Heimskringla - 01.11.1900, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.11.1900, Blaðsíða 2
HEIMSKKINGLA 1. NÓVEMBER 1900. Beimskringla. PUBLISHBD BY The HeimskrÍQgla News & Publishing Co. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 am árið (fyrirfram borgað). Sent til íalands (fyrirfram borgað af kaupenle am blað3ins hér) $1.00. Peningar sendist i P.O. Money Order ftegistered Letter eða Express Money Order. Bankaávisanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með affðllum. B. L. Baldtrinson, Krtitor & Manager. Office : 547 Main Street. p.o. BOX 305- Óhraktar ákærur. Mr. Sifton lætur líða um dali og hól að svara ákærum þeim sem Sir Hibbert Tupper bar á hann, þá þeir mættust á Brandon-fundinum 13. þ. Aldrei hefir manni í opinberri stöðu verið bomir svik og nafnafblsun og nærri því stórglæpir í ýmsum mynd- um, á brýn, svo að hann hafl ekki reynt að svara því. En nú er Mr. Sifton orðin eins dæmi í þessu. Sír Hibbert Tupper hefir aldrei farið mjög mjúkum höndum um Sifton, garminn, enda eru hrakmenni ekki sparandí. Þó hefir Sir Hibbert aldr- eilátið refsivöndinn ríða eins um skrokkinn á Sifton eins og á Bran- don-fundinum. Og svo er áburður sá sannur og óhrókjandi, að Sifton forðast að minnast á ógildl hans. Þótt ákærurnar séu margar og ljótar því virðist öll nauðsyn bera til að lofa fólkiað vita hverjar þær eru. Sir Hibbert Tupper ákærði Mr. Sifton um að hafa gert sig sekan í glæpsamri vanrækslu, slóðaskap og illri ráðsmensku, gegn uin öll sín stjórnarafskifti í Ynkou heraðinu. Ogj. að Laurierstjórnin hefði skipað embættismenn, sem Mr. Sif- ton hefði mælt fram með, bæðí mis- sindismenn og óhæfa í þær stöður, sem þeir fengu, og skipaðar hefðu áttað vera hæfum og nýtum mönn- um. Að, Mr. Sifton hafi gert sig sek- an í eigingirni og flokkadrætti í öll- um stjórnarafskiftum sínum og fyrir skipunum í Yukon. • • • • Að Mr. Sifton bafi sent Mr. Phip leyfi eða umboð, með undir- skrift sinni, sem hafi verið argasta ^ lagabrot (vfnsöluleyfi). Að embættismenn stjómarinnar hafi hrönnnm saman gert sig stór- kostlega seka við lögin með okri og nokkurskoDar kerfi af mútum og réttráni, hafi verið gert að nanðsyn- legu skilyrði af bendi stjórnarinnar við þjóna sína, sem þeir urðu að inna af hendi sem embættislega skyldu. Dawsonbær flóði í vínföngum sam kvæmt leynilega misbeittu valdi á vfnsöluleyfi, ásamt hinu mesta ósið ferði og lauslæti, sem liðið var með ólögnm f Dawson, undir verndar- væng stjórnarinnar og misbeittum lögum, af hendi æðstu embbættis- manna, vegna þess að stjórnin sóp aði saman fé frá slíkum stofnunum, meira en af nokkru öðru. Sir)Hibbert Tuppír sýndi enn fremur fram á, að Mr- Sifton hefði í samfélagi við Major "Walsh rakað saman fé á stjórnarverkum, svo sem botnhreinsun og fleiru, sem gefið var úí af Mr. Sifton sjálfum, þeim mönn- um og félögura, sem hvergi hafa ver ið til nema á pappíruum, eins og Mr. Phelp3 hafði ákært Sifton fyrir. f þetta skifti hafði blaðið ekki rúm til að sýna fleira af ákvörðun gegn Sifton- Sá maður sem svo er nakinn og sekur að hann vogar sér ekki að bera þessar framanskráðu kærur af sér, hann er í hæsta máta sannur að sök, og hið óskammieiln- asta þorparamenni. Það virðist fyr- ir mannasjónum, að fólk sem fylgt getur svona manni, unni mest fjár- glæfrum, gIæpsökum,yfirtroðslu laga og mannréttinda og í ofanábót ósið- semi og lauslæti, Enda er eitt nú uppvíst orðið, að hjalkonur og dans- kvendi, af vissum tegundum mæla fast fram með Mr. Sifton. Þær hafa1 sinna hagsmuna að gæta, sem aðrir’ og þær hafa náð skildingum fyrir óstjórn og lagayfirrroðslur Siftons i Dawson City, og víðar í Canada. Ekki er nú föruneytið af valdara flokki, þó upp á sé slegið og geyst far- ið. Snúnir. Mr. Kenneth McKenzie frá Burnsidi, Man. hefir nýlega gert það opinbert með opnu bréfi til kjós- endanna I Manitoba, að eftir dygga 60 ára fylgd við liberalflokkinn—29 ár í Ontario og 31 ár í Manitoba, þá sé hann algerlega snúinn frá honum fyrir dæmalausa spilling og alskyns ranglæti og sviksemi. Mr Mac- Kenzie hefir verið þingmaður hér í Manitobaþinginu, og er mjög vel virtur maður. Hann segir meðal annars: “Ég er nú 79 árs gamall, og á allri ætt minni hef ég aldrei séð eins miklar mútur og sviksemi og Whisky eða vitað eins mikið logið við nokkrar kosnin’gar, eins og not- að var við síðustu rfkisaukakosning- arnar í Macdonald, af hendi Mr. Rutherfords, liberal umsækjandans, Watsons og Siftons, og þó að þessir menn þykist vera Góðtemplar og vínbannsmenn, þá var Whiskey not- að af umboðsmönnum þeirra við kosningarnar, á hinn hneykslanleg- asta hátt. Hræsnarar eru þeir í bindindismálinu eins rg í öllnm öðr- um málum. Sá eini maður sem var sannaður að því að troða fölskum kjörseðlum i atkvæðakassana í kosn- ingunum 1896, var látinn laus Rutherford gekk í ábyrgð fyrir hann og Greenway gerði haun að “Com missioner’, til að taka eiða. Það var þokkalegur embættismaður” Við þurfum að losast við Sifton og hans nota, af þeir eru einbeittir í því að halda áfram þeirra skarnverkum þá ættu þeir að gera það undir ein hverju öðru yflrskyni en því, að það sé gert í umboði líberalflokksins Sérhver heiðarlegur liberal ætti að greiða atkvæði móti þessum óþokk um, sem hafa svívirt liberalflokkinn. engin von sé til þess að hún geti unnið kosningarnar, enda detti þeim ekki í hug að vinna á vinsætdum eða tiltrú kjósendanna, heldur eigi að brúka önnur meðul til þess. Mðnnum þessum virðist spursmálið ekki vera svo mjög um það, hvert libe- al- eða konservativefiokkurinn eigi að hafa völdin, heldur hitt, hvort Canadaþjóðin sjái eða sjái ekki sóma sinn í þvi að hafna þeim mönnum, sem eru þektir að þvf að hafa rofið öll sín loforð við kjósendurna, og virt vilja þeírra og hagsmuni al- menning og princip síns eigin flokks að engu. Frá sjónarmiði liberala er spursmalið það, hvort flokkurinn eigi að halda við margra ára viður- kenda stefnu fiokkslns, eða aðhyllast hina nýju stefiiu þeirra Siftons, Tarte og Lauriers. Þessir menn segja að Canadaþjóðin hafl að undanförnu sýnt nægilegt siðferðislegt þrek til þess að velta stjómum sínum úr völd- um þegar spillingar hafl kent hjá þeim, og að það mæíti vera undar- legt,ef með vaxandi mentun,aðþjóðin haldi ekki fram uppteknum hætti og Iáti greinilega til skarar skríða f þetta sinn. Þrátt fyrir öll þau með- öl sem allir vita að stjórnin ætlar að nota, og er að nota, til þess að reyna að helga sér atkvæðin á kjördegi. En sú tilraun mun hraparlega mis- hepnast. Þetta eru sterk orð, og áhrifa mikil af því þau eru töluð af manni sem sjálfur er heiðarlegur maður og heflr verið sterkur meðhaldsmaður flokksins í 60 ár, setið sjálfur sem þingmaður í Manitobaþingi og unnið í öllum undanförnum kosningum eft ir megni fyrir liberalflokksins. Það má nærri geta að það þarf eitthvað meira en lftið að vera að þegar slíkir menn snúast á móti á 11. stundu En Mr. Mackenzie er ekki sá eini né þúsundasti af liberölum í Canaða sem snúast á inóti flokki sínum í þessnm kosningum. Mr. Bonnar, gáfaður lögfræðfngur hér í Winnipeg sagði opinberlega á fundi í síðustu viku, að hann hefði alla æfi verið liberal og forfeður hans á undan bon- um en nú gæti hann ekki lengur misboðið manndómi sínum og sam- vizku með því að fylgja flokknum. Héðan af kvaðst hann mundi styrkja konservativeflokkinn af alefli. Mr. Robert Rowland, í Mount Albert, í Ontario, heflr sagt sig frá flokknum og það með að hann þekki þúsundir af liberölum, sem geri það sama við þessar kosningar. Sama segir Daniel J. Kenuy, f Cananuque og Mr. Wesley Shaw, f Raleigh og Mr. W. R. Mulock, frændi póstmálaráðgjaf- ans í Ottawa, hann er lögfræðingur, eins eru þeir W- A. Killam í Yar- mouth N. S., Jacob Mndkey, í Mor- den, Man., Mr. Aubin, kaupmaðnr í Sturgeon Falls í Ontario, Mr, Thos. Blake í Salt Coats, Assa, Mr. J Taylor, þingmaður í Prince Edward Island, Mr. R. Nelson, f Elgin, Man. R. G. Hawkins, f South Leebs, Ont., Walter Simpson, Regina, N. H. Beecher, í Toledo, Ont., James Oliver, Redgeland, Man. T. D. Robinson, Winnipeg og mesti fjöldi af öðrum leiðandi mönnum sem áður hafa verið liberal, en þola nú ekki mátið lengur. Margir af þessum mönnum segjast þekkja þúsundir af góðum og gildum Liberölum, sem nú séu einbcittir i þvf að velta Laur- ierstjórninni úr völdum við þessar kosningar, og enn þá fleiri, sem, þó æir lati ekki á sér bera opinberlega, ætla að greiða atkvæði gegn stjórn- innni. Þessir menn láta afdráttar- laust í Ijósi þá sannfæringu sína, að Lauiierstjórnin sé sú spiltasta stjórn, sem nokkurn tíma hefir verið í Can- ada.—Nokkrir segja í heimi—og að Eyðsla og efndaleysi. Það er búið í þúsund tilfellum fyrir eitt að sýna fram \ með ó- hrekjandi rökum, að liberalflokkur- inn, hefir alstaðar gert sig sekan í tvennu.Hann hefirbæði eytt meiraaf almennings fé en hann siðferðislega hafð heimildtil, og ekki efnt svo sem neitt af loforðum sínum við kjósend- urna. Og það litla sem hann hefir reynt að efna heflr verið á þann hátt af hendi leyst, að það hefði betur verið ógert, en hálf efnt. Hann hef- ir ætíð þá að kosningum heflr drégið Iátist ætla að gera alla skapaða hluti fyrir kiósendur. Þá heflr hann sent menn á stað og látið þá sópa saman vinnulýð, er lofað hefir verið stöð- ugri og langri vinnu við þau fyrir- tæki, þó með því tilgreind skilyrði að þeir greiddu liberölum atkvæði í næstu kosningum. En þá kosning arnar hafa verið um garð gengnar hafa þeir hætt við fyrirtækið, og verkamennirnir hafa mátt eiga sig, Mun nokkrum góðum og skyn- sömum kjósenda blandast hugur um að þetta átumein í stjórnarfarinu, er lands og lýða tjón. Að bveaju eru þeir menn að vinna, sem berjast með hnúfum og hnefum að viðhalda svona stjórnarfarssvikurum, og leyni- legum stuldi á ábyrgð og fé almenn- ings? AÐ — að þvl að ná sem mestum peningum úr vasa almeun ings. — Sir Wilfrid Laurier og hans fylgimenn Iofuðu ótal mörgu þá þeir kæmust að völdum, og hafa þau ginningarloforð verið svo oft nefnd, að hér skal að eins eitt verða tekið til umræðu lítillega. Stöðugt heflr liberalflokkurinn básúnað um, að stefna sín væri tollfrelsi. Laurier lofaði hátt og hátíðlega að þá hann væri kominn til valda skyldi tollum verða svift af tolluðum vörum. Eu Hvað hefir skeð? Ærulaus svik og tál! Laurierstjórnin heflr að eins breytt tollinum, haekkað hann á sumum vörutegundum, en lœkkað á sumum. Og þegar til heildarinnar kemur eru tollefndir Lauriers þann- ig, að öllu samtöldu, að lækkunin er hálft per cent af dollarnum. En svo þarf hér að gæta þess að þegar tekið er meðaltal af þessari breyt ingu Laurierstjórnarinnar, háfa þær vörur sem almenningur þarf dag- lega að nota, hækkað sem nemur J úr centi. Alt svo kemur þessi toll- lækkun yfirleitt fram á vörum sem efnaðra fólkið kaupið, og á fátæk- asta fólki þjóðarinnar er tollhækkun. Og þar að auki heflr ríkisskuldin hækkað, og nú hvílir meiri skuld á hverju nefi, meiri óbyrgð, en áður en Laurierstjórnin tók við ráðs- menskunni, þá tekin er til greina fólksfjölgunin. Er mögulegt að ganga lengra í svikum og efndaleysi en í þessu at- riði en Laurierstjórnin hefir gert’ Fátækari hlutí þjóðarinnar er svikinn gerlega um lofoaðin, og ekki einasta það heldur bætt á hann útgjöldum, skuldnm og ábyrgð. Þó er það einmitt sá hluti þjóðfé- lagsins sem mestu á að ráða í ríkinu. Með atkvæðum sínum, sem eru fleiri en atkvæði auðmannastéttarinnar á hann meiri rétt á verkum og athöfn- um stjórnarráðsins. — En hann er tældur gintur og gabbað u r með sínum eigin peningum og síðan ekki einasta svikinn, heldur líka undirokaður og kúgaður á þann mannvonsku hátt, sem hægt örðugra. Laurierstjórnin verður að fara sömu leiðina og Greenwaystjórn in fór í fyrra. Og geri næsta stjórn ekki stórum betur en Laurierstjórn in, þá eiga kjósendurnir að láta hana fá sömu útreið og Laurierstjórninna Og svo á það að vera og þarf að ganga koll af kolli þangað til að Ca nada á ærlega og heiðarlega ríkis stjórn, sem innir starf sitt af hendi nákvæmlega samkvæmt fyrirskipun nm kjósendanna. Hver og einn kjósandi, sem byrjar og styður að þessu verki, er trúr verkamaður í víngarði Canadaríkis, og nafn hans mun í heiðri geymast langt frain í aldir. “Lög berg’ og stundum verið hálfsviknir um kaup sitt. En þeir voru oftast búnir Ier Þ®ita at stjórn, gegn kjósend. að greiða atkvæðí [sín fyrir liberal- stjórnina. Svo hafa liberalstjórnirnar haft líka annað agn að tæla út atkvæði hjá kjósendum, og það er hin al- kunna og illrœmdu loforða svik um sparnað og stórvirki f almennings jarflr. Þegar Greenwaystjórnin gekk til kosninga 1896, þá gaf hún kjós- endunum í Manitoba fyllilega í skyn, að hún væri búin að ákveða og undir búa, að byggja járnbraut frá Win- nipeg austur til Lake Superior, sem vera skyldi eign fylkisins. En hverjar urðu efndirnar? Greenway- stjórn lagði fram nær því næga pen- inga til að byggja brautina, og gef- ur síðan þeim McKenzie og Mann brautina, án þess að hafa hinn minsta rétt til hennar né umrfið á unum. Eins og vinnumaðurinn og vinnukonan eru hjú húsbóndans, eins er ríkisstjórnin verkamenn kjósend- anna. Mundi það ekki þykja ó- hæfa ef vinnuþjú efndu ekkert af- verkum þeim, sem þau voru ráðin til að inna af hendi, en tækju kaup sitt vel úti látið, og tækju síðan til láns upp á ábyrgð húsbónda síns, og þar á ofan stælu þau með öllu móti eins miklu og kringumstæður leyfðu þeim. Og síðan gengju þau fram fyrir húsbændurna og bæðu hann að hafa sig næsta ár upp á sömu skilmála. Ef hann mælti í móti þá bara byðu þau honum fáeina skild- inga af bví sem þau höfðu stolið frá honum. Og þá væri húsbóndagarm- urinn það lítilmenni og fábjáni, að ganga að, að lofa þeim að vera ann- að árið upp á sömu skilmála. Hvað (Niðurl.) Á SUNNAN. í Bandaríkjunum eru forseta kosningar í nánd. Þar er blaðið margselt bæði í pólitík og trúmál um, enda þenur það sig nú þar í belg og biðu í pólitíkinni, og viðrar sem refkeila í allar áttir. Auðvitað veður það í villu og svima í Bandar pólitík sem annarstaðar. Það tönglar og tyggur upp gull- og silfur málið, og álítur að Demókratar hafi silfurmálið fyrir aðal kosníngabeitu En slfkt er hæfulaust rugl sem og alt annað í pólitfk sem blaðið aula bfirðast með. Aðal-kosningaspurs mál Demókrata nú eru alt önnur, þó tvímelmismáltið sé enn þá á stefnii skrá Demókrata. Aðalstefnuatriði Demókrata nú er: Að Bandaríkin beiti aldrei hervaldi við þjóðir né einstaklinga, og neyði þær ekki þannig til bandalags við sig. Hver einasti sannfrjáls maður hlýtur að játa að þetta markmið, er hið feg- ursta og göfugasta markmið, sem nokkur umbótaflokkur hefir letrað á stefnuskrá sína. Annað er það að takmarka með lðgum fjárglæfraieg an yfirgang okurfélaga. Blaðinu fer hér sem ætíð endrar nær, að það segir ekki frá því sanna og göfuga, heldur því ranga og ósanna, af því það fær borgað fyrir að falsa, skrökva ogafvegaleiða lesendur sína, og mis- herma, snúa ú.t úrréttumáli, og níða og ófrægja menn og málefni. Blað- ið sannar sig í öllu þessu að sannri sök. Svona er þess pólitiska hlið hátt og lágt, fyrri og sfðar. Það er hið aumasta pólítiska málgagn er nokkru sinni hefir í blaðagerfi kom- ist á fót, og stendur langt afsíðis, eindæmi í sinni röð, og fjarlægist meir og meir flest önnur blöð. En svo eindæma sem það er í pólilík svo er það óviðjafnanlegt í öðrum mál- um, og gegn mótstöðumönnum sín um. Sýnishorn um það verður birt við fyrsta tækifæri- Eins og allir vita er blaðið nokkurskonar loddara- félags gróðrarstígja, bæði í anda og framkomu, sem fistæða er orðin til að gcfa rækilegau gaum. TRÚMÁLAVERZLANIR- lengi ætli bú hans blómgaðist með flutningsgjaldi. En svo nægði [ þe88U ]agi? Eftir lítinn tíma tæki Greenwaystjórninni ekki þetta, held- ur bætir hún því þokkabragði ofan á þessi hróplegu svik, að veita C. P. R. um 150 þúsundir dollara. Síðan ganga þessir fylkis-Júdasar (ráð- gjafarnir) fram fyrir allan almenn- ing næstliðið haust, og segja og lýsa yflr að þeir hafl ekki veitt félaginu eitt einasta cent. En í skjalasafni fylkisins séstað þessir pólitisku refir hafa fyrir löngu síðan verið búnir að skrifa uudir þessa samninga við C. P.R- Getur nokkur maður með æru og drengskap, mælt þessu og öðrum samkynja þorparabrögðum nokkra bót? Þetta er að eins eitt af mörg um þrælapörum Greenwaystjórnar- innar, en rúmið leyfir nú ekki að telja þau fleiri upp.—Þaá er sannar- lega eítthvað geggjað við þfi menn, sem berja3t með hnúum og hnefum fyrir svona óskammfeilnum stjórn- mála óaldarlýð, sem bæði svíkur orð sín við kjósendurnar, og bruðlar leynilega út fé þeirra og ábyrgð, sjálfum sér og fylgiliði sínu til hags- muna og eldis. lánardrottinn hans fyrir kverkar honum, en þjúin sætu þá í alsnægt- mn og vellistingum, og hlæju að ó förum bóndans. Svona er aðferð og saga Lauri- er8tjórnarinnar gagnvart kjósendum í fáum orðum skýrð. Þeir menn er vilja berjast undir þessum merkjum, og fylgja órétti og fjfirglæfrum f'ram, þeir gera það ekki af þekkingu né föðurlandsfist, heldur afskuldbind- ingum, kúgun, eða þfi hreint og beint fyrir peninga, eða til að fá tækifæri til að komast með hendina ofan í vasa þjóðarinnar eftir á og geta stolið eins og þeim sýndist. Það er sannarlega full ástæða fyrir hugsandi fólk, að líta með gaumgæfni og stillingu á hið póli- tiska ástand, sem Canadatíki er nú statt í, og framtíðarhorfurnar ef slíku ræningja rfiðlagi er haldið á- fram lengur. Það þarf áræði og kjark að berjast » móti efldum ræn- ingj iflokki, en eftir því, sem það er gert síðar, eftir því verður það þó Þá er það eitt um kristindóms- málefna afskifti Lögbergs aðsegja, að það heflr haft kristindóminn sér að skálkaskjóli, til yfirhylming- ar og að markaðsvöru. Það hefir látist standa sem varðengill með sveipandi sverði á rarbergi fyrir dyrum kyrkju og kristindóms málum. En þeg- ar þessi varðgæzla og framkoma blaðsins er athuguð, þá fer að verða annað uppi á teningnum. — Blaðið heflr æfinlega ráðist á mótstöðumenn sína í trúmfilum, með dæmafáum persónulegum óhróðri og öðru verra Og það hefir raátt einu gilda af hvaða trúarbragðaflokki mótstöðu- menn þessir hafa verið. Það heflr rfiðist jafnt á Presbýtera, Baptista, Unitara og Mormóna. Yflr höfuð heflr blaðið fyrri og síðar fordæmt suma þessa trúflokka, ekki með sannleika og röksemdum, heldur að eins með persónulegum óhróðri og batbiti. En svo hefir það gengið lengra en þetta. Það hefir ráðist mörg nin sinnum á sína eigin kvrkjutrú og menn. Hver sein les “Tjaldbúð- ina” í sainhengi eftir séra Hafstein Pétursson, fær hugmynd um hvern- ig “Lfjgberg” og klíka sú sem þar stendur urrandi á bak við, hettr far- ist gagnvart trúmálastarfi séra H. Péturssanar t Vesturheimi. Hverein- asti mótblástur, er séra H. P. fékk frá blaðinu og þeim sem þar standa á bak við í fleiri liði—og þeir vóru ekki svo ffiir—eru lifandi tákn á þekkingu blaðsins og ffivisku í trú- 565 og 567 Main Str. FREMSTIR ALLRAI SÉRSTAKT FYRIR ÞESSA VIKU 40 Karlmanna svartir serjre alfatnaðir, bún- ir til úr alullardúkum fengn- ir beint frá útlönaun. Einhneptir eða tvíhneptir. Vana verð $6.00. HJÁ OSS AÐ EINS $4.00 565 og 567 Main St. Cor. Rupert St. málum. Séra H. Pétursson er sann- lúterskur prestur og kendi trú sína óefað eins vel og nokkur annar vest- urheimskur prestur. En af þvi hann þekti stöðu sína og vildi ekki mis- beita henni, hvorki gagnvart kristin- dóminum né íslendingum austanhafs þá heflr blaðið ausið hann óhróðri og mannlasti, frá því hann sagði skilið við flokk þess. Framkoma blaðsins hefir því í öllnm greinum verið Þvert á móti grundvallarkenningum kristindóms- ins: Það hefir ekki í einu einasta tilfelli breytt eins við náungann og jað vill að hann breyti við sig- Það hefir heldur aldrei sýnt það, að það elskaði hann eins og sjálft sig. Nei, eitthvað annað en það! Blaðið er svo þekkingarlaust, óskammfeilið og forhert, að séu beinar eða óbeinar peningavonir í því, að rífa niður málefni og menn, og það þau mál- efni, sem það hefir gert sér að at- vinnustarfi, að gera missýningar með, þá ræðst það á það Kka, eins og sýnt hefir verið. I sameiningu við það, að blaðið hefir selt sig Laurierstjórninni, er iað auðvitað kaþólskt, og dansar og leikur að vilja hinna kaþólsku manna í Canada. Það hefir ekki enn þá komið beint fram sem kaþ- ólskt blað, en um leið og það er starfandi fyrír Laurier og hina kaþ- ólsku menn í Canada, þá hlýtur það að vinna til eflingar hinni kaþólsku kyrkju ðg páfarfkinu. Enda heíir það oft óttast vont samvizkubit af trú- griðanýðslu sinni. Það hefir stund- um verið að reyna til að sletta því á önnur blöð, að þau væru kaþólsk, enþað hafa ætfð verið blöð, sem unnið hafa á móti Laurier og kaþ- ólskum. Með þessu móti hefir það f heimsku sinni hugsað að það gæti falið sig, því æflnlega grípur blaðið til ósanninda og undirferlis, ef það ætlar stórræði að vinna. En þessi undirferlis vinsla og ósanninda trú- boða aðferð þess, hefir aldrei áorkað miklu, og fer nú sídvínandi. Hver sem styður Laurierstjórn- ina og flokk hans, styður og stefnir að því,’ að koma Canadaríki undir yfirráð Frakka og síðan ríkinu und- ir I' rakkland, og koma algerðu pfifa- veldi kaþólsku kyrkjunnar fi f t’a- nada. Þetta er núverandi kaupa vinna “Ligbergs”. Það svngur samt

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.