Heimskringla - 17.01.1901, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.01.1901, Blaðsíða 2
HEIMSKKINtíLA 17. JANÚAR 1901. Uciniskringla. PUBLISHBD BY The lleimskringia News & PQblishing Co. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist í P. O. Money Order ftegistered Letter eða Express Money Order. Bankaávisanir á aðra banka en í Winnipeft að «ns teknar með afföllum R. Tj. ItíiWlwiiiHon, Kditor & Manager. Office ; 547 Main Street. P.O. BOX 407. ‘Heimskaí hæstaveldi' heitir grein sem Heimskringla birti þ. 3. þ. m- frá hra Sigurði Jálíus Jóhannessyni í Chicago, og er hún til orðin Gtaf frétt sem vér settnm í biaðið fyrir nokkrum vikum, þar sem skýrt var frá því að vínbannslög fylkisins hefðu verið sett fyrir dóm- stólana til endilegs úrskurðar um það, hvort fylkið hefði eða hefði ekki vald til að semja slík lög, og hvort þau skerða eða nema burt nokkur þau réttindi sem Hudsonsiióa fél. eða aðrir málspartar þykjast hafa að lögum. Ennfremur gátum vér þess, að ef dómstólarnir úrskurðuðu að fylkið hafi ekki vald til þess að semja slík lög og framfylgja þeim, ’ þá falli þau. Þettu er það sem hra. Sig. Jöl. Jóhannesson virðist hafa þótt miður, um leið og bann kvartar ynr því að vér höfum tekið fréttina athuga- semdalaust í blaðið. Að vér tókum frétt þessa at- hugasemdalaust, kom til af því að hún var af oss sjálfum rituð, og tók alt það fram, sem vér álitum nauð- synlegt í sambandi við það mál. Ennfremur er það alment skoðað mjög tilhlýðilegt að ræða í opinber- um blöðum þau inál sem liggja i til dómsúrskurðar, og það var, ef til vill, gildasta ástæðan sem vér höfðum fyrir því að fara ekki fleiri orðum um málið en gert var í frétta- greininni. Þegar nú þess er gætt að; 1. Vínbanuslögin voru samin af fulltrúum sjálfra bindindismanna. 2. Að þau voru lögð fyrir þing- ið og þar samþykt með því skýra á kvæði að þeim yrðí skotið undir úr- skurð dómstólanna, til þess að fá ftillvissu um það hvort fylkið hafl vald til að semja slík lög og fram- fylgja þeim og 3. að spurningarnar eins og þær hafa verið framsettar í réttinum, voru samdar af þremur lögfróðum góðtemplurum ásamt með dómsmála- stjóra Campbell, sem sjálfur er strangur bindindismaður. Þá flnst oss að hra. Júlíus ekki hafa góða á- stæðu til þess að andmæia gerðum stjórnarinnar í bindindismílinu. Það heflr frá upphafi verið einlægur á- setningur konservativstjórnarinnar að verða við óskum bindindismanna með því að lögleiða vínsölubann í fylkinu. En um leið heflr það verið gkýrt framtekið, að lögin gætu því að eins náð gildf að þau gangi ekki fram yflr laga vald það sem Mani- tobafylkið heflr í stjórnarskránni. Það hefir ætíð leikið efi á því hvort fylkið hafl vald til að lögleiða vín- bann. Mr. Greenway, þegar hann var við völdin, lofaði binðindis- mönnum því tvívegis að lögleiða vfnbannslög ef fylkið hefði vald til þess. Hann leitaði álits beztu lög- fræðinga í landinu á því máli og borgaði þeim þúsundir doll fyrir á- litsskýrslur þeirra, en þessar skýrsl- ur voru svo tvíræðar að þær drógu ekkert úr þeim efa sem áður lág á um vald fylkisins í þessu efni. Nú eiga dómstólarnir að gefa úrskurð um þetta, og þeim úrskurði verður hlýtt. Verði hann andstæður fylk- inu þá falia lögin, verði hann fylk- inu í vii, þá ná lögin gildi I Júní næstk.’ og verður þá framfylgt af ýtrustu kröftum stjórnarinnar. Q Vér vonum að með þessu sé nóg sagt, Það sem Mr. .íóhannesson finnur að formi eða frarasetning spurninganna má þann kenna eða þakka sfnum eigin samverka bind- indismönnum, sem mál þetta hafa til meðferðar fyrir Dómstólunum. Skólalönd Manitoba- fylkis. Þeir ráðherrarnir Hon. C, H Campbell (dómsmálaráðgjafi)og Hon. J. A. Davidson (fjármálaráðgj.) hafa verið austur í Ottawa um tíma, en eru nú komnir aftur. Erindi þeirra þangað austur var að linma Laruier- stjórnina og kalla eftir skulda- greiðslu á skólalandspeningum, sem hún skuldar Manitobafylki, Það er bæði andvirði landanna og rentur af því, Heflr sambandsstjórnin (Laur ierstjórnin) haldið þeim fyrir Mani tobafylki. Fylkisráðgjafarnir náðu tali af höfuðpaurnum Laurier og þeim ráðanautum hans sem með þetta mál hafa að gera. Tók Laurier vel á öllu, eins og hann er vanur og lofaði að gefa þessu máli gaum með tíð og tíma, en ekki inti stjórnin að svo stöddu neitt ákveðið loforð eða fé af hendi. Kvaðst þó fús á að greiða fylkinu skuldir og rentur sem það ætti. Upphæðin sem Manitoba- stjórn á hjá sambandstjórninni fyrir skólalönd og rentur af andvirði þeirra, og blautJendi nemur $110,000, sem nú er fallin í gjalddaga. Sömuleiðis fóru fylkisráðgj. fram á að sambandsstjórnin afher.ti fylkinu öll skólalönd í Manitoba. Lofaði Laurier að taka þessa kröfu tii íhug- anar. í stuttu máli er þetta saga skólalandanna i Manitoba. Arið 1871 voru tvær “Sections” (reitir) teknar af hverju “Township” (bæjarreitur) sem verjast skyldi til alþýðuskóla í fylkinu. Þá voru engar sérstakar ákvarðanir gerðar um hver skyldiannast sölu landanna, en það varskoðað sem Manitoba ætti að gera það. En sambandsstjórnin raótmælti því. Af tveimur ástæð um. Hin fyrri var sú að Manitoba- stjórnin væri þá ekki fær um að gera það. Og hin að Manitoba hefði enga sérstaka landskrifstofu, sern þessi landasala og eftirlit heyrði undir. Árið 1879 voru búin til lög um landasölu undir vissum kring um8tæðum í Canada, og sem stjórn- in hefði umsjón yfir. Rentu af skóla- landa andvirðum, skyldi sambands- stjórnín greiða Mrnitobastjórn eftir lögum þessum. En skólalanda sala var mjög litil þar til 1885. Árið 1885 var sala opiuberra landeigna rædd bæði af sambandsstjórninni og fylkisstjórninni, Þá svaraði sam- bandsstjórnin erindrekum Manitoba- fylkis því, að ef fylkið myndaði skrifstofudeild, sem gæti annast um löndin að öllu leytl, þá skyldi fylk- inu verða afhent skólalöndin. Við þetta hefir setið þar til nú. Árið 1887 stofnaði Manitoba- fylki landsöluskrifstofu, og má full- yrða að henni er betur og reglusam- ar stjórnað en sambandsstjórnar landskrifstofunni. Er slíkt eðlilegt, að skrifstofa hér í fylkinu á mun hægra aðstöðu í landasölu í Mani- tobaj en skrifstofa austur í Ottawa. Sambandsstjórnin heflr selt skóla- lönd í Manitoba sem nemur um 2 mil. doll. Heflr mikið af því verið borgað fylkínu í peningum jafnóðum og löndin hafa verið seld. En það sem sambandsstjórnin hefir geymt ber henni að greiða fylkinu 6% í ársrentu af. Áætlað er að þegar öll skólalöndin séu öll seld, þá nemi andvirði þeirra 15—20mil..doll. Mismunur á kröfum þessara Mani- toba ráðgjafa nú, og kröfumþeim sem Greenwastjórnin gerði í þessu skólalandsmáli er, að núverandi stjórn krefst að sambandsstjórnin af- hendi fylkinu öll andvirði seldra landa og rentur af þeim, og hin ó- seldu skólalend í fylkinu. En Greewaystjórnin krafðist einungis nokkurs hluta af þessu. Hún bað um ákveðna peninga upphæð, en fór ekki fram á að fylkið fengi skóla- lönd sín til umráða að lögum. Auðvitað er krafa núverandi stjórnar bæði skynsamleg og sann- gjörn í alla staði, eða með öðrum orðum sú eina rctta krafa í þessu máli. En það er nr jög hæpið að Uaurierstjórnin unni Manitobafylki réttar f þessu máli. Tíminn sker úr því. Hið mikla málverk. bæði fcigur staða og vegleg nafnbót. Heimskringla flutti mynd af ritstj. Lögbergsí 12. tölublaði þ. ár- gangs, 24. Desember f. á. Einnig minnist hún á æflferil hans og verk, og það á mjög kurteisan hátt, eins og hennar er von og venja. Rit- stjóranum heflr þótt þetta ónóg lýs- ing af sjálfum aér, því í næsta Lög- bergi, er út koc^ 3. þ. m. flnnur hann fulla ástæðu til að sýnasina innri mynd njálfur, og með því fðll- komna sjálfan sig að vanda, úr því að Hkr. láðist að sýna hann innan og utan. í téðu blaði leggur hann út á djúpið mikla og með “gagn- gerðri þekkingu“ (hans eigin mál- iska) lýsir hann eðZí sínu og sálar- ástandi. Fer lýsing sú ekki í handa- skoli frekar en vant er, enda erhann orðinn leikinn í að sýna sína raiklu mynd—í „vanalegu ástandi”. Þetta sálar málverk nemur fjórum dálkum að rúmmáli- Leggur hann sig venju fremur í framkróka með rit prýði þessa. En stórmennið er orð- ið svo þaulæft í að lýsa sínum dæma- fáu sálareiginleikum, að vart fær al- menningur glöggvað hvenær listin er minst eða mest. Það má vafa- laust fullyrða að hann ereinlægt að stíga hærra og hærra á braut oflist- arinnar! Þessi eðlishái höfundur. Hkr. mælir þvl fastlega fram með því við f.ilk, að það skoði með and- agthina svipblíðu mynd, lesi æft- ágripið með athygli, og hafl yflr hans eigið s'ilar- og eðlis málverk í Lögbergi 3, þ. m., að minsta kosti einu sinni á langaföstunni. Það má svo ekki virða neinn minna, sem eyðir æfl sinni i að vegsama sjálfan sig, en að líta á hvað hann er að bafla um, ef skiljanlegt er. Þessi eðlisþýða sálarmynd öld- ungsins er í alla staði undraverð, og þrumar sem rödd í eyðimörkinni. Drættirnir í þessu óviðjafnlegu sálar sýnismynd, byrjar fyrst, þar sem fossar freyðandi fram hið yflrgnæf- andi kristilega hugarfar um farveg hóværðarinnar, og sýnir hversu sak- leysislega hinn yfirgnæfandi mann- kærleikí mænir til hinna gullnu skýja! Þá sóst gyðjumynd af hinni fögru d y g ð, að leggja alt út á bezta veg fyrir náunganum. Sýnist á málverkinu sem dygð þessi fari hraðvaxandi, og ætli þá og þegar að nema við himininn. I þriðja lagi sést á málverkinu mynd, sem táknar þessa óseðjandi sannleiksást. Af henni leggur þýða angan aftur og fram um ritleið- ir þessa ritsmíðavölundar. Einnig sést hinn líkamlegi ferill þessa öld- ungs liggja um þröngva og grýtta vegu vanþakklætisins’ í gegnum þenna dauðansdal (ekki Rauðárdal!) og dimma skugga. Málverk þetta af innra eðli og sálsrástandi mannsins (sonar) er ef- laust fágætast alls fágætis, sem með þrykk heflr út gengið, og um leið hið frumlegastaafkvæmi, sem eðalmenn ið heflr látið eftir sig, eftir hina löngu og ströngu postulagöngu hér í Can.’ans landi. Mega það nú loks allir skilja og vita, að Lögberg skjögrar nú langt fram úr öllum ó- vitlausum blöðum, þegar kapteinn þess fær annað eins hraðbyri eins og hann hefir haft á pílagrímsreisu sinni í andansheimum, þann 3. Jan- úarmánaðar árið 1901 eftir Krist- burð. Marga lesendur mun nú máske undra þessi framúrskarandi og óaf- máanlegi ritdygðar hæfileiki, sem þetta veleðla prúðmenni heíir yfir að ráða. En þierri hugsun veldur ó- kunnugleiki og þekkingarskortur. Gáturáðningin er þessi: Maðurinn í allri sinni dýrð stendur á vestur- heimskum kyrkjugrundvelli. Hann er vínviður sinnar kvrkju, og það sem meira er goðafórn nokkurra Liberala. Vesturkeimsku klerkarn- ir hafa smurt fætur hans með myki. Og hann hefir búið nokkuð af æfl sinni í hinu “heilnæma Joftslagi” hinna pólitisku láfagarða. Og góð tré fá ekki borið vondan ávöxt. Og eigi vond tré góðan ávöxt Sannleiksgildi þessara setninga eru búin að standa um 1900 ár, og mun standa um aldur og æfl ó- högguð. * * * Þetta mikilmenni mætti því með sanni nefnast hinn “vesturheimski brúðgumi kyrkjunnar. Er það Það er vonandi að þetta glæsi- menni eigi en nú langan aldur eftir til að opinberasi öllum lýði einu sinni í viku, með öllum sínum undra sálar- og eðlis- málverkum, og ætið mun þá ske undur og stórmerki. Þá mun kyrkjuklukkan sem veit frá “heimskingjum“ og “heiðingjum*1 hringja sér sjálf, og mikill hluti karla og kvenna raun gráta fagnað- artárum. Og fögnuður og gleði mun ganga hönd í hönd og opinberast upp á Ross götu. Og hinir mikil- hæfu andansmenn munu leggja frá sérhempuna ogsegja: herraminnog guðminn! Eg er ekki lengur verð- ur að bera þetta fat, því holdið er veikt, þó andinn sé reiðubúinn. Og þá mun hinn “vesturheimski brúð- gumi“ hneigja sitt höfuð til sam- þykkis og segja: Mín brúður( skal yflrskygð verða, mitt verk skal verða uppi á meðanég lifi.-- Verra en í Afrífcu. í það heila tekið er ástandið á Filipseyjunum verra en í Afríku, eftir því sem merkustu blöðin segja. Vendræðin í Afriku verða þó ein- hverntíma leidd til lvkta, en enginn getur eygt árroða friðarins á hinum austlægu sæeyjum, sem Bandaríkja- lýðveldið erað kaupa fyrir líf og blóð þegna sinna, Eitt af stærstu blöðunum f New York, sem að und- anförnu heflr fórnað upp höndum til stuðnings sameiningn þessara eyja við Bandaríkin, er nú orðið þreytt á því starfl. Nýlega hróp- aði það upp á þessa leið: “Banda- ríkjamenn eru auðvitað orðnir þreyttir af ófriðnum á Filipseyjun- um. Stjórnin hlýtur að vera þess fyllilega vör, að eyjarskeggjar eru með fullum varnarhuga enn þá, og einkavinir hennar fara ekki fjölg- andi með hversdags fregniestri um manndráp og peningaeyðslu hennar. Að símurka lífið úr uppreistar- mönnum og stóla á þolgæði þjóðar- innarog hæglíðandi tíma til að færa frið og ánægju, er hvorki mannúð- leg eða hyggileg stjórnfræði- Það er ekki peningaskortur að ekki kemst friður á. Er það skortur á herliði, hervistum, vopnaflutningi, vopnum eða stórskotaliði? Er það skortur á góðri herforingjastjórn? Alþýðan veit ekki hverju er ábóta- vant og af hverju vandræðin stafa. Hún og aðrar þjóðir, sem horfa á þenna síglymjandi hildarleik, veít að einhversstaðar felst orsök hans. Já, en hvar og hver er hún? Hvað lengi ætli Fih'pseyjaófriðarbraskið eigi að vara?” Það er ekki að ástœðulausu þó þjóðin fari að verða þreytt á þessu drápbraskí. Meðan var verið að ríf- ast um forsetavalið var staðhæft, að ef sama stjórn hóldi áfram að stjórna Þessu mfkla lýðveldi, þá mistu upp- reistarmenn allan móð innan sex daga eftir að þeir vissu það, að sama stjórn sæti að völdum framv. En 6 dagar liðu og aðrir og fleiri sex dag-( ar liðu, og nú er nýja árið byrjað og nýja öldin, og uppreistarmenn hafa ekki mist móðinn enn, þvert á móti. Ófriðurinn heflr verið eins snarpur og geigvænlegur síðan nýja öldin byrjaði og áður. Formaður úr efri málstofunefndinni í hermálanefnd- inni, hefir nýlega skýrt frá því í efri deildinni, að ef það ætti að halda öllu sem Bandamenn hefðu yflrráð yflr áeyjunum nú, þá þyrfti að senda mikið herlið þangað, ekki ein- asta þetta ár og næsta ár, heldur lík- lega um mörg komandi ár. “Það er stríð þar”, hrópaði hann, “og það er mjög ískyggilegt stríð. Kos^n- aðurinn kemur ekki af mannskæð- um bardögum, sem oft og tíðum eru ekki nema einu sinni í mánuði, en mannaflinn og ko3tnaður að öllu samanlögðu er afarmikill. Hermenn okkar týnast daglega í smáhópum, sem sendir eru um eyjarnar, en falla í gildrur og leynigraflr óvinanna Vér erum búnir að sjá nógu mikið af þessum ófriði og ástandi því sem honum fylgir, til þess að spyrja í al- vöru, hvort vér eigum að láta fána vorn blakta á Filipineyjunum eða ekki. Ef vér höldum áfram—og því held ég við eigum að gera-þá verðum vér sannarlega að leggja nóga menn til að vinna það verk. Herinn hefst við á 420 stöðv- um, og tvær deildir í hverjum slað. Og ef 10 til 20 njósnarmenn eru sendir burtu, eH óðara ráðist á þá eða veiddir á annan hátt. Þetta á sér alstaðar stað um eyjarnar, og er þetta manntjón ein tegund af mann- falli. Eftir verkleysinu og óvinn- anleikum að dæma iítur svo út sem allur Bandaríkjaherinn á Filip- ineyjunum sé í herkvíum. Eu sem betur fer, er það ekki, Blöðin segja að herinn sé ekki svo tilfinnanlega inni kvíaður. Þorp uppreistarmanna og skýli eru brend af flögiandi her- liði, sem er síþyrst í stöðugar óeirð- ir. Þessi óhæfa er samkyns og á ser stað í Afríku. Bandaríkjamaðnr> sem á heima á Luzon, skrifar, að all- ar eyjarnar nema ein sé í logandi uppreistarbáli. Séu það ekki einung- is innfæddir menn, heldur líka kristnir menn, sem taki þátt í því, og allra þjóðamenn. Einar 60 þús- undir hermanna séu langt of fá- mennir til að reisa rönd við apa- kattarrifrildi þessu. Fólkstalau er um 10 milíónir á Filipineyjum. Ibúarnir eru jafn mótfalnir yfirráðum Bandamanna sem Spánverja. “S e f a ð i r“ verða þeir ekki, og “s i g r a ð i r“ er orð, sem ekki er til í þeirra orða- bókum. Bretar voru neyddir til varnar í Afríku. Það gerðu útlend- ur þeirra þar, Cape Colony og Nat- al. En Bandaríkin hafa vaðið sjálf- boðin út í þenna ófrið. Stafar það alt af sigri Deweys, sem var óheilla- verk með óútreiknanlegum afleið- ingum, Eini vegurinn til að kom- asi út úr þessum vandræðum er að neyða Kínverja til að samþykkja Filipseyjarnar sem óbótamannahæli handa Boxurum og þess háttar lýð. Þýtt. Vassili Riazan látinn. Árið 1859 lézt í höll sinni á Rússiandi það stórfeldasta þræl- menni, sem sögur fa a af, 82 ára gamall. Af öllum þrælahalds- mönnum þessarar aldar var Vassili Riazan sá lang versti og samvisku- lausasti. Öllum stóð ótti af honum og jafnvel keisararnir á Rússlandi, bæði Páll og Alexander, sáu sér ekki fært að lialda honum í skefjum. Fúlmenni þetta var um tíma æfl sinnar með langauðugustu mönn um á Rússlandi. Hann bjó í höll mikilli á landeign sinni í Iiiazan- héraðinu og átti ekki færri en 35 þúsundir þræla, sem hann lét vinna bakibrotnu. En sjálfur lifði hann í mesta sæilífi og vissi ekki aura sinna tal. í höli sinni hafði hann auk annara þjónustumanna, 500 al vopnaða menn, þeir voru lítvörður hans, og hlýddu hverri skípun hús bónda síns, hvers efnis sem þær voru og hverjar afleiðingar sem þær höfðu fyrir þá eða aðra. Til skýringar þeim sem ekki eru því kunnugir skal þess getið, að alt fram að 17. degi Marz 1863 voru 24 milliónir manna, um einn þriðji partur af Rússnesku þjóðinni þrælar og eign einstakra stórhöfð- ingja, sem fóru með þá eins og þeim líkaði bezt. Eigendur þessa fólks máttu selja það, selja það í fangelsi, pinta það og meiða á allan hátt eða senda það til Síberíu. Þeir máttu, í einu orði sagt, fara með það algerlega eftir eigin vild. Eignar- réttur þeirra og vald var ótakmark- að. Sagnritar á Rússlandi segja skýlaust að það hafl verið fyrir grimd þessa eina manns við þræla slna að Rússastjórn Iét loks tilleiðast að afnema þrælasölu eða þrælahald í ríki sínu. Itiazan bygði höll sína í land eign sinni, þar sem merkjalínan ligg- ur milli Riazan og Vladimir hérað anna, því landeign hans náði yfir mikinn part af báðum þessum héruð- um, og hann hafði línu dregna og markaða eftir endilöngum ganginum í höll sinni, svo að hann gat hvenær sem hann vildi stígið úr lögcagnar- umdæmi annars héraðsins yflr í hitt. Sem dæmi upp á grimd þessa manns, má geta, að annar þræla eigandi, Count Valneff, gerði Riazan eitt sinn orð að þrælar sínir í bæn- um Divenskaya hefðu gert uppreist á móti sér, og bað hann Riazan að veita sér lið til að bæla niður þræl- ana og kúga þá til hlýðni. Riazan bað að mega kaupa bæinn með öllu sem í væri, og það var honum veitt. Hann borgaði stórmikið fé fyrir bæ- inn með því sem i var, húsum fólki og fénaði. Strax og kaupin voru fullgerð, fór Rivazan með 500 her- menn sína að næturþeli og sló eldi í borgina, áður en sofandí borgarlýð- urinn gat áttað sig á hvað um væri að vera. En skipanir hans til her- mannrnna vorn þessar: “Brennið alt, menn og mýs, þeir af ykkur, sem láta svo mikið sem eina hænu sleppa lifandi, skuluð tafarlaust verða hengdir fyrir næstu dagrenn- ingu”. Og svo var brennan byrjuð og drápin héldu áfram þar til bærinn varbrunnlnn til ösku og alt það í honum sem lifandi hrærðist var dautt. Morgnnion eftir var að eins eftir stórt flag og rjúkandi rústir, þar sem daginn fyrir hafði staðið þrif- legt þorp með fjörugu fólki, - En Riazan ritaði fyrri oiganda þorpsins »ð fólkið þar mundi ekki framar ó- náða húsbónda sinn. En þetta fólskubragð varð þó til þess að Rússakeisari skipaði fylkjastjórun- um í Riasan- og Vladimis-héruðun- um að gera Riazan aðsókn og taka hann. En það var nauðsynlegt að báðir fylkjastjórarnir væru þar sam- tfmis til þess hann kæmist ekki und- ann úr einu lögsagnarumdæmi yflr í hitt. Svo fóru þessir einbættismenn heim að höllinni í sama mund. Hús- bóndinn tók vel á móti þeim sem fyist kom, en sendi mann með bréf til móts við þann er sfðar var vænt- anlegur. Þegar sá kom að hallar- hliðinu var honum fengið bréfið og sagt að mjög væri áríðandi að hann héldi ekki lengra en sneri tafarlaust heim aftuv með lið sitt. í bréflnu var tilkynning um að á vissum stað, mundi hann finnagrafið í jörðu 100 þúsund rúblur I gulli, en hann yrði að vera kominn þangað fyrir vissan ákveðinn klukkutíma, annars yrði féð hoiflð—bréflð var frá Riazan. Fylkisstjórinn brá snögglega við og hélt þangað sem féð var fólgið og þannig komst Riazan undan í það skiftið. Svo fór það að kvisast að stjórnin mundi senda her á hendur ur þessum fjanda og hann varð hræddur og tók sótt og dó. — Það varð gleði mikil á landeign hans við þá frétt og ýmsir af þrælum hans korau f höllina þar sem hann hafði verið lagður á líkbörurnar og horfðu á líkið. Þeir Ögruðu honum að rísa á fætar og beita frekari þrælmensku brögðum á hendur þeim, þeir tog- uðu í skegg hans og opnuðu á hon- um mundinn og he’tu víni í hann og kváðu hann nú dauðan vera að drekka þrælum sínum til virðingar og fleira glens höfðu þeir í frami við líkið, með þvíað öll fjölskylda hans var að heiman oghermenn hans voru ekki í höllinni. Loksins varð einn þrællinn svo djarfur að hann liratt líkinu niður af líkbörunum svo það skall á gólfið. Við fallið raknaði hinn dáni maður við opnaði augun og settist upp. Hann nejndi með nafni alla þá sem höfðu ögrað hon- um og áreitt, <>g kvað upp yflr þeim daudadóm og kallaði háttá hermenn sína að framfylgja dóminum. Hús- fólk höfðingjans þaut í atlar áttir. Ilermennirnir komu og framfylgdu dóminum með mestu samviskusemi, þeir deyddu hvertjniannsbarn sem þar fanst í höllinni.—Litlu síðar kom afnám þrælahalds í gild áJRússIandi. Riazan fór þá til Pétursborgar og dvaldi þar. Hann heflr dvalið þar í síðasl. 35 ár, hrunur af elli fyrirlit- inn af almenningi og fyrir löngu orð- inn eignalaus, andaðist hann nýlega í afhvsieinu þar í borginni. —Við fráfall hans er sá maður úr sögunni, sem heflr framið þau stærstu grimd- arverk, sem jafnvel Rússar haía sögur af. Til Heimskrincrl i, og mál- fróðra manna og annara. Hvernig lídur hiou íslerizsa þjóð- rsrknisfékigi í Vesturheiiui, er Herraud- ur mintist á í níanda tölabl. Hkr. 6. Des. 1900? Helir nokkur at hinuui 20 mönnum gengt áskorun hans? Hefir nokkrum rétthugsanki manni hér í Vesturheimi dottið i hug að hjálpa greinarhöfundinum til að framkvæma hið nauðsynlega fyrirtæki? Er enginn föðurlandsvinur austan hafs eða vestan viljugur til að rétta hjálparhönd til að íeisa við hið fagra en fótumtroðna móð- urmál vort seni hefir verið bjagað og umsnúið af hverri kynslóð eftir aðra. Málið sem móðir var kendi oss í heima-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.