Heimskringla - 01.11.1900, Blaðsíða 1
»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦?§
♦ Hitunarofnar. f
:
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
«
♦
-í.
heldir hitunarofnar frá $3.25 til $18.00.
Véi höfum ágæta eldastó
fyrir $15.00. Bezta verð á öllu
WATT & GORDON,
Corneh L joan Avb. & Main St. ♦
;;««««♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
♦
Heimskringla
©♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦@
♦ / ornn/r/3>.Heil8ilaniPar. tKM-ðog 1
♦ . *5JeStrar8tofu-lampar. ♦
♦ Sjáið vorar ° argbrey tilegu ♦
♦ vörur og vöru\\:ð. Hvergi ♦
« betra né ódýrara ^.borginni. \
♦ WATT & i>^RDON, X
♦ Corner Looan Ave. & M/^x St. ♦
♦ ♦
©♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ✓♦♦♦♦♦♦«^ö;
XV. ÁR
WINNIPEG, MANITOBA 1. NÓVEMBER 1900.
Nr. 4.
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Rússastjórn neítar þvi opinberlega,
að hún sé að leita eftir peningaláni ut.
anríkis. Hún segist hafa alla peninga,
sem hún þurfi, og hvert herkostnaður-
inn í Kina verði minni eða meiri hér
eftir, þá hafi hún nægar tekjur og pen-
innaráð til að mæta honum. Slúður
Það sem sum blöð hafa nú að undan-
förnu verið að reyna að breiða út um
lánþurft rússneflku stjórnarinnar sáu
nppspunnin ósannindi, sem peninga-
mangarar hafi fengið blöðin til að breiða
út, til þess að peningamarkaðir yrðu
fjörmeiti en þeir eru nú, í Norðurálfu.
ÞáerSir Wilfrid Laurier lét leysa
UPP þingið og ganga tii kosninga, þá
Var mismunurinn í þinginu 49. Laur-
ieratjórnin hafði að meðtöldum Inde-
pendent og öðrum utanveltuflokkum
131 þingmenn á sínu bandi, en Sir Charles
Tupper liafði eingöngu 82 konservativa
tölu. En nú er ætlanni þann veg hjá
Laurier, að hann fái eftir kosningarnar
115, að meðtöldum utanveltu flokkum.
Conservativar gera þá ætlan aðþeir fari
að minnst með 114, og þar að auki séu
milliveltu þingmenn. Ef að sambands-
kosningar nú fara dálitið í hop af fylk-
iskosningum í fyrra hér í fylkinu, þá
má ætla að konservativeflokkurinn fari
að vðldum með 50 til 70 i meirihluta.
Þegar tekið er til greina framkoma
Laurierstjórnarinnar og ýmisgustur sá
sem kom fram hjá kjóseudum í Mani-
tobafylki í fyrra, og ennfremur þá litið
er til uýafstaðinna kosninga á Bret-
iandseyjunum, þá er það ekki ofhá á-
®tlan, að konservativar fari að völdum
ineð 7o i meirihluta. En svo er fyrir
feteytta að að biða fram yfir 7.
u»sta mánaðar. Þá sker fólkið í Canada
úr hvaða þekkingu það hefir á svihum og
efndum, hvorn flokkinn það metur
meira, þann er svíkur öll sin loforð eða
þann sem efnir flest mögulegt er hann
lofar.
Þann 22. f. m. kl 6.45 f. h. dó John
Sherman, einn af nafnkendustu mönn-
«m i Bandaiíkjunum. Hann gaf sig
við stjórnmálum samfleytt i full 40 ár.
John Sherman fæddist i Laucester i
Ohio 10. Maí 1828. Hann er af hinni
gömlu Sherman ætt, er kom með fyrstu
iandnemum til Bandarikjanna. Faðir
hans var Lögfræðingur. Þá hann dó
fóru börn hans til ættingja og vina, og
ólust upp með þeim. John Sherman
lagði fyrir sig laganám.Kom hann fyrst
opinberlega fram árið 1848. Var hann
Þá í sendinefnd til Philadelphia til að
útnefna Zachary Taylor fyrir forseta-
kosningu í Bandarikjunum. Þann 3.
Þes 1855 var hann kosinn þingmaður i
Congressinn. Þar var hann um hríð og
fékk ágætisorð. Siðan fékk hann for-
setastöðuna. í öldungaráðið var hann
skipaður 4. Marz 1891. í öldungadeild-
mni náð: hann strax sama áliti og hann
hafði i neðrideildÍDni. Þar starfaði
hann stöðugt til 1873 sem formaður
fjárlaganefndarinnar. Hann var við-
riðinn mörg hin stærri lagafrumvörp,
°K þótti koma ætið viturlega fram.
1880 var hann i vali í forsetakosning-
nnni, Hann var aftur nefndur til foi-
setakosningar 1884, og oftar eftir það
Hann fór aftur inn í öldungadeild-
lna 1881 og hélt þeim starfa og heiðri til
1897 samfleytt, þá sagði hann af sér til
að verða meðlimur i ráðaneyti Mckin
ley. Þar var hann skrifari. En þegar
ófriðnum milli Sþánar og Bandarikj-
anna var lýst yfir þá sagði hann af sér,
°g lifði síðau án afskifta af stjórnmál
um, eftir að hafa fengist við þau nær
stöðugt í 45 ár æfi sinnar. Eftir það
fékst hann töluvert við ritstörf.
Sú fregn kemur nú frá Suður-
Afríku að hersböfðingi Botha hati sett
lest af sporini fyrir Bretum. og tekið til
fanga njósnarlið, sem £ vóru tómir Há-
lendingar. Botha gerði þetta verk
milli Heidelberg og Greylingstan í
Transvaal. i þessari atrennu særðust
tveir kafteinar og 8 hermenn.
Alt útlit er fyrir að ekki eitt ein-
asta liberal þingmansefni nái kosning i
Nova Scotia. Þar er Sir Wilfrid Laur-
'er harðlega ákærðui fyrir að hafa svik-
öll sín loforð, sem hann koms inn á
1896. í Quebec snúast liberalar dags-
daglega á móti þeim Laurier og Tarte,
svo útlitið sortnar meir og meir fyrir
Laurierstjórninni.
Mælt er að Austurriki og Ítalía séu
um það bil að ganga í samningssam-
band það sem skýrt var nýlega frá að
Bretland og Þjóðverjaland væru búin
að búa til sín á millum viðvíkjsndi
Kinaófriðnum. Það er þvíjvonandi að
það fari að síga á seinni hlutann með ó-
friðinn á Kínlandi. Rússar hljóta að
ganga að einhverjum friðarkostum, ef
Bretland, Þjóðyerjaland, Austurriki og
ítalia eru gengin í friðarsambandein-
ingu,
Nýdáinn er Charles Dudley Warner
í Hartford, Conn. Hann var einn af
nafnkendustu rithöfundum i Banda-
ríkjunum, og ágætlega mentaður
maður.
Helztu leiðandi menn í konservar
tivflokknum í Ontario hafa stofnrð öfl-
ugt félag til að líta eftir og passa að
liberalflokkurinn nái ekki að fremja
fölsun né mútugjaflr í kosningum fyrri
eða síðar, Sir Charles Tupper er einn
af stofnendum þessa félags. í verka-
hring þessa félags er fastákveðið, að
varna ólögum við kosningar á hvora
hliðina sem er, og uppræta sem allra
fyrst kosninga svika ósómann, sem lib-
eralflokkurinn er búlnn að þrykkja á
Canada. Það er komið um allan heim,
skammarlegar og ósvifnar kosningar-
aðferðir, se a liberalar breittu i West
Huron, Brockville, West Elgin og
North Waterloo.og svo ótal víða annar-
staðar í kosningum sinum. Félag
þetta hefir alstaðar útsetta leynilög-
reglu menn til að vakta orð og gerðir
útsendara og "þreskivélar” liberala.
Þetta var mjög þarflegt verk, og rikinu
til stórsóma.og það er enginn efi.að það
hefir mjög mikla þýðingu og góðar af-
leiðingar þá fraro { sækir, að minsta
kosti.
Yíirlit yíir kosninga-
baráttu Bandaríkjanna
Nú er farið að liðaað þessum kosn-
ingum, er að miklu leyti skapa framtið
pessa lýðveldis, sem er hið voldugasta
lýðveldi í heiminum. Báðar hliðar hafa
lagt tram öll sakargögn fyrir hinn
æðsta kviðdóm i landinu; það eru atkv.
alþýðu, er úrskurða þetta mikla spurs-
mál, hvort að Bandaríkfn halda fast við
?ann grundvöll erfeður þessarnr þjóð-
ar bygðu, eins og tokið erfram í stjórn-
arskránni, 'eða leggja út á hinn evróp-
anskastjórnmálasjó, þarsem oss virðast
vera boðar og blindsker. Aldrei fyrr i
sögu þjóðarinnar höfum vér stjórnað
nýlendnm utan við anda stjórnarskrá-
innar. Stjórnarskráin tekur það skýrt
fram, að tolla-fyrirkomulagið skuli
vera hið sama i öllam rikjum og ný-
lendum ijóðarinnar og alstaðar þar
sem Bandaríkin hafa dómsmálavald.
Porto Rico er nýlenda og ætti eftir
anda og bókstaf stjórnarskrárinnar að
vera háð sömu lögum og Norðnr Da-
kota var áður ;en það var tekið inn í
ríkjasatnbandið, og þeir sem með dáð
og dug hjálpuðu til að byggja þá ný-
lendu þar tii hún var gerð að riki, vita,
að engin sórstök toll-lög voru búin til
fyrir þá á meðan ríki þeirra var ný-
lenda, eins og Porto Rico er þann dag í
dag. Þeir vita að þeir voru frjálsir að
skifta við oss, Minnesotamenn eða hvert
annað af ríkjum bandalagsins er verða
vildi. Nýlendan Porto Rico verður að
greiða 15 af hundraði að markaðsverði
þeirrar vöru, er skifta þarf fyrir aðra
eða selja. Allir menn, sem ekk: eru
blindir af heimskulegu tíokkshatri, allir
menn, sem ekki eru liræddirvið atvinnu
missi eða tap feitra embætta eða annara
pólitiskra Su»pa, geta séð að hið póli-
tiska skip hefir tekið nýja stefnu, að
það siglir ókunnugan sjó, er hvorki
skipstjóri eða hásetar hafa sjóbréf yfir,
og því iniður er oftast svarað með ill-
yrðum; vér erum kallaðir landráða-
menn og öllum þeim illum nöfnum, er
heimska og ofstæki geta fram leitt.
Vinir vorir, en þó andstæðingar, segja :
Tolluriun, sem tekinn er af Porto Rico
er brúkaður fyrir sjálfa þá; þeir fá
hann til baka. honum er öllum eytt i
Þeirra eigin þartír. Vér svörum: Engu
að síður eru það tollaálögur fyrir utan
vilja og samþykki gjaldenda, og í sam-
bandi við þetta, viljum vér benda á
samþykt, er gerð var á þíngi þessa
lands 1771, þegar hér var nýlenda Eng-
lands: Móðurþjóðin—England—lagði
tolla á fólk vort án þess vilja eða vit-
undar. Bandamenn á morgni sinnar
tilveru vildu ekki þola svoleiðir góð-
gerðir.
21. Október 1774 var þingsályktun
samþykt, er segir: “Meðal annars rang-
lætis, er vér verðum að þola er, að toll-
ar eru lagðir á oss, án vors vilja eða
vitundar, og til að þagga niður kvart-
anir vorar. er oss sagt að fénu sé eytt í
þarfir lands vors, en þeir menn er með-
höndla féð eru brezkir, en er illa við
Ameríku. Þar af leiðir að þeir brúka
peninga í sínar eigin þarfir og til að
tryggja hið brezka veldi, en um leið
beygja oss enn meir undir ánauðarok
böðla vorra”.
Hið sama á sér stað í Porto Rico,
Féð er handleikið af pólitiskum smala-
drengjum M. A. Hanna og varið eins
og Washingtonstjórninni bezt líkar.
Og svo komum vér að aðal-málinu:
Þegar þjóðin lagði út i strið við Spán-
verja, og i nafni mannúðarinnar sögð-
um vér, að það væri ekki áformið að
leggj» út i strið með þvi áformi að
leggja undir sig fjarlæg lönd!! Alþýða
er að náttúrufari hjartagóð, Menn yf-
irgáfu góða atvinnu, vini og vanda
menn, til að leggja út í stríð i mannúð
arinnar nafni. Allar mismunandi skoð
anir voru lagðar til hliðar, öll flokks-
merki hurfu, þjóðin var í vigahug og
málefnið var samboðið hinu mesta lýð-
veldi heimsins; en hvilik vonbrigði. Mc-
Kinleystjóruin borgar Spánverjum $20
miliónir. af þ*í þeir biðu ósigur i
hverri atlögu, eða með öðrum orðum,
vér keyptum styrjöld af Spánverjum, er
Jeir gátu ek ki bælt niður, og sem lítur
út fyrir að muni taka oss nokkur miss-
iri að leiða til lykta.
Vér höfum hin sömu svör við and-
stæðingavora i þessu máli, einsog i
Porto Rico-málinu, Vér segjum, að
alt þetta Mark Hanna brask austur i
Asiu, sé beint út brot á móti stjórnar-
skránni, Stjórnarskráin segir: “Þing
>jöðarinnar er það einasta vald í land-
inu er hefir vald til að halda út í hern-
að. Vér gleymum þvi ekki, að það var
McKinleystjórnin, er sendi hraðskeyti
yfir til Filipseyjanna fleiri vikum áður
en Parfsar-samningurinn var samþykt
ur, að vald Bandaríkjanna skyldi viður
kent verða skilmálalaust yfir allar eyj-
arnar. Allir er sannindum unna vita,
að vér höfðum ekki meiri rétt til eyj
anna en Canada, fyrr en samniagurinn
var samþyktur af öldungaráðinu og
féð afhent Spáni. Enn fremur vitum
vér, að það var McKinley, er narraði
vin siun og flokksbróður. senator Wel-
lington til að greiða atkvæði fyrir þess-
um oftnefnda Parisar-samningi undir
því yfirskyni að stjórnin ætlaði að
gera eyjunum sömu skil og Cuba, gefa
hvorttveggja frelsi og sjálfstjórn. Það
var því atkvæði Willingtons, er stóð
festi samninginn, en ekki áhrif Bryans
eins og sumar farandikonur M. Hanna
hafa verið látnar segja.
Knn fremur er vert að geta þess að
forseti Bandarikjanna biður þingið að
auka fastaherinn úr 25,000 upp i 100
þúsund manns (í Desember). Allir vita
að ófriðurinn í Filipseyjunum braust
ekki út, fyr enn 4, Febrúar tveimur
mánuðum siðar. Því skyldi stjórnin
biðja að auka fasta herinn um 75,000
Hún ætlaði sér ekki ófríð þvert ofan í
vilja þjóðarinnar. Það geta vist allir
menn séð, er satt vilja segja og skinja,
að þegar stjórnin bað ura þennan her-
afla, Ætlaði hún sér að taka eyjarnar
með herskilpi, þvert ofan i fyrri loforð,
en til að geta brúkað konunglegt nndir-
ferli, eru vinir stjórnarinnar, aðvarað-
ir að þeir skuli reyna að gera eyjar-
skeggjnm gramt i geði og koma þeim
til að gera áhlaup á Bandaríkjamenn,
eins og líka tókst 4. Febrúar. Ég hefi
áður tilfært orð vinar míns, er var í
herþjónustu á eyjuDum og vissi og
skyldi að það voru Bandamenn er létu
ekkert tækifæri hjá líða að syívirða eyj-
arskeggja og gera þeim ilt í geði, enda
þarf ekki annan vitnisburð en Otis
hershöfðingja. þegar bráðabirgðarstjórn
eyjanna lét í ljósi sorg sina á þessum
ónappa atburði 4. Febrúar. Hverju
svaraði hann? Hann sagði “ekki var
það okkur að kenna (sem satt var),
heldur striðið er byrjað og verður hald-
ið áfram til hins sárasta enda (bitter
end).
En það er eitt, sem alþýða veit ekki
sem er að öflugt félag er myndað, sem
heitir The Philipine Lumber and Dive-
lopmentCo.; fyrir þessu félagi eru 2
þingmenn, báðir konungsinnar og alda-
vinir Mr. McKinley. Annar þingmað-
urinn er forseti félagsins og hinn er
lögmaður þess. Þeir hafa gefið út dá-
lítinn pésa. er gefur til kynna hvaða ó-
grynni fjár sé í hinum dýra við sem
vex á eyjunum; þeir segja að hægt sé
að kaupa vinnu eyjarskeggja fyrir 50 til
75c. á dag, í Mexican silfri; enn fremur
segja þeir, að félagið sé á góðum vegi
með að fá Washingtonstjórnina til að
veita sér einkaréttindi fyrit stóru land-
flæmi, er þessi dýri viður vex á (Timber
land grands). Það eina er gæti koll-
varpað þessu gróðafyrirtæki, segir pés-
inn, er, að Bryan komist til valda.
Það er, þvi miður, þetta og fleiri
einokunarfélög, er standa á bak við for-
tjaldið og stýra leynilega athöfnuin
stjórnarinnar. Þaö er fyrir alþýðu að
segja með atkvæðum sinum, við næstu
kosningar, hvort hún vill að stjórnin sé
i höndum samvizkulausra auðkýfinga,
eða i höndum fólksins, samkvæmt anda
og bókstaf grundvallarlaganna.
Það er eitt, er hefir auðkent þessa
kosningabaráttu frá öllum öðrum er ég
man eftir, og það er ósamkvæmni and-
stæðinga vorra, sem auðvitað kemur til
af þvi, aðþeir vilja leyna aðal ágrein-
ingnum. Þeir þora ekki enn sem kom-
ið er, að vera hreinskilnir og segja, að
stjórnarskráin fié orðin úrelt og að okk-
ar lýðveldis stjórnar fyrirkomulag sé of
gamaldags, fullnægi ekki kröfum tim-
ans. Eitt sem veldur þessum yfir-
drepskap «nd=Tæðinga vorra er. að þeir
þykjast ekki hafa nægan herafla til að
halda alþýðu i skefjum, ef hún skyldi
láta ófriðlega og verða of hátðluð, því
ráðleggja sum málgöng stjórnarinnar
að aðalskilyrðið fyrir voldugri stjórn sé
öflugt hervald, enda segja þau að hægt
sé að auka hann á næstu 4 árum, svo
stjórninni sé borgið, án þess alþýða
veici þvi mikla eftirtekt (sjá U. S.
Army and Navy). Um þetta vilja þeir
ekki ræða, sem er þó þungamiðjan i
þessu kosninga striði. en þeir segja, að
Mr. Bryan sé keyptur af silfur-barún-
um til að barjast fyrir frísláttu silfurs;
en svo segja aðrir af andstæðingum
vorum: “Silfur-barúnarnir vilja ekk-
ert hafa með Bryan, og því til sönnun-
ar segja þeir, að þrir stærstu silfur-
námaeigendur hafi lagt $25,000 hver i
kosningasjóð McKinley; enn fremur, að
senator Stewart, er mörg undanfarin
ár hefir verið einn hinn atkvæðam sti
silfurmaður, vinni nú af lífi og sál fvrir
endurkosning McKinleys- Þessar og þvi-
líkar mótsagnir verðum vér varir við
dagsdaglega, sem að mínu áliti eru svo
heimskulegar, að ekki er ómaksins vert
að eltast við þær, Emerson 8agði einu
sinni: “Djöfullinn er æflnlega asni”.
Hvað hinn mikli heimspekingur hefir
meint með þessari framsögu, er óvíst,
en oft hafa mér komið til hugar þess
orð þegar ég hefi séð og heyrt hringl-
anda konungsinna.
Mér kemur ekki til hugar að svara
þeim illyrðum er kastað hefir verið að
mér í þessari kosninga hreðu. Einstak
lingurinn er svo undurlítill í saman-
burði við velferð heillar þjóðar, eða í
þaö minsta þegar stjórnarfyrirkomulag
stórþjóðar, er staðið hefir 125 ár og sem
allui hinn mentaði heimur hefir dáðst
að, eríveði, að það hverfur eins og
vatnsbóla þá einstaklingur sé illyrtur
Illyrði um eiustaka menn sanna tvennt
1. að sá sem brúkar þau, hefir litlar
byrgðir af sannindum. 2., að sálar-
ástand þess illmálga er ekki í því á-
standi er æskilegast væri; hann er reið-
ur, en reiðin er i flestum tilfellum á
vöxtur heimsku og illgirni.
Mark Hanna segir: Það eru engin
einokunarfélög í landinu. Látum al-
þýðu svara þeirri staðhæfingu. Látum
hinar 80,000 ferðamanna, er .mist hafa
atvinnu sína á siðastl. 4 árum fyrir sam
tök einokara, athuga þessa framsögu af
manni, er segist standa á sama grund-
vallarskilyrðum og A. Lincoln stóð fyr-
ir 40 árum, og um leið geta þeir í anda
svifið yfir til Súlueyjar, þeir sjá fána
vorn blakta yfir þrælasölu atvinnunni,
þeir sjá hann blakta yfir kvennabúri
soldánsins, þeir sjá meðborgara vorn,
Mr. Carpenter, vera að leitast við að
komast undan því að kaupa 4 unglinga
af konu, sem segist vera krístinn. Hún
segir að mannaveiðarar hafi fnndið
þessa unglinga uppi á fjóllum á Benza
ma, og því geti hún selt þá svo ódýrt—
$50,00. Mr. McKinley hefir skrifað
undir samning, er verndar soldáninn,
trúarbrögð hans og háttu, en hann
bætti því við, að hver þræll skyldi hafa
rótt til að kaupa sér frelsi með því að
að borga eigandanum markaðsverð sitt.
En, vinir minir, hvað tekur það lengi
fyrir mann, sera vinnur í þrældómi fyr-
ir svipuhöggum, að draga saman næga
peninga til þess að kaupa frelsi sitt á að
markaðsverði, hvort sem það er mikið
eða lítið ?
Með virðingu.
6. A. Dalmann. -
Tolllækkun og vöruverð.
Blaðið “Farmers Sun” segir:
“Það þarf 50% meira hveiti til
þess að kaupa eldstó í ár en þurfti
til þess árið 1896.
Það þarf 20 bushel meira af
maís til þess að kaupa vagn heldur
en árið 1896.
Það þarf helfiingi meira korn
til þess að kaupa koparketil nú held-
ur en 1896.
Það þarf tveim hlutum meira
korn til að kaupa hönk af kaðli
heldur en þurfti 1896.
Það þarf 50% meira af korn-
tegundum nú til þess að kaupa reku
hrífu eða spaða, en þurfti 1896
Vagnhjól kostuðu þá $7.00, nú
kosta þau $12.00.
Öll akuryrkjuverkfæri hafa
stigið að sama skapi.
Galvaneséraður gaddavír kost-
ar nú frá $1.00 til $1.50 meira 100
pundin en árið 1896.
Það þarf 40 per cent meira af
korntegundum til að kaupa pund af
sykri'heldur en þurfti árið 1896.
Það þarf 40 per cent meira af
korntegundum til að kaupa rúðugler
eða annan glervarning, en þurfti til
þess árið 1896.
Verð á kolum, steinolíu, timbri
og járnvöru hefir stigið um helfing
Alt þetta er að þakka tolllækkun
Laurierstjórnarinnar. ”
“Ef konservative-flokkurinn
kemst til valda þá,verða þær ráðstaf-
anir gerðar, sem binda enda á öll
verzlunar samtök (Trade Combinas)
i Canada fyrir allan ókominn tíma”.
1. Ef ég verð kosinn sem erind-
reki Brandon kjördæmis, þá
lofa ég að beita öllum þeim á
hrifum, sem ^g hef, til þess að
fá allan toll algerlega tekinn af
akuryrkjuverkfærum. Þett er
ákveðið loforð og ég ætla mér
að efna það.
2. Þegar samtök eru gerð til þess
að setja upp verð á nauðsynjum
fram yflr það sem er rétlátt og
nauðsynlegt, þá er ég viðbúinn,
þóég sé strangur tollverndar-
maður, að taka allan toll af
þeim vörum sem þannig eru
ónáttúrlega hækkaðir fyrir
samtök framleiðenda, og með
því neyða þá til að mæta op-
inni samkepni als heimsins.
Hon. Hugh J. Macdonald,
i Brandon.
“Hérna liggur bevisið”.
Tollar innheimtir af konserva-
tivestjórn 1895, $25,446,178.
Toilar innheimtir af liberal
stjórn 1900, $37,919,772.
Auknir skattar undir* liberal-
stjórn $12,473,694.
Árleg skattbyrði á hvert nef $2.50
“ “ “ “ hverja fjölsk.
$12.50.
Ef Laurierstjórnin kemst til
valda við þessar kosningar, þá þýðir
það aukin útgjöld á næsta kjörtíma-
bili fyrir hverja fjölskyldu í Canada
$62.50. Þetta er sú eðlilega og
sanna afleiðing af tollbreytingu
liberala. Hvernig líst kjósendum
<já það.
Kneeshaw
samþykkir skoðun Chas, F. Temple-
tons á lövmanni og dómara William J.
Kneeshaw.
Til allra sem hlut eigaað máli.
Það er alment viðurkent að dóms-
málastjórnin ætti að vera að öllu leyti
óháð og fráskilin flokks pólitík. Þess-
ari skoðun hefir oft verið haldið fram
með áherzlu af kjósendum rikisins. Ár-
ið 1892 mæltu Demókratar og óháði
flokkurinn með repúblíkðnskum um-
sækjanda í dómarastöðu í hæsta rétti,
en nú í 4r hafa Demóktatar og óháðí
flokkurinn staðfest umsókn Morgans
dómara, sem hæstaréttar dómara,
I fyrsta lögsagnarumdæmi hafa
Repúblíkar nýlega staðfest útnefningu
Demókrata og óháða flokksins á Fisk
dómar fyrir héraðsdómara stöðu.
Mr. Kneeshaw, Repúblika umsækj-
andinn um héraðsdómars rtöðuna f 7
dómsþinghá,;er verður þess að kjósend-
umír i þvi héraði veiti honum fylgi 4n
tillits til flokksfylgis. Hann er maður
vel vaxinn þvi embætti, og álit mitt er
að hann mundi gegna embættisstððu
sinni með réttsýni og samvizkusemi án
nokkurs tillits til flokksfylgis.
Sem lögmaður, ár hefir all-mikið
við dómstólana í þvi héraði að sælda,
er það mín innileg ósk, að Mr. Knee-
shaw nái kosningu.
Grand Forks, N. D., dags. 6. Okt. 1900.
UHARLES E. TEMPLETON.
flrs. Bjorg Anderson
hefir byrjað verzlun á Kllice Ave.
559. Hún selur þar ýmsar þarfar
vðrur fyrir lágt verð. Opið til kl. 10.
Komið og kaupið!
Hænan okkar er lukkuleg yfir sigri
þeim sem hefir veitt oss aðgang til að
geta keypt stærsta hlutaun af vðrn-
byrgðum Uonald, FrasRer A Co.
Þar keyptum vér mesta upplag af
Karlmannafatnad
sem var selt af hinum mikla uppboðs-
haldara, Suckling & Co. í Toronto.
Vörurnar eru i búð vorri, og vér
erum reiðubúnir að selja þær
FLJOTT FYRIR
LAGT VERD
til allra sem þarfnast þeirra.
564 Nain Street.
Gegnt Brunswick Hotel.
Army and Aavy
Heildsala og smásala á
tóbaki og vindlum.
Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla-
byrgðir sem til eru i þessum bæ, og selj-
um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum.
vér meiri verzlun en nokkur annar.
Vér óskum eftii viðskiftum yðar.
I Browk & Co.
541 Main Str.