Heimskringla - 06.11.1900, Blaðsíða 2

Heimskringla - 06.11.1900, Blaðsíða 2
HEIMSKKINtíLA 6. NÓVEMBEK 1900. Ueiiiiskriiigla. PUBLISHED BY The Heimskringla News 4 Publishing Co. Verd blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 á,rið (fyrirfram borgað). Sent til falands (fyrirfram borgað af kaupenle un blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Banbaávisanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar meðafföllum. B. Ii. BaldwinHon, Editor & Managcr. Ofifice : 547 Main Street. p.o. BOX 305- Útnefning þingmanns- •efna. Útnefningar til Dominion þings- ins fóru fram í öllum kjördæmum ríkisins \ miðvikudaginn var, þann 31. Október. Konservativaflokkur- Inn heflr umsækendur í öllum þeim kjördæmum þar sem liberslar hafa umsækendur. Tala Dominionþing- manna i hinum ýmsu fylkjum og héruðum er á þessa ieið: Ontario heflr............92 þingm Quebec heflr.............65 “ Nova Scotia heflr........20 “ New Brunswick heflr.....14 “ Manitoba heflr........... 7 “ British Calumbia heflr.... 6 “ Prince Edward Island heflr 5 “ North West Territories.... 4 “ Als eru í Ottawaþingi 213 þing- menn. Það er talið algerlega vafalaust að af þessum 213 þingsætum muni konservativeflokkurinn vinna rúm- lega 120 sæti, og þar með velta nö- verandi stjórn ör völdum. Enda eru liberalar að mun hræddari nú en þeir hafa átt að sér að vera við und- anfarandi kosningar. Stjórnarbylt- ingin í Manitoba heflr haft ill áhrif á pólitiskar vonir þeirra um Ottawa- stjórnina. Svo kom kosningin í Morris og kosningin I Mið-Winnipeg, sem báðar gengu konservativum stórkostlega í vil, og sýna kjósend- urnir í öllu Canadaveldi hve kon- ■servativastjómin í Manitoba er afar- vinsæl og vel þokkuð af almenningi. En liberalar stöðugt að tapa tiltrú alþýðunnar I Vesturlandinu. Leiðtogar konservativeflokksins í Canada hafa fengið skýrslur úr öll- um kjördæmum ríkisins um ástand flokksins og styrk hans í hinum ýmsu kjördæmum, og reiknast þeim svo til að kosningar muni falla þannig: Ontario Kon. 62 Lib. 28 Quebec “ 28 “ 37 Nova Scotia “ 13 “ 7 New Brunswick “ 6 “8 B. C., N. W. T. og Manitoba Kon. 13 Lib. 4 Prince Edw. Isl. “5 “ 0 129 84 Þessi áætlun er gerð af Mr. Maurice Blake. Eftir að hafa ferð- ast um alt Canadaríki í því sérstaka augnamiði að kynna sér pólitiska á- standið, til þess fyrirfram að geta gert nákvæma áætlun um úrslit kosninganna. Ymsir aðrir menn hafa gert áætlanir um úrslitin og kemur þeim yfirleitt saman um að Laurierstjómin falli. Jafnvel liber- alblöðin sum láta ekki sem bezt af útlitinu, jafnvel Lögberg segir að það fari aldrei svo að Laurierstjórn- in vinni ekki yfir helflng af þeim 17 sætum sem eru í Manitoba, British Columbia og Norðvesturhéruðunum. Þetta er óvanalega hógvær staðhæf- ing hjá slíku blaði og bendir óneitan- lega á það að liberalar vona ekki eftir miklum sigri hér vestra, og þó þeir telji sér 15 til 20 sæti umfram í Ontario, þó er það að eins hreysti- yrði, og eins fjarri sanni eins og hægt er að bomast, þvf það er al- kunnugt að Ontario er sterklega á móti Ottawastjórninni, og það munu úrslitin sýna. Tökum t. d. John Charleton, sterkan Liberal leiðtoga alt að þess um tíma, sem um daginn gerði þá vfirlýsingu opinberlega, að hann væri orðin andvígur I-aurierstjórn- inni fyrir svik hennar við kjósend- urna. Liberalar ætluðu tafarlaust að setja mann út á móti honum í þessum kosningum og voru búnir að tilnefna hann. En svo þegar kom að útnefningardegi, þá dró sá maður sig í hlé og Charleton fór að gagn- sóknarlaust. Það eru meira en full- ar líkur til þess að ætla að maður þessi verði ekki með Laurier á næsta þingi og að hann styrki Tupper- flokkinn þegar hann er kominn til valda i Ottawa. Það má og búast við því, að þeir menn sem nú sækja sem óháðir, verði ekki framar Liber- al en Conservatívar á næsta þingi. Slíkir menn eru ætíð með stjórn- inni, hver flokkur sem situr við völdin. Alstaðar eru liberalar sjálfum sér líkir. í Brandan-kjördæminu hafa Li- beralar úti allar klær, að svíkja at- kvæði frá Hon. Hukh J. Macdonald, Auðvitað gera þeir öll sín skamm- heit eftir boði síns æðsta herra, Sif- ton. I viðbót við makalausar ýkjur og þvætting, sem þeir bera nótt og dag um kjördæmið.hafa þeirníðritog oglvgapésa alstað ábeðstólumog láta lauma þeim inn í hús manna, el færi gefst. Alt þetta fargan gengur út á að sverta Hon. Hugh J. Macdonald og ófrægja hann f einu sem öllu. Orðum hans og verkum umsnúa þeir gersamlega bæði í ræðu og riti. Mest af öllu reyna Liberalar að sverta Hon. H. J. Macdonald fyr- ir að hann og stjórn hans hafl skatt- gilt járnbrautafélög í Manitoba. Af því segja þeir að leiði, að sum sveit- arfélög í Brandon-kjðrdæmi missi þar tekjur, er þau höfðu áður. En það er rakalaus lygi. Álögur þæ* sem járnbrautarfél. í Man.borga í fylkissjóð, skerða ekki inntektir sveitarfélaganna um e i 11 c e n t. Þetta eru því haugalygar, er mál- gögn Siftons og C. P. R. fél. hafa spúð í hlaupasnata sína, sem eru nógu óvandir að sóma sínum og virðingu, til að haupa út um bæi og bygðir með rakalausar lygar og ó- hróður, bara þeir fái nógu mikið í vasann af almenningsfé. Það má nærri geta að Sifton, garminum sé gramt f geði af því að núverandi fylkisstjórn lagði álögur á C. P. R. fél, til þess að hægt væri að borga eitthvað niður af sjóðþurð Oreen- waystjórnarinnar. • Það vita allir heilskygnir menn, að Siíton og C. P. R. fél. eru eitt og hið sama í þessu efni, og bæði tvð píska þau blaðíð Free Press áfram að slúðra og af- vegaleiða fylkisbúa f öllum þeim málum, sem þeim er að einhverju leyti til hagsmuna. Vegna þess botulausa skulda- dýkis, sem Greenwaystjórnin hafði sökt fylkinu í ársárlega, þau 12 ár, er hún með undirferli og svikum sat að völdum, þurfti núverandi stjórn, sem ærleg og dugleg stjórn, að ná saman tekjum til að grynna skulda- súpuna,ogengum skynsömum manni kemur til hugar að áfella stjórnina fyrir það, þó hún leggi gjald á stærstu og sterkustu félögin í fylk- inu, svo sem jámbrautarfélögin, Átti stjórnin að leggja nýja skatta á bændalýðinn f fylkinu, eða vera skuldaþrjótur? Átti hún að vaða á- fram í takmarkalausri lántöku, eins og Greenwaystjórnin, þar til fylk- inu var þrotið lánstraust, og síðan vera selt af lánardrottnum þess hæstbjóðanda? Allir ærlegir og þjóð- hollir Conservat’var segja þvert nei við báðum þessum aðferðum, og þess vegna varð stjórnin að taka þessi úrræði, að leggja gjöld á jámbraut- arfélögin, en ekki á einstaklinga. Þeir sem reyna að sverta Hon. H. J. Macdonald og stjórn hans fyrir þessa aðferð þeir era blátt áfram “eiturormar og r.öðrukyn”. Þeim gengur ekki annað til að aðhafast þessa fúlmensku, en það eina, að þeim er b o r g a ð fyrir þetta ó- þverrætarf með peningum er Lau- rierstjórnin hefir tekið úr vasa al- mennings, eða Sifton hefir fengið frá C. P. R. fyrir fylgi sitt í þinginu. Þegar Hon. Hugh J. Macdon. ald kom fram fyrir kjósendur í Mani- toba í sfðustu fylkiskosningum, þá auglýsti hann að stefna sfn og flokks síns væri sparnaður og niðurborgun á skuldum sem fylkið var í, m. fl. Kjósendur í fylkinu virtust vera þessari stefnu samþykkir þá þeir gengu að kosn- ingaborðinu. En svo kemur það upp úr kaflnn að Greenwaystjórnin vár með lánsamningum við C. P. R. félaginu búinn að sökkva fylk- inu í stórskuldir ár frá ári, þrátt fyr- ir það, að þeir gengu vísvitandi upp að almenningi, og lugu því að fylkið ætti í sjóði. Seinasta árið sem þeir voru við völdin söktu þeir fylkinu í sjóðþurð er nemur þremur hundruðum tutlugu og flmm þús- undum. Og þar að auki ætluðu þeir að gefa C. P. R. um hundrað og fimmtíu þúsundir, en það fé hefir Macdonaldsstjórnin hverneitað að borga fclaginu. Als hafa því liber- alar ætlað að sökva fylkinu í sem næst $475,000 síðastl. ár. Þarna stendur frelsis- og ráðvendnismark! Greenwayflokksins í skýrustu dags- birtu upp málað á reikningstöflum fylkisins. Það virðist f hæðsta máta óheið- arlegt af mönnum er þykjast vera leiðtogar þjóðarinnar, að úthrópa og rægja mann eða stjórn fyrir það, að hann eða hún vill borga skuld- i r s í n a r. Sýnir þetta átakanlega á hvaða stígi slíkir menn eru, og ættu allir slíkirkumpánar að fá gold- in verðlaun sín áður en lýkur nösum, Þegar flugritin í Brandon-skjör- dæmi vóru breidd út, þá gaf Hon. Mr. Davidson ýmsar skýringar við- víkjandi þeim ákærum og slúðri, er flugritin höfðu að geyma um Hon. Hugh J. Macdonald og núverandi fylkisstjórn. Á meðal aDnars segir hann: “Vegna hinnar raiklu sjóðþurdar er hvíldi á fylkinu þegar núvarandi stjórn tók við, þurfti hún að útvega meiri tekjur, bæði til að standa hin ár- legu útgjöld og rainka skuldirnar. Til þess þurfti að búa til nýja tekjugrein. Þess vegna kusum við að lekkja álögur þessar á járnbrautarfélögin, og önnur peninga verzlunarfélög, sem reka at- vinnu í fylkinu. Ennfremur bjó stjórn- in til lög sem fara fram á, að sum sveit- arumdæmi taki þátt í kosnaði á dóm- gæslu. Stjórnin var knúin til að hamla því að meiri tekjuþurð yrði. samkvæmt loforði sínu við kjósendurnar, og vegna kringumstæðanna. En viðvíkjandi því að sveitarfélög- in mistu tekjur sínar frá járubrautar- fýlögum, fyrir að það stjórnin hefði lagt gjald á þau, er raesta missögn, og auðsælega gerð til að spilla fyrir Hon. Hugh J. Macdonald. I byggingar- samningi fyrir Southwestern Railway, 1885 gerði Manitobstjórnfn félaginu að að skyldu að greiða 3 af hundraði, af hreinum ágóða, til sveitrfélaga er brautin liggur eftir. Þessi sveitarfélög hafa óskertan rétt enn þá til að inn- kalla þetta gjald. Canadian Pacific Railway-félagið hefir afhent Stjórninni skýrslur um hreinan ágóða á hverri mílu í fylkinu. Ágóðinn af hverri mílu seg4 það vera $2,500 um árið. Með tveggja oenta á- lagi af hundraði er gjaldið af mílunni $50,00 um árið. Félagið notar 1,000 mílur af lárnbrautum sfnum í fylkinu, og sem eru skattskyldar, Af þeim yrði árlegt'gjald $50,001 með2%. En fylkissjóður fær ekki nema helming af þessari upphæð í ár, sem er $25,000. En sveitarfél. hafa aldrei fengið meira en $1,200 saralagt, að uiylanförnu” Af framangreindum skýringum Hon. J. Davidson, sér hver heilvitamaður að sveitarfélög in era ekki svift einu senti með stjörnargjaldinu. En fylkið í heild sinni hefir nú álitlega tekjugrein frá járnbrautarfélögum, er áður var engin til. Aftur er það að segja um gjald- greiðslu sveitarumdæma til stjórnar - innar, í dómgæzlu kosnað, að sum sveitarumdæmin eru alveg frí, en gjald það, sem hin greiða nemur lOc af einu þúsunds doll., að matsverði. Ef 8veitarumdæmin geta ekki risið undir þessu örlitla gjaldí, þá geta þau ekki risið undir að vera seld í okurklær Siftons og C. P. R. Bændur í Brandon-kjördæmi ættu sannarlega að sækjast eftir nið- ursettum eða afnumdum tolli á akur- yrkjuverkfærum, meir en eftir því að auðfélög og jámbrrutarfélög séu að öllu leyti gjaldfrí. Það er næsta ó- líklegt að kjósendur í Brandon vilji heldur, að skuldir fylkisins fari ævaxandi, og alt sé í sukki ogsvalli, sem þá Greenwaystjórnin var við völdin, heldur en fylkið sé áreiðan- legt í viðskiftum sínum. Enda er það mjög asnalegt að finna Hon. Hugh J, Macdonald til foráttu þessar járnbrauta álögur, en líka gera það engir nema forkólfar C. P. R., og hlauparakkar þeirra. Mr. Macdon- ald er að sækja um þingsæti I sam- sambandsþinginu nú, og þar setur hann ekki skatta á járnbrautirnar I Manitoba né öunur auðfélög. En hitt er það, að vel má vera að C. P. R. og Sifton óttist að hann kunni að skattskylda C. P. R. yflr alt Canada. —Ja, það er nú það. C. P: R. fél. og Sifton kunna ekki að hylja sig í grímunni betur en þetta. Þau, Mr. C. P. R. og fylgikona hans Sifton þau vita að Hon. Hugh J. Macdon- ald hefir hug ogdug til að efna orð sín við kjósendurna, hvort C. P. R. eða aðrir eiga í hlut og félaginu hefir volnað þá hann og flokkur hans skattgilti það undir Manitobastjórn, og neitaði að borga þessar hundrað og flmtiu þúsundir, sem Greenway- stjórnin ætlaði að stela af fylkinu handa því. Og það er ei minsti efl á því, að félagið skoðar Hon. Hugh J. Macdonald þann mesta mann í Canada, sem nú er uppi, og það trú- ir honum vel til að etna heit sín við kjósendur um að fylkin og sam- bandsríkið sjálft eigi járnbrautir og önnur stórvirki. Félagið vinnur náttúrlega af lífl ogsál á móti þessu og öllu m yfirráðum og stjórngjöld- um. Og þeir sem láta ginna sig fyr ir stolna peninga til að hjálpa fólag- inu og þeim verst kynta manni í ríkinu að koma þessu I verk, þeir eru sannarlega smán landi og lýð. Og það er hátíðlega satt, sem Mr- T. D. Robinson segir í bréfi sínu, prentuðu í Hkr. 25 f. m., að kjós- endur ættu að eyðileggja með rótum atkvæðasmala og atkvæðakaupmenn sem illgresi. Ef nokkrir menn eiga ilt skilið fyrir verk sín og athafnir, þá eru það þau þorparamenni, sem selja meðbræður sína í skulda- fjötra til auðfélaga og þorparalýðs. Kjósendur ættu að gefa sig svo mikið við þjpðmálum, að þeir létu ekki flækinga og landhlauparalýð fá at- kvæði sín til að okra _á þeim stór pen inga, sem kjósendurnir fyrri eða síð- arverðaað borga til stjórnarinnar eða auðfélaga í einhverri mynd. Sifton-kosningavélin var ekki aðgerðalaus í síðastl. 2 vikur. Hún hafði áður reynt að kaupa Mr. King ritstj. blaðsins Brandon Independent og Mr. Hambey að Oak Lake, til þess að yfirgefa konservativa og vinna fyrir liberala, en þetta tókst ekki. Síðar var reynt að kaupa Mr. James Morrow í Silver Plaines til að vinna móti Richardson i Lisgar og Hon. Hugh J. Macdonald í Brandon og voru honum boðnir $1,000 í pen- ingum og allur kostnaður, ef hann vildi ganga að boðinu. Þetta boð var gert mjög klóklega, sagan er á þessa leið: Dr, MacArthtr, læknir í Winnipeg, sendi hraðskeyti til Mr. Morrow dags. 26. Okt. og bað hann að koma til Winnipeg strax næsta dag og láta það ekki bregðast. Mr. Morrow þekti ekki Dr. MacArthur, en fór samt til Winnipeg að finna Doktorinn bað hann að halda ræður í Brondon-kjördæmi moti Macdon- ald, en Morrow neitaði. Læknirinn spurði hvert hann héldi til í bænum, ogkvaðst Morrow halda til á Brunswiek Hotel. Næsta morgun kom Mr. Bradshaw, lögmaður hér I Bænum, þangað og tók Morrow á eintal, Bað hann að sækja sem kon- servative kandidat um Lisgar þing- sætið móti Mr. Richardson, bauð hon- um $1,000 í peningumog allan kosn- inga kostnað, ef hann vildi gera það, Þessu neitaði Mr, Morrow og fór Bradshaw þá burtu, en Morrow fór upp á skrifstofu blaðsins Tele- gram og sagði alla söguna og kveðst viðbúinn að sanna hana. Báðir þessir herrar læknirinn og lögmaður- inn ern vel þektir liberalar og Siiton- maskínumenn, Þeir voru við því búnir að kasta út þúsundum til þess að hjálpa áfram kosningum þeirra Winklers og Siftons, og ætluðu ekki að sjá í $1,000 mútu handa Morrow ef hann vjldi gerast verkfæri í þeirra hendi til þess að skemma fyrir þeim Richardson og Macdonald. Þetta er eitt sýnishorn af aðferð þeirra liber- ala, til þess að vinna kosningar hér I fylkinu. “Selkirkinguru og fiskimálið. Greiniu, sem “Selkirkingur” kom með á laugardaginn var um fiskiveiðamálið, er að flestu leyti hið skoplegasta afkvæmi, sem pólitíkin heflr getið af sér á þessu ári í sam- bandi við Mr. MeCreary. Greinin segir meðal annars: “Lib. fél. í Selkirk hefir tekið að sér málefni fiskimanna. I ágrein- ingi þeirra við fiskiokurfél. (The Dominion Fish Co.) heflr það á- kveðið að framfylgja bænar- skránni sem send var til Ottawa síðastl. vor, sem mótmæli gegn því að okurfélaginu væri veitt flskileyfi á Winnipegvatni”, Og enn fremur segir hún: “Eftir nákvæma yfirvegun á þessu máli, hefir Mr. McCreary ákveðið að taka hlið flskimanna. Og hefir gefið skriflegt loforð þess efnis, sem Lib, Ass. og Lake Winnipeg liskimannafólagið hafa viður- kent fullnægjandi”. Svo segir hún á öðrum stað: “Conservativar á hinn bógínn hafa ekki formlega opinberað stefnu sína í þessu máli, eru vitanlega sterklega í anda með okurfclag- inu”. Og enn segir hún; “Og samt er Haslkms eina lof- orð til fiskimanna, að aftaka fiski- leyfi til Dominion fiskifélagsins. Slíkt er að grípa í rassinn á mál- efninu. Það atriði er um garð gengið, svo ómakið tekst af Has- lam”. Hví líkt samræmi I Liberal- fél. í Selkirkhefir ákveðið að mæla á móti því að okufélagið fái flski- leyfi og McCreary, segir greinin, hefir eflr nákvæma yfirvegun ákveð- ið, að gefa Lib. Ass. loforð um að “taka hlið” fiskimanna, en Haslam eina loforð er, að aftaka fiskileyfi til Dominionfélagsins. Hver er nú munurinn [á því, sem Lib. Ass. í sambandi við Mr. McCreary þykist ætla að gera og þvi sem greiuin seg- ir að Haslam hafi lofað að gera. Eftir því sem greininni segist er hann enginn, Báðir segjast ætla að koma í veg fyrir það, að félagið fái flskileyfi, og þógreinin reyní að draga úr loforði Haslams með því að segja, að fiskifélagið sjálft hafi ekkert leyfi, heldur séu það þeir Tait, Sigurðssons og Simpson, sem fískileyfin séu gefin til, þá vita allir sem hafa heyrt til Haslam og talað við hann um þessi mál, að það eru einmitt þessi leyfl, sem hann mót- mælir, að segja að Conservatívar hafl ekki formlega opinberað stefnu sína á þessu máli og að segja svo rétt á eftir, að Haslam hafi lofað Jað aftaka flskileyíi til Dominion félags- ins, erekki einungis ósamræmi,held ur og llka rangsleitni. En svo er sannleikurinn sá, að Haslam heflr aldrei lofað að “aftaka“ flskileyfi til nokkurs félags, en bann hefir lofað að gera það sem hann gæti til þess þau yrðu aftekin. Hafi ÁlcCreary á hinn bóginn lofað að aftaka leyfln, eins og greinin sýnir, þá sýnir það bara þetta, að hann er reiðubúinn til að lofa öllu, sem hann heldur að dragi atkvæði, hvort sem það eru nokkrir möguleikar á að uppfylla það eða ekki, og sá maður, sem er svo greiðugur að lofa, er vanalega líka fljótur til að svíkja. Þingmað- urinnerekki einráður um það hvort leyfin skuli ekki veitt, og þá getur hann ekki sagt: “Ég skal láta af- taka fiskileyfin”, en hann getur lof- ast til að gera sitt bezta, til þess að þau verði ekki veitt, ef honum svo sýnist. En svo er þetta ekki alt sem Mr. Haslam hefir sagt um þetta mál. Hann skilur vel að kostum fiski- manna er þröngvað og að Laurier stjórnin heflr skelt skollevrum við bænaskrám flskimanna og sent humbugsnefndir til að rannsaka mál- ið, en ekkert til að lagfæia það þó hún hafi haft nægan tíma til þess, og hann veit hve torvelt það er fyrir flskimenn að krefjast hins eðlilega réttar síns með því að sækja austur til Ottawa í hvert skifti. og þess vegna hefir hann sagt og gefið yflr- lýsingu um, að það sem hann ætli sér að leggja fyrst og fremst áheizlu á, sé að fá Dominionstjórnina til að afbenda Manitobastjórninni alla með 565 og 567 Jlain Str. FREMSTIR ALLRAI SÉRSTAKT FYRIR ÞESSA VIKU 40 Karlmanna svartir serjre alfatnaðir, bún- ir til úr alullardúkum fengn- ir beint frá útlönaun. Einhneptir eða tvíhneptir. Vana verð $6.00. HJÁ OSS AÐ EINS $4.00 Red Trading Stamps. 565 og 567 Main St. »------Cor. Rupert St. ferð á fiskimálum í -Manitoba, og með því koma málinu í hendurnar á mönnum sem þekkja það til hlítar og sjá hag fylkisins í því að fbúar þess hafl sem mestan hag á vinnu sinni. Það er ef þetta fæst ekki að hann ætlar að gera það sem hann getur til að aftaka leyfln eða tak- marka sumar flskirí svo að vetrar fiskirí þurfi ekki að líða fyrir það. Þetta er staða Mr. Halams i málinu og hana geta allir skilið, og séð að hún er heppileg. En á hinn bóginn hefir Mr. McCreary í bréfinu góða sem hann sendi út lofast til að skrifa undir hvað sem menn ývildu, sem er mjög hætt við að se hið sama og að lofa engu, því sá sem það ger- ir gerir ekki einungis sjálfanjsig að flóni, heldur líka sýnir hann að hon- um er alveg sama hvort hann lofar því sem bann heflr nokkra mögu - leika á að uppfylla eða enga,Jog það skilja sjálfsagt flestir íslendingar þó það kunni að koma alveg flatt upp á “Selkirking”. Því slær “Selkirk- ingur því út að J“vitanlega” scu conservativar með J jjokurfélagin u Hann er þó orðinn meira en’ghálfs- mánaðargamall og ætti að sjá að það er undir liberalstjói n Lauriers sem kostum fiskimanna heflr verið þröngvað mest og “okurfélagið ” náð mestum viðgangi. Á nvað bendir það lesari góður? Þeir svari sem lesa. “Let us, then, turn this Goverment back iuto the channel into which the framers of the Consti- tution originally placed it.” A. Lincoln JulýlO. 1858. Ég hef áður tekið það fram að mér kemur ekki til hugar að skatt- yrðast við leigutól Mark Hanna, hvorki innlend eða útlend; ekki heldur vildi ég ráðleggja að þeir væru kaffærðir í nokkru vatnsfalli f Bandaríkjunum. Mér eru fljót, ár og lækir þessa lands miklu kærari en svo að ég vildi sýna þeim það van- sæmi að skrokkum þe3sara náunga væri dýft í þau, enda mundi spaðið af' þeim hafa þau áhrif að deyða all- ar skepnur er í vötnum lifa. Þeir meiga totta dvergspenana á Mark Hanna í næði fyrir mér; og svo sný ég bakinu að hlnurn nafnlausu nið-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.