Heimskringla - 04.04.1901, Qupperneq 3
HEIMSKRINGLA, 4. APfiÍL 1901.
Ég vil leyfa mér að minna ykkur á.
bænina, er vér lserðum af honum. Vér
kunnum hana víst öll. en það er ekki eins
TÍst að vér höfum öll athugað hvað það
er, sem hún kennir. Vér skulum skifta
henni í setningar og athuga hverja
setningu út af fyrir sig:
“Faðir vor, þú sem ert á himnum“
iÞannig er hyrjunin. Með þessu ávarpi
áköllum vér guð, sem sameiginlegan
föður. A þessu er Góðtemplar reglan
grundvölluð. Þá höldum vér áfram og
segjum: “Helgist þitt nafn!“ En heyr-
ið það. vinir mínir! Þe .kið þér nokkj
uð eitt út af fyrir sig, sem fremur stuðl-
ar að því að vanhelga guðs nafn og
leggja það við hégóma, en einmitt
drykkjuskapurinn? Gangið þér nokkr-
um sinnum inu á knæpur og svarið svo
þessari spurningu eftirbeztu sannfær-
íngu þegar þér komið þaðan út aftur.
Er það ekki algengt að drukkinn mað-
ur bölvar og formælir öllu því, er hon-
um í raun réttri er kærast og helgast.
Hannbölvar konunni sinni; hann bðlv
ar börnum sínum, hann bölvar guði sín-
um og öllu þvi, sem gott er og heilagt.
Mundi Kristur ekki vilja hjálpa til þess
að koma i veg fyrir þetta? Vei þeim
sem heldur því fram að bindindi sé
gagnstættkristindóminum! Hann þekk
ir ekki Krist!
Vér hðldum áfram: “Til komi þitt
ríki!'1 Vitið þér nokkuð eitt sem fjar-
lægir menn meira guðs riki, er því frem
ur til fyrirstöðu að þessi bæn verði upp
fylt, en einmitt drykkjuskapurinn? Vit-
ið þér nokkuðeitt, sem hefir bægt fleiri
mönnum af þeim vegum, er þangað
liggja. Haldið þér virkilega að Krist-
ur, sem varði lífi sínu til þess að ná-
lægja mennina guðs riki, mundi neita
að styrkja þann félagsskap er berðist á
móti einum duglegasta “agentinum11,
er tælir menn burtu þaðan? Vei þeim
sem heldur því fram að bindindi sé
gagnstætt kristindóminum! Hann
þekkir ekki.Krist!
Þá kemur næsta setningin: ‘ ‘Verði
þinn vilji, svo á jörðu sem á himni!“
Þekkið þér nokkuð eitt, sem kemur
mönnum oftar til þess að brjóta guðs
vilja og breyta gagnstætt honum en
einmitt drykkjuskapurinn? Öll illverk
í orðum og gerðum eru brot á móti guðs
vilja og ekkert eitt leiðir af sér fleiri ill-
verk en drykkjuskapurinn, Það get ég
sýnt með óhrekjandi skýrslum. Haldið
þér að Kristur hefði neitað hiálp sinni
tilþess að koma í veg fyrir þetta? Vei
þeim, sem sér það ekki og rkilur að
bindindi er kristileg skylda! Hann
þekkir ekki Krist!
Þá er næsta grein: “Gef oss í dag
vort daglegt brauð!“ Vitið þér nokk-
uð eitt, sem gerir fleiri menn óhæfa til
þess að afla sér og sínum daglegs hrauðs
en einmitt drykkjuskapurinn? Hafið
þér ekki séð konu og börn drykkju-
mannanna skjálfandi af klæðleysi og
kulda, hungruð og horuð, hrygg og
grátandi af alls konar skorti — af því
þau hefir vantað daglegt brauð; 'ég hefi
séð það, vinir mínir! Haldið þér virki-
lega að Kristur hefði neitað hjálp sinni
til þess að bæta þetta? Hann sem öll-
um liknaði, er til hans komu. Haldið
þér í sannleika að hann hefði talið það
Sér óviðkomandi að uppræta orsökina
til þess? Vei þeim, sem ekki skilur
bindindisskyldu allra kristinna manna!
Hann þekkir ekki Krist! þótt hann
þylji trúarjátninguna frá morgni til
kvelds og kveldi iil morguns.
Enn höldum vér áfram: “Fyrir-
gef oss vorar skuldir, svo sem vér og
fyrirgefum vorum skuldunautum“. Vit-
ið þér nokkuð eitt, sem gerir menn ó-
sáttfúsari, heiftræknari, og reiðigjarn-
ari og hatursfyllri hvern við annan en
einmitt drykkjuskapurinn? Haldið þér
að vér getum með góðri samvizku og
öruggu trausti beðið guð að fyrirgcfa
oss, ef vér viljum ekki forða bræðrum
vorum og systrum frá þvi eymdaiásig-
komulagi að verða viti sínu fjær, missa
alla sanngirni og sáttfró? Haldið þér
i sannleika að Kristur mundi fara
undan í flæmingi, ef hann væri beðin
að styðja þann félagsskap, sem vill upp-
ræta orsök alls konar sáttfró? Vei þeim
sem ekki skilur bindindisskyldu krist-
inna manna! Hann þekkir ekki Krist!
Enn höldum vér áfram: “Eigi
leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss
fráillu". Þekkið þér nokkuð eitt, sem
leiðir af sér fleiri freistingar en einmit t
drykkjuskapurinn? Hefir hann ekki
leitt menn út i flesta þá óhæfu, sem
mannleg tunga getur nefnt og mann-
legur hugur hugsað? Svarið mer eftir
beztu sannfæringu, vinir mínir!J Haldið
þér að Kristur hefði neitað þeim fé-
lagsskap um hjálp sína og aðstoð. sem
befði haft það fyrir mark og mið að
upprætaeina allrastærstu orsök freist-
inganna? Vei þeim, sem ekki skilur
hindindisskyldu kristinna manna!Hann
þekkir ekki Krist! Honum er ókunn-
ugt um eðli kristindómsins, aðalkjarna
hans—kærleikann.—Með þessum línum
þykist ég hafa sýnt það og sannað,
hversu heilög og háleit skylda það er
fyrir hvern kristinn prest, ekki að eins
aðvera hlyntur bindindi, heldureinnig
að vinna að því eftir mætti.
Ég ætla að láta þetta nægja í bráð;
síðartek ég hiadíndisskyldjr annara
leiðandi manna.
Ég skoða bindindismálið þannig,
að ég aumkast yfir drykkjumanninn
og vil fara að honum svo lipurt sem ég
get, en ég er gramur við vínsölumenn,
vínsölustjórn og alls konar leiðtoga,
sem svíkjast undan sinum réttu merkj-
um. Svo lengi sem nokkur hugsun á
heima í mínu höfði, svo lengi sem
nokkur tilfinning er í mínu hjarta, svo
lengi sem nokkurt orð lifir á mínum
vörurc, svo lengi sem nokkurt afl er í
mínum fingrum, ætla ég að tala og
rita um bindindísmálið—ekki eins og
einstök.um mönnum kynni hezt að falla
í geð, heldur eins og ég veit að er rétt
og satt.
Sig. Júl. Jóhannesson.
*
* *
Vér höfam tekið grein þá hina
löuguafherra Sig. Jfil. Jóhannes-
syni um bindindismálið, sem birtist
þessu blaði, af því að vér virðum
höf. fyrir áhuga hans á því máli og
aðra góða hæfileika, og af því líka
að vér vildum enn þá einu sinin sýna
bindindisfélögunum að vér séum per
sónulega hlyntur máli þeirra. En á
hinn bóginn verðum vér að taka það
fram, að vér erum algerlega á móti
þeirri staðhæflng höf. að rangur
dómur hafi verið feldur ( því máli af
æðsta dómstóli Manitobafylkis: Fylk
isstjórnin hefir áfríað dómnum til
hæstaréttar í Englandi, ekki vegna
þess að hún álíti dóminn ranglátann,
heldur til þess að fá í eitt skifti fyr-
ír öll fullvissu um það, hve langt
fylkið hefir rétt til að fara i vínsölu-
bannslagaáttina. Annars virðist oss
greinin öll vera svo snðiin, að hfin
ætti betur heima í trfimálablaði, svo
sem Sameiningunni, heldur en í
pólitiíkum blöðum, svo sem Hkr ‘eða
Lögbergi.
Ritstj.
Liðlegur vinnumaður, einhleypur,
getur fengið vist úti í Gmnnavatns-
nýlendu. Viðurgei ningur og kaup á-
reiðanlegt. S'i sem vill sinna þessu,
snúi ser til Arrut, Jónssonar,
731 Elgin Ave. Wi n
OLI SiMONSON
M.KLIK MKÐ 8ÍNU NÝJA
SMímm Hotel.
Fæði $1.00 á dag.
71» llaln Str.
Stærsta Billiard Hall í
N orð-vestrlandinu.
Fjögur “Pool”-borð og tvö "Billiard”-
borð. Allskonar vín og vindlar.
Lennon & Hebb,
Eigendur.
Canadian Pacific
r
ALEXANDRA RJOMA-SKILVINDUR
RAILWA-
Ertu að fara austur?
Eða vestur?
í brýnum erindum eða skemti-
ferð?
Kýstu fljótfcirnustu leið og
skemtilegustu?
Kýstu að sjá fagrasta sýningar-
svið áJeiðinni?
eru þær beztu og sterkustu.
Þær eru álitnar heztar í Danmörk, leiðandi
landi heimsins í smjörgerð.
Stjórnar umsjónar maðurinn, sem ferðaðist
um ísland til að líta leftir búnaði í fyrra sagði: Eg
ráðlegg öllum bændum, áísl sem annaðborð kaupa
skilvindu að kaupa aunga aðra en Alexandra.
Hún er endingarbezt og einföldust, hefir kall laus-
an frá kúlunni gefur heilmæmari mjólk
heldur en nokkur önnur skilvinda á markaðinum.
Hún er lang almennasta skilvindan í Danmörku.
Svo mðrg eru hans orð. Allir sem hafa reynt hvað
skilvinda er og þekkja Alexandra, segja hið sama
og þessi maður.
Alexandra fæst hjá:
Vagnaskiftingar eru eugar á
leiðunum til TORONTO, MONTRE-
AL, Vancouver og Seattle. Ágætir
svefnvagnar á öllum þessum leiðum.
Farþega hentisemi er ábyrgst á
öllum lestum til TORONTO, MONT-
RKAL, BOSTON, VANCOUVER og
SEATTLE.
Fargjald ferðafólks ákveðin til
CALIFORNIA, CHINA, JAPAN og
allra staða kringum hnöttinn.
R. A. LÍSTER 5 C° LTD
232 KINGST- WINNIPEG-
Aðal umhoðsmaður: Gannar Sveinson.
flANITOBa.
Allan þenna hagnað getið þér
fengið ef þér tekið ykkur farbréf hjá
Canadian Pacific RailwAy
Leitið yður fylstu upplýsinga hjá:
Wm. STITT C. E. McHPERSON ,
aðstoðar umboðs- aðal umboðsmaður
maður farþega farþegalestanna.
lestanna.
WINNIPEG.
Kynnið yður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestu
annarstaðar.
íbúatalan i Manitoba er nú.............................. 250,000
Tala hænda i Manitoba er................................ 35,000
Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bushels.............. 7,201,519
“ “ “ 1894 “ “ 17,172,883
“ “ 1899 " “ 27,922,230
Tala búpenings i Manitoba er nú: Hestar................. 102,700
Nautgripir................ 230,075
Sauðfé.................. 35,000
Svin...................... 70,000
Afurðir af kúabúum í Manitoba 1899 voru................... $470,559
Tilkostnaður við byggingar bænda í Manitoba 1899 var.... $1,402,308
THE NATI0NAL
i
Centrifugal Farm
Riomaskilvinda.
Bráðnauðsynlegar og arðberandi við
heimatilbúning smjörs, eða þegarrjóm-
inn er sendur til smjörgerðarbúa, eða
til sölu í bæi. Þessi rjómaskilvinna er
smfduð með öllum gagnlegustu umbót-
um og ágæti, sem miða til hentugrar
brúkunar dagsdaglega á bændabýíum.
Smíðisgerðin er frekar einföld. Anti-
fraction ball bearings. Þægileg og auð-
veld fyrir uuglinga. Skilur rjómann
ágætlega úr mjólkinni. Hún er hand-
hæg og óbrotin þegar hún er þvegin,
þó þarf að þvo hana í hvert sinni, ein-
ungis tvö stykki innan í kúpunni. Hún
er sterk og endingavgóð og smíðuð úr
beztaefni, og vönduð að öliu leyti, og
eiguleg,
ER BÚIN TIL HJA
THE
Baymond
Mfg. Ce. of Ouelph,
Með einkasölu f Canada.
Ef þessi rjómaskilvinda
er óþekt í bygðum byððum
yðar, þá skritið eftir vitnis-
burðum um hana til:
Jos. A. Merrick
Box 518 Wiuuipeg
umboðsmaður í Manitoba
og Norðvesturlandinu og
British Columbía, sem nú
næstu daga hefir miklar
byrgðir af þessum rjóma-
skilvindum vorum í Win-
nipeg.
National vinda þessi er snúið með Vérbúum líka tilog selj-
handafii. Aðskilur 330—350 pd. á klukku- um góðar saumavélar,
timanum.
Framförin í Manitoba er auðsæ af fólksfjölguninni, af auknum
afurðum lan.lsins, af auknum járnbrautum, af fjölgun skólanna, af vax-
andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi vellíðan
almennings,
f síðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum......... 50,000
Upp í ekrur....................................................2,600,000
og þó er síðastnefnd tala að eins einn tíundi hluti af ræktanlegu landi
í fylkinu.
Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflyténdur, þar er
enn þá mesta gnægð af ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mörg
uppvaxandi blómleg þorþ og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir
karla og konur.
í Manitoba eru ágætir frískólar fyrir æskulýðinn.
í Manitoba eru mikil og fisksæl veiðivötn, sem aldrei bregðast.
í bæjunum TPinnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú
vera yfir 5,000 íslendingar, og í sjö aðal-nýlendum þeirra í Manitoba,
eru rúmlega aðrar 5,000 mantia. Þess utan eru í Norðvestnrhéruðunum
og British Columbia um 2,000 íslendingar.
Yfir ÍO mlilionir ekrur af landi i Haniioba, sem enn þá
hafa ekki verid ræktaðar, eru til sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver
ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum.
Þjóðeignarlönd i öllum pðrtum fylkisins, og járnbrautarlönd með
fram Manitoba og North IFestern járnbrautinni eru til sölu.
Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, tiJ•
HON. R. P. ROBLIN
Minister of Agriculture and Immigration,
WINNIPEG, MANITOBA.
Bonner & Hartley,
Lögfræðingar og landskjalasemjarar.
494 Hlain St, -- - Winnipeg.
R. A. BONNER. T, L. HARTLEY.
Það er engin góð mat-
vara eins ódýr og eng-
in ódýr vara eins göð
Macioiali, Haiiari & Wlitla.
Lögfræðingar og fleira.
Skrifstofur I Canada Permanent Block.
HUQH J. MACDONALD K.O.
ALEX, HAGQARD K.C.
H. W. WHITLA.
sem sú, er vér bjóðum yður í búð vorri
daglega og viku eftir viku, það era
kostaboð á öllum brauðtegundum 1
samanburði við það sem önnur bakari
bjóða, því varan er g ó ð .
.W J. Boyd,
370 og 579 Main Str.
124 Lögregluspæjarinn.
þau, þá verður honum felmt við; hann kall
ar á ritara sinn og lætur bann fyllaút eitthvert
skjal; því næst segir hann r ið de Verney, um leið
og hann fær honum það: “Á morgun skal alt
vera í lagi klukkan tíu. Það er alt fullkoralega
löglegt eins og það er núna, en þegar svona sér-
staklega stendur á, þá skal ég gera það. Góða
nótt!”
“Verið þér sælir ámsðan. Þakka yður fyr-
ir!” segir de Verney og ekur af stað. Dómar-
inn horfir á eftir honuœ stórum augum. Jolly
er að velta því fyrir sér hvað þetta eigi að þýða
og getur ekkert skilið i því. De Verney yfirgef-
nr Jolly; skipar honum að koma ,á morgun og
segja fréttirnar; fer svobeina leið heim til sín og
finnur þar Microbe, er bíður eftir honum og hefir
haft hamaskifti.
“Eg hafði nægan tima til þess að gera alt,
sem þér skipuðuð, herra de Verney”, segir hann
“Nú vantar klukkuna 18 mínútur í átta; ég kom
hingað hálf átta. Ég kom snöggvast, inn til
liúðvigs og bað hann að hafa til föt handa mér
í tæka tíð”.
“Mig varðar ekkert um bölvaða fatagarm-
ana þína !” segir de Verney. “Taktu nú eftir
því sera ég segi þér”. Svo segir hann honum
npp alla söguna. Microbe hlustar á með at-
hygli og eftirtekt. Þegar de Verney þagnar,
segir hann:
“Eru þetta allar fréttirnar?”
“ Allar nema að eins eitt atriði”, svarar de
V erney.
“Hvaðerþað?”
Lögregluspæjarinn 125
“Ég segi þér það áður en við skiljum. Hvern
ig lízt þór annars á alt saman?”
“Ég veit ekki.—í fyrsta lagi held ég að Her-
mann sé sá, sem ætlar að drepa keisarasoninn”,
svarar Microbe.
“Drepa hann ?”
“Já, drepa hann, ef þau eru ekki alveg band
vitlaus. Þau geta aldrei náð honum burt úr
Frakklandi”.
“Það gleður mig að heyra að þú hefir sömu
skoðuu og ég, að þau ætli að drepa keisarason-
inn, en ekki að eins að hafa hann á brott eins og
menn ætla. Ef sú ætlun okkar er rétt—og hún
er rétt—þá getum við réttlætt allar okkar gerð-
ir, þótt þær séu sumar ekki sem kurteisastar”.
‘,Ó, þér meinið brögðin við hana Louisu
litlu !” segir Microhe og hlær.
"Já”, svarar de Vernöy. “Hefir þú engar
tíeiri athugasemdir ?"
“Já, ég býzt við að þau ætli sér að vinna all-
mikið á einhvern einkennilegan hátt með vel-
hugsuðum hrðgðum, líklega með því að nota
vísindalega l.þekklngu”.
"Hvers vegna heldurðu það ”
“Ó, þaðer að eins tilgáta. Það er eins og
tilfinningarnar segi mér það ósjálfrátt”.
“Það er vanalega kvtnnfólkið, sem dæmir
tir tilfinningum, en við karlmennirnir beitum
í þess stað skynseminni. Það er nú reyndar
satt þótt undarlegt sé, að kvennfólkið fer oft
miklu nær því retta í ályktunum sínum, sem
það byggir á tilfínmngum, eu við með allar okk-
ar röksemdaleiðslur. Þesíi Hermann er efna-
128 Lögregluspæjarinn.
heyrður, fjórðungi stundar síðar verður kveðinn
upp dómur yfir þér og fjórðungi stundar eftir
það verður þú látinn laus. Þú gengur inn um
framdyrnar á dómhúsinu og út um anddyrnar.
Ég hefi gert ráð fyrir öllu þessu við Þeófolius
Mussau”.
“Þér eruð viss um að ekkert sé því til fyrir-
stöðu að komist verði út um anddyrnar?” spyr
Microbe.
“Alveg viss”,
"Þakka yður fyrir!” svo þegir hann stund-
arkorn. A!t í einu kallai’ hann með ákafa: “Það
er ógurlegt hættuspil, sem þér leikið herra de
Verney. Hermann fékk skeyti í dag, Hver
veit nema það hafi verið síðasta skeyti er hann
þurfti með, ef það er, þá ætla þau Jsér auðvitað
að drepa keisarasoninn á morgun !”
“Þaðer einmitt það sem ég ætla að komast
eftir i kvöld", svarar de Verney.
“Hvar ætlið þér að komast eftir því?”
“Hjá hinum þráðarendanum!”
“Hjá henni Lcuisu litlu ?”
“Já, viltu ekkikomameð mér?”
“Nei; þakka yður fyrir !” Microbe er svo
raunalegur í málrómnum, aé de Verney skelli-
hlær. Þvi næst seyir hann:
“Það er líklegast skynsamlegra fyrir þig að
vera ekki með mér þegar við Ágúst Lieber vinur
þinn er með mér. Þar að anki hefi ég annað
verk handa þér að vinna. Farðu og njósnaðu
alt sem þú getur um hana Rósu litlu, blómsölu-
meyna í búðinni”.
Lögregluskæjarinn. 121
til vindlinginn, leit inn í "tvo eða þrjá glugga,
tók svo alt i einu til fótanna og’fór rakleiðis heim
til sín á fleygi ferð”.
“Reykti hann vindlinginn?” spyr de Ver-
ney.
“Ég hafði augun hjá mér”, svarar Jelly.
“Hann reykti ekki vindlinginn; hann lét hann £
vasa sinn; eftir dálltinn tíma tók hann upp ann-
an vindling og reykti hann”.
“Ég þori að setja hausinn á mérí veð, áð í
bréfinu sem hann hafði til þess að húa til hinn
vindlinginn hafa verið orðin, sem hann vantaði
til þess að fullkomna bréfið góða !” segir de Ver-
ney æstur. Augnabliki síðar bætir hann við
miklu rólegii: “Haltu áfram sögunnni”.
“Svo kom hann heim”, svarar Jolly, “og
Marsellac og ég vorum á hnotskó þangað til
klukkan hér um hil sex. Þá kom þrællínn út
aftur og hélt á bðggli. Hann gengur allhart
þegar hann fer af stað og ég á eftir houum.
hann fór niður á Breiðugötu. Þegar þangað
kom, staðnæmdist hann augnablik eins og hann
væri að hugsa um eitthvað eða hefði gleymt ein-
hverju. En svo snýr hann til norðurs eins og
hann ætli út að Montmartve. Augnabliki síðar
snýr hann suður á vjð aftur og fer svo hart sem
fætur toga. Hann rekur sig á fólkið hvað eftir
annað og virðist ekki taka eftir úeinu. Það var
farið að dimma. Ég hafði enn þá á honum aug-
un, en það varð altaf erfiðara og erfiðara bæði
sökum þess að skuggsýnt var orðið, og af því
að fóíksmergðin á götunni jókst eftir því sem
lengra kom inn i bæinn. Hermann i.am aldrei