Heimskringla - 05.12.1901, Page 1

Heimskringla - 05.12.1901, Page 1
J *A TTT3Tr> J j Heimskring/u. J j pnpgin ^ J J Heimskring/u. j XVI WINNIPEG, MANITOBA 5. DESEMBER 1901. Nr. 8. I THE NEW YORK LIFE £ ÁBYRGÐARFÉLAGIÐ. Hið mikla fleirþjóða sparisjóðs-lífsábyrgðarfélaK, gefnr út ábyrgð- —8 «►; arskýrteini á ellefu mismunandi tungumálum, Ástæður fyrir vexti auðlegð or ágæti þessa félagseru meðal annars þessar. —y mZZ 1. bið óviðjafnanlega tuttugustu aldar vaxtasafnsskýrteini þess eru þau beztu sem gefin eru út af nokkru lífsábyrgðarfélagi. 2. New York Life ábyrgðarfélagið e/ hið öflugasta lífsábyrgðar- -4E f- félag f heiminum. —g £— 3. Það hefir eina bilión og tvöhundruð miliónir dollars virði af ~~g lífsábyrgðarskírteinum í gildi, 4. Þaðer hið elsta ogstærsta fleirþjóðalífsábyrgðarfélag f heiminum. 5. Vaxtasafnsskýrteini þessa félags eru algerlega órjúfanleg frá =5 útgáfudegi. ~^ Eignir félagsins 1. Janúar 1901 yoru. $262,196 512 Varasjóður 1. “ “ “ 8 31,885.855 ^ $= Aukasjóður 1. “ “ “ $ 4 383,077 gZ Aðriraukasjóðirl. “ “ “ $ 10,320,319 J. <w. Hflrgan, RABSMAÐIIR, Grain Exchange, Winnipeg. Cltir. Olnfsson, ^ »- islenzkur agent. mmimmmmimmmmmmmimim Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Voðalegt járnbrautarslys varð á Wabash járnbrautinni í Michiganríkinu nálægt bænum Seneca, um 75 milur frá Detroit, að kveldi þess 27. f. m., Ein vagnlest á vesturleið með 150 innflytj- endnr um borð rakst með fullu afli á aðra fólkslest, sem var á austurleið og með þeim afleiðingum, áð6 emigranta- vagnar splundruðust í spón og fór- ust þar yfir 80 manua og margir aðrir skemdust, sem í þeim voru — 150 manns. Af hiani lestinni brotn- uðu 3 eða 4 vagnar og 4 menn dóu á þeirri lest. Þetta er talið eitt með allra voðalegustu slysum, sem komið hafa fyrir í sögu Bandaríkjanna. Mann tjónið varð veðalega stdrkostlegt; að eins af yesturförum komust undan, því að þeir sem ekki klemdust í sundur i vögnunum brunnu í eldinum sera varð, þegar kviknaði i vögnunum. Fólk það frá nærliggja ndi bændahúsum, sem horfði á slys þetta. gat með engu móti bjargað nokkru mannslífi; komust ekki nálægt fyrir gufusvælu og eldshita. Þetta voðaslys var afleiðing af mis- skilningi vagnstjóranna eða óhlýðni þeirra við skipanir um gang lestanna. Thonias Earle í Victoria, alþingis- maður. hefir orðið gjaldþrota. Skuldir hans eru sagðar að vera sem næst $25 þúsund. Earle var í Jjárnbrautabygg- ingabraski og öðrnm stór fyrirtækjum þar vestra, Skuldir hans voruf mest við Molsons og British Columbia bank- aua. 20 manna nefndin, sem sett heflr verið til þess að breyta trúarjátningu Presbyteriönsku kyrkjunnar, komu samaná fundi í Washington á miðviku- daginn i síðastl. viku. Það er talið víst, að nokkrar vikur muni ganga i að semja hina endurbættu trúarjátningu. Mesti fjöldi af skipum hefir verið sendur frá austurhöfnunum upp til Fort William og Port Arthur til þess aðflytja hveiti úr kornhlöðunum þar austur til Montreal og annara austur- hafna. Eins mikið eins og 7 skipshafu- ir hafa daglega farið frá stórvatnahöfn- unura austnr á leið, hlaðinn bezta Ma- nitoba-hveiti. Það er vonað að geta með þessu móti tæmt kornhlöðurnar í Port Arthur og Fort William innan fárra daga. Einn af þeim mönnum, sem rænti vagnlest i Montana i Júlí síðastl., hef- ir náðst og meðgengið að hann hefir $12,500 aí þýfinu grafið í jörðu ogsagði til þess. Banki einn i Liverpool á Englandi hefir tapað $850,000, sem bókhaldarinn eyddi í veðmálum og ýmiskonar brall. Mr. Dickinson, sendiherra Banda- ríkjanna í Tyrkland; hefir gert stiga- mönnum þeim í Búlgariu þá tvo kosti að annaðhvort verði þeir að gera sig ánægða með þessi $60,000, sem sendir hafa vérið til hans til þess að borga fyrir lausn Miss Stone, eða hann hætti öllum samnings tilraunum við þá og þeir hafi ekkert. Mr. Dickinson hefir fengið árei anlegar fréttir af felustað stigaraanna, og það er búist við að hér- lið verði sent til að handsama þá. Col. Lynch, sá sem kosinn var þingmaður til London þings-ns fyrir Galway-kjördæmíð á írlandi, hefir á- kveðið að taka ekki sæti sitt í London þinginu. Honum þykir vissara að láta ekki Bretastjórn hafa hendur í hári sinu eftir að hafa barist móti þeim í Afríku. Eldur í Montreal í síðastl. viku gerði $100,000 skaða. Fylkisstjórnin hefir hækkað verð á óllum löndum sínum i Manitoba og Norðvesturlandlnu um 50 cents hverja ekru. öll landfélög í fylkinu hafa hækkað verð á löndum sínum fyrir nokkrum tima, af því að eftirspurn eft- ir þeim hefir verið svo afar mikij i sum- ar og haust og verð á löndum hærra en á nokkru undanförnu tímabili í sögu Norðverturlandsins, Morris borgarstióri i Ottawa varð nýlega að segja af sér borgarstjóraem- bættinu af því að það komst upp, að hann hafði keypt vín íbænnm á þejm tíma sem sala þess var óleyfileg, Eu það er í lögum borgarinnar að hver sá borgarráðsmaður sem verður uppvís að slíkum vinkaupum, tapar sæti sínu og rétti til að sitja í bovgarstjórn um 2 ára tima. ChoÉ Tez-chi, secdiherra Kína i New York, hefir opinberlega skýrt frá því að Kínastjórn ætli á næsta ári að setja þar á stofn 20,000 vísindaskóla víðsvegar i þvi landi og að þeim verði öllum stjórnað af evrópiskum prófess- orura frá útlendum háskólum. Kína- þjoðin hefir nú loksins komist að þeirri niðurstöðu að framtíðar vernd sín sem þjóðar sé komin undir því að hún taki upp algerlega evrópiska mentun og menningu. Æfðir kannarar verða fengnir frá öllumheiztu skólum í heim- inum og allir Kinverjar, |sem mentast h>ifa utanlands, verða settir í kennara embætti, Enn fremur á að senda mik- inn fjölda af efnilegum Kina piltum til Évrópu til að mentast þar til undir- búnings undir kenslustöðu í heimalaud- inu. Sex hundruð ríðandi hermenn eiga bráðlega að sendast héðan til Suður- Afríku, samkvæmt beiðni Bretastjórn- ar. Manntalsskýrsiur Ottawaftjórnar- innar sýna ibúatal þessara bæja: Brandon...................... 5,380 Portage la Prairié........... 3,9ol Selklrk ..................... 2,118 St. Boniface............... 2 019 Winnipeg.................... 43,340 Galgary...................... 4,865 Edmonton..................... 2,626 Letbridge.................... 2,326 Priuce Albert................ 2,275 Regina....................... 2,645 Nanaimo ..................... 6,130 Nel4on..................... 4.164 Vancouver................... 26,133 Victoria................... 20,816 Dawson City................... 850 Alls eiu í Yukonhéraðiúu manns 21.000. Fn útflutt gull úr því hóraði var síðastliðið sumar 22 millíónir dollars. Maður aðnafni J. W. Curtis. hafði verið gíftur í 39 ár og búið með konu sinni i Port Perry í Ontario. Hann er nú 60 ára garaall. En fyrir uokkrum mánuðum hugkvæmdist honum að fá sér ymgri konu. Hann fór því til Bandarikjanna og fékk þar skilnað frá konu sinni, giftist síðan yngri konu og byrjaði búskap í Toronto. Nú er hann og kona hans þar í fangelsi. kærð fyrir fjölkvæni. Þaðeralveg áreíðanlegt að maðurinn verður fundinn sekur og fær langa fan^elsisvist, því að Canada lög- in viðurkenna ekki þá hjónaskilnaði sem fengnir eru í Bandarikjunnm, Giftingavandræði í Serviu. Fyrir nokkrum árum voru stofnsettir bankar víðsvegar í rikinu með þvi augnamiði að hlynna að ^þeim sem gengu þar í hjónabönd. Piltar og stúlkur lögðu vissa fjárupphæð inn á þessa banka til að ávaxtast þar og skyldu þau fá á- kveðna peningaupphæð við giftingu. Afleiðingin af þessu er sögð að vera sú, að fólk giftist strax og það á vissa upp- hæð á bönkunum. En hjónaböndin hafa reynst svo óhappasæl, að til mestu vandræða horfirfyrir alt þjóðfélagið og stjórnin er að hugsa um að afnema þess- ar stofnanir algeriega úr landinu. Brezkir herforingjar í Suður-Afríku eru í vandræðum með að uppgötva or- sökina til nýrrar sýki, semþarhefur gert vart við sig í s. 1. 2 ár. Sýki þessi er nefnd Afríkanskur svefnhöfgi eða svefnsýki. Þessi sýkí hefir þekst i Vestur-Afríku í s. 1. 100 ár, en hefir ekki komið fyrír í Suður Afríku fyr en róttnýlega. Vísindamenn telja að sýk- in orsakist af svonsfndum blóðormum, en þó er þetta ekki fyllilega sannað. Hitt er víst, að þessi svefnsýki er farin að sækja ámarga brezka hermenn í Suð- ur-Afríku. Þeir falla i nokkurs konar svefndá og lggja í því alt frá einum mánuði upp til 3. ára eða jafnvel lengur en svo segja læknar að þeir er þessa sýki taki, læknist sjaldan af henni. Hún drepur flesta þeirra að lokum. Kona ein i Chicago, Mrs, Josephine R. Ormsby, hefir höfðað mál mót bónda sínum og heimtar skilnað frá honum. Kona þessi hefir í hjónabandinu eignast 19 börn: 3 eiobura, 3 tvíbura, 2 þrí- bura og nú síðast fjórbura. Maður hennar skildi við hana fimm mánuðum áður en hún átti fjórburana og hefir ekki frózt til hans síðan. Konan kær. ir hann nm tirykkjnskap, illa meðferð á sór og vanrækslu hjúskapavskyldunn- ar. Konan býzt vil að fá skilnaðinn m itmælalaust. ’Mrs. Ormsby segir að síðan hún hafi hafið skilnaðarmálið, móti bónda sinum, hafi hún fengið mörg hundruð bréf frá mönnum, sem allir hafa beðið hennar og sumir jafnvel boðið að leggja fram alt það fé, sem nauðsynlegt kynni að verða til þess, að útvega löglegan skilnað hennar frá bónda sínum. En Mrs. Ormsby hefir hafnað öllum þessum gæðaboðnm. Hún kveðst vel fær að sjá um sig og þau 11 börn sin sem eftir lifa. Hún vinnur nú að því, að sýna fjórbura sína í vissu sýningaihúsi þar í boiginni. oger sagt að inntektir henn- ar séu ujn $250 á viku eða sem næst eitt þúsund dollars á mánuði. Mrs. Ormsbý af tekur algerlegs að giftast i annað sinn. KAFLI ÚR BRÉFI ÚR SUÐUR- MÚLASÝSLU, 1, Okt. 1901, Hóðan er ekkert að frétta nema út lit hið aumasta, sem hugsast getur með atvinnu manna bæði til lands og sjávar Og þá bætir ekki innlenda stjóruin og tollahækkunin á öllu mögulegu, sem gerð er á þessu góða Alþingi. Það hef ir nú kastað tólfunum á síðustu þingum að undrun sætir. Landar vorir vilja verða stór og mikil þjóð og sníða sér stakk eftir Ameríkumönnum, Englend- ingum, Þjóðverjum, Frökkum eða Rússum,’en gæta ekkl að því að þeir. eru fámennir og fákunnandi og eru því ekki a n g i af þjóð, aukheldnr meira, Þó held ég að hin alræmda innlenda pólitík hér heima komist næst hinni rússnesku. því var visteinusinni hreyft hér í héraði, að framfleyta þeirri uppá- stungu á alþingi, að tella hvern haus, sem fari til Ameríku, en einhverjir skárri menn forkóflum þessarar uppá- stungu gátu komið fyrir þá vitinu, að það mundi verða heldur óvinsælt og held ég því að þetta afstyrmis afkvæmi hafi sálast í fæðingunni og verið grafið í óvígðum reít á kostnað föður sfns'1. SKÁLHOLT, MAN. 18. NÓV. 1901. Herra B. L. Baldwinson. Ég hefi fyrir löngu hugsað mér að senda þér nokkrar linur, þar sem ég fekk ekki tækifæri til að heilsa upp á þig á Winnipeg-sýningunni siðastliðið sumar. Mér til ánægju fékk ég samt að sjá þig á ræðupallinum og hlusta á hina snjöllu og fróðlegu ræðu, sem skýrði svo Ijóslega framfarir Canada og afurðir landsins þessi síðustu árin. — Og ekki get ég skrifað undir með hin um heiðraða landa vorum Sig Júl, Jó- hannessyni, að þú hafir þar fl’.tt “guð- lausar skammir" um sland, og þykist ég þó fullkominn íslands vinur. Eg hefi lesið meðánægju þina sann- gjörnu áskorun til Vestur-íslendinga í Heimskringlu sem kom út 10. Okt. uæstl., um tillag til almenna spftalans í Winnípeg. Vonandi er að sem flestir styrki það að koma þvi nauðsynjamáli í framkvæmd sem allra fyrst. Héðan að vestan er að frétta góða tið um næstl. 2 vikur. Þresking en ná- lega lokið hér i grendinni og bæudur eru önnum kafnir að draga hveiti til markaðar. Hveitiverð er hér lágt: frá 47—53o. bush. MINNEOTA, MINN. 27. NÓV. 1901. Frá frétlaritara Hkr, Tiðarfar; Frá þvi er ég skrifað siðast hafa mörg veður í lofti verið. Um miðjan Sept, kom hér áköf regn- hrota, er olli víða ærnum skemdum á óþresktum afurðum akra.—Lítill gleði bragur helir hér verið yfir hveitiverzl- un á þessu hausti; hveiti mjög rýrt að gæðum, mest alt No. 3; verð 50 —55c, bush., eu á ýmsum öðrum tegundum hefir gangverð verið hátt, svo sem á hörfræi, byggi, mais og heyi. — Þeir Andersons félagar em nú fluttir með verzlun sína í .múrbygginguna, er þeir létu byggja i sumar og sem ég hefi áð ur um getið, og reka þar verzlun í stór- um stíl; þeir t, d. hafa nú 14 búðar- menn og virðast allir hafa ærin starfa. Þsssi bygging þeirra er að sönnu sómi fyrir Minneota-bæ og heiður fyrir þá félaga og íslendinga i heild sinni. Þeir byrjuðu allir fátækir, en fyrír tram- sýni og hyggindi hefir þeim tékist að gera þetta. Giftingar: í haust hafa hér gifst Gfsli Stefánsson Hannessonar, úr Glaumbæjarsókn i Skagafirði, og Emi- lia Randina (norsk). Ólafur Jónasson, Ólafssonar, úr Eyjafirði, og Þórunn Sigurðardóttir úr Vopnafirði. —Ferða- menn: í haust komu h ngað prestarn- ir að norðan: séra Jón Bjarnason, séra N. S Þorláksson og sérel Fr. J. Berg- mann, til að halda trúmálafundi hjá söfnuðum hér, Umræðuefni: Helgun mannsins. — Vestur á strendur fóru héðan alfarin 19. þ. m. þau hjónin Gunnar J. Holm og Jónína Eðvarðs dóttir. Sama dag fóru héðan til sama- staðar til forfrömunar þessir; Sigurður Gunnlaugsson, Ásgrímur G. Vestdal Hóseas Þorláksson og Jóhann Á. Jó- sepsson; þeir búast við að verða hurtu raánaðartíma. G. A. Dalmann er nýbúínn að selja verzlunarhús sín, en rekur aú verzlun í hinni fornu búð Verzlunarfélags Islend inga. Mannalát: Hinn 26. Sept. þ. á. 'andaðist að Skálholt P. O. Man., Ármann Þórðar- son, 6 ára gamaU, eftir 3 daga sjúk- dómslegu, sera orsakaðist af því rauna- lega slysi, sem víldi til þar sem haun varaðleika sér með öðrum drengjum að því að klifra uppi tré,sem hafði þær afleiðingar, að grein af trénu brotnaði niður með einn drenginn, sem lenti með fæturna á hálsinn á Ármanni þar sem hann sat undir trénu. 20. Okt. síðastl. lézt að heimili dóttur sinnar, aðSkálholti.ekkjan Hall- dóra Bjarnadóttir, 65 ára aðaldri, eftir 5 vikna legu í lungnatæriugu. Hall- dóra sál. var fædd og uppalin i Sléttu hlíð í Skagafjarðarsýslu. Misti mann sind með drukknun heima á Islandi. Flutti hingað vestur sumarið 1888 til dóttur sinnar, sem er gift Jóni J. And erson póstafgreiðslumanní að Skálholti, og dvaidi hjá þeim hjónum til dauða- ðags.—Helztu æfiatriða þessarar konu verður máske getið síðar. T ungum álanám. (Eftir Bjarka.) Otto Jespersen, kennari í ensku við háskólann í Kaupmannahöfn, hefur nýlega samið bók um tungumála- nám, og er hér tekinn fitdráttur úr einum kafla hennar eftir ,Politiken‘. Höf. segir, að tími sá, sem hin- um lifandi málum er ætlaður í skól- unum, sé of stuttur Kennararnir í nýju málunum verða aðgera samtök með sér til þess að fá því breytt, Göralu málin verða sem fyrst að þoka burt úr skólunum, en ýmislegt, sem nfi er látið sitja á hakanum, að koma í staðinn og þar á meðal hin nýrri mál. En—tímanum, sem ætlaður er nýju málunum í skólunum, mætti líka verja betnr. Tímaskiftingin er mjög óviturleg. Þar er öllu hrært saman. En menn geta ekki lært alt I einu. Mörgum námsgreinum eru aðeins ætlaðir fáir tímar á viku. Þetta er tímaeyðsla; nemendurnir gleyma miklu frá einum tfmanum til annars, Og þetta er synd gagn vart öllum þeim fjölda, sem ekki kemst alla leið, en hættir í miðju kafi. í landafræðinni eru nemend- urnir t. d. komnir að Rhin, í sögu að Karli mikla, í náttúrusögu að ugl- unum, í frönsku aftur í sagnorð, í ensku aftur f á miðja 13. bls. f leið- arvísi Listows, í trfiarbrögðum að annari grein trfiarjátningarinnar o. S' frv.,—alt í tómum bitum, brot af alskonar fróðleik, en ekkert lært til gagns. Það ætti að kenna fáar náms- greinir eða jafnvel aðeins eina náms- grein í senn, en kenna hana vel, Ijfika við hana áður en byrjað er á hinni næstu. Og að þvf er snertir málin sérstaklega, þá getur það eng- um efa verið undirorpið, að réttara sé að taka þau eitt eftir annað en ekki öll samtímis og hvert við hlið- ina á Iðru. Þegar byrjað er að kenna eitthvert mál, ætti að ætla þvi marga tfma og helst ættu að líða tvö ár, áður en byrjað væri á öðru nýju. Þá situr kunnáttan í fyrra málinu svo föst, að aðeins þarf lítinn tfma til að halda henni við og auka hana smátt og smátt, og þá spilla málin ekki hvert fyrir öðru eins og þegar þau eru kend mörg samtfmís, án þess að nemandinn hafi náð réttum tökum á nokkru þeirra. Um það, hvenær rétt só að kenna börnum útlend tungumál, seg- | ist höfundurinn ekkert geta sagt. Hann kveðst meira óttast að byrja of snemma en of seint; þekkingin á móðurmálinu ætti að fá tíma til að þroskast áður en byrjað r á fitlend- um málum. Daglegar vitnisburðargjafir vill hann helst ekki hafa. En sé þeim haldið, þá vill hann að hver nem- andi í bekknum fái daglega vitnis- burði. öll nákvæmni f þeim efnum er óþörf. En hinn versti sjfikdómur f kenslumálunum segir hann að fyrir- komulagið á prófunum sé. Það er einsog öll kenslan fari fram vegna prófanna. Foreldrar, nemendur og jafnvel kennararnir sjálflr hafa altaf hugann á prófunum. Það er spurt, hvað heimtað sé til prófs, hvaða vitnisburðar hann geti vænst við prófið o: s. frv. Það eru settar strangar reg’.ur um eftirlit við prófin og hinar smásmuglegustu fyrirskip anir um, hve mikið skuli lesið f hverri námsgrein fyrir sig. í einu málinueru heimtaðar 125 bls., í öðru 150 og í einu málinu er ákveðið að 1300 staflr séu á hverri blaðsfðu, en f öðru 1100 stftfir. í einu málinu er heimtað að 1/6 af þessum stafafjölda sé rimað mál; í oðru nægir óbundið mál. I einu er nemandinn reyndur í lesnu máli, í öðru í ólesnu, í sumum bæði f lesnu og ólesnu. En aðeins í latfnu er gefinn sérstakur vitnis- burður fyrir hvað um sig. Um fit reikning vitnisburðanna eru settar flóknar reglur. Hið versta við prófin eru þó ekki þessi smásmuglegu ákvæði, heldur hitt, sem liggur til grund- vallar tyrir þeim. Prófin neyða menn til að troða sig út með ónýtum lærdómi. |Stfidentinn lfkist að því leyti stoppaðri gæs, að hann meltir ekkert af því, sem í hann befur ver- ið látið. Þessi aðferð eyðileggur lystina eftir meiru, svekkir hugsun- ina. Próllesturinn eyðileggur heil- brigði margra ungra manna bæði lfkamlega og andliga. Embættis- prófin ^hafa einkum margskonar syndir á bakinu. En stfidentaprófin og alþýðu- skólaprófin hafa líka unnið ómet- andi tjón. Sem vottur um dugnafl og hæfileika unglingsins eru prófin einkis virði; sem vottur um nytsama kunnáttu hans eru þau lftils virði; sem vottur utn það, hve yel hann hafl lært það sem heimtað er til prófs, eru þau ekki nærri eins mik ils virði og alment er á ætlast. En hugsunin um prófln hindrar skyn- samlega kenslu. ,,Er það heimtað til prófs“? er stöðugt viðkvæðið; nemandinn les ekki vegna námsinit, heldur vegna prófsins. Og fyrir yrófln á vorin er nemendunum talið nauðsynlegt að fá langan tíma til undirbfinings. í margar vikur eru þeir gerðir að andlegum jórturdýr- um. Þeir íá enga nýja andlega fæðu, en verða að tiggja upp aftur alt sem kent hefur verið á árinu. Og það verður ekki ljfiffengara i annað sinn, heldur þvert á móti. Til íslenzkra kjósenda í 4. kjördeild. Kæru landar. Eins og yður er öllum kunnugt hefl ég látið tilleiðast að vera í vali við í höndfarandi bæjarráðskosning- ar, sem bséjarfulltrfii yðar. Geri ég þetta aðallega vegua þess, að bæði ég og aðrir &f þjóðflokki vorum hér höfum mjög mikið fundið til þess að það liti fit eins og vér íslendingar hér í Winnipeg tökum ekki nægi- lega mikinn þátt í bæjarmálum í til- tölu við fólksfjölda vorn, þareð eng- inn af þjóðflokkf vorum hefir nfi’ i mörg árátt sæti í bæjarráðinn. Kjöf- deild sú er ég býð mig fram í er mannflesta kjördeild bæjarins og má heita að /hfin sé einn þriðji partur Winnipegbæjar. Nfi eru ekki nema örfáir dagar þar til kosning fer fram — fitnefntng 3. og kosning 10. Des., og er þvf nauðsynlegt fyrir mig að starfa af öllum mætti í þeim hluta kjördæmisins, seméger minna þektur í ef ég á ekki að verða undir í baráttr— unni. Afþvfégálít að fsleadingar séu þvf nær einhnga um, að æskilegt' væri fyrir þá að eiga að minsta kosti’ einn mann af sínum þjóðflokki í bæj- arráðinu, þá hefl ég hugsað mér að ganga fit frá því sem vissu að allir íslendingar f 4. kjördeild greiðí at- kvæði með mér og þá um leið með því að íslendingar séu með í þessu eins og öðru, sem lftur að borgara- legum skyldum þeirra og réttindum Vegna þess að tíminn er Jnaum- ur, en kjósendurnir margir, get ég ómögulega fundið nema fáa íslend- inga að máli fyrir kosningarnar, og bið ég menn að raisvirða það ekki. Ekki þarf ég að minna hvern ogeinn—konur sem karla—sem at- kvæði eiga á nauðsyninni á því að koma á kjörstaðinn og greiða atkv- sitt. Eitt einastaatkvæði ræður ein- att úrslitum, og vona ég að enginr.' af hinum islensku kjósendum vorum> láti sig vanta 10. Desember næstkom- andi þcgar atkvæðagreiðslan fer fram. Síðar verður hverjum kjós- anda send tilkynning nm hvar hann> eða hfin á að greiða atkvæði. I von um ötult og eindregi® fylgi yðar, er ég yð,.r einlægur. Winnipeg, 25, Nóvember 1901, Thomas H. Johnson. —Tli Johnson kennir fíólínsnli og dans. 614 Alexander Ave. Winnlpeg. G. Jobnson. suðv.horni Ross Ave. og Isabel Sfc,, hefir nýlega hlotnasfc eitt þúsnnd (1000) kven-Blouses; vanalegt söluverð 50c., —$3,50, sem hann selur nú fyrir hálfvirði og minna, svo semr 50, 65, 75c. Blouses fyrir 5í5c. $1,50 og $1,75, Blouses fyrir S5c. og $150 upp C $3,50, fyrir 1,25. — Mest af þessum Blouses er með nýjasta sniði og búnaf fcil úr Sateen, Silk and Safcin.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.