Heimskringla - 28.03.1901, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.03.1901, Blaðsíða 4
HEIM8KRINGLA 28. MARZ 1901. ***#«******#*#*#«««*0« *M»#* >*k * * * * « 3 * * e e * * # * * # * * DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl “Freyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sselgSBtis- drykkur og einnig hið yelþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Agætlega smekkgott og sáínandi i bikarnum xiáClr þ«sHir drykkir er seldir i pelaflðskum og sérstaklega ætl- aðir til neyzlu í hcimahúsum. — 8 dúsin flðskur fyrir 92.00. Fæst hjá öllum yin eða ðlsölum eða með þvi að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. EDWARD L- DREWRY- « Hanntartnrer & Importer, WIIiklFEO. 4 «########*################ #####*###*##*####*##* # # * * # # # # # # # # # Areiðanlega það bezta er Ogilvie’s Mjel. *►#*# * S S # # # # # z # Sjáið til þess að þér fáið OGILVIE’S. # # ############*####### ###|## Kjorkaup a skofatnadi. Kvenfólks “Rubbeis fyrir - - 15c. Karlmanna “ “ - . 25c. Karlmanna vetlingar “ - - 25c. Karlm. Gum Rubbers “ - - 85c. “ “ “ með spenum $1.25 Mikil kjðrkaup á kvenfólks og karlmanna skóm og stígyélum, Komið og reynið. Gegnt Portage Ave. <fc 351 main Street. M KROTHEIIS Winnipe<y. Mrs. Helga Borgfjörð að Siglu- aes P.O. d<5 4 þ. m. úr taugaveiki. Heimili séra Bjarnr Þórarins- sonar er nú: 495 Yong Street hér i bænum. Hínn 20. þ: m. gaf sér Bjarni Þörarinseon í hjónaband Mr. Nikn- lás Snædal og Miss Kristínu Krlinds döttir úr Grnnnavatnsnýlendu. — Hkr. öskar þeim til hamingju. Þann 12. næsta mánaðar ætlar stúkan Hekla að halda samkomu, eins og éðnr hefir verið getið nm hér I blaðinu. Á samkomu þeirra verður ieikinn “Misski!ningur“, leiknr eftir Kr. Jónsson. Betra fyrir fólkið að kanpa aðgöngumiða í tfma. Síðustu daga hafa verið hér sól- skins dagar, og þótt enn þ& sé loft kuldi allmikill, ersnjór töluverttek- inn. Snm stræti alauð: Vorið er á næstu grösum. Útlit með byggingarvinnu hér í bænum hin hezta, í sumar. Næsta laugardag 30. þ. m. kl. 8 að kvöldinu, heldur Stúdentafélag- ið íslenzka opin fund & North West Hall. Þar fer fram kappræða nm spursmálið: “Er það rétt af Veetur. íslendingum að styðja að fólksflutn- ingnm frá Islandi til Ameríku & einn eða annan hátt. Játendnr: Jóhann Bjarnason og Ólafur A. Eggertsson; neitendur: Jóhann Sólmundsson og Stefán Guttormsson. Svo er til ætl- ast að þegar þeir hafa lokið máli sfnu, geti hver sem vill fengið að taka til máls. Inngangur verðnr ekki seldur, en samskot tekin til að borga fyrir fundarsalinn. I verzlun Mrs G. Thorkelson að 539 Ross Ave. fást nú móti pening- ingum út í hönd 15 pd. molasyknr tl, 17 pd. raspaður sykur $1, 19 pd. púðursykur $1, 8 pd. bezta kafifl $1, 5 pd. sveskjur 25c., beztu rúsínur lOc. pd., 7 pd. fötur af Jelly 65c., 1 pd. Jelly glös 10c., 2£pd. Tomato- könnur 10c., bezta Ham lOc. pd., bezta hangikjöt lOc. pd., bezta smjör frá 12£— 15c. pd. Gerpúlver l7Jc. þd.» vanilla og Lemon glös lOc. Súkulade 5c. kakan. Ýmsar teg- undir af sætabrauði 12|c. pd.; skó sverta 2 dósir 5c„ gott kindakjöt 6c. pd. Alt glertau selt með miklum afslætti frá vanaverði. Ýmsar teg- undir af gos- og öðrnm svaladrykkj- um og hAðvöru með góðu verði; ný egg 17|c. tylftin. íslendingar boðn- ir og velkomnir að skoða vörurnar og spyrja um verðið. Hra Guðmnndur Guðbrandsson frá Gladestone var hér á ferðinni fyrir stnttu; hann ætlar að flítja alfarinn vestur að hafi nú þegar. Þeir, feðgarnir Matúsalem Olason og Óli sonur hans frá Akra, N.Dak., komu inn á skrifstofu Hkr. í gær. Þeir komu vostan frá Manitobavatni úr landskoðunarferð þangað, og voru á heimleið. Þeim leizt frekar vel á land ið og afkomu bænda þar vestur frá. Þeir bjuggust samt ekki við að flytja þangað að svo stðddu. Þeir kaupmennirnir frá Gimli, B. B. Olson, Bjarni Júlíus og Stephan Jones. voru bér á ferðinni þessa daga. Ekki þorir Mr. Isaak Campbell að mæta Hon. Roblin enn þá. Hann bef- ir látist ætla að mæta Mr. Roblin með þessum og hinum viðbárum, en enn þá er hann ekki búinn að tiltaka dag- inn. Hra. Gunnar Sveinsson er ný-, kominn heim eftir mánaðarferð um Pine Valley nýlenduna (furndalur) eða sem hingað til hefur verið kall- að Rosseau County. Hann var þar & f erðinni að seija rjómaskilvindur og gekk honnm ferðin ágætlega. Hann segir að bændur þar hafi mik- inn áhuga á góðri smjörgerð. Hann kveðst alstaðar hafa mætt beztu við- tökum hjá Islendingum, og leist mæta vel á sig, á meðal þeirra. í þessari nýlendu hafa íslendingar, Norðmenn og Frakkar teksð sér ból- festu. Hann segir að íslendingar séu langt á nndan Norðmönnum og Frökkum í búskap og húsagerð. I þessari nýlendu stunda bændur ein- göngu ennþá griparækt einkum norð an við landamærin, og er gripatalan furðu mikil, þar sem ekki er nema 2 til 3 ár síðan nýlendubúar þessir settust þar að. Hann álítur landið yfirleitt mjög vel fallið til hveiti- ræktar, sem óefað verður stunduð þá fram líða stundir. Þar er nægð af góðu neysluvatni, og yfirfljótanlegur skógur bæði til bygginga og elds- neytis. Nýl.búar eiga skamt til braut ar, og aðdrættir því mjög léttir. Nokkuð er ótekið af löndum þar enn þá, en nú eru lönd þar öll útmæld. Hra. Gunnar Sveinsson spáir hið bezta fyrir framtíð íslendinga f þess- ari nylendu, og sendir þeim kveðju sfna nú, fyrir góðar viðtöknr. SPURNINGAR ,OG SVÖR. Sp.: Hefir sveitarstjórn vald til að leggja skatt á gjaldendur sveitarinnar án þeirra samþykkís, vissa upphseð til að borga tveim mönnum, sem ráðgert er að senda til Ottawa f erindagerðum, sem enginn getur fyrirfram sagt að hafi nokkurn hagsmunalegan árangur fyrir sveitina. 2. Hefir sveitarstjórnin í nokkurri sveit lagalegt vald til að veita fé úr sveitarstjóði til óvissra fyrirtækja, ef nokkur hluti gjaldendanna er á móti þvi. Sv.: Þessar tvær spurniugar, sín úr hverju bréfi, eru svo samkynja, að vér látum eitt svar nægja fyrir báðar. Það er: Nei. Sveitarstjórnarlögin 319. gr, segir: "The Council of any municipality may pay the actual travelling ezpenses of any member of the council duly auth- orised by theCouncil to go on a Journey beyond thelimits of the Municipality on the business of the Council". Ferð sú sem spurningin getur um, getur að voru áliti ekki talist í þarfír sveitar- stjórnarinnar cg þess vegna gæti slfknr kostnaður ekki tekist af sveitarsjóði. Ritstj. Æfiminning. Ilólmfríður Júnadóttir Ooodman. Hún var fædd 11. Jan. 1824 að Miðhvammi f Reykjadal. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson Sigurðssonar og Helea Jónsdóttir prests að Helga- stöðum, Jón föðurafi hennar bjó á Einarsstöðum f Reykjadal. Þegar hún var 7 ára fluttist hún að Hól á Langa- nesi; 10 ára varhún þegar móðir henn- ar dó, en 19 ára þegar húa misti föður sinn. Eftir það var hún lengst af hjá Margrétu Stefánsdóttir prests að Sauða- nesi, á Ytralóui á Langauesi, um þær mundir kyntist hún syni hennar Þórði Þórðarsyni, er þá stundaði nám á lat- inuskólanum í Reykjavík. Þau trú- lofuðust,enhann brá síðar heiti við hana. Árið 1862 giftist hún ekkjumanni Soff- aniasi Benjaminssyni. Hann var greindur maður og heppinn læknir, þó hann ólærður væri. Með honum átti hún eina dóttir, Concordfu að nafni, eina systurdóttir sina fóstraði hún— Sigrfði Halidórsdóttir, og reyndist ávalt eins og góð móðir. Sambúð þeirra bjóna var stutt, því 1869 var houum kipt í burt frá henni. 1871 giftist hún Helga Eymnndssyni, vel- látnum manni og góðum smið; þau bjuggu á Hóli þar til þau fluttu f Lauf- ás i Höfðahverfi; þaðan fluttu þau aust- ur aftur að Syðribrekkum á Langanesi, voru þar að eins eitt ár; fluttu að Þórs höfu í sömu sveit og voru þar nokkur ár unz þau fluttu til Ameríku árið 1888 og settust að við Grafton. Þar misti hún Helga 1885. Til Calgary fór hún með tengdasyni sfnum Ólafi Goodman. árið 1886 giftist þar Guðmundi Jóns- syni Goodman árið 1888 sama ár fluttu þau norður í Albertanýlendu og voru hinir fyrstu landnemar f þeirri bygð. Hann var frumkvöðull að því að íslendingar settust hér að. Hún naut hans ekki lengi, því síðasta kallið kom til hans 1890. Eftir það var hún hjá dóttur sinni, sem skömmu seinna miati mann sinn. — Síðau hafa þær mæðgur búið á óðalsjörð sinni við Me dicine. Hún var óstyrk til heilsu, eink anlega seinustu árin, og i vetur lá hún í lungnabólgu, en komst þó á fætur aftur rúman mánaðartíma; svolagðist hún aftur í sömu veiki, sem dró hana til dauða eftir 8 daga, 20. Febr. 1891; þá var hún 77 ára. Hólmfríður sál. var greind kona og skemtileg, umhyggjusöm, trygg eg sístarfandi Minning hennar lifír í söknuði og heiðri í hjörtum vina og vandamanna. J. E. Undir skrifaður biður herra Vigfús Sigurðson sem frá íslandi kom sfðastliðið snmar, að l&ta sig vita hvar hann er. sem fyrst. Immigration Office Winnipeg 23 Marz 1901 W. H. Paulson, ATHUGIÐ ÞETTA! Sökum þess að ég hefi orðið mjög viðavarvið að fólk, sem hefir keypt hljóðfæri (orgel o. s. frv.) hefir borgað eins hátt verð fyiir þau, sem brúkuð hafa verið (Second hand) og litt notand eins og hægt hefði verið að fá ný og góð hljóðfæri fyrir, leyfi ég mér að bjóða hverjum þeim sem hefír f hyggju að kaupa hljóðfæri, að koma til mín, hvort sem hann er héðan úr bænum eðs okki, ég er reiðubúinn að bjálpa hverj- um f þessu efni eins mikið og ég get án nokkurs endurgjalds, Vinsaml. 661 Pacific Ave. Jónas Pdltson. Liðlegur vinnumaður, einhleypur, getur .fengið vist úti í Grunnavatns- nýlendu. Viðurgerningur og kaup á- reiðanlegt. Sá sem vill sinna þessu, snúi ser til Árna Jónssonar, 731 Elgin Ave. Wi>u OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍND NÝJA SMMian HotfiL 718 Main Mtr Fæði 91.00 & dag. Islenzkur málaflutningsmaður Thomas H. Johnson Barrister, solicitor etc. Room 7 Nanton Block, 430 Main Street, JYínnipeg Manitoba. TBLBPHONH 1220 - - P. O. BOX 750 Ganadian Pacific RAILWA- Ertu að fara austur? Eða vestur? í brýnum erindum eða skemti- ferð? Kýstu fljótförnustu leið og skemtilegnstu? Kýstu að sjá fagrasta sýningar- svið á leiðinni? tt Vagnaskiftingar eru eugar á leiðunum til TORONTO, MONTRE- AL, Vancouver og Seattle. Ágætir svet'nvagnar á öllum þessum leiðum. Farþega hentisemi er fibyrgst á öllum lestnm til TORONTO, MONT- REAL, BOSTON, VANtOUVER og SEATTLE. Fargjald ferðafólks ákveðin til CALIFORNIA, CHINA, JAPAN og allra staða kringnm hnöttinn. Allan þenna hagnað getið þér fengið ef þér tekið ykkur farbréf hjá Canadiiin Facific KailwAj Leitið yður fylstu upplýsinga hjá: Wm. STITT C. E McHPERSON, aðstoðar uraboðs- aðal umboðsmaður maður farþega farþegalestauua. lestauna. WINNIPEG. ShoeCo.1'1 596 Jlaln Mreet. hafa þá ódýrustu og beztu barna-flóka-skó, sem fáanleg- ir eru í þessum bæ. Komið Ofr skoðið þá og spyrjið um vet ðið. T. LYÖJSIS 490 Main St. -• Winnipeg Man. THE CRITERION. Beztv vin og vindlar. Stærsttog bezts Bilhard Hall i bænum. Borðstofa uppi á loftinu. JohnWilkes, eigandi Selja nú eldivið jafn ódýrt og nokkrir aðrir í bænum, t. d. selja þeir bezta “Pine” fyr ir $4.25 og niður í $3.75 eftir gæðum, fyrir borgun út í hönd. OLSON BRO'S. - 612 ELCIN AVE. Any and JVavy Heildsala og smásala á tóbaki og vindlum. Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla- byrgðir sem til eru í þessum bæ, og selj- um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum vér meiri verzlun en nokkur annar. Vér óskum eftii viðskiftum yðar. f. Brown & Co. 641 Main Str, 114 Lögregluspæjarinn. sem hann er gæzlumaður hennar. “Er það mögulegt að þessar persónur séu elskendur”, hugsar hann. Augnabliki siðar kemur Louisa til hans á- samt Ágúst og segir: “Herra de Verney; þetta er Ágúst gæzlumaður minn; Ágúst Lieber er fult nafn hans; hanu ætlar að þakka yður fyrir alt það sem þér hafið gert fyrir mig í dag”. De Verney ímyndar sér að hún hafi sagt honum eitthvað meira en sannleikann. Þegar han.. heyrir nafnið Ágúst Lieber, man hann eft- ir skýrslu Regniers. Þetta ereigandi blómsölu- búðarinnar á Montemartagðtu. Þetta er alt samsærisfólkið! Mann tekur þá kveðju Ágúst og talar nokk- ur orð um það, hversu fögur séu blómin í garð- inum hans, en það dylst ekki að Ágúst þráir þá stund að de Verney kveðji og fari brott. Hann snýr sér að Louisu og segir henni að miðdags- matur yerði tilbúinn eftir fáein augnáblik, litur því næst á de Verney og segir: “Eg vildi gjarna geta boðið yður að koma og heimsækja okkur einhvern tíma seinna, herra de Verney, en ríkis- og mentafólki eins og þér eruð, er ekki bjóðandi inn í bústaði fátæklinga eins og okkar, Þessi stúlka, sem ég á að gæta, er áð eins blómsölu- stúlka, og hversu heiðvirður herra sem sá kann að vera, sem er vingjarnlegur við hana, þá hlýt- ur viðKynuÍDg hans að gera henni fremur ilt en gott. Verið þér sælir!” Agúst talar þessi orð kurteislega, en þvi tekur de Verney eftir að þegar hann nefnir ‘rík- isfólk” og “fátæklingar“, þá leggur hann á þau Lögregluspœjarinn. 119 Þá tekur Marcillac til máls og segir að Her- mann hafi farið inn i húsið nr. 55 á Maubenze- götu klukkan 3. Jolly veitti honum eftirför. Klukkan sex kom hann aftur út og hélt á stór- um fataböggli. Jolly fylgdi honum enn eftir og gefur nákvæma skýrslu um fei ð hans þegar hann kemur. Þegar de Verney hefir fengið þessar fréttir, lætur hann þá báða fara og skipar þeim að koma á morgun og segja sér tíðindi. Svo biður hann óþreyjufullur eftir Jolly. Hann þorir tæpast að fara nokkuð í burtu fyren hann hefir fengið nánari fregnir af Hermanni. Eftir tíu minútur kemur Jolly lafmóðnr með öndina í hálsinum. Honum var auðsjáanlega mikið niðri fyrir og leit út fyrir að hanu hefði illar fráttir að færa. “Hefir hann sloppið kúr greipum ykkar?” spyr de Verney. "Hann hefir gert miklu verra !” svarar Jol- ly gremjulega. “Hann hefir leikið á mig, dón- inn, þrælmenuið, þorparinn ! Eg hefi haft þenna starfa f f jörutíu ár og ég hélt að ég þekti Paris; en í kveld komst ég uð raun um að það er ekki”, "Segðu mér hvað þú átt við !” segir de Ver. ney rólega, en áhyggjufullur. “Eftir að ég skildi við þig", svarar Jolly, “gekk Hermann rakleiðis til blómsölubúðarinn- ar, og fanturinn gekk svo hart að ég gat varla fylgt eftir. Þegar þangað kom, skildi hann eftir annað bréfið, eftir að stúlkan hafði hrist framan i hann höfuðið, eins og ég hefi áður sagt. Þá fór hann þaðan út og gekk sama veg og hann var vanur, en hann gekk svo hægt og tafði svo 118 Lögregluspjarinn fara heim og fá sér miðdagsverð, koma svo aftur og finna de Verney i slðasta lagi klukkkan hálf átta. Klukkan er orðin sex og Microbe má herða sig til þess að hafa gert þetta alt á hálfum öðrum tfma. En de Verney mundi eftir öðrum Iiouisu þegar hún sagði: “Það verður ekki lengi”. Hann gat ekki skilið þau öðruvísi en að einhver stórkostleg umskifti væru í nánd, og þá var betra að vera vakandi og hafa gát á öllu eft- ir föngum. Klukkan sjö koma þeir Regnier og Marcill- ac. Regnier flytur þær fréttir, er hér segir: “Engin tiðindi gerðust í blómabúðinni eftir að hann sendi skeyti síðast, nema það, að Ágúst Lieber, eigandi búðarinnar, kom aftur þegar Hermann var nýfarinn út og hafði skilið eftír gula bréfið síðara og haldið .áfram göngu sinni með rauða rósavöndinn sinn í barminum. Lieber leit eftir öllu í búðmni og fór síðan heim til sín til Passy. Þegar hann var farinn, tók Regnier eftir því, að hitt bréfið var líka horfið. Þessu hafði de Verney líka búist við. Hann spyr nú um stúlkuna. sem gætti búðarinnar fyr- ir Lieber og annaðist blóinsöluna. Regnier hef- ir koraist að því, að hún heitir Rósa; hún er 18 ára gömul, hefir verið í búðiuni í tvö ár og fylgdi henni þegar Liebr keypti hana fyrir ein- um mánuði, “Þú getur séð Rósu sjálfur, ef þú vilt”, segir Regnier. ‘*Hún selur blóm í fjól- sölubúðinni á hverju kveldi!” “Jæja!” segir de Verney. “Það er bezt að reyna; ég ætla að fara þangað og finna hana Rósu litlu í kveld”. Lögregluspæjarinn. 115 einkennilega áherzlu. Það er eins og hann þá bíti á jaxlinn af grimd og öfund. “ Verið þér sælir, herra !” segir de Verney kurreislega og glaðlega. “Verið þér sælar, ung- frú !“ Hann hneygir sigfyrir heuni einkar vin- gjarnlega. Hún bítur á vörina og réttir honum hendina. Hann tekur þétt og vingjarnlega í hönd hennar og hún eius á móti. De Ven,ey gengur hægt niður götuna; hana Sér ud Ágúst fær Louisu bréf, er hann tekur úr vasa sinum og gengur svo inn. De Verney sn ýr aftur til Louisu og segir: “Þér hafið ekki ein* ílt álit á mér ag gæzlumaður yðar ? Trúið mór, ég finn til þess hversu mikið þór verðið að vinna* fyrir daglegu brauði og hversu staða yðar er hættuleg. Blómsölustúlka verður fyrir mörgum fieistingum og tálsnörum". Hún heldur á bréfinu i hendi sór og lsetur sem sér só ekkert ant um það. Hann reynir að lesa eitthvaðí því, en það gengur ekki greitt. Hann verður steinhissa á svari hennar. 'Guði sé lof að það verður ekki lengi!“ segir hún—svo þegir hún dálitla stund, en heldur því næst áfram á þessa leið. “Mór er sagt að þér hafið ákafiega mikil áhrif. Hver veit nema að óg einhvern tíma-----“- “Louisa, kondu undir eins nú !*• kallar Lie- ber grimmilega og opnar dyrnar, Hún yfir gefur de Verney og fer nú án þess að segja eitt einasta orð, en um leið og hún snýr sér við at- hugar haun bréfið. Bréfverjan er gul! Það er líklega aunað bréfid, sem hann Hermann rit- aði i húslnu nr. 55 á Manbenzestræti í dag. De

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.