Heimskringla - 11.07.1901, Blaðsíða 2

Heimskringla - 11.07.1901, Blaðsíða 2
HEIMSKKINGLA 11. JÚLÍ 1901. PUBLISHED BY The Heimskringla News & Pablishing Co. Verð blaðsins í Canada o« Bandar. 31.50 um árið (fyriríram borgað). Sent til fslands (fyrirfram borgað af kaupenle nm blaðsins hér) 31.00. Peningar sendist i P. O. Money Order Kegistered Letter eða Express Money Order. Bankaávisanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum R. Ií. Italdwinson, Edltor & Manager. Office : 547 Main Street. P.O. BOX 18»». / Islendingadagurmn verður haldinn 2. Ágúst í sumar hér f Winnipeg, eins og að undanfömu, þrátt fyrir það þótt sýningarsvæðíð, þar sem hátíahaldið hefir verið látið fara fram á undanfórnum árum, sé ekki í ár fáanlegt fyrir hátíðahaldið, með því að síðasti dagur Winniþeg- sýningarinnar stendur yfir þann dag. Als vegna hefði forstöðunefnd íslendingadagsins þótt bezt að halda hátíðina á þessu svæði cf þess hefði verið nokkur kostur, með því að þar eru öll þau tilfæri til staðar, sem út- heimtast ti! þess að alskyns skemt- anir geti farið þar vel úr hendi og hátíðahaldið að öðru leyti orðið sem viðhafnarmest og gestunum þóknan- legt. Þar eru ræðu- og danspallar og pallar fyrir dómendur að skemt- unum, svo sem hiaupin, stökkin, þjólreiðarnar o. fl. Þar eru og á- heyrenda sæti sem rúma tíu þúsundir manna og alskyns aðrar byggingar og önnur nauðsynleg tilfæri. Als þessa verður nefndin að fara á mis í ár af framangreindum ástæðum, og þó kom nefndinni saman um að færa ekki daginn. Auðvitað átti nefndin kost á að fá sýningarsvæðið strax og 'sýning- unni væri aflokið, en það hefði þýtt að færa hátíðina fram til þess 5, eða 6. Ágúst, og það var álitið ógem- ingur. Það var í raun réttri sama sem að játa að Íslendingadagshátíðin væri bundin við sýningarsvæðið og gæti hvergi farið fram nema þar. En af þvl leiddi aftur það að svo gæti þá farið að íslendingadagurinn yrði aldrei framar haldinn 2 Ágúst, því að það er hugsanlegt að Winni- peg-sýningin verði látin fara fram utn það leyti á hverju ári framvegis. Nefndin komst því réttilega að þeirri niðurstöðu að rétt væri og sjálfsagt að halda fast við 2. Ásúst principið, og að halda hátíðina þann dag, án nokkurs tillits til þess hvort sýning- arsviðið fengist leigt eða ekki. Það vili líka svo vel til að W innipegborg á tvo aðra ágæta skemtistaði, sem sé Fort Garry Park og Elm Park, sem báðir eru vel til þess fallnir að hafa þar slíkar skemtanir. Enda hefir íslendinga- dagshátíðin einusinni áður verið haldin í Elm Park og tókst það á- gætlega, og þar hefir lúterski söfn- uðurinn haldið sunnudagsskóla t<Pick-Nic“ sitt á umliðnum árum. Þetta Park hefir nú nefndin valið fyrir hátíðahaldið í sumar, og vér skoðum hana hafa verið hepna í val- inu, því það er áreiðanlega leitun á fegurrilystigörðum, þótt í stærriborg- um sé. Elm Park er fallegasti og skemtilegasti lystigarður l borginni, þar er skóggöng og skóghvelfingar fegurri en nok.kurstaðar annarstaðar, og hann er nær kringgirtur af hinu mlkla fljóti, Rauðá. Útbúnaður er þar fullkomnari en I hinum lysti- görðunum. Þar er ræðupalfur, dansskáli, sæti á víð og dreif og bekkir. Þar er selt alt sem menn þurfa, nema vínföng, og er það sér stakur kostur. Þar eru rólur og hengisæti, þar eru fleygivakrir, skrauttýgjaðir gæðingar, sem fara á flugaferð fyrir rafmagni fleiri mílur á klukkutímanum. Þar fæst gefins sjóðandi vatn og ísvatn, eftir því sem hver vill hafa. Og margt er þar til þæginda og unaðs. Prógram dagsins verður eins gott og frekast er unt. Þar verður sungið verðlaunakvæði um ísland, ef alt fer eins og ætlað er, og enn- fremur valin minni fyrír Canada og Vestur-íslendingum. Þar verða snjallar og kjarnyrtar ræður haldn- ar, af góðum ræðumönnum. Þar .varða kapphlaup, fangbrögð og glímur og margt «g margt fleira, sem auglýst verður seinna. Elm Park er töfralundur, sem allir eru hrifnir af að sjá, og þótt engar séu skemtanir um hönd hafðar. Það er full ástæða til að fólk, sem svo drengilega hetir fylgt 2 Ágúst, geri sitt ýtrasta til að sækja þjóðminningardaginn nú og efla hann á allar lundir. Styðjendur dagsins sýndu eitt sinn svo eindreg- inn og íslenzkan drengskaparáhuga fyrir þessum degi að slíkt mun aldrei firnast í sögu Vestuf-Islend- inga, og þeir muna eflaust að þeir bundu sig þá þeim skyldum að vinna að því einn fyrir alla, allir fyrir einn, að 2. Ágúst skyldi faia sivaxandi í augum íslendinga sjálfra og hérlendra manna- Þerta vitum vér að þelr munu sýna nú engu síð- ur en áður. Styðjendur dagsins verða að gæta þess nú, að dagurinn á að vera fjölsóttari í ár en nokkru sinni áður, og svo koll af kolli í framtíðinni. Með þannig lagaðri vinnu og samheldni standa styðjend- ur dagsins með drengskap við valið á 2 Ágúst, og vér drögum ekki efa á, að þeir geri það bæði nú og síðar, sem heilum trygðum bundu sig þess- um degi. Hver einn og einasti maður sem með deginum heflr verið, verður að vinna að honum á sína vísu. Nefndin sem fyrir deginum stendur í ár, er skipuð góðum og dugandi mönnum engu síður en að undanförnu, og sé þeim fylgt í orði og verki af fólkinu, sem daginn heíir ákveðið, mun dagurinn fara vel úr hendi, og oss öllum til ánægju og sóma. Hvað á þá að gera? Eftir Leo Tolstoi. Hvað er það sem ég vil helzt gera ? Ég vildi að ég gæti gert sem mest gott; ég óska að ég gæti fundið upp eitthvert ráð til þess að engin manneskja liði hungur eða kulda, og allir gætu lifað eins og þeim er eig- inlegt, Ég vildi að þetta gæti ver- ið svona, og í samræmi við allar teg undir af afbrotum, féflettinga og ýmsra annara hagsmuna aðgerðum, sem ég tek þátt í sem aðrir; verka- lýðurinn er sviftur nauðsynjum þeim er hann þarfnast og sá hluti mann- mannfélagsins, sem ekki vinnur með höndunum, og þar af er ég einn, hefir einkaráð á vinnunni. Ég sé þá níu tíundu af verkafólkinu, sem nauðsynlega þarfnast vinnu og við- urværis og verða að fá það með ein- hverju móti. En aftur á móti þar sem með svikum og brögðum að lífs- viðuiværj þeirra er haft af þeirn með öllum vélabrögðum, þá hlýtur líf þeirra ár frá ári að verða örðugra og verra, meir undirorpið Örbyrgð og skorti. Ég sé líka ár frá ári alsnægtir og íburðarskort ganga hönd í hönd í húsum og verustöðum hins vinnu- lausa flokks—sem ég á heima I—og hann verður æ fastari og rótgrónari á grundvellinum. Lifnaðarhættir auðmanna eru komnir á þá öryggis- tröppu, sem menn I fyrri daga gátu tæplega séð í draumum sínum, og síðar var óljóst málað upp í álfasög- um, og draumórum um hina óþrot- legu töfra-aura“, sem ómögulégt var að eyða eða losna við, því þeir áttu einlægt að verða fleiri og fleiri eftir sem því sem af þeim var tekið. Undir núverandi kringumstæðum og iagaákvæðum eru verkleysingjar ekki einasta alveg lausir við líkam- legt erflði alt sitt æviskeið, heldur hafa þeir ráð á að uppfylla allar sín- ar óskir, allareftirlanganir er fljúgaí htiga.þinn, gefa börnum og vinum alt hnossgæti lífsins í gegn um pen- ingapyngju sína, sem er aðseturs- staður hinna “óþrotlegu töfraaura". Til þess að fá sem fjölbrcyttasta og fullkomnasta lífsnautn fyrir hina “óþrotlegu aura“, þá flytjum vér oss til stórbæjanna, eyðum ævi vorri innan veggja þess skrauthýsis, sem ekkert er framleitt í né ávaxtað, en alt etið og öllu eytt sem inn í það kemur. Alsleysinginn sem reittur er inn að skyrtunni, svo vinnuleysinginn geti haft ráð á hinum “óþrotlega töfraeyri“, fylgir auðkýflngnum eft- ir stað úr stað. Hann reynir með kænsku að koma sér svo fyrir að vinna ekki og njóta lifsins. Takist honum þetta, þá þyngir hann þar á öðrum sem vinna, þvl fra þeim verða hinir “óþrotlegu töfra-aurar“ að koma. Misheppnist honum þessi vegur, þá fer að ganga af honum jafnt og stöðugt og eftir lengri eða styttri tíma er hann kominn I tölu þeirra hungruðu og köldu, sem að siðustu fá heimilisfestu á þurfa- mannastöðvunum. Ég tilheyri þeim frumöðlum, er með margskyns móti draga vísvit- andi og óafvitandi lifseyrinn úr höndum verkamannsins og með því móti skapa hina óþrotlegu töfra-aura, sem veldur svo ótal mörgum skip- broti á hamingju þeirra. Ég vil hjálpa mönnum, þess vegna er það gefinn hlutur að fyrst af öllu á ég að hætta við að snuða þá, eins og ég hefi gert að undan- förnu, og á hinn bóginn verð ég að hætta að leggja tálsnörur fyrir þá En ég hefi dregið tðfra auranna hinna fullgerðustu, slægustu og skarphyggnustu upphugsana aðferð, sem hefir verið æfð og iðkuð um margar liðnar aldaraðir. Þannig hefi ég komist yfir töfra-aurana. I þessum kringumstæðum sem ég er í, hefi ég ekki unnið sjálfur, en hundr- uð og jafnvel þúsundir fólks hefir verið neytt til að vinna íyrir mig vinna sér inn peninga sem ég hefi umráð yfir, og það hefl ég fært mér I nyt sem einkaleyfis réttindi, þrátt fyrir það að ég hefi alt af síðan ég man eftir aumkast yfir þessa sívinn- andi menn og ég hefi viljað hjálpa þeim. En þetta er nú eins og ég sæti ofan 4 manni sem ég hefði knosað undir mig, og ég neyddi tll að skríða með mig og fengist ekki tif að láta hann standa á fætur, en væri þó alt af að sannfæra sjálfan mig og aðra um, að ég væri mjög sorgbitinn yfir þessu athæfi og vildi feginn létta af honum byrðinni og vinna þar alt til sem I mínu valdi stæði, að undan skildu þessu eina—að fara ofan af honum. Vissulega virðist að vera svona. Ég vil hjálpa þeim fátæka, hjálpa honum út úr fátæktinni, þá á ég ekki að skapa honum kringumstæð- ur fátæklingsins. Ég gaf peninga þeim sem hafa afvega leiðst, en tek máske þá gjafapeninga frá þeim manni, sem ekki á nema hársbreidd að lenda I sömu villuna og felli þess vegna saina fátæktardóminn yf- ír honum og hvílir á hinum og lina því skort um augnablik með því að stofnsetja hann á öðrum stað. Þetta er auðskilið, en sú var tíðin að ég átti örðugt með að skilja það. Eins fljótt og ég sá þetta, mína eigin villu, breyttist útlit liðinna tíma og varð undrum þrungið, margborotið, skýjað og fiækjulegt, en svo varð eftir umhugsun einfalt og skiljan- legt. Og brautir góðrar hegðunar urðu hreinar og beinar fyrir sjón- um meðvitundar minnar, þá loksins ég hafði komið auga á þær. Ég óskaði að hjálpa þeim er nauð líða einungis af því að ég átti peninga til þess, og átti minn hluta I þeirri hjátrú að peningar væru leið togar vinnunnar, og einlæglega sagt, að þeir væru lagalega máttug- ir og harla góðir I sjálfu sér. En þegar ég var farinn að láta þá fara á skrið—ganga út og inn—sá ég að þeir voru að eins ávísanir frá fátæku fólki, uudir umráðum auð- manna. Þá skildi ég fyllilega Iiyersu lítið felst I því að gefa fá- tækum þá peninga, sem gera anuan fátækari....... Ég sá orsökina, sem olli fátækt- inni og skortinum, og hún er sú, að menn eru háðir eða skuldbundnir öðrum en sjálfum sér. Þess vegna komst ég að þeirri niðurstöðu, að ef ég vildi hjálpa öðrum, þá var það fyrsta skilyrðið að ég hætti að valda þessnm tækifærissnauðu mönuum ó- hægðar, sem mig langaði til að hjálpa. Með öðrum orðum. Ég varð að taka þátt I erviðinu sem fylgir manninum, og til þess að valda ekki orsökum, sem til þjáninga og skorts leiða, mátti ég ekki láta vinna fyrir mig nema hið allra minsta og vinna sjálfur elns mikið og mér var unt. Ef ég aumkast yfir hestinn sem ber mig, það fyrsta sem mér fcer að ge ra ef ég kenni I brjósti um hann I virkilegleika, er að stíga af baki og ganga sjálfur. Þessi úrlausn, sem gefur full- komna ánægju frá sjónarhæð sið- fræðinnar, hefir ávalt blasað fyrir hugskotssjónum mínum, eins og ann- ara, en það eru allir, sem sjá hana Þegar um lækning á félagslífssjúk- dómum er að ræða, þá verðum vér að líta alt I kring, á landsstjórnar- fyrirkoniulagið, á mótpart sfjórnar- innar, á bókmentir og vísindi og á drengskapareinkennin og hindur- vitna pokana, samt getum vér aldrei skoðað alt augliti til auglitis. Saur- rennurnar fyllast af óhreinku hjá oss, og vér heimtum einhverja til að hreinsa þær, og vér þykjumof vor- kenna þeim, og vilja létta þeim starf- ið, og gerum hverja uppgötvunina og umbótina á eftir annari, allar nema eina, og hún er sú einfaldasta, nefnilega sú, að vér ættum sjálfir alerei að hella í þær öðru en því sem getur komist tregðulaust eftir þeim. Hver sá sem líður fyrir það að sjá aðra Hða I kringum sig, handa honum er til meðal mjög einfalt og handhægt, sú einasta lækning sem er fullnægjandi til að lækna þann sjúkdóm, og sem er í samræmi við lögmálið og landsins lög, og þar að auki skærasta leiðarljós einstaklings- ing. Lækning þessi er sú seu Jó- hannes skírari tók fram þegar hann svaraði spurningu Krists: „Hvað eigum vér þá að gera?“, og sem Jesús Kristur staðfesti að væri rétt svarað, en hún er su, að bera ekki nema einn kirtil og enga peninga Það meinar að einu leyti þetta: að nota sér ekki vinnu náungans til hagsmuna. Með því að hafa ekki af náunga sínum fyrir vinnu hans, þá verðum vér sjálfir að vinna með eigin höndum eins mikið og oss er mögulegt. Þetta er Ijóst ogauð- skilið. En það verður fyrst Ijóst og auðskilið þcgar þarfir vorar eru Ijós- ar og auðskildar, og þegar vér sjálfir erum nógu hreinir, og ekki ruglaðir af fjárfýkn og slæpingsskap og leti.......... Spurningin: „Hvað á ég þá að gera“. Svarið er auð . elt. I fyrsta máta á ég að vinna fyrir mér á heið- virðan hátt, sem sé að lifa ekki á öðrum. Og þegar ég hefi lært það, þá líka að reyna við sérhvert tæki- færi að vera öðrum meðbræðrum mínum að einhverju liði til orða og verka, og á sérhvern þann hátt sem ég kem því við............ Mín fyrsta skylda er án efa sú, að vinna fyrir lífsþörfum mínum, svo sem fæði, klæðum, hýbýlum og hita og svo framvegis, og með því móti er ég á vissan hátt að vinna öðrum llkt gagn og sjálfum mór, því frá því fyrsta að þessi heimur var þekkjanlegur, þi var hin fyrsta og sjálfsagða skylda hvers manns innifalin I þessu. Með þessu móti uppsker hver og einn alt sem hann þarfnast fyrir lík- ama og sál, og fullnægir tilgangi lífsins. Að hafa nóg fyrir sig til fatar og matar og nóg handa sínum, þá er alt fengið, og stuðla að því sama fyrir aðra, veitir manni friðandi ánægju I andlegum skilningi. Allar aðrar athafnir mannsins eru fyrst siðferðislega löglegar þegar alt þettaer fengið. I hvaða stöðu sem mað ur er; hvort heldur hann er stjórnari fólksins og verndari.eða einhver vflr- maður, kennari eða frömuður f um - bótum sem miða til lífsþæginda, eða innleiðari á nýjum ódauðlegum sann- leiksboðskap og listaverkum, þá er hin fyrsta sjálfsagða skylda hvers einasta skynsams manns innifalin I því, að taka þátt I lífsbaráttunni, til þess, að vernda sitt eigið líf og annara. Þessi skylda á ætíð að sitja í fyrirrúmi, vegna þes&að lífið er öllu öðru æðra. Og til þess að vecnda það og kenna öðrum mönnum og gera þeim Iffið ánægjulegra, þá er þessi regla nauðsynleg á lífsleiðinni, því taki maður ekki þessa hluttöku í lífsbaráttunni, og svelgji I sig verk og ánægju annara, þá er það eyði- legging á Iffinu. Þá er rammasta heimska að reyna að vera öðrum til liðsemdar, með því móti sem leiðir til að kyrkja lffstilveru þeirrar stéttar. Skyldan sem maður hefir er ætlð fyrst sú, að berjast mót örðug- leikunum og fyrir tilveru lífsins. Það er óhjákvæmileg skylda og æðri öllum öðrum, vegna þess að hún er lögmál llfstilverunnar, og að brjóta hana á bak aftur með pintingum og eyðileggjandi meðölum er mótverkn- aður gegn mannlegu lífi. Lifl mað- ur einn sér, og losi sig við lífsbarátt- una og mótstríðandi náttúrulögmál, þá fær hann hegningu frá sfnum eigin líkama, sem óhjákvæmilega hlýtur að veslast upp og líða undir lok, af skorti á nauðsynjum. En losi hann sig við lífsbaráttu skylduna með því að neyða aðra til að upp- fylla hana fyrir sig, og láta þá eyði- leggja æfidaga sína, þá fær hann hegningu samt, því hann hefir þá eyðilagt þann hluta af lífsstarfi, sera hann átti að inna af hendi í umdæmi skynsemi og mannúðar; það er, hann fyrirfer sínu eigin leiðarljósi á lífs- brautinni,—skynsemínni. Þeir sem halda að vinnan sé nauðsynleg og aðalánægja lífsins, hyrningarsteinn þess,—komast ætíð að því samt þá til grunns er r..nn- sakað, að vinnan er ekki annað en barátta við náttúrukraftana, ekki einasta innifalin I því að erja og sá jörðina, heldur lfka allur iðnaður, og öll andleg störf, alt er starf sem hendur og heili framleiða einhverj- um til afnota, fyr eða síðar. Verksviðið er einlægt að verða stærra og stærra í hverri atvinnu- grein sem er; og sérstakar og nýjar verktegundir flytjast inn á starfssvið- ið, og starfshæfiieikunum er svo hátt- að, að þeir koma meira fram hjá ein- um en öðrum, það er, einn maður skarar fram úr öðrum, I umbótum og fullkomnari þekkingu I hverri sérstakri vinnugrein. Nú er það undir þessum manui komið hvert hann vili offra nokkru afþeim hags- munum til annara, sem hann á yfir- ráða......... Þetta verða svörin við spurn- ingunni. „Hvað á ég að gera?“ sem finn fyrír sjálfan mig. Eyrst að forðast að draga sjálfan þig á tálar. Hvað sem öðru Ifður, hefi ég ekki glapist langt út af vegum þeim, sem kennari minn sýnir mér að til lífsins liggja, og ekki verið hræddur að sjá sannleikann. í öðru lagi hefi ég afsalað mínum eigin réttindum, mínum eigin hagnaði og mínum sér- hæflleikum I fjárauðgunar starfl, sem greindi mig frá sumum öðrum samtfmismönnum, og viðurkent að það sé saknæmt að breyta öðru vísi. I þriðja máta hef ég leitast við að uppfylia hið ævarandi og sjálfsagða lífslögmál, og látið mér ant um að vinna í einingu og samræmi við alla menn, sem þátt taka f lífsbaráttunni gegn náttúrustríðinu, og þetta hefl ég gert til viðhalds og aðhlynningar mínu lífi og annara, sem ég finn skyldu mína að vinna íyrir um þann tíma, sem æfiskeið mitt er innan tak- marka þessa heims. Lauslega þýtt af K. Á B. Barnalækning. Eitt af því marga og nýjasta, sem verið er að sýna á Pan America (alsherjar Amerfku) sýningunni í sumar, er ungbarnalækninga útbún- aður, sem á læknamáli er nefndur incubator. Pyrir meir en 60 árum síðan fann Dr. Crede upp á ráðum mót ofþroskun og vanþroskun ung- barna, og voru þau með ýmsn móti, t. d. að vefja barnið innan I „vatt“, loðskinn, dúnföt og að hafa vöggu barnanna nálægt eldstæðinu, alt eft- ir þvf hvernig ástóð og hvaða lækn- ingar barnið þurfti. Þessi vafað- ferð Dr. Crede heflr leitt til þessarar nýju aðferðar. Þetta incubator eða rekkja sem börnin eru nú læknuð I er úr málmi og eru holar hliðarnar í henni, og hæfilega heitt vatn látið renna þar jafnt og stöðugt gegnum. Dr. Tarnier I Paris fann upp þessa. aðferð 1878 I stað vafningaaðferðar sem áður er hér getið. En rekkju notkunina tók hann upp eftir M. Oddilla Martin við Jardin de Acc- limation I Paris, 6em brúkaði hana við hæsna eldi. Þetta vermiból var fyrst notað við ungbörn \ið Maternity Hospitalið í Paris 1880, og reyndist strax vel, og leiddi til þess að samkyöja stofnanir I Berlin á Þýzkalandi fóru að nota þessa lækn- ingu íyrir börn sem höfðu vaxtar krankleika, og jafnvel við fleiru. Þetta hepnaðist mjög vel, og fjöldi barna kemur nú þar saman árlega til að minnast þess, og sýna öðrum að þau hafa notið þessarar lækisað- ferðar, og eru nú líkamlega og and- lega heilsugóð. Árið 1897 var þessi lækninga aðferð sýnd opinberlega í Lundúnum. Frá þeim tíma hafa þessar lækningar verið stöðugt hafð- ar þar um hönd, og reynast þær mæta vel. í stuttu máli er nú vermiból þetta búið til þannig, að það er gler- kassi innan I málmumgerð, sem stendur á fótum. Innan í glerkass- anum er búin til hola handa barninu að vera í. Hún er úr gormvöfðum vírlengjum, sem þófaðar (vattéraðar) eru innan og dúkklæddar. Loftið flytst um pípur inn til barnsins, og er það loft eins gott og hægt er, en fráandaða loftið rekst út úr gler- kassanum fyrir súg þeim sem hið inn streymandi loft veldur, og berst inn I vermistrauminn, sem leikur utan um kassann og hitar hann, og berst það síðan smátt og smátt út eftir annari pípu. Innan I kass- anum er hitamælir, sem stendar I sambandi við afkælu útbúnað við lækningaból þetta, og má stemma hitann upp á örlítinn hluta úr gráðu. Á þessum ungbarna heilsubóta- stöðum ,sem víða eru orðnir barna- margir, eru höfð ein tylft af þessum vermirekkjum I sömu stofunni, sem passað er að hafa vel bjarta. í vermirekkjunum hvíla ofþroska, van. þroska og að einhverju leyti fram- fara krenkt og vanvaxandi, og nefna sumir þessa lækningu hina Þýzku-reifalækninga aðferð, þvi hún hefir hvergi verið stunduð meira en þar, né lengur. Ungbörnin eru send til þessara stofnana af læknum hér og þar út um land og afhent hessum stofnunum eftir vissum regl- um, sem taka þau að sér og annast um þau, Þau eru vegín í ákveðn- um búningi og síðan fóstruð I vermí- hylkinu. Óþroska börn ná sjaldn- ast 5 pundum þegar þau eru tekin inn á stofnunina- Þessar stofnanir halda fjölda af hjúkrunarkon*m; þurfa allar að ganga undir próf hjá yfirlækninum á stofnuninni, áður en þíer taka til starfa, og er vandað mjög til þeirra, Þær búa I bygging- unni sjálfri og fá ekki að borða nema ákveðna fæðu og verða að lifa eftir föstum reglum. Börnin taka þær úr vermirekkjunni á hverjum tveim- ur tímum og gefa þeim að sjúga, eða aðra næringu. Eftirlits sjúdra- kona vaktar meðferð og fæðuteg- undir þær sem hjúkrunarkonurnar gefa þeim. Þau börn sem eru svo vanheil að þau geta ekki sogið eða veitt sæðunni móttöku með raunin- um, eru fædd með Gavage mötunar- aðferðinni, þar til þau eru orðin nógu hraust til að ná fæðunni öðru vísi. Sérstök verkstofa er I þessum stofnunum þar sem alt sem börnin þurfa til klæðnaðar er búið til I. Börnin eru flutt upp á loft á kveld in I sérstakri lyftifæru, þar sem þeim er hjúkrað ft nóttunni. í hjúkrunar- húsunum er andrúmsloftið ætíð jafn heitt og ferskt og sem næst hæfi hvitvoðunganna. En arftur ft móti er hafður misjafn hiti og loftraki ft börnunum þegar þau eru I vermi- rekkjunni, alt eftir því, sem við las- leika þeirra ft. Skýrslurnar frá yflrmönnum þessa stofnana sýna að 25—30 böm af hverjum 85 börnum ná heilsu og þroska án annara meðala en þessarar vermilæknis aðferð. Blöðin segja þessi ungbama- lækning veki mjög mikla eítirtekt á Pan Ameríku sýningunni nú. Svar gegn „Mótmæli14. Vinur minn, Jón Ólafsson, að Brú P. O., heflr I Lögfcejgi nr. 24 dags. 20. Júní síðastl., fundið hvöt hjá sér til þess að toga I sama streng og ritstj. Lögb., að því er snertir ft- mæli ft séra Hafst. Pétursson, fyrr- um prest okkar Argylebúa og af öll- um þar að góðu einu þektann. Það ervíst óhætt að fullyrða að séra Hafsteinn var virtur og elskaður af öllum I þessari bygð, Ritst. Lögb. hefir tekið sér það verkefni að sæma séra Hafst. öllum þeim ósannindum er hann getur upphugsað. Jóri Ólafsson virðist vera I tölu þeirra

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.