Heimskringla - 12.09.1901, Síða 2

Heimskringla - 12.09.1901, Síða 2
HEIMSKKÍNGLA 12. SEPTEMBER 1901. Heiiskriogla. PUBLISHED BY The Heimskringla News & Publishing Co. Verð blaðsins íCanftda og Bandar. $1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent til fslands (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) $1.00. Pendngar sendist í P. O. Money Order Etegistered Letter eða Express Money Order. Bankaávfsanir & aðra banka en i Wfinnipeg að eins teknar með afföllum «. Ij. Baldwlnson, Editor & Manager. Office : 547 Main Street. P O BOX Skaðsemi anarkista- stefnunnar. Fréttin um tilrann þá sem gerð var til að myrða Bandaríkjaforset- ann á Pan-Ameriean sýningunni i Buffalo 4 föstudaginn var, og játn- ing sú sem glæpaseggurinn gaf lög- regluþjónunum fyrir tiltæki sínu, vekur ósjálfrátt þá hugsun að nauð- syn beri til þess að hafa talsvert strangari gætur á ræðum og athöfn- um sjálfsjátaðra anarkista, heldur en gert hefir verið að undanförnu. Því að það virðist ljöst að sá mann- flokkur hvorki þoli né kunni að meta frelsi. Þeirra aðal prógram er að ráða alla stjórnendur af dögum, án nokkurs tillits til hversu góðir menn það kunna persónulega að vera, og án tilits til þess einnig hvernig þeesir menn hafa kjörn.r verið í embætti sín. Þeim er nóg að vita að raaðurinn er í orði kveðnu æðsti stjórnari eins lands, og það er það, [samkvæmt prógrami þeirra, sem gerir það sjálfsagt að ráða hann af dögum. Þessi stjórnleysingja félagsskapur er engin nýjung f heiminum. Hann hefir verið til frá dögum þeirra Kains og Abels og eins og hver önnur fastskorðuð stefna hefir hannvaxið og þróast þeim mun meir sem fólkinu heíir fjölgað í heiminum. Á síðari árum hefir þessi flokknr gerst svo framgjarn í árásum sínum á þjóðhöfðingja, að hann hefir verið gerður landrækur, að svo miklu leyti sem það hefir ver- ið möguiegt, úr flestum Evrópalönd- unum. Aðal vermireitur þessara þorpara hefir á síðustu árum verið í þeim löndum í heiminum sem hafa frjálslegastar stjórnrrstefnur og veita mest mannréttindi, í Englandi og í Araeríku. Tii þessara landa hafa flestir þeir menn flykst sem vegna sameiginlegra öfugra eða afvega- leiddra lífsskoðana og haturs til allra stjórna og stjórnenda ekki hflfa geta haldist við f öðrum löndum. Hér hafa þeir verið að mestu frið- helgir og getað hafst við í ró og næði, og bruggað og bollalagt sfnar þjóðhöfðingja-dráps tilraunir. Á Englandi t. d. hefir þeim verið leyft að halda opinbera fundi úti undir beru lofti, jafnvel í sjálfu Hyde Park í Lundúnum, og að flytja þar alskyns æsingaræður og afia sér á- hangenda, Ætla verður samt að þeir hafi ekki á slfkum stöðum gert opinberar uppástungur nm aftöku konunga og annar þjóðbðfðingja. En ræðurnar hafa lotið að því að gera áheyrendurna óánægða með nú verandi ástand, og að kenna hinum viðteknu þjóðhöfðingjum um alt það sem aflaga hefir farið. Einnig heflr þessum mðnnum verið leyft að haf'a opinbera gleðifundi yfir því að einhver úr þeirra flokki heflr sært eða drep’ð einhvern stjórnara. Þannig var það í Bandaríkjunum fyrir örfáum vikum að nihilistar héidu fagnaðarsainkomu nm það að þá var liðið eitt ár frá því að einum af félagsbræðrum þeirra hafði tekist að drepa Humbert. Ítalíu konung. nafni morðingjans var fagnað með gleðiópum, en nafni konungsins með urri og óhljóðum Það þykir nú vist orðið að einmitt á þeiiTÍ sam- komu, eða rétt eftir hana, hafi mo>-ð McKinleys verið ákveðið, og maður valinn til að vinna verkið. Að vísu hefir maður þessi ekki ætíð sagt það sama um þetta mál. Stundum segist hann hata verið val- inn af félögum sínum til þess að gera þetta verk, og stundum segir hann að upptökin hafi verið alger- lega hjá sér sjálfum, að eins hafi hann ráðgast um fyrirætlan sína við vini sína. En hvort heldur hann var valinn eða átti sjálfur upp- tökin, þá er það víst að aðrir voru í vitorði með honum, og hafa að sjálfsögðu hvatt hann til drápsins, því að það var samkvæmt stefnu þeirra. Meðal annars sem maður þessi játaði fyrir lögregluþjónunum í Buffalo, eftir að hann hafði verið settur í fangelsi fyrtr að skjóta á forsetann, var það sem fylgir, hann sagði: „Ég hef í síðastliðin 5 ár átt anarkista fyrir vini, í Chicago, Cleveland. Detroit og öðrum borgum, og ég býst við að ég hafi orðið meira eða minna gramur, já, ég veit ég var gramur. Eg hafði aldrei átt miklu láni að fagna I neinu sem ég tók mér fyrir hendur, og þetta gerði mig argann, Það gerði mig önug- lyndan og öfundsjúkan. En það sem kveikti í mér löngun til dréps, var fyrirlestur sem ég alýddi á fyrir skömmu, fluttur af ungfrú Emmu Goldman. Hún var í Cleveland og ég og aðrir anarkistar fórum að hlýða 4 mál hennar. Hún hleypti eldi í mig. Kenning hennar um það að allir stjómendur ættu að afmást af jörðinni, var það sem kom mér til að taka þessa ákvörðun, og sem svo varð rótgróin I höfðinu á mér að ég þoldi ekki við fyrir höfuðverk. Orð ungfrú Goldmau gengu í gegnum mig'. °S þegar ég hafði hlýtt á fyrir- lestur hennar, þá afréði ég að gera eitthvert hreystiverk til sigurs fyrir það málefni er ég hafði lært að elska. Svo las ég I Chicagoblöðunum, fyrir 8 dögum, að McKinley forseti ætlaði á sýninguna í Buffalo, og samdægurs keypti ég mér farbréf þangar og eisetti mér að gera eitthvað. Mér datt í hug að skjóta forsetann.“ Síðar í þessari játningu sinni fyrir lögregluþjónunum, kvaðst maður þessi hafa setið um forsetann og hafi hann þá fastákveðið að drepa hann, en ekki geta komíst nóga ná- lægt honum fyrr en á föstudags- kvöld. Af þessari játningu er það nú sýnt og sannað að það var æs- ingarræða ungfrú Goldman, sem kveikti manndrápshugmyndina í heilabúi þessa vesaliugs. Hún hafði á opinberum fundi sannfært hann um hve réttlátt verk það væri að svifta al.'a stjómendur heimsins lífl, og maðurinn ákvað þarna á staðn- um að fara að ráðum þessarar konu og að stytta aldur þeim eina manni í Bandaríkjunum sem hafði aðal yflrvöldin í höndum sínum. Af þassari játningu vaknar ósjálfrátt hugsunin um það hver sé sekari um glæp þenna, sá sem skaut forsetanD, eða hún sem kveiki hjá I onum fyrstu hugsunina um þörfina og réttmætið á þessu og hvatti hann til fram kvæmda á því. í þessu frjálsa lýðstjórnarlandi mundi það þykja óþolandi að hefta málfrelsi manna og kvenna, eða að banna sérstökum félögum að koma saman til að ræða um innbyrðis mál sín, en svo flnst oss sem tími sé til þess kominn að hugleiða gaumgæfi lega hvert almennings hagsmunir krefjist þess ekki að nokkurt tillit 8é til þess tekið frá yflrvaldanna hálfu. Hvert þeir menn og félög, sem gera manndráp að sínu aðal- og eina takmarki, eigi að njóta tak- markalaust lagaleyfis til þess að út breiða kenningar sinar á opinberum mannfundum. Vel vitum vér að ekki er hægt að fyrirbyggja það með lögum aðslíkirmenn eða félög geti átt með sér fundi og rætt hver þau mál seiu þeim þóknast, hver f ann- ars prívat heimahúsum. En hitt finst oss ekki meira en sanngjarnt að útbreiðsla kenninganna um eyði- leggingu opinberra þjóðhöfðingja eða annara sé takmörkuð, að komið sé í veg fyrir að jwð sé gert á opinber. um mannfundura, eins og virðist að hafl átt sér stað með ungfrú Gold- man í Cleveland. Það eru enda fieiri hliðar máls jiessn sem eru þess virði að þær séu athugaðar. En í þetta 8inn er óþarfl að segja meira en búið er, til þess að vekja athug- an lesendanna á þessu máli. Neyðarvörn. Þannig hljóðar fyrirsögn á greln Jóns gamla Ólafssonar að Brú P. 0., sem birtist í Lögbergi nr. 29. þann 25. Júlí síðasl. Grein þeBSÍ á að heita svar gegn því er ég sagði í Heimshringlu 1. Júlí um ósannsögli gamla mannsins og rógburð hans 4 séra Hafstein Pétursson. Annríkis vegna hef ég ekki tekið mér tíma til þess að ávarpa ,,þann gamla“ eða að andmæla grein hans þeirri á- minnstu, þvf að í raun og veru er hún ekki svaraverð, þar sem hún snertir nálega ekkert mál það sem lá til umræðu, en er mestmegnis ill- girnislegar árásir á mína eigin per- sónu. En slik vopn eru jafnan not- uð af þeim sem eru staklega óvand- ir að sjálísvirðingu, þegar skortur er á góðum málstað og röksemdum. Enda er þetta ekki í fyrsta skifti sem sá gamli heflr beitt þessum, sér alt of tömu vopnum þegar vandaðir menn mundu, í hans sporum, fremur hafa kosið þögnina. Eg lái Jóni það ekki þó hann reiðist þegar hanu flnnur sig húðflettan fyrir ósannsögli og rógburð á sér langtum gáfaðri, mentaðri og betri drengi. En mað- urinn ætti að reyna að hafa nægi- lega stjórn 4 geði sínu og ritsmiðum, svo að hans síðari villa yrði ekki argari hinni fyrri. I stuttu máli sagt gekk þessi seinasta grein Jóns út á að sýna að gamla vélin sem lognaðist út af hjá heám fjórmenningum í Argylebygð fyrir mörgum árum væri enn þá við líði og vinnandi í bygðinni, þó hann í sömu andránni verði að játa að það sé alt önnur vél sem þeir fjór- menningar eiga nú og vinna með. Þetta er svipuð rökfræði eins og ef sagt væri að Valgarður hinn grái væri enn þá við líði og hefðist nú við að pósthúsinu að Brú af því að íslenzka þjóðín taldi þanu mann eitt sinn meðal sona sinna og taldi síðar Jón ólafsson með sömu fjölskyld- unni, þótt það væri 800 árum síðar í tímanum, En eins og allir skilja þá eru þeir Valgarður og Jón tveir sér- stakir menn, þótt báðir séu sömu ættar og eðlis. Á sama hátt er það með þreskivélarnar þeirra fjórmenn- inga, að sú sem nú er við liði og staríandi hér í bygð, er ekki sama vélin og sú sem hætti að vera til fyrir 15 árum, þótt báðar væru sama eðlis og eign sömu manna, Eða mundi Jón vilja halda því fram að maður sem væri fjórgiftur byggi altaf með fyrstu konunni sem hann átti, þó hún veri liðin undir lok fyrir hálfum öðrum áratug. Mér flnst nokkuð varhugavert að halda fram slíkum kenningum. Slík rökfræði er óskiljanleg fyrir almenna heil- brigða vitsmuni, en eins og lesend- urn má kunnugt vera þá er „sá gamli“ trúmaður mikill, og það er rétt hugsanlegt að hann hafl hugsað sér að festa þríeiningar kenninguna sem bezt í huga og hjrötu lesenda Lögbergs með því að taka dæmi af þreskivélum þeirra fjórmenninga, og sýna að þær allar væru sama sem eÍD, og einj—sú fyrsta — sama sem allar hinar sem á eftir komu eða kunna að koma. Enn þó þessi til- raun Jóns, að skýra þá kenningu eins og hann hefir bezt vit á, sé að sjálfsögðu allrar virðingarverð frá sjónarmiði sumra manna, þá get ég eigi að síður, ekki fa'.list á að hún sé rétt eða viturleg. Vera má einnig að Jón hafl hugsað sér að gera mér þersónulegan greiða með þessari kenningu sinni. Hann hélt því fram í fyrstu að ég hefði verið hlut- hafi í fyrstu vél þeirra fjórmenn- inga, og að hinar síðari vélar væru híð sama og fyrsta vélin — væri í sannleika fyrsta vélin, og samkvæmt þessari hugsnnarfræði „þess gamla“ ætti ég að sjálfsögðu minn óskertan hlut í núverandi vél þeirra fjór- menninga. En þetta er alt 4 annan veg, því að ég á engan hlut í þeirri vél. Eigi að síður er tilgangur „þess gamla“ sjálfsagt góður og gerður mér í hag, en gallinn er að hann heflr í huga sínum hnuplað þessu handa mér, og er það í sjálfu sér að kippa í kynið til Valgarðar gráa, á vi3san hátt. En ég hef að þessum tíma getað haft ofan af fyrir mér án þess að seilast í annara fé með leynd, og get því ómógulega þegið þetta offur „þess gamla“, enda óvíst að hann hefði sýnt svo ó- vaDalegt örlæti ef af eigin efnutn hefði gripið verið. Mér flnst að það hefði verið miklu nær fjrir gamla Jón að við- urkenna frómt og hreinskilnislega yflrsjón sína í því að ana fram í op- inbert blað með algerlega óþarfar og ósannar staðhæfingar um menn og málefni sem hann hefði átt að sjá sóma sinn í að láta afskiftalaus. Það verður hvort sem er aldrei á valdi gamla Jóns að rýra álit séra H. P. eða að auka sitt í augum nokkurra þeirra sem þekkja báða mennina. Séra Hafsteinn er viðurkendur í Ev- rópu og Ameríku, af þeim sem til hansþekkja, sem sérstakur gáfu og bóknjenta maður og hið mesta, ljúf- menni, sem öllum vill gott gera, en mein engum. Jón á hinn bóginn á sögu á baki sér sem aldrei mun kasta stórum ljóma á söguspjöld íslend- inga. Það er því bezt fyrir „þann gamla“ að ganga ,nú undir andlátið, í endurnýjugu lífdaganna og bæta sem mest hann má fyrir yfirtroðslur sínar allar á liðnum æfldögum. Þetta verður 4 parti —þó sá partur sé lítill—gert með því 1. að skila aftur til þeirra fjórmenninga þeim hluta úr vél þeirra, sem hann sam- kvæmt af vegaleiddri röksemdaleið slu sinni, hefir eignað mér, 2. að viður- kenna að ummæli hans um séra Hafsteín Pétursson hafi verið gerð af stakri illgirni og til að sverta manninn eftir veikum mætti og 3. að viðurkenna ummæli H. P. í Eim- reiðinni að því er snertir þreskivélar kaup mín og atvinnu hér í nýlend- unni sönn að vera og óhrekjanleg. Að endingu skal ég geta þess að ég hef ekki tekið mál þetta til umræðu í því skynl að hæla sjálf- um mér eða að gera nokkra tilraun til þess að auka með því veg minn eða vinsældir. En mér fanst það óþolandi að leyfa „þeim gamla“, sem nú er kominn á grafarbakkann, að þramma Ijúgandi og rægjandi eftir gangstéttum Lögbergs án þess að benda honnm á villu vega hans, því að samviskan býður hverj- um rétt hugsandi manni að gera skyldu sína við náungann, án tillits til þess hvort það skylduverk sé vel metið eða vinsælt. Brú 20. Ágú3t 1901. G. Bímonarson. Fá orð til S. V. „Ræða spekingsins sefur í hlustum ens heimska.“ Salómon. Það var ekki við að búast að S. V. skildi nokkuð af þeim rökum er ég færði fram fyrir því að fra m för og menning gæti komist 4 hátf stig án ritningarinnar og kristindómsins* Það er auðsætt á því er sá maður segir, að hann veit ekkert hvað orðið menning þýðir, liann slengir saman andlegri og líkamlegri menning og álítur hið siðferðislega fræðikeríi er Kristur flutti heiminum undirstöðu allra hinna verklegu framfara 19 aldarinnar, eftir því að dæina álítur hann að heimurinn þekti r.ú engar framfarir og engin uppfynding hefði átt sér stað af Kristur hefði ekki fæðst. Þetta var ég að sanna að væri tómur hagarburður, með því að sýna fram 4 að Indverjar og aðrar fornþjóðir stóðu og standa enn í dag á hærra menningarstigi en Evrópu þjóðir, en slíkt er þýðingarlaust að segja þeim manni er ekkert veit hvað menning er, eða álítur alla menning innifalda í rafmagnsfræði og verklegum framkvæmdum. Eg sýndi líka fram á að ritningin eða kyrkjan og páfinn stæðn 4 móti öll- um nýjum framkvæmdum, öllum uppfyndingum svo lengi er hún gat og hafði vald. Þessu svarar S. V. þanníg að biblían hafi verið hlekkj- uð í myrkraklefum þar til Luther kom til sögunnar, á 15 öld. Alt svo hefir það mikla áhrifs afl ritningar- innar legið niðri í því nær 15 aldir, og hin kristna heimsraenning byrjar ekki fyr en með siðabót Lutlieis. Eftir því að dæma eru katólskir menn ekki kristnir og nær þá hin „mikla heimsmenning yfir fiemur lítið svæðiaf heiminum.“ S. V, þykír ég sanna sitt mál með að nefna forn þjóðirnar, því þær hafi verið í hnignun er kristindóm- urinn reis upp. Iíaunar vjru þær nú liðnar undir iok sumar, t. d. Grikkii og Rómverjar, er siðabótin * Sjá Heimskr. nr. 46. ruddi sér til rúms, og þá fyrst hefst hin kristna menning eftir kenning og skilning S. V., svo kristnin hefir þá ekki reist þær við. En menn- ing þeirra lifir í ritum þeirra. dreifð- ist út um Evrópu og er enn undir- staða undir allri æðri þekking og vísindum. Þetta heflr S. V. ekki skilið. Aðal atriði okkar deilu er þetta: Getur framfór og menning átt sér stað án kristindóms. S. V. segir „nei“ ég segi já, það sýua forn þjóðirnar. Það sannar mitt mál segirS. V. „því þær eru framfara- lausar, þekkja hvorki rafmagn né gufu.“ Það er mikið rétt að raf- magn og gufa gera mikið til lífs- þæginda að flýta fyrir með fram- leiðslu á vamingi og auka verzlun- arákefð og samgöngur. En fyrst er nú það, að þetta er als ekki biblí- unni að þakka, S. V. má stagast 4 því til eilífðar en hann getur aldrei sannað það, og í öðru lagi, getur einstaklingur og heil þjóð verið á mjög háu menningarstigi og aldrei þekt neitt af þessu. Því, menning er það, að ná sem hæstri þekking á sínu eigin eðli og á eðli meðbræðra sinna, losa sig við alla hleypidóma og eigingjarnar hvatir og tilhneig- ingar, og að skignast inn í hin dular- fullu öfl er ráða í tilverunni, einkum' hinni andlegn tilveru. í þessum greihum eru Kínverjar og Indverjar lengra komnir en Evrópu þjóðir. S. V. segir að alstaðar þar er kristin menning kemst inn, vaxi framkvæmdalíf og dugnaður. Mér liggur víð að spyrja hvar getur sag- an þess? Á Zslandi byrjaði fyrst h n i g n u n manndóms og fram- kvæmda með kristnitökunni, og þótt Evrópa tæki miklum framförum eftir siðabótina er það eigi biblíunni að þakka, heldur eins og ég sagði (í andmælum mínum) fyrir þt03ka eðli það er býr í þjóðnnum. Og þótt S. Y. hvorki viti það né skilji, þá heflr Evrópu mest farið fram síðan hennar helztu rithöfundar og leiðendur lo3- uðu sig við alla bókstafstrú, því alt frá skáldjötnunum Shakespeare og Gothe og spekingunum og vísinda- mönnunum Voltaire, Rosseuo, Darv- in, Kant og niður til Ibsen, Björn- stjerne, Huxleys og Spencers, hafa þeir allir verið trúlausir á bókstaf ritningarinnar. Og nú, er menn- ing Evrópu er á hæsta stigi, er meiri- hluti hennar frægustu rithöfunda, vísindamauna og meritamanna án als kristindóms, f þeim skilningi er mér virðist að þessi S. V. leggja í það orð. Sagan sýnir einmitt ljós- lega að þær þjóðír er fyrst losnuðu við vald bókstafstrúarinnar hafa náð beztum og meetum framförum; það er Þýzkaland, Skaninavia, England og Norður-Ameríka. Nú hvað því viðvíkur að Kristna menningin veki framkvæmdalíf og framför sé ég ekki miklar sannanir. Hér í Ameríku er frumbyggjuin landsins (Indíánum) óðum að fækka. Á suðurhafseyjum á sér hið sama stað. Þá hygg ég böf. viti um forlög Fillip»eyinga sem eru að sönnu mikið blandaðir Ev- rópu þjóðum. Á Indlandi hafa hin- ir kristnu Englendingar verið í blóð- ugum bardögum síðan fyrst þeir smegðu þar inn höfðinu, og drep- sóttir og óáran hefir þar fylgt í kjöl- far krlstindómsins. Frá Kína eru eng- ar fagrar sögur að heyraaf aðförum hinna kiistnu og engar nýjar fram- farir, allra sízt í andlegum efnum. Japanar eru sú eina þjóð er heflr lært verklegar framfarir af Evrópu. Svo er eins að gæta, að hin mikla menning Európu,sem S. V. kallar heimsmenning, getur hæglega farið sömu leiðina og menning íornþjóð- anna, Grikkja og Eómvcrja, þrátt fyrir allan kristindóm, og þá þarf nýjan krist til að endurreisa það, og þar kem ég að því er ég áður sagði, þjóðirnar þurfa alt aí nýt.t og nýtt yugingar afl, þegar hið eldra er orð ið úrelt og samsvarar ekki kröíum tímans, og þetta afl kemur alt af í einhverri mynd, en nýrri tíma þekk- íng og skoðanir virðast benda í þá átt að þjóðirnar trúi eigi lengur 4 að það þurfl að vera maður fæddur af heilagri mey, eingetiun af föðurn- um, nema faðirinn sé san nl ek - urinn sá sannleikur er allir hugsandi og rannsakandi inenn þrá að höndla á ölluru öldum, en það hef- ir en eigi tekist til fulls. Nú heflr kristindómurinn um tvöhundruð inisruunandi trúflokka, og hver fyrir sig þykist hafa höndlað sannleik- ann, og ég hygg það sé hvorki fyrir þig eða mig Sigurður minn að segja hver af þessum sé næstur því að hafa allan sannleikann í hendi sinni, og um leið það afl er vekur sofandi menn til starfs og þroska. Ég segi eft- ir mínu viti og þekking að það sé hið rannsakandi afl sem er meðfætt manninum en eigi fætt af neinni bók eða trúarkerfi, er vekur til starfs og þróunar þar sem þetta afl fær að vinna frjálst og óhindrað, þar er framk væmd og líf, en þar sem það er bundið með bókstaf og kreddum vekur það fyrr eða síðar dauða og eyðilegging. Trú á bókstaf ritningarinnar heflr valdið tjóni og afturför hinna katólsku þjöða, og hún hefði gert hið sama við hinar lútersku ef hið rannsakandi afl mannsandans, sem losnaðiúr fjötrum með siðabótinni, hefði eigi haft yflrhönd. S. V. vill fá upplýsingar um framför „ a n t i - kristinna þjóða, þær eru ekki til, þvf aðrar þjóðir sem ekki ern kristnar leitast mjög lítið við að standa móti kristninni, þó er hreyf- ing nokkur að vakna meðal Hindúa og í Kína eru Boxarar að vfnna móti kristniboðinu Evrópiska. Ég hygg það mætti frekar telja meiri part hinna mentuðu manna í Evrópu og Ameríku „antikristna." S. V. hyggur að mig hafl lang- að til að grafa sig með minni fyrri grein, nei það var langt frá mér, ég vil engan grafa sem vill hugsa og sannsaka, en mig langar til að grafa alla blinda trú á bókstaf, alla hleypidóma og hroka og ekki sízt ímyndun hans um það að hann þekki þróunarsögu mannkynsins svo út í æsar að hann geti sagt með eins mikilli vissu og hann lætur yfir hvað sé orsök til framfara og hnign- unar hverrar þjóðar. Eg hef „litið í bækur“ og hef lesið: History of Civilization in Europe, eftir Buekle, History of Rationalism, eftir Lecky og Development of Hnman Inntellect, eftir Draper. Lestu þessar bækur Sigurður minn og vittu hvort þú flnnur eigi að ég hefi rétt fyrir mér að kristlndómurihn hefir eig vakið framfarir í verklegu tilliti, er eigi undirataða hinuar evrópisku menn- ingar, auk heldur þá als mannkyns- ins, heldur heflr hið framsóknar- gjarna mannkyn tekið kristindóm- inn í sína þjónustu (engu að síður heflr það vakið ofsóknir og blóðug stríð) og breytt honum og lagað hann eftir þörfam og kröfum hvers tímabils. Og enn hygg ég hann þurfl mikilla breytinga við. Meira get ég eigi sagt; að sinni því ég hef engan tíma, en seinna er ég vís til að fræða Siguið minn betur. West Duluth 25. Ágúst 1901, JÓHANNES SlGURÐSON. Manitoba epli. Það hefir vet ið almenn skoðun með al rnamia í þessu fylki að ekki væri hæftt að rækta hér epli vegna þess að sumarið er nokkru styttra hér heldur en það er í Outario oða þeitn öðru m fylkjum þar sem epli vaxa; svo hefir og alinent verið álitið að vetrarhörkurnar hér vestra mund u drepa alt líf úr tr j án- um þótt þeim væri plantað og re.ynt væri að rækta þau. Eu samt hafa ýms- ar tilrauuir verið gerðar til eplaræktar og með þeim árangri, að nú er það full sannað að það má takast að rækta hér ýmsar ágætis eplategundir og láta þau ná fullum þroska. Þeir sem vildu saniifærast um þetta, ættu að Iita í búðargluggann hjá Robinson & Co. á Main St. og skoða þar nokkrar epla- tegundir, sem Mr. A. P. Stevenson hef- ir ræktað á landi sínu hjá Nelsou í Ma- nitoba. Mörg af epluin þussum eru þumlungur að þvermáli og að öllu leitj jafngildi þeirra beztu epla sem ræktuð eru aiin’irstaðar í Aæcríku. Þessi op- inborun kastar nýjum bjarma yfir fram tíð þessa fylkis. þar eð hún sannar aukua framleiðslu möguleika þess. — Islenzkir bændur ættu að gora tilraun- ir til eplaræktar á löudum sínum hér í fylkinu. Æflminning. Þann 5. Agúst síðastl viidi það sorgiega slys ti[ í K ewatin, Oat., að Gfsli Jónsson drukkoaði f Darlington Bay. Hann Jvar einn á bit að fnra á milli heimílis síns og rnillunnar þar setn bann vann. — Gísli sál. var 46 ára; fæddur á Hellu í Blönduhiíð í Skaga

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.