem aðrir hafa
skrifað, þeim til umvöndunar, og
sérð, sem er, að þarna nærðu í lurg-
inn á stórri tímavillu hjá mér. Frið-
ar-þingið var í fyrra, hatturinn kom
til sögunnar sama haustið, og þó
hafa síðan liðið tuttugu ár í Nýja-
dal! Fyr má nú vera skáldskapur.
Brjóttu þetta út eins og þú getur,
góði minn; en ’nlífðu mér við einu:
kallaðu það ekki “anakrónismu”, eða
einhverju þessu stóra nafni, sem al-
þýða skilur ekki og er hrædd við,
því það gerði út af við mig meðal
lýðsins. Auðvitað er það barna-
skapur af okkur múgamönnunum,
að vera s>o skelkaðir við lærdóminn,
að hann þurfi ekki nema að verða
hátíðlegur í rómnum til að ógna
okkur, þó við skiljum ekki orðin En
ekki verður nú aðgert; þetta er arf-
ur sem við megum ekki farga; við
fengum hann frá feðrunum okkar
guðhræddu, sem hlustuðu með lotn-
ingu á það, að presturinn sinn særði'
illu andana út úr hvítvoðungnu m,
sem hann átti að skíra, í mörgum at-
lögum af skakkhnyktri latinu.—Ef
þú lætur nú þetta lítilræði eftir mér>
minn góðfúsi og sanngjarni. þá skal
ég líka vilna þér ögn í aftur. Lestu
ekki lrngra en íram að þessari tíma-
tals eyðu, fyr en eftir tuttugu ár, og
ég skal veðja við þig spánýjum silki-
hatti móti hattinum sem fauk, að
aldarhátturinn í Nýja dal kemur þá
alveg saman við ártalið, rétt eins og
hann var í gær. Mérerþetta alvara,
og ætla ég þó ekki að tapa silkihatti,
hvorki lifandi né dauður.-----------
Torfl og Teitur vóru sndbýh'ngar
miðreitis í Nýja dal, efnisbændur og
mátar, áður en hatt-fréttin barst út.
Vegna afstöðu sinnar í bygðinni og
ósérhlífni að taka góðan þátt í al-
mennum Umræðum um sveitamál,
sluppu þeir ekki hjá að leggja orð í
belg í þjóðsögu hatt-kúfsins. í upp
hafl greindi þá á um málavöxtu, og
fvlgdu sinni þýðingu hver. Torfl
þeirri, sem almennust var, að hatt
urinn heíði verið keypturdýru verði,
0g mesta óhyggjinda-kaup, og sann-
aði það líka meðsögunni af Fraklin
gamla og hljóðpípunni hans. Teitur
sagði, að manninum heíði verið gef-
inn hatturinn af kunningja hans í
kaupstaðnum, og væri reyndar aflögu-
hattur snyrtimans nokkurs, sem
hefði ekki þókt hann fara sér vel og
sjaldan sett hann upp. Þessa ávænu
lést Teitur haf'a fengið frá eigandan-
uiu sjálfum. Útaf þessum rnein-
lausa skoðana mun reyndu þeir
Toríi sig einusinni á orðakasti, fyrst
líkinda-rökuin sem fljótt þrutu, svo
spaugsyrðum sem náðu heldur ekki
langt 0g seinast á hnífilyrðum sem
urðu endíngaidrýgst. Hvorigur
hafði þó verulega reiðst, en eftir á
vóru báðir óánægðir með sjálfa sig,
hvorugir var sannfærður uui að liafa
m'itt betur og íanst jafnvel vafasamt
hvert ekk'i væri eitthvað óborgað
eftir. Þeir hittust og töl
uðust við glaðlega og illindalaust
eins og áður, en frá þeiin tíma urðu
þeir keppínautar I öllu. Ef Teitur
fór til hægri vék Toifl til vinstri, í
hverju máii sem var. Sama gerði
Teitur. Það lagðist í þá óafvitandi,
eins og líka var, að leiðirnar til for-
ingja-stöðunnar í nýja-dal vóru ekki
breiðari en svo, að þar komst ekki
fyrir nema ein kóróna á hverri, sem
var oliítil á tvö höfuð, eða íleiri.
Teitur vur hýbýlaprúður, hýsti
bæ sinn vel og reisuglega 0g yflr
efni fram. Því var hann í skulda-
kröggum. Kúmur ársarðurinn af
ö!lu búi hanseyddist oft, til að borga
öðmm vögstu. I óáran urðu fj'r
skyldurmu' þyngri en þær sem Gyð
ingar forðuui guldu prestum sínum
og Jelióva, tiundn hluta af öllum al-
urðum, en misærið óskift í heiraa-
tekjur. Tcitur átti sífelt í áhvggju-
vök að verjast, en honum fanst það
meira en tilvinnandi, þegar hann
leit yfir nýja húsið sitt og bar það
saman við gamla kofann hans Torfa,
hinumegin I dalnum.
Torfi lagði lítinn hug á stór-
byggingar. Víðlendir akrar og stór
Hvar sem landskiki var falur með
góðum kjörum, hafði Torfi klófest
hann, ekki sízt í nágrenni við Teit.
Þó honum flndist stundum að ann-
ríkið væri að gera út af við sig, að
stunda alla þessa akra, varð hann
ætíð rólegur ef honum datt í hug, að
húsið hans Teíts eyddist þó og gengi
af sér árlega, en lendurnar sínar
bæru arð og hækkuðu stöðugt í verði.
Gamli koflnn varð honum samt oft
úl skapraunar; húsfreyjan sagði hon-
um það svo oft og skorino''t, eir.kum
ef gestir heyrðu, að hún ætti það
uppá grútarskapinn og smekkleysið
hans að eiga ekki eins gott hús eins
og konan hans Teits.
J.
565 oo' 567 Main Str.
Næstu dyr fyrir sunnan Brunswick.
Fremstir allra
$300 hestur, vagn og
aktygi verða gefin fyr-
ir als ekkert.
Báðar hafa þær húsmæðurnar
víst átt marga ánægjustund af
fallegu húsnæði og hæstri uppskeru.
Þær grunaði líklega aldrei hve mik-
ið það var nýja hattinum að þakka.
Svipað fór með stjórnmálin.
Trofi og Teitur voru aldrei fiokks-
bræður; ef Torfi var íhaldsmaður var
Teitur framfaramaður, eða þeir
höf'ðu á því hausavígsl. Torfi var
safnaðarstólpi, og barst með kirkju-
stefnunni sem er samkynja og okur-
félaganna: að styðja þá stjórn
sem er, hvað sem hún heidr, ef hún
hefur látið öll hlunnindi þeirra í
, f'riði. Lögverndaðar stofnanir, hætta
ekki sjálfum sér útí tilvonandi samn-
inga við ókomið vald, nema þegar
afturkippir gera við þær bandalag.
Torfi fann þó til þess með sjálfum
sér, að hann fylgdi íhaldsflokknum
sér þvert um geð, þegar tollvernd
var hæsta markið. Hann var hag-
sýnn bóndi, 0g sá að sér var útlát í
að borga ríkum mönnum vögstu,
þegar hönd seldi hendi, og þó hélt
hann því f'ram og varði það með
frekju vísvitandi-veiks-málstaðar.
Teitur fylgdi frjalslynda flokkn-
um og toll lækkun, en var þó engu
ánægðari við sjálfan sig en Torfi.
Hann var víðsýnn og sá. að því var
lofað sem ekki yrði efnt, eins 0g
kunnugir visuu. Venju-stjórnin
hafði fléttað útgjalda-töglin til
margra ára fyrir f'ram, 0g umbóta-
stjórnin, sem tæki við, yrði að smíða
þeim nógu stórar inntekta-hagldir,
svo ríkis-sátan færi ekki úr böndun-
um. Annað var ekki hægt, hverju
sem lofað var. Houum stóð svo
mikill hagfræðings-stuggur af þjóð-
stjóriiar-mannvitinu, að þegar jafn-
mikils þyrfti við, dygði ekki að
kippa því fé öllu af i einu, eins og
reifunum af sauðunum á vorin; það
yrði að smáklippa ofan af með hægð
— fólk tryltist enn meira við að
missa þann lagð allan í svipan, en
sauðirnir—til þess var einhver vöru-
tollur ómissandi handhægð.
Þegar íhaldsflokkurinn varð
undir, f'anst Torfa þó hann verða ró-
legur með sjálfum sér, yflr sinni
framistöðu fyrir hann, og hafa einkis
að iðrast, einkurn af því Teitur hafði
staðið svo fast á móti. Teiti þókti
lika vel sem varð, og nóg málsbót í
því sem hann styrkti að sigri frjáls-
lyndaflokksins, hversu To-fi var hon-
um andstæður.
Líkt fór um næstu kosningar.
Þá var Torfi samt orðinn frjálslynd-
ur, af því sú stjórn sat í völdum;
hann liaf'ði geflð klukku til kirkj-
unnar, svo var honum hringt með
henni. Teitur var líka orðinn íhalds-
maður. Hann fann ekki að lands-
liagur liefði breyzt til batnaðar við
ínannaskiltin í rá'ðhúsinu, nema
veðurátt var góð 0g uppskeru-brestur
erlendis, sem hann þakkaði annari
stjórn en þeirri, sem ráðin er með al-
mennum kosningum. Það stóð á
saina liverju niegin flokks-landa-
merkjanna maður bjó, þjóð-samtýn-
ingurinn var eins, sveita-svipurinn
líkur- litunuin í flöggunum var að-
eins öðruvísi hagað. Svo var Torfl
koiniim yttr í trjálslyndaflokkinn.
Hvoiigur var þó enn alskostar á
íiægður með afstöðu slna. Iíattur-
inn hafði að v’ísu maVinað þá andlega
upp sem dugandis atkvæða.smala í
sinrii þirighá. en þeir Iiöfðu enn ekki
$5.00 kaup í búð vorri
veita yður aðgang að clrætt-
inurn.
Vér ætlum að gefa fallegan
hest, vagn og aktygi, til
hvers, sem verður svo hepp-
inn að kaupa að oss $5.00
virði af vörurn, og dregur
lukku-dráttinn, en um leið
látum vér þess getið að vér
seljum karlmannafatnað vorn
með hinu vanolega lága verði
Vér seljum karlmanna alfatn-
aðifyrir $3.75, $4.75 og $6.50
Það er hálft vanaverð á slík-
um fötum,
Karlmanna haust yflrhafnir
frá $4.75 til $15.00, þær eru
þriðjungi ódýrari en þær fást
á fabrikkunni,
Karlmanna nærfatnaðer, loð-
fógraðir, á 90e, $1.25, $1.50
og $1.75 hver nærfatnaður
Þess- föt eru seld í öðrum
búðum fyrir helflngi hærra
verð- Þykkar ullarvoðir á
$1.85, $2.25 og $2.75 hvert
par.
Karlmanna strigabuxur á 75c,
keppinautar vorisr selja þær á
$1.00 og þar yflr.
Karlmanna þreskingar 0g
Blucher skór fyrir 85c, karl-
manna. sterkir Congress skór
fyrir 95 cents.
Karlmanna fínir skór fyrir
$1.1., $1.35 0g $1.85.
Dráttarseðlar fyrir hest, vagn
og aktygi, eru gefnir hverjum
kaupanda að $5.00 virði af
einhverri afofantöldum vörum
Dráttárseðlarnir verða ||fyrst
gefnir á laugardaginn 1. Seft.
0g svo daglega þar til nregið
verður.
Þessi verðlaun eru þess virði
að keppa um að vinna þau, 0g
ekki víst að yður veitist nokk-
urn tíma slíkt tækifæri.
Hestuiinn, vagninn og ak-
tygin verða séð á Main St.
Red Trading
Stamps.
Gefnir fyrir allar borganir. Takið
vel eftir staðnum, næstu dyr fyrir
sunnan Brunswick Hotel.
Cor. Rupert St.