Heimskringla - 19.12.1901, Síða 2
HEIMSKRINGLA 19. DESEMBER 1901
(ieiiiiskringla.
PUBL.ISHBD BY
fhe Qeimskringla News & Poblishing Co.
Verð blaðsins í CanadaosrBandar Sl.50
um árið (fyrir fram borgað). Sent til
íslands (fyrir fram borgað af kaupend
um blaðsins hér) 81.00,
Peningar sendist i P. O. Money Order
Registered Letter nða Express Mouey
Order. Bankaávísanir á aðra banka en í
Winnipeg að eins teknar með aííöllum.
K. li. Baldwinwon,
Editor & Manager.
Office : 219 McDermot Street.
P O. BOX 1283.
Flokksþing Liberala.
Það var Jhaldið hér í bænam
þann 11, og 12. þ. m. og voru þar
erindsrekar ftr öllnm kjördæmum
fvlkisins, Fjórir falltrfiar úr Gimli-
kjördæminu sátu á því þingi, þeir
Jóh. Halldörsson, Lundar P. 0. Árni
M. Freemann, Vestfold P. O. Jóh.
Sigurðsson, Hnausa P. 0. og séra
Oddur V. Gíslason, Icel. River P.O,
Er hann fyrsti islenzki presturinn í
þessu landi, sem opinberlega heflr
kastað sér fit í flokks pólitík. Enn
fremur voru á þÍDgi þessu herra Sig-
urður Christophersson, Grund P. 0.,
Thos. H. Johnson og Dr. Olafur
Björnsson hér fir bænum.
Eitt hið fyrsta, sem flokksþing
þetta gerði, var að endurkjósa Hon.
Thomas Greenway fyár leiðtoga
flokksins, og tók hann þeirri kosn-
ingu, en gat þess um leið, að hann
væri nfi oiðinn of gamall til þess að
vinna eins og hann hefði gert á fyrri
árum, og að flokkurinn mætti ekki
vænta þess af honum: Hversu feg-
inn sem hann vildi, þá værisér nu 6-
mögulegt að berjast eins og hann
hefði gert árið 1882. Hann hefði
ekki nfi þá sömu framfýsi (ambition)
og það væri ekkert það í pólitík, er
hann sæktist eftir. Þess vegna kvað
hann heppilegra að velja annan
mann í sinn stað, einhvern þann er
væri framffis, því það væri aðalskil-
yrðið til þess að geta unnið sigur.
—En þingið kaus haun engu að síð-
ur, og hann heldur þvf enn þá áfram
að vera leiðtogi Liberala hér í fylk-
inu.
Svo samþykti þingið ýms flokks
ákvæði, sera í vornm augum hafa
harla lítið giidi frá flokkslegu sjónar
miði, svo sem það:
1. að þinginu þyki leitt að sfi
stefna sé komin inn ( fylkis pólitík
að láta fylgismenn nfiverandi stjórn
ar sitja fyrir embættisveitiugum og
stjórnarstörfum. Þetta hefði tekið
sig vel fit á pappírnum, ef reynsla
liðinna ára hefði ekki sýnt það og
sannað ljóslega að það var Mr.
Greenwsy sjálfur með tilhjálp Jóseph
Martins, sem innleiddi þá stefnu, i
fylkis pólitík, enda lofaði þelti þing
ekki að breyta neitt til f þessari
stefnu, þó þeir kæmust að völdum,
2. Þingið heldur fast við þá
kenningu að hver maður skuli hafa
eitt atkvæði, eins og tekið var fram
í stefnuskrá Liberala 1886, og þó að
þingið hafl ekki á móti því að út-
lendingum sé neitað um atkvæðis-
rétt meðan þeir hafa enga þekkingu
á hérlendu máli (ensku) eða lanás-
háttum, þá hefir það á móti þeirri
stefnu nfiverandi stjórnar, að ein-
angra vissa pjóðflokka þar, sem nnd
ir nfiverandi Iögum. Bjezkir borg.
ararséu fitilokaðir frá atkvæðarétt-
inum. Lög ættu að verða sarnin til
að^leiðrétta þetta.
Þessa ályktun þingsins álítum
vér ónauðsynlega, því aðallir menn,
sem nokkra þekkingu hafa á ko3n-
ingalista samningum Mr. Greenways
meðan hann hafði völdin, vita vel
að ekkert var látið ógert til þess að
bola öllum út af þeim listum, sem
mögulegt var, ef þeir voru andvígir
stjórn hans f skoðanum, en að þeir
sem honum voru hlyntir voru settir
niður á listana í fleiru en einu kjör-
dæmi og sumir oft í saraa kjördæmi,
til þes3 þeir gætu greitt fleiri en eitt
eða tvö atkvæði, eftir því sem á stóð
og þeim varð komið að. í íyrra til-
felfinu var stefnan: einn maður
e k k e r t atkvæði, í því síðara: einn
maður m ö r g atkvæði. Þetta þing
hafði heldur ekki á móti því að viss-
um fitlendingum — þeim sem ekki
hafa nægilega þekkingu á máli og
stjórnarfari landsins sé banDaður að-
gangur að atkvæðaborðinu þar til
vissum þekkingar og mentaskilyrð-
um sé fullnægt, Það sem þingsá-
lyktunin segir um að brezkum þegn
um sé bannað atkvæði, erblátt áfram
ósatt. Allir brezkir þegnar hafa
jafnan rétt til þess, að eins heimta
lögin að hyer kjósandi sjái um það
sjálfur, að hann komist á kjörlistann
hvor sem hann gerir það í eigin per-
sónu eða lætur aðra gera það fyrir
sig. Þesskonar lög eru, og hafa
lengi verið í gildi í Bandaríkjunum
og geflst vel þar. Þau fara að eins
fram á það að hver atkvæðisbær
maður gefi það til kynna, hvort hann
vill nota atkvæðisrétt sinn eða ekki
3. Þingið gerði ályktun um að
rikis- og fylkisstjórnin taki saman
höndum til þess að koma í veg fyrir
að framvegis verði þurð á vögnum til
þess að flytja hveiti bænda fit fir
fvlkinu eins ört og það bærist að
brautum og kornhlöðum fylkisins.
—Þetta ákvæði er í samræmi við
járnbrautarstefnu Rotlinstjórnarinn-
ar.
4. Þingið ávitaði fylkisstjóinina
fyrir að hafa tekið þann rétt frá
sveitunum að geta sjálfar lagt skatt
5% á inntektir járnbrautafélaga inn-
an takmarka sinna.
5. Þingið lét í ljós þá skoðun
sína, að hveitiskoðunarlögin skyldu
auglýst miklu betur en nfi væri og
að eintak af þeim ætti að vera neglt
upp í hverri kornhlöðu.
6. Þingið ályktaði að kosninga-
lög fylkisstjórnarinnar séu of um
langsmikil, kostnaðarsöm ogófram-
kvæmanleg og að margir yrðu fiti-
lokaðir frá að greiða atkvæði vegna
þeirra ákvæða laganna að hver kjós-
andi annist sjálfur um að nafn hans
komist á listann.
7. Að stefnuskrá verði samin fyr-
ir Liberalflokkinn hér í fylkinu.
—Þetta er yfirlit af ályktunum
þingsins og það verður ekki séð að
þeir óska eftir miklum breytingum
frá því sem nfi er. Ekkí eitt ein-
asta orð var talað um vínbanns-
má'Iið á þessu þingi.
Ekki eitt einasta orð var talað
móti jirnbrautarstefnu Roblinstjórn-
arinnar.
Þessi tvö aðalmál, sem Roblin-
stjórnin heflr haft til meðferðar virð-
ast mæta svo vilja og óskum Líber-
alflokksins að enginn af þeim sem
þar voru, fundu ástæðu til að segja
eitteinasta orð á rnóti gerðum henn-
ar í þeim, og það er þegjandi vottur
þess, að Liberalflokkurinn er á einu
máli með stjórninni í þessum málum.
Eftir fitdrætti fir blaðinu Free
Press af ræðum fundarmanna, þá
hafði Mr. S. Christopherson fiá
Grund P. O. sagt þinginu að margir
menn á Islandi hefðu látið óánægju
sína í ljós yfir því, að fá ekki atkv.
rétt þegar þeir kæmu til Canada og
að það væri betra að fara til Suður-
i\fríkuundjr þessum kringumstæð-
um.—Þetta var í fyrravor. En hann
kvaðst hafa frætt fölkið á því, að
hér í Manitoba væru tveir pólitiskir
tlokkar, og að strax og Liberalflokk
urínn kæmi aftur til valda, þá
fengju landar vorir atkvæði. Hann
kvað kosningalög nfiverandi stjórn-
ar hafa spilt mjög fyrir innflutning-
um inn í landið.—Oss flnst afar 6
líklegt að Free Press geti farið rétt
með ræðu Sigurðar, því oss finst
næsta ólíklegt að hann hafi gengið
svo langt í partiskunni að telja þar
fólki trfi um, að íslendingar væru
hér sviftir kosningarrétti, þar sem
það er vitanlegt að slíkt hefir aldrei
komið til tals, og að það er berlega
tekið fram í lögunum að íslending
ar hafi í þessu efni sama rétt að aðr-
ir brezkir borgarar. Enda er sjón
sögu ríkari í því, að í fyrra voru
miklir innflutningar frá íslandi, 'þar
sem yfir 990 manna mun þá hafa
komið hingað vestur. Innflutn-
ingar f lylkið hafa vitanlega
aldrei verið meiri en einmitt síðan
Roblinstjórnin kom til valda, og öll
lönd í fylkinu hafa hækkað í verði
vegna þeirra miklu innflutninga og
vaxandi eftirspurnar eftir löndum.
Enda er það ótrfilegt að íslendingar
á Fróni hafl haft nokkra hugmynd
um atkvæða fitilokun hér í landi þar
sem slíkt hafði aldreikomið Conser-
vatívum til hugar. Hitt er oss skilj-
anlegt að ýmsir menri þar heima
mundu beita því lygavopni, eins og
svo mörgum öðrum til þess að fæla
fólk frá vesturferðum En einn um-
boðsmaður Canadastjórnar ætti sann-
arlegu ekki að gera það.
Síðustu
bæjarkosninorar.
Þær hafa sjálfsagt farið eftir
vilja meiri hluta kjósenda, og þeir
hljóta að vera ánægðir með firslitin.
En margir eru það samt sem finst að
hins vegar hefði mátt fara fyrir sum-
um, að minsta kosti af þeim mönn-
um sera sóktu um kosníngu, t. d. má
nefna Mr. Fry í Ward 5. Tveir
menn sóktu á mótí honum, annar
þeirra var Mr. Snooks, kamarraok-
ari, og sorphreinsari borgarinnar,
hann fékk 140 atkvæði, sem sjálf-
sagt hefðu verið betur komin til Fry,
því að hann er gáfaður maður og
vel mentaður og heflr verið forseti
fjármálanefndar borgarinnar á síð-
astl. ári. Fry hefir levst starf sitt,
sem bæjarfulltrfii vel af hendi og fáa
grunaði að hann mundi tapa kosn-
ingu í þetta sinn. En þó kom það í
Ijós við kosningarnar að það voru í
deildinni fullir 140 kjósendui sem
heldur vildu hafa kamarmokar bæj-
arins, sem málsvara sinn í bæjarráð-
inu. Þetta er alveg óskiljanlegt,
því að mannamunur var þar eins
mikill milli þeirra Fry og Snooks, að
gáfum, mentun, þekkingu, dreng-
skap og síðgæði, eins og frekast er
hægt að gera sér hugmynd um.
Annað atriði í þessum kosning-
um og sem íslenzkum kjósendum
kom v(st mjög á óvart var fall Tho3.
H. Johnson lögmanns. Thoraas
gaf kost á sér í þessar kosningar fyr-
áeggjan sinna eigin landsmanna
Honum var lofað, og hann átti sjálf-
sagt von á öflugu fylgi frá þeim, en
svo lauk þó kosningunum að hann
varð undir með meiri minnihluta at-
kvæða en nokkur annar maður sem
sókti um bæjarfulltrfia starf. Mr.
Sharpe náði kosningu með 385 fleir
tölu atkvæða- Nfi er þa$*þó víst
að Thos. H. Johnson fékk allmöig
atkvæði enskra manna, og atkvæða-
loforð hans voru svo að hann taldi
sér sigurinn vlsann, eða því sem
næst. Það er þvi geflnn hlutur að
éinhver hefir illa brugðist honum í
þetta skifti.
Um orsakirnar til fallsins má
margt hugsa, en aðallega mnnu þær
vera tvær. Fyrst það að Thomas er
ekki nánda nærri eins mikið þektur
í bænum eins og Mr. Sharpe, sem
hefir revnst að vera einn af allra öt-
ulustu og hygnustu bæjarráðsmönn-
um, með nákvæma verkfræðis-
þekkingu og þjóðernislegar vin-
sældir. Og annað að Mr. Sharpe
beitti áreiðanlega sömu vopnum
gegn Johnson, sem hann hugði sig
beittan af íslendingum — þjóðernis-
vopninu — og það gerði fitslagið.
Þetta vekur til umhugsunar um það
hvort ekki sé heppilegt að afnema
þjóðernisspur8málið sem veltiás til
valda og borgaralega framfara í
þessu landi, því vér megum héðan
afætíð búast við því að vér sem
þjóðflokkur verðum beittir sömu
vopnum sem vér sjálflr höfum til
þessa álitið hentast að beita til þess
að halda íslendingum saman. En
þessi vísir, þó hann sé smár, bendir
í áttina til þess sem verða víll. Vér
verðum að hætta algerlega við að
hampa þjóðernisspursmálinu fram-
an í landa vora við hvert gefið tæki-
færi, en vinna í þess stað sem inn-
lendir og að eias sem innlendir
borgarar og I samfélagi með öðrum
borgurum landsins þegar um sam-
eiginleg velferðarmál er að ræða.
Rannsóknarnefndin í Schley-
málinu hefir lokið starfi sínu og op
inberað dóm siun. Dómsákvæði
nefndarinnar er í stuttu máli það, að
admiral Schley hafi ekki sýnt þá
framtakssemi, dugnað og hyggindi
sem hann hefði áttað gera, að hann
hafi verið seinn í ráðum og of óá-
kveðinn í stefnu sinni, en sýnt per-
sónulegt hugrekki í bardaganum
og hvatt menn sína vel. Nefnd-
arálitin eiu tvö: Annað er frá
Benham og Ramsey, sem dæma mót
Schley í 11 atriðum—Það álit er að
vísu einnig undirritað af Dewey,
sem þess þriðja nefndarmanns, án
þess þó að hann sé meirihlutanum
samdóma í öllum atriðum. Minni-
hluta nefndarálitið er frá Dewey
sjálfum og undirritað af honum
einum. Það dæmir með Schley í
flestum atriðum.
Meirihluta álitið flnnur það að
Schley:
1. að hann hafi ekki hraðað ferð-
inni til Glenfugoes eins og hann
hefði átt að gera og halda sterkan
vörð um þá höfn.
2. að hánn þar hefði átt að léita
sér upplýsinga um flota Spánverja
þar.
3 að hann hefði átt að hraða ferð
sinni sem mest hann mátti til Santi-
ago.
4 að hann hefði ekki átt' að
leggja þá likkju á leið sína í eltinga-
leiknum við Spánarflotann við þá
hötn, sem ranusóknin sýndi að hann
hefði geit.
5 að að hann hefði átt að hlýða
skipunura þeim sem hermáladeildin
gaf' honum.
. 6 að hann hefði átt að reyna að
fanga skip Spánverja við Santiago.
v að hann hafi ekki gert alt sem
í han3 valdi stóð til þess að eyði-
leggja skipið Colon.
8 að hann hafl tafið fyrir fram-
kvæmdum Bandaríkja flotans með
því að sigla skipi sínu þann krók
sem hann gerði.
9 að hann fyrir þann krók hafi
hindrað framsókn skipsins Texas.
10 að hann hafl beitt ranglæti
gegn Hodgson og að skýrslur hans
til stjórnarinnar um kolabyrgðir
hafi verið ófullkomnar og rangar.
11 að framkoma hans í hernað-
innm hafi borið vott um seinlæti, efa-
semdir í framkvæmd og skort á
tramtakssemi.
En það tekur nefndin fram að
hann hafi sýnt hugrekki í bardagan-
um við Santiago, að hann hafi þar
verið rólegur eg að hanu hafi örfað
menn sína til atlögu og sjálfur verið
þeim góð fyrirmynd.
Með þessu er málinu lokið.
Admíral Schley heflr fengið
það sem hann sókti eftir. Nefndin
hefir orðið að bera af honum bleyði-
orðið og viðurkenna hann að vera
hugprfiða hetju, og þó 2 af 3 nefnd-
armönnum ásaki hann í ýmsum at
riðum þá er admiral Dewey með
honum í nálega öllum atriðunum og
hann er sjálfsagt eins hæfur dómari
og hinir nefndarmenn, eða rfimlega
það. Dewey segir blátt áfram f
skýrslu sinni að það sé sitt álit að
Schley hafl lagt leið sína til Glen-
fugoes með eins miklum hraða og
hægt hafl verið, að hanu hafi leift
skipinu Adula að fara til Glenfugoes
til þess að fá fréttir þaðan, og að
vörður hans við hafnarmynnið hafl
verir fullkominn. Ennfremur að
hann hafi haldið fullkominn vörð
fyiir minninuá Santiago höí'ninni og
að hann hafl hraðað ferð sinni til
þeirrar hafnar svo sem hann mest
mátti, og síðast segir Dewey að
Schley hafl verið þar æðst.ur í stjórn,
og þess vegna beri honum einum
heiðurinn fyrir þann fræga sigur
sem floti Bandarikjanna undir hans
stjórn vann þar.
Admirl Schley heflr ástæðu til
þess að vera vel ánægður með þenna
vitnisburð frá öðrum eins manni
eins og aðmiral Dewey, og það er
hér um bil áreiðanlegt að langtum
meiri hluti Bandarikjaþjóðarinnar
leggur meiri trfinað á það sem
Dewey einn segir um þetta mál held-
ur en hinna tveggja meðnefndar-
manna hans. Enda var Dewey for-
seti nefndarinnar og með því em-
bætti * viðurkendur hæfastur allra
meðlima hennar.
Schley hefir fengið uppreist
mála siuna, þar sem meiningar eiu
deildar um öll áfellis atriðin gegn
honum. En öll nefndin er samdóma
um það atriðið, sem ult málið reið
á—hegrekki hans. Yfirleitt flnst
oss að orðstýr og heiður Schley hafi
vaxið en ekki minkað við þessa ran-
sókii, og það sama mun verða al-
mannadómur i Bandaríkjunum.
Svar til S. V., út af bók bók
anna.
(Niðurlag).
Það sem ég segi að þfi haflr flask -
að á er þetta: Samgöngu bætur og
rafmagnsverksmiðjur tilheyra þess-
um heirni með öllum þess gögnum
og gæðum og eru því kristindómin-
um óviðkomandi, því Kristur og
Belial elga ekkert hlutskifti saman,
sem meistari Jón Vfdalín segir, enda
geta einstakir menn og heilar þjóðir
verið langt komnar í þessu öllu og
þó verið illa siðaðir eða hafa af fleiri
afbrotum og ólifnaði að segja en þær
þjóðir e/ ekki þekkja þetta, og það
hygg ég sannist, ef borið er saman
siðferði Austurlandaþjóða og Ev-
rópuþjöðanna, og það verður þfi þó
að viðurkenna rétt að ef kristindóm-
urinn hefir nokkur áhrif þá ættu þau
að vera siðferðislegs eðlis. Sagt er
að kristniboðar hafl flntt drykkju
skapinn til Austurlanda og eigi hef
ég heyrt þess getið að vændis-
kvennahfis værn jafn algeng hjá
Hindúum eða Kínverjum eins og
þau eru meðal kristinna manna.
Að þessn leyti standa þeirofar í and
legu tilliti. Þó er það einmitt í
hinu siðferðislega er ég játa að
kristindómurinn hafi geit gagn.
Hann hefir framleitt göfugmenni
eins og Gladstone, Spurgeon, Drum-
mond og marga fleiri, en hann heflr
ekki kent James Watts 'að nota
gáfurnar ekki k e n t stjörnufræðina,
ekki k e n t Franklin eða Edison að
nota rafmagnið, heldur lieflr þetta
vaxið og þróast í trássi við biblíuna
og guðfræðina eða kristindóminn
Kákasusmannílokkurinn hefir þetta
inn í sér, það er hans eðli, enda er
hann ungur og unglingurinn heflr
meira í sér af fjöri og framkvæmd-
um en gamalmennið og þar fær þfi
svar upp á hina fávizkulegu spurn-
ing þína: “Hvað var Errópa áður
en hún eignaðist hnoss þessa?” Það
Það mætti eins spyrja hvað var S. V.
áður en hann var fullorðinn? En
þú kann ske trfiir ekki á breytiþró-
unarlögmálið.
Að endingu ætla ég að draga
saman í fá orð kenning þína eftir
því er ég fæ bezt skilið hana af orð-
unum og segðu það nfi ekki hártog-
un. Það er hér um bil á þessa leið:
Þær þjóðir sem ekki eru kristnar
eru framfaralausar andlega og lík-
amlegar og eldast og líða undir lolc,
en þær sem eru kristnar þroskast
andlega (og líkamlega og hafa af
engri eili að segja, geta aldrei liðið
undir lok. Þetta afl heflr kristin-
dómurinn. Þetta er nákvæmlega
sama og ef einhver segði: “Þau
börn sem ekki eru skírð af Ifitersk-
um eða kristnum presti g e t a e k k i
vaxið,” og mundufáir álíta þann
mann tala af iniklu viti. Þarna
sér þfi kenningu þína í hinu rétta
Ijósi Sigurður minn og mkttu skora
til hólmgöngu fit af því svo oft sem
þfi vilt, ég ansa því ekki, því ég
veit nfi af reynslunni að þfi flýr þeg-
ar að stefnudeginum kemur og kann-
ast ekki við orð þín. En þeirri ósk
vildi ég hreyfa að næst þegar þfi
skrifar þá takist þér betur en í þessu
seinasta svari þínu að syna, að híð
góða er kristindómurinn ber í
skauti sínu hafi eigi algerlega farið
fram hjá þinni hólmgönguffisu ber-
serks sál. Ég lief lokið máli mínu
Maachumasaw.
JÓHANNES SlGURDSSON.
West Dulutó 30. Nov. 1901.
* *
*
Heimskríngla telur mál þetta, sem
sem nú er ordið alt of persónulegt, út-
rætt og tekur því ekki fleiri ritgerðir
um það. Ritstj.
Undraverð uppskera.
Manitobastjórnin hefir birt
skýrslu um uppskeruna í fylkinu í
haust. Skýrsla þessi sýnir að hveiti
hefir verið sáð í rfimar 2 mill. ekrur,
og að uppskera þess heflr orðið að
jafnaði 25 1/10 bush. af ekru, eða
als 50^ mill, bush. Höfrum var
sáð í 690,000 ekrur, uppskeran varð
27 4/5 mill. bush., eða 403/10 bush.
af ekru að jafnaði. Byggi var sáð í
rúmar 190,000 ekrur, sem gáíu rfim
6| mill. bush., eða 451/5 bush. af
ekru. Rfigi var sáð í 2,707 ekrur
sem gáf'u rúm 62,000 bush., eða 23
bush. að jafnaði af ekru. Baunum
og hampi var sáð í 30,000 ekrur,
baunirnar gáfu 18^ bush. af ekru,
en hampur 12^ bush. af ekru.
Als varð uppskera af kornteg-
undum í fylkinu rfitnar85 inill. bush.
Kartöflum var sáð í 24-J þús.
ekrur, uppskeran af þeim varð 196
bush. af ekru, Rófutegundir voru
settar í rfimar 10,000 ekrur, upp-
skeran af þeim varð 286 bush. af
ekru.
2,788,090 pund ai smjöri voru
búin til í fylkínu á þessu ári, verð-
upphæð þess var $395,540.82.
2,460,650 pund af osti voru bú-
in til og verðupphæðin var $442,424.
87 svoað arðurinn af mjólkurbfium
bænda í fylkina varð á þessu ári
$837,965,69.
Þetta ár 1901 heflr því verið
langmesta uppskeru ár sem komið
heflr í Manitoba. Bezta undan-
gengið uppskeruár hér var árið 1899
þá fengu bændur 28 mill. hush. af
hveiti en nú 50 mil!.. Hafrar urðu
þá 22 mill. bush., en nfi 27 mill.
Það er talið að öll uppskera af ökr-
um bænda og arður at mjólkurbfium
þeirra ními að upphæð 43 mill. doll.
og eru þó ótaldar npkkrar mill. sem
komið hafa inn í fylkið fyrir lifandi
pening. Það er og víst að upp-
skerumagnið hefði orðið enn þá
meira og verð á korntegundum hærra
en það er, ef regnfall hefði ekki
verið svo undur mikið í sumar og
fyrripart haustsins. Regnfallið í
Manitoba frá 1, Apríl til 1. Nóvem-
ber, yfir 7 mánuði, varð að jafnaði
yflr alt fylkið 16| þumlungar.
Undraverður fundur.
Fornaldamkógur orðinn að gimnteinum í
Arizonafjöllunum.
Nokkrir jarðfræðingar lögðust
fit á fjöllin í norðurhlutanum aí
Arizona ríkinu í Bandarlkjunum, til
þess að athuga jarðmyudun og leita
að málmum. Þessi hluti ríkislns
hafði ekki áður verið nákvæmlega
yfirfarinn og fáir vissu hvað fjöllin
þar höfðu að geyma. En ýmsar
sögur höfðu farið af því að þar yæri
auður í jörðu og svo voru sterk rök
leidd að þessari ágizkan að nokkrir
vísindamenn tóku sig saman á síðastl.
sumri til þess að rannsaka þenna
fjallaldasa nákvæmlega og gefa svo
Bandaríkjastjórninni skýrslu um at-
huganir sínar. Þeir lögðust því fit
á þessi fjöll og hafa haízt þar við
síðan og unnið vandlega verk sinn-
ar köllunar þar til nú að Dr. J. N.
Pulver, einn af Þessnm jarðfræðing-
um, hefir skýrt frá afleiðingum leit-
arinnar á þessa leið:
“Vér höfum fundið fornaldar
skóg, sem nfi er orðinn að gimstein-
um. Þessar leifar fundum vér eins
inn í Ssn Francisco-fjöllunum. Agate
brfiin er sá markverðasti fundur sem
gerður hefir verið, Hfin liggur i
þeim hluta fjallanna sem fiestar
gimsteinategundir hafa fundist í, en
það er í Apache héraðinu, um 17
mílur frá Holbrook. Brfiin er tré-
bfikur sem liggnr yflr 60 feta breiða
gjá. Þekki trébfikur er orðinu að
finasta agate steini, hann er 110 fet
á lengð, og 5 fet og 3 þuml. í gild-
ari endann, en 3 fet í þann mjórri.
Og felur í sér nægilegt efni íil þess
að halda næstu kynstóð steinskurð-
armanna við stöðuga atvinnu. En
þessu bfitur er einn meðal þfisunda,
landið er fult af gimsteinum og það
er omögulegt að lýsa þeirri undra
fegurð sem sjáanleg er í þessum
landshlnta, jarðvegurinn er þakinn
“Amethyst”, rauða oggula “Jasper”
Topaz, Onyx, Carnelian og afarstóra
Agate-steina af öllum tejundnm.
Sumir þessir steinar eru eins stórir
eins og mjöltunnur eða gufuktalar.”
Dr. Pulver skýrir frá að það sé
mesti fjöldi af eftirtektaverðum tré-
bfikum hér og hvar við fjallaræturn-
ar, um 17 mílur vestur af Winslow
og um 45 mílur frá Agate-brúnni.
Doktorinn kvaðst hafa verið að leita
að hestum sem þeir félagar höfðu
tapað, þegar hann rakst á klettabelti
þar í fjöllunum. Það var nokkurs-
konar sandsteins stuðlaberg í hrerju
sáust ’greinilega stórtré, myndanir
þeirra sáust í mílu fjarlægð, svo voru
þau skír í berginu, úr fjarlægðinni
sýndust þau standa fram úr berginu