Heimskringla - 05.12.1901, Blaðsíða 2

Heimskringla - 05.12.1901, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 5. DESEMBER 1901. PUBL.ISHBD BY The Heimskrmgla News 4 Publishing Co. Verð blaðsins i Canada og Bandar .$1.50 am árið (fyrirfram borgað). Sent til tslands (fyrirfram borgað af kaupenle am blaðsins hér) $1.00. Psningar sendist í P.O. Money Order ttegistered Letter eða Express Money Order. Bankaávisanir á aðra banka en i Wfianipeg að eins teknar meðafföllum. B. L. Baldwiiison, Editor & Manager. Office : 219 McDermot Street. p o. box Bæj arkosn in garnar, Þrír menn sækja um bæjarstjóra- embættið fyrir komandi ár. Þeir Arbuthnot, Carruthers og Ross. Állir eru þeir taldir góðir menn og vel vaxnir stöðunni, með því að þeir hafa allir setið í bæjarstjórninni um fleiri ár, qg sá fyrst nefndi verið borgarstjóri í eitt ár. Mr. Ross sókti um borgarstjóraembættið í fyrra en náði þá ekki kosningu Heims- kringla vildi gjarnan sjá hann sigur sielan við þessar næstu kosningar. Ross heflr verið dugandi maður í bæjarráðinu, og lagt skynsamlegar og happasælar tiilögur til bæjar- mála. Það var hann sem í fyrra sparaði bænum sjö þúsund doll. pen- ingaútlát með því að koma vitinu fyrir yerkfræðing bæjarins í sam- bandi við brunnagröft við nýja vatnsleiðsluverkið. Verkfræðingur Ruttan kvað þá vatnsstrauminn úr brunnum þeim sem grafnir höfðu verið, vera svo mikinn að nauðsyn- legt væri að fylla þá upp og grafa aðra brunna lengra í burtu sem gæfu vægari vatnsstraum, Margir bæjar ráðsmenn féllust á þetta ráð verk fræðingsins. En Ross taldi það heimsku eina og óþarfa peninga útgjöld fyrir bæinn. Hann kvað sér flnnast viti nær að fylla upp opið á þeim brunnum sem þegar væru grafnir svo að vatnsstraumurinn úr þeim yrði hæfilega mikill, og taldi alveg óþarft að Ieggja í nýjan kostn- að við meiri brunngröft fyrr en búið væri að sýna með rökum að ekki væri hægt að minka vatnsstrauminn úr þáverandi brunnum og gera hann hæfllega mikinn samkvæmt ráði sínu. Ross barðist öttullega fyrir þessu máli á 2 eða 3 fundum, og hann hafði m' l sitt fram og af leiðingin var sú að bærinn sparaði $7,000 fyrir það. Þetta atriði út af fyrir sig er þess virði að lyfta hverj- um þeim manni upp í borgarstjóra- sessinn sern kemur slíkum sparnaði til leiðar. Þess vegna mælti Hkr. með Mr. Ross í síðustu bæjarkosn- ingum og gerir hið sama í þetta skifti. Annað það sem Mr. Ross kom til leiðar var það að hann útvegaði ágætt herbergi sett til síðu í City Hall til fundahalda fyrir verkamenn bæjarins. Hann kom því á að þar væru blöð og bækur sem mennirnir gætu skemt sér við, þegar þeir hefðu tíma íil þess. En síðan Ross fór úr bæjarstjórninni hefir herbergi þessu verið lokað lyrir verkamönnum, svo þeir eiga nt ekki kost á að hafa þar fundi til þess að ræða þar sameigin- leg velferðarmál sín. Eitt af því sem Ross hefir fundið að í sambandi við gerðir verkfræðings bæjarins er, að hann iáti uppdráttarmenn bæjar- ins vinna við að gera uppdrætti og áætlanir um kostnað við að koma vatnsleiðslustofnunum á fót í bæjum vestur í landi og suður i Bandaríkj- um. Ross heldur því fram að þess- um mönnum sé borgað af bæjarfé og að bærinn eigi heimtingu á því að þeir verji öllum tima síi.um í þarfir bæjarins, en ekki til uppdrátta og áætlanagerða fyrir aðra bæi og borg- ir. En þetta hefir haft þau áhrif að baka honum óvináttu þeirra sem vinna á Citý HaJI; og ýmsra kunn- ingja þeirra út í frá. Ross hefir haft manna mest af- skiftiaf því að bærinu fengi verð- aæti þeirra peninga sem lagðir eru út árlega fyrir opinberar umbætur á strætum. Hann hefir neitað að sam- þykkja ýmsa reikninga fyr en hann fengi fullar sannanir fyrir því að bæiinn hefði verklega fengið það sem reikningarnir hljóðuðu upp á. Þetta einnig hefir bakað honum ó- vinsældar. Ross er sparsemdarmað ur. Honum þykja skattar bæjarbúa vera orðnir fullháir og honum er illa við að láta ofþyngja gjaldþoli þeirra meira en búið er. Honum þykir of mannmargt á City Hall og telur að þar mætti spara í launum þúsundir ir doll. ái lega án þess að hindra að nokkru lepti eða draga úr því starfi sem þar er unnið. Alt þetta ætti bæjarbúum að vera geðfelt, og als þessa ættu þeir að láta hann nióta við kosningarnar. Það er sannar- lega kominn tími til þess að bæjar- búar kjósi þann mann í borgarstjóra sessinn sem gerir það að markmiði sínu fyrir þeirra hönd að viðhafa alla sparsemi í meðferð á bæjarins fé og að koma í veg fyrir það að skattaálögur bæjarbúa séu hækkaðar að óþörfu, og það ei Mr. Róss ákveð- inn í að gera ef hann nær kosningu. Þess vegna er það skoðun þessa blaðs, án þess í nokkru að gera lítið úr hinum öðrum umsækendum, að íslendingar gerðu rétt í því að greiða Mr. Ross atkvæði sín við þessar kom- andi kosningar. Búastríðið frá brezku sjónarmiði, Þess var áður getið í Heims- kringlu að alþýða manna á Eng- landi sé enganvegin örugg um enda- lok Búastríðsins eða um sigursælan árangur af tilkalli Bretlands sem ráðandi veldi í Suður-Afríku. Það var búist við því þegar stríð þetta hófst að það mundi ekki vera nema 3—C mánuði, því að Brezka þjóðin var sér þess meðvitandi að hún var hið öflugasta stórveldi heimsins og að í þessu stríði átti hún vopnaskifti við að eins einn kynflokk í Suður- Afríku—Búa kynflokkinn—sem tal- inn var að vera um 70,000 manna og Bretar hugðu það smáræði eitt og leikfang að vinna bug á þessum litla flokki á fáum mánuðum. Eng- um datt þá í hug það sem sfðan hefir á daginn komið, að Bretar mundu verða fegnir að þiggja mannhjálp í þúsunda og tuga þúsunda tali frá öllum hjálendum sínum. Að þeir mundu verða að senda þangað suður um eða yfir 300 þús. manna með hestnm I hundruð þúsunda tali og öllum upphugsanlegum hergögnum sem til samans hafa kostað yfir 500 mil. doll. Þvf sfður gat nokkrum komið það til hugar að stríðið mundi standa yfir í hálft þriðja ár, og þá án nokkurs vonarneista um bráðan eða sigurrælan enda fyrir Breta. En alt þetta hefir nú komið á daginn og svo eru Bretar enn þá liðfáir þar syðra að þeir eru einmitt nú um þessar mundir að senda mörg þús. æfðra hermanna suður þangað og að þiggja enn þá frekari mannhjálp frá hjálendum sínum, þrátt fyrir öll þau hundruð þús. manna sem þangað voru áður komnir. Blöðin hafa frá stríðsbyrjun fram á þenna dag látið mikið yfir afreksverkum Breta þar syðra og þvf skæða mannfalli sem Búar hala stöðugt og óaflátanlega orðið fyrir. Þess vegna var ástæða til þess fyrir enska alþýðu að búast við þvf að nú væri sigurinn vís í höndum Breta, og að ekki þyrfti fleiri en 4 eða 5 Breta um hvern einn Búa til þess að binda enda á stríðið. En í stað þess að sjá þessa von sína nppfylta þá er nú þjóðinni sagt að hún megi ekki vita um alt ástandið þar syðra eða aðfarir Breta þar, að eins verði hún að leggja til en þá fieiri þúsundir manna og hesta og en þá fleiri mil. punda án þess þó að nokkur vissa sé gefin fyrir því að Bretar séu nokkuð nær sigurvinn-' ingi eftir en áður. Brezka þjóðin heimtar að fá að vita hvað orðið sé af öllum þessum 300 þús. mönnum sem suður hafa siglt. Það er orðið opinbert að nær 20,000 Bretar hafa fallið þar á vígvellinum og helfíngi fleiri hafa verið sendir heim aftur særðir og á ýmsan hátt svo illa út- leiknir að þeir voru ekki álitnir hólmgöngufærir. En að fráteknum þeim föllnu og eærðu þá ættu Bretar samt að eiga þar syðra um 200 þús. manna móti einum 12.0C0 Búum sem þeir telja að en þá séu á vígvell- >ium. Eftir útreiknmgi sjálfrar brezku stjórnarinnar þá ættu nú að vera í Suður-Afríku sem næst 17 brezkir hermenn um hvern e i n n mann af liði Búanna. Það er því ekkert undravert þó alþýðan á Eng- landi sé grunsöm um að alt sé ekki eins og stjórnin lætur í veðri vaka að það sé í Afríku, og að miklu meira af liði Breta en minna af liði Búa hafl fallið í bardögum heldur en ensku blöðin hafa sagt frá. Þessi grunsemi hefir svo magnast við þá yfirlýsingu stjói narformannsins að það mætti ekki skýra þjóðinni frá gerðuin hersins þar syðra, að eins yrði hún að leggja til meira lið og meiri peninga, svo hægt væri að halda áfram hernaðinum, eða með öðrum orðum, svo að her Breta sem nú er 17 á móti einum, ekki bíði ó- sigur, og að alt það fé og allur sá mannfjöldi sem lagður hefir verið í sölurnar, ekki verði gereytt af þess- um fáu Búa hræðum. Ýmsir merkir stjórnmálamenn á Englandi eru nú komnir á þá skoðun að stjórnin gerði réttast í þvíað hætta öllu þessu vafstri og tilkostnaði og blóðsúthellingum og manntjóni, með því að bjóða Búun- um sjálfsstjórn á sama grundvelli og Canada og Ástralía hefir, það mundu Búar þiggja. Þeir menn sem þes3- ari skoðun halda fram, halda einnig fram því að almenningsálit brezkrar alþýðu sé algerlega snúið mót stjórninni í þessu Búamáli og nefna sem dæmi að írar hafl kosið sér þingmann svo gott sem úr liði Bú- anna til þess með því að sýna stjórn- inni vanþóknun sína á gerðum henn- ar í Búamálinu. Þeir benda einnig á það að alþýða manna á Frakklandi, Þýzkalandi og Hollandi sé algerlega með Búum og að það geti verið af- armikið hættuspil fyrir Breta að beita ofmikilli harðneskju við Búa. Þeir fara enda svo langt að lelja lík- legt að Þjóðverjar kunni að ganga opinberlega í berhögg við Breta út úr þessu máli og að þá sé meira en tvísýnt um leikslokin. Stjórnin svarar þessu með þvf að segja að samkvæmt alþjóðaréttinum eigi hún heimtingu á að fá að útkljá mál sitt við Búana án afskifta annar stór- velda og að hernaðaraðferð sín í Afríku sé sú mannúðlegasta sem sög- ur fari af, því til sönnnnar bendir stjórnin á að hún fæði nú og klæði yfir 150 þús. konur og börn af óvina þjóðfiokknum og að þeir láti kenna börnum á skólum og á annan hátt fari eins vel og samvizkusamlega með þetta fólk eins og efni og ástæð- ur líkisins leyfa. Slík meðferð á konum og börnum óvinanna hafi aldrei áður þekst í veraldarsögunni, En stjórnin er einbeitt í því að halda ófriðnum áfram þar til sigur er fenginn. Þá fyrst segir hún veiði rætt um friðarkosti, og þjóðin geti búist við því að hún muni þá breyta eins mannúðlega við vopnberana eins og hún breyti nú við konur þeirra og börn. Fækkun prestaefna. Eitt af þeim málum, sem meir en margt annað hefirangrað forvíg- ismenn hinna ýmsu kirkjudeilda í þessu landi er það, hvefáttaf hinum uppvaxandi mentamönnum séu fá- anlegir til þess að gefa sig við guð- fræðisnámi í samanburði við það sem var fyrir 10—15 árum. Hve fáir séu fáanlegir til þess að offra lífi sínu og starfskröftum í þágu kirkj- unnar—Kristninnar. Ýms blöð og tímarit hafa íiutt greinar um þetta efni og ýmsir fræðimenn haldið fyr- irlestra og ræður um það, en dóm- arnir hafa verið misjafnir, eins og við mátti búast. Það er ekki hægt að fá alla menn til þess að líta sömu augum á nokkurt mál. Prestastétt- in kennir því am að heimsmenning- in hafi þau áhrif að gera menn eig- ingjarna og veraldlega sinnaða— glaumgjarna, alvörulitla og stað- festusnauða, gerir þá ófáanlega til þess að leggja nokkuð f sölurnar fyr- ir þau málefni sem ekki séu í beinu sambandi við stundlegan hagnað —Búksorg. Aðilr fræðimenn telja ocsökina vera innan sjálfrar kirkjunnar, telja hana liggja í óákveðnum ósannan- legum og síbreytilegum kenningum, sem ekki samrýmist við vaxandi þroskun skynjanarfæra mannsins og þess vegna sé það ekki líklegt að menn með miklum og góðum hæfl leikum fáist til að helga lífsstarf sitt svo óákveðnu og óskiljanlegu málefni. Þeir sem glöggast hafa ritað um mál þetta hafa íært fram þær ástæður fyrir prestaefnafæðinni, sein nú skulu greindar: 1. Óáreiðanleika als þess fræði- kerfis sem kirkjan byggir tilveru sína á. 2. Ómöguleikinn að færa nokk- ur óyggjandi sannanarök fyrir rétt- mæti þessara kenninga. 3. Ósamkvæmni í kenningum hinna ýmsu deilda hinnar kristnu kirkjuheildar. 4. Sífeld breyting á trúarlær- dómum kirkjunnar. 5. Ósamkvæmni í kenningum presta af sömu kirkjudeildum. 6. Ósamkvæmni í kanningum presta og líferni þeirra. 7. Óvissa um sannleiksgildi biblí- unnar leiðandi af hinni hærri krítik. 8. Ofsókn kirkjunnar mót frjáls- hugsandi mönnum. 9. Ofsókn kirkjunnar mót þeim prestum hennar sem leyfa si*r að bera fram í ræðum sínum nokkrar þær hngsanir sem koma í bága við garnlar úreltar kreddur kirkjunnar. 10. Að kirkjan heimtar skilyrð- islausa játningu presta sinna við all- ar kenningar þeirra deilda sem þeir tilheyra. 11 að menn kirkjunnar sanni það daglega með allri framkomu sinni að þeir séu ekki nægilega andlega sinnaðir. 12 Hræsni og yfirdrepskapur innan sjálfrar prestastéttarinnar. 13. Áð prestar kirkjunnar séu í mjög mörgum tilfellum vantrúaðir á kenningar þær er þeir flytja söfnuð- um sínum. 14. Að prestastéttina bresti bæði vitsmunalega, þekkingarlega og mælskulega hæfileika til þess að flytja svo boðskap kirkjunnar að hann verði aðgengilegur til eftir- breytni fyrir mentað og gáfað fólk. 15. Málsóknir kirkjunnar á hend- ur þeim prestum sem prédika þá trú- arlærdóma er ekki samþýðast við viðteknar kenningar þeirra kirkju- deilda sem þeir vinna fyrir. 16. Vantrú alþýðunnar á öllu því fræáikerfl sem kirkjan kennir sem áreiðanlegan sannleika. 17. Vantrú alþýðunnar á bók- staflegum innblæstri biblíunnar. 18. Löngun manna til að njóta gleði lífsins. 19. Búksorgareðli mannkjrnsins, sem er í teinni mótsögn við kenn- ingar biblíunnar. 20. Virðingarskortur sá sem al- þýða manna heflr fyrir prestastétt- inni og verki hennar. 21. að inntektir presta verði að fást með samskotum eða gjöfum frá almenningi, sem leggur til féð með bangandi hendi og án þess að sjá eða flnna til þess að þeir fái nokkurt jafngildi. 22. Að hæfileikamönnum finnist það ósamboðið hæfileikum sínum að þiggja fé á þenna hátt. 23. Óvissan um það að maður kunni ekki með vaxandi aldri og þekkingu að breyta skoðunum sín- um á trúmálum, og sjá þá eftir að hata eytt kröftum sínum til eflingar því málefni sem maður sér að ekki geiur strðist við vitsmunalegt gagn- rýni eða þektan sannleika. 24. Að harðærið 1893 hafi hindr- að margan mann frá því að full- komna pám sitt og að afieiðingarn- ar af því séu nú að gerast tilfinnan- legar í fæð prestaefna. 25. Að ymsir sem lært hafa til prests fái aldrei sæmilega launaðar stöður fyr en þeir hætta prestsskap og taka fyrir síg varzlun eða aðra arðsama atvinnuvegi. Þetta eru þær ástæður sem fram hafa komið fyrir því að ungir menn séu ófúsari nú en fyrrum til þess að gerast prestar, og það má vel vera að þær hafi allar við eitt- hvað að styðjast. En þó er til ein auka ástaiða sem ekki er talin í list- anum, en sem þó er svo ljós og til- fiunanleg að oss undrar að hún rar ekki látin fylgja með hinum, og það því fremur sem hún er bygð á sið- ferðislegum gr-undvelli, sú sem sé, að ungir menn finna til þess að þeir séu ekki nægilega góðir, það er, hreinhjartaðir og mannkærleiksríkir til þess að taka að sér boðskapinn um frið á jörð, með nokkurri von um að geta knúð fram frá meðborg urum sínum og tilheyrendum þá til- trú og virðingu sem þeir í hjarta sínu flnna að slíkir boðakapsberar verðskulda þegar þeir vinna af sann- færingu og án eigíngirni. Vera má og að þeir finni til þess að kristni- boðsmálefnið sé I eðli sínu þannig, að það verði ekki rökstutt á sama hátt eg lög- eða lyfja- eða læknisiræði eru. Ómentaður almenningur getur ekki staðið nppi í hárinu á lögfræð- inginum eða lækninu j á sama hátt og gert er yið prestaua. Lögfræð ingurinn og læknírinn hafa ætíð meiri þekkingu á sínum fræðigrein- um þeldur en ómentuð alþýða. En það er ekkí svo með prestana, þeirra guðfræðislærdómur er hugsjónalær- dómur. Virkileiki kenninganna verður ekki sannaður að vera réttur eða á röknm bygður, og hver meðal- skynsamur almúgamaður getnr hæglega heldið sínum hlut óskertum I kappræðu við prestana, sem standa berskjaldaðir gagnvart hinni liærri krítik. Annað einkennilegt og veiklandi fyrir fræðikerfi kirkjunn- ar er það, að aðal-krítikin og van- trúin á kenningum hennar kemur innau að frá sjálfum guðfræðisnem- endunum. Alt þetta hlýtur að vekja athygli ungra mentamanna, og það er ekkert óeðlilegt við það þótt þeir hugsi sig vandlega um áður en þeir ganga frívijuglega út í það að ger- ast leiksoppar gáfaðra gagnrýnenda og eiga á hættu að verða að athlægi sinna eigin áhungenda og óhlut- drægra áheyrenda. Þetta er senni- lega ein af þeim ástæðum sem hindr- ar margan ungan gáfumann frá því að binda blindandi skóþvengi sína við þá stofnun hverrar áhrif á trúar- líf áhangenda sinna fer rénandi í réttum hlutföllum við vaxandí al- þýðumentun. Guiseppe Musolino. Þessi einkennilegi útilegumaður —Skuggasveinn ítallu, sem um tveggja ára tímabil ógnaði öllum landslýð og bakaði stjórninni mörg- hundruð þúsund Dollara útlát í til- raunum hennar til að handsama hann og hefta þannig ódæðisverk þau er maður þessí vann með ó þreytandi elju og framsyni til þess að koma hefndum fram á þeim sem hann áleitorsök í böli sínu, er nú loks handsamaður og verðnr eflaust innan skams tíma úr tölu þessa heimsbarna. Lesendur hérlendra blaða í öllum mentuðum heimi eru að meira eða minna leyti kunn tildrögin til þess að hann lagðist út á Galabfiu fjöllin á Ítalíu fyrir 2 árum. En í Islenzk- um blöðum heflr sú saga ekki áður verið sögð eg setjum vér hana því hér. Guiseppe Musolino fæddist árið 1875, í Calabrian héraðinu á Ítalíu. Er hérað það mjög afskekt og ekki fjölbygt, vegir eru þar fáir og illir og járnbraut engin. Fólk er þar mjög fátækt og þeir sem búa úti á landsbygðinni — utan við bæina í héraðinu eru all ómentaðir og ófinir í framgengni Viða í þessu liéraði eru bjálkakofar og þar hafast við menn þeir sem brenna viðarkol. Eru það taldir villimenn og eru þeir grimmir og ómannblendnir og hafa lítil mök við aðra menn. Þeir una hag sínum bezt í fjalllendinu, enda eru fjöll þar fögur og sumir tindar þeirra alt að 7,000 feta háir, sjá þeir þaðan víða yfir héruð landsins þótt lítið beri á þeim. Fjöllin i Calabria- héraðinu eru talln sérlega mikilfeng- leg og fögur og með þeim hæstu í landínu, hæst þeirra er Iíiaentino íjallið sem liggur andspænis bænum Serrastretta, en það er aðalbærinn í Calabriu-héraðin u. Aspromonie-fjall- ið liggur 20 milur norður af Reggio- borg, í þvf eru mörg skörð og dalir og eru þar hin beztu fylgsni. Þar í grend eru Stefáns, Afrfco, Sant En- famia Smapolie Delinanova, Lagan- adi, San Roberto, Bova Candofuri og Roccaforte-fjöllin. Það var í þess- um fjallaklasa sem Mussolino hafðist við og varðist öllum tilaunum stjórn- arinnar um tveggja ára tímabil, til að ná honum. Mussolino er kominn aá heiðarlegu og efnuðu fólki, hann hafði svo góðar inntektir af eignum sínum að hann gat lifað í alaHægtum án þess að leggja á stg líkamlegt erfiði og án þess að ræna ferðamenn eða friðsama bændur, eins og útlagar eru vanir að gera- Það er trú manna I þessum hécuðum að það séu til þau rangindi sem menn beita gagnvart hver öðrum á stundum, að þau verði með engu móti fyrirgefin, og að eins réttilega hefnt með blóðsúthellingum. Á þessari trúarsetning bygði Musso- lino þá ákvörðun sína að gerast út- lagi og hefna sín eins og síðar verð- ur getið um. í héraði þvi sem hann var fædd- ur og uppalinn í, var Mussolino í miklu áliti fyrir góða hæflleika sina og siðsamlegt framferði, og þessu á- liti hélt hann þar til hann komst í ónáð við yfirvöldin fyrir þrem árum síðan. Eins og þeirra manna er vandi sem komnir eru af góðum ætt- um og hafa miklar eignir í landinu og inntektir af þeim, þá gaf Musso- lino sig allmjög við pólitik í þeim parti landsins er hann bjó í. Það var í Október 1899, i bænum Santa Stefano d’Aspromonte að maður þessi gerðist afskiftasamur um mál- efni bæjarins, sem var fæðingar og uppeldisstaður hans. Borgarstjór- inn í þeim bæ var þá hinn illræmdi ofstækismaður Don Francesco Flavo, sem með vissum fylgifiskum hafði ráðið þar lögum og lofum um lang- an tíma, og varð æ því ver þokkað- ur sem hann varð meir þektur. Þessi borgarstjóri, sem einnig var “Notary Public” þar í bænum, gerð- ist hatusmaður Mussolino út af póli- tskum afskiftum hans þar í héraðinu. Borgarstjórinn fékk svo einn aí vin- um sínum til að veita Mussolino á- verka, sá hét Zoccoli, hann sat um að ná í Mussolino og tókst að mæta honum einfara að kvöldi 27. Okt. 1898. Þeim fórust nekkur orð á milli og endir fundarins varð sá að Zoccoli, sem var vopnaðiir, stakk Mussolino 42 stungur í handleggina og hendurna og á aðra staði líkam- ans þar sem hanD kom því við, Mussolino var borinn heim til sin og lá í sárum. En 2 dögum síð- ar var Zoccoli skotinn úr leyni, og veit engiun hver það hefir gert. En borgarstjórinn, Fava, hafði skjót ráð, hann iét lögregluþjóna fara lieim í hús Mussolino og kæra hann um að hafa framið glæpinn, og flytja hann svo tafarlaust í fanglelsi, og þar var hann látinn liggja á fangaspltalan- um þar til sár hans voru gróin. En á meðan hélt borgarstjórinn ekki kyrru fyrir, hann aflaði sér fjölda vltna, sem fyrir dóminnm sóru það að þau hefðu séð hann skjóta Zoccoli. Mussolino vildi leiða fram vitni— nágranna sína og heimafólk— til að sanna hið gagnstæða, þar eð hann hefði legið í sárum frá því hann var stunginn þar til hann var heimsókt- ur af yfirvöldunum og fluttur í fangahúsið. Þetta voru læknar hans og heimilis- og þjónustufólk og ýms- ir nágrannar viðbúnir að sanna. En dómarinn, sem var tryggur vinur borgarstjóranB, kvað enga þörf að leiða fram varnarvitui þar eð sökin væri full sönnuð á Mussolino. Hann dæmdi svo Dlussolino í 22 ára betr- unarhúsvist, og skyldi hann vinna þar erfiðustu fangavinnu allan þann tíma. Þetta var meira en Mussolino þoldi. Hann stóð upp úr sæti slnu er hann hafði heyrt dom sinn upp- kveðinn, og með þrumandi röddu á- varpaðj dómarann þessum orðum: “Þér hafið haldið próf í máli saklauss mans og dæmt hann sekan, vitandi samt vel að hann er saklaus. Eg legg enga sök á kviðdóminn fyr- ir ðómsákvæði hans. En ef ég lifl þann dag að komast nokkurntíma úr fangelsinu, þá skuluð þér dómari og þér lögsóknari og þér falsvitni, standa mér reikningsskap af gerðum yðar í þessu máli. Þér hafið myrt mig með köldu blóði. Eg mun breyta við yður á sama hátt!” Allir sem f dómsalnum voru, urðu sem steini lostnir, og fölnuðu kinnar þeirra er þeir heyrðu þessa ræðu fangans, sem svo var leiddur út úr dómsalnum, og settur í fangelsi í bænum Gerace. En hann var þar að eins skamma stund þar til haan strauk þaðan og Iagðist út á Cala- bria fjöllinn, og tók hann þá tafar- laust til að efna heitstrenging sína og vann trúlega að því þar til hann komst í annað sinn undir manna hendur fyrir nokkrum dögum. Menn þeir sem hjálpuðu til að sak- fella Mussolino, hafa hver eftir ann- an fallið fyrir vopnum hans, og cign- ir þeirra hafa verið eyðilagðar eða

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.