Heimskringla - 17.01.1901, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.01.1901, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 17. JANÚAR 1901. Winnipe^- A pvsthúsinu hefir verið gerð breyt- iug 9. þ. m. & póstskúffum. Þeir sem bréfaviðskifti hafa við Heimskringlu eru þvi framvegis baðnir að muna það, að blaðið hefir ekki lengur Box 305, beldur 407. Muni það 'allur lýður. Bakarafélagið býður $25.00 samkepnisverðlaun eins og hér segir: Winnipeg Coal Co. BEZT A ISKU HARD OC LIN KOL Aukakosning í Suður-Winnipeg. U tnefníngardagur er þann 24. þ. m., en kosningadagur þann 31, ef gagn- sókn verður. Allir sem rétt hafa til að greiða atkvæði í þessari kosningu, verða að gefa sig fram við skrásetjara kosningalistans i tæka tíð. Þeir sem atkvæði hafa, eru þessir: Að vera brezkir þegnar; yfir 21. árs að aldri. hafa átt 1 ár heima í Manitoba, og hafa dvalið samfleytt 3 síðustu mánuði í kjör- dæminu o. s. frv. Skrásetjarar kjörlitanna verða fyrir Port Rouge að 132 River Avenue og fyrir aðrar kjördeildir í Suður-Winni: j*eg, að 3il Main St. og að South Fire Hall og að 470 Portage Avenue (gamla Bay Horse hótelinu) og að No. 12 Mac- Gee St. íslenzkir skrásetjarar verða í þeim deildum sem flestir íslendingar eiga atkyæði í og taka á móti nöinum kjósenda á mánudaginn, fimtudaginn TIL MATSÖLUHÚSA - - $10.00 FJÖLSKYLDUHÚSA - - $10.00 “ “ “ 2. verðlaun - $5.00 Verðlaunin verða veitt þeim, sem senda flesta einkennismiða til fé- lagsins. Allir miðarnir varða aðverateknir af brauðum fyrir 5. dag Aprílmán. 1901, og sendast ipokum með nafni og áritun sendendanna, Verðlaunin verða afhent 5 dögum siðar. Pokarnir með einkennismiðun- um sendist til George Blackwell, Secretay of Bakors Union. Voice Office, 547 Main Street,- Hvar einkennismidar fast. Eftirtaldir menn eru þeir einu bakarar í borginni sem geta selt brauð með einkennismiðum. Heimtið þau brauð frá matvörusölum eða keyrslu- mönnum þeirra, sem hafa einkennismiða. og ef þeir hafa þau ekki þá leitiö þeirra til annara. Sýnið alvöru og yður mun veitast:— HHOS. BATTY, 124 LISGAR STREET. W. J. JACKSON, 297 SPADINA A.VE., FORT ROUGE, W. A, KEMP, 404 ROSS AVE. J, D. MARSHALL, COR. ISABELL & ALEXANDER. J. T. SPIERS, COR. FONSECA & MAPLE STS. [Undirritað] J. BYE, President. GEO. BLACKWELL, Sec. Aðal söl^staður: HIQGÍNS OQ MAY Sts. NÝTT PONTUNAR HÚS Nýjurstu húsmunir, nýungar og læknalyf. ______ Hér eru nokkrar til að byrja með. ERUÐ ÞÉR AUGNVEIKUR? “ACTINA” Undravél aldarinnar, er áreiðanleg að lækna yður. — Einginn uppskurður. Engin meðul.—Ritið eftir bæklingi. . A l l i s o n $ C ORN E R A'SiE R ■vwt V001 HALP STŒRÐ. föstudaginn og laugardaginn í næstu viku, frá kl. 9 tíl6 á daginn og frá kl. 7,30 til kl. 9 að kveldi hvers dags. Tjaldbúðarsöfnuður auglýsir í þessu blaði stóra Tombólu og dans á North West Hall á mánudagskveldið 21. þ. m. Góðum hlutum er lofað á Tombólunni. Vér vildum mæla með þvl að sem flest- ir safnaðarlimir og aðrir sem unna málefnum safnaðarins góðs gengis, vildu sækja þessa hlutaveltu og styrkja með því söfnuðinn. Á sunnudaginn var kom hópur af hermönnum frá Afríku, semeiga heima hér í bænum og nokkrir vestur í landi. Var þeim fagnað virta vel af bæjarbú- um, með lúðraþyf og skrúðgöngu upp að herskálanum. Þarvar þeim haldin veizla og ræður fluttar, og yfir höfuð var alt á tjá og tundri. Hermenn þessír líta heldur þreytu- lega út. Eru mórauðir á litarhátt og holdafarið heldur lúalegt. Mælt er að þeir kunni samt frá mörgu frægu að segja þar að sunnan. Þessi herdeild þótti all rösk á vígvellinum. Þeir B. B. Olson og B. Július, kaupmenn frá Gimli, voru hér. á ferð- inni um helgina sem leið i verzlunarer- indum. Einnig varhér á ferðinni Þor- steinn Þorsteinsson írá Húsavík um sömu mnndir. Mr. Pilsbury, mesti taflmaður í Bandarikjunum, var hér í bænum um helgina er leið. Var hann fenginn til að koma hingað norður til að tefla. Hann segir að eogin þjóð hafí átt jafn ágæta taflmenn sem Gyðingar. Næsta sumar segist hann ætla að tefla við Lasker, sem er mesti taflkappi heimsins »ú. Hann er af Gyðingum og Þjóð- verji að þjóðerni. “Nýja Öldin”, kvæði eftir herra Jón Kérnested, sem birtist í þessu núm eri, gat því miður ekki komið fyrvegna rúmleysis í blaðinu. Erum vér höf- undinum einkar þakklátir fyrir þetta prýðisfagra og risavaxna kvæði, sem Heimskringla er svo hepþin að geta flutt út um heiminn. Ljóðmæli Páls Ólafssonar 2. bindi ný kominn vestur um haf, er tíl útsölu Lesið auglýsing i öðrum stað í blaðinu. Á föstudagskveldið kemur verður kjörfundur hjá Yonng Mens Conserva- tívaClub.á Hutchings Hali. Eru æði margir íslendingar, sem tilheyra þess- um Club, og 4 verða í vali. Ættu Is- lendingar hinir ungu að sækja fund þennan vel. Kvennfélag Tjaldbúðarsafnaðar heldur samkomu, og dans á eftir, á North-West Hall mánunagskvöldið kemur, hinn 21 þ. m. kl. 8. Aðgangur, með einum drœtti 25 c. fyrir fuilorna og börn. Munir ágætir. Við dansinn spilaþeir herrar P. Dalman og Th. Johnson. Dráttmeistarar og byggingamenn spá svo mikum húsabyggingum hér í bæ á næsta sumri, að slík séu varla dœmi lil áður. Betur að rættist. Heiiskrúíla News & Pibl. Co. heldur ársfund sinn mánu- daginn 18. Febrúar 1901, kl. 8 e. h., að 547 Main St. Hluthafar eru beðnir að mæta á fundinum. Fé^gsstjórnin. Heimi mitt verður fyrstum sinn að 715 William Ave., Winnipeg. Þeir sem vilja eignast ljóðmœli Páls Ólafssonar 2. bindi, eru beðnir að senda pantanir þangað, eða til útsölu manna minna sem síðar verða auglýstir. Magnús Pétursson. Safnaðarfundnr fyrir Tjaldbúðar- söfnuð verður haldinn þriðjudaginn 22. Ja núar næstkomandi f Tjaldbúðinni kl. 8 e. h. Aríðandi er að allir safnaðar limir sæki vel fundinn, því þar eiga að fara fram koaningar nýrra embættis- manna fyrir yfirstandaudi ár, og má því ekkí hjá líða að fundurinn verði vel sóttur.—Enn fremur verða lagðar fram skýrslur fyrir siðastl. ár og sýnt hvern- ig f járhagur safnaðarins stendur. K. V, Islenzkur málaflutningsmaður Thomas H. Johnson Barrister, solicitor etc. Room 7 Nanton Block, 430 Main Street, Winnipeg Manitoba. TELEPHONB 1220 - - P. O. BOX 760 LJÓÐMÆLI PÁLS OLAFSSONAR, annað bindi. Ég hefi nú fengið til útsölu 2. bindi af ljóðmælum þessa þjóðkunna skálds. Þetta bindi er jafnstórt hinu fyrra, og verðið er : I kápu $1,00 I fallegu bandi 1,50 í þessu bindi er, auk Ijóðanna, góð mynd af höfundinum og ágrip af æfi- sögu hans eftir Jón Ólafsson. Allur frágangur er prýðilega vel vandaður. Siðar auglýsi ég útsölumenn að bók- inni á ýmsum stöðum. þar sem íslend- ingar hafa bólfestu, oggecamenn keypt hana hjá þeim eða pantað hana beint frá undirrituðum. M. -Pétursson. 715 William Ave., Winnipeg. LÆKNAR OG HINDRAR líkþorn og innvaxnar neglur. Þessi af- máari er stálhólkur, útbúinn með af- máunardúk, fest á enda hólksins með silfruðum stálhúfum. Smyrsl fyrir lin líkþorn,aukadúkur er innan i hólknum. Núningur með þessum afmáara læknar hæglega líkþorn og varnar siggi, með þvi að halda húðinni hreinni og í heil- brigðu ástandi. Vér ábyrgjumst þetta verkfæri að vinna það verk sem vór segjum það gera. Vór sendum það með pósti hverjum sem vill gegn 50c fyrirfram borgun i póst- hús ávísan eða frímerkjum. Munið eftir straujárn- inu sem var hérna, það kemur næst. ÁGÆT SJÁLFSHITUNA.R STRAU- JÁRN. Algerlega óhult, geta ekki sprungíð, þarf að eins 3 minútnr til að hita þau til vinnu. Þau eru HREIN og FLJÓT að vÍDna með þeim og ÁREIÐÁNLEG Þau gera betra verk en önnur strau járn á markaðinum. Verð $5.00 fyrirfram borgað. Skrifið eftir upplýsingum og vottorðum. Simkindlar. Þeir einu áreiðanlegu og nýjustu sím kindlarar algerlega áreiðanlegir og hreinlegir. Þeir brenna i *85 mínútur. Þeir kveikja eld í hvaða kolum sem er. Þessir kveikjarar eru settir upp í lag- legum pappírs umhúðum, reiðubúnir til nota, kosta 2J cents hver. Vér send- um einn pakka til reynslu ókeypis, þeim sem óska þess, munnlega eða með póst- spjaldi. Nýí bæklingurinn minn, um nýja búshluti o. s. frv. verður prentaður og reiðubúinn til útbýtingar innan lítils tíma. Sendið mér address yðar og ég skal senda yður einn bækling ókeypis, þegar þeir eru preataðir. Gætið að auglýsingum minum. Eitthvað nýtt hverjublaði. KARL K. AIBERT’S 7€8 J/tPeimct Ave. Winnipeg, Man. #############**#£###«**«## I DREWRY’S # * nafnfræga hreinsaða öl # # # “Freyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáinandi í bikarnum * * * x>adr i^asir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl- aHt aðir til neyzlu í hcimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst hjá öllum vín eða ölsölum eða með þvi að panta það beint frá * * * REDWOOD BREWERY. # t $ # # # # % # i I EDWARD L- DREWRY- naimtacíarer & Importer, WlhlUl’EG. ########################## # i #################*### #n#*# # * * # # * * * # # # # # S # # # # # # s # # # # # # # # * « í#****»««****»»*«*»* ****** ■v Areiðanlega það bezta er Ogilvie’s Mjel, Sjáið til þess að þér fáið OGILVIE’S.i Það er fjörug verzlan hjá oss þessa daga. Vér seljum belg- og flngraveJinga í óða önn. Ágætir drengja- og litlir karlmanna belgvetlingar 50c. virði fyrir 35c. eða þrennir fyrir $1 öö. Vér höfum afmikið af Moccasins, stærð 6, og seljum því þessa stærð mcð miklum afslætti.— Drengja og karlmanna Moc- casins (skór) á #1.00 til 01.50, og margt annað ódýrt. E- KRTIGHT <&: CO Gegnt Portage Ave. 351 main Street. Army aiid Aavy Selja nú eldivið jafn ódýrt og nokkrir oðrir í bænnm, t. d. selja þeirbezta “Pine” fyr ir $4.50 og niður í $3 75 eft- ir gæðum, fyrir borgun út í hönd. OLSON BRO’S. - 612 ELGIN AVE. 13Feb. Heildsala og smásala á tóbaki og vindlum. Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla- byrgðir sera til eru í þessum bæ, og selj- um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum. vér meiri verzlun en nokkur annar. Vér óskum efti) viðskiftum yðar. I. Brom & Co. 541 Main Str. 34 Lögregluspæjarinn. er út um mig !” í þessn bili verður honnm litið á hús ráðaneytisformannsins, nr. 33, þar sem hann hafði skilið við de Verney sofandi, og segir við sjálfan sig: ‘'Ekki nema það þó, að vera steinsofandi þegar velferð rikisins hefir verið lögð i þínar hendur ! vcsalings eftirlætisgoðið ! keisaravinurinn, kvennagullið! Annaðhvort ertu heimsins mesti skrumari og bölvaður gort- ari, eða þú ert óviðjafnanlegur snillingnr. Eg veit ekki hvort er heldur. 3. KAPITULI. Einni klukkustund síðar er það, að de Ver- ney þýtur á fætnr, gengnr að speglinum og greið ir hár sitt og býr sig mjög einkennilega og ólikt því sem siður er til meðal þeirrar stéttar, er hann tilheyrir; hann var i raun réttri fremur talinn einn af flokki þeirra 'manna, er naut virðingar og álits fyrir kurteisi og stilling, 'en spjátrung- anna á götunum. Fyrst vefur hann sig í þykkum ullardúk og fer þar utan yfir í sverasta yfirfrakka, oger það enn hjákátlegra þegar þess er gætt, að þetta er að morgni dags á heitum Apríldegi. Þegar hann hefir búið sig þannig, æðir hann aftur á bak og áfram eins og vitstola maður í eina stofuna úr annari; fyrst um þvert og endilangt svefnher- bergið, þar næst inn í gestastofuna og þá inn í skrifstofuna. Hann skekur sig allan og hristir og hendir frá ser með fótunum borðum og stól- um og ðl!u sem fyrir verður; hann gengur ýmist Lögregluskæjarinn. 39 “Það hefir verið eitthvað meira en minna, að hann skyldi ekki geta staðið á löppunum”, segir de Verney brosandl. Því næst hættir hann að hugsa um Claude og snýr sér að áformum þeim er hann hafði gert, viðvikjandi málinu, og tekur föt sín, Hann fer í hvítu morgunfötin sín og gengur inn í borðstofuna. Þetta er fjórð- ung stundar fyrir klukkan tín. Þegar de Ver- ney er kominn í skrautbúning sinn, sem gerður er úr dýrasta|líni, hefir látið um háls sér trefil úr fegursta og margbreyttasta silki, sem hægt er að hugsa sér og ekreytt sig þar að auki með rós' um og alls konar blómvöndum, þá er hann lik- arí marglitu fiðrildi en nokkru öðru. Það var ekki hægt að hugsa sér að hann væri maður sem væri að leggja út i herferð þar sem heppnin gæti veitt honum æfílanga sigurför, en óheppni jafn- vel svift liann áræði og möguleikum til þess að reyna aftur. "Hamingjan góða !” hugsar hann ‘ ef keis- arasonurinn, vonarstjarna höfðingjanna, kemst í einhverja hættu, þá er ráðlegast fyrir mig að verða lýðveldismaður; ég þarf þá einskis góðs að væntahjá keisarastjórninni”, Nú sezt hann niður og borðar hveitibrauð og egg með góðri lyst og drekkur tvo kaifibolla. Þar næst kallar hann á Frans og skipar honum að koma með steik. Þegar hann hefir nálega lokið henni, kemur Frans inn afur með öndina i hálsinum og segir: “Það bíða fjórir menn í dag- stofunni, sem óska eftir að tala við yður. Ég gæti trúað að það væru aðstoðarmenn herra Claude. Ég var einu sinni árstíma í þjónustu 38 Lögregluspæjarinn. litið er i augu hans, eldhvöss og djúpblá, og svo fögur að hver einasta stúlka mundi hafa kosið að horfa i þau til eilifðar. Munnurinn er svo fagur að mörg mundi sú vera, er gefa vildi nokk- ur ár af æfi sinni fyrir einn koss af vörum hans. Ennið er stórt og hátt og höfðinglegt og alt ber andlitið vott um þrek og hugrekki, gáfur og gjörvileika, Ekki dylst það samt, að hann er í djúpum hugsunum. Hann er að velta þv{ fyrir sér, hvort hann hafi nú að öllu leyti farið skynsamlega að ráði sínu þegar hann átti tal við lögreglustjórann fyrir tveimur klukkustundum. “Ég hefði átt að vera dálitið kurteisari við karl- skömmina”, hugsar hann. “Ungur maður ætti að láta sem hann virti gamalmenni, jafnvel þótt hann fyrirliti það; ef herra Claude er hefnigjarn og heiftrækinn, getur hann, ef til vill, orðiðmér þrándur í götu aðeinhverju leyti í þessu máli”. Augnabliki síðar segir hann við sjálfan sig: “Eg held nú annars i alyöru að tala, að það hafi ver- ið rétt af mér að láta hann finna það að ég veit hversu mjög hann hefir öfundað mig af yfirburð- um minum þessi tvö ár og viljað niður af mér skóinn þess vegua". Að svo mæltu snýr hann sér að Frans og segir: "Hvað gerði herra Claude, er hann fór út úr herbergínu mínu í morgun?” “Hann bað um brsnnivín”, svaraði Frans einarðlega. “Og drekk það?" “Já, alveg eins og það væri vatn; en annað- hvort hetír það svifið á hann eða eitthvað hefir gengið að honum, því hann reikaði i stiganum og var næstum dottinn”. Lögregluspæjarinn. Kl~ 35 áfram, aftur á bak eða út á hlið, ýmist beint eða í krókum, hringum eða krákustigum. í stuttu máli, hann æðir um húsið með öllum hugsanleg- um og óhugsanlegum apakattarlátum. Það er eins og hann sé að æfa hvern sinn vöðva og hverja taug. Hann stekkur, hoppar, hleypur, dansar, stappar og djöflast á allan hátt. Því næst tekur h&nn kylfur og handvigtir nokkur augnablik og æfir sig á þeim, með svo snörura snúningum og hröðum hreyfingum, að tæpast verður auga áfest. Hann sýnist ýmist eins og fljúgandi fugl eða hlaupandi dýr, og allar þessar æfingar ganga svo fljótt að það er oins og augað sjái hann Í3—4 myndumísenn. Frans stend- ur í dyrunum og horfir á þetta agndofa. Hann hefir séð æfingar (de Verney á hverjum einasta morgni öll þau ár, sem hann hefir verið i þjón- ustu hans, en aldrei !þó séð neitt sem jafnist við þetta. Loksins kallar Frans upp yfir sig og segir: “Hamingjan góða! Hver mundi trúa því, sem ekki sæi, að þér væruð svona mikilt Herkúles aðafli og jafnframt annar eins köttur að fimleikum”. “Það er annars rótt að láta yður fínna til handanna á Herkúles !” segir de Verney. “Ég held að óg sé töluvert sterkari núna, en nokkru sinni áður. Það er bezt að reyna. “Og svo þrífur hann stærstu handviktina, sem hann hef- ir, sem er 150 pund, og hefur hana í loft upp hægt og léltilega, eins og það væri ullarhnoðri. “Verragatþað verið”, segir hann. “Nú ætla ég að reyna fimleikann. Varið yður á mér, Frans”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.