Heimskringla - 14.02.1901, Blaðsíða 2

Heimskringla - 14.02.1901, Blaðsíða 2
HKIMSRKINULA 14. FKBRÚAR 1901. PUBLISHBD BY The Heimskringla News & Publishing Go. Verð blaðsins í Canada ojc Bandar. #1.50 um 4rið (fyrirfram borgað). Sent til fslands (fyrirfram bor«að af kaupenle um blaðsins hér) #1.00. Peningar sendist í P. 0. Money Order Be«istered Letter eða Express Money Order. Bankaávisanir á aðra banka en i Winnipeg að eins teknar með afföllum K. Ií. Raldwinson, Editor & Manager. Office ; 547 Main Street. P.o. BOX 407. Vestan bréfin. Þeir sem hafa veitt eftirtekt þeim npplýsing'um, sem blöðin á ís- landi grefa lesendam sínum þar um Ameríku, hljóta að sannfærast um að þau séu ærið hlutdræg' í lýsing- unni og taka jafnan lakari hliðina & llfskjörum manna hér. Það hefir ekki enn þá komið fyrir síðan ísl. fyrst fóru að fiytja vestur um haf, að blölin á íslandi hafi fiutt bréf um bjartari hliðina á lífinu hér. Enn & hinn Mginn hafa þau verið fljót að grípa hvert það bréf sem hallmælt hefir þessu mikla og góða landi, og tafarlaust birt þau lesendum sínum til fróðleiks. En srætt hafa þau þess vandlega að láta aldrei fylgja nöfn bréfahðfundanna. Eitt slíkt bréf kom nýlega i Bjarka. Þar segir nafnlaus höfundur, sem kveðst eiga heima í Winnipeg-bæ, að það sé margfðld lýgi að gras geti sprottið þumlung á sólarhring hér í landi. Hvernig veit hann að þetta sé lýgi? Auðvitað veit hann ekkert um það, annars mundi hann ekki vera að bera til baka það, sem II kr. hefir sagt um það maiefni. Ef mannin- um heflr fundist að blaðið iara rangt með þessa staðhæfing, því heflr hann þá ekki — sem þó býr hér í bænum — gert nokkra tilraun til að leiðrétta þetta, eða heimta sannanir blaðsins fyrir því sem það sagði. Það hefði verið oss stór ái ægja að benda landanum á skýrslur húfróð- ustu manna I þessu landi um þetta mál, svo sem stjórnendum fyrir- myndarbúanna í Canada, sem hafa margra ára töflur fyrir sprettu ýmsra gras- ear korntegunda. Þar má sjá að í hagstæðri sprettutíð og í hagstæðum jarðvegi heflr gras á um- liðnum árum náð þumlingssprettu á sólarhring á meðan vöxturinn var mestur í því. Um þetta getur hann sannfært sjálfansig með því að leita sér upplýsiuga hjá þeim mönnum sem hafa það að atvinnu að veita þessum hlutum eftirtekt. Það sem Hkr. heflrsagt um þetta efni stend- ur hún við, það er ekki ein3 og landinn segir “margföld lýgi”, beld- ur einfaldursannleikur, en vér erum á hinn bóginn samdóma þessum nafnlausa bréfhöfundi í því að vér viljum, eins og hann segist vilja, að þeir komi fra ísiandi hmgað vestur, sem koma vilja. Heimskringla eða vesturfara agentarnir hafa aldrei farið fram á annað eða meira en þetta, og að því leyti er nafnlausi höfundurinn í tðlu “agentanna” og sammála Heimskringlu. En um leið og vér viljum láta þá koma sem koma vilja, þá viijum vér ekki að verið sé að draga úr þeim kjarkinn og ásetninginn til útflutnings, eða að gera neinar tilraunir til þess að aftra þeim frá vesturferð, eða kema þeim til að sitja xyrrum á íslandi af af því það er að koma þeim til að gera það, sem þeir e k k i vilja. Annar ókendur landi frá Win- nipeg ritar í Þjóðólf um ástand Vest- manna, sá náungi heflralt ilt á horn- um scr, mest af því #ru öf'gar og Bumt alger ósannindi, sem hann staðhæflr, svo sem: 1. að blöð vor hafl steinþagað yfii þvi að engisprettur gerðu vart við sig f fylkinu í surnar er leið. Að þurkarnir voru svo miklir að þeir ollu ui'pskerubresti frí því sem vant er að vera hér í meðalárum. Bæði ísl. blöðin gátu oftar en einu sinni um hvortveggja þetta, ekki einasta í fréttum heldur líka í ritsjórnar greiniun, en það hefl:- landinn ekki haft fyrir að fræða lesendur Þjóðólfs á— líklega af þvf það var satt. En þrátt fyrir þurkana þá varð hey- skapur svo mikill hér í fylkinu sð 17 þúsund tonn af heyi voru send héðan til Suður-Afríku, og þó var nóg eftir handa öllum búpeningi fylkisins, og engin hætta að horfellir verði hér í vor, eins og árlega tíðk- astá íslandi, bæði á mönnum og skepnum. Sama má segja um korn- tegundir. Það voru fluttir hingað inn í fylkið um 6,000 manna í smn- ar er leið, til þess að vinna hér við uppskeruna, og þó uppskeran yrði minni en í meðallagi þá varð hún samt svo rfflg, að nægur matarforði er til fyrir alla fylkisbúa og alla þá, sem líklegir eru að flytja hingað á árinu, og samt voru seldar og sendar út úr fylkinu nokbrar mil. bush. Sannleikurinn er, að maðurinn hefir annarhvort ebki borið rétt skyn á það, sem sem hann ritaði um, eða ,ekki viljað segja satt um það. 2. Hann staðhæflr að stjórnin kaupi ísl. blöðin til þe3s að “hæla og skjalla alla skapaða hluti”, en til að þegja um óhamingfu og bág- indi, sem land og lúður vei ður fyrir. Sannleikurinn er, að stjðrnin setur blöðunum, o°s vitanlega, engar skorð- ur urn það hvað þau segja eða láta ósagt, en hún heflr í nokkur ár keypt og látið senda heim til ísl. blöð, í þeirri sannfæringu að þau skýrðu rétt og hlutdrægnislaust frá áttandi þessa lands og högum ís- lendinga hér. 3. Hann segir: “Það mun óhætt að segja að árferði (hér) er nú mun verra en komið heflr í 20 ár, og framtíð ærið skuggaleg”. Hvernig veit nú maðurinu um hvernig árferði hér heflr verið í síðastl. 20 ár, og af hverju dregur hann þá ályktan að framtfðin sé 1 um einum eða sérstökum að kenna, og víst er um það, að íslendingar hér gera alt sem S þeirra valdi stend ur, og hafa ætíð gert það, til að rétta þeim líknandi hjálparhðnd, sem þess þurfa. Það sem mestum undrum sætir í sambandi við þessa flutninga er það, hve fáir af fjöldanum verða veikir eða deyja, og hve fáir mæta vonbrigðum þá er hingað er komið, og hve undra fáir þeir landar vorir eru hér sem nokkurn styrk þurfa eða þiggja af opinberu fé. Þeim fer stöðugt íækkandi ár frá ári, og þeir einir þurfa styrks með, sem vegna heilsubrests ekki geta unni sér brauð, og einstöku sinnum á vetrum. Ný komendur, sem vegna málskorts ekki geta fengið atvinnu um harð- asta tímann og eiga hér enga ætt- ingja eða vandamenn er sjái um þá. Svona hugsum vér að þetta mái verði skoðað af öllum þorra rétt hugsandi og óvilhallra manna og kvenna. Allir þeir sem hér eru nokkuð búnir að ve>-a og farnir að þekkja land þetta og möguleika þess, ber saman um það, að ísl. eigi hér fagra og heillaríka framtíð fyrir höndum. Það verða jafnan nokkrir sem lfta á ímyndaðar skuggahliðar lífsins, og gera það að skyldu sinni að draga þær fram í ljósið, en jafnan munu þeir, sem bétur fer, verða svo fáir að þeirra gætir lítið meðal fjöldans, og aldrei verða það mennirnir, sem á framtíðarsöguspjöldum vor Vest- manna verða taldir í flokki þeirra íslendinga er unnið hafa þjóðflokki vorum hér nokkuð til gagns eða sóma. skuggaieg? Af 27 ára reynslu þessu landi getum vér borið um að veðuráttan á síðasta ári var undan tekningarlítið sú b e z t a er komið heflr í 20 ár. Að eins var regnfall ið of lítið—þurkarnir of miklir til þess að ja'rðargróði gæti náð meðal vexti, eins og þá var bent á í blöð unum hvað eftir annað. Um fram tíðarhorfurnar geta menn dálítið dæmt af því, að um hálf önnur mil doll. var lögð í byggingar og aðrar umbætur í Winnipeg-bæ einsömlum og tilsvarandi framfarir áttu sér stað nálega um alt fyikið. Margir tugir þúsunda hranstra manna og kvenna hafa flutt inn til Manitoba á síðasta ári og tekið sór bólfesu hér, Þetta gæti ekki átt sér stað, ef fram (íðarhorfurnar væru í nokkru skuggalegar. 38,324 manna fluttuinn í fylkið og vestur héruðin á síðasta ári, og 8,827 heimilisréttaalönd voru tekin á sama árinu, en það eru nálega tvær mil ekrur af landi. Þess utan seldi C. P. R- fél. 432 þúsundir ekrur af landi fyrir $1,337,715.48 og þess utan seldi fylkisstjórnin nokkra tugi þúsunda ekra. Ekkert af þessu bendir á að fólk alment hafi skoðað framtíðarhorf- urnar hér í fylkinu neítt sérlega ískyggilegar, Annars mundi inn- flutningur fólks í fylkið á síðasta ári ekki hafa orðið eins og hann varð, meiri en á nokkru undanliðuu ári, og óyrkt land í Manitoba seldist með hærra verði en nokkru sinni áður, heilir sectionfjórðungar seldust yfir $40.00 hver ekra, eða sama sem 150 kr. fyrir hverja valiardagsláttu af ó yrktu landi. Þvert á móti heflr framför fylkisins og framtíðarhorfur almennings hér aldrei verið glæsi- legri en einmitt nú. Það sem landinn segir um út- flutninga er ærið frekjulegt og vill- andi og auðsælega ritað með þeim ásetningi að hræða fólk frá vestur- ferðum. Engir sem þekkja til þeirra mála geta búist við að hægt sé að flytja mörg hundruð manna í einum hóp yflr 5,000 milur vegar á sjó og landi—írá íslandi til Winni- peg. án þess að ýmsir veikist meíra og rainna og ungbörn peyi. Fólk er alment svo illa búíð undir þessar langferðír og þær breytingar sem mð verður að þola, að það værj stórkostlegt kraftaverk ef enginn félli í valinn cg enginn ætti örðugt uppdráttar fyrst í stað þá hingað er komið: En það er í raun réttri eng Vonir Nýja Islands. Þeír sem nokkuð hafa fyigst með viðburðunum í Nýja íslandi á síðustu árum, dylst þaðekkiað mikil breyting er að verða á Gimlisveit og á högum manna og framtíðarvonum þar. Framtíðar vonleysið og sýnilegt áhyggjuleysi í að ryðja og rækta lðndin þar heflr verið viðbrugðið af ýmsum þeim, sem ferðast hafa um nýlenduna. Ástæðurnar fyrir þessu ástandi voru ýmsar tálmanir: Fyrst hve nýlendan var afskekkt frá aðal markaði fvlkisins, og algerð veg leysa í nýiendunni, eða því sem næst Öllum kröftum nýlendubúa, næst því að ala önn fyrir sér og sínum, heflr verið beitt til umbóta á vegum sveit- arinnar, og þess utan heflr fylkis- stjórnin i mörg undanfarin ár lagt talsverðu fé til vegabóta þar. Ný Islenningar hafa verið fiekir f kröf- um til vegamóta af íylkisfé og hafa þó aldrei fengið nægar upphæðir til þess að nægja þörfunum, sem þar eru meiri en í flestum öðrum sveit- um fylkisins. Ástæða þeirra til vegabótafjár úr fylkissjóði heflr því verið á góðum rökum bygð, og með iðninni heflr þeim tekist að bæta svo akveginýlendunnar að þeir fara nú bráðlega að verða sæmilegi r. Jafn- vel nú má heita að aðal vegurinn, eítir endilangri nýlendunni, frá merkjalæk að sunnan og norður að íslendingafljóti, um 40 niflua að lengd, sé orðinn all góður, og sama má segja um veginn fyrir sunnan Hnausa, sem liggur upp f Geysir- bygðina, 10 mílur á lengd, aðrar iverbrautir er einnig á góðum bata- vegi, og verða innan rnjög fárra ára sæmilega góðir akvegir. Alt að æssum tíma hafa þessir örðugleikar hindrað innflutning í nýlenduna- Mönnum heflr verfð óljúft að taka iar heimilisréttarlðnd á meðan þeir sáu ekki fram á að geta komið af- urðum sínum til markaðar rneð jafn hægu móti og þeir sem byggja aðrar nýlendur. Þecta hettr orsakað deyfð hjá ýmsum af sjálfum nýlendu- búum, þeir hafa ekki halt sér full- nægjandi vissu fyrir þvf að geta set- ið á löndum sínum við þessi vegleys- is ókjör, og 8umir þeirra hafa enda stundum haft á orð að flytja þaðan burtu ef ekki raknaði fram úr með þetta. Það heflr og lamað þollyndi bændanna, að unga fólkið helir strax og það hettr komið til manndómsár- anna farið burtu úr nýlendunni og ekki veitt foreldrum sfnum þann stuðning með búskapinn, sem þurft hefði áð vera, til þess að íramfarir hefðu orðið greiðari en þær hafa verið. En nú er þó svo komið að hér á er orðin mikil breyting. Það efast enginn lengur um það, að nú horfi öll framtíð nýlendunnar til bóta. Vegirnir eru orðnir færir og vissa er fengin fyrir þvf, að þeir verða hér eftir árlega bættir svo sem mest má verða, bæði með aukinni skylduvinnu aukinna búenda tölu og með vaxandi tillagi úr fylkissjóði. En það sem mestri breytingu heflr komið á hugi manna þar nyrðra og aukið framtíðarvonir þeírra er það, að þeir eiga von á járnbraut inn í nýlenduna innan fárraára. Það heflr einhvernvegin fest rætur í hugum þeirra bjargföst von um það að konservativastjórnin hérí fylkinu munisjá svo til að þeir verðí ekki mikið lengur afskektir, eins og þeir hafa verið. Þeir eru þess fullvissir að þeir fái járnbraut ,vel inn í nýlenduna á þessu fyrsta kjörtímabili núverandi fylkisstjórn - ar, og vér Ó9kum og vonum að sú von rætist. Járnbraut sú, sem C. P R. fél. ætlar að leggja á næsta sumri norður að Winnipegvatni, eða norð- ur að suður takmörkum nýlendunar, heflr sett nýtt líf og fjör i alla bygð- arbúa, og svo er nú eftirsókn orðin mikil eftir löndum í suðurhluta bygðarinnar, að það má svo heita að margir væntanlegir landnemar sæki um hvern auðan sectionar fjórðung sem þar er fáanlegur, alt norður að girnli. Jafnvel f Geysisbygð og við íslendingafljót eru nú lönd óðum að bygtrjast, sem enginn heflr áður hreift við. Þó þau lönd séu í 40 mílna fjarlægð frá hinum fyrirhug- aða brautarenda. Vér höfum heyrt það sagt að allstór hópur Galiciumanna eða Doukhobors, væri væntanlegur að taka upp á næsta sumri öll byggileg lönd innan sveitarinnar, og þó vér get um ekki að s vo stöddu sagt með vissu hvort frétt þessi er á rökum bygð, og þó vér ekki heldur að svo stöddu getum sagt neitt um það hvert eða hve langt norður um bygðina Ný- Islendingar kunna að fá járnbraut, þá viijum vér nú alvarlega áminna landa vora um það—þá sem hugsa til landtöku í fijóvsömu framfara- héraði—að sleppa nú ekki úr greip- um sér því tækifæri, á meðan það stendur, að ná í góð heimilisréttar lödn í Nýja íslandi. Það verður ekki seinna vænna, og það má ganga að því vísu að þegar járnbraut verð ur lögð um nýlenduna, þá eykur það hvert land í verði um $500.00- að meðaltali, auk þess sem þau verða þátafarlaust viðurkend af peninga- mönnum, sem trygging fyrir láns- upphæðum, sem búendur kynnu að viljc taka til að auka búskap sinn og bæta löndin. Vér vonum að ekki sé ofmikið sagt, þó vér gerum þá staðhæfing að alt núverandi útlit bendi til þess að NýjaíslaDd verði innan örfárra ára mjög eftirsóknarveit landsvæði, og að þáfái færri en vilja búlönd þar. Þess vegna ítrekum vér þá áskorun til landa vorra, hvar sem þeir eru í þessu landi, sem hugsa til landtöku, að snúa sér nú tafarlaust að því að festa löndiu í Nýja íslandi meðan þau eru enn þá fáanleg. Menn | gley.'ji því ekki að þegar járnbraut er komin þá er nýlenda þessi að eins iveggja tíma leið frá Winnipeg. Menjar fyrstu manna. Hverni« fólk bjó i Euphrates dalnum og Nippur-borg. fyrir7,00 l árutn. Professor H. V. Helprecht, frá Pennsylvania háskólanum, ernýkom- inn heim til Amerfku úr rannsóknar- ferð um Austurlönd, þar sem hann hefir íundið vott um tilveru hinna fyrstu manna, sem nbkkrar sögur fara at. Þessar leifar faun hann grafnar djúft í jörðu í Mesopotamia og Euphrates-dölunum í Arabiu. Þar fann hann borg, eða öllu heldur nokkrar borgir, sem légu djúft í jörðu, hver niður af annari. Prófessórinn’fékk sér arabiska vinnu- menn til þess að grafa eftir rústum þessara borga og með því leiða í ljós ýmislegar nienjar þess fólks sem bygðu þær fyrir þúsundum ára. Fyrst fann prófessórinn ýmis- lega útskornar skálar, sem lágu ofan á sandhaugunum, og voru þær menjar Gyðiriga þeirra, sem bjuggu þar í landi um árið 800 eftir krists- burð. Fáein fet neðanjarðar fundu leitarmenn veggi af bænahúsi og aðrar menjar frá dögum Ashurbana- pal konungs, sera var uppi meir en 600 árum fyrir Krist. Þar fyrir neðan fundu þeir menjar frá ríkis- árum Kadashman Turdu, konungs sem var uppi 1,400 árum f. K. Og enn þá neðar f jörðunni komu þeir niður á bænagerðarhús “Ua Gur” konungs, sem réði ríkjum löngu fyr- ir daga Abrahams, föður Gyðinga, og enn þá dýpra uiður fundu þeir bænagerðahús Sorgons fyrsta, sem réði ríki þar í landi 3,800 árum f. k. Biblfufróðir menn hafa lesið um Sorgon íyrsta, en margir álitu að sagnir um hann væru goðafræðisleg- ar hugmyndir, en þessi fundur þyk- ir færa óræka sönnnn um virkilega tilveru hans og um sannindi biblí- unnar. Leitarmenn brutu gólflð f þessu Sorgons bænah^úsi og héldu leitinni áfram niður á við. Þar komu þeir niður á Kalne sem getið er um í fyrstu Mósesbók 10. kap. 10. v. Þar fundu leitarmenn á víð og dreif í jörðinni ýmsa hluti, sem þar höfðu geyrast sfðan á dögum Lugabzaggisi sem var uppi meir en 4,500 árum fyrir K.ist. Þar stóð altari þakið ösku, það voru leifarnar af síðustu fórninni sem brend hafði verið á því, öskulagið var nokkrir þumlungar á þykt. Þar voru fórnar krúsir og sigurbogar, sem menn að þessum tíma hafa álitið að ættu upptök sín frá Rómverjum. Leitarmenn grófu enn þá dýpra og fundu menjar fbúð- arhúsa hinna elstu kynslðða. Þar fundu þeir hðll mikla og var hún bygð löngu fyrir daga Sorgons fvrsta. Höll þessi var tvíloftuð og var fram- hlið hehnar full 600 fet á lengd, einnig fundu þeir þar það EL8TA BÓKASAFN í HEIMI. Þar vöru leifar af stóru letruðu borgarhliði, og síðast, rétt áður en prófessór Helprect fór frá Nippur, fann hann bókasafn mikið þar i jörð inni. Það voru nálega 18,000 spjöd eða töflur. Var á þær letrað ýmsir viðburðir frá eistu tímum, sein nijðg vel lýsir lifnaðarháttum fólks þess sem bygði landið á þeim tímum. Þetta er álitið að vera elsta bókasafn heimsins, sem einhvar fræðimaður eða fræðimannafélag þeirra löngn liðinna tíma hafði safnað saman. Bókum þessum eða spjöldum var laglega raðað á hillur sera settar voru á alla veggi í því herbergi þar sem þær fundust, og án þess að hafa verið hreilðar af nokkurri manns hönd I meira en 7,000 ár. Þetta bókasafn er nú á leiðinni til Ameríku, að undariteknum nokkrum spjöldum sem voru skilin eftir í Constantinopel á Tyrklandi. Eins og geta raá nærri þá kasta töflur þessar undra skýru ljósi á forn aldirnar, og skýra að ýmsu leyti marga ritningarstaði, með því að fylla upp eyðurnar í þeim sundur lausu söguþáttum sem þar koma fyrir. En það markverðasta við þetta bókasafn er það, að það færir sannanir fyrir því að fólk það sem lifði fyrir 7,000 árum, heflr búið og stundað hversdrgslega atvinnu mjög svipað því sem viðgengst hji oss á þessum tímum. Til dæmis bjó fólk- ið í húsnm, sem útbúin voru með haglega gerðum ræsum til þens að leiða óhreint vatn frá þeim og fyrra þau aðrensli vatns utan að frá. Húsin höfðu eldstæði mjög lík þeim sem nú gerast. Prófessórinn fann hús með slíku eldstæði, fólkið át af diskurn eins og nú gersst, þeir voru voru gerðir úr leir og rendir í renni- bekk og mjög haglega gerðir. Ýms- ir aðrir hlutir voru rendir í renni- bekk, og svo hafa þeir geymst vel, að það var auðvelt að lyá rennimerk- in á þeim. Þetta sannar að jafnvel á frumbýlingsárum mannkynsins hafa vélar verið notaðar til að fram- leiða þaría hluti. Þetta fólk var trúað og tilbað guðinn Bel. Það færði fórnir á ölt- urin I bænahúsum síuum. Þe s fundust einnig glögg merki að fólk ætta hefir kunnað málfræði og kent börnum sínum hana, því prófessórinn fann ýms málfræðisdæmí á töflunum. Iíinnig heflr fólk þetta iðkað söng, því að sálmar voru letraðir á suin spjöldin, og líktust þoir mjög sálmum gamla 'restamentisins. Bænahúsunum var haldið við með samskotum frá fólkinu. Nokkrar töflur sýndu fjárframlög ýmsra manna til þessara stofnana og aðrar inntektagreinir. Þar Iiaft verið rikir menn og fátækir, einnig hús- bændnr og þrælar, því að margar töflursýndu að þræiar voru seldir og keyptir, einnig fundustland ogvöru- sölu samningar. Sura löndin voru leigð og veðskunldaspjöld fyrir lönd- um fuudust. Einnig sýndu sum spjöldin að uppskera landa var seld áður en hún var sprottin á ökrun- um. Svoað fólk þetta hefir verzl- að með kornmat á líkan hátt og nú gerist. Spjöldin sýna einnig að rítya fólkið bjó í borgunum og lifði á rentum af fasneignum sínum, sem hinir fátækari tóku á leigu, eða það lét þræla sína rækta löndin. Það er og sannað að þetta ríka fólk hafði umboðsmenn til að líta eftir löndum sfnum alveg á sama hátt og við- gengst nú á dögum. FORNALDAR BÓKFÆR9LA. Prófessor Hilprecht fann skjala- safn sem Morashn og synir hans höfðu átt, Þeir höfgu verið lögfræð- ingar í Nippur og hðfðu auðsjáan- lega haft á hendi umboðsstððu fyrir ýmsa ríkismenn þeirra tíma. í skjalageymsluherbergi þeirra félaga fundust spjöld sem sýndu bókfærslu þeirra, þar voru alskyns samningar, minnispjöld um innheimtu skulda, sölusamningar o. m. fl. Einn af þessum samningum var um sölu á steinhring, og var ábyrgð frá selj- anda að steinninn skildi ekki falla úr hringnum í tuttugu ár, ella skildi seljandi setja anan jafngóðan stein í hringinn kaupanda kostnaðarlaust. Listamenn hafa og verið til á þeim dögnm því myndir fundust á sumum spjöldunum, og var ein þeirra af tveimur mönnnm sem voru að reka sauðahóp, og var það ágæt- lega ge;ð mynd og lýsir undra- verðri þekkingu útskurðarmannsins á byggingarlagi manna og dýra,. í útskurði og myndastyttusmíði hafa menn auðsjáanlega verið langt komnir á þeim dögum. Prófessorinn fann margar myndastyttur af ýms- um hlutum, en sérstaklega af guðin- um Bel. Ein mynda«tyttan er af hind með kálfum. Önnur myndin er af tveiraur elskendum, þar hallast konan npp að manninum og nýtur stuðnings at' honum, efns og verið hefir frá alda öðli. Vfsindaleg þekk." ing hefir verið vel á veg komin í gamla daga því að töflurnar sýndu stjörnufræðislegan útreikning og at- huganir um gang himinhnattanna. Bókmentir hafa verið talsverðar eins og sjá raá á því að sumar töflurnar eru ritaðar á tveimur tungumálum, Sumerian og Babilonian málunum. Þetta bendir til þess að bókmentir og menning þessara tíma hafa ekki ein- ungis verið á háu stigi, heldur og líka að bókmentirnar hafa þá verið orðnar svo gamlar að upphaf þeirra var óþekt. Enda er eðlilegt að þessu hafi verið þannig varið, því að menning þeirra daga hlýtur að hafa vei'ið seinfær og afleiðing af afarlöngum framfara tilraunum mannkynsins. Allar framkvæmdir þessa fólks, verklegar og bókraentalegar, sanna Ijóslega að það heflr haft vakandi auga á því, að láta komaudi kyn- slóðir hafa gagn af tilveru sinni. Aukasönnun i þessu er fólgin í því, að á tíinum Nebuchaknezzar gróf gamall prestur úr jðrðu ýmsar töfiur sem þar höf'ðu verið skildar eftir af löngu liðnura kynslóðum. Þessi prestur átti sér dálítið forngrip.tsafn og ánafnaði það komandi kynslóðum eftir sinn dag. FYRSTA FORNÖRIPASAFNjí HEIMr. Þessi prestur átti töflnr er sýndu nöfn og “registur” forn konunga fram að hans degi. Þetta töflusafn geymdi hann í leirpotti. '"IPrófesso r Hilprecht fann þenna pott sem hafði að geyrna hið fyrsta forngripasafn í heimi. Það er hugsanlegt að gamli presturinn hafl ætiast til þess að það sem hann faldi í pot.tinum'skyld i vera nokkurskonar yfirlit yttr|:'það sem lág þar f kring í jörðinni, að minsta kosti fundu leitarmenn sam - stæður fiestra þeirra .hluta |sem fól- ust í pottinum, áður en þeir komu niður á hann. Þegar íbúar Nippur- borgar dóu, þá var þeim“ekki kastað í jörðina eða brendir að^skrælingja sið, heldur voru Ifkira látin f haglega gerðar skrautkistur úr bökuðaru leir með postulínsioki, eftir það voru kist- urnar látnar í líkhvelflngar og stóða þær þar á þar tilgerðum tótum eða Súlurn.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.