Heimskringla - 04.04.1901, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.04.1901, Blaðsíða 1
!&♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦%* ♦ ♦ ♦ Heiniskringlaer gef- ♦ in út livern fimtudag af: J Heimskringla News and ♦ ♦ Publishing Co., að 547 Main ♦ J St., Winnipeg, Man. Kost- J ♦ ar um árið 1.50. Borgað ♦ j fyrirfram. ♦ ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦|g) ^♦4 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦H ♦ Nýír kaupendur fá i ♦ J kaupbætir sögu Drake g ♦ Standish eða Lajla og jóla- ♦ ♦ blað Hkr. 19o0. Verð 35 og ♦ J 25 cents, ef seldar, seodar g ♦ til íslands fyrir 5 ceots ♦ ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^t XV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 4. APRlL 1901. / Nr. 26. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Ófriðarhorfarnar & milli Rússa og Breta í Kína að minka. Útlitið er alt annað en friðsam- legt á Rússlandi síðan um daginn að óeirðirnar urðu I Pétursborg. Hótanabréfum rignir yflr, keisarann og ráðgja hans á hverjum degi. Á laugardaginn gengu verkamenn, er vinna í málmnámum, skrúðgöngu um heletu hluta Péturshorgar. Fóru þeir með hávaða og ólátum. Átta hundruð Kósakkar réðust þá með brugðnum sverðum og drápu og sœrðu verkamenn. í íyrstu ætlaði stjórnin að halda því leyndu hvað margir verkamenn hefðu fallið í upphlaupinu; en nú er það haft fyr- ir satt að hundrað verkamenn hafl fallið og verið særðir og meiddir til óbóta. Óeirðirnar eru jafn vel gengnar svo langt, að skotið heflr verið á háyflrvald hinnar Holy Syn- od (Pobiedoneotezf) inn um glugga á skrifstofu hans. Fjórum skotum var skotið, en karlinn sakaði ekki. Maður 8á sem þetta gerði, heitir Ra- jowski og er lærisveinn Leo Tolstoi greifa, og er álitið að banatilræði þetta hafi verið gert í hefndarskyni fyrir árásir þær sem greiflnn hefir orðið að sæta af hálfu kyrkjunnar. Óeirðir og ókyrleiki eiga sér stað í sumum útríkjum Tyrkja um þessar mundir. Hafa þeir sent her- skip til Marathocamþs-eyjarinnar. Hefir helft eyjarinnar haflð ein- dregna uppreisn.—Ekkert er endi- legt gert í. Macedoniu-máli Tyrkja enn þá. Nú er sagt að Aguinaldo, hers- höfðingi Filipseyjamanna, sé tekinn og settur f varðhald af Bandamönn- um. Mælt að hans eigin menn hafl svikið hann og komið honum á vald Bandamanna. í fyrri viku gengu óvanalega mikil frost og hríðar all-vfða í Evrópu. Hríðarskota gekk yflr norðurhluta Frakklands og féll þá töluverður snjór f Parisarborg. Mælt er að margir vinir Tol- stoi greifa vilji að hann fari, eða jafnvel réttara sagt, forði sér burtu úr Rússlandi, undan ofsókn kyrkj- unnar. Þess vegna hafa vinir hans á Englandi fastlega skorað á hann að flytja þangað. En Tolstoi greifl segir ástandið á ættlandi sínu sé svo tvírætt um þessar mundir, að þar sem það að sumu leyti sé sér náið, Þá álítur hann það skyldu sína að fara hv ergi, en leitast við að veita réttu málefni og föðurlandi sfnu alt sitt fylgi oglið. Sum blöð segja að það hafl ver- ið af undirlögðu ráði Rússastjórnar að Botha neitaði friðarsamningi við Breta. Rússar og Bretar hafa staðið vígbúnir hvorir móti öðrum í Kfna nú um tíma, og fundið landskika til deiluefnis, þá alt annað var þrotið. Japanverjar standa einnig vígbúnir að ráðast á Rússa þar austur frá, ef þeir slaki ekki til með yflrráð sín sem þeir hafa haft þar, Samt þora Japanverjar ekki að skera upp úr með ófrið, nema Englendingar standi á baki; þeirra. En meðan Bretar séu bundir í Suður-Afríku og friður kemst ekki á þar, þá geti þeir ekki snúist á bak við Japansmenn. Þess vegna rói Rússar öllum árum að áframhaldi ófriðarins í Afríku og fái Búa til að ganga ekki að friðar- samningi, og láta í veðri vaka við Þá, að Bretum muni lenda saman sig eða Frakka í Kína, og þá losa á bijndunum í Afríku. Þann 23. f. m. tók Fred. Funs- ton, herforingi Bandamanna, hinn oafnfræga hershöfingja Filipsmanna Emilio Aguinaldo. Funston þessi náði bréfum frá Aguinaldo til undir- manna sinna. Bað 'þá að senda sér lið. Funston notaði sér þetta. Bjó sig á stað með lið, sem leit út og lézt vera sent til Aguinadlo, og alla leið Þangað sem hann hafðist við. Auðvitað var engin mótstaða veitt þessu liði, og fyrstu skotin, sem Funstons menn sendu þjónum Agui- naldos, hélt hann að væru fagnaðar- skot, Hljóp hann út að glugga og skipaði þeim að hætta þessari heimsku. Höfðu menn Funstons náð öllum nmráðum á bústað hans. Þeir voru 400, en ekki nemr um 60 menn voru til varnar hjá Aguinaldo. Yar hann þegar handtekinn. Hon- um varð hverft við í fyrstu, átti hann ekkí voná lævísisbrögðumFun- stons, en bar sig fljótt vel eins og hetju sæmir. Einn eða tveir féllu af heimamönnum Aguinaldos, og einn særðist af mönnum Funstons. —Hvað Bandamenn gera við Aguin- aldo, er lýðum ekki ljóst enn, en upp haí og endir verður hvað öðru skylt að öllum líkum. Hermálaskrifari Breta segir, að herstjórnin sé nú búinn að efna orð sín, sem hún lét útganga 7. Febrúar síðastl., að senda Kitchener hershöfð- ingja 30,000 ríðandi hermenn til liðstyrkingar. 26000 eru þegar farnir, en 6000 bíði skipfars, en verði sigldir eftir tvo til þrjá daga á suðurleið. Mikil og flókin málarannsókn stendur yflr þessa dagana í mútu- máli Mr. Cooks og Laurierstjórnar- innar. Efri málstofan skipaði rann- sóknarnefnd 1 málinu, og lítur málið illa út, og varið af mesta kappi, sem ekki er furða. Kona að nafni L. Laromore, suður í Mass., drap 6 börn sem hún átti og veitti sjálfri sér banvænt til- ræði að síðustu. Landnámssaga íslendinga —1— Minnesota. KFTIR: S. M. S. ASKDAL. Árið 1876 kom hingað Sigmund- ur Jónathanson; (hafði áður dvalið um tíma í ríkinu Wisconsin). Hann er ættaður úr Ljósavatnsskarði, var um eitt skeið gestgjafl á Húsavík; hann er einn af beztu bændum þess- arar bygðar, íbúðarhús hans er hið fegursta, sem hérer til. Hann er vitnr maður og vinur vina sinna._ Hans kona Hólmfríður Magnúsdóttir ættuð úr Köldukinn í Þingeyjar- sýslu. Þau eiga tvö börn, Ingíbjörg, gift ameríkönskum manni,og Jóhann, sem er einn af mestu hugvitsvölund- um íslendinga. Jón Sigurðsson, Snædal, frá Hákonarstöðum á Jökul dal kom hingað árið 1878 hans kona Kristín Björnsdóttir Gíslasonar danni- brogm. (Björns og barna hans hef ég áðurgetið) ; Jón sonur Björns býr hér á föðurleið sinni og er giftur Lukku dóttur Eðvarðs Þorlákssonar, er áðnr var getið. Ar 1888 (?) kom hingað Guð- mundur Guðmundsson frá Nýpi við Vopnafjörð ásamt fjölskyldu sinni. Albert sonur hans er giftur Unni Þor- kelsdóttur úr Eyðaþinghá, en Bjarni er giftur Stefaníu Einarsdóttir frá Hámundarstöðum við Vopnafjörð. Ár 1892 kom hingað Einar Guðmundsson Borgfjörð; hann er giftur Þórstínu Þorsteinsdóttir úr Eyðaþinghá. S. M. S. Askdal (Sigurður Meth- úsalem Sigurbjörnsson) Kristjáns- sonar, Guðmundssonar og Júdetar á Ljósavatni í Ljósavatnsskarði, komu hingað árið 1882; hans kona, Guð- finna Gunnlaugsdóttir Magnússonar og Guðflnnu Vilhjálmsdóttir frá Hjartastöðum í Eyðaþinghá. Þá höfum vér talið upp alla bú- endur í Norðurbygð. Næst munum vér virða fyrir oss félagslít’ þeirra og lifnaðarháttU; ÁRNI I URÐARBÁSI. Eftir sögum norðan af Nesjum f U rðarbási hann Árni bjó við ægilegt hamra þil. Á föngum þeim, er hann fékk úr sjó, með fjölskyldu sinni lífið dró, og annað var ekki til. Og úteyg var konau og yflrlitsgrá, sem eldblásin víkurhrönn, með krókótt grátör á klökkri brá og króknaðar brosrósir vöngum á, en holdlaus var höndin grönn. Við arinn ’ún hnípti, er hráslaga-regn og heljurnar treystu sinn mátt, með örsogin brjóstin og úrvinda megn í útslitnum tötrum, sem blésu gegn í dragsúg úr dyragátt. Og kaldinn við frostbólgnar hársræt- ur hneyt og hrímfölva á lokkana brá. í flúðinni gráu, sem brimskattinn beit og bárurnar sleiktu, hún mjmd sína leit. Hún vissi hvert vegurinn lá. Hve börnin hans glúpnuðu og blésu í kaun, er brauzt þeim vetur í mót. En strits hans eg vosbúðar voru það laun, að vita þau klæðfá í hungurraun og hafa enga hjálparbót. Því öreiga klafi á hálsiniam hékk og hakan á bringunni lá. Hann skrefaðl þungan og skeifstígur gekk, en skuldasnara’ yflr höfði rekk, sem klerkur og kaupmaður á. Er leið undir daginn hann leit að sjá, um lagi hvað þá væri títt, og kossi á vangann á konunni brá, en krossmarki ’ins trúaða sjálfan sig á, og bátnum á brekann fékk ýtt. Þó tannhvassar ho’skeflur tækjust á loft, það tók ekki á þor hans né ráð; því hann hafði dauða i harðjaxla- hvoft og heljar náklípur litið oft, er slitu þau blóðstokkna bráð. Hann greiddi róður úr grýttri vör, þó grett væri blámynt Unn, og hnýflinum stakk gegnum holboða- skör. I hrannimar smó svo hinn borðlági knör, og alla leið út á grunn. Hann sat á miðum þó, sýldi bát, og seiddi þorskinn á krók; en hafði á skýjum og hrönnum gát; þó hlipi í rok, eigi kom á hann fát, en stiltur um stjórnvöl tók. í bylgjurnar rendi hann bátnnm á ská, þó brimlöðrið fyki yflr knör. Hann flutti kerlingar kinnungnum á, unz kendi staðar 1 mölinni grá, og skilaði skipshöfn í vör. Það hallar sumri og harðnar í tíð, og hrímföl er jarðar brá ; á sjónhring fellur af hreggi og hríð, og hrönnin brimsaltið vegur í gríð við afskekta útkjálka tá. Og veturinu kveður sinn volega brag, að vanda með uppreiddum hramm; og snjókoman ágerist dag eftir dag, en dimmrödduð hafaldan nöldrar sitt lag. Það sígur að sólhvörfum fram. Er árdagur sólhvarfa’ um andnesið fló, í ögrinum landbáran fraus; eu Árni skaut kili og árum í sjó, mót illviðrisbakka, úr haflnu er dró, —því bærinn var bjargarlaus. Það ýldi í keipum og umdi f rönd, er Árni róðurinn jók, —á fiskimiðin var lota löng— í lagísnum stefnið á ferjunni söng, og skriðinn af skútunni tók. Þó tannhvassar holskeflur tækjust & loft, það tók ekki á þor hans né ráð; því hann hafði dauða í harðjaxla- hvoft og heljar náklípur litið oft, er slitu þau blóðstokkna bráð. Og hrfmgráa bliku á himininn dró. frá hádegis s(óndeildar-baug, er híalfns-belginn af himninum fló, en helbleikri nágrímu á tindana sló, og beint móti bakkanum flaug. Hin sædrifna ferja er háskanum háð, því hrönn skolar sýlaðan keip. Og dauðinn í stormgerfi legst yfir láð og lagar-hvel gjörvalt, og skimar að bráð, úr hraðfleygum hnattroku sveip. Er bálviðris-hrinan á brekkunum skall, um brimþýflð kjölurinn hnaut. Við hásæti stormguðsins herblástur gall, en holskeflan teygði sig, freyddi og svall, og bátnum f brimsvelginn skaut. I Ránar kverkum er rámur gnýr; hún rekur upp óhljóð mörg, og fettist og grettist og brettir brýr, en blfigrárri froðunni hóstar og spýr, og tannar hin tröllauknu björg. í hrinlúðrum stormsins við hjúkana hvein; við himininn særokan ber. Og brimólgaa tungunni blaðrar nm stein, og bátinn mylur við sýlda hlein, og líkinu skolar á sker. í brekanum volkast bleikur nár við brimsorfið skerja grunn, með flentar nasir og flegnar brár; en froðan smyr yflr blóðlaus sár, og hreytist um hálfopinn munn. * * * En séra Páll reykjandi í Bófanum lá með singirnis formálabók; og úrfellislbiku í augunum sá, er inntekta-liðunum vangoldnu brá á “réttlætis”-reizlu krók. Hve eldurinn skíðið í ofniuum sveið, og yljaði* hinn goðfróða mann! En hálfskrifuð ræðan á borðinu beið: til barnsins í jíltunni dróst hann á leið í anda — entl irei það fann. Svo sneri haun aftur —en langeygur leit á Lýginnar kræsingagjörð,— jví “ær hans og kýr” varu ávalt á beit um allar jarðir íStaðarsveit, og hugurinn hélt um þær vörð. Þó nóttin sé önug, hún nærgætin laut að náinum, stúrin og gljúp; og stormurinn veinandi í steinunum þaut. við ströndina Unnar í kjöltu sér braut hinn nærskorna náhvílu-hjúp. Og sergbitinn hamarinn situr hjá ná, unz sólbjarminn fer yflr lönd. Og hrannirnar gugna og hopa þeim frá; með harmstunum þungum og tár- ýotri brá þær kjökra við klettótta strönd. Hve óttinn og gráturinn ekkjuna hreif, 4 1 er óviðrið^briœgnýinn hóf, og stormurinn tajöllina reytti og reif, en rjúkandi sæbrekinn hamrana kleif, og hleinunum hrímskykkju óf. Er svefnværðin lokaði barnanna brá, íbæn^snerist ekkjunnar raust. En örvænting kom yflr andvaka þrá, er óveðrið birtist á hrímloðnum skjá: “Vort herfang vér látum ei laust”* Er birti, var drepið á bæjarþils-lás ; þar brá fyrir gestum tveim: þeir stefndu Árna frá Urðarbás’, í umboði prestsins. En flogin var gás á brott í hinn bláa geim. Á sveitina ekkja með afkvæmin fer á öreiganB skókreptu tám; í grátskúrarofum hún sólina sér. En séra Páll hempuna ranghverfa ber, og snýr sér frá — kærleikans knjám. Guðmundur Friðjónsson. (Eftir ‘ Eimreiðinni. ’) Sögur og ævintýri. Smásaga eftir: Snæ Snæland. (Niðurlag.) Við stigum út úr lyftinni á 1900 lofti í efri byggingunni. Var þar frítt um að lítast.— Þetta var þá staðurinn sem ég átti að búa í um tíma. — Það sem mér varð fyrst fyrir, var að líta í kring um mig, þegar ég var stiginn út úr lyftinni. Fyrst leit ég upp — því mig langaði að fara hærra,— og það var hátt og rúmgott undir loft, Niðri voru salsdyr á fjóra vegu. Tuttugu og flmm dyr á hvern veg. Virtist mér þær allar innsiglaðar, nema þær sem talan “1” stóð á. Skólameistarinn gekk líka rakleitt að þeim dyrum, og lauk þeim upp. Ég gekkinn með honum. Við stóð- um í sal miklum og fríðum, en þar var sama hýbýlaskipun. Á fjóra vegu voru dyr, en að eins þrjár á hvern veg. Á miðju gólfl salsins var glersalur, Allir regnbogalitir féllu í geislakrönsum upp og ofan um glerveggi salsins í titrandi logum, sv.o mig skar í augu sjón sú. Glerið I salsveggjunum bar óteljandi liti, og var mótað margvíslega og af list mikilli. Það var gert með undrum nokkrum, því ekki sást inn um það, en út um það varð alt hálfu skýrara, en ella. Skólameistarinn fylgdi mér inn í stofu númer 2. Ég tók til starfa. — Mér féll vel hjá honum, þótt hann væri fremur fálátur og þurlegur. Ég sé þar undur og kynstur af flestu mðgulegu, og heyrði fjölda margt, og varð nokkurs vísari f sumum greinum.— Lærimeistarinn hneigði aldrei orð til hvernig roér gengi námið—hvort ég lærði mikið eða lítið. Þóttist ég því skilja, að ég yrði aldrei hafinn upp á háborðið í höll þessari.— Strax og ég kom þarna inn, fékk ég mikla löngun, sem stöðugt fór vaxandi, að koma hærra upp í turninn.— Sjá meira og fleira. — En mér þrutu ráð til að koma þessari löngun minni í framkvæmd. Annað var það líka, sem ég girntist, og það var að koma inn í glersalinn. Ég vissi að skólameistarinn sat þar inni tím- unum saman, og hugði því þar vera verkstofu rannsóknarmanna eða vísir.damanna, og mundi þess vegna vera fróðlegt að svipast þar um sali. Það bar við nokkru eftir að ég kom þarna, að ég varð þess var, að fóstra mín kom og gekk um herbergi öll í turninum, sem hún væri heima þjá sér. Ég sá skólameistarann og hana ganga um glersalinn, sem þau hefða satneiginleg réttindi þar. Mér þótti vænt um þetta, því ég hugði mig nú nokkru nær en áður, að ná inngöngu, þar sem fóstra mín átti hlut að máli um glersalinn.— Það leið nokkur tími að ég sá ekki færi að ná inngöngu. Að síðustu stóðst ég ekki mátið lengur. Þau skóla- meistarinn og fóstra mín sátu bæði inn í salnum. Ég afréði að sæta færi og ganga rakleitt inn og hafa það fyrir erindi að biðja fóstru mína upplýsinga nokkurra, og láta arka á auðnu hver endalokii: yrðu. Ég gekk að dyrunum drap hendi á láshúninn, og lukust dyrnar þegar upp. Ég gekk inn og hratt hurð í lás á eftir mér. Ég var kom- inn í nýjan heim. Samanhangandi keðjur og raðir af viðburðum og og sögu atburðum flóðu fram um veggi salsins. Mig brast sjónskerpu til að skilja, nema að eins það allra kunnugasta. Ég stóð agndofa, en fóstra mín ávarpaði mig á þessa leið: "Heimilt er þér að skygnast um sal þenna, þótt eg hafl ekki boðið þér inn að ganga. Þér mun þykja hér margt nýstárlegt og undrum kynjað, og ekki mátt þú þess vænta að þú fáir fullkomna skilningu á öllu, sem þú sér. Myndirnar, sem renna fram um veggina án uppi- halds, eru af mannlífinu og verkum þess, fyrri og síðar. Fortíðina sér þú niður við gólfið, en nýjustu tíðina upp við loftið. í næsta sal hér ofan við eru myndir af hinu ókomna mannlífi og viðburðum, en þangað fær enginn að koma, og ekki þú heldur Nú mátt þú skemta þér við að horfa á málverk þetta, sem leitt er fram á veggjunum. Ég hefl látið búa það til eins trúlega og áreiðan- legt og frekast er unt. Mun ég nú hverfa frá þér um sinn, en vona að þú notir tímann vel”. Hún fór. Ég fór að líta í kring um'mig, Ég sáótal margt. Ég eá hvernig þjóðdrottnarnar láta böggva hina hægri hendi af þegni sínum og lofa honum lagaverndun í staðinn. Eg sá hvernig hinir pólitisku flokkar létu setja hann í höft, svo hann komist ekki hálfa ferð þótt hann ætti lffið að leysa. Ég sá kennivald- ið ganga upp að honum og kyssa hann, sem Júdas gerði við herra sinn forðum daga — tala fagurt og Ijúfmannlega við hann. En skilja við hann með skollablindu, knýtía íyrir augu hans, svo hann fekk að eins séð ofan undan en ekki fram, og ómögu- lega upp á við. Ég sá glæpamann- inn og trúníðinginn steyta hnefana í áttina til hans og hrækja á hann, af því hann hafði borið sannleikanum vitni í gegn þeim. Þeir fordæmdu vitnið og dómarann, en hældust um glæpi sína og svívirðingar, sem þrekvirkí sinnar aldar.—Ég sá hinn volaða einstakling þannig kominn, ganga f hvert félagið á íætur öðru, þvf honum var sagt að samtökin væru mannfrelsi. Ég sfi hann hand arvana, heftan, blindaðan, sleginn og svívirtan verða að skóþurku og úlfabrfið ýmsra eigingjarnra ofríkis- félaga, sem standa undir öðrum fé. lögum, sem eru gegnstrfðandi mann frelsinu, svo sem stjórnarfélögum, kyrkjufélögum eða pólitiskum fél. Eg sá lífið kvelja einstaklinginn gegnum þessa félagsskipunar eldra mannkynsins, frá fyrstu stundu til hinnar síðusta.----- Ég stundi þungan og leit hærra. Uppundir loftinu sá ég mynd af stríðinu í Afríku; litlu fjarri sá ég aðra ægilega mynd af stríðinu á Fil- ippseyjunum. Hamingjan góða! Hvflík voðasjón! Er þá enginn guð í þessari Suðurálfu ! Á heimurinn þá aldrei að njóta mannfrelsisins í réttri mynd ! Ég greip höndum fyr ir augun. Ég þoldi ekki að sjá þessi ar svörtustu svívirðingar.Ég heyrð- að það brast hfitt við í loftinu fyrir ofan mig. Ég leit upp aftur. Loftið var horfið af parti uppi yfir þar sem ég hafði horft á,—í rökurmóðu sá ég Suður Afríku. Það var fögur sjón! Yfir fögru og friðuðu landi ríkti hin heilaga kyrð, og fielsi og friður skein á öllu smfiu og stóru. Ég skildi þetta ekki, en gáði fljótt að mér, og leit hundrað ár aftur í tím- ann. Þar stóð sama viðbjóðslega myndin, næstum hálfu hryllilegri en fiður.—Þar gnæfðu upp úr öllu ágirndin og mannvonzkan, er steypti landinu og fólkinu i kviksyndi böls og hörmunga.—Þegar 999 saklausir voiti drepnir fyrir 1 sekan—drepnir í nafni valdafýkninnar, og undir niðri fyrir pólitiska lævfsi — fyrir hræsni og undirferli kennilýðsina,—• fyrir óskammfeilni mannníðinga—. og samvizkulausa bófa. Eg flýtti mér að líta unda n, og síðan á hina hærri mynd,—og reyndi að gleyma því liðna.-----

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.