Heimskringla - 10.01.1901, Blaðsíða 2

Heimskringla - 10.01.1901, Blaðsíða 2
HEIMSKKINtíLA 10. JANÚAR 1901. Ueimskriiigla. PUBLISHHD BV The Heimskringla News & Publishing Co. Yerð blaðsins 1 Canada og Bandar. $1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent tii íslands (fyTÍrfram borgað af kaupenle nm blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaévísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum <1. L. Raldwinson, Editor & Manager. Office ; 547 Main Street. P.o. BOX 407. í grein, sem hra Jóh. Sigurðs son í West Duluth skrifar í siðasta tölublaði Hkr., en minst á nafna- breytingar, sem íslendingar geri þegar þeir koma hingað vestur. Það hefir áður verið minst & nafnarugl- ing íslendinga hér í álfu, og þótt ekki hafl brugðið við stórum til batn aðar, þá mun þó vera óhætt að full- yrða, að nafnabreytingarnar eru heldur að minka nú í seinni tíma. Mál þetta er eittaf sérmálum Islend- inga í þessu landi, og sannarlega þess virði, bæði fyrir nútímann og komandi tíma, að því sé gaumur geflnu, og um það rætt við og við. Ýmsar orsakir liggja til þessara nafnabreylinga. Ein er sú, að sum- ir íslendingar hafa “skammast11 sin fyrir að láta fólk í þessn landi vita að þeir væru íslendingar og ætlað að forðast “vamm þetta” með því að taka sér ný nðfn. Sérstaklega haía þessi “skömmóttuheit” gægst fram á meðal kvenfólks. En þessi hugs unarháttur er hin mesta skammsýni og fljótfærni. Fólk sem kemur yflr- leitt mállaust í þetta land, getur tæplega hulið þjóðerni sitt, þó það rugli nöfnum sínum. Fólkið byrjar venjulega fyrst af öllu áað taka sér nýtt nafn eða ónefni. Það skírir sig um áður en það kann eitt orð I enskri tungu, og kann þvf ekki einu sinni að 81 a f a þetta nýja nafn sitt. Fyr- ir mállróðan mann lætur þeita illa í eyrum, að persónan segjast heita því nafni, sem hún ekki getur stafað, og kanna annaðhvort ekkert eða lítið og bjagað í því máli, sem nafnið á heima í. Nafnbreytingar í þeim til- fellutn eru því ekki annað en afkára- leg auglýsing á fáfræði nafnberans. Það munn allir játa, sem þekkingu hafa. Það er hraparlegur misskiln- ingur, að halda að maður geti slegið því ryki í augu flestra annara þjóða manna, að maður sé ekki af þessu eða hinu þjóðerninu, þó hann kalli sig nafni úr öðru tungumáli, sem hann kann lftið eða ekkert í. Og þó fólk segi að skírnin hafl ekki stóra þýðingu fyrir sig, þi ætti hún þó alls ekki að hneyksla neinn mann, sem renna huganum yfir at- höfn hennar og þýðingu. — Fólk segir sumt að það minkist sín ekki fyrir að vera íslendingar og beraíslenzk nöfn, en þegar það fari að vinna hjá enskum húsbændum, þá sé það nauðbeygt til að skifta um nöfn. En ka fólkið fáist ekki til að nefna sig réttum nöfnum, og geti það ekki oft ogtíðum. í þessari rök- færslu er töluverður sannleiki, og all miklir örðugleikar að komast áfram með réttu nafni á meðal annara þjóða, einkum í byrjun. Það et hlutskifti einhleyps fólks þá hingað kemur, að fara í vistir hjá ensku fólki. Húsbændurnir eru venjulega ekki mjög stimamjúkir né hörunds- Bárir vegna hjúa sinna. Þeir nefna þvíþessihjú sín rétt af handahóö þeim riöínum, sem þeim sýnist. Þó má fá marga enska til þess að kalla mann réttu nafni, ef látið er í ljós að maður vilji að svosé gert. Svo það er alls ekki óhjákvæmilegt að “end- urskírast” bjá hérlenzku fólki, ef við- nám er veitt. Enda hafa margir ís- lendingar getað haldið réttum nöfn- um í þessu landi, t. a. m. íslenzku prestarnir halda flestir réttum og nær réttum nöfnum, ásamt fle3tura þeim mönnum, sem hingað hafa komið með inentun. Það virðiat að nafnaruglingurinn vera miklu kyn- sæíli hjá því fólki, sem minni upp- fræðslu heflr notið, en hjá hinn. Sé komið með þá ástæðu, að þeir menn hafl ekki gengið hér í vinnuhjúa- stöðuna, svara ég því þar 6 móti, að allir þessir menn h ifa þurft að meir og minnaleyti að umgangast hér- lendu þjóðina miklu meira I nafna- legu tilliti, en vinnufólk, sem annað hvort vinnur í heimahúsum, verk- stæðum brautum eða skógum og fieiru. Þó vinnustúlkur breyti um nöfn sín, þá er það ekki af því, að þær þurfi að stafa eða skrifa nöfnin sín oft. þær gera það af því þeim flnst enski hljómurinn og blærinn eitthvað svo stórvirðulegur og raikill til upphefðar? Gift fólk, sem flytur hingað og sezt að út á landi, —oft á meðal ís- lendinga—heflr víst sáralitla ástæðu til að rugla nöfnum sinum. Og þó húsfeðurnir taki sér land, svo enskir skrifstofuþjónar þu -fi að skrifa eða prenta íslenzka nafnið þeirra, þá ættu þeir ekki að sjá eftir þeim. til þeirrar fyrirhafnar. Og þó þeir komist á kosningalistana, þá er sama máli þar að gegna. Daglaunamenn sem setjast að í bæjum, eiga dálítið erfiðara með að gæta nafna sinna, en samt er þeim það engin vorkun, enda gera þeir það margir. Það er mjög leiðinlegt fyrir menn að glata sínu upprunalega nafni, og það er óefað rangt f alla staði gagn- vart ættbálki hans ©g þjóð. íslend- ingum er llka f alla staði óhætt að trúa því og treysta, að þeirra þjóð- erni er göfugra en nokkurt annað þjóðerni, sem þeir geta skriðið inn- undir í Ameríku. Það er svo marg- rætt og sannað, að foifeður íslend- inga f fornöld voru fremstir manna um alla Norðurálfu. Og þó harð- stjórn og fátækt hamlaði niðjum þeirra frá aðskipa glæsisæti í önd- vegisstefnu Norðurálfu, er stundir líða, þá hefir það stöðugt staðið deg- inum ljósara um ár og aldir, að ís- lendingar standa öðrum þjóðum full- komlega á sporði í öllu er þreyta skal að jöfnu tækifæri, Þessi ætt- gengu öndvegis einkunnir fslenzku þjóðarinnar koma einlægt meira og meira fram hér í Vesturheimi og víð- ar, bæði andlega og líkamlega. Hér eru ísleudingar viðurkendir: gáfað- ir, drenglyndir og atorlcusamlr, sem þjóð. Og er það stórmerkilegt, hvað þessi þjóðareinkenni vekja mikla eftirtekt hjá mentuðum mönn- umannara þjóða, þarsem aðal mark ogmið heimsins er nú að eins það, að svipast um eftir dalatölunni — en eigí svo mjög eftir drenglyndi —, en Í8lendingar eru flestir févana, og fá- mennir. En Islendingar eiga ætt- arlán, sem tindrar langt framan úr öldurn, og logað getur um allan heimsins aldur, ef þeir kunna með að fara. Þessar þjóðernis glæsiein kunnir eru dýrari en svo, að sá vilji týna, sem á kann skin að bera, þótt ekki verði þær mældar á alinmál né í lagarmálieða hringlað á götum og torgum með málmhrinum f vasa anum, og þannig hjáguðir búnir fá- vísum, til að falla fram og tilbiðja. Mun það fremur skapadómur vera en örvitaháttur að kasta frá.sér kjör- skrúða ísl. þjóðernis, og ginnast af af gyltum leir, og um leið að glata að eilífu sinni þjóðernistilveru. Nafnabreyting og nafna rugl- ingur getur orðið til stórrar fyrir- hafnar, og enda til tjóns, bæði fyrir nafnvillinginn sjálfan og ættmenn hans, þegar fram í sækir, svo sem í erfðamálum og lífsábyrgðargreiðslu. Það er enda farið að bóla á þessu nú strax, og þó verður það margfalt stórgerðara og þyngra í vöfunum, þegar fram um fleiri kynliði er kom- ið. Er það sama sem geflnn hlutur að þeir er eiga hlut að máli, líða meiri og minni skaða við nafna- grautinn. Auðvitað er það rétt, að ekki er hægt að rita sum íslenzk nöfn stafrétt með enska stafrofinu, en svo nærri má gera það, að ekki þarf að leika vafi á hinu rétta nafni. Þ Ö eru ekki til, en allir skilja þó ritað sé Thorleifur fyrir Þórleifur og Og- mundur fyrir Ögmundur. Ennfrem- ur er ekki til ð í enska stafrofinu, og ekki hinir breiðu hljóðstaflr, verður þvi að rita Gudna f. Guðna, og Bard f. Bárð o. s. frv. Getur slíkt ekki valdið vafa í fullu nafni. En þeg- ar Guðmundur Sigvaldason skírir sig James Summersett og Ingibjörg Þorláksdóttir nefnir sig Bella Fog (svín) og Jónína Davíðsdóttir Jenie Fox (tóa) og svo framvegis, þá fer nú að kasta tólfunum. Enn nú hafa sumir tekið sér nöfn af bæjum eða sveitum, sem þeir eru frá á íslandi, er ekkert á móti því ef nafnið er skýrt og fallegt, og takandi heldur fullu nafni á und an, t. d.: Páll J(ónson) Skagfjörd, Jón J(ónson) Jökull, Pétur G(eirson) Vopni, Skúli E(gilson) Eyíjörð, Grímur S(kaptason) Húni, Árm A(rason) Byrgill (af Borgarfirði) o. s. frv. Þetta er ekki skrifað einum eða neinum til hnjóðs, en það er skrifftó í fullri alvöru, og af þeirri föstu skoð- un að nafnaruglingurinn, er ekki ein- asta óþarfur, heldur bæði ljótur og skaðlegur fyrir alla sem hlut eiga að máli fyrri og síðar, og þessi vegna ætt fólk að forðast hann í alla staði hér á eftir. Og meira að segjr, að þeir sem breytt hafa nöfum ættu að taka upp sín réttu nöfn aftur, tneðan tími er til að geia það. Auðvitað taka konur sem giftaft hér- lendum mönnum upp nöfn þeirra, en þær þurfa samt ekki að hylja sitt eigið nafn gleymsku. Orð í eyra bindindismanna. II. Niðnrl. Það er örðugt ,að geta upp á hvað bindindindismenn íCanada ætla að hafast nú. Eitthvað verði þeir að gera, meira en auglýsa nöfn embætt- ismanna sinna í blöðunum, eins og þær Hekla og Skuld eru að bera sig að annað veiflð. Hekla segist vera mannflesta stúkan í vestur Canada, og mun það vera. Og svo kemur Skuld með alt “mannvalið’1. Eg sem skrifa þessar línur hefði heldur hefði heldur kosið, að þessar stúkur hefðu gengist fyrir, að við og við sæist leiðandi ritgerðir blöðunum um bindindismálið, en nafnatal embœtt- ísmanna þeirra. Það var sú tíðin að bindindismenn höfðu nóg að hugsa og skrifa um málefnið, og voru líka færir um það. Það er ekki nema sanngjarnt, að ætlast til þess að þessar fjölmennu stúkur í VVinnipeg gengu fram í broddi fylkingar f þessu efni. En það er eins og þeim sé heldur ómótt um slfk stór virki. I ofanálag við nafnatal em- bættismanna, meðlimatölu, “út- breiðslufunda”-auglýsingar, hafa líka nokkrum sinnu sést útdrættir af starfsemi annara ríkja, eða ágrip af skýrslum um stúknatölu og með- limafjölda til og frá utan úr heimi, en um vaxandi þekking og við- leitni til að efia bindindismálið, frá því lægsta til hins hæsta, er aldrei talað. Haustið 1898 þegar Laurier stjórnin kallaði atkvæði þjóðarinnar um viðhald vínsölu og afnám vínsöiu, var rubbað töluvert upp í “Hkr.” um vínsölubannsáhrifin í sumum ríkjum í Bandaríkjunum. Ef ég man rétt voru þar sýndar afleiðing arnar af fengnu vínsölubanni, en ekki aðferðin til að fá það hér í Canada. Það erætíð léttaraað.segja hvernig þetta eða hitt hefir reynzt, heldur en að koma þe3su eða hinu í framkvæmd og reynd. Heyrst heflr að stúkurnar í Winnipeg hafi þá lagt fram sína völdustu ritkrafta, að und- anskildum þeim sem ekki hafafengist til þess að rit. Skýrslur og sögur um aðra í öðrum ríkjum er að eins gott með öðru meira og betra. En það sem unnið er, eins og apakattar- spil og eftirhermur, er aldrei annað en að sýnast. Öll mál þurfa að lifna og þróast innan frá. Og geti félags- menn ekki fundið neina lífskveykju, —áhuga, skoðun og stefnu í sínnm félagsmálum, þá er félagsskapurinn ekki nema nafnið tómt, sem aldrei getur borið ávexti.— Svo heíir liðið og liðið síðan 1898 þar til í haust, fyrirstuttu síðan, að Hkr. flytur grein eftír Wm. Anderson. Er hún skýrslur og upp- talding á stúkum og meðlimalölu. 0g táein orð um stofnun íslenzku stúknanna í Winnipeg, Heklu og Skuldar. Þar er ekki komið fram með nokkuð nýtt til eflingar og út- breiðslu bindindismálsins í Canada Það virðist sem bindindisfólk yfírleitt, standi í þeirri meiningu, að bindind- ismálið í Canada sé orðið svo voldugt og fullkomið, að ei þurfl lengur ann- að við það gera, en hafa það að stássi og auglýsingum, o. þ. h. Ég lít svo á þetta, að aldrei hafl verið meiri nauðsyn en einmitt nú að vinna. Verksvið bindindis- félaganna er komið inn í stjórnarfar ríkisins. Bindindisinenn eigg og þurfa að vera bindindismenn hátt og lágtí mannfélagslíflnu. Þeir þurfa ao standa fyrir málum sínum sjálflr, og aldrei að hopa og aldrei að sofna eins lengi og sigur er ekki fenginm. Bindindismenn verða að halda sér fast við raeginatriði og stefnu bindindismálsins. Þeir verða ekki einungis að fylgja því, að góð- templarar megi ekki neyta, selja, veita né um hönd hafa áfengi, heldur verða þeir líka að fylgja þvf strang- iega fram, að góðtemplarar st y ðj i og v i n n i að því á allan mögu- legan hátt að drykkjan verði rekin burt úr Jandinu sem allra fyrst. Hver einn og einasti bindind- ismaður er jafnskyldur að stuðla að bindindismálinu með atkvæði í gegn- um löggjöf landsins eins og að halda aðra hluta bindindiseiðsins. Og þeir menn sem ekki viðurkenna þetta rétt að vera þeir ættu ekki að standa innan takmarka bindindis- félaganna. Það má vera að sumir segi að enginn fáist í bindindisfélög, ef hann verði að greiða atkv. sitt fyrir bind- indismálið. Þvf slíkt sé ófrelsi. Sé svo að enginn sáist í félagsskapinn undir svona löguðum skilningi, þá er bindindisfélagsskapurinn ótíma- bært fóstur, sem enganvegÍD getur þrifist. En hvortveggja er hin mesta fjarstæða. Það fyrsta af öllu sem bindindisfólk'þarf að gera, er að skilja og vinna látlaust, og hreinsa iil í herbúðum sínum. Ef það gerir þaðekki, má það taka vfnsmanns- hugmyndirnar út af stefnuskrá sinni Á meðan ríkisstjórnin er á móti vínbanni og í höndum vínsala, þá fást aldrei lög að gagni í fylkinu, hversu vel sem þau standa með bind- indísmönnum. Reynslan og tíminn sýnir hvort hér er rétt skoðað, eða rangt getið. Vinur Bindindismálsins. i______m m m___________________ Kenning Confúsiusar. (Þýtt af J. S.) Núua nýlega hélt Wu Ting Fang, sendiherra Kinverja i Bandaríkjuuum, ræðu fyrir siðferðisfélagid, The Society for Ethical Culture, í New York. Útdráttut úr ræðu hans birtist í Minneapolis Títnes, og af því mörgurn leseadum Heímskringlu þykir gaman af að fræðast um trúmál, hygg ég þeim þyki það ekki leiðinlegra en margt ann- að að sjá það á íslenzku. Útdrátturinn hljóðar á þessa leið: í orðsins strangasta skilningi er kenning Confúsiusar ekki trú (religion) hún er ekki kerfi (system) eða tilbeiðslu reglur, það er ef til vill léttara að segja hvað hún er ekki, en hvað hún er. Eg játa að trúin á ódauðleik sálar- innnar er fögur, ég vildi hún væri sönn, og vona að hún sé það, en þrátt fyi ir allar hinar snildarlegu rökfærslur Plat- ós, hins griska, fyrir þeirri trú, er hún ekki meira en sterkar líkur. Og hið rnikla vísindaljós nútimans hefir ekki fært oss einu feti nœr sannleikanum í því efni. Eitt er víst, væri Confúsíus nú uppi mundi hann kallaður agnostic, (þ. e. vítneskuleysingi eða sá maður er játar að hann ekki geti vitað um hluti, sem standa ofar mannlegum skilningi.) Það voru fjögur atriði er Confúsíns vildi eigi segja neitt ákveðið um. Yfir- náttúrlegir viðburðir, mæling aflsins, afbrigði náttúrunnar og um andlegar- verur. Einusinni var hann spurður: “hvernig eigum vór að þjóna hinum andlegu verum”? Þá svaraði hann: “Oss gengur full erfitt að þjóna mönn- um, hvernig getum vér hugsað oss að þjóna andlegum verum”? Horace Greeley sagði að þeir sem innu drengi- lega að köllun sinnihór á jörðinni, hefðu engau tíma til að þjóna þeirn er horfnir væru. Confúsíus var í öllu eðli sínu mann- legur og praktískur, hann eyddi engum tíma í að hugleiða hvað ossmundi mæta eftir dauðann. Sendiherrann bar saman kenningar Krists og Confúsíusar.og las greinarnar úr Nýja Testamentinu (fjallr. Mat. 6 kap.) “Ef einhver slær þig á hægri kinn þá bj .ð honum þá vinstri”; aleit hann þetta óeðlilega kenning og alt of milda gagnvart ranglætinu, sagði hann að enginn skynsamur maður mundi nokkurntíma geta fylgt þvi i verki. Maður sem slær þig á kinnina er hættu- legur maður og þarf einkis leyfis að slá fleiri högg.Maður sem tekur kyrtil þinn er þjófur og mun ekki svífast að taka fleira af fatnaði þínum ef hann hefir tækifæri. “Elskið óvíni yðar”. Þessi kenning heimtar svo mikið að mannlegt eðli nær aldrei að framfylgja því í verki. Einmitt á þessu ári heirnta kristnir trúboðar bldðhefnd fyrir framin morð og kristinn her æðir um löndin með báli og brandi, hlífir hvarki karli né konu hvorki elli né æsku. Það lítur út fyrir að það sé orðið djúp staðfest á mílli trúar og verka. Gætir þú elskað þann er dræpi föður þinn eða kæmi þér sjálfum á vonarvöl? Confúsíus heimtar ekkert þessháttar. Hann fer að eins fram á að maður sýni mannúð gogn mannúð og réttlæti gegn ranglæti, Hann fordæmir hefndargirni og grimd sem varla verður neitað að margir sýna, er segjast hlýða kristnu lögmáli I öllum greinum. Merkilegt atriði er það aó kenning- ar Confúsíusar og Krists mætasl i hinni “gullnu reglu” þótt Confúsíus orðaði hana dálíiið á annan veg (negative) nefnilega: “Ger þú engum það sem þú vilt ekki að hann geri þér.” En hvernig svo sem hún er orðuð verð- ur því ekki neitað að sá er henni fylgir nákvæmlega í verki, sé góður maður. Vandaður kristinn maður er góður Confúsíusisti.og vandaður Confúsíusisti er vel kristinn. Ég trúi þvi ekki að himnaríki sé staður fyrir neinn sérstak- an trúflokk. Þótt flutningsmonn hvers kristins trúflokks segi að það sé að eins fyrir þeirra flokk. Ég veit ekkert hvernig þeirra stað er háttað, en ef hann er til trúi óg því að hann sé stað- ur fyrir alla góða menn hverrar trúar og hverrar þjóðar, sem þeir eru. Kínverjar eru mjög hagsýnir (praktískir) þjóðflokkur. Confúsíus hélt sig við jörðina og gerði skyldu sína meðan hann lifði á henni. Hann kendi mönnum að gera gott, af einni saman ást á hinu góða en eigi fyrir launasakir, eða af ótta fyrir hegningu. Siðraenning heimsins er altaf að færast nær Confúsíanism, ein sönnun fyrir því er fjölgun “agnostica” ég vil ekki um það segja hvort mentaði beim- urinn er að verða kaldari eða siðbetri, eitt er víst, að prédikanir um eilífa hegning hræðir engan framar. ATHUGASEMD ÞÝÐANDANS. Þetta er sýnishorn af því hvernig mentaðir Kinverjar hugsa um menn- ing og framferði hinna krisnu þjóða. Það er furða að Heiinskringla hefir bvo sem ekkert flutt af ritgerðum eða ræð- um þeirra manna er leitast við að sýna heiminum fram á hversu þ»ð sé við- bjóðslegt og móti öllum guðs og manna lögum að vera uppi með blóðuga bar- daga við þær þjóðir er ekki hafa sömu skoðanir og mennjng sem þær, hvað þá við þjóð eins kristna e ns og Búar eru. Eiun af þessum mönnum er hinn hrein- skilni og göfugi ritstj. Review of íte víewes, W. T. Stead. í Landon. Hann gerði alt er í hans valdi stóð að friðar- fundurinn i Hague kæmist á, og hefði sem mesta þýðingu. Og síðan Búa- stríðið hófst hefir hann ritað hverja rit gerðina á fætur annari um ranglæti það er landar hans væru að vinna í Afríku, og nú loks er hann búinn að gefa út sér- stakt rit þar sem hann sýnir fram á að það hafi verið óþarft með öllu fyrir landa sína að fara í stríð, því Búar hafi eigi farið fram á annað en að fylgt væri greinum þeim, er samþyktar voru á friðarfundinum í Haague, Ætlar hann með þessu riti að styðja þá þingmenn á enska þinginu, er vinna vilja að því að Búar nái viðunatilegum friðarsamning- um. Því flestir hinna göfugri manna meðal Englendinga sjá svívirðing þá er þjóðin hefir af öllum þeim grimdar- verkum, sem nú eru unnin í Suður- Afríku. Því miður hef ég ekki séð R. of R., en séð hef ég útdrátt úr ritgerð eftir W. T. Stead þar sem hann kveður svo að otði að grimdarverk þau er kristnar þjóðir hafa nú með höndum j lok 19 aldarinnar sýni þnnn sorglega sannleik, að mannúðinni hafi farið aft- ur en ekki fram á þessari öld. Hann segiraðhin grimdarlega skifting Pól lands hafi verið göfugt verk hjá því sem Englendingar séu nú að vinna í Afríku. Nýlegasáég í jólablaði “Heorsts Chicago American” hina fiægu mynd af Kristi er hann hélt fjallræðuna. Það er eins og hún væri dregin upp af á- standinu núna. Kristur stendur opp á 565 »g 567 Hain Str. FREMSTIR ALLRAI Vér erum að selja vör- ur Mr. J. C. Burns frá Rai Portage, keyptar með mikl- um afslætti frá innkaupsverði Karlmanna fín föt á hálf virði. Karla og kvenna stíg- vél ogskór með hálfvirði. Karlmanna fatnaðir fyrir minna en h&lfvirði. Karlmanna nærfatnaðir og úr lambsull fyrir hálfvirði. Vetlingar alskonar meé með hér um bil hálfvirði. Þér getið keypt ödýrari vörnr hér en I nokkurri annari búð í bæn- um- Að eins eltt verð á vörunum, nefnil. það lægsta. Vér ætlum að gefa Hest, Kerru Aktyi núna um julin.—Haflð þér geflr om nafn yðar og áritun. 565 og 567 Main St. ---Cor. Rupert St. fja’linu, en alt í kring úir og grúir af hervæddum lýð og blóðugur valköstur ge-ir myndina svo átskanlega hrífandi. Mótsetningin er augljós, Krists blíða á- sjóna skín af sakleysí og hann réttir fram hendina segjandi hin íögru orð til allra manna: “Elskið óvini yðar” o. s. frv. Nú eru 19 aldir siðan þessi orð voru töluð og þó telst svo til að hina mentaði heimur geti sent út ‘20 míl. æfðra hermanna og hafi 3 mil. daglega undir vopnum. Þetta er athugavert fyrir þá er dásama útbreiðsln kristin- dómsins og blessun þá er því fylgi. Jesúítar, er voru uppi fyrir 200 árum þóttu illir og ofstækisfullir. Þó gáfu kristniboðar þeirra hin fullkoranustu stjörnufræðisáhöld til stjörnuhúss stjórnarinnar í K?na, til að sýna hve langt menningin væri komin í Evrópu. Nú heimta kristniboðarnir vopnaða her skara fyrir að Bixarar hafa drepið nokkra af þeim, er þykjast vilja lífið láta fyrir Krists sakir. Það lítur út fyrir að heimurinn eigi langt í land að skilja Krist eða feta í hans fótspor. Það á langt f land að prestarnir geti með sanni sagt hin hátíðlegu orð: “Friður á jörðu og mönnunum góður vilji. Því skal ekki neitað að það eru góð tizka, að ýmsir prestar hér í Chicaga og New York eru farnir að prédika móti þessum herútbúnaði stjórnanna eða stórveldauna. Aldamót. fslandsþjóð, rís upp og skoða! Öldin gamla er liðin að kvöldi; horfln bart í hafið svarta. hraðfleygs tima, er siðsta skíman, A1 ei lengur deyfð og drunga dofa og værð, því nóg er sofið ! Ilrind úr landi blundog blindní böli ogdraum og sálarkvölum! Vakna og lif, og vend frá gröfum! Vak og skoða, lít til baka ! Ilorf á farveg hundrað ára; heit og lcöld var nítjánda’ öldin. Lít þú augum landsins sögu liðinnar aldar sannleik kaldan. Hundrð ára frelsis hindrun! Hundrað ára þjóðarsundruDg! Heyrið sveinar, heima’ á Fróni hættið væli og ölluin skælum. Enn er land á Garðars-grundu gróði arstorð með lífsins íorða. Fyllið heiðar feitum sauðum: færið í lag yðar’ tún og haga;

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.