Heimskringla - 28.03.1901, Blaðsíða 1

Heimskringla - 28.03.1901, Blaðsíða 1
^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦@ ♦ ____________ . ♦ He i ms k r i n g I a er gef- iti út hveiu tiuitudag af: Heiiuskriuvla Newn and Publishiug Co., að 547 Main St., Winnipeg, Man. Kost- ar um árið Ijjii.ðO. Borgað fyrirfram. ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦^1 Nýfr kawpeudur fh í ♦ kaupbæWr s&gu Diake Í Standish eda Lajia og j&la- ♦ blt*ð Hkr. 1ÍM>. Verð86,og ♦ 96 ceuts. ef seidar, sendenr * til íslands fyrir 5 œrvts ♦ 0♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ XV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 28. MARZ 1901. Nr. 25. —■ ■ ^ Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Mælt er að Salisbury l&varður letli að hætta viðað hafa formensku ílokks síns á hendi. Álitið er að Mr. Balíour taki við formensku flokksins, Sendimaður Þjóðverja til stjórn- arinnar í Pétursborg- þykist ekki hafa fengið þær viðtökur þar sem hann hjóst við. Ilann var í biýn- um erindagjörðum, og fékk ekki að sjá þá sem hann ætlaði að finna, en var vísað til undirmanna þeirra, og tóku þeir honum fálega og greiddu ekki úr erindum hans. A Mælt er að enska stjórnin ætli að láta hyggja 33 ný herskip, eins fljótt og við verður komið. Stjórn in biður þingið um níu milionir pund sterling til þessarar skipabygg- ingar. Það er eins og stjórnin búist við að ekki sé lengur til setunnar hoðið, og margt muni úr sortannm geta komið, sem hankir yfir austur, suður og Dorður álfunum. Nýlega hefiur blað í Odessa á Rússlandi sagt að áieiðanlegt sé að Rússar líti framtíðaraugum í kring- um sig í Kína, þeir séu að láta gera uppdrætti og undirbúning að kyrkj- ubyggingum, alstaðar þar sem þeir hafa umráð og aðsefu þar austur frá. Sfjórnardeild járnbrauta leggur fram feykna fé til þessa fyiirtækis. Aðal- umsjónina hafl landstjórn Rússa í Manchuria. 60 þúsund ekrur af heimilisréttar- löndum eru nú sett til framboðs f Rainy River héraðinu, og eru land- kostir þar taldir tniklir og hagfeldir. Rithöfundafélagið í Rússlandi hefir sent Tolstoi greifa, er katólska kirkjan bannfærði fyrir lltlu síðan, heillaóskir sínar. St. Patricks dagur bar npp á sunnudaginn var. Héldu írar hann ■tórhátíðlegan f þessu landi að venju. Fyrra sunnudag átti sér stað heilmiklar róstur á milli skólapilta og lögreglunnar í Pétursborg á Rúss- landi. Allur skólalíður hafði búið sig undir að hafa mikið við þenna dag til minningar Votroru, mærinni sem saklausri var varpað í fangelsi, °g drýgdi sjálfsmorð til að verja sóma sinn fyrir hrakmenni því, sem ásótti haDa fyrir nokkrum árum síð- an. Ótölulegur múgur safnaðist því saman á Nevskoi Prospect og þar í kring, sem er aðalstræti hinnar miklu borgar. Lögreglan safnaðist þegar þang- aðlíka og varð jafnvel’mannfleiri en skólalíðurinn og múgurinn. Lög- reglan lokaði öllum dyrum á búsum og búðum, og eftir nokkra stund var flest fólkið horfið. Fjöldamarg- ir voru teknir og varpað í svarthol. Margt af þeim voru skólakennarar lærisveinar, námsmenn og náms- stúlkur af betra fólki. Samt sem áður var skrúðganga hald'n Votroru til heiðurs, og urðu Kósakkar alveg hamslausir, að fólkið fékk fram- gengt vilja sínum, og unnu því alt ilt sem þeir gátu. Börðust þeir við múginn með svipum og öllu sem ltðnd festi á. F’lest af fólkinu, sem bezt gekk farm í að sýna Votroru, frúnni af Kazan hið árlega virðing- ar tilhald, eftir að skólalíðurinn var heftur og dreifður, var fólk sem vinnur á verkstæðum, Háyflvöldin urðu að skerast í leikinn, og stöðva upphlaup og manndráp. Fjölda- utargir meiddust og sættu illum með- förum, hæði af Kósökkum og hátíða- haldsmönnum. Meðan hæst stóð á þessari rimmu, gat þó stúdent lesið upp yfirlýsingn frá fjölmennri stú- denta nefnd, sem krefst skilmála- laust umbóta áherlögunum, og kvið- dóms úrskurðar yflr Karpovich, þess sem skaut á og særði til ólífls ráðgjafa opinherra verka. Mælt er að yflr-lögreglustjórinn hafi verið drepinn í óeirðum þessum. Þó er það ekki áreiðanlegt enn[þá, að það sé satt. Síðari fréttir frá Pétursborg segja að foringi Kósakka hafi fallið. og hafi þeir þá gengið að múgnnm í berserksgangi, og barið hann með svipum og hnefum, og hafi margur um stór sár að binda. Mælt er að Edward konungur VII. hafi i hyggju, að láta halda heimssýninguna í Lundánahorg, með svipuðu fyrirkomulagi og var í Paris síð&sta sumar. Ófriðarhorfurnar minka ekki í austurálfunni. Frakkar hafa mikið um sig, en Rússar og Bretar horfa hvorir á aðra í vígamóði. Mælt er að Rússakeisara hafi verið gerð tvö fyrirsát síðan um daginn að stúdenta npphlaupið var. í fyrra skifti komst lögreglan fyrir leyni samsærið I tíma, svo keisarinn fór ekki þá för sem hann ætlaði. í síðara skiftið var keisarinn að skemta sér ásamt móður sinni á leir- kerasmiðs sýningunui í Pétursborg. Keisaravörðurinn tók eftir manni, sem sat um að komast að keisaran- um, og handtók því mann þenna. Fanginn ætlaði að ná einhverju úr vasa sínum, en var varnað þess, en leitað á honum, og fannst sprengi- kúla í vasa hans. Blaðamannafél. í Canada hélt fertugasta og þriðja ársfund sinn 21. þ. m. í Toronto. Eitt af þeim mál- um sem fundurinn ræddi og sam- þykti að vinna öflugt að, var að Canada eigi alla fregnþræði sjálf, og annist þá. Fundurinn kaus nefnd 1 þetta mál og hlutu nafnkendir menn þá kosningu, og má búast við að nefndinni verði nokkuð ágengt í þessu niáli. Sú fregn kemur að Búar hafi skotið herforingja French, sem oft hefur verið minnst á í blöðunum í sambandi við Búastrfðið. Á Indlandi er manntal nýbúið, og er íbúatalan nú 294 miliónir. deflr íbúunum fjölgað þar síðan manntal var tekið þar síðast um 7 mil. þrátt fyrir það þó íólk falli þar hvað ofan í annað miliónavís úr hungri. Eitt af mörgu sem hamlaði Botha hershöfðingja frá að ganga að friðarsamningum við Kitchener, var að lávarðurinn vildi engum griðum lofa De Vet, sem hann áleit foringja fyrir nppreisn og óeirðum í Höfða- nýlendunni. Og yfir höfuð þótti Botha öll triðarboð Kitcheners rýr. íslandsfréttir. (Eftir Bjarka) Seyðisfirði 10. jan. Samkoman, sem boðað var til í síðasta blaðf á gamalárskvöld af formanni Bindindisfélags Seyðfirð- inga, var mjög vel sótt; húsið var svo fult, að þeir sem síðastir komu gátu ekki fengið rúm. Þar voru sungin ýmis kvæði, mest ættjarðar- kvæði, en þeir Jón í Múla og Jóh. sýslumaður fluttu ræður. Sícan á nýári hafa verið stöðug þíðviðri og sunnanátt og oft rigning; á sunnudagsnóttina og lengi fram- eftir deginum var ofsaveður á sunn- an með áköf'um regnskúrum við og við. Leysingar hafa verið eins og á vordegi og jörð er nú alauð hér neðan frá sjó og upp í hlíðar. Blysför eg álfaðans var haldið hér á þriðjudagskvöldið á eyrunum norðan við Fjarðarármynnið, en á eftir var almennur dans á ,,Hotel Seyðisfjörd“ fram á nótt. Skemtunin mun hafa tekist vel að öðru en því, að blysin reyndust mjög illa, enda skemdi það fyrir að töluvert hvassviðri var á meðan hún fór fram. Bindindisfélag Seyðisfjarðar á miklar þakkir skilið af bæjarbúum fyrir aldamótasamkomuna, sem það efnaði til á gamlárskvöld. Það hefir, auk húslánsins, án efa kostað tölu- verðu fé til útbúnaðar samkominni. 17. jan. Veðrið hefuv veríð fyrirtaksgott undanfarna viku, stöð- ug blíðviðri, svo að menn muna ekki aðra eins tíð um þetta leyti árs. í vikunni sem leið var La?ar- fijót orðið alautt út á móts við Kirk- juhæ og flóði yfir hakkana eins og á vordegi; allar ár í Héraði höfðu þá rutt sig. 23. des. sfðastl. afhenti sjúkra- hússnefndin hér á Seyðisflrði hænum spítalann og tók bæjarstjórnin við honum, með öllum útbúnaði og pen- ingum þeim, er i sjóði voru, fyrir bæjarins hönd. Reikningar spítai- ans verða birtir síðar hér í blaðinu. Aldamótasamkomur hafa verið haidnar til og frá hér eystra. Á Vopnaíirði hélt séra Sigurðnr Sí- vertsen kvöldsöng á gamlárskvöld og á eftir talaði Jóu iæknir Jónsson um aldamótin. Borgfirðingar héldu samkomu á þrettándadagskvöld og fiuttu þeir þar ræður séra Einar Vigfússon og séra Stefán Sigfússon. Á Héraði hafa einnig verið haldnar samskonar samkomur og veislur, eða eru í undirhúningi; eina hélt Run- ólfur búfræðingur á Hafrafelli einn og bauð til hennar flestum eða öll- um hændum úr Fellum. 25. jan. 23. nóv. síðastl. lést á heimili sínu—Sjólyst á Þórarins- staðaeyri — ekkjan Ingibjörg Her- mannsdóttir. Banamein hennar v ir krabbamein f brjósti, er hún hafði haft f tvö ár, 9. fehr. Á mánudaginn dó Gunnar hóndi Jónson á Nefhjarnar- stöðum í Tungu úr heilablóðfalli, að þvf er sagt er. Hann var liðlega þrftugur að aldri, efnilegur og vel látinn. 16. fehr, Veðrið heíurenn ver- ið hið hezta, stöðugur stillur með lit'u frosti, “Egill“ kom í fyrrakvöld fermd- ur af kolum til herskipanna. Hann hafði verið sex daga á leið frá Eng- landi. Hinn 6- þ. m. lést að Egllsstöð- um í Fljótsdal Mekkin Ólafsdóttir rámlega áttræð (f. 1820.) Foreldr- ar hennar voru Olafur Þorsteinsson frá Melum í FJjót dal og Guðrún, dóttir Odds hónda á Skeggjastöðum í Fellum og Ingunnar Davlðsdóttur frá Hellisfirði.... Úr Meðallandinu er skrifað 13. f. m. „.... Heyskapartíðin í sumar var í betra lagi fram að 2, selt, þá komu rigningar miklar eg héldust til 9, okt, Alt að þvf einn fjórði af heyskap manna hér hraktist því og varð léttvægt fóður. En þeir sem melaslægjur hafa töpuðu þeim al- gerlega í ofsaveðrinu 20. seft. í sand: sumir töpuðu frá 40—70 hest- um af hlöðkuslægju, sem jafngildir töðu til fóðurs. Þó varð hér meðal heyskapur, því grassprettn var góð á votlendi, en á túnum, sem hér eru lítil, var hún í lakara lagi. 20,—26- okt. gerði hér harðinda skorpn með snjókomu og 6 gr. frosti (Reumer) svo útifénaður stóð í húsum 3 dæg- ur, en síðan hefur verið öndvegistíð, svo byggja heíir mátt við og við á vetrinum og nú finst ekki klakablett- ur á né í jörð. Ofsaveðrið 20: seft. gjöreyddi meltakinu okkar til korn- uppskeru og hefur það þær afleið- ingar að fyrirsjáánlegt er neyðarlíf alment. í fyrrahaust var uppskera hin bezta og mun mega fnllyrða að þá hafi fengist f þessum hreppi alt að 20 tunnum af verkuðu korni. Má nú ætla að tapast hafi alt að 70 tunnum. Hér í hreppnum eru 38 búendur og nær helmingur þeirra ekki nærri svo miklu korni úr kaup- stað yfir árið að nægi án íslenska kornsins. Því hér eru menn sauð- fáir og innlegg margra ekki annað en 30—60 pd. af ull og svo 1, 2 eða 3 rtrðar kindur og mun ærin hafa lagt sig til jafnaðar í Vík í haust 1—5 kr.; kjötverð var þar 11—12 au. pd. Sveitarþyngsli eru hér afarmik- il. Aukaútsvör voru hér I haust 1100 kr., lausafjártíund 40—50 kr., tíund af ábúð 25 kr. Enginn á hér áhýli sitt, alt ern Þjóðjarðir. Bæði treystast fáir að kaupa jarðir, enda ógerningur að leggja í það vegna eyði leggingarinnar af sandrokinu og eru nú á 36 árum, síðan ég kom f Meðallandið, 15 býli eydd af sand- foki og mörg önnur eru sömu forlög- um undirorpín eftir lftinn tíma, ef til vill á næsta ári. Hæst tínnd er hér 18 hndr. af lausafé; á manninum, sem þá tíund hefnr, er 105 kr. auka útsvar. Jeg er 5. maður í röðinni að ofan og hef 70 kr. útsvar“. Gullbrúðkaup St efdns Jónasorar off Bjargar Eristjdns• dóttir i Mikley f Nýja-íslandi. Þau heiðurshjónin Stefán Jónsson og Björg Kristjánsdóttir { Mikley i Nýja íslandi héldu gullbrúðkaup sitt 7. Marz 1901 i samkomuhúsi Mikleyinga. að viðs töddum nálægt 200 boðsgestum Samsætið byrjaði kl. 7 e. h., og byrj aði með ræðu, sem séra O, V. Gíslason flutti. Þá hélt séra Rúnóliur Marteins son ræðu. Þar næst hélt hra Stefán Sigurðsson, sem var forseti samsætis ins, stutta tölu oglasupp kvæði eftir H. Leo (sjá kvæði nr. 1), og færðí svo brúð hjónunum eftirfyljaudi gjafir frá vinum og vandamönnum, með stuttu á varpi og heillaóskom. 1. Gullhringur (18kar.) til brúðarinn- ar. Hringurinn var | úr þuml. á breidd og þykkur að því skapi; innan í hann voru grafín þessi orð: “Frá kvenfélagi Mikleyinga". TJtan á hringnum var fa ngamark brúðurinnar “B. K.” með upphleyptum stöfum. 2. Gullúr (Waltam movment, f 17 steinum) með gullfesti og gull-“locket” frú karlmönnum Mikleyjar. Úrið er dýrt og vandað að öllum frágangi. Ut an á það var grafið skip undir seglum. til að tákna að brúðguminn er skipa- smiður. Locket-ið er úr tómu gulli; það er steðji með hamri á, er 'tákna skyldi aðal iðn brúðgumans. Á úrið voru grafin þessi orð: “Gjöf Mikley- inga til S. JónSsonar á gullbrúðkaups- dag 7. Marz 1901. 8. Frá utanfélags konum og siúlkum Mikleyjar $14.25 i gulli. 4. Frá dóttursyni brúðhjónanna, St. Eiríkssyni í Selkirk ££, 5. Frá Jóni Sigurjónssyni i Wpg, £1, 6. Frá Gesti Oddleifssyni. Geysir, £1. 7. Frá tveimur enskum mönnuns, er vinna þar að bryggjusmiði, £J. 8. Frá Elínu og Rachel Cryger f Winnipeg £1 9. Frá Helgu Stefánsdóttir f Wpg, £i 10. Frá Stefáni Sigurðssyni, Hnausa, guilbúin stundaklukka úr dökkum mar- mara. Á hana voru grafin þessi orð í gullplötu: Mr. and Mrs. Stefan Jóns- son on tbe accasion of their golden wedding, March 7. 1901, by Stefán Sig- urðson. “Adwence for ever”. 11. Frá ,hr. Johannesi Sigurðssyni, Hnausa: Vandað Album 1 Morocco- bandi. 12. Frá J. J. Straumfjörð, Selkirk: Gull búinn göngustafur, með þessum orðum gröfnum 6 gullplötu á endanum á stafnum: "Gjöf frá J. J. Straum- f jörð til S. Jónsshnar 7. Marz 1901“. 13. Frá Mrs. Pickett, Austur-Selkirk: Tvenn ljómandi bollapör. 14. Frá Mrs Helgu Friðriksson, Sel- kirk: “Cruet Stand” (glashylki. 15. Frá séra Oddi giftingarskýrteini, með rúmi fyrir 2 myndir. 16. Erá Björgu Davidson: ljómandi brjóstnál. Auk þess sem upp hefir verið talið gáfu ýmsir aðrir 685 i silfri og seðlum. Að þessu búnn voru lesin upp af- sðkunar- og heillaóskabréf frá fjarver- andi vinum, sem boðuir höfðu verið, en se m ekki gátu komið, svo sem hr. B.L. Baldwinsyni ritstj. Hkr, og hr. Sigtr. sem var autt vatn að kveldi. var mann Jónassyni, ritstj. Lögb., og ýmsum gengur ís daginn eftir. Flúðu þau þá öðrum. með börnum sinum upp á loft, er vatn- Eftir þetta voru haldnar ræður og ið var orðið 8—4 fet niðri, og þar vora lesin upp kvæði af ýmsum. Fóru svo Þau eldlass um nóttina. Daginn eftir fram veitingar, og var þar mælt fyrir fóru þau á ís burt úr húsinu. Marga skálum og minni drukkin. Mun óhætt fieiri ðrðugleika mætti upp telja. En að fullyrða að þetta hafi verið ein h.n ekkertvann svig á hugrekki og stað- fjölmennasta og rausnarlegasta veizla, festu þeirra hjóna. Sem haldin hefir verið af íslendingi hér Þau hjóu hafa ei"nast 5 bðrn, 4 fyrir vestan haf. Enda dansaði fólk og dætur og 1 son, tem öll eru gift. Helga skemti sér alla nóttinaog fram á morg- Júlía, gift Eirfki Daviðssyni; Kristiana un. í veizlu þessari voru þrjú börn Jakobína, gift Kristjáni Jóhannessyni; gullbrúðhjónanna viðstödd, 5 barna-I Jónína Guðbjörg. gift W. McDonaid í STEFÁN JÓNSSON. BJÖRG KRISTJÁNSDTÓTIR. bðrn og 1 barna barna-barn. Var boðs gestunum sýnd mynd af 4 liðum ættar innar á einu spjaldi; 1, Björg Kristj- ánsdóttir (kona Stefáns Jónssonar; 2. Kristiana Stefánsdóttir; 3. Björg Mrs J. J. Straumfjörðdótiir Kristiönu Stefánsdóttir; 4. Aurora Straumfjörð (dóttir J. J. Straumfjörð. Þau hjónin, St. Jónsson og Björg Kristjánsdóttir, eru bæði ættuð úr Þingeyjarsýslu. Faðir Stefáns bjó rausnarbúi á óðalseign sinni, Einars- stöðum í Reykjadal í Þingeyjar- sýslu. Björg kona Stefáns Jónssonar er dóttir Kristjáns Arngrimssonar og Helgu Skúladóttir prests að Múla f Þingeyjarsýslu. Kristján og Helga bjuggu fyrirmyndarbúi á eignarjörd sinni Sigríðarrtöðum í Ljósavatns- skarði, Kristján sál. var þjóðbaga- smiður á tré og járn og söðlasmiður hinn bezti. Hann var kallaður kon- ungur í bændastétt sökum gestrisni og höfðingS8kapar. Stefán Jónsson er fæddur á Einars- stöðum i Reykjadal 1831. Ólst hann upp með foreldrum sinum þar til hann var 18 ára, fór hann þá að Sigriðarstöð- um til foreldra Bjargar og var þar vinnumaður i 2 ár. Gekk hann þá að eiga Björgu Kristjánsdóttir, sem var einu ári eldri en hann. Reistu þau bú sama ár. — Árið 1873 fluttu þau Stefán og Björg til Ameriku og settust strax að í Mikley og hafa dvalið þar siðan, að undanteknum 4 árum, sem þau voru i Austur-Selkirk. Stefán er frábær dugnaðar og fjörmaður og má með sanni segja um hann, að honum hafi aídrei orðið ráðafátt. Og hefir þó margt það á daga hans drifið er dregið befði kjark úr hugdeigum manni. Og mætti margar sögur um það segja, en hér er ekki rúm fyrir það. Þó skal þess getið, að fyrst er hann ætlaði til Ameríku, trúði hann vini sinum fyrir öllum pen- ingum sinum þangað til hann færi. En er hann ætleð til taka og fara af landi burt, fékk hann ekki einn eyri og varð að setjast aftur. Var þetta eitt af þeim brögðum, sem beitt var til að hindra Ameríkufarir þeirra, er nokkurs þótti um vert í þá daga. En einmitt fyrir þetta slapp hann við bóluveikina, sem geysaði í Nýja íslandi. Hann var einn af þeim, sem ætluðu til Brasilíu, og tapaði við það aleigu sinni. Þris- var sinnum tapaði hann aleigu sinni heima á íslandi, gegnum vesturfara- tilraunir. Lét hann það samt ekki á sig fá, og reisti jafnan bú aftur. Þegar hann var seztur að í Mikley, lenti hann í flóðunum miklu, sem nálægt gjör- eyddu bygðina; hús hans hálfyltist af vatni. Var þá frost svo mikið, að þar Duluth, iiinn.; Þuríður ðigurlaug, gift George Srnart í Grand Forks, Dak.; Kjartan, giftur Vilhelmínu Þórunni Oddsdóttir Gíslasonar prests. Heimili þeirra hjóna Stefáns og og Bjargar heitir J ó n s n e s. íveru- húsið er nýbygt timburhús, stórt og vandað og hitað upp með lofthitunar- ú*'húnaði neðan úr kjallara (furnace). Kjallarinn er högginn í berg, og stein- tröppur niður. Húsið hafa þelr feðgar Stefán og Kjartan smiðað að mestu eða öllu leyti sjálfir. Énda er gamli mað- urinn lista smiður bæði á tré og járn. Stefán hefir verið fjörmaður mikill og er það enn, þótt hann sé 70 ára að aldri, og hafi unnið mikið og vel alla ®fi. Og ekki hefir timanum enn þá tekizt að beygja konu hans, þótt hún hafi 71 ár að bhki sér, og hafi með bónda sinum fengið sinn fulla skerf af stríði og lífsreynslu. Þrátt fyrir alt og alt hefir hamingjan verið þeim vin- veitt og lífsstarf þeirra orðið bless unar- rikt fyrir þau sjálf og ættmenn þeirra °g vini. Mátti vel sjá í veizlu þes sari, hversu hlýan hug starfsbræður þeirra og sveitungar bera til þeirra, og hversu mi -ils þau eru virt á því, hve almenn- an þátt allir eyjarbúar tóku f því, að votta þeim virðingar, vináttu og hlut- tekningu á þessari sigurhátíð þeirra. Megi geislar haustsólarinnar skíua á hærur þeirra og krýna þau sigor- kransi vel unnins æfistarfs, eins og þaa eiga skilið, og vinir þeirra og vanda- menn óska þeim af heilum hug, Margrét J. Benedictson. ÞAKKARÁ V ARP. Ritstj. Heimskringlu. Qerið svo vel að láta blað yðar fiytja innilegt að alúðarfylsta þakklæti mitt og konunnar mincar til allra lreirra vina okkar og vandamanna, sem heiðr- uðu okkur með nærveru sinni á gull- brúðkaupsdegi okkar, sem var haldinx hátiðlegur að skólahúsinu í Mikley 7. þ. m. að viðstöddum nær 200 manna. Einnig til allra þeirra nær og fjær, er gáfu okkur stór-dýrmætar heiðursgjaf- ir við þetta tækifæri, og síðast, en ekki sízt, til þeirra, sem kringumstæða vegna ekki áttu kost á að sækja sam- komuna, en sem sendu okkur bréflega vinarkveðju og lukkuóskir. Þessi okk- ur óviðjafnanlega dýrmætu bréf voru lesin upp á samkomunni, og verða síð* an ásamt gjöfunum geyind í eign okkar hjónanna meðan við lifum. Öllum þessum vinum okkar og vandamönnum vottum við hér með okkar innileg asta þakklæti fyrir alla hluttekning þeirra í kjörum okkar hjónanna. Við þetta gullbrúðkaups tækifæri hafa þeir veitt okkur eina indælustu og ógleymanleg- ustu gleðistund, se n fyrir okkur hefir komið á æfiani. Hecla P. O., Man., 10. Marz 1901. STBFáN Jónsson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.